Lögberg - 07.01.1926, Page 4

Lögberg - 07.01.1926, Page 4
Bls. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 7. JANírAR 1926. Jögberg Gefíð út hvem Fimtuclag af The Col- umbia Preis, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. TaUiman JS-6327 oý N«6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakrift til blaðsins: rtjlt eOtUMBI/t P^ÍSS, Ltd., Box3)7í, Wlnnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EOlTOR LQCBERC, Box 317Í Winnlpog, Tne “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Buildlng, e*5 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Við áramótin. Vesturlanda menningar, liefir orðið miklu á- kveðnari og skýruri á árinu liðna en hún áður var og virðist þess ekki langt að bíða, ef svo heldur áfram, að aðskilnaður verður algjörður á milli Austur- og Vesturlanda þjóðanna. I>að markverðasta, sem gerst hefir í Japan er óefað sambandssamningur þjóðarinnar við Rússa, sem þeir gjörðu í janúar 1925. Ástæðan fyrir þeim isamningi — rússneska-japanska samningnum var sú, að þjóðin fann sig eina og yfirgefna. Þjóðimar höfðu snúið við henni bakinu, jafnvel Frakkar, sem Japanítar höfðu þó styrkt gegn Þjóðverjum höfðu yfrgefið þá. Hættur frá öllum hliðum ógnuðu þeim. Her- stöð Englendinga í Singapore ógnaði þeim. Tnnflutningsbannið til Bandaríkjanna sveið þeim sáran, svo eina úrræðið, sem þeir sáu til þess að standa ekki uppi aleinir, var samband við Rússa, með væntanlegu sambandi við Kína síðar. En það samband hafði það í för með sér, að Japanítar urðu að hætta öllum athöfnum í Síberíu. Eina merkilega uppgötvun hefir jap- anskur vísindamaður gjört á árinu, er það raf- urmagnsgeymir, sem heldur rafurmagni í sér, eins og stál sogul, og segir hann að rafurmagn- ið gejmiist á þann þátt í tvö til þrjú ár að minsta kosti. Eitt ár er ekki langur tími, þegar það er bor-$ ið saman við aldaraðirnar, sem að baki liggja, en þó er það oft örlagaþrungið í lífi þeirra manna og kvenna, sem það lifa, og viðburðirnir oft þess virði, að á þá sé minst og þeir í heiðri hafðir. Árið, sem leið, hefir að sumu leyti verið ein- kennilegt og eftirtektavert ár, því á því hafa gjörst viðburðir, sem líklegir eru til þess að hafa mikil áhrif í framtíðinni. Auk þess hefir árið mátt heita gæða ár til lands og sjávar. Hér í landi var árið 1925 hagsælda ár. Upp- skeran, sem bærilega nýttist, sú lang-mesta í sögu landsins. Meir en f jögur hundruð miljón- ir mæla hveitis. Yerð á lifandi peningi betra, en áður var, og afkoma manna yfirleitt á traustari grundvelli, en hún hefir verið síðan fyrir stríðið. Árið 1925 hefir verið framrfara- ár í Canada, að því er efnahag og afkomu snertir. Á öðrum sviðum þjóðlífsins eru fram- farirnar á árinu ekki eins auðsæjar. Stjóm- málin eru í hinu mesta öngþveiti, valdið í stjóm- málum ríkisins er alt í molum, eins og hugsun- arháttur kjósendanna, og ekki neinna afger- andi athafna í þeim málum þess vegna að vænta eins og nú standa sakir, og er það einn alvar- legasti þröskuldurinn, sem er á vegi þjóðarinn- ar nú við áramótin. Um bókmenta athafnir Canada þjóðarinnar á árinu liðna, er fátt eitt að segja, því naumast er hægt að tala um eanadiskar bókmentir í sömu merkingu og bókmentir hinna eldri og þrosk- aðri þjóða. Þó hefir allmikið af nýjum bókum komið út á árinu í Canada, o? þar á meðal tvær eftir Láru Salverson, ljóðabók og skáldsaga, og hefir hvorttveggja vakið allmikla eftirtekt. Einnig hafa tvær aðrar skáldsögur komið út, sem almenna eftirtekt hafa vakið, “The Settl- ers of the Marsh”eftir F. Ph. Grove, og “Wild Geese”, eftir Martha Ostenso. Þegar riiaður lítur til annara landa, þá verða fyrir manni viðburðir síðasta árs, sem líklegri eru til þess að hafa langvarandi áhrif í fram- tíðinni. 1 Evrópu hafa þeir hlutir gjörst á árinu 1925, sem áður voru óþektir í sögu njannanna, og sem gefa gleðiríkari vonir um fagra og frið- elskandi framtíð, en lifað hefir í brjóstum manna. Nýtt tímabil hófst á árinu 1925 í aðstöðu þjóða í ágreiningsmálum. Á undanförnum ár- um neyttu talsmenn þjóðanna allri sinni orku til þess að skara eld að sinni eigin köku og sinn- ar eigin þjóðar, og var þá oft um það að ræða, hver snjallastur væri í stjómmálaleiknum og sæti bezt snúið á móstöðumanninn, eða menn- ina. Alt var á huldu og í leyni, og þjóðimar, sem ábvrgðina áttu að bera, vissu ekkert um hvað var að gjörast. Stefna sú, sem fram kom hjá stjómmála- mönnum þeim, sem að Loeamo samningunum stóðu, er gjörbrevting á hinu eldra fyrirkomu- lagi. Þar lögðu menn öll spilin á borðið, og þar í fyrsta sinni í sögunni, lögðu menn sig fram til þess að lagfæra og sætta, og sýndu svo mikla einlægni í því, að óviðkomandi þjóðir tóku á sig þunga ábyrgð til þess að sætt gæti orðið og var- anlegur friðar grundvöllur lagður. Annað tilfelli átti sér stað á árinu liðna í Evrópu, sem áhyggjur vakti og sem svo alvar- legt virtist um tíma, að menn óttuðust að blóðs- úthellingum mundi valda, Það var landamerkja- þrætan á milli íra og Ulstermanna. Að samn- ingum hefði verið ómögulegt að komast á milli þeirra tveggja málsaðila, ef sanngimin og sátt- fýsin hefði ekki ráðið, og hefði verið talið næsta ólíklegt að þeir, eem hlut áttu þar að málum, mundu semja svo bróðurlega sín á miíli, fyrir nokkram áram'síðan, eins og nú er raun á orðin. Nýtt útsýni yfir sambandslíf þjóðanna í Ev- rópu, hefir skapast á árinu liðna eða komið í ljós og nýr skilningur á ágreiningsmálum, sem lofar miklu um framtíðareining Evrópuþjóð- anna. 1 Austurlöndum hefir árið liðna leitt í Ijós stefnu, sem þar er ekki ný, en sem skýrar hefir komið fram á árinu liðna, en áður. Það er hinn vaxandi motþroi Austurlanda þjóðanna gegn þjóðunum vestrænu og þjóðmálastefnum þeirra. Hvað úr þeim mótþróa kann að verða, ef ekki er varlega og vel með farið, er ekki gott að segja. Hjá Tndverjum kemur þessi mótþrói fram í auknum sjálfstæðiskröfum, sem og á- kveðinni óvild leiðtoga Nationalistanna ind- vensku gegn öllum áhrifum frá Vesturlöndum. Línan, sem þeir hafa dregið á milli Austur- og 1 Kína hefir innbyrðis ófriður logað á árinu. Ber hann vott um hið vaknandi þjóðemislíf þeirra, sem, að ]>ví er virðist, vill brjótast undan áhrifum Vesturlandaþjóðanna, sem þeim hefir fundist að um of þrengdi að sér, og vera Þrándur í götu eðlilegs þroska og framsóknar. 1 Bandaríkjúm hefir árið liðna rarið velti- ár, að því er efnalega velmegun þjóðarinnar snertir. En með góðærinu hafa ýmsir þjóðar- lestir látið óvanalega mikið á sér bera svo sem glæpir af öllum tegundum, og hafa leiðandi menn þjóðarinnar hver af öðrum bent á þau vandræði og brýnt fyrir þjóðinni ógæfu þá, sem af því hlyti að leiða, ef ekki væri hægt að bæta úr því og hafa bindindislög þjóðarinnar orðið fyrir allharðri árás í því sambandi. Verklegar framkvæmdiir hafa verið afar miklar hjá þeirri þjóð, á árinu liðna og vellíðan fólks, þrátt fyrir verkföll, sem þar hafa átt sér stað. A Islendingum hefir ekkert borið sérstak- lega hjá þessari þjóð, nema á Vilhjálmi Stef- ánssyni, D. Ph., sem ritað hefir all-margar grein- ar í sum af bestu tímaritum þjóðarinnar og hef- ir einnig ritað og gefið út ágæta bók, “The Adventure of Wrangel Island”. Á íslandi var úrið 1925 gott og gæfuríkt til lands og sjávar. Að vísu hefir Ægir heimt til sín nokkra af hinum hraustu sonum hinnar fá- mennu og afskektu þjóðar, en þeir era færri, 'sem þau iðgjöld þurftu að borga árið 1925 en oft endranær. En sjávarafurðir Islendinga hafa verið feykilega miklar á árinu 1925 og verð á þeim meir en viðunanlegt. Sama er að segja um landsafurðirnar, þær hafa líka verið miklar og farsælar og má það því heita velti-ár fyrir Íslendinga, svo arðvænlegt hefir það verið að spursmál mun það vera hvort nokkur þjóð í heimi hefir flutt út jafn mikið af vörum, borið saman við fólfcsf jölda og Islendingar, enda hefir gjaldmiðill þjóðarinnar hækkað stóram í verði og álit hennar aukist í viðskiftahéiminum. 1 innbyrðismálum var árið 1925fremur við- burðalítið. Blöðin íslenzku liafa verið að hnippa hvert í annað út af stefnum í stjómmál- um aðallega, því einnig úti á íslandi er þjóðin — litla íslenzka þjóðin — marg-klofin í þeim, henni til tjóns og erfiðleika. Á sviði bókmentanna hafa Islendingar heima, síst verið aðgerðarlausir en ekki finst oss alt mikilvægt, :sem þar hefir birst. Það væra betri minni skamtar og betri — því síst vildum vér sjá að íslendingar færa að rubba upp eldhúsreifuram til arðs, eins og siður er orðinn hjá svo mörgum þjóðum. Bestu bækurnar ís- lenzku, sem út hafa verið gefnar á árinu og vér höfum séð era ljóð Guðmundar Friðjónssonar á Sandi og “Gestir”, skáldsaga eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Hvar lendir. Oft hefir þessi spuming komið fram í huga vorn, þegar vér, á síðustu árurn höfum virt fyrir oss gang hlutanna. Hraðinn á hlutunum ersvo mikill, að naum- ast er hægt að festa auga á þeim. Framfariraar sem menn svo kalla svo miklar og stórstígar á sviði verkTegra og andlegra athafna, að sumir af fróðustu og gætnustu mönnum samtíðarinn- ar telja þær hættulegar, — hættulegar sökum þess ,að þær fara langt á undan hugsunar jafn- vægi flestra manna, en þegar menn geta ekki mælt, eða brotið til mergjar viðfangsefni lífs- ins, sem annars eru mönnum viðráðanleg. Það er með lífið, eins og skólanámið, að ef menn ná ekki föstum tökum á undirsötðuatrið- um námsgreinanna, verður það þeim harla lítils virði, og í stað þess að verða þeim stoð, villir þeim tíðum sjónir á hlutverkum lífsins svo þeir vita naumast sjálfir hvar þeir standa, eða eru staddir. Þannig er það á sviði hinnar verklegu framkvæmda, þegar framfarimar era hrað- skreiðari en skilningur og þekking fólksins á þeim, að þær verða til þess að kippa fótunum undan þeirri sjálfstæðu skoðun, sem fólk yfir- leitt hefir á þeim efnum, og skilur það eftir ó- ákveðið og fálmandi. Sama er að segja um hin andlegu viðfangsefni, þegar þau ver'ða ma rg- biotm, eða fara of langt á undan samtíðinni, þá valda þau þeim glundroða í hugsanalífi mamia að fólk veit ekkert hvert halda skal. MLssir sjónar á festu þeirri og grandvelli, er það stóð á og fortíðin lagði, en áttar sig ekki á hinni margvíslegu nýjung, sem postular samtíðarinn- ar boða. Fyrir nokkru síðan lásum vér um tilfelli eitt hörmulegt, sem fyrir kom í Cincinnati, Ohio í Bandaríkjunum, sem kom oss enn á ný til þess að liugsa um þetta alvarlega spursmál: “Hvar lendir?” Tveir efnilegir og gáfaðir háskólastúdentar taka líf sitt, án þess að nökkur ástæða sé sjáan- leg önnur en sú, að lífið sé svo eipskisvert, að það sé ekki þess virði, að berjast fyrir tilvera sinni í því. 1 bréfi, sem þessir ungu mentamenn skildu eftir sig stendur: “Það sem við undirritaðir álítum að líf mannanna sé ekki virði áreynslu þeirrar, sem nauðsynleg er, því til viðbalds, og þar sem við viljum ekki verða hungurmorða, né heldur deyja fir kulda, þá höfum við komið okk- ur saman um að fylgja eftirfarandi ákvæðum; og þar sem við finnum til þess, að þeir, sem ln§''ggjast út af dauða okkar, ef annars það era nokkrir, munu geta gleymt þeirri hrygð, því lögmál tímans læknar öll slík sár og þar sem foreldrar okkar eiga önnur böm (syni), sem þau geta elskað og sem geta verið þeim stoð í ellinni, og þar sem okkur er ljóst að heimurinn í heild sinni missir ekki mikið við fráfall okkar, og að liann heldur áfram án biðar, eins og hann hefir gjört í nokkur miljón ár síðastliðin; og þó við vitum, að alt hið hugsunarsljófa fólk, sem kallar sig Bandaríkjaþjóðina telji okkur vit- skerta, og efast ekkert um að það hafi satt fyrir sér í því, þá höfum við undirritaðir komið okk-« ur saman um að skjóta okkur. Síðasta bón okk- ar er að líkamir okkar verði brendir. Gjörið svo vel að uppfylla þá bón. Albert Jawies Rosenberg, 219 Heame Ave. Cincinati. William Strauss 3629 Reading Road, Avondale, Cincinnati. Við trúum ekki, að tii sé líf eftir dauðann, og við eram vissir um, að við erum með réttu ráði. ” Margir lesa sálfsagt um þennan atburð og láta hann svo fram lijá sér fara hugsunarlaust. Aðrir munu staldra við og spyrja sjálfa sig: “Hvar lendirí” og ef til vill bæta við: “Hvem- ig stendur á þessuf” Hvernig stendur á því, að tveir ungir mexm, gáfaðir, mentaðir, og sem geta veitt sér alt, er þeir vildu hendinni til rétta, skuli grípa til ann- ars eins örþrifa úrræðis og þess, að taka sitt eigið líf? Hvernig stendur á því, að lífið er þessum mönnum svo tómt, autt og einskis virði þegar' á æskuskeiði, að þeir eyðileggja það í örvænt- ingu, þogar vonarsól þeirra ætti að skína í heiði? Menn segja ef til vill að þeir hafi ekki verið með réttu ráði —■ í sannleika er það eina úr- lausnin, sem hægt er að finna, og þó þegar betur er að gáð, er það engin lírlausn. Mennirnir sjálfir segjast vera heilbrigðir og með réttu ráði er þeir fremja þetta ódæðisverk, um 'tvítugs aldur. Um þá staðhæfingu þeirra skal hér ekkert staðhæft. En það era meira en sterkar líkur til þess að þessir menn hafi báðir verið heilbrigðir og hraustir þegar þeir fædd- ust, og þessvegna ekki þurft að missa traust á lífinu, lífsgleðinni og lífsþroskanum. Hvað var þíið, ,sem olli vonbrigðum þeirra? Ef til vill finst sumum þetta óþarfa spurning — finst ef til vill að þetta atvik sé svo fjarri sér, að það sé óþarfi að vera að gjöra sér nokkra rellu út af því. En það er misskilningur. Það er svo nærri öllum foreldram, að ekkert þeirra veit, nær þessi hugsunarháttur, eða lífsskoðun, snert- ir þau sjálf og að þeirra eigin sonur, eða dóttir verður þessari sömu lífsskoðun að bráð. Oss virðist, að ef foreldra varðar annars um nokk- urn skapaðan hlut, þá varðar þau um það, hvar lífsskoðun sú er 'alin og þroskuð, sem kennir ungdómnum að lífið sé einskis virði, og að ekkert líf sé til eftir dauðan. \ ér vitum ekki hvar þessir tveir menn, sem hér um ræðir drakku fyrst inn í sig þá ólyfjan, sem nú hefir orðið þeim að bana. Hvort heldur það var á heimili foreldranna, á götum bæjar- ins eða í skólum landsins. En öllum mönnum sem um þetta hugsa, hlýtur að skiljast, að líf þeirra hefir farið afvega og spilst, snemma á hinni stuttu æfi þeirra. Hvort að það hefir verið fyrir skort á skyldurækni og skilningsleysi móður eða föður, algleymingi strætalífsins, eða hinu kalda og miskunnarlausa fyrirkomulagi skólanna ska! hér ekki^ um dæmt. Aðeins vlljum vér leggja áherslu á veilu þá og hættu, sem af henni stafar í þjóðfélaginu í sambandi við fráfall þessara pilta og játningu þá, sem þeir gerðu. “Þar sem við undirritaðir álítum, að líf mannanna sé ekki virði áreynslu þeirrar, sem nauðsynleg er því til viðhalds” og “Við t’rúum exki að til se lif eftir dauðan. ” Þessi ömurlega játning sýnir fyrst og fremst að líf þess&ra manna var rótarlaust. Þar var ekki um að ræða hma mmstu festu, sem hægt var að halda sér við, ekki bjarma af vonarneista, sem vermt gæti hið kalda líf þeirra og ekki Tiæli á himni eða jörðu — ekkert nema koldimt vonleysis myrkur. Lífið átti engan ábyggilegan sannleika, sem það gat boðið þessum mönnum, þeir vora eins og rekald á reginhafi. Viljaíausir, vonlausir og trulausir, eftir heimilisuppeldið, skólamentun- m.a, ahrif kirkju og samtíðarfólks. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash & DoorCo. Limíted Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Souris Kol $6.50 tonnid Odýrustukol in að brenna að haustinu Thos. Jackson & Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi:B6 2 ~63-64 THE ROYAL BANK of Canad Aðal Skýrsla 30th NOVEMBER, 1925 SKULDIR. Capltal Stock Pald up ...#............................. $ 24,400,000.00 Reserve Fund ..........................................$ 24,400,000.00 Balance of Profits carrled forward .............*...... 1,249,435.32 25,649,435.32 Dlvidend* Unclalmed ...................................... 12,405.59 Dividend No. 153 (at 12.% per annum), payable lst Decem- ber, 1925 ......................................... 732,000 00 Bonus of 2%, payable lst December, 1925 ............... 488,000.00 * ------------ 26.881.910.91 $51,281,840.91 Depoglts not bearing interests .................... $198,297,398.90 Deposits bearing interest, Including lnterest accrued to date of Statement ............................... 443,380,136.65 Total Deposits .............................. 641,677,535.55 Notes of the Bank in circulation ..................... 41.496,573.74 Balances due to other Banks in Canada ................. 1,673,149.41 Balances due to Banks and Banklng Correspondents else- where than in Canada ............................. 14.461,948.86 Bills Payable .......................................... 7,827,741.29 ------ ------- 707,136,948.85 Dettera r>t Outntftndh»s .... 90,059,988.67 $788,478,778.43 EIGNIR. Gold and Subsldiary Coin on hand ...............$21,897,150.77 Gold deposited in Central Gold Reserves .... 9.400.000.00 -----------....$ 31,297,150.77 Do-minion Notes on hand ........................ 42,567,682.75 Dominion Notes deposfted in Central Gold Reserves ...............................y... 10,600,000.00 United States and other Foreign Currenciea 53.167.682.75 2,9.931.586.05 $114,396,419.57 Notes of other Canadian Banks ................................. 4,265,518.48 | Cheques on other Banks ........................................ 51.730.422.17 Balances due by other Banks in Canada ......................... 315.81 Balances due hy Banks and Banking Correspondents else- where than in Canada ...................................... 27,921.971.00 Dominion and Provincial Government Securities, fnot exoeedinar market value) ............................... 82,245,403.26 Canadian Municipal Fecurities and British. Foreign and Colonfal Public Fecurities other than Canadian, (not exceeding market value) ................................ 28,407,242.28 Railway and other Bonds. Debentures and Stocka (not exceedin.ar market value) ................................ 16.630,772.26 Call and Short (not exceeding thirty days) Loans in Can- ada on Bonds. Debentures and Stocks and other Secur- ities of a sufffcient marketable value to cover ........... 33,814,538.47 Call amt Short (not exceeding thirty days) Doans else- where thnn in Canada on Bonds. Dehentures and Stocks and other Securities of a sufficient marketable value to cover ................................................. 38,691.331.97 Current Loans and Discounts In Canada (less rebate of interest) after makinp full provision for all bad and doubtful debts ............................................$190,854,642.71 Current Boans and Discounts elsewhere than in Canada (less rehate of interest) after makinp full provision for all had and douhtful debts ............................ 143.397,982.23 Non-Current Tx>ans, estimated loss provlded for ............... 2.527.576.72 -$398.103,935.27 Bank Premises at not more than cost, less amounts written off ... Real Fstate other than Bank Premises ................................. Mortgages on Real Fstate sold hy the Bank ............................ TiiabiHties of Customers under Txetters of Credit as per contra .... Rhares of and Boa.ns to Controlled Companies ......................... Deposit with the Minister for the pt»rposes of the Circulation Fund Other Assets not included ln the foregoing ........................... 336, 15. 780.201.71 618.072 99 558,945.44 955,176.89 059,988.67 048.901.00 440.000.00 913.556.46 $788.478.778.43 NOTR:—The Royal Bank of Canada (Franee) has been incorporated under the laws of France to conduct the business of the Bank in Paris. As the entire eapltal stock of The Royal Bank of Canada (France) is owned hy The Royal Bank of Canada, the nssets and liabilitie3 of the former are inelndcd in the above General Statement. H. 8. HODT, C. K. NFIDD, - ....... Presldent General Mannger Skýrsla Yfirskoðunarmanna Vér skýrum hluthtifum 1 The Royal Bank of Canada frfl. því: A15 samkvæmt fl.lftl voru heflr bll starfræksla’ bankans, sú er vér höfum nflb til aö kynna oss. verlTJ 1 fullu samræml vIU leyfisbréf hans. AB vér höfum yflrfariTJ allar vetJtrygglngar 1 abalskrlfstofu bankans og yfirlitiW peningaeign hans 29. nóvember. 1924, sem og Afiur, eins og lagt er fyrir t 56. grein bankalaganna. og höfum fundið alt aö vera rétt og í samræmi viö bækur bankans. Einnig förum vér yfir og bfirum saman peningaeign og vebtryggingar t öllum helztu útiböum bankans. Vér vitnum, aö ofanskráCur jafnaítarrelkningur var af oss borinn saman vlTJ bækur bankans í aBalskrifstofu hans. og vlð eiöfestar skýrslur frft. ‘útibúum hans. og er hann a8 voru filiti vel og samvlzkusamlega saminn og sýnir sanna mynd af hag bankans, eftlr vorri beztu vltund, samkvæmt upplýsingum og skýringum, sem oss hofa gefnar veriö, og samkvæmt bókum b:»nkans. Vér vottum og, aU oss voru greiClega 1 té l&tnar allar upplýsingar og skýring- ar, er vér æsktum eftlr. Montreal, Canada, 26. Desember 1924. W. GARTH THOMPSON, C. A. of Marwlck, Mitchell & Co., A. B. BRODIE, C.A., of Prlce. Waterhouse & Co, YflrskoBunarmenn. REIKNINGUR UM ÁVINNING OG TAP Balance of Profit and Loss Account, 29 November, 1924$ 1,143,806.90 Profits for the year, after deducting charges of manage- ment, accrued interest on deposits, full provfslon for all bad and doubtful debts and rebate of interest on un- unmatured billð ...................................... 4.081,628.42 * A^PROPRIATBD AS FOLLOWS: $ Dividends Nos. 150, 151, 152 and 153 at 12% per annum .... 2,568.000.00 Bonus of 2% to Rhareholders .......................... 488,000.00 Transferred to Officers Pension Fund ................. 100,000.00 Appropriation for Bank Premises ...................*.. 400,000.00 Reserve for Dominlon Govemment Taxes, including War Tax on Bank Note Circulation ..................... 420,000.00 Balance of Profit and Loss carried forward ........... 1.249,435.32 -------------$ 5.225,435.32 RESERVE FUND Balance at credit 29th November, 1924 ................$ 20,400,000.00 Premium on new Capital Ftock issued to Union Bank of Canada Shareholders ............................... 4,000.000.00 Balance at credlt 30th November, 1925 ................ $ 24,400,000.00 H. 8. HOT/T, Presldent Montreal, 26th December, 1925. C. E. NEILI,, GeneraJ Mnnager

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.