Lögberg - 07.01.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.01.1926, Blaðsíða 6
LÖGBEBG FIMTUDAGINN, 7. JANÚAR 1926. gert það, nema hún giftist mér fyrst. En eg ætla strax að fara til hennar og spyrja hana, hvort hún vilji verða konan mín. Bls. 6. Á metaskálum lífsins. Eftir L. G. Moberley. 1. KAPÍTULI. “Verið þér hreinskilinn — reynið þér ekki að fegra ásigkomulagið; eg vil heldur þekkja sann- leikann í heild sinni. Þér getið þá ekki gefið mér neina von?” _ “Nei, eg er hræddur um að eg geti ekki gefið yður neina von.” Oliver Dynecourt gaf þetta svar hikandi; sem læknir var hann farinn að verða nafnkunnur fyrir holskurði og heilsubót, sem hann veitti sjúkhng- um sínum og þessvegna var mælt með honum við Miles Hernesley. Um leið og hann svaraði leit hann á sjúklinginn, og gat ekki annað en dáðst að hon- um, jafn rólega og hann tók þessum þunga dómi, sem nýlega var feldur yíir ásigkomulagi heilbrigði hans. “lOg þér haldið ekki að holskurður né önnur að- ferð geti hjálpað mér og stöðvað veikina?” Aftur hikaði Oliver Dynecourt ofurlítið áður en hann svaraði, og á meðan leit hann af andliti mannsins á mórberjatré fyrir utan gluggann, elns og hann vonaði að þessir grænu frjóangar, sem leituðust við að brjótast út úr fylgsni sínu, mundu segja honum hverju svara skyldi. “Eg er hræddur um,” sagði hann aftur, “að það sé ómögulegt að gera holskurð, og baðvist eða önnur lækningahjúkrun getur ekki hjálpað. Eg veit að úrskurður minn er harður, en eg er hreln- skilinn, eins og þér báðuð um að eg væri; eg þekki enga 'hjálp, veit ekki af neinni aðferð, sem getur stöðvað veikina. Eg vildi að eg hefði getað gefið betri von. Og af grænu blöðum móberjatrjánna leit hann aftur á andlit sjúklingsins, sem sat beint á mótl honum, og þessir tveir menn horfðu lengi þöglir hvor í annars augu. iMiiles Hernesley sat mjög kyrlátur og þessi óvanalega rósemi gat stafað af niðurbældri geðs- hreyfingu, því enginn maður, hversu kjarkmikill, sem hann er, getur hlustað á dauðadóm sinn með algerðu tilfinningarleysi, að undantekinni þessarl grafarþögn sást ekkert merki geðshreyfingar hjá Miles. Hann leit ekki undan augnatilliti þessa unga læknis, hann skifti ekki um liti, aðeins hinar lokuðu varir kreistust fastara saman, og hendin, sem lá á hnénu' lokaðist svo fast, að hún sýndist kríthvít undir hörundinu. .Rernesley hafði verið hermaður í fimtán ár, og það hefir máské verlð þessi landamerkja hernaðarþjónusta, ásamt hinum mörgu hættulegu æfintýrum, -em hafði myndað hjá honum meiri kjark en flestum öðrum fylgir. Og þó þarfnast maðurinn annars kjarks í bar- dagaæðinu, þar sem hann stendur frammi fyrir dauðanum, heldur en þess, sem á þessari stundu kom Miles Hernesley til að vera rólegum og hreyf- ingarlausum, meðan útlit langvarandi rúmlegu og kvalaríks dauða var dregið upp fyrir honum. Gráu augun hans mættu dökku, fjörlegu augum Dynecourts án þess að depla þeim; hann hafði alt af verið álitinn aðgætinn og góður mannþekkjari, og þegar hann áleit Dynecourt vera óvanalega góðan lækni, og eiga óvanalega hæfileika til að geta stöðvað veiki manna, þá vissi hann nú, að sér hafðl ekki skjátlast. íMeð sínum aðgætnu augum og varkáru hönd- um, hafði hann strax fundið frjóanga veikindanna í sterkbygða likamanum hans, og nákvæmlega lýst orsök þeirra og framhaldi. Hernesley efaðist ekki eitt augnáblik um, að sú niðurstaða, sem læknirinn komst að og lýsti svo hikandi, væri rétt, og þögn hans gaf að eins til kynna, að hann safnaði saman vilja-afli sínu til að gefa rétt svar jafn mikilsverðri yfirlýsingu, og að hann þurfti að ná jafnvægi geðsmunanna eftir þessa tilkynningu, sem kom svo óvænt og var svo alvarleg. Þegar einn af vinum hans hafði af tilviljun ráðlagt honum að veita þessum grunsömu merkj- um veikinda eftirtekt, og að finna strax duglegan lækni, rólegur og brosandi fylgdi hann þessari ráð- leggingu, fremur af því að hann vildi hafa reglu á ðllu og þekkja alt, sem best, þar á meðal heilbrigði sína, heldur en að hann áliti að heilbrigði sín værl f víða stödd. Þegar hann fyrir hálfri stundu síðan kom inn í ráðaleitunar stofu Oliver Dynecourts, hafði hann ímyndað ser að læknirinn mundi ráðleggja ein- hverja Iækningahjúkrun, eða einhvern hættulaus- an holskurð. Að hann varð að yfirgefa herberg- ið eins og dauðadæmdur maður, með takmarkaðan tíma til að geta lifað, hafði honum aldrei komið til hugar, og jafnvel nú, meðan hann sat rólegur og horfði á lækninn, fanst honum þetta eins og ógeðslegur draumur, sem hann hlyti bráðlega að vakna af. ‘Þér álitið þá að eg megi gera mér von um að lifa eitt ár enn?” spurði hann eftir* langa þögn. “Já, að svo miklu leyti sem eg get séð, megið þér gera yður von um að lifa eitt ár enn,” var svar- ið, "en þér verðið að muna það, Sir Miles, að við lætknarnir erum ekki óskeikulir spámenn; það er mögulegt að þér lifið ekki svo lengi, en ef þér eruð varicár, vona eg líf yðar endist eitt ár enn. Hendi Miles, sem enn þá lá á hnénu, lokaðist aftur afarfast, og varir hans klemdust saman undlr Ijósa efrivarar skegginu, en hann leit ekki undan. , skal fylgja ráðleggingu yðar og vera var- kár, svaraði hann. “Eg yfirgaf herinn fyrir árl síðan, þegar eg erfði eignir frænda míns í Hamp- shire, og það varð nauðsynlegt fyrir mig að vera þar. Eg álít að það sé skylda mín að vera þar þangað til —” hann þagnaði snögglega og bætti svo fljótlega við —” líf mitt í Mansmere mun verða eins og annara jarðeigenda. Eg lifi þar í góðum húsakynnum, án sorga og erfiðrar vinnu.” “Ekkert getur verið betra fyrir yður,” svaraði læknirinn strax. “Ferska loftið úti á landinu, hæg vinna og engar sorgir — þetta getur hjálpað tals- vert.” ‘Já, þetta eina ár,” sagði Hernesley um leið og beiskjulegt bros sást á vðrum hans. “Það má gera mikið á einu ári,” svaraði lækn- irinn vingjarnlega og leit meðaumkunaraugum á sjúklinginn, sem enn var á sínum besta aldri, og sem þessi sjúkdómsauðkenni hlutu að kvelja. “já, það er satt,” svaraði Hernesley glaðari, “það má gera mikið einu ári.” Meðan hann talaði þessi orð, varð svipur hans dálítið ákafur. “Eg hafði ekki hugsað um það, en þér segið satt.” Hann dró andann hraðara, eins og honum hefði dottið eitthvað í hug, og svipur hans glaðnaði. Hann hall- aði sér áfram, og það var kvíðandi alvara í rödd hans, þegar hann sagði: “Segið þér mér—það datt mér skyndilega í hug, — er nokkuð, sem bannar mér að giftast? Er heilbrigði mín þannig, að eg megi leyfa mér það? Eða' er það rangt af mér að biðja kvenmann að taka þátt í þessu eina ári með mér?” “Nei, alis ekki,” svaraði læknirinn strax. “Þér hafið fulla heimild til gifta yður, veikin er ekki arfgeng, og giftingunni verður ekki mótmælt á neinn hátt. Já, afsakið að eg segi þetta svo blátt áfram, að kvenmaður, sem elskar yður, verður miklu gæfuríkari, ef hún má vera hjá yður sem kona þetta eina ár, heldur en ef hún verður að lifa aðskilin frá yður. Hún verður gæfuríkari yfir lwí að hlynna að yður, en að neyðast til að syrgja ein- mana og yfirgefin. Ef þér viljið leyfa ókunnum manni að ráðleggja yður þá mæli eg með því að þér giftist.” “Kæra þökk,” svaraði Hernesley, sem nú var rólegri, þó að dálítill ákafi lýsti sér í röddinni. “Kæra þökk,” endurtók hann, stóð upp af stólnum og leit í kring um sig; “eg er hræddur um að eg hafi gert yður alt of mikið ómak. Mér finst að þaö hljóti að vera óþakklátt starf að vera læknir.” Litla brosið, sem fylgdi þessum orðum, þótti Dynecourt miklu leiðilegra, heldur en að sjúkling- urinn hefði látið í ljós hræðslu sína yfir dauða- dómnum. Hánn stóð upp og rétti Hernsley hendi sina. “Að verða að segja það, sem eg hefi nú sagt yður, er alt af erfitt,” svaraði hann. “Eg vildi að eg hefði getað sagt yður eitthvað annað — eitthvað betra, eða undiribúið yður á blíðari hátt”. “Eg kýs helst hreinan sannleika,” svaraði Kernesley undir eins, “mér líkar ekki að menn séu að hugsa sig um. Eg vil alt af helst fá að vita hið versta Undir þessum kringumstæðum skeytið þér líklega ekki um að sjá mig aftur,” sagði hann við dyrnar. “Það er líklega gagnslaust?” sagði hann með sama brosinu, sem lækninum féll svo illa að sjá.” “Jú, eg vil einmitt skoða yður einu sinni enn-, þá,” sagði Dynecourt, “og ef það er efcki of mikið ómak fyrir yður, að koma hingað frá Hampshire, þætti mér vænt um að fá að sjá yður að sex mán- uðum liðnum.” “Líklega ekki af því að þér gerið yður von?” “Nei, eg hefi enga vön. Eg vildi að eg gæti gert mér góða von.” Dynecourt gleymdi alveg þeirri Irósemi, @em staða hans krafðist, hendi hans skalf, þegar hann lagði hana á ðxl Hernesleys, “en komið þér samt hingað og látið mig sjá yður að hálfu ári liðnu, og reynið á meðan að gera yður éins mikið gagn af lífinu og þér getið. Giftið yður stúlku, sem elskar yður — gefið þér henni gæfuríkt heimili, og —” “Þér eigið við,” bætti Hernesley við, “að eg skipi fyrir um heimili mitt, áður en eg stend framml fyrir hinu óumflýjanlega. Þér megið reiða yður á, að eg skal gera alt hvað eg get,” og um leið og hann þrýsti hendi Dynecourts ennþá einu sinni, gekk hann út úr dyrunum. Það var ljómandi fagur aprílmorgun, sólskin og blíða og himininn heiður, svo að Hernesley hélt að heimsóknin hjá lækninum hlyti að vera draum- ub læknisins alveg óskiljanlegur, þar eð hann fann ekki til neinna meina og var hraustur og heilbrigð- ur, og þó hafði Dynecourt sagt, að hann gæti að- eins lifað eitt ár. Eitt ár! “Það má mikið gera á einu ári,“ hafði Iæknir- inn sagt. Þessi orð ómuðu sífelt fyrir eyrum hans, og sömuleiðis orðin: “Kvenmaður, sem elskar yður, verður gæfuríkari ef hún fær að vera hjá yðm sem kona yðar eitt ár, heldur en að vera einmana og yfirgefin. Hún verður gæfuríkari við að mega hlynna að yður, en að verða að syrgja alein.” Já* en ef stúlkan, sem hann elskaði, elskaði hann ekki? Setjum svo að hún skeytti ekkeri um hann og væri glaðari án þess að vera hjá honum? Þá hafði hann enga heimild til að neyða hana til. að lifa þetta eina ár með sér. Og hann vissi mjög vel að Dóróthea Carstairs mundi ekki syrgja yflr því, að hún giftist honum ekki. Dóróthea var engin daðursdrós; hún var ekki sú stúlka, sem gat fengið sig til að leika sér að manni, verið eina mínútuna blíð og aðra köld, og þegar hún fyrir sex mánuðum síðan neitaði honum, gerði hún það svo ákveðin, að hann hafði enga k- stæðu til að vona, að hún hefð skift um skoðun. Hún hafði sagt honum, að hún elskaði annan mann, og að það væri aðeins fátæktin, er bannaði þeim að giftast, og svar Dórótheu hafði komið Miles til að bæla niður allar langanir og allar vonir þang- að til þenna dag, þegar dauðadómur hans vakti þær að nýju. Hann gekk hægara á meðan hann endurtók I huganum: “Reynið að gera yður eins mikið gagn af lífinu og þér getið, — giftið yður kvenmanni, sem elkar yður, og gefið henni gæfuríkt heimili.” Orð læknisins ómuðu sífelt fyrir eyrum hans, eins og hann ennþá heyrði rödd þessa hrausta manns. Já, það þurfti aðeins að ibreyta orðum Dyne- courts dálítið, — í stað þess að segja: “Giftið yður þeirri stúlku, sem elskar yður,” gæti hann sagt: “Giftið yður þeirri stúlku, sem þér elskið.” Já, ef hann að eins gæti fengið Dórótheu til þess, þá væri það ekki mjög afleitt. Það var ekki eingöngu eigin- girni, sem kom honum til að biðla til hennar aftur — það var ekki til þess að geta sjálfur lifað eitt gæfuríkt ár, áður en myrkrið umkringdi hann, og þó vissi hann að tilvera sín yrði miklu skemtilegri með Dórótheu við hlið sína, sem eiginkonu, _____ það var líka umhyggjan fyrir hennar gæfu, sem vakti þessa hugsun hjá honum. Sú hugsun, sem lifnaði hjá honum í herbergi Dynecourts, að hann gæti lifað þetta eina ár, sem giftur maður, var aðallega bygð á þeim grundvelll, að hann gæti gert þessa stúlku, sem hann elskaði, gæfuríka — gegn því að hún yrði kona hans í eitt ár. Hun fær öll hin arin til að vera ánægð með þeim manni, sem hún elskar,” hugsaði hann, þegar hann snéri við og gekk inn í lystigarðinn hjá Picca- dilly. Ef^hún vill vera konan mín þetta eina ár — þetta stutta ár — get eg skilið henni eftir allan auð minn. Eg get gefið henni alt, sem gerir hana og hinn, sem hún elskar, fyllilega ánægð — en eg get 2. KAPÍTULI. “Það er maður niðri í dagstofunni, sem segist endilega þurfa að tala við yður; hann segist ekki skuli tefja yður lengi, en hann sagðist verða að finna yður.” Vinnukonan í fæðissöluhúsinu stakk ihöfðinu inn um dyrnar á svefnherberginu og talaði þessi orð kæruieysislega til ungra. beinvaxinnar stúlku, sem stóð við gluggann og helti lyfi í glas.. “Sagði maðurinn ekki nafn sitt, María?” spurði unga stúlkan með blíðri, hreimfagurri rödd, sem var svo ólík skrækhljóði þernunnar. “Hann sagði að eins, að eg skyldi segja ung- frú Carstairs, að gamall vinur hennar frá Mans- mere vildi tala við hana; hann nefndi ekkert nafn”. Stúlkan við gluggann hætti að hella lyfinu, og leit af vinnukonunni í dyrunum á aldraða konu, sem lá í rúminu studd af sessum. — “ó, Dóróthea,” sagði hún stynjandi, “það hlýt- ur að vera Miles, hann kemur máské til að —” “Eg get ekki talað við hann, mamma”, greip unga stúlkan fram í fyrir henni fljótlega; “ eg velt ekki hverra erinda hann kemur, en eg get ekki tal- að við hann.” “Dóróthea!” sagði gamla konan stynjandi, og leit á dóttur sína biðjandi augum. “Hann væri ekki kominn, ef hann hefði ekki eina eða aðra góða á- stæðu til þess, p- ó, Dóróthea, þú mátt ekki —” Frú Carstairs þagnaði skyndilega, þegar henni varð litið á Maríu, sem opnað hafði dyrnar alger- lega, en þótt hún þegði, þá var sterk krafa og bón í augnatilliti hennar. Nú varð dálítil þðgn í þessu fátæklega her- bergi. Dóróthea horfði út um gluggann á gráu, leið- inlegu veggi næsta hússins, en á meðan horfðu þær á hana, konan í rúminu og þernan í dyrunum. Eftir langa þögn snéri unga stúlkan sér frá glugganum og sagði við Maríu: “Seg þú manninum, að eg skuli koma ofan að fáum sekúndum liðnum.” íHún sagði ekkert við móður síná fyr en María var farin og dyrnar lokaðar, og hún hafði helt lyf- inu í glasið, fór svo með það að rúminu og sagði: “Mér er nauðugt að breyta á móti vilja þínum, mamma, en mér finst það vera minkun, að þú vilt að eg tali við Miles Hernesley.” “Hversvegna er það minkun?” Frú Carstairs stokkroðnaði, og svipurinn i aug- um hennar og kringum munninn var hræðslulegur. “Þú vilt aðeins láta þinn vilja ráða, Dóróthea,” sagði hún gremjulega; “Þú neitaðir Miles, þó að hann, áður en hann eignaðist nafnbótina og höfð- ingjasetrið, væri góður ráðahagur. Það hefði að minsta kosti verið betra en fátæktin og Ieiðindin, sem við nú verðum að búa við. Nú, þegar hann hefir erft frænda sinn, nú, þegar hann er orðinn ágætur ráðahagur og kemur til að sjá þig í þessum hræðilegum híbýlum, hugsar þú að eins um að láta hann fara, án- þess að heyra hvað hann hefir að segja. Þú ert um of óforsjál og eigingjörn.” “Það er ekki eigingirni, góða mamma,” sagði dóttirin með blíðum róm, sem þó var talsvert á- kveðinn. “Eg hefði fegin gengið að eiga Miles fyrir sex mánuðum síðan, eins og þú og pabbi vild- uð — en eg sagði þér hversvegna það væri ómögu- legt, og hin sama ástæða á sér stað ennþá.” “Eg veit að það var eitthvað með þennan leið- inlega lækni, sem þú kyntist í sjúkrahúsinu, en þú sagðir að það gæti ekki talist að verá regluleg trú- lofun, þar eð hann gæti ekki gift sig fyr en hann fengi betri stöðu. Þú veist að það bendir á margra ára biðtíma, og þó neitaðir þú Hernesley. Eg skil þig ekki, Dóróthea ■— eg læri aldrei að skilja þig. Þú segir að þér þyki svo vænt um vesalings pabba og mig, og þó fleygðir þú frá þér ágætu tækifæri, þegar þér bauð3t það.” Dóróthea gekk aftur burt frá rúminu fremur þreytuleg og svipþung. Þegar móðir hennar jós yfir hana ásakandi orðum, var sem Dóróthea misti ándlega tilfinningu og gat ekki svarað. “Já, þú ert álitin að vera skyldurækin stúlka, sem fórnar þér fyrir foreldra þína,” sagði frú Car- stairs beiskjulega. Allir vita að þú hefir slept góðrl stöðu, aðeins til þess að koma hingað og gæta að pabba og mömmu. En allar þessar manneskjur, sem virða þig svo mikils, vita ekki hve óvægin þú ert þegar þú vilt fá þinn eigin vilja eða ganga þlna eigin götu, þó það sé sagt að þú fórnir þér fyrlr okkur Þú hugsar í rauninni ekki um velferð okk- ar, en aðeins um að gera það sem þér líkar best.” “Það er líklega best að eg fari ofan að finna Miles,” sagði Dóróthea þegar móðir hennar þagn- aði; “þú hefir bókina þína, er nokkuð annað sem þú vilt?” "Ó-nei ekkert,” svaraði frú /Carstairs napur- lega, sem þó ekki var henni eiginlegt. ‘“Rúmið mitt Og bókin mín, það er alt sem eg þarfnast — meira má eg ekki heimta. Eg hefi enga heimild til að biðja — eg —” Síðustu orð móður sinnar heyrði ekki Dóróthea, hún hafði flýtt sér út úr klefanum og gekk nú hægt ofan stigann, meðan orð móðurinnar ómuðu fyrlr eyrum hennar. “Þú hugsar í rauninni ekki um velferð okkar, en aðeins um þinn eigin vilja.” Var þetta tilfellið? Var þetta niðurstaðan á öHu því, sem hún hafði gert fyrir foreldra sína, og öllu, sem hún hafði hætt við þeirra vegna’” Hugsanirnar fljúga hratt, og meðan Dóróthea gekk hægt ofan stigann, liðu hin síðastliðnu ár fram hjá hugsjón hennar. Hún hugsaði um þann tíma, þegar hún var ung og lánsöm stúlka, laus við á- byrgð og kvíða, með heimild til að bíða hinnar geislandi framtíðar, eins og dóttir ríks manns getur gert sér von um og svo kom gjaldþrot föðursins eins og elding úr eiðskíru lofti. Jafnvel nú gat hún ekki hugsað um þann dag skjálftalaus, þegar faðir hennar fékk tilkynningu um, að hafa mlst megnið af eigum sínum. Frá þeim degi vr hún neydd til að bera byrðiha fyrir þau öll, þar eð faðlr hennar varð svo magnþrota og kjarklaus, að hann var til einskis hæfur. Að því er frú Carstairs snerti, var hún frá þessum degi kveinandi aumingi, og gat ekki hert upp hugann fremur en maðurinn. Það var mjög lítið sem bjargað varð frá gjaldþrotinu, aðeins svo mikið, að þessar þrjár mnneskjur gátu bjargast án þess að betla, og Dóróthea varð að sleppa góðri stöðu sem hjúkrunarmeyja í sjúkrahúsi, til þess að koma heim og gæta þessara gömlu manneskja. Þeim var nauðsynlegt alt það eftirlit, sem hún gat veitt þeim, og til þess að geta fengið hinum nauðsynlegu þörfum fullnægt daglega, tók hún að sér eins miklar nuddlækningar og henni var mögu- legt að framkvæma, þær stundir, sem hún þurfti ekki að gæta foreldra sinna. Það var því engin furða, þó andlit hennar væri orðið magurt og fölt og dökkir skuggar undir aug- unum, og að hún, sem áður var svo fjörug og glöð, var nú orðin þunglynd og hægfara. Hún nam staðar fyir utan dagstofudyrnar eltt augnablik, og leit út á götuna þar sem lítil umferð var, og þar sem sjaldan sáust skrautklæddir menn. í flestum húsum götunnar var fæðissala, og íbúarn- ir allir fátækir, enda var gatan óhrein og ógeðsleg. Mér þætti gaman að vita í hvaða erindum Miles er kominn,” sagði Dóróthea við sjálfa sig, þegar hugsanir hennar snerust að þessum bersku og æskuvini, sem fyrir nokkrum mánuðum siðan hafði beðið hana að verða konu sína. “Að hann aðeins vildi láta sér nægja að vera vinur minn, eins og fyr á tímum, þætti mér vænt um, því eg get ekki annað en neitað honum, þar eð Oliver er mér alt.” Hún stundi, lauk upp dyrunum og gekk inn I þessa fátæklegu dagstofu. Kringlótt borðið, sem hún hafði flutt frá miðju gólfi að glugganum, legubekkurinn og hægindastóll- inn, báðir með biluðum fjöðrum, skrautgripir á ar- inhillunni og skápurinn með glerhurðinni, þar sem geymt var verulega Ijótt postulín, gerðu herbergið mjög óálitlegt, svo myndirnar og bækurnar hennar Dórótheu gátu ekki bætt úr því. Miles Hernesley sat við ofninn og horfði á dyrnar, og þegar unga stúlkan sté yfir þröskuld- inn, gekk hann fáein hröð skref á móti henni, en nam .svo staðar og stundi. "Hversvegna lítur þú svona illa út?” spurði hann án þess að heilsa, eins og siður er. Hann lelt næstum græðgislega á hana, sem kom henni til að roðna dálítið. “Það gengur ekkert að mér, — eg er aðelns þreytt,” svaraði hún og rétti honum hendi sína, óskandi þess að hann væri aðeins vinur hennar eins og áður. Mömmu leið svo illa í nótt, svo eg varð að vera hjá henni um tíma. Eg lít út fyrir að vera syfjuð, — það er alt.” “Nei, það er ekki alt,” svaraði hann. “Þú ert afar þreytuleg. Það endar með því að þú deyrð.” “Nei, f jarri því,” svaraði ihún brosandi, en þetta bros sárnaði Miles. “Allir geta þreyst, og eg hefi nú undnfarið haft mikið að gera — og i—” Eg hefi sérstaka ástæðu til heimsóknar minn- ar í dag, greip hann fram í fyrir henni og nálgaðist hana; en stóð jsvo skyndilega kyr, þegar hann sá hana hrökkva við, blóðroðna og snúa sér undan. “Eg hefði alls ekki komið, Dóróthea, og allra síst vakið máls á því, sem er kveljandi fyrir þig, ef ekki nokkuð alveg óvænt hefði átt sér stað.” “Nokkuð alveg óvænt?” endurtók hún viðkvæm, þar eð hún af svipnum í augum hans var hrædd um að hann væri kominn til að endurtaka gömlu spurn- inguna, sem hún hafði vonað að ekki yrði endur- tekin. “Já, þetta er ekki almenn heimsókn, sem eg geri nú,” sagði Miles með efasömu brosi. “Þegar þú fyrlr sex mánuðum síðan sagðir mér, að þú gætir ekkl endurgoldið ást mína, gekk eg burt með því áformi, að það skyldi líða langur tími þangað til þú sæir mig aftur. — Eg vissi að mér var ekki nóg að vera aðeins vinur þinn. Það varð að vera alt eða ekk- ert — og þp ákvaðst að það yrði ekkert.” “Ó, en Miles!” iHún rétti honum hendi sína og sagði í bænarrómi. “Það var ekki af óvild til þín, eða af því að mér þætti ekkí vænt um þig, að eg neitaði bón þinni; en þú baðst um meira heldur en eg gat gefið þér, og mér fanst það heiðarlegra að segja þér hreinann sannleikann, — og hjá mér hefir ekkert breyst síðan í það skifti, sem við töl- uðum um þetta. Eg hefi ekki skift skoðun; það er ávalt —” “Annar maður, sem þú elskar,” endaði Miles setningu hennar. “Eg skil það mjög vel, og eg hefl heldur ekki búist við að þú hafir skift um skoðun.” — Dórótheu sárnaði brosið, sem þessum orðum fylgdi. — “Eg hefi aldrei haldið að þú værir af þeirri tegund manneskja, sem skifta fljótlega um skoðanir En álit manna getur breyst, og mér hefir viljað nokkuð til, sem hefir komið mér til að líta öðruvísi á þetta málefni.” “Þú hefir máské fundið aðra?” sagði hún, en þagnaði undir eins þegar hún sá svipinn á andliti hans. “Nei, eg kom ekki til að segja þér að eg hefði valið mér aðra stúlku í staðinn þinn,” svaraði hann í dimmum róm. “Það er annað, sem breytt hefir lífsskoðun minni og vonum algerlega, og það skéði í morgun, þegar læknir nokkur sagði mér frá sjúk- dómsauðkennum viðvíkjandi heilbrigði minni.” “Viðvíkjandi heilbrigði þinni? En Miles, þú ert þó ekki veikur?” Nú var það hún, sem nálgaði3t hann. Meðan þau töluðu saman, höfðu bæði staðið; Dórótheu hafði ekki dottið í hug að biðja Miles að setjast, ef til vill af því, að hún áleit hann ekki vera sem almennan gest, en eftir þessi orð og af svipnum & andliti hans, gleymdi hún allri varkárni. “Er nokkuð að.þér, Miles, Ert þú veikur?” Fallegu augun hennar litu sorgþrungin til hans. “Það er satt að segja mjög undarlegt alt sam- an,” svaraði hann og reyndi að tala kæruleysislega, sem truflaði hana allra snöggvast. “Eg hefi haft ofurlítil sjúkdómsmerki undanfarið, sem eg þektl ' ekki, og að síðustu réði einn af kunningjum mínum mér til þess, að láta einn af vinum sínum, dugleg- an lækni, skoða mig. Eg var hjá honum í dag, og álit hans á veiki minni var mjög óþægilegt og kom mér á óvart.” “Óþægilegt? — ó — Miles þetta þykir mér afar leitt. Er það þá nokkuð alvarlegt?” Hún lagði hendi sína aftur á handlegg hans, og þessi vinsemd í smbandi við hinn sorgmædda svip hennar vakti góðar vonir hjá honum. “Já, það er miklu alvarlegra cn eg hélt!” Hann reyndi að tala eins kæruleysislega og hann gat. “Svo alvarlegt að — nei, Dóróthea, þú mátt efcki vera svona hnuggin — eg þoli þð ekki.” “En það er þó ekki nema eðlilegt, að eg verði sorgmædd, þegar eg heyri að þú ert veikur,” svar- aði hún. “Við erum gamlir vinir, þú og eg; já, vlð höfum þekst síðan þú varst sextán og eg tíu ára. Manstu eftir því, þegar þú komst og huggaðir mig, er eg var að gráta yfir því, að hafa mist brúðuna mína í andatjörnina?” Miles Hernesley brosti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.