Lögberg


Lögberg - 17.12.1925, Qupperneq 7

Lögberg - 17.12.1925, Qupperneq 7
Næsti Ford sali sýnir yður með ánæjrju skír- teini, sem veitir þeim, er gefa vill Ford í jólagjöf, rétt til að kynna gjöfina eins og bezt á við. Hægt er einnig að semja um að bíllinn sé fluttur heim nær sem er á jóla- dagsmorguninn. Allar tegundir af Ford má kaupa með þægi- legum afborgunar skilmálum hjá þeim: sem næstur er og hefir vort umboð. Hæfileg niðurborgun gefur yður rétt til að taka bíl- inn strax og þér getið haft alt árið tii að borga afganginn eins og vður er þægilegast. LÖGBERG FIMTUDAGINN, 17. DESEMBET 1925. Bls. 7. Hringurmn. iHann gekk í hægðum sínum aftur á bak og áfram í blómagarð- inum, sem skildi húsið frá götunni og huldi það næstum með laufrík- um stórvöxnum trjám og þétt- vöxunm blómarunnum. Hann hlustaði vandlega og sagði við sjálfan sig: “Ekki ennþá. Og þó er hún vön að fara svo snemma út.” Hann hefði ekkj þurft að koma svona snemma morguns og fara svona gætilega. Stúlkan, sem hann beið eftir, var heitmey hans. En trú- lofunin var ekki opinberuð ennþá, því fjárhaldsmaður Línu vifdi ekki samþykkja hana fyr en hinn ungi maður gæti sýnt svart á hvítu, að hann fengi hið lofaða kennara- embætti. Hinn ungi niaður hafði verið í sjöunda himni af gleði yfir þessu ákvæði því á þenna hátt gat hann í næði notið hamingjunnar, án þess að bera hana utan á sér bæði , í heimboðum og á skemtigöngum. En svo kom skuggi og skygði á gleðina smátt og smátt og það var alt henni að kenna. Nú var hann kominn svona snemma morguns til að tala fáein orð í fullri alvöru við hana í einrúmi. Frú Berner, ráðskona, vkr auð- vitað sama sem erigin, en hún var, þó þar og svo barnið. Hann beit á jaxlinn, þegar hann hugsaði um þetta barn, sem stóð í vegi fyrir hamingju hans. Litla stúlkan var 10 ára gömul, og hafði verið blind frá fæðmgu. Franz Romer var vænn maður og tck mikínn þátt í ógæfu annara, en hann hvorki vildi né gat þol- að það, að Lína skyldi jafnan fyrst hugsa um barnið og ekki hafa að minsta kosti allan hug- ann bundinn einungis við hann, þessi fáu augablik, sem þau fengu að vera tvö ein saman. Seinast í gær þegar þau hefðu getað talað svo vel saman í næði út við gluggann, þá hafði hún sagt, eftir að þau höfðu talað aðeins fáein orð: “Bíddu eitt augnablik. Eg þarf snöggvast að fara inn til hennar Grétu, áður en hún sofnar.” “Þá skal eg ekki ónáða þig,” hafði hann svarað þurlega og far- ið burtu leiðar sinnar. Nú marraði í hurðinni og það var hún, sem kom út. Honum datt í hug, að morgun- inn eftir trúlofun þeirra hefði hún komið út í garðinn til hans einmitt á sama klukkutímþ, og honum fanst hann aldrei hafa séð gleðina skína eins út úr dökku augunum hennar og þá, og honum fanst enn þá sem hann heyrði hinn lága fagnandi róm hennar, þegar hún sá að hann var þar. En í dag gekk hún hægt með grátin augu, og hrökk við þegar hún sá hann. “Ert þú hér Franz?” “Já, eins eg þú sér. þú hefir víst verið langt frá að hugsa um mig, fyrst þér varð svona bylt við að j sjá mig.” “Mér datt ekki í hug að þú kæmir svona snemma.” Hún 1;alaði seint og þreytulega, brosti ekki og leit niður fyrir sig, þegar hann leit á hana. Hann rétti að henni handleggnn til að leiða hana, en hún sá það ekki, , eða lézt ekki sjá það. Þannig gengu þau stundar korn, þangað til hann sagði, svo rólega sem honum var unt: “í dag skulum við hafa alt klappað og klárt milli okkar. Við skildum í gær ósátt og það ætti ekki aftur að koma fyrir.” . “Nei.” “Eg veit ekki, Lína, hvort þú hefir skilið vel, hvað þú hefir tekið að þér, þegar þú lofaðist mér.” “Eg hefi hugsað um það í alla nótt. Það hefði eg átt að gjöra undir eins, en eg var þá alt of sæl, og þá hugsar maður ekki um neitt. En riú er eg búin að skilja það alt.” ' “Nú, nú.” — Hann leit brosandi á hana. Húnhafði þá séð yfir- sjónir sínar og sá eftir þeim. “Já, eg skal gjarnan taka alla sökina á mig,”" sagði hún mjög skjálfrödduð. Þú getur ekki gjört að því, þótt þér geðjist ekki að barninu. Hefði þér þótt vænt um Grétu, þá hefði alt gengið á ann- an veg. En eins og það er nú, geta ekki skyldur mínar bæði við þig og hana sameinast.” “Frú Berner verður náttúrlega að sjá um systur þína.” ' “Já, um hennar líkamlegu nauð- ' synjar,” sagði hún og brosti lítið eitt. “En góði Franz minn! Ást okkar er aleiga Grétu litlu og hana verður hún að eiga. óskifta. Hvað heimtar þú af mér?^ “Að sitja fyrir öllu öðru í hjarta þínu og hugsunum. Á því á eg heimtingu.” , “Þarna sérðu það sjálfur, þú mundir telja þá umhyggju og þau ástarhót, sem eg sýndi Grétu, tek- in frá þér, og þess vegna—” Hún hikaði við að segja meira. “Og þess vegna?” sagði hann með ákefð. .Hún svaraði engu, en dró hring- inn skjálfandi af fingrinum — hring með bláum steinum, sem mynduðu “gleym-mér-ei.” “Og þetta getur þú fengið af þér,” sagði hann gremjulega. “Eg hefi hugsað mikið um þetta og eg sé engin önnur ráð.” \ “Lína,” sagði hann mjög reiðu- lega; “hugsaðu þig vel um. Þetta er ekki barnaleikur. Fáir þú mér hringinn aftur, þá er öllu lokið milli okkar fyrir fult og alt.” Hún var orðin náföl og starði fram undan sér út í geiminn. “Taktu hann,” sagði hún lágt. Hann tók hringinn og fleygði honum burtu. Hún sá glampa á hann, þegar hann sveiflaðist í boga og loks datt ofan í grasið innan um blómarunnana. Franz sneri sér við og gékk í burtu. Hún stóð grafkyr, þangað til að hún heyrði garðshliðið iæs- ast á eftir honum. Þá byrgði hún höndurnar fyrir andlitið og sagði lágt: “Eg get ekki gjört annað. Mér þykir svo vænt um hann.. En aumingja blinda barnið mitt.” “Lína, hvar hefir þú verið?” heyrðist barnsrödd kalla, þegar hún kom inn í húsið. Það var Gréta litla, fallegt og elskulegt barn, með þessum sí- athugasanía svip, sem hinum blindu er svo eiginlegur. Enginn, sem hefði séð hana ganga til syst- ur sinnar, mundi hafa grunað, að hún væri blind. Því í þessu húsi, sem hún var borin og barnfædd í, gekk hún eins og heilskygnt fólk. “Hvar hefir þú verið, frænka? Eg hefi beðið eftir þér með morg- unverðinn.” “Eg var úti í garðinum.” “Því talar þú svona lágt?” “Mér er ilt í höfðinu. Borða þú morgunmatinn, eg ætla að hvíla mig stundarkorn.” ÍBarnið vildi fara með henni. En frú Berner, sem hafði séð þau Franz qg iLínu úti í garðinum, grunaði eitthvað. En þá datt al- veg ofan yfir hana, þegar Lína sagði grátandi: “Frændkona, það er alt búið.” Seinna um daginn kom Lína of- an, og hún var glaðleg í rómnum, þegar hún sagði við Grétu: “Eigum viðvekki lesa?” “Er þér ekki lengur ilt í höfð- inu?” Hún raðaði blöðunum með blindskriftinni, og barnið strauk fingrunum yfir stafina og las hátt, en Lína leiðrétti hana við og við. “Ertu reið við mig?”! spurði Gréta alt í einu. “Reið við þig, b^rnið mitt?” “Já, það liggur illa á þér. Þú ert ekki eins í rómnum og þú ert vön”, sagði barnið og strauk um hendi systur sinnar. “Hvar er hringurinn með ‘Gleym mér ei’?” “Eg hefi týnt honum.” “Þá er það líklega af því, sem liggur svona illa á þér. En þú finnur hann sjálfsagt.” “,...Nei, barnið mitt. Hann finn eg aldrei, en lestu nú áfram.” Þegar birti daginn eftir, fór Lína útf garðinn að leita að hring- num, en fann hann ekki. Hún vissi ekki hvað hún ætti að gjöra með hann, og hún vissi ekki held- ur hvers vegna hún hélt alt af, að Franz kæmi, þegar garðshliðinu var lokið upp. Að minsta kpsti hlustaði hún eftir því í marga daga á eftir. “Lína, kemur Franz hér aldrei aftur?” sagði Gréta -eitt .kveld, þegar hún var háttuð og Lfna sat hjá henni. "Nei, hann kemur aldrei aft- ur.” “Aldrei aftur,” sagði barnið og settist upp í rúminu. “Er hann reiður af því að þú týndif hringn- um. ó, Lína mín!” Hún breiddi litla faðminn út á móti systur sinni og þrýsti höfði hennar að brjósti sínu. *Þannig grétu þær báðar saman. Það voru hin fyrstu léttandi tár, sem Lína hafði felt síðan. Það var um miðsumars leytið, sem þau Franz og Lína sögðu í súndur með sér. Nú var kominn vetur með heiðríkum frostdögum. Þessa nótt hafði snjóað, og þykk snjóbreiða huldi grasbalana í garðinum. Lína og Gréta voru þar. Litla stúlkan hló, þegar henni sjcrikaði fótur, og hafði sér til gamans að búa til snjókúlur við og við. Alt' í einu kallað hún upp: “Lína, eg hefi fundið hringinn þinn. Hann lá undir snjónum. Nú getur hr. Franz ekki verið lengur reiður.” En svo þagnaði hun alt í einu. Þegar Lína sá hringinn, ýfðist harmur hennar uop og hún sagði: “Fleygðu hcnum, eg vil ekki sjá hann.’” Barnið laut niður og stakk hringnum í vasa sinn. “Ó, Lína mín,” sagði hún í lág- um bænarrómi. Lína faðmaði systur sína og sagði: “Vertu ekki reið, auni- inginn litli, þótt eg hræddi þig með vonzkunni í mér. Nú er hún alveg farin.” Gréta tók átölum systur sinnar án þess að svara henni. En fyrir kveldið hafði hún hugsað sér ráð, sem henni fanst þó nokkuð hættu- legt til framkvæmdar. Daginn eftir, þegar Lína var komin út og frú Berner gegndi hús- störfum, tók Gréta litla hatt sinn og kápu. Hún hugsaði sér að fara með hringinn til Franz þá mundi hann verða góður affur. Hún hlustaði. — Alt var hljótt og kyrt — þá læddist hún út úr hús- inu og út um hliðið. Þar stað- næmdist hún hálf-hrædd snöggv- ast af því að yfirgefa staði þá, sem hún þekti, og hætta sér út á götuna, sem hún hafði aldrei kom- ið á, nema með systur sinni; en hún var þó ekki lengi á báðum áttum. Hún vissi, að hún átti að ganga <il hægri handar til að komast til Franz og gekk örugg áfram. Þessi gata var fáfarin, og nú var hún nærri auð. Með undrunar- verðri tilfinningu, sem blindum er eiginleg, gekk henni ferðin vel, og fanst þetta vera hægur leikur. En nú varð hún að nema staðar við þvergötu og spyrja vegar. Hún heyrði bjölluhljóð og vagnskrölt og þorði ekki að hætta sér yfir götuna alein. Hún þreifaði fyrir sér og kom við grófan kjól. — “Góða frú,” sagðil ihún, “‘gjörið þér svo vel að fylgja mér yfir götuna. Ég er blind.” Konan beygði sig niður að henni og sagði: “Góði Guð! Það er alveg satt. En að fólk skuli láta þig vera eina á ferð.” “Eg varð að gjöra það í dag, og það gjörir heldur ekkert til, ef þér viljið bara hjálpa mér og segja mér hvar íLanga gata er.” “Eg hefi lítini^ tíma,” sagði konan, “en þangað skal eg fylgja þér.”' Hún leiddi hana síðan þegjandi við hönd sér, án þess að tala nokk- uð, en gætti við og við að blinda barninu, seiri hafði hætt sér út á götuna. “Hér er Langa gata,” sagði kon- an. “Eg skyldi fegin hafa fylgt þér alla leið, ef börnin mín væru ekki alein heima.” Gréta þakkaði og þær skildust. Hún átt erfitt með að komast á- fram, því þar var margt fólk á gangi, Loksins herti hún upp hugann og spurði einhvern, sem fram hjá gekk, hvar nr. 26 væri. “Það er hvíta húsið við annað götuhornið hér frá.” Hún var nú litlu nær. Vissi bara, að hún átti að fara lengra. Hávaðinn, sem hún var óvön, truflði hana, svo henni lá við að gráta. En hún kreisti augun aft- ur, so tárin rynnu ekki út. Alt í einu rakst eitthvað í síð- una ái henni, svo hún datt á göt- una. Tveir sterkir þandleggir tóku hana upp, og einhver sagði góðlega: “Hvar hefir þú augun, barn, fyrst þú getur ekki vikið úr vegi fyrir fólki?” Gréta varð fyrst hálf utan við sig af byltunni. Þó varð henni að þreifa í vasa sinn og vita hvort hririgurinn væri vís. “Þakka yð- ur fyrir,” sagði hún svo, eg get ekki gjört að því, þó eg sé blind.” Maðurinn varð alveg hissa og spurði, hvert hún ætlaðd. “Eg ver# að fara til nr. 26.” “Eg skal fylgja þér, aumingja barn. Hvern ætlar þú að finna?” “Doktor Romer. Hann býr á fyrsta lofti. Þér þurfð ekki að fylgja mér lengra. Nú rata eg sjálf upp.” En ókunni maðurinn fylgdi henni upp stigann, hringdi fyrir hana; spurði hvort doktorinn væri heimt og ýtti henni svo inn úr dyrun- um. Romer var heima og sat við skrifborð sitt. Það lá illa á hon- um, eins og oftast var vant, síðan um sumarið. Hann varð alveg hissa, þegar hann sá blindu stúlkuna. “Gréta”, sagði hann, en gat varla komið nafninu upp. Hún hafði þó þekt róminn og gékk á hljóðið. “Lítið á, herra Franz,” sagði hún, “hér kem eg með hringinn, sem Lína týndi. Eg fann hann í ga^ðinum undir snjónum. Eruð þér nú lengur reiður við hana? Hún gat ekki gjört að því, þó hún týndi honum. Það hefir alt af legið svo illa á henni síðan.” “Hver fylgdi þér hingað?” sagði hann. ' “Enginn. Eg fór alein að heim- an. Lína hefði aldréi þorað að fara með hringinn. Hún grét svo óttalega, þegar eg fann hann. ó. verið þér nú ekki lengur reiður við hana! Þér ættuð að vita, hvað -------------------------r-------- illa liggur alt af á henni síðan.” Hann horfði stórum augum á barnið, tók hana svo á kné sér og sagði: “Gréta, þú ert komin alein til mín. Þú hefir alein gengið þann) veg, sem eg hefi ekki haft kjark til að leggja út á.” Hann þagn- aði og horfði á hana. Hann sá nú unnustu sína, sjálfan sig og misætt þeirra og blinda barnið með öðrum augum. “Heldur þú ekki,” sagði hann og strauk hárið á Grétu, að Lina verði ekki lengur reið við mig, en að alt verði aftur gott, ef eg kem nú aftur til hennar með hring- inn?” “Hún hefir víst aldrei verið neitt reið.” “Eg skal nú segja þér nokkuð, Gréta mín. Ef við systir þín gift- um okkur, þá tek eg hana riieð mér, eins og þú veizt. Hún kem- ur auðvitað við og við að finna þig; en eg á hana þá.” Gréta hafði hlustað á þetta niðurlút með athygli. Hún dró þungt andann og kreisti aftur augun, eins og hún var vön, þegar illa lá á henni. Loksins sagði hún döpur í bragði: “Já, en mér má þó líklega þykja vænt um hana, þó eg eigi hana ekki leng- ur?” Hann tók barnið Upp í fang sér og kysti það og sagði:. “Elsku litla barnið mitt, þú ert miklu betri og hygnari en eg, góða elsku Gréta mín.” Henni þótt nóg um ákafann í honum og sagði: “Látið mig nú fara, herra Franz. Lína er líklega kornin heim; hún verður hrædd um mig.” Þegar Lína kom heim, spurði hún þegar eftir Grétu. Það var leitað um alt húsið, og þá komst upp, að hún hefði farið út, en með hverjum, það vissi enginn. En þá er sleða ekið heim að húsinu og kallað með barnsrödd: “Lína, Lína, hvar ertu?” Hún þaut út, og fleygði sér í faðm hennar. Lína gat ekki kom- ið upp orði. Hún lá á hnjánum og kysti ibarnið aftur og aftur. “Vertu nú ekki reið, af því að eg fór út,” sagði Gréta. ‘ ‘Sérðu ekki hver kom með mér?” Lína tók þá fyrst eftir mannin- um, sem kom með barnið. Hún stóð fljótlega upp. “Þér hafið fundið hana úti?” spurði hún utan við sig. “Nei, Lina, það var hún seiri fann mig. Hún kom alveg ein og kendi mér að finna sjálfan mig og þig. Viltu þiggja hringinn aftur —og mig? Litla systir okkar bið- ur þess.” Lína skildi ekki alt það sem hann sagði. ^ En aðal atriðið skildi hún og augu hennar svör- uðu honum. “Nú fyrst á eg þig með réttu, þegar eg hefi ykkur báðar,” sagði Franz og skein gleðin út úr hon- um um leið og hann faðmaði Línu að sér. Og þegar hann rétt á eftir laut niður til að kyssa barnið, klapp- aði Gréta honum kunnuglega á kinnina og sagði: “Nú á þér líka að þykja svolít- ið vænt um mig. Að minsta kostl ar það eg, sem fann hringinn.” Enski aðallinn. Nýlega hafa verið birt vestan hafs bréf Walter H. Page, fyrver- and'i sendiherra Bandaríkjanna, til Wilsons forseta. Hér er kafli úr bréfi, sem hann reit forsetan- um frá Panshanger, Hertford, heimili Cowper-fjölskyldunnar, í júlí 1914, þegar írska deílan stóð sem hæst: • “í bókasafris-herberginu hanga myndir af tólf lávörðum af Cowper-ættinni og allir hafa þetr aukið við myndasafn og við bcka- safn hdssins, svo að bæði söfnin eru fræg fyrir auðlegð þeirra. Þeir hugðu að verk þeirra myndi standa enn um langt skeið. Hvar sem einhver grein fjölskyldunnar hefir fest rætur, óg hún hefir dre'fst um víða veröld, þá gleyma niðjar hennar aldrei ættaróðalinu, og synir yngri sona margra kyn- liða kqma t'il Englands til þess að sjá það og kynnast ættingjun- um heima. Og þessi bönd held eg að séu -hin sterkustU, sem binda nýlendurnar við móðurlandið. 1 þessari ætt fæddist einn af mestu eðlisfræðingum heimsins; í þessari ætt fæddust mikl’ir sjóliðs- foringjar, herforingjar og stjórn- endur. Það er aðalsblóð í ættinni, og enskur aðall úrkynjast ekki fyr en seint og síðar me'ir. Ef honum auðnast að læra af lífinu, þá mun hann enn um langt skeið halda völdum og virðingu. Sumt er eins i og hann þverskallist við að læra. ÍEn sá, sem heldur, að enskur lá- ivarður sé flón, hann mun brátt I komast að raun um m'isskilning i sinn, eftir að hafa verið einn eða | tvo daga gestur á ensku herrasetri ! og jafnan lotið í lægra haldi í við- ;ræðum. ! Lávarðurinn veit meira en Ihann um listir og kúabúskap og útlönd og eðlisfræði og veðráttuna á Indlandi, hann er honum fremri sem veiðimaður, skytta, golf- eða tennísleikari og á kvöldin mun hann vinna af honum í poker, ef svo ber undir. Og eftir að hafa talað af viti og þekkingu um guð- fræði, þá hefir lávarðurinn það til að bölva Lloyd George svo hressilega, að hver cowboy myndi dást að því. Konan hans ber ef til vill fleiri gimsteina en okkur þykir smekk- legt, en hún myndi ekki hika eitt andartak við að selja þá alla, til þess að hjálpa Ulster, ef hún héldi að Ulster þyrfti slíkrar hjálpar með. Og synir hennar og bræð- ur eru allir í ensku-mæland’i lönd- um og gleyma aldrei ættjörð sinni. Ekkert er hugðnæmara að virða fyrir sér og íhuga, en stór mann- leg samfélög. Við tðlum um gest- risni; við þekkjum ekki a b c þess- arar göfugu listar. Hinir miklu Bretar iðka hana sín á milli af þeirrii snild, að hún jafnast á við myndlist, byggingarlist og skáld- list.” Vörður. LAUSAVISUR. Gott eg lynd'i löngum ber, ljót er synd að vola. Því er yndi mesta mér mótgangsvind að þola. Jón Árnason, Víðimýri. örðugan eg átti gang yfir hraun og klungur. Einatt lá mér fjall í fang frá því eg var ungur. Þórarinn Vopná Sveinsson, Keldhverfingur. Hugurinn aftur hraður sriýr, heima finnur sína, þótt’ú allar brjótir brýr bak við hæla þína. Indriði Þorkelsson, Fjalli. Svona vil eg sjá hana, svona horfa á hana; fríða vil eg fá hana hjá föðurnum, sem á hana. Gamall húsgangur. “Þú ert, Manga, þægileg, þar um ganga sögur; æ, mig langar eiga þig eikin spanga fögur. Höf. ókunnur. Sumarhug og sumarþrá, sumar vakna lætur; sumar í auga og súmar á brá, sumar við hjartarætur. I Gömul. Heitir Þytur, hans er litur rauður, á honum situr fðgur, fín, falleg og vitur stjjjkan mín. Höf. ókunnur. CRESCENT Síðasti Verðlisti áAliíugluml925 TYRKJAR No. I y fir 14 pd. , , 29c, No. I I I til 14 pd. , 25c. No. 1 9 til 11 pd, . , 22c. No. 1 undir 9 pd. . . 20c, Gamlir 1 oms , . . I9c. HŒNSNI No. I yfir 5 pd. . , . 24c, No. I 4 til 5 pd, . . 22c. No. I undir 4 pd. , . l£c. FOWL* No. | yfir 5 pd . , . I9c. No. I 4 til 5 pd. ... 16c. No. 1 ur.dir 4 pd. . . I3c. ANDIR No. 1 feitar . . . 14c. GŒSIR No. 1 feitar . . . I l.c Þetta verð helst til 24. desem- ber fyrir tilgerÖa alifugla,' sem sendir eru til \\ innipeg eða Brandon. Veiðið er 2c minnaá útibúum vorum, Yorkton.Swan River, Dauphin og Killarney, sem er kostnaðurinn viðað taka móti þeim og senda til Winnip. Vér kaupum no. 2 aljfuff’a með hœsta gargverði »em I þtim er þegrfr þeir koma til vor. CRESCENT CREAMERY GOMPANY LTD WINNIPEG 1 Íl SJÁIÐ NŒSTA MANN SEvi HEFIR UMfcOÐ TIL AÐ SELJA FORD BÍLA wroran a 'T'x •V

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.