Lögberg - 08.10.1925, Síða 3

Lögberg - 08.10.1925, Síða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, W* 8 8. OKTÓBER 1925. 1 ▼ 1 | Sérstök deild í blaðinu SOLSKTN Fyrir börn og nnglinga | '^íaKiíHfSiHHixiHiKts'Hi'KiiHimgrKiKBiiaHiKKKMiMKiswtffWiagMssHiSKiíHM Framtíð hennar. “Já, nú skil eg það,” svaraði Randell, og hann fann til sterkrar longunar eftir að sjá Kötu aftur. Hann hélt áfram til Damton lögmanns, en hann var nýfarinn til New Yorlk, þar sem hann ætlaði að dvelja vikutíma. Hann ásetti sér að fara þangað strax. Svo datt honum í hug mismuniírinn á kjörum þeirra, nú var Kata þar, sem hann einu sinni var, efst í stiganum, en hann átti aðeins nokkur hundr- uð dollara eftir. Fyrsta starf hans varð að vera að útvega sér stöðu, sem hann gæti lifað af. Hann gat samt ekki varist freistingunni að heimsækja hana og óska henni heilla. Það var með mismunandi tilfinningum, að hann hringdi bjöllunni í fallega, brúna steinhús- inu, sem Bartley hafði sagt honum að þær tbyggju L Japanskur þjónn opnaði dyrnar, og fylgdi hon- um inn í iherbergi með skrautlegum húsmunum, og þangað kom Kata blóðrjóð með gleðigeislandi augu og báðar hendur fram réttar. “Ó, Sid,” sagði hún og hélt svo fast um hend- ur ihans, einst og hún ætlaði aldrei að sleppa þeim. “Ó, eg er svo glöð, að þú ert kominn. Tvö heil ár hafa mér fundist löng.” Randell langaði til að segja henni, að honum hefði fundist tíminn eins langur og fleiri eilífðir, en hUgsunin um fátækt hans hannaði houm það. “Hefir þér fundist tíminn svo langur” spurði Ihann (blátt áfram, en bölvaði óheppni sinni í hug- anum. “Já, í sannleika,” svaraði hún. "ó, eg hefi svo margt að segja þér, að ef þú lætur mig byrja, hætti eg aldrei.” Randell horfði nákvæmlega á hana. Hún var ekki breytt til muna, framkoman var að eins sjálf- stæðari. “Kata, en hvað þú ert hrífandi fögur,” sagði hann ósjálfrátt. Hún lét löngu augnahárin síga. “Það gleður mig, að þú hugsar ávalt þannig.” En Randell, sem sá að hann hafði komið upp um sig, stemdi stigu fyrir þeim aðdáunarstraum, sem var tiibúinn að falla yfir hana. Nú kom Japinn inn. “Eg bið afsökunar, en stúlka—” “Eg veit það,” sagði Kata og kinkaði kolli. “Fylgdu henni inn í bókaherbergið. — Hún er fregnriti fyrir sunnudagablað,” sagði hún. “Og í hvaða tilgangi heldur þú að hún komi? Hún ætlar að spyrja mig uln það efni: ‘Hvort ástin yfirvinni allar hindranir” Menn álíta, að eg viti alt um slíkar spurningar—sökum sögunnar minnar,” bætti hún við brosandi. “Og hver er skoðun þín?” spurði Sidney. “Komdu aftuV klukkan hálfíu í kvöld, þá skal eg segja þér það,” sagði hún um leið og hún fylgdi honum til dyra. Þungt hugsandi gekk Randell ofan götuna. Hann var að ráðgast um við sjálfan sig, ihvað hann ætti að gera. “Ef eg að eins ætti peninga,” enduVtók hann hvað eftir annað. “Nú er ekki til að tala um að giftast henni, þegar hún vildi mig ekki á meðan eg hafði nóg; hvernig liti það út fyrir mig peninga- lausan að lifa af miskunnsemi hennar?” Alt í einu datt honum í hug bankari þar í bæn- um, sem verið hafði vinur föður hans. Vonin vakn- aði aftur hjá honum, þegar hann gekk inn í prívat- skrifstofu hr. Barkers. Bankarinn var að tala við mann, sem sneri baki að dyrunum. “Nei, herra minn, um slíkt er ekki að tala. Þetta er mitt síðasta orð. Þér getið ekki fengið meiri peninga í bankanum hér.” 'Til þess að verða af með þenna mann, gekk hann til Rándells og rétti honum hendi sína inni- lega. “Hvað get eg get fyrir þig, piltur minn?” spurð hann. ókunni maðurinn stóð upp með vonbrigða- svip, íl því skyni að fara út, en kom um leið auga á Randell. útlit hans breyttist alveg. "Sid Randell,” hrópaði hann næstum. "Af öllum mönnum á jörðinni bjóst eg sízt við að sjá þig, og af öllum mönnum óska eg helzt að sjá þig,” sagði íhann glaðlega. ’*• “Góðan daginn, Herbert,” svaraði Sidney og þrýsti hendi skólabróður síns. “Nú, herra Parker,” sagði Herbert með þeim svip, sem foenti á að hann hefði ráðið örðuga gátu, “mér þykir slæmt að eg gerði yður ónæði með lán- beiðninni. Hefði eg vitað, að hr. Randell var hér í bænum, þá hefði eg ekki þurft að eyða tíma á yður.” Bankarinn hneigði sig kurteislega, meðan Sid- ney beið kviðandi eftir þeirri foeiðni, sem reynslan hafð kenfc honum að var óumflýjanleg frá Herbert. Honum skjátlaðst heldur ekki. “Nú, Sid”, sagði Harvey, “alt sem eg foið þig um, er 50,000 dollara lán.” Randell starði á foann alveg hissa. “Ertu Ibrjálaður, maður?” hrópaði hann. “Veiztu það ekki — hefir þú ekki heyrt það, að eg á naumast 50 dollara innistandandi á foanka nú.” “Rólegur vinur minn, rólegur,” sagði Harvey. “Eg þekki ástæður þínar mjög vel. Þú átt nákvæm- lega 100,000 dollara virði í veðbréfum í peninga- skápnum mínum.” “Um hvað talar þú?” spurði Randell reiður. "Eg er ekki við því foúinn að spauga núna.” “Eg tala af alvöru, Sid,” sagði Harvey. “Manstu eftir litla láninu, sem eg fékk hjá þér kvöldið áður en þú fórst til Evrópu?” Randell hneigði sig samþykkjandi. “Eg sagði að það væri til að ljúka við fyrir- tæki með, og það gekk vel. Eg stofnaði bókaút- gáfufyrirtæki og útvegaði þér 100,000 dollara gróða undir þínu eigin nafni, og geymi veðbréfin í pen- ingaskápnum mínum, þar sem þau foafa legið síðan og foíða þín. Nú var það áform mitt, að fá Barker til að lána mér 50,000 dollara gegn veði í þínum peningum.” Randell horfði spyrjandi á bankarann. “Ef það er satt, sem Harvey segir,” sagði bank- arinn, “skal mér vera ánægja í að gera syni míns gamla vinar greiða.” “Það er vingjarnlegt af yður,” sagði Sidney. “Við komum hingað aftur að hálfri stundu liðinni, hr. Barker,” sagði Harvey og stakk arm sínum und- ir Randells, um leið og þeir gengu út. “Þetta er alveg ótrúlegt,” sagði Sidney á leið- inni. “Hvernig hefir þetta lán orsakast?” “Manstu eftir litlu, freknóttu stúlkunni í Centerville — Kata Langley?” “Já, eg man eftir henni. Hvað er um hana?” “Það er hún, sem er orsök heppni minnar. Hún hafði skrifað nokkrar sögur, sem hún fékk ekki gefnar út. Einn daginn las eg sumar þeirra af forvitni, og fann að þær voru frumlegar. Eg talaði við hana og réði henni til að semja lengri sögu. Mér til undrunar hafði hún eina fyrirliggjandi, sem foeið þess að verða prentuð. Hún seldist ágætlega og síðan hefir alt breyst í peninga, sem hún snertir við.” “Eg óska þér til lukku með að þú fanst hana, Herbert,” sagði Sidney. “Eg get aldrei fullþakkað þér það, sem þú hefir gert fyrir mig ” “Það var eina aðferðin til að foorga þér öll þín lán.” “En þú veist ekki hvað þessir peningar þýða fyrir mig,” sagði Randell. “Nú get eg gifst stúlk- unni, sem eg" elska.” “Hún er nú líklega í Evrópu?” “Nei, hún er hér, eg hefi aldrei elskað aðra.” “Þetta heitir nú trygð. )Nær fæ eg að kynnast henni?” sagði Harvey. ‘’Ekki í Ikvðld, því eg ætla að heimsækja Kötu Langley,” sagði Sidney. “Þér er ekki alvara,’ sagði Harvey æstur, hann skildi hvað vinur sinn átti við. “Kötu Langley! Eg vona að þú Ihafir ekki reiðst því sem eg sagði um freknurnar áðan?” “Alls ekki, eg elska þær allar.” “!Hér er skrifstofa mín, eg skal ekki tefja þig lengi. Mig langar til að fá nafn þitt u'ndir nokkur sficjöl. Við verðum að gera þetta til að stækka fyrirtækið ” Sidney ibrosti þar sem hann sat við skrifborðið í privat skrifstofu Herbert Harveys, og var að lesa skjölin, sem lágu fyrir framan hann, án þess þó að gleyma heimfooðinu kl. hálf níu um lcvöldið. ---------o---------- Skip gamla farmannsins. Bankastjóri nokkur víða kunnur og nafntogaður, segir sögu þessa: “Eg var alinn upp í auðugri borg og fjölmennri; þar var mikið um dýrðir og margt að sjá, eins og nærri má geta. Þó voru það einkum foúðarglugg- arnir, er vöktu afchygli mína og félaga minna og laxibræðra og okkur var starsýnt á. Þar var margt samankomið, er okíkur langaði til að eiga, einkum leikföng, en foreldrum okkar og vandamönnum þótti lítilsvirði og óþarfi að kaupa. Utarlega í borginni bjó gamall farmaður í þröngri og skuggalegri götu. Húsið hans var lítið og lágt og alls ekki aðlaðandi; þó vandi eg og lax- bræður mínir mjög þangað komur okkar. Þegar við fórum í) skólann á morgnana og komum úr honum seinni hulta dags,lögðum við ætíð leið okkar fram hjá ihúsi hans; þó var það ekki alveg í leið- inni, en við töldum eigi eftir okkur útúikrókana á þeim árum, þegar þeir voru í iokkar þágu. Reyndar þótti okkur nú full ástæða til þess að við lögðum þessa lykkju daglega á hala okkar. En eigi veit eg hvort fullorðna fólkið hefði talið hana réttmæta, ef það hefði af því vitað. Svo var mál með vexti, að í glugganum, sem vissi að götunni, var dálitill hlutur. Hann var gersemi mesta í okkar augum og þóttumst við aldr- ei slíka séð hafa á æfi okkar. Hlutur þessi var dálítið skip, með rá og reiða og öllu’m úfcbúnaði. Það var af tré og gjört með mikilli list og hagleik. Siglutréð og rárnar voru snotuilega útskornar. Það skautaði þarna fullum seglum í hæfi við stærð þes® og lá albúið eins og það biði byrjar brátt að sigla. Þarna stóð eg oft löngum stundum, hallaði mér að rúðunni og hafði eigi augun af því. Engan hlut hefi eg séð, fyr né síðar, sem mér hefir þótt eins fallegur og mig langað til að eiga. Það var svo aðdáunar snoturfc og fcöfrandi í augum mínum. Oft óskaði eg heitt og innilega, að eg ætti kjörgripinn í glugganum sjómannsins. Það varð að stóru haf- skipi 1 huga mér og mér fanst eg orðinn skipstjóri' á því og standa við stýrið og þjóta á því eftir ðld- unum. En þetta var að eins draumsigling löngunar- sjúkrar sálar og Ihugarflug bernskuáranna. Þeg- ar eg rankaði viði mér, stóð eg þarna í sömu spor- um utan við gluggann og skipið kyrt innan við rúðuna. Eg snöri þaðan oftast daprari í bragði en eg kom þangað, en gat þó eigi að mér gjört að líta um öxl öðru hverju og renna augunum til gluggans. Eg huggaði mig reyndar við, að leikbræður mínir allir voru eins hugar og eg. Þess vegna lét eg ekki á neinu bera, en duldi þeim hugsanir og til- finningar, er tengdar voru við skipið. Svo liðu fram stundir. Einu sinni komum við nokkrir í hóp úr skólanum með fasi miklu, hávaða og gleðilátum. Við vorum orðnir þreyttir á set- unni í skólanum á trébekkjuíium, hörðum og ó- notalegum, sem gera líkamann dofinn og sálina sljóa og athyglislitla. Okkur var því mál orðið að rétta úr okkur og sprikla, teyga loftið og hrista af okkur skólamolluna og kenslustundad'rungann. Þegar við komum, bar svo við, að sjómaðurinn gamli sat á riðinu við dyrnar á húsinu sínu. Hann var góður maður og spaklátur, en oftast fremur alvarlegur og þungbúinn. Eldri drengirnir þektu hann vel og viku þess vegna kunnuglega að honum og köstuðu kveðju á hann. Hann tók því vel og kurteislega og svaraði glenzi þeirra og gamanyrðum, með forosi. Þeir fóru nú að horfa á skipið og dást að því. Þetta létu þeir lengi ganga. Svo stungu þeir sam- an nefjum, hvísluðust og hlógu. Loksins tóku þeir að sækja í sig veðrið og biðja hann að gefa sér skipið. Þeir sögðu, að hann hefði ekkert að gera við það. Ekki gæti hann haft gaman af því, gam- all maðurinn og kominn á grafarbakkann. Honum væri nær að gefa þeim það, sem væru enn á leik- aldri. ‘^Gefðu mér það,” sagði einn þeirra. “Nei, mér,” mælti annar. “Æ, gefðu mér það, sjómaður,” hrópaði sá> þriðji. Þeir hrundu hver öðrum til þess að komast sem næst honum og létu dæluna ganga. En farmaðurinn gerði ekki nema brosa - og lét sem hann heyrði eigi áfergjulæti þeirra og þrá- beiðni. Það fer eigi alt af svo, að sá hafi sitt mál, sem þrástur er og ákafastur. Að minsta kosti fór eigi svo í þetta slkifti. Sín aðferðin á við hvern og það, sem annar gengst upp við, fær eigi á foinn. Eg stóð dálítinn spöl á brautu meðan þessu fór fram og bærði eigi á mér, enda var eg feiminn og einurðarlítill í þá daga. Eg man líka vel, að mér þóttu félagar mínir mjög heimtufrekir og ókurteisir við gamla mann- inn. Þeir áttu þó enga heimtingu á því, að foann gæfi þeim skipið. Ef til vildi voru einhverjar end- urminningar tengdar við litla skpið, þótt við viss- um það eigi og sökum þess vildi hann eigi farga því. Eg fann að eg leið önn fyrir þá og óskaði okk- ur öllum langt í burtu, svo að þessum leik lyki. Drengir þessir voru flestir syjiir háttsettra embættismanna í borginni og það hefði mátt vænta, að þeir væru kurteisari og siðprúðari en þeir I voru. Loksins sá eg, að honum leiddist þóf þetta [ og að hann leit alvarlega til drengjanna eins og hann vildi segja: “Eg gef ykkur það elkki, ókurt- eisu rellupokarnir ykkar.” Svo stóð hann snögglega á fætur og fór inn í foúsið. Eg hugði nú, að hann væri farinn með öllu', gramur og leiður af gauraganginum og fojóst til ferða. En þessu' var eigi þann veg farið. Að vörmu spori kom hann aftur og hafði skipið í hendinni. Þegar drengirnir ,sáu þetfa, flyktust þeir um- hverfis foann og urðu hálfu nærgöngu'lli og upp- vöðslusamari en nokkru sinni áður. Nú var farmanninum gamla nóg fooðið. Hann hratt þeim frá sér reiðilega og sagði í önugum rómi: “Snáfið þið í burtu, óhræsis órabelgirnir ykkar. Eg gef engum ykkar það. Þið eruð ekkert nema heimtufre'kjan og ókurteisin.” Síðan sneri foann sér snúðugt frá þeim og gekk að mér. Hann ávarpaði mig vingjarnlega og mælti brosandi: “Þú mátt eiga skipið, drenguT minn, ef þú vilt. Og eg sé, að það skín út úr þér, þótt þú segir ekk- ert, að þér leikur fougur á því. — En veiztu nú, fyrir hverjar sakir eg gef þér það?” “Nei,” sagði eg Um leið og feginstárin komu fram í augun á mér. “Þá skal eg segja þér það,” mælti hann. ‘*Eg gef þér þaö sökum þess, að þú ert kurteis og sið- prúður drengur og temur þér eigi að foiðja að gefa þér alt, sem þér þýkir eigulegt og girnilegt. Mér geðjast vel að þessum sið og framkomu þinni og háttprýði. Njóttu nú skipins eins vel og Jþú hefir aflað þess. — Farðu heim með það til foreldra þinna og berðu þeim kveðju mína. Segðu þeim frá mér, að eg samfagni þeim, hversu þú ert vænn og efnilegur sonur, og að þau hafi kent þér háttprýði og fagra siðu og að vera kurteis og vingjarnlegur við gamalmennin. En um það hirða fáir drengir nú á dögum.” Eg þakkaði foonum gjöfina eins kurteislega og innilega eins og eg kunni. Svo kvaddi eg hann með virktum og flýtti mér heim glaður 1 bragði og fegnari, en frá megi segja. Hinir drengirnir snautuðu’ sinn í hVerja áttina, niðurlútir og hryggir í huga. — Nú eru liðin mörg ár síðan þetta gerðist. Eg hefi fengið minn hluta af hepni og hamingju. En það er eigi ofmælt né öfgakent, þótt eg segi, að eg hafi fáar stundir lifað sælli, en þá, er eg eignaðist skip gamla farmannsins.—Unga ísl. RÓSIN FRÁ PARADIS. Persneskt æfintýri. iSumarnóttin hvíldi mild og mjúk yfir jörðinni. Það var nóttina áðu'r en syndin kom í foeiminn.. Eva svaf í Paradís undir rósatré með óteljandi, angandi, rauðum rósum. Glóbjarta hárið huldi hana alla og hún brosti I svefninum eins og foarn, Svo ljómaði dagur og fuglasöngurinn vakti þessa ungu drotningu jarðarinnar. Hún lyfti upp höfðinu og sagði brosandi við tréð: “Þakka þér fyrir næturhvíldina!” og um leið foraut hún af því undur fallegan rósaknapp og festi hann í gulllokkunum sínum, Svo flýtti hún sér í faðm syndar og dauða. — Kvöldið var komið síðasta daginn. Eva féll á kné í angist og skelfingu úti í dimmasta garðs- horninu í Eden. Hún hafði leyst litla rósaknapp- inn úr hárinu, þrýsti foonum að vörum sér og vætti hann með tárum. Þá sprakk hann út og angaði dýrðlega eins og systurrósirnar á trénu, sem Eva þorði nú ekki að nálgast framar. — í sama vetfangi var engillinn þar með brugðið, logandi sverð og fooðaið henni, að nú væri Paradís henni lokuð um alla eilífð. “Hlerra,” stundi Eva, “eg veit, að nú er úti um alt. En viltu ekki gefa mér rósina þá arna, sem eg hefi vakið og lífgað með tárum mínum, til minn- ingar um horfna hamingju mína?” Engillinn brosti, en rödd hljómaði frá himni, mild, en alVarleg: z “Bæn þ?n er heyrð, — þú mátt eiga rósina, barnið mitt! Tár þín gáfu henni líf, og hún skal þess vegna fylgja þér og gefa þér angri folandna gleði. Meðan jörðin er við lýði, skal rósin blómg- ast fyrir sakir mannkynsins. Einhvern tíma á æf- inni skal hver, sem af konu er fæddur, fovort sem það er sonur eða dóttir, finna angan hennar og verða var sælunnar í Paradís.” Og þannig varð það. Rósin frá Paradís blómgaðist og blómgast enn þá ætt eftir ætt, og hver, sem finnur ilm hennar, verður aðnjótandi Edens friðar og unaðar í hjarta sér. Því að rósin frá Paradís er sjálfur kærleikur- inn. — Uunga ísl. Professional Caras DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tfmar: 2_3 Heimlli: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu & a? selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aö fá, eru notuö eingöngu. fegar þér kómifS meö forskriftina til vor, megiö þér vera viss um, aö fá rétt þaö sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tfmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdéma.— F.r aö hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Er aö hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Sfml: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 72414 Sargent Ave. ViÖtalstfmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heimili: 1338 Wolsley Ave. Sfmi: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 HeimiU: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talsími: A-8889 Munið símanúmerið A 6483 og pantiö meööl yöar hjá oss.— SendiÖ pantanir samstundls. Vér afgreiöum forskriftir meö sam- vizkusemi og vörugæöi eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrfka reynslu aö ‘baki. Allar tegundir lyfja, vindlar, fs- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaÖur sá bezti. Enn fremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Ileimilis Talsími: J-8S02 JOSEPH TAYLOR Lögtaksmaður Heimatalsimi: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: A-6557 Tekur lögtaki bæföi húsaleiguskuld' veöskuldir og vixlaskuldir. — Af- /reiöir alt^ sem aö lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. íslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-West, Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur aö Hundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aö hltta á eftirfylgj- and tfmum: Lundar: annan hvern miövikudag Riverton: Fyrsta íimtudag. Gimli: Fyrsta miövikudag. Piney: þriöja föstudag 1 hverjum mánuöi. A. G. EGGERTSSON tsl. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæöl 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sa.sk. Seinasta mánudag t hverjum mtn- uöl staddur f Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla meö fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgö o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emlly St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King og Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel & leigu og vettum vlð- skiftavlnum ÖU nýtízku þæg- indi. Skemtlleg herbergl tU leigu. fyrir lengri eða skemri tíma, fyrlr mjög sanngjarnt verð. petta er eina hóteUð i Wlnnipeg-borg, som fslending- ar stjóroa. TH. BJARNASON Emil Johnson. A. Thomas SERVICE ELECTRIC Rafmagns OontraotJng — Alls- kyns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Seljunt Moffat og McClary Eldavélar og höftun þær tll sýnls á verkstæðl voru. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin vlð Young Street., Winnipeg. Verskst. B-1507. Hehn. A-7286 Verkst. Tals.: Helma Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON 1’I.IMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujáro, víra, allar tegundlr af glösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Síml: A-4153. ísl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjarnason, eigandi. 290 PORTAGE Ave., Winnlpeg. Næst bið Lyceum leikhúsiö. lslenzka bakaríið Selur beztu vörnr f yri r lægsta verð. Pantanir afgrelddar bæðl fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og llpur vlðskiftl. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Winnlpeg. Phone: B-4298 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Winnlpeg, hefir 6va.lt fyrirlifggjandi úrvals- bJrgðlr af nýtfzku kvenhöttum. Hún er elna ísl. konan, sem slíka verzlun rekur í Winnipeg. fslend1- ingar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. pegar þér þurfiö aö láta gera HEM STLTCHING, þá gleymlö! ekki a.Ö koma 1 nýju búöina á Sargent. Alt verk gert fljótt og vel. AUskonar saumar geröir og þar fæst ýmlslegt sem kvenfólk parfnast. MRS. S. GCNNIiAUGSSON, Mgandl Tals. »-7327. Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.