Lögberg - 26.11.1925, Blaðsíða 6
%
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
“Við skulum tala um það við Ihr. Hawkes á
morgun,” sagði hún kuldalega.
Að þessu sögðu gekk hún upp stigann.
Undir eins og hún var farin, þaut Peg á fætur
og fór að dansa. Hún nam staðar að síðustu við
borðið og leit á allar ibækurnar, gretti sig og sóp-
aði þeim svo niður á gó'.fið. Hlustaði svo lafhrædd
hvort hún heyrði nokkurn koma, lagðist svo á hnén,
og tíndi þær upp aftur. Svo hljóp hún að gluggan-
um og leit út. Tunglið sendi bjarta geisla niður í
garðinn. Peg gekk aftur að stiganum og hlustaði.
Þegar hún heyrði ekkert, læddist hún með varkárni
upp í herbergið sitt, tók þar yfirhöfn og hatt og
læddist aftur með það ofan í daggtofuna.
Hún var aðeins 'búin að leggja flíkurnar frá
sér í gluggaskotið, þegar dyrnar voru opnaðar og
Ethel kom inn. Hún gekk beina leið að stiganum og
ibyrjaði að ganga upp eftir honum, án þess að sjá
Peg. '
‘Tlalló, Ethel!” hrópaði Peg. “Eg er nú á ferli
ennþá, til þess að lesa og læra. Ert þú reið við mig
ennþá. Vilt þú ekki bjóða mér góðar nætur?”
Ethel hélt áfram án þess að segja eitt einasta
orð. <
Peg hlustaði þangað til alt var kyrst. Svo gekk
hún yfir í eitt ihorn stofunnar, þar sem hún hafði
falið sína elskuðu bók, “Love Stories,” undir gólf-
dúknum. Tók hana upp, settist og fór að lesa.
Skyldi Jerry nú koma og sækja hana spurði hún
sjálfa sig efandi og kvíðandi.
ð i 6
PEG.
Eftir J. Hartley Manners.
“Þökk fjTÍr að þér viljið hjálpa mér, hr. Jerry”
sagði hún. “En haldið þér ekki að þessi litli, vondi
andi vilji fá yfirráð yfir mér ennþá einu sinni, áður
en eg deyði hann?”
“Við hvað eigið þér?” spurði Jerry.
“Að þér takið mig með yður til danssamkom-
unnar í kvöld, þó að eg fái ekki leyfi hjá frænku,
til að fara. Viljið þér gera það? Eg skal aldrei
gleyma yður fyrir þá hjálp, ef þér veitið mér hana.
Og eg lofa yður því, að það skal verða síðasta
flónskuskrefið, sem eg stíg. En, eg hefi svo óvið-
ráðanlega sterka löngun til að vera með.”
Hún fór nú alt í einu að raula danslag og stíga
dans hringinn í kring í herberginu, með barnslegri
ofsakæti.
Frú Chichester 'kom nú gangandi með hægð
ofan stigann. Henni brá allmikið við, þegar hún
sá þessa ungu stúlku hóppandi og dansandi. %
Peg varð líka hverff við, og hætti undir eins
dansinum.
“Hvað á þetta að þýða?” spurði frú Chichester
gremjulega.
Peg hné niður á stól á meðan Jerry tók málstað
hennar. Hann heilsaði frú Chichester vingjarnlega
og sagði:
“Mig langar til að biðja um leyfi yðar til nokk-
urs, sem mun gera frænku yðar mjög- glaða — fær
hún leyfi til að taka þátt í danssamkomu í hátíða-
haldssalnum í kvöld?”
“Nei, alls eHki,” svaraði frú Chichester hörku-
lega. “Mig furðar sannarlega að þér skulið spyrja
um slíkt.”
“Eg hefði getað sagt yður fyrirfram hverju
hún mundi svara,” tautaði Peg.
“Afsakið, heimsókn mín var lika til að biðja
dóttur yðar að koma með mér til danssamkomunnar
en hún neitaði mér um það,” sagði Jerry.
Hann rétti úr sér móðgaður yfir hreimnum í
rödd frúarinnar. “Eg hélt að það mundi gleðja
yður, að leyfa frænku yðar að njóta þessarar litlu
ánægju.”
“Að fara á danssamkomu — án þess að hafa
fylgdarkonu með sér?”
“Móðir mín og systir verða þar.”
“Sldkt baíh og hún?”
"'Barn!” hrópaði Peg. “Eg skal aðeins segja
þér, að faðir minn lét mig fara hvert sem eg vildi.”
“Margaret,” hrópaði gamla konan og benti Peg
ógnandi.
Peg breytti nú rödd sinni og mælti í bænar-
rómi:
“Vertu nú svo góð að veita mér leyfi. Eg skal
með ánægju lesa allan daginn á morgun, ef eg fæ
aðeins leyfi til þess, að dansa dálítið í kvöld. Góða,
segðu nú já.”
Gamla konan lyfti hendinni allhörkulega, til
merkis um að Peg skyldi þegja. Svo snéri hún sér
að Jerry og sagði með miklu blíðari róm:
“Það var fallega gert af yður að koma hingað
og spyrja um þetta; en afsakið, ef eg lít út fyrir að
vera óvingjarnleg — en það er alveg ómögulegt að
veita þetta leyfi!” /
Peg þaut á fætur mjög áköf.
Jerry leit biðjandi til hennar til þess að koma
I veg fyrir að hún vekti meiri gremju hjá frúnni.
Hann hneigði sig fyrir henni og sagði:
“Mér þykir þetta leitt. Gott kvöld.”
Svo tók hann hattinn sinn og frakkann og gekk
til dyranna.
“Færið móður yðar og systur mína innilegustu
kveðju,” sagði frú Ohichester alúðlega.
“Þökk fyrir,” svaraði hann og opnaði dyrnar.
“Gott kvöld, hr. Jerry,” kallaði Peg.
Hann snéri sér við og sá Peg benda djarflega
út í garðinn, til merkis um að hann skyldi mæta
henni þar.
Frú Chichester snóri sér við um leið. Peg
roðnaði þar eð hún vissi sig seka.
Frún horfði lengi á hana án þess að segja eitt
orð. Loks saurði hún:
“Hvað meintir þú með að dansa ihérna á svo
óviðeigandi hátt? Og 'hvað meintir þú með þess-
um bendingum, sem þú gerðir?”
Peg svaraði ekki.
“Ætlaif þú aldrei að hætta að vera okkur til
skammar? Ætlar þú aldrei að læra að haga þér
skikkanlega?”
“Jú, frænka,” svaraði Peg áköf. “Eg vil aldrei
oftar gera þér neitt á móti skapi — að morgundeg-
inum liðnum. Eg yil læra af kappi. Þú skilur ef-
laust, hve illa eg yrði stödd gagnvart öðrum ung-
um stúlkum, sem aðeins eiga hálfar gáfur á móts
við mig. Eg hlyti að skammast mín — það er á-
reiðanlegt. En nú skal eg byrja að læra, svo eg
verði jafn snjöll þeim, já, komist á undan þeim, og
þá mun hann — munt þú verða montin yfir mér —
já, það verður þú.”
, “Hvað ertu nú að segja?” spurði gamla konan,
sem ekki skildi hana.
“Það er það, sem eg hefi ásett mér að gera, frá
því í morgun.”
“Mér þykir vænt um að heyra þetta. Eg vona
að þú verðir á sömu skoðun á morgun.”
“Það verð eg frænka. Ef það er þér ekki á
móti skapi, vildi eg heldst byrja strax.”
“Byrja hvað?”
“Að læra. Aðeins eina stund,”
“Gott. Þú getur fengið leyfi til að vera á
ferli eina stund ennþá. En mundu að slökkva Ijós-
ið, þegar þú ferð.”
“Já, frænka, það skal eg áriðanlega muna.
Æ)tlar þú strax að fara að hátta?”
“Já.” '
“Fara allir að hátta nema eg.”
“Já, allir.”
“Það er ágætt,” sagði Peg glöð.
“Þú mátt engan hávaða gera,” sagði frúin við
hana.
“Nei, frænka, ekki hinn minsta.” .
“Góða nótt þá,” sagði frú Chichester og gekk
að stiganum.
‘Góða nótt, frænka. Það er satt — eg hafði
hugsað mér, að það væri best, að eg færi heim aftur
ti.l föður míns, en í dag fékk eg mjög ánægjulegt
bréf frá honum, svo — ef það er þér ekki ógeðfelt
— vil eg vera hér einn mánuð enn. Get eg það?”
9. KAPÍTULI.
Danssamkoman.
Jerry hefði máské ekki komið, ef frú Chich- •
ester hefði verið dálítið vingjarnleg við Peg.
En harka hennar æsti hann.
Hann ásetti sér að ganga framhjá öllum vana-
bundnunf.siðum, og taka Peg með sér á samkomuna,
þar sem 'hann ætlaði að kynna hana móður sinni og
systrum. /
Þegar hann sá, að öll ljós 1 Regal Ville voru slökt
mætti hann Peg við endann á garðinum, og sam-
ferða urðu þau þessa indælu júlínótt í tunglsljós-
inu yfir engjarnar, að hátíðahaldssalnum.
Þar fól hann móður sinni umsjón Pegs. Marga
ágæta dansara kynti hann henni og hún var yfir-
burða glöð.
Hún dansaði hvern einasta dans; borðdansinn
með Jerry, og hún söng og hló og var miðdepill
eftirtektar allra. Það, sem hefði haft óviðfeldin
áhrif á aðra, var aðeins aðlaðandi fyrir Peg af því
að eðlishvatir hennar vor svo barnslegar. Hún var
mjög lánsöm og í uppáhaldi allra. Og þegar síðasti
dansinn endaði og alt var búið, var hún alveg ó-
huggandi.
Þetta j/ar fyrsta ánægjan, sem hún hafði notið
í Englandi, og nú var hún Ibúin, og á morgun mundi
þessi óhlýðni hennar verða opinber. Hvað mundi
þá ské? Mundi frú Ohichester senda hana burt?
Það gæti vel verið — nú ■— hún hef^j þó í öllu
falli átt eitt aðdáanlega skemtilegt kvöld.
“Þetta er í fyrsta sikifti, sem eg hefi verið glöð,
síðan eg kom hingað,” sagði hún við Jerry. “Og
það á eg yður að þakka — aðeins yður. ó! eg er
svo glöð.”
“Eg líka, Peg,” sagði Jerry stillilega.
“SLík gæfurík augna'blik eru í rauninni þau
einu, sem teljandi eru á æfinni. Hversvegna getur
lífið ekki ávalt vei’ið þannig. Hversvegna getur -
maður ekki dansað í gegnum heiminn?” hrópaði Peg.
. .Valslagið og hin indælu sönglög, ómuðu í eyr-
um hennar. (
“Eg vildi að mér yrði auðjð að géra æfi yðar
að þrotlausum dansi,” sagði Jerry alvarlegur.
“Viljið þér það?” *
“Já, það geri eg.”
“Dans með yður?”
“Já.”
“Að dansa saman hvern einasta dans — yrði
það ekki yndislegt — og losna svo við að læðast
heim á eftir, eins og þjófur.”
Nú hló hún alt j einu gletnislega.
“Helmingur ánægju minnar í kvöld, byggist
raunar á meðvitundinni um, að frænka íheldur mig
nú vera steinsofandi í rúmi mínu.”
“Þér eruð —” byrjaði Jerry.
Móðir hans og systir ikomu á þessu augnabliki
og trufluðu hann. Þær óskuðu Peg alúðlega góðr-
ar nætur og mæltust til þess, að hún kæmi og heim-
sækti J)ær í “Noels Tolly” og yrði þar nokkra daga,
ef frú Chichester vildi leyfa það.
Jerry áleit, að það væri best fyrir þau að fara,
áður en aukadansarnir byrjuðu. Hann sótti yfir-
höfn hennar, og aftur gengu'þau hlið við hlið yfir
hinar döggvotu engjar, á meðan tunglið breiddi
silfurgljáa sinn á alt í kring um þau, og tónar vals-
lagsins ómuðu fyrir eyrum þeirra frá danssalnum.
Þau gengu bæðl hugsandi dálitla stund. Svo hvísl-
aði Peg:
“Jerry !'*•
“Peg?”
“Hvað var það, sem þér ætluðuð að segja, þeg-
ar móðir yðar og systur komu og trufluðu yður?”
“Það var nokkuð, sem betra er að bíða með til
morguns, Peg, þegar dagur or kominn.”
“Hversvegna að ibíða? Ekkert getur verið in-
dælla en þetta tunglsljós. Og eg get áreiðanlega
ekki sofið í nótt eftir alt þetta undraverða, sem
fyrir mig Ihefir foorið í kvöld. Segið mér, Jerry —
móðir yðar og systur — hafa líklega ekki skammast
sín fyrir mig?” )
“Hvernig dettur yður slíkt í hug? Þær dáðust
að yður.”
“Gerðu þær það?
“Já, Peg.” '
“Fæ eg að sjá þær aftur?”
“Eg vona, að síðar meir fáið þér að sjá þær
mjög oft.”
Þau stóðu nú fyrir'utan dyrnar að garðstof-
unni. Jerry rétti henni hendi sína.
“Góða nótt, Peg.” N
“Hversvegna þurýið þér að flýta yður svo mik-
ið að losna við mig? Slíkt kvöld kemur aldrei aft-
ur.”
Skyndilegur grunur lifnaði hjá henni:
“Farið þér máské þangað aftpr — til þess að
dansa þessa aukadansa, sem eg fékk efcki leyfi til
að ibíða eftir?”
“Ekki, ef yður er það á móti skapi.”
“Þér megið ekki gera það,” sagði hún alvar-
lega. “Eg get ekki þolað að hugsa um það, að þér
dansið með handlegginn um mitti annara kvenna —
26. NoVEÍÆBER, 1925.
þann handlegg, sem nýlega hefir legið um mittið á
mér ,— og að eg skuli vera hér alein. Þér ætlið
ekki að gera það ;— ætlið þér?”
“Nei, Peg.”
“Og viljið þér hugsa um mig?”
“Altaf.”
“Og eg vil Ihugsa um yður. Eg vil biðja Guð
að varðveita yður, af því þér hafið gert mig svo
ánægða.”
“Þökk fyrir, Peg.”
Hann reyndi að koma henni til að fara inn.
Hann var hræddur um að rödd sín kynni að heyrast.
‘IMá eg til að fara inn?” spurði Peg.
“Já, þér verðið að gera það.”
“í þessu aðdáanlega tunglsskini ?”
“Það getur einhver komið.”
“Já, já. Þér vitið þetta best,” sagði Peg döpur
en róleg. ‘Góða nótt, Jerry. Og þökk fyrir í kvöld.
‘Góða nótt, Peg.”
Hann • laut niður og kysti hendi hennar með
lotningu.
Á sama augnabliki heyrðist skrölt í ibifreið í
nándinni. Hún nam staðar, og fótatak heyrðist á
malarstígnum.
“Gætið yðar,” hvíslaði Jerry. “Farið þér inn.
Það kemuf ehihver.”
Peg hvarf inn um sólbyrgisdyrnar.
Jerry gekk ofan stigann og mætti þar Ghristian
Brent.
“Brent“! sagði hann undrandi.
“Jerry!” sagði Brent líka.
“Allir eru sofandi í húsinu,” sagði Jerry.
“Eg sá það,” svaraði Brent.
Hann leit á dimmu gluggana. Eftir stutta,
vandræðalega þögn, sagði Jerry:
“Komið þér frá danssamkomunni ? Eg sá yður
þar ekki.”
“Nei, eg var þar ekki,” svaraði Brent. “Eg gat
ekki sofið, og svo gek'k eg mér til hressingar.”
“Þá getum við orðið samferða,” sagði Jerry.
Brent snéri sér við og gekk með honum, en
þegar þeir höfðu gengið nokkur skref, nam Jerry
staðar skyndilega. Við girðingarhliðið stóð fjöru-
tíu hestafla bifreið. >
“Skemtigöngu! Þér komið 'í bifreið,” sagði
Jerry.
“Já,” svaraði Brent vandræðalegur. “Nóttin er
svo indæl til að vera á ferð sér til skemtunar.”
10. KAPÍTULI.
Peg kemur til sögunnar.
Um leið og Peg læddist upp stigann með hægð,
mætti hún Ethel í ferðafötum og með tösku j hend-
inni.
“Ethel!” hvíslaði Peg undrandi.
“Þú hérna!” sagði Ethel öskuvond.
“Góða, segðu engum að þú hafir séð mig,
Ethel!”
“Farðu ofan í stofuna,” skipaði Ethel.
Peg hlýddi ósjálfrátt.
Ethel kom á eftir henni.
“Hvað ert þú að gera hér? spurði hún gremju-
lega.
“Eg hefi verið á danssamkomunni. Þú mátt
ekki ^segja mömmu þinni það — hún sendir mig
burt, ef hún fær að vita það — og mér er nauðugt
að'fara héðan nú.”
danssamkomunni,” endurtók Etihel efandi.
Hún gat ekki losað sig við þann grun, að Peg
væri að njósna um sig.
“Já — með Ihr. Jerry.”
‘Með Jerry?”
“Já, móðir þín vildi ekki lofa mér að fara, og
svo kom Jerry aftur og sótti mig. Eg hefi skemt
mér svo yfirburða vel. Og þú mátt ekki segja móð-
ur þinni frá þessu. Ætlar þú að gera það?”
“Þú mátt reiða þig á að eg geri það.”
“Hversvegna ert þú svona slæm við mig, Ethel?”
“Af því að eg fyrirlít þig.”
“Mér þykir það leitt,” sagði Peg róleg. “Nú
hefir þú eyðilagt alla ánægju mína; góða nótt,
Ethel.”
Hún var komin hálfa leið upp stigann, þegar
henni datt nokkuð í hug. Hún hljóp aftur ofan og
gekk til Ethel.
“En hvað ert þú að gera hér — á þessum tíma
nætur? í ferðafötum og með tösku?”
“Far þú upp j herbergið þitt,” mælti Ethel í
skiþandi róm.
Hún var föl af vonsku, en íhún reyndi að tala
Jágt og fá Peg til að gera það sama, svo þær vektu
engan.
“Það er Líklega ekki áform þitt að fara burt
með —”
Ethel lagði hendi sína á munn Pegs.
“Talaðu lágt, flónið þitt.”
Peg losaði sig. Hún var nú líka orðin reið og
hrópaði:
“Hann var hér einmitt núna. En Jerry tók
hattn burt með sér.”
“Hann?” spurði Ethel óróleg.
“Já — hr. Brent,” svaraði Peg.
Ethel gekk hratt að glugganum. Peg gekk
fram fyrir hana og greip um báða úlnliði henpar.
“Ætlar þú að fara — með honum — ætlar þú?”
“Slaptu mér”!
“Ætlar þú að fara með hcmum? — Svaraðu
mér,” mælti Peg áköf.
“Já,” svaraði Etihel æst. “Og eg geri það líka.”
“Nei, þú gerir það ekki,” sagði Peg og hélt
henni fast.
“Sleptu mér,” sagði Ethel aftur og reyndi að
losa sig.
“Þú skalt ekki komast út úr húsinu — þó eg
verði að vekja alla.”
“Vek þú þá!” hrópaði Ethel, “þau geta ekki
hamlað mér frá því — enginn getur það. Eg get
ekiki unað við þetta — að sjá þig dag eftir dag rölta
um húsið eins og lifandi móðgun, sem segir: “Eg
gef þér daglegt brauð, eg gef þér þak yfir böfuðið!
Eg þoli þetta ekki lengur. Og í nótt ilosa eg mig við
þessa kvöl. Sleptu mér, segi eg þér, eða eg —”
Hún reyndi aftur»að losa sig, en árangurs-
laust.
Peg hélt henni rígfastri.
“Við' hvað áttu að tala um móðganir? Og dag-
legt brauð?? Og þak yfir höfuðið? Hvaða heila-
brot eru þetta?”
“'Eg þoli þetta ekki lengur — eg fer í burtu,”
svaraði Ethel aðeins.
“Þú gerir það ekki, segi eg þér. Hvernig held-
ur þú að líf þitt yrði. Eins’ og í helvíti yrði það.”
“Eg geri það samt sem áður!” sagði Ethel
æðislega.
“Þú ætlar þá að taka hann frá konu og barni?”
“Hann hatar þau. Og eg hata að vera hér. Eg
yfirgef þetta *—”
“Og gerir móður þína og konu hans ógæfusam-
ar, aðeins til að fullnægja dutlungum þínum?( Eg
er fegin yfir því, að eg var óhlýðin í kvöld, þar eð
það hefir gefið mér tækifæri til að fi-elsa þig frá að
gera aðra eins svívirðing.”
“Vilt þú —-”
Etihel gerði aftur tilraun til að losa sig, en gat
ekki.
“Ef þú vilt ekki vera hér og láta Ihann fara
heim, þá skal eg segja öllum manneskjum frá þessu
og gera ykkur báðum lífið "ómögulegt.”
Ethel varð afarhrædd.
“Nei, nei! það gerir þú ekki! Það mátt þú ekki
gera!” hrópaði hún.
“Þú sagðir einmitt að hugsunin um móður
þína gæti ekki hamlað þér frá þessu,” sagði Peg.
“Móðir mín má ekki fá að vita þetta. Sleptu
mér! Uann bíður— og Ihinn ákveðni tími er þegar
liðinn —”
“Láttu hann bíða!” sagði Peg. “Hann hef-ir
gefið henni nafn sitt og lííf, sem er kona íhans, og
það er skylda þín að senda hann aftur til 'hennar og
barnsins, sem hún hefir alið honum.”
“Eg vil heldur fyrirfara mér,” sagði Ethel og
beit á jaxlinn.
“Nei, það gerir þú alls ekki. Þú mundir máské
hafa neyðst til að gera það, ef þú hefðir fai'ið með
ihonum. iSér þú þá ekki, að hann er af því tægi
manna ,sem hefði undir eins orðið leiður á þér, og
látið þig sjá um þig sjálfa? Það er það, sem hann
gerir nú við hana, er hann sór trygð við altari
drottins. Hvernig heldur þú að að hann mundi þá
haga sér við þann kvenmann, sem hann hefir engu
llofað? Hugsaðu nú skynsamlega um þetta. Eg
þekki hann — hann ætlaði líka að tæla mig, ef eg
hefði látið að vilja hans.” \
“Hvað þá? Þig?” hrópaði Ethel undrandi.
“Já, mig; í stofunni hérna í dag. Ef þú hefðir
þá ekki komið inn, hefði eg gefið honum heilræði,
sem hann hefði aldrei gleymt.”
“Hann reyndi að tæla þig?” endurtók Etþel
efandi.
En ^afnframt fann hún með særðri tilfinningu,
að Peg sagði satt.
“Já — alt af, síðan eg kom í þetta ihús,” svaraði
Peg. “Og í dag kom hann á móti mér með opinn
faðminn og sagði: “Við skulum kyssast og vera
vinir. En d sama bili komst þú inn í stofuna.”
“Er þetta satt?” spurði Ethel.
“Eg, sver það við endurminninguna um hana
móður mína, að það er satt,” svaraði Peg.
Ethel ihné niður á stól og fól andlitið í höndum
sér.
“Þessi bófi!” kveinaði hún. “Þessi bófi!”
“Já, það er einmitt það sem hann er,” sagði
-Peg.
“Og honum vildir þú gefa ilíf þitt — til þess
að hann skyldi draga þig *o djúpt niður í sorpið,
að engar heiðvirðar manneskjur vildu umgangast
þig lengur.”
“Nei, — nei! Það er nú búið! Það er nú búið!”
Sjálfsfyrirlitningin, af því að hún ihafði hænst
að slíkum manni og Brent, varð nú alls ráðandi hjá
Etheil. Alt brást henni, og.í fyrsta skifti, ein langt
og hún mundi aftur á tímann, grét hún, alveg eins
og barn.
“Eg hata sjálfa mig! Eg hata sjálfa mig!”
kveinaði hún.
. Peg fann undir eins til samhygðar Hún þurk-
aði tárin af augum Ethels og reyndi að hugga hana.
“Svona, svona, Ethel! Gráttu nú ekki góða
mín. Hann er ekki þess virði. Umfi-am alt, reyndu
að halda tilfinningum þínum og íbreytni hreinum,
þangað tiil sá maður kemur, sem er hinn eini í öll-
um heiminum fyrir þig. Hafi ihann gert hið sama,
þá færð þú að vita hvað sannarleg gæfa er.”
Hún knéféll við hlið frænku sinnar og vafði
handleggjunum um hana.
“Grát þú 'nú, góða mín. Láttu tárin hreinsa
tilfinnigar þínar og vinna sem smyrsli fyrir sál
þína. Svona, svona! Far þú nú upp í henbergið
þitt, legðu þig í rúmið og reypdu að sofna, og á
morgun mun sólin hrekja allar óþægilegar hugsan-
ir í burtu. Og aldrei fckal eitt orð um það, sem
skéð hefir, fara yfir mínar varir.”
Hún hjálpaði Ethel að standa upp, sem va,r að
því komin að falla í öngvit og skalf frá hvirfli til
ilja.
“Komdu inn til mín,” hvíslaði Peg að henni uib
leið og hún hjálpaði henni uppi stigann. “Eg iskal
sitja hjá rúminu þínu í alla nótt. Styddu big við
mig. Þetta er rétt!”
Ethel kveinaði örvilnuð.
“Þey, þey, góða. Gættii þess að vekja engan.”
Á sama augnablikj og þær stigu á efstu stiga-
rimina, skrikaði Peg fótur og datt endilöng með
ferðatösku Ethels j hendi sinni. Hún valt ofan
stigann og feldi postulíns blómaker, sem stóð á
litla stólpanum við endann á stigabrjóstriðinu.
Eitt augnablik urðu jbáðar ungu stúlkurnar
mállausar af hræðslu.
Það versta, sem fyrir gat komið, hafði nú átt
sér stað.
Nú myndu verða þúsund spurningar.
Peg ákvað undir eins að enginn skyldi fá að
vita hvernig á þvj stóð, að Ethel var hér til staðar.
Hún ætlaði að frelsa hana, hvað sem það kostaði.
“Hamingjan góða!” hrópaði hún. “Nú koma
eflaust aPir á fætur. Fáðu mér hattinn þinn og
kápuna, fljótt!”
iSvo fleygði hún sinni yfirhöfn inn undir stóra
borðið og fór í Ethels.
“Mundu nú hvað eg segi þér,” stamaði hún.
“Þú komst hingað ofan af bví, að þú 'heyrðir til m'ín.
Þú ætlaðir alls ekkl út. iMundu það.”
Nú heyrðust raddir í fjarlægð.
“Nú kemur það,” sagði Peg kvíðandi. “MuAdu
nú, að þú komst ofan, af því þú heyrðir til mín—-
—svo skal eg sjá um hitt annað. Mig grunair'raun-
ar ekki hvað eg á að segja. Við verðum að eins að
halda fast við það, að þú hafir ekki ætlað út.
Svona, þarna er taskan.”
Með hattinn hennar Ethel og í kápunni hennar
og með töskuna í hendinni, stóð hin kjarkgóða, litla
Peg við því búin, að taka á móti reiðiþrumu fjöl-
skyldunnar. Hún hugsaði ekkert um sjálfa sig, að
ein,s um að frelsa frænku sína.