Lögberg - 11.02.1926, Side 2

Lögberg - 11.02.1926, Side 2
> JBls. 2. LÖGBEIKG FIMTUDAGINN, ii. FEBRÚAR 1926. Henni batnaði bakverkurinn. Mrs. A. Caskanett Segir Frá Dodd’s Kidney Pills. Sendir boðskap gleðinnar til þús- unda af konum í Canada, sem taka út þrautir og áhyggjur með sínum daglegu störfum. Greenock, Ont., 8. febr.. feinka- skeyti). “Eg hafði óttalegan bakverk og hélt hann kæmi frá nýrunum. Svo eg keypti Dodd’s Kidney Pills og þær bættu mér mjög mikið. Hve- nær, sem mér líður ekki.veþ fæ eg mér öskjur. Eg vildi ekki vera án þeirra. Vinur minn ráðlagði mér þær og eg get sagt, að þær séu góðar og get mælt með þeim.” Þessi vitnisburður kemur frá Mrs A. Carskanett, sem er vel þekt og mikilsvirt kona. Þetta hlýtur að vera mikil gleðifrétt fjo’ir allan þann skarg af konum í Canada, sem daglega taka út þrautir við húsverk sín af þessum óvini kven- þjóðarinnar, bakverknum. Kristur eða Þór, Nokkrar athugasemdir við Stramn- hvarfa-ritgerð Sigurðar Nordals. Fyrir skömmu síðan birtum vér hér í blaðinu ritgerð eftir prófessor Sigurð Nordal, er hann nefnir “Undir straumhvörf”. Eins og les endur vorir muna, er rítgerð þessi um skáldrit og lífsskoðanir Einars H. Kvarans rithöfundar. Nú flytur tímaritrð Iðunn, sem oss hefir bor ist fyrir fáum dögum, svar við rit gerð þessari frá E. H. K. og þykir oss rétt og viðeigandi að birta það einnig. Ritstj. . I. eigi að vera í þjónustu sannleikans,! var horfið. Og gleðin var horfin úr sem menn gera sé í hugarlund um eins og höfundamar sjá hann, og huganum. Og sál .mín skalf í næð- styðja mennina 'í baráttu þeirra. Og íngnum. Og dimmir og daprir skugg með þá skoðun veit eg, að eg er í ar sóttu að henni.” góðum félagsskap. Fóstra hans heldur þvi fram, að En aðalefni ritgerðarinnar eftir: ef við komumst einhvern tíma svo Þegar Sigurður Nordal tók sér fyrst fyrir hendur aS gera lítið úr ritum m’ínum í Svíþjóð og koma Svíum í skilning um það, að fráleitt væri, að þeir létu Nobelfiverðlaunin falla í minn garð, þá var hann ekki nefndur Sigurður Nordal í sænsk- um blöðum. Hann hét þá “krítíkin á íslandi.” Allmikið af blöðum og tímaritum þjóðarinnar hafði flutt ritgerðir um bækur mínar, og þar hafði kveðiö við a'lt annan tón en hjá S. N.. En þær ritgerðir voru ekki “kritikin á Islandi.” Hún var öll samanþjöppuð .í hinum mikla heila þesea eina manns. Eftir þessa byrjun hefir verið sagt til nafns hans, bæði erlendis og hér heima, þegar hann hefir varpað sinu mikla vitsmunaljósi yfir mín ófuílkomnu rit. Hann hefir gert það nokkrum sinnum, en nú siðast í ritgerð í Skírni, sem hann nefnir. “Tjndir straumhvörf.” Sú ritgerð er samin í því skyni að gera “grein fyrir þeim atriðum í list og lífsskoð- un E. H. Kv., sem valda því, að eg (S. N.J tel hann ekki vel til þess fallinn að vera. ieiðtoga Islendinga í þeim efnum.” Ritgerðin hefir feng ið mikið lof i einu blaði, og þar er meðal annars tekið fram, hvað hún sé “djúphugsuð.” Eg vík eitthvað að þessari “djúpu hugsun” ríðar. Ef ritgerð S. N. hefði eingöngu verið um Iist mina eða listarskort, þá hefði eg ekki skift mér neitt af henni. Mér stendur á sama, þó að hann, eða einhver annar, finni eitt- hvað að stil rpínum, fullyrði að eng- inn hýítur maður geti sagt það, sem eg hefi sjálfur heýrt góða íslendinga sega, líti svo á sem persónur inínar ættu að ver^. alt öðru vísi en þær hafa orðið, eða ættu að hafa sætt óðrum örlögum. Slíkum skoðunum og bollaleggingum hafa allir rithöf undar átt að sæta. Eg minnist þess ekki heldur að hafa lært neitt af neinum dómum um bækur mínar, hvorki útlendum né innlendum. Þrásinnis hefir það í einu útlenda blaðinu verið sérstaklega lofað, sem fundiS hefir verið að í öðru. En hérlend blöð og tímarit hafa yfir- leitt talaS um bækur mínar af mestu góðvild, án þess að þar hafi nokkuð komið fram, sem væri neinn sér- stakur lærdómur fyrir mig. Eg kannast við það hreinskilnislega, að eg er ekki auðmjúkari í anda en það, að eg tel mig sjálfan hafa al- veg eins mikið vit á mínum bókum, eins og hvern annan, bæði á þvi, sem þeim er áfátt, og því, sem þar hefif vel tekist. Svo að það liggur mér í litlu rúmi, hvað menn segja. Eg met líka að engu aðfinsíu S. N., eða hvers sem er annars, út af því, að lífsskoðunar minnar, eða þess, sem mér virðist dýpstar rætur hafa fest í sál minni, kenni í skáld- ritum mínum. Eg veit það vel, að saga verður fyrst og fremst að vera sctga. Það held eg, að mér hafi tek- ist, hvað sem S. N. segir. Eg held, að það sé fyrir það, að sögur mínar S. N. er árás á þá lífsskoðun, sem eg hefi haldið fram. S. N. reynir að telja mönnum trú um að hún sé háskaleg. Og hann lýsir anaari lífs- skoðun, sem hann telur áríðandi að komi í staðinn. Eg geri ráð fyrir, að öllum þorra manna þyki eðlilegt, að eg taki þá til máls, encþi er mér kunnugt um, að mjög margir bú- ist við því. II. Áður en eg sný mér að fullu að ágreiningnum út af lífsskoðunum, 'ætla eg að láta mér nægja að benda á, hvernig “kritíkin á I^landi”, öðru nafni Sigurður Nordal, fer með þrjú atriði úr sögum mínum. Eg ætla að byrja 3 þvi, sem minstu máli skiftir. / Um söguna “Alt af að tapa” segir hann meðal annars: “Og í sögulok kemur “fyrirgefningin” og hjálpar til þess að alt falli í ljúfa löð.” Nú er sannleikurinn sá, eins og allir þeir vita, sem lesið hafa söguna — og mér hefir skilist svo, sem það sé nokkurnveginn öll islensk þjóð, austan hafs og vestan — að þar gerist engin fyrirgefning — svo að S. N., með alla sína fyrirgefningar- óbeit, hefði átt að geta verið ánægð- ur. Óllafur notar fyrirgefningar-skyld una, eins og hún kemur fram í bæn- inni “faðir vor,” til þess að sefa reiðiofsann-í unnustu sinni. Af því að hún er trúuð kona, sljákkar í henni. En hún getur ekki fyrirgefið. Ólafi hafði jafnvel ekki komið það tilhugar. Svo gegntekinn er hann af hugsuninni um eigur sínar, að ára- tugum saman hefir honum aldrei kornið tii hugar, að hann hafi neitt grætt á þeim viðskiftum að láta af hendi nokkrar rollur og fá í staðinn þá konu, sem hafði gert hann að lánsmanni. “Krítíkin” lítur ejns á það og Ólafur, svo að það væri víst rangt að lá honum þetta, þó að mig gruni, að um þetta verði skiftar skoðanir, og einhverjir líti annan veg á þetta en þeir Ólafur og Nor- dal. En hvað sem því líður, þá var auragirndin rikari en svo, að nokk- ur fyrirgefning gæti komist þar að. Sérstaklega fyrir það, að Ólafur kom sér ekki fyrir með að hefna sín. “Ef eg hefði hýtt hann,” sagði hann, “þá hefði eg líklegast fyrir- gefið honum í sama bili. Eg hefði þá hugsað sem svo, að nú hefði hver étið sitt. En hann hafði það af mér, eins og alt annað.” Með allri.dýrkun S. N. á fyrir- gefningarleysinu og hefndarhugan- um ætti hann að geta unað þessum sögulokum sæmilega. Hann gerir þau að árásarefni á mig — eg veit ekki fyrir hvað. En úr þv^ að eg fer að minnast á söguna. “Alt af að tapa,” þá get eg ekki bundist þess að þakka S. N. fyrir eina setningu í umræðum sínum um hana. Hún hefir verið mér til svo mikillar skemtunar. Hún er það viturlegasta og “djúphugs- aðasta” í allri þessari ritgerð hans. Hann segir, að væri þessi saga gam- alt æfintýri, mundi enginn þjóð- sagnafræðingur hika við að segja, að hún væri sett saman af þrem 'brotum eftir þrjá höfunda. Þetta er alveg óvenjulega líklega til getið, einkum ef þjóðsagnafræð- ingurinn væri þá jafnframt nor- rænufræðingur. Auðvitað hafa nor- rænufræðingarnir fært okkur mik- inn fróðleik og oft hefir verið á- stæða til að vera þeim þakklátir. En eklíi get eg neitað þvi, að stundum hefi eg verið sem agndofa af þvi, á hve litlum rökum það hefir verið reist, sem þeir hafa haldið fram. þeim er sumunl trúandi til þess að seta sig ekki úr færi um að reyna að ægja mönnum með lærdómi*sínum, og að hirða þá minna um það, þó að til- gáturnar væru í raun og veru hel- ber endaleysa — eins og þessá “vis- indi” þjóðsagnafræðingsins óneit- anlega væru. Mér þykir það mjög sennilegt, ef það ætti fyrir mínu nafni að liggja að geymast um nokkur hundruð ár, að þá mundu einhverjir norrænu- og þjóðsagna- fræðingar gera úr mér þrjá menn, eða segja um mig eitthvað álika á- reiðanlegt. Með einhverju yrðu þeir að sýna lærdóm sinn, þá eins og langt að sjá það, að jiétta mótlæti sé ekki annað en hégómi, skuggar af hrófatildri heimskunnar, þá sjáum við ííka, að við séum börn — alveg eins of sögumaður sé það nú, að hann hafi verið barn, þegar marjas- inn olli öldugangi í sál hans. S. N. ræðst á mig fyrir þetta. Hann telur 'þefta vitlausa og'skað- lega skoðum Eg hafði sannast að segja ekki ekki búist við því, að neinn mundi finna mér það til for- átttu. Allra síst átti eg von á því, að nokkur prófessor kannaðist ekki við aö hafa séð það fyr en í “Marj- as.” Ef eg hefði fundfð þetta upp, þá væri eg mestur spámaður mann- kynsins. Eg "get ekki eignað tpér þá sæmd. Því að ekki mun fjafri sanni að segja að þetta sé aðalkjarninn í það, þá er þessi umsögn Júlíu um þetta efni svo skynsamleg, að það virðist nokkurn veginn óhugsandi, að hún sé ekki .rétt. Hugsunin i ummælum fóstrunn- ar í niðurlagi sögunnar “Marjas” er óumflýjanleg afleiðing af trúnni á guð, eins og húixhefir myndast í hinum kristna heimi. Hún er líka óumflýanleg afleiðing af trúnni á áframhald lífsins eftir dauðann og framþróun vitsmunanna í öðr- um heimi. S. N. heldur, að þessi hugsun sé skaðleg, hún geri öll hin háleitu skylduboð trúarbragðanna að öfgum, og takmark lífsins verði samkvæmt henni að láta það líða sem þæ^ilegast. Hann um það. Eg ætla mér ekki í þessari grein að taka að mér vörn fyrir guðstrúna og eilífðarvonirnar. Eg kem þá að æfintýrinu í “Gulli”, þar sem sagt er, að guð sé í synd- inni. Um það segir S. N.: “Þá setningu má að vísu teygja' á ýmsa öllum hinum háleitari trúarbrögð- í veSui en réttast er vafalaust, að um veraldarinnar. Það hefir verið trú mannkynsins um þúsundir ára, að til sé æðra sjónarmið en vort, og að frá því sjónarmiði sjáist staðreyndir lífs- ins, þar á meðal bölið, í réttára og skærara ljósi en vér getum yfir það varpað. Það hefir verið trú skilja hana svo, að syndin sé tóm missýning, og í raun og veru eng fn til.” Því fer svo fjarri, að iþetta sé “vafaláust réttast”, að það er vafa- laust rangt. Eg befi í sögunni sjálfri komið með skýringu á þessari hugsun. Eg mannkynsins, að til sé guð með ó- tel óþarft að taka hana upp hér n ú.*J Ummæli Si N. um niðurlagið á sögunni “Marjas” gefa tilefni til alvarlegri hugleiðinga. Sögumaðurinn í “Marjas” hefir endanlegum vitsmunum, og að hánn líti að sjálfsögðu annan veg á mál- efní vor en vér getum á þau litið, með þeim þroska, sem vér höfum. Það hefir verið trú mannkynsins, að til séu verur á æðra tilverustigi en vér erum á, og að þeirra sjónar- mið sé líka annað en vort. Það hef- ir verið trú mannkynsins, að vér komumst sjálfir á það tilverustig, að vér lítum á það, sem fyrir oss hefir komið, alt öðrum augum en hér í heimi. í þessu hefir verið fólgin aðalhugsun og aðalstyrkur mannanna öld fram af öld. Og fóstran segir ekkert annað en þetta, þó að hún segi það með nokkuð öðrum orðum. Þrásinnis ber það við, að vér iþurfum ekki að skifta um tilveru- stig til þess að sjónarmiðið breyt- ist að fullu. Eg á ekki við það, að sjónarmið fullorðinna manna er ann að en barnanna. Eg á við það, að sjónarmið íullorðinna manna breyt- ist. Eg held ekki, að sá maður sé til, sem kominn er á efri ár og nokk- ura verulega lífsreynslu hefir feng- ið, og ekki hefir veitt því eftirtekt, að það, sem menn hafa talið sitt þyngsta böl, hefir stundum orðit^ þeirra mesta gæfa. Jafnvel hér í heimi komumst ,vér þráfaldlega svo langt, að vér sjáum, að “áhyggjur okkar og sorgir og móðganir og reiði” og annað, sem þjáir okkur, er árangur af skammsýni okkar og ó- fuHkomleikum, eða það, sem fóstr- an nefnir “skuggar af> hrófatildri heimskunnar.” Hvers megum vér þá vænta, ])eg- ar vér erum komnir þangað, sem takmþrkanir eru miklu mjnni og útsýnið margfalt meira? Mér virðist það ekki eingöngu rökrétt ályktun, heldur fika óumflýjanleg hugsun, að þá breytist allar skoð- anir vorar á jarðlífinu, þar á meðal á -andstreyminu. Þeir, sem sannfærast um það af römmum rökum, að samband hafi náðst við framliðna menn — og iþeir eru orðnir æði margir, og ekki meðal hinna lökustu né fáfróðustu né gáfuminstu manna veraldarinn- ar—þeir vita það, að einmitt þessu, sem eg hefi nú verið að halda fram, er stöðugt verið að halda að oss frá öðrum heimi. Eg skal rétt til dæmis benda á Jjréfin frá Júlíu “Eftir dauðann,” sem_ eru ein af merkilegustu bókum 19. aldarinn- ar, “klassiskt riV’. Júlía minnist hvað eftir annað á þetta breytta sjónarmið. Meðal annars talar hún um það, að ekki sé í hennar heimi litið sömu augum og hér á ástvinamissi og fátækt. Hún til- færir þrjár ástæður. Fyrst er sú, að í hennar heimi hafa menn miklu ljósari meðvitund en hér um kær- leik guðs. önnur er sú, að í henn- ar heimi ?r það ljósara i meðvit- undipni en hér, hve skammvinnir allir jarðneskir hlutir eru. Þriðja ástæðan er sú, að þar er mönnum Ijósara en hér, hve mikinn þátt andstreymið á í því að skapa mann- gildi. “Þetta veldur því,” segir hún, “að við lítum alt annan veg á málin en þið getið skilið tiF fulls, Nærri því allur landslýður virðist kunna æfintýrið, og menn minnast þá sennilega skýringarinnar. Eg hafði ibúist við því, að eftir þá skýringu væri enginn skynsamur maður í vafa um það, hvað'fyrir mér vekti. En þegar sá skilningur bregst hjá prófessor í heimspekis- deild háskólans, þá virðist mér ekki ástæðulaust að eg reyni að skýra hana á annan veg. Það ætla eg nú að gera Annaðhvort verðum vér að vera einveldismenn eða tviveldismenn hugmyndum vorum um tilveruna. Annaðhvort verðum vér að ætla, að frumaflið, það vitsmunaafl, sem drotnar í tilverunni, sé eitt — það vitsmunaafl, sem vér nefnum guð — éða að frumöflin séu tvö, annað gott og hitt ilt, og að eðli þeirra sé svo háttað, að þau geti aldrei runn- ið saman, og hljóti að heyja stöðuga og eilífa baráttu hvort við annað. Eg er einveldismaður 'í þessum skilningi. Eg get ekki með nokk- uru móti hugsað mér 1 tilveruna annan veg en sem eining, heild. Eg held, að sú þrá mannsandans, að það góða vinni sigur, sé ekki gripin úr lausu lofti, heldur eigi hún ræt- ur í því alíra-dýpsta í tilveru vorri. En það er bersýnilegt, að séu frum- öflin tvö, þá getum vér enga trygg- ingu haft þess, að annað þeirra verði nokkum tíma máttugra en eru verulegar sögur, að þær hafa | orfcið fyrir þeirri þungu reynslu, að notið svo mikillar góðvildar hjá þjóð minni. En mér hefir aldrei komið það til hugat að verða sam- mála þeim mönnum, sem vilja að sjálfsögðu einangra orðsins list frá lífinu sjálfu. Eg lít ^vo á, sem listin hann hefir komist í algert ósam- r^mi við umhverfi sitt. Hann orðar frásögnina um ástand sitt á þessa leið: “Traust mitt á mönnunum var sem sokkin eruð í ólgu jarðneskra efna.” W. T. Stead var sannfærður um, að Júlía væri vera úr öðrum heimi, og hefði verið vinkona hans, með- ,an hún dvaldist hér á jörðinni. Vist er um það, að röksemdum hans fyrir þeirri sannfæring verður ekki svarað með gaspri einu. Til þess hitt. Mér finst lika, að alt, sem vér vitum um mannlifið, 'bendi í iþessa átt. Vér finnum aldrei það/ illa “hreinræktað”, einangrað frá öllu góðu. Ef vér lítum á misgerð- ir þjóðanna í mannkynssögunni, þá sjáum vér, að bak við þær eru hug- sjónir, auðvitað misjafnlega háleit- ar, en hugsjónir samt, sem þær trúa á, og gera sér í hugarlund, að séu góð^r. Svipað verður uppi á ten- ingnum, ef vér litum á mannssál- irnar, eins og vér kynnumst þeim. Vér sjáufn aldrei það illa gersapíi- lega einangrað. Það er ofið saman við misjafnlega mikið af gæðum. Stundum eru það menn, sem eru afburða vel gerðir, bæði að vits- munum og tilfinningum, og eru í eðli sinu allra beztu menn, sem sér- staklega hættir vjð hrösun. Það er fyrir djúpsetta áthugun á mannlíf- inu, eins og það er í raun og veru, og fyrir óvenjulegan hæfileika til rökréttrar hugsunar, að einn af gáfuðustu préd'ikurum Englands hefir sett fram þá djarflegu stað- hæfingu, að í raun og veru sé jafn- vel syndin leit eftir guði, af því að hún sé leit eftir meiri fyllingu í líf- ið, leit eftir nýrri reynslu, meira fögnuði. En syndarinn leiti í þver- öfuga átt við það, sem hann eigi að fara. 'Mér virðist þá, að reynslu vorri af mannlífinu og þeirri þrá manns- andáns, sem eg hefi minst á, beri saman um það, að frumaflið sé ekki nema eitt, og að það sé gott. Þessi skoðun mín er áreiðanlega í sam- ræmi við frum-kristnina. Páll post- uli segir í Rómverjabréf. 11, 36, áð frá guði og fyrir hann og til hans séu allir hlutýr. Líka stendur í Eí- esusbréfinu 4, 6, að guð sé faðir testamentisins, að guð sé “yfir öll- um og með öllum og í öllum”, þá er ekki nokkur skynsamlegur vegur til þess að .einangra með öllu synd- ina frá guði. Eg held, að hinar forngyðinglegu hugmyndir um guð séu furðu barnalegar — að hann hafi orðið eins og steinfiissa á því, þegar hann komst að því, að “ilska mannsins var mikil á jörðinni”, og að þá hafi hann iðrast þess að hann hafði skapað mennina og “sárnað það í hjarta sínu” — að hann hafi fyrir þvi afráðið að afmá menn- ina af jörðunni — og að hann hafi þar á eftir hætt við það áform sitt. Drottinn tilverunnar er áreiðanlega miklu/ gáfaðri og fastari í rásinni en menn héldu um það leyti, sem syndaflóðssagan var færð í letur. Hann hefir víst vel vitað, hvað hann var að gera, þegar hann lét mann- lífið hefjast á jörðunni. Sá, sem sett hefir sólk^rfin í gang og hugs- að út lögmál alheimsins, ‘hæði fyrir andann og efnið, hefir víst haft næga vitsmuni til þess að fara nærri um það, hvernig fara myndi fyrir börnum sínum á jöðunni, eins og í garðinn var búið fyrir^au. Þau eru sett, mjög ófullkomin, inn í mjög takmarkaðan heim. Þeim er í fyrstu ekkert lagt upp í hend- urnar; þau eiga að brjótast áfram og bjarga sér sjálf. Þau vita ekk- ert um afstöðu sína til höfundar tilverunnar, ekkert um uppruna sinn, ekkert um ákvörðun sína. Þau vita ekkert um annað en það, að eirihvern veginn verða þau að sjá sér borgið. Smám saman fer að safnast saman hjá þeim reynsla, þeim til leiðbeiningar, dýrkeypt reynsla, fengin með hálfgerðu villi- dýralifi, Jengin með þjáningum, blóðsúthellingum, grimd •— mest- megnis fengin með því sem vér nefnum nú synd. Þegar tímar líða lengra fram, fara þau við og við að 1 fá opirtberanir frá æðri heimum, sem að sjálfsögðu eru sniðnar eft- ir þroska þeirra tiEþess að veita slíku viðtöku, og háleitar hugsjónir taka að myndast. Það er mesta æfintýri mannlífsins, að eftir alla eigingirni-streituna, sem mennirnir hafa verið settir í, koma þeir auga á það, að fegurð hugsjóna lífsins sé sjálfsfórnin, baráttan fyrir aðra, kærleikurinn, og að eigingirnin sé grundvallarsyndin. En vér vitum allir, af mikilli reynslu, hve óhemju- lega örðugt það hefir verjð og er fyrir mennina, að haga sér, í hugs- unum og gerðum, samkvæmt æðstu hugsjón sinni. Það virðist svo sem þjóðir og mjög margir einstakling- ar, verði að þoka sér gegnum þreng- ingar yfirsjónanna, ösla gegnum' ó- færur syndarinnar, til þess að fær ast eitthvað ofurlítið að því tak- marki, sem vér trúum, að höfund- horfið. Og traust mannanna áunéreru þær of veigamiklar. • En hvað allra, yfir 'óllum og með öllum og í öllum. Sama hugsun virðist mér bak við ummæli í ræðu Péturs postula, i Postulasögunni 3, 21, um endurreisnartíma allra hluta. Svo að eg er að minsta kosti í gömlum og góðum félagsskap með þessa skoðun mína. En ef vér höldum fast við eining- una í tilverunni, þá. skoðun nýja mennina, ná “aldurshæð Krists fyll- ingar” eða “frelsisdýrð guðs barna”. En vegurinn, sem hann hefir farið með þá, hefir að mjög miklu leyti verið^ vegur þrenginganna, vegur yfirsjónanna, vegur hégómans, veg- ur syndarinnar. Vér getum sagt, að það sé krókótt leið. En mundi nokkurum vera ljóst, hver önnur leið hefði verið hugsanleg með ó- fullkomnar verur í takmörkuðum heirrji. Ef menninir geta ekki far- ið, eða vilja ekki fara, beina leið, þá verða þeir að fara þá krókóttu, þá verða þeir að fara sínar villigöt- ur, þahgað til þeir komati að raun um, að þær leiðir liggja út í ófærur, hvort sem þeir verða þess vísari i þessum heimi eða öðrum. Að svo mæltu legg eg það undir dóm sanngjarnra og skynsamra manna, hvort eg þurfi að gera frekari grein fyrir þeirri hugsun minna, að guð sé í syndinni. III. Eg er þess fullvís, að þeir verða margir, sem ekki lá mér það, þó að mér virðist þau atriði í ritgerð S. N., sem eg hefi þegar gert að um- talsefni, ékki sérlega “djúphugsuð” — þó að mér finnist! þau i meira lagi vanhugsuð. Samt held eg, að þau atriðin, sem eg á eftir að mirjn- ast á, séu öllu lakari, þó að hann reyni að breiðá svikablæju falsaðr- ar sanngirni . og óhlutdrægni yfir það, sem hann er að halda að les- endunum. Eg á við öll ummæli S. N. uín skoðun mína á fyrirgefningunnir Og eg á líka við þá grein, sem hann gerir fyrir lífsskoðun sjálfs sín. Á undan öðru skal eg taka það fram, -að hin “krítiska” rannsókn hans á því, hvernig lífsskoðun mín hafi orðið til, og þá sérstaklega á því, hvernig standi á hinni ríku fyr- irgefningarboðun, sem komi fram í ritum minum, er helber endaleysa. Hann segir að undirstaða lífsskoð- unar minnar sé frá Georg Brandes og fylgismönnum hans. Samkvæirit þeirri undirstöðu hafi eg valið úr kristindóminum það sem mér hent- ar, mannúð og kærleika, en slept hinum ströngu kröfum siðferðis og réttlætis. Eg minnist þess tæplega, að hafa Jesið öllu meira rugl en þetta. Er ekki kærleikskrafan sið- ferðiskrafa ? Reynist hún ekki mönnum örðugasta siðferðiskrafan? En auk* þess mundi enginn maður verða meira forviða á slíkum uni- mælum en Georg Brandes. Það'er ekki kærleiksboðunin, sem hefir einkent hans boðskap. Hann hefir ^piklu fremur með köflum verið afneitun kærleikans. En boðun G. B. á réttlætinu hefir þár á móti oft verið rík og áhrifamikil. Eg átti ekki von á því, að sjá annari eins vitleysu í þessum efnum haldið fram af þeim háskólakennaranum, sem sérstaklega mun vera ætlað að fást við bókmentir. S. N. segir, að eg hafi ekþi alls fyrir löngu' lýst yfir því, í blaða- grein, að eg hafi alla mina æfi ver: ið lærisveinn Georgs Brandesar. Eg veit ekki, við hvaða blaðagrein hann á. Eg man auðvitað ekki allar mínar blaðagreinir, en eg hygg, að þessi bókmentalega ítaðhæfing sé gersamlega ósönn. Eg hefi fyrir rúmu ári minst á það í “Politiken”, hvað eg telji mig eiga Georg Bran- d'es og samherjum hans að þakka. Einmitt af þeirri grein má sjá, að eg tel mig ekki lærisvetn hans, að því er til skoðananna kemur. Það væri líka fjarri sanni. Alveg sanfa er um hjal hans við- víkjandi þeim áhrifum, sem hann segir.að eg hafi orðið fyrir af am- erisku nýhyggjunni. Þau áhrif eru < *■ • 1 engin. Eg hefi lesið nokkuð um Eg getekW hugsað mer,að neinn lhana, sérstaklega j bók william James um trúarreynsluna. Og eg hefi lesið bók Trines (“ln Tune with the Infinite”), sem á íslenzku hefir fengið alveg rangt nafn: “I samræmi við eilífðina”). Eg kannast við það, -að það er falleg bók. En eg er svo gerður, að sann- analausar staðhæfingar hafa yfir- leitt ekki áhrif á»mig, þó að hugs- anirnar s'éu fagrar 'og jafnvel ur tilverunnar ætli þeim að ná. Það er sannarlega ekki lagt upp í hend urnar á mönnunum að lifa eftir æðstu hugsjón sinni. Eitthvert frelsi er þeim veitt; en enginn sá vitringur hefir enn komið fram, sem hefir getað ákveðið takmörk þess, sýnt frarti á, hvar það byrjar og hvar það endar. Mennirni hafa ekki eingöngu safnað reynslu og þekkingu; þeir hafa líka safnað erfðum frá mjög ófullkomnum þroskastigum, og enginn veit, hve miklu þær valda. Og félagslíf mannanna er orðið svo flókið og rangsnúið, að hinir vitrustu og göf- ugustu menn veraldarinnar deila um það harðlega, hvernig úr því verði greitt með skynsemd, en allii; sjá það, að það gerir einstaklingun- um illkleift að Kfa sam'kvæmt hug- sjón kærleikans. Svo mætti halda lengi áfram. Hafið þér húðsjókdóm? GJALDIÐ varúðar við fyrstu ein- kennum húðsjúkdóma! Ef þér finn- ið til sárinda eða kláða, eða hafið sprungur í hörundi, er bezt að nota strax Zam-Buk. Þau græða fljótt. Sé húðin bólgin af kláða, eða sár- um og eitrun, er ekkert meðal, sem tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og Zam-Buk. Áburðurinn frægi, Zam- Buk, læknar og græðir nýtt skinn. Zam-Buk bregst aldrei það hlut- verk' sitt að græða og mýkja og hef- ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl þau nú notuð i miljónum heimila. Fáið öskju af þessum merku jurta- smyrslum, og hafið ávalt við hendina. Mrs. W. Campbell, að Bonny River Station, N.B., segir: “Sprungur á andliti og handleggjum dóttur minn- ar, urðu að oppum sárum. Við reynd- um ýms meðul, en ekkert hreif nema undrasmyrslin Zam-Buk. amfiuk Fáið öskju af Zam-Buk í dag! Ein stærð að eins, 50c. 3 fyrir $1.25.. Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st. skynsamur maður, sem verulega hugleiðir þetta litla, sem eg hefi bent' á, geti komist að annari nið- urstöðu en að það hafi verið óum- flýjanlegt, /að syndin kom inn í mannlífjð hér á jörðu. Og getur nokkur skynsamur guðstrúarmað- ur hugsað sér annað en að höfund- ute tilverunnar hafi séð þetta fyrir, jafn sjálfsagt og það er? Páli post- ula-kom ekki til htigar að einangra sennilegar. c-\7nrtitm frá V £ftjr margra ára efasemdir og ófullkomleikann, syrjdina alveg frá guði. Hann nefnir þetta hégóma — alveg eins og fóstran í Marjas. Hann segir í Rómverjabréfinu 8, 21-22: “Því að skepnan er undir- orpin hégómanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf skepnan muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til frelsis ilýrðar guðs barna.” Vér verðtnn að' Iæra að horfast i augu við þann sannleika, eins og Páll hafði lært það, að leiðin, sem mannkynið hefir faríð, er vegur guðs með það. Annars verður lífs- skoðyn vor sem trúaðra manna, að þoku. Takmarkið er, að láta þess- ar mjög svo ófullkomnu verur, vafahyggu myndaðist lífsskoðun mín af árangri sálarrannsóknanna og af kenningum Krists í guðspjöll- uum. Það voru sálarrannsóknirn- ar, sem vísuðu mér á guðspjöllin. Eg gðt ekki hugsað mér, að nokk- ur maður geti lesið guðspjöllin með athygli, án þess að honum finnist mikið til um, h^e afarrík fyrirgefn- ingarkrafa Jesú frá Nazaret er. I mínum augum er sú áhersla ægileg, sem hann leggur á þetta atriði. Hann krefst þess af lærisveinum sínum, að þeir fyrirgefi alt af — ekki “alt að sjö sinnum, heldur alt að sjötiu sinnum sjö”. Og til frek- ari áherslu segir hann þeim dæmi- söguna um skulduga þjóninn, sem endar á þvi, að húsbóndinn scldi þjóninn í hendur 'böðlunum, þang- að til hann hafði borgað alla skuld- ina. *‘Þannig mun /einnig faðir minn himneskur breyta við yður, ef þér fyrirgefið ekki hver og einn af hjarta bróður yðar” segir hann. ("Matt. 18, 21-35). Hann kennir mönnum bænina, sem lifað hefir á vörum miljónanna allar aldirnar síðan, og hann fléttar inn í hana fyrirgefningarskylduna, til þess að henni skuli menn ekki geta gleymt, ef þeir biðja til guðs á annað borð. Og við þetta atriði bænarinnar hnýtir hann þessum ummælum: “Ef þér fyrirgefið mönnunum mis- gjörðir þeirra, þá, mun yðar himn- eski faðir einnig fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki mönnun- um þeirra misgerðir, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa yðar misgjörðir”VMatt. 6, 14-15). Hann varar alvarlega við hörðu dómun- um, af þvi að þeir eru af sömu rót- um runnir sem fyrirgefningarleys- ið. “Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir; því að með þeim dómi, sem þé dæmið, verðið þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, verður yður mælt.” Matt. 7, 1—2). Hafi nokkur lifað samkvæmt þessari hugsun, þá er það hann, sem boðaði bersyndugu konunni fyrif- gefning, “því að hún elskaði mikið” hann, sem sakfeldi ekki hórseku konuna, er átti að grýta eftir ský- lausu lögmál Móse, af því að allir væru syndarar — hann, sem i kvöl- qnum á krossinum mælti orðia: “Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera.” Eftir hans kennin^i, er hefndarhugurinn ekki til í guði, og þar af leiðandi ókleift um tíma og eilifð að ‘komast í samræmi við guð, nema* hefndin upprætist úr hugum mannanna, og fyrirgefningar fúsleikinn komi i staðinn. Þetta er því eftirtektar- verðara, sem þessi kenning fer mög í bág við: hugmyndir Gyðinga á dögum Jesú um rétt og rangt. Ein af þeirra grundvallarsetningum var: “Auga fyrir auga og tönn fyr- ir tönn.” Það getur þá ekki verið nokkur vafi á því, að ef það .er nokkur einn, sem ber ábyrgð á því, að fýr- irgefningunni er haldið að mönn- unum, hvort sem þaö er gert af mér eða öðrum þá er það Jesús frá Nazaret. Eg geri ráð fyrir, að hann sé fær um að rísa undir þeirri ábyrgð — hvað þungan áfellisdóm sem hann fær fyrir það hjá Sigurði Nordal. Og svo fjarri er það mér sem austrið er yestrinu að fallast á þá skoðun S. N., að þessi skoðun Jesú sé timabundin, að á sumum áratugum geti hún verið góð, en á öðrum skaðvæn. Eg sé enga á- stæðu til að ætla annað, en að hún gildi i allieiminum og um tíma og eilífð. 1 \ fFramh. á 4. bls.) /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.