Lögberg - 10.12.1925, Page 6
Bls. 6
LrtGRRRG FIMTUDAGINN,
10. DESEMBER, 1925
Misgáningar.
(Fram. f?á 3. bls.)
fyrir þessa ágæfu,” sagði toarón-
inn mjög ákafur, “eg verð sjálfur
að fara til Pétursborgar óg reyna
íil bæði með fégjöfum og vináttu
við ýmsa mikilsmetna menn, að
fá úrskurði málsins frestað, eða
hann tekinn aftur. “Eg lét þig
koma heim, af því eg var hrædd
ur um. að Sokolew mundi í fjar-
veru minni gera eitthvert óþokka-
stryk við þig- Það er auðséð, að
sonur hans hefir veitt þér eftir-
för, til að reyna að koma sér í
mjúkinn hjá þér. Eg ámæli þér
ekki, þótt þú tækir honum ekki;
en nú verðum við líka að drekka
út á það. Þegar eg hefi lokið er-
indum mínum, þá förum við til
Péturslborgar.”
II.
Seinustu átta dagana bjó barón
Papawo með dóttur sinni í Pét-
ursborg; þar hafði hann leigt sér
ibúð með öllum húsbúnaði, eins
og oft fæðt þar um lengri eða
skemmri tíma. Hann 'Tíafði hrað
að ferð sinni frá Kief mjög vegna
þess að góðkunningjar hans höfðu
látið hann vita, að keisarinn hafði
samþykt að ný járnbraut yrði
*lögð, sem þá mundi liggja þvert
yíir jarðir hans til landamæra
Þýzkalands. Og nú ætti þegar í
stað að byrja á þessu verki sem
ákafast. Aðals marskálkur Soko-
lew, nágranni barónsins, hlaut að
hafa fengið ljósar fregnir um
þetta frá einhverjum vel kunnug-
um í Pétursborg. Líklega hafði
þetta verið helzta ástæðan til bón-
orðs sonar hans, því ef járnbraut-
arstöðvar yrðu settar í landeign
barónsins, hækkuðu tekjur hans
ákaflega. Eignir hans yrðu þá að
minsta kosti þrefalt meira virði
cn áður. En síðan útséð var um
þenna ráðahag sonar hans, leitað-
ist Sokolew við með ýmsu undir-
ferli að‘fá jarðir barónsins seld-
ar á gjaldþrota uppboði; svo ætl-
aði hann sér líklega að kaupa alt
saman fyrir reifara verð.
Nú reið barónmum á að flýta
sér að ná tali af innanríkis ráð-
gjafanum. Hann vonaði þó að
minsta kosti að geta fengið frest,
þangað til uppskeran væri um garð
gengin; þá væri hann ekki ein-
ungis úr öllum kröggum, heldur
gæti hann þá sjálfsagt selt hluta-
félagi frá Riga allar eignirnar
fyrir tvöfalt hærra verð, en hann
hefði vonast eftir áður.
Annars var hann gersamlega
kominn á höfðið og alveg gjald-
þrota. Vonir barónsins dofnuðu
bráðlega. Mótstöðumenn hans
höfðu ekki legið á liði sínu og
voru komnir á undan honum, svo
að hvar sem hann leitaði á, var
honum svarað vingjarnlega, en
ekkert hjálpað. Lægri embættis-
mönnum hafði verið mútað til
þess að láta hann ekki fa aheyrn
eða ná tali af innanríkisráðgjaf-
anum, enda hafði það ekki tekist
enn þá.
Það var eðlilegt að illa lægi á
önnu dóttur hans ú,t af þessu. En
samt vár hún jafn glöð í bragði
við hann og reyndi að hressa hann
upp. Hún ámælti sjálfri sér fyrir
það að sér væri að kenna að faðir
sinn hefði ratað í þessa ógæfu.
Hefði hana grunað að það gæti
bjargað föður hennar, að hún
ætti Bokolew yngri, mundi hún
ekki hafa hugsað sig um, þótt hún
gæti hvorki elskað hann eða virt,
því ráðahagur rússneskra stór-
eignamanna, fer sjaldan eftir ást,
heldur eru þeir stofnaðir af prakt-
iskum ástæðum.
Aanna var nú oft ein heima.
Faðir hennar var alt áf á ferð-
inni til að hitta vini og kunn-
ingja sína. En þá var alt af að
verða erfiðara að hitta heima.
Hann sá glögt að þeir létu segja
að þeir væru ekki heima, af því
þeir vissu að hamingjusól hans
var að hníga til viðar.
Anna notaði frístundir sínar til
að ganga úti, og þá hugsaði hún
ekki m annað en forlög föður síns
og sín. Gat hún tekið aftur neit-
un sína við Sokolew? Nei, það var
ómögulegt, hún gat þó ekki boðið
sig fram, og átt svo á hættu að
verða rekin til baka með hæðnis-
hlátri; þá vildi hún heldur lifa í
fátækt og einstæðingsskap, «n að
eiga á hættu hæðni og fyrirlitn-
ingu.
Einu sinni þegar hún var á
gangi siðdegis vissi hún ekki af
fyr en einhver tók í kjólpilsið
hennar. Hún leit niður og sá þá
að það var litli Ilía, litli fáráðling-
urinn og hennar góði kunningi,
sem hún kyntist við á leiðinni til
Kiew. Rétt á eftir kom Jakob fað-
ir hans til hennar, heilsaði henni
mjög virðulega og sagði:
Eg bið barónessuna að fyrirgefa
drengnum minum ókurteisina. Eg
vissi hreint ekki hvað kom að hon-
um. Við höfðum gengið út á eng-
ið-honum til gamans, en þfegar
hann sá yður þá slepti hann alt i
einu hendinni á mér og þau til
yðar. Hann hafði þekt yður und-
ir eins.
Anna kendi í brjóst um aum-
ingja barnið. Hún laut niður, tók
drenginn upp og talaði hlýlega
við hann. Jakob fór með þeim og
leit út fyrir að vera heldur, hreyk-
inn af því, að svona skrautbúin
kona gæfi sig svona mikið að
barninu hans, og væri svona góð
við það.
“Þér eigið þá heima hérna í Pét-
ursborg?” spurði hún. “Já, svar-
aði Jakob, “eg er skrifari í innan-
ríkisráðinu. Eg er kominn frá
Kiew fyrir þrem dögum. Þér get-
ið ekki trúað hvað Ilía hefir alt af
talað um yður.”
“Það er fallega gert af þér Ilía,”
sagði Anna. “En hvernig vitið
þér hver eg er? Mig minnir að eg
gæti ekki nema skírnarnafns
míns við yður, þegar við hittumst
á skipinu.”
Jakob hneigði sig brosandi:
“ Eg hefi svo off séð hina náð
ugu barónessu með föður sínum
hér í kring um innanríkisráðu
neytið. Barónnn hefir víst ein-
hver erindi þar uppi hjá okkur.”
“Jú, því er nú ver og miður,”
andvarpaði Anna, og varð döpur
í bragði þegar hún mintist þess,
hvaða ógæfa vofði yfir höfði föð-
ur hennar. “Við skulum nú vona
þess besta, náðuga barónessa. For-
lög okkar allra eru í Guðs hendi.”
Jakob tók nú Ilía upp á hand-
legginn og fylgdi önnu svo á
markaðinn eftir beiðni hennar.
Þar keypti hún einhverja smámuni
handa Ilía. Þegar hann kvaddi
hana sagði hann:
“Eg þakka hinni náðugu barón
nessu af öllu harta fyrir góðsemi
yðar við aumingjann hann litla
Ilía minn. Guð gæfi að eg fengi
tækifæri til að sýna þakklæti mitt
við yður í verki. En eg er því mið-
ur umkomulaus embættismaður,
sem engin áhrif get haft.
Stuttu eftir þetta kom sá dagur,
sem málið var útkljáð. Baróninum
tókst loks eftir langa mæðu og
erfiðismunum að fá áheyrn hjá
innanríkisráðigjafanum, log hann
vonaði að það mundi bæta stórum
málstað sinn þegar hann gæti út-
skýrt málið fyrir hans exellence.
Anna var kyr heima mjög áhyggju-
full. Hún var á milli vonar og
ótta, og þorði þó naumast að
vænta neins góðs. Loksins heyrði
hún fótatak föður síns upp stig-
ann. Hún lauk sjálf upp fyrir
honum. Hann var fölur í andliti,
og úndarlegt bros lék um varir
hans.
Hann tók auðsjáanjega nærrí
sér að sýnast rólegur. Þegar hann
var kominn inn í daglegu stofuna,
tók hann ofan hattinn og setti
hanzkana sína ofan í hann gg
setti hann svo á borðið. Síðan
strauk hann höndunum yfir and-
Iitið á sér, eins og hann vildi sópa
þaðan öllum áhyggjum og sagði
svo stillilega:
“Eg var svo óheppinn að koma of
seint, barnið mitt. Hefði eg kom-
ið í fyrra dag, þá hefði eg getað
bjargað mér. Ráðgjafinn tók mér
mjög vingjarnlega hlustaði á hvað
eg sagði, og sagði svo að hann
hefði nú ekki lengur með það að
?era, heldur réð Iandbúnaðar-
ieildin úrslitunum. Ráðgjafinn lét
kalla á formann þeirrar deildar,
og hann sýndi okkur af bókunum
að málið var útkljáð í fyrra dag
mér til ógæfu, og sent frá ráðu-
neytinu í gær. Krafa fylkisstjórn-
arinnar, er álitin réttmæt um það,
að vegna þess hve jarðir mínar
^éu illa setnar, skuli þegar í stað
íegja veðlánunum upp, sem hvíla
í jörðunum og verði þau ekki taf-
arlaust greidd skuli selja alt
saman á þrotabúsuppboði. Ali
þessu viðvíkjandi hefir aðalmar-
skálki iSokolew verið falið á
hendur og skrifað um. Nú þarf
hann ekki annað en að sýnaJnn-
an 8 daga fylkisstjórninni þessi
bréf, til þess að hún reki mig burt
frá eignum mínum. Og það er
enginn vafi á að Sokolew gerir
það. Hvað ætli verði þá af þér,
elsku barnið mitt?”
Baróninn dró dóttur sína að sér
og kysti hana með viðkvæmni.
“Vertu rólegur, faðir minn,”
sagði Anna, “og gerðu þér engar
áhyggjur út af mér. Eg verð altaf
hjá þér og sé um heimili þitt. Og
við munum komast af með ,eftir-
launin þín. 0g þó enginn vilji mig
þá, af því að eg verð fátæk stýlka,
þá kæri eg mig heldur ekkert um
það.”
"ó, aumingja barnið mitt,”
sagði baróninn mjög hryggur, þú
veizt ekki sjálf hvað bágar ástæð-
ur það eru, sem þú átt í vændum.
Þú, sem hingað til hefir lifað í
allsnægtum á stórum herragarði
og ráðið ein öllu, verður nú að
sætta þig við að hafa lítið handa
'á milli, og verða að neita þér uiji
allar skemtanir heldra fólksins.”
Anna lagði hendurnar um háls-
inn á föður sínum og lagði hann
undir vanga sinn það lá mjög illa
á henni.
Það var barið að dyrum. Anna
vildi ekki trufla föður sinn og fór
því sjálf fram og lauk upp.
“Hér er einhver maður frammi,”
sagði þjónninn.
“Vill hann tala við föður minn?”
“Nei, við barónessuna.”
Anna fór fram og sá að það var
Jakob. Hann var klæddur í sinn
besta einkennisbúning, frakka
með grænum flauelskraga og gylt-
um einkennishnöppum og kvað nú
heilmikið að honum.
“Fyrirgefið, ef eg ónáða yður
náðuga barónessa,” sagði hann,
en mér er ant um að hughreysta
yður. Eg þekki málstað föður yð-
ar, því eg er í landbúnaðarstjórn-
innj, úrskurðurinn var kveðinn
upp í fyrradag og bréfið fór í
gær.”
‘“Eg veit það,” svaraði hún.
“ Jakob brosti og mælti:
En þér vitið ekki alt ennþá, eg
hefi á hendi að færa bréfin inn í
áframhaldandi lista í dagbókinni
læsa svo bréfunum og skrifa utan
á þau. Nú eru margar borgir á
Rússlandi sem heita Alexandrowsk
32 ef mig minnir rétt. Þessi Alex-
androwsk, sem embættisbréfið átti
að fara til, er í landstjórnardæm-
inu Kiew, en af misgáningi — nú
deplaði Jakob-augunum og brosti
svo kýmilega, að önnu rak í
rogastana—><rf misgáningi hefi feg
skrifað utan á bréfið í borgina
Alexandrowsk í landstjórnardæm-
inu Tomsk. Bréfið fór eins og eg
sagði, í gær og hefir nú verið hér
um bil 24 tíma á leiðinni, það fer
nú í nokkra daga með járnbraut,
síðan með gufuskipi, og svo verð-
ur það flutt á vögnum, og það
nemur hér um bil 4 mánuðum
þangað til það kemur til áfanga-
staðarins. Þá verður tekið eftir
að utanáskriftin er skökk og það
verður sent aftur, sem gengur
aftur í 4 mánuði; svo verður það
sent á sinn rétta stað, en þá verð-
ur það líklega orðið óþarft.”
“Hvað hafið þér gert?” sagði
Anna hrædd, en frá sér numin af
gleði. “Yður verður kent um seink-
un þess og sVo verður yður hegnt.”
Jakob brosti og svaraði rólega:
“ó, nei, það verður fekki gert;
slíkt getur ætíð komið fyrir á
skrifstofum, einkum með staði sem
heita eins. Eg fæ ef til vill áminn-
ingu, það er alt og sumt. Eg er
einn af þeim mönnum, sem á enga
vini eða formælendur, kemst
seint áfram og hefi óvænlegar
framtíðarhorfur. Mér gerir á-
minningin ekkert til.
Anna rétti honum báðar hend-
urnar og sagði mjög hrifin:
“’Hvernig fæ eg þakkað yður
þetta sem vert er? Þér hafið leit-
ast við að hjálpa okkur og lagt
yður sjálfan í hættu.”
Jakob kysti hönd hennar með
lotningu og sagði:
Eg gerði það vegna hans Ilía
míns — þér hafið verið honum
betri en allir ,aðrir síðan móðir
hans dó. Því skal eg aldrei gleyma.
Það sem eg gerði eru smámunir,
sem geta þó haft stórmikla þýð-
ingu fyrir föður yðar. Eg er fá-
tækur garmur, og ef alt gengur
vel, þá mundi eg fúslega þiggja
þóknun af föður yðar í einhverri
mynd. — En reiðið yður á að alt
fer vél, Sokolew marskálkur mundi
ekki geta komið neinu til leiðar,
þótt hann reyndi til þess, því mál-
ið er þegar til lykta lfeitt. Ef farið
yrði að hefja rannsókn um þetta
mál nú þegar, mundi hún að
minsta kosti standa jafnlengi yflr
og bréfið með röngu utanáskrift-
inni verður á leiðinni.”
Að svo mæltu var Jakob allur á
burtu áður en Anna gæti komið
upp nokkru orði. i—
Það fór sem Jakob hafði sagt.
Enginn ónáðaði ibaróninn, eng-
inn hugsaði um að segja lánunum
ppp og jafnvel Sokolew, sem vissi
að úrskurðurinn lá hjá ráðgjafan-
um varaðist að spyrja eftir, hví
það drægist svo lengi, að hann
kæmi. Auðvitað var baróninn og
dóttir hans milli vonar og ótta,
þar til uppskeran var um garð
gengin og fullgerðir voru samn-
ingarnir við kaupmanninn í Ríga.
En alt gekk þó vel, án þess neitt
óþægilegt kæmi fyrir.
Baróninn hafði gert ágætiskaup
og flutti nú með dóttur sinni til
Pétursborgar og lifði þar á vöxt-
um eigna sinna. Hann spurðist
fyrir um Jakob til að sýna honum
þakklæti sitt, en hann fanst
hvergi. Þremur árum seinna hitti
baróninn og dóttir hans, hann af
hendingu í Moskva, en þau voru
þar í kynnisferð. Hann var þá
orðinn lotnari og ellilegri. Þegar
Anna spurði hann eftir syni hans,
vöknaði honum um augun og hann
svaraði: “Hann er dáinn fyrir
missiri. Blessaðir dýrðlingarnir í
Kifew gátu ekki hjálpað honum og
hafa svo sjálfsagt beðið Guð að
taka hann til sín. Og það var sjálf-
sagt líka þaða besta fyrir hann
aumingjann, sem ekki hfði fult
vit. Nafn yðar náðuga barónessa,
var eitt af þeim fáu orðum, sem
hann kunni að tala og hann nefndi
það seiast í óráðinu, rétt áður en
hann dó. Hann biður víst fyrir yð-
ur hinum megin. Mér leiddist í
Pétursborg og eg lét flytja mig
hingað. Embættisbróðir minn, sem
langaði til höfðborgarinnar hefir
borgað mér dálítið fé fyrir að
skífta við hann.”
“Hafið þér ekkert ilt haft af
utanáskriftinni á bréfinu?” spurði
baróninn.
“Ekki hið misnta. Þegar eg er
nú kominn burtu, veit enginn hver
hefir afgreitt bréfið; eg hefi ónýtt
þann lista, sem gæti sýnt það.”
Baróninn bauð nú Jakob að
koma með sér heim til sín. Hann
fór með hann inn í vinnustofu
sína og fékk honum 3000 rúblur.
Jakob þakkaði fyrir, stakk seðlun-
um í vasa sinn og sagði svo sér til
afsökunar:
“Við embættismennicnir þiggj-
um allir peningana. Hærri em-
bættismennirnir mikið og lægri
embættismennirnir minna. Eg
vildi að hér í Rússlandi hefði
aldrei verið borgaðir peningar
fyrir verra mál en þetta. Eg ætla
að hafa þá til að fara heim til átt-
haga minna á Suður-Rússlandi og
•kaupa mér dálitla jörð, þar sem
eg get lifað í næði það sem eftir
er æfinnar. Þér, herra barón og
náðuga barónessa minnist ein-
stöku sinnum fátæka embættis-
mansins, sem gat hjálpað yður
eins og músin forðum hjálpaði
Ijóninu, sem flæktist í snörunni.
Galdurinn að vera
ánœgður.
Það er mjög einfalt og þó, erf-i
itt að kunna það. Og þó er það
mönnum sjálfum að kenna, en
ekki kringumstæðunum, ef þeir
eru það ekki.
Það eru ekki fremur til tveir
menn, sem eru samdóma m, hvern- j
ig fara skuli að því, heldur en tvöj
blöð á tré eða tvö sandkorn íj
fjörunni eru alveg eins.
“Sérhver er sinnar gæfu smið-
ur,” og verður að vera ánægður
á sinn hátt, en ekki eftir fyrir-
sögn annara.
Viljir þú hafa mátulega skó,
verður þú að láta taka mál af fæt-
inum á þér. Eins er ánægjunni
farið.
Vilir þú eiga ánæguna vísa, þá
verður þú að hafa vellíðan og wbI-
ferð annara að markmiði þínu.
Grundvallarregla þín hlýtur að
vera æðsta boðorð siðfræðinnar:
“Breyttu við aðra eins og þú vilt
að aðrir breyti við þig.”
Sá, sem er ánægður heimtar
ekkert af öðrum. Hann truflar
ekki né þreytir þá, en flytur gleði ( skort.
og þægindi hvert sem hann fer. j Ejns 0g í náttúrunni alt lifandi
Kynnu menn þá list, að vera á-ler Htið í fyrstu, en vex og þrosk-
nægðir, væri margar stofnanir ó-^ ast með aldrinum — þannig ætti
þarfar, sem nú eru, t. d. fasturj ánægjan að vera.
hér og hernaðarkostnaður allur, f gtað þesg að gtara jafnan upp
lögreglumenn, hegningarhús o. fl. f himinblamanni áttu að litast um
Þtví þeir, sem eru ánægðir öf-j í kringum þig, ofan fyrir, til hlið-
unda því ekki neinn og gjöra því ar og að baki þér.
engum tjón á eignum, mannorðij j stag þess ag bera þig jafnan
eða lífi. Börn eru ánægð af því saman vi.g þá, sem þú álítur far-
þau hugsa aldrei um hamingjuj sælli og hamingjusamari, áttu að
sína. Fullorðnir eru ekki ánægðir,t bera þjg saman við þá, sem bág-
af því þeir hugsa of mikið umjstaúdir eru og ófarsælli:
hana‘ | Gættu að því hversu margir
Sá, sem lætur alla sína hamingju^ hafa byrjað lífsleiðina með líkum
vera komna undir einhverjum viss-j skilyrðum fyrir gæfu og velfarn-
um atvikum eða hlut, getur verið an 0g þú, og hefir þó farist marg-
mjög áægður, en á þá á hættu að, fajt Ver. Orðið á engan hátt jafn-
missa aleigu sína á því tilliti. hamingjusamir. Vonin er ávísun
Honum er farið sem bó,nda, sem á hamingjuna. Meðan hún er ekki
ræktar aðeins eina tegund jarð-j fallin í gjalddaga gildir hún hvar
ávaxa. Hepnist það ekki, er hætt sem vera skal.
við að hann vierði að lifa við I Eigir þú ekkert heimili þá áttu
að safna efnum til að byggja það
upp. Eigir þú ekkert efni í það,
áttu þó að minsta kosti að teikna
það á pappírinn. — Hver maður
verður að hafa markmið að keppa
. Það eru ekki öll blóm sem bera
ávexti, en þau eru þó fögur og
ilmandi.
Sá ánægði gleðst yfir því sem
hann hefir, og vonar góðs af fram-
tíðinni.
Skaða’ ei vinnur víniið hót,
vekur innra férið,
það hefir minna meina bót
mörgum sinnum verið.
Ágúst Sigfússon.
frá UppsöTum.
Ý<~K~K~K~K~K~K~*
X
4 Sum af mestu kjörkaupunum á vc
♦| merkustu Jólagjafa-sölu eru hin
I DINNER SETS
ri lang- £
innflttu X
Limoges, Wedgewood, og aðrar vel
þektar leirtaustegundir og hið mikla og
f
f
f
f
❖
♦♦♦♦♦♦♦>♦>♦:
im.
um afborgunum, á næsta ári.
97 Stykkía Sets $14.
og hœkkandi.
Ijún veltt fólki utan af
landi. Skrifið efttr
vorri nýju Verðskrá.
urn vandaðri húsbún-
að og á iböld af
aliri mögulegri gerð
og lögun.
'The Reliable Home FUrnishers’
492 MAIN ST.—Phone N-G6G7
Lít inn í “Exchange”
deildina. Þar bjóðast
vilkjör á liúsmunum,
er þú þarfnast.
“A MIGHTY FIUIi'^DLY STORE TO DEAL WITH”
merkilega úr\ral af Semi Porcelain.
Meðan á þessari miklu jóla-sölu stend
ur, höfum véri á boðstólum allra beztu Sets
við því verði, sem engum er um megn. —
Vcrðið er mjög niðursett, og vér bjóð-
um til sölu hvert einasta -Set, með hinum
allra vægustu borgunarskilmálum.
Gegn $1.00 niðurborgun sendum vér
heim til yðar hvaða Set sem vera skal, og
veitum yður kost á að semja um greiðslu
eftirstöðvanna með afar þægilegum kjör-
Má greiða andvirðið með jöfnum lág-
DESEMBER FUR SALA
Holt, Renfrew gefa nú sérstakt tœkifœri til að kaupa
Furfatnað til jólagjafa. Þeir selja hann með sama verði
eins og hann mundi verða í Janúar.
Til að gefa yður tækiæri að kaupa Fur til Jólagjafa
með því verði sem viðgengst í janúar, bjóðum vér nú
allar tegundir af Fur með janúar afslætti.
Þetta þýðir stórkostlegan sparnað fyrir yður, og vér
trúum því, að það auki sölu vora að miklum mun.
Það, sem hér er boðið til sölu, er mjög margbreytt,
frá smá treflum upp í ágætjs yfirhafnir og kápur. Verð-
ið gleður þig og gjöfin er eins merkileg, þó hún sé nú
keypt fyrir lítið á sérstakri sölu.
Óviðjafnanlegt verð á
Fur sem má reiða sig á að efni, sniði og öllum frágangi
FUR YFIRHAFNIR KVENNA
sama efni. —
$235.
HUDíSON SEAL—-prýtt með
Vanaverðið er ;$300.00.
Nú fyrir ...................
HUDSON SEAL—prýtt með Alaska Sable. —
Vanaverðið er $400.00.
Nú fyrir ..........................
PERSIAN LAMB—prýtt með Alaska Sable. —
Vanaverðið er $310.00.
Nú fyrir .................
HALSHLIFAR ÚR FUR
Hálslífar þessar hafa Fur á báðum hliðum og
eru fyrirtaks og almennar jólagjafir.
CANADIAN SEAL—prýtt með
Vanaverðið er $110.00.
Nú fyrir ..................
....$245.
sama efni. —
$82.
ELECTRICAL SEAL—prýtt með Alaska Sable.
—Vanaverðið ér $155.00. $125
!§ Nú fyrir ....................r—
MUSKRAT—Vjftiaverðið er $225.00.
Nú fyrir ......................
ALASKA SABLE—Vanaverð $18.50, fyrir 12.50
GREY SQUIRREL—Vanav. $18.50, fyrir $12.50
MINK—Vanaverð $22.50, fyrir . $15.00
TAUPE WOLF—Vanav. $40.00, fyrir.... $27.50
BLACK POX—Vanav. $45.00, fyrir. $32.50
LUCILLE FOX—Vanav. $47.50, fyrir.... $35.00
POINTED FOX—Vanav. $55.00, fyrir.... $42.50
PLATINUM FOX—Vanav. $97.50, fyrir $75.00
BEIGE FOX—Vanav. $110.00, fyrir.... $85.00
$145.
FUR FYRIR KARLMENN
Coon Yfirhafnir—Vanav. $425, nú.... $345.00
Hudson Seal Húfur—Vanav. $30, nú $22.50
Muskrat Yukon Húfur—Van. 18.50, nú $12.00
Persian Lamb kragar—Van. $27.50, á $18.50
MARGSKONAR FÍNAR HÁLSHLÍFAR
FYRIR HALFT V-ERÐ
Mongolian Wolf—Van. $10 til $15 ALT
Taupe Wolf—Van. $30 til $45 FYRIR
Taupe LynX—Van. $50 til $75 HALFT
Opossum—Van. $50 til $85 0 VERÐ
Ef þér búið ekki í borginni, þá skrifið strax til okkar Shopping-by-Mail Department, svo
þér getið verið vissir um, að fá það sem þér viljið fyrir jól.
HOLT, RENFREW & CO. LTD.
Portage and Carlton
WINNIPEG