Lögberg - 11.02.1926, Side 4

Lögberg - 11.02.1926, Side 4
Bis. 4 LÖGBERG 'FIMITUDAGINN, ii. FEBRÚAR 1926. Sbgberg GefiÖ út Kvem Fimtudag af The Col- unbia Press, Ltd., )Cor. Sargent Ave. & IToronto Str., Winnipeg, Man. Talsimart N-6327 og N«6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Otanáskrift til blaðsins: TI(E COIUNIBI^ PRE8S, Ltd., Box 3172, Wlnnlpsg. Mai\. Utanáskrift ritstjórans: COiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan. The “LÖKberg” ia printed and ptfblished by The Colutnbla Press, Ldmited, in the Columbia BuildlnK, t*B Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Ottawa þingið, , Þingið í Canada, sem sett var 7. janúar s.l., er eitt það eftirtektaverðasta þing, sem háð efir verið í þessu landi, eða sá hluti þingtímans, sem nú er lið- inn, sem er réttur mánuður. Menn munu minnast þAs, að viðsjár allmil^Iar voru með aðal flokkunum þegar fyrir þing út af því, að báðir þeir flokkar vildu með völdin fara og þótti það ekki undarlegt eftir því sem á stóð. En menn hafa sjálfsagt ekki búist við því, að það yrði enda- laus feluleikur, þetta áfergi um völd og virðingu. Menn vissu, að Meighen og flokkur hans, voru ekki að eins gramir, heldur stórreiðir út af því að iKing-rtjórnin skyldi ekki víkja úr sæti fyrir Meig- hen og liði hans strax að loknum kosningum; en naumast hefir þjóðin vonast eftir því, að hann og lið hans mundi eyða miklu fé og tíma í að berjast um völdin i Ottawa eftir að þingið sjálft hafði dæmt hann frá völdum með atkvæðagreiðslu. Það var ekkeft út á það að setja, þó- Meighen gjörði alt sem í hans valdi stóð til þess að fella, stjórnina, þegar á þing kom, og fá þingið til þess að dæma sér völdin í hendur með meiri hluta at- kvæða. Það var ekkert út á það að setja, þó Meig- hen reyndi með öllu móti að fá bændurna til þess að svíkja stefnu sína 0g loforð til þess að hann með þeirra aðstoð gæti komist í stjórnarsessinn. En þegar að hann gat það ekki — þegar að hann sá og fann, að hann og hátolla-stefna hans var í minni hluta i þinginu’, þá átti hann að láta þar við sitja, og sætta sig við að vilji þingsins—þingræð- ið—réði. En hvað hefir svo skeð? Liðugur mánuður er liðinn síðan að þingið kom saman, og hver ein- asti dagur, hver einasta klukkustund hefir gengið til þess fyrir Meighen og félögum hans, að hefta alla viðleitni stjórnarinnar til nytsamra starfa á þinginu. Hugsun og athafnir Meighens og félaga hans hafa snúíist eingöngu um það, að gjöra verk- efni stjórnarinnar ókleift, svo að hann sjálfur gæti náð völdunum, og það eftir að þingið neitaði honum um þau með atkvæðagreiðslu. Vér vitum, ekki, hvað þjóðin er hugfangin af slíkum skrípaleik. Vér vitum ekki, hvað húh vill borga Meighen og köppum. hans mikið fé, til þess að standa í veginum fyrir öllum þarfamálum þjóð- arinnar, sem bíða afgreiðslu. Vér vitum ekki', hvað lengi hún sættir sig við að umboðsmenn hennar á þingi leiki embætta pólitík í stað þess að starfa að og ráða fram ú%spursmálum þeim, sem úrlausnar bíða, og þjóðinni riður lífið á að afgreidd séu. Er það ekki annars hörmulegt ástand hér í Canada, að þjóðin skuli ekki geta eignast leiðtoga, sem hafnir eru upp yfir þessa embætta pólitík? Er það’ ekki óskaplegt, nú á þessari menningar- og mentaöld árið 1926, að sjá leiðtoga þjóðarinnar fót- um troða ákvæði og vilja þjóðþingsins, til þess eins að sölsa undir sig stjórnarvöldin, ef, hann getur? Er það ekki viðurstygð eyðileggingarinnar að menn, sem trúað er fyrir leiðsögn í opinberum málum þjóðarinnar, skuli ekki vera orðnir svó þroskaðir enn, að þeir láti virðingar og valdagirni sína víkja fyrir sameiginlegum vandamálum þjóð- arinnar? Frá voru sjónarmiði þá hefði það verið sjálf- sögð skylda fyrir Arthur Meighen, eftir að vera búinn að sjá, að hann gat ekki náð meirihluta fylgi á þinginu, að hætta veiðibrellum sínum og styðja flokk þann, hver svo sem hann var, sem meiri hluta atkvæðin hafði, að því að greiða þau mál þjóðar- innar, sem úrslita biðu. Og svo hefði hver hinrra flokkanna átt að gjöra, ef Arthur „Meighen heftii haft fylgi meiri hluta atkyæða á þingi, og bíða þess, að stefnur hans í landsmálum yrði svo vinsælar, að þær njrtu stuðnings meiri hluta þingsins, én ekki vera að þeirri óhæfu að þrengja sér upp á þingið og þjóðina, að eins til þess að ná stjórnarvölduii- um. Honum sjáifum og hátollaliði hans getur þótt 'það þarft verk, en naumast þjóðinni í heild. “Vinur er sá, er til vamms segir” (Framh.) Næsti kaflinn á eftir innganginum hljóðar um “Þjóðarverkefni íslendinga”, og telur höf. bókar- innar það vera, að efla landbúnaðinn. Mörgum mun verða á í fljótu bragði að segja, að þau séu fleiri; en þegar betur er að gáð og or- sök og afleiðingar skoðaðar ofan í kjölinn, þá er því ekki að neita, aði vér erum þar sammála höf- undinum. Verksmiðju iðnaður íslendinga verður í flestum tilfellum að vera af skornum skamti, sök- um hnattstöðu þjóðarinnar, skort á hráefnum til iðnaðar framleiðslu og fólksfæðar. Sjáfarútvegurinn hefir gefið og er að gefa ls- lendingum undursamlegan arð, svo mikinn, að mikill fjöldi þjóðarinar hefir aukið og margfaldað lífskröfur sínar, og vitanlega margir bætt lífskjör sín. Hví má þá þjóðin ekki leggja aðal áherzluna á þann atvinnuveg, þegar hann gefur áreiðanlega mest í aðra hönd? Því má þjóðin ekki verða að fiskimannaþjóð og fandið að fiskiveri? Sökum þess, að fiskiverin og verksmiðju iðnaðarbæir eru átu- mein hinnar hreinu, hraustu og sjálfstæðu íslenzku sálar, eins og þeir eru það í öllum öðrum löndum og hjá öllum öðrum þjóðum, þar sem svo /stórir # partar þjóðanna ala aldur sinn í slíkum þorpum, að áhrifa þeirra gætir að miklum mun á þjóðar- heildina. Það er að sjálfsögðu skylda ,allra stjórna, og þá líka hiilnar íslenzku stjórnar, að Hta eftir <jg efla hinn efnalega hag meðborgara sinna. En skyldan endar ekki þar. Hún hefir jafnvel ekki upptök sín þar, heidur í menningarþroska þjóðar- innar eða þjóðanna. Efnaleg afkoma er ágæt og nauðsynleg talin, sérstaklega nú á tímum. En menningarlegur þróttur er betri og óhjákvæmileg- ur, ef um þjóðarþroska á að geta verið að ræða. Og þroska þann er að finna, ekki að eins hjá hinni íslenzku þjóð, heldur hjá öllum þjóðum," við brjóst náttúrunnar, í bygðunum, þar sem menn anda að sér hinu hreina og hres3andi fjallalofti, treysta krafta sína við heilbrigð skylduverk, — í sveitun- um, þar sem sakleysið býr og við augum manns blasir hin auðuga og fjölskrúðuga náttúra land- anna, — þar hefir lífið verið auðugast og þróttmest frá alda öðli, og verður til daganna enda. Og við þá náttúru og það náttúrulíf er bundið það heil- brigðasta og hraustasta, sem til er í lífi þjóðanna. Og það er þess vegna, að það er öllum hugsandi mönnum og öll\im stjórnum, ef í þeim eru hugsandi menn, svo mikið áhyggjuefni, þegar fólk þyrpist úr sveitum og að sjó, eða í borgir og bæi, eins og átt hefir sér stað til fleiri ára meðal flestra þjóða. Sigurði Þórðarsyni finst, að stjórninni á ís- landi hafi verið mjög ábótavant í þessu atriði, og að hún hafi vanrækt þá brýnustu skyldu, að leitast við að gjöra landbúnaðinn á íslandi svo aðlaðandi og arðsaman, að fólkið héldist í sveitum lndsins og gæti borið þar úr býtum viðunanlegt hlutskifti. Um þetta atriði erum vér höfundinum sam- mála, og það vita allir, sem annars nokkuð vita um landbúnaðinn íslenzka, að honum hefir ekki verið sýndur neitt líkt því eins mikill sómi af stjórn landsins, og honUm ber. Árið 1909 ferðaist sá, er þetta ritar, víða um á Islandi, með fram með því augnamiði að kynnast landbúnaðinum og landbúnaðar tækifærunum þar, og ritaði þá grein um þann í Lögberg, sem síðar var tekin upp í Eimreiðina og eitthvað af Reykja- víkurblöðunum. Og er þar haldið fram þessu sama atriði, sem Sigurður Þórðarson telur þjóðarverk- efni fslendinga; og einnig bent á aðferðir, sem oss virtust beinastai' til þess að leiða landbúnaðarmál íslendinga út úr þoku þeirri, sem þau hafa verið í um þúsund ár; en bentum á á sama tíma, að ó- hugsandi sé að koma landbúnaðinum í lag, nema með ákveðnu fylgi stjórnarinnar. Vér bentum á, að búnaðaraðferðir á íslandi þyrftu að breytast. Menn yrðu að hætta við að reita saman heyafurð- irnar úr sundurslitnum og sárníddum mýrarblettt- um og flytja hann langar leiðir á hestbaki til hey- garða; heldur draga hann saman á einn eða fleiri ræktaða bletti í landareign sinní, sen* hægt væri að ná til með akvegi. Vér bentum og á, að búpen- ingur íslendinga væri rýr, óbættur og gæfi því miklu minna af sér, en búpeningur þeirra þjóða, sem beztan búpening ættu; en að úr því þyrfti að bæta, svo íslendingar gætu staðið hinum jafnt að vígi í samkepninni. En áð því atriði hefir stjórn íslands aldrei gefið neinn gaum, og svo er langt frá því, að um landið er sett innflutningsbann svo ramgjört, að þar kemst ekki einu sinni köttur í gegn. í kafla þeim, er fjallar um lögjafarþingið, seg- ir höfundurinn frá því, að sú saga hafi gengið út frá andatrúarmönnum, að þeir á árinu sem leið (1924) hafi orðið fyrir óvanalegri og merkilegri heimsókn, »— merkilegri, en til þeirra hafði áður komið gegn um stóla eða borðfætur. En það voru allir viðreisnarmennirnir, sem eftir fimtíu ára stjórnar ráðmensku alþingis íslendinga höfðu tekið sér orlof frá öðrum heimi til þess að líta yfir framfarirnar og ráðsmensku þjóðar 0 g þings. Þeir svifu yfii* landið og litu á handaverk manna-*- og fanst þeim ekki meira en svo um framfarirnar, að bændum hefði mátt trúa fyrir þeim, án þess að þiggja þar til opinberan styrk, eða þings fulltingi. Á pólitíkinni gátu þeir ekki áttað sig fýrst í stað, eða öllu heldur á því, hvernig að íslenzkir bændur, sem saman væru komnir il þess að “hjálpa grasi þeirra til að gróa”, létu ginnast til þess að skiftast í marga flojcka, og komast að þeirri niðurstöðu, að allir þessir flokkar vinni í rauninni saman, ■— vinni að einu og sama hlutverkinu, en að skifting þeirra stafi frá því, að þeir hafi skift með sér hinum ýmsu verkefnum til þess að gera þau auðveldari og léttari, — tif dæmis að sjálfstjórnarflokkurinn hefði tekið að sér, að hálda landsmönnum til að nota gæði landsins sem frekast væri unt. Þeir voru í dálitlum efá um hvað langsum flokknum og þversum flokkur ættu að þýða, héldu máske að langsum flokkurinn hefði tekið að sér að líta eftir fram- ræslu skurðum, en þversum flokícurinn með bygg- ingu haugstæða. En hvað bændaflokkur ætti að þýða á bændaþingi, gátu þeir ekki með nökkru móti skilið. En með íhalds og framsóknarflokkun- um sáu þeir ekki að nein störf væru táknuð. Einn þeirra hafði fræðst um, að eitt starf væri það, sem allir flokkar samlöguðu sig um, og enginn einn þeirra mætti framkvæma, en það voru hrossakaup. Jafnaðarflokkur fanst þeim að mundi hafa tekið að sér að jafna eitthvað, helst þúfurnar í ríklnu,-— en þá furðaði stórum á því, að sá flokkur, sem svo mikið og veglegt verkefni hefði með höndum, skyldi ekki hafa nema einn mann á þingi, og fanst að það mundi vart vera menskur maður — hlyti að vera reglulegur þúfnabani; enda sáu þeir til hans, þegar þeir svifu yfir nærsveitir höfuðstaðarins, og þeir sáu að hann var gæddur sál, og segir höfund- ur: “þeir hefðu getað bætt við, nákvæmlega svo mikilli sál, sem útheimtist til þess að vera þing- maður, þeim hæfileika, að látast jafnan stjórnast af einhverju öðru en sannfæringu sinni). Jú, það var bert, að þúfnabaninn var kominn í þ'ingið, þúfnabani ríkisins.” Þeir sáu og mismuninn, sem orðinn var á fjár- lögum ríkisins; — þeir mundu vel, að laun og eftir- laun embættismanna landsins hefðu verið 139 þús- und krónur árið 1875, og laun fyrir önnUr störf í þarfir þjóðarinnar, að meðtöldum ferðakostnaði al- þingismanna, frá 56—57 þús. kr.; en árið 1925 hefði sá kostnaður verið kominn upp í um fjórar miljónir króna á ári, og furðaði þá mikillega á því, að bændurnir íslenzku gætu ekki gjört sér land sitt undirgefið nema að koma upp liði embættismanna, sem sífelt færi fjölgandi, en' er nú 17—18 hundruð manna, auk varaliðs/ Einnig verða þeir varir við, að landið er komið í 22 milj. kr. skuld. Þegar hér var komið sögunni, var sú torfæra á vegi þeirra, að komast að raun um, að verið væri að koma földa verkalýðs af lanflsbygðinni fyrir í höfuðstað landsins, til þess að hann þar temdi sér skurðgröft, á vetrum, og fanst þeim þá, að þeir ættu ekki annað eftir en telja sér trú um, að þeir væru sjálfir gengnir af vitinu. En þá vildi þeim það til, að þeir hittu miðil, seih var flokksleysingi, sem svifti skýlunni frá augum viðreisnarmannanna, svo þeir sáu hlutina eins og þeir eru, og varð þeim það svo þungt mótlæti, að þeir tóku sig upp og höfðu við orð að “vitja íslands aldrei framar.” Kafli sá, er fjallar um stjórn- og réttarfar í landi feðra vorra og höf. nefnir “Sögur af stjórn- ar og réttarfari er lengstur, enda eru þau mál yf- irgripsmikil, og fer höf. þar eins og annars staðar ómjúkum höndum um gjörðir stjórnar, þings og réttvísi. 'Mörg dæmi er þar fram sett, sem svo er frá gengið, að í þeim getur engin vörn verið til. Hann bendir meðal annars á í sambandi við með- ferð stjórnarinnar á opinberu fé, að maðúr einn hefði beðið um fjárstyrk til að kynna sér banka fyr- irkomulag erlendra þjóða. Þingið veitti þessum 1 manni 6,000 kr. Þessi^maður fer SVo með 12 þús, kr. upp á vasann og sest að sem fjársýslumaður í Kaupmannahöfn, og enginn maður minnist á óhæf- una framar. Fossanefndin segir höfundurinn að hafi kost- að þjóðina á sjö árum 79,098.86 kr., og óvíst um gagn það, er hún hafi upnið. — Annar maður hef- ir setið við kjötkatla landsjóðs og hefir verið óvana- lega happasæll á tiltölulega skömmum tíma. Sam- þykt var, að rita skyldi sögu Alþingis tilefni af þúsund ára afmæli þess, og lýst yfir, að kostnaður færi ekki fram úr 5(—10 þús. krónum. Segir höf- undur bókar þessarar, að þingið hafi nú búið svo í haginn, að kostnaðurinn við það hljóti að Verða nær 100 þús. kl. en 10 þús. krónum. — Ásamt þessu far- gani og ótal mörgu öðru, sem minst er á, en hér er ekki rúm til að taka upp, bendir höf. á, að sá liður landsreikninganna, sem um óviss gjöld fjalli, sýni, að útgjöld þau námu 4,848 kr. 79 áu. árið 1901, en árið 1923 eru óvissu gjöldin komin upp í 405,094 kr. 28 au., eða meira en 4 kr. á hvert maVtnsbarn í landinu. Réttvísin í landinu fær líka sinn refsidóm hjá Sigurði Þórðarsyni, og færir hann dæmi fram máli sínu til stuðnings, sem eru þannig, að maður get- ur ekki annað en furðað sig á, að slíkt skuli við- gangast hjá þjóð, sem orð hefir fengið á sig fyrir löghlýðni og wrðingu fyrir réttvísi og lögum. Sem dæmi þess, hve sú dygð hefir fjarað út hjá íslend- ingum, bendir hann á meðferðina á máli ólafs Frið- rikssonar, sem dæmdur var af hæsta rétti í átta mánaða betrunarhússvinnu fyrir brot á*móti vald- stjórninni 0g allsherjar reglu, en kom aldrei í fangelsi, var náðaður án þess að nokkur rök, eða ástæður væru fyrir hendi önnur en þau að flokk- ■ stjórn, alþýðuflokksins skorar á stjórnina að láta konung náða hann og félaga hans, og gjörir dóms- málaráðherra íslands það svona upþ úr þurru, og engin ástæða gefin fyrir tiltækinu. — Annað, sem bent er á, er uppþotið, sem varð á meðan að kaup- deilan stóð yfir árið 1923, og menn vildu hindra fiskiskipin frá að leggja út; varð út af því hark all- mikið. Lögregluþjónar voru hindraðir frá að gjöra skyldu/ sína og meiddir. Mál þetta var rann- sakað og menn urðu uppvísir að hegningarverðu athæfi, en var slept án dóms og laga. — Þriðja dæmið er af konu, sem myrti bróður sinn í Rvík 1923 og var dæmd til lífláts af öllum dómstólum, dómnum svo breytt 1 aéfilangt fangelsi,,og svo náð- uð eftir fjögra 0g hálfs árs betrunarhússvinnu, og gefið í skyn, að það hafi með fram verið gjört til þess, að losna við hana sökum þess; að hún hafi ó- stýrilát verið í fangelsinu. — Fjórða dæmið er af meðferð máls manns þess, er Guðjón Finnsson hét og hvarf vofeiflega, en fanst síðar dauður í sjónum; og satt að segja er saga þessa máls, sem greinilega er sögð í bókinni, svo óskapleg, að vér minnumst naumast að hafa séð aumlegri frammistöðu. Fleiri dæmi minnist höfundurinn á, sem sýna berlega, að réttarfarinu þar heima í höfuðstaðnum er meira en lítið ábótavant, og er það illa farið, þeg- ar menn hætta að bera virðingu fyrir réttvísi og lög- um. Þá er skamt eftir orðið til menningar og sið- ferðisþrota. (Niðurl.) ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash&DoorCo. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HEIMRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK. Souris Lump tonnið 6.50 Rosedale Lump “ 12.00 Vér höfum verzlað með Rosedale kolsíðan vér byrjuðum eldiviðar verzlun vora og alt af eykst salan, sem sýnir a“ð fólki líkar þau. C0NM0RE BRIQUETS tonnið á - - $15.50 Thos. Jackson Si Sons . Eigið Talsímakerfi: B62-63-64 —— ■■■■■■■■ — ■■gii— Us Your Hides Til Sútunar Vér Köfun> stærstu sútunarverksmiðjuna í Vesturlandinu, og sútum Kúðir af yðar eigin nautpeningi og hrossum, fyrir ROBES, HRÁ- HUÐIR, LACE-og AKTÝGJA-LEÐUR. Vér borgum flutningsgjald á öllum Kúðum er súta skal. VÉR GREIÐUM FLUTNINGSGJALD og Kæzta verð á öllum húðum, sem til sölu fást, ef fjórar eru sendar eða fleiri. VÉR HÖFUM VlÐTŒKAN MARKAÐ FYRIR ALL- AR RAW FURS OG GREIÐUM HÆZTA VERÐ. f Skrifið eftir Raw Furs og Tannery Price List, sendið vöruna beint til: Department (29) wheat (itytannery.lt: BRANDON MAN. Kristur eða Þór. FrH. frá bls. 2. S. N. sér það, — sem vitanlega er rétt,—að í þessari kenning Jesú frá Nazaret er fólgið meira en fyrir- gefning í þrengstu merkingu. “Síð- ustu 50 árin,” segir hann, “hefir heimurinn sífelt stefnt að meira frelsi, skilningi, mannúð.” Hann telur mig. fulltrúa Yyrjr þessari stefnii ■— og það vil eg líka vera, þótt af veikum mætti sé það. Þess-1 ari stefnu andmælir hánn harðlega. Hún er farin að gera heiminum tjón, segir hann. Sýo að jiað er þá burt frá frels- inu, skilningnum og mannúðinni, sem vér eigum að stefna, eftir hans kenningu. Það fer' að hafa sína kosti, að vera oröinn gamall. ef jietta á að veröa stefnan, sem sú kynslóð viðurkennir, er nú er að taka við, eins og S. N. fullyröir. I mínum augum, og eg geri ráð fyrir æði margra, mundi lífið verða að samfeldri andstygð, ef slíkar skoð- anir,yrðu ofan á. Hivert er takmarkið, sem S. N. vill keppa að, í staðinn fyrir “frelsi, skilning og mannúð”? Mér skilst j)að vera réttlœti. Um réttlætis- óskirfa er, mér vitanlega enginn á- greiningur. Allir viljum viö rétt- læti. En við, sem eftir skiftingu S. N. heyrum gamla timanum til, og erum erum að “gera heiminum tjón”, höfum enga trú á öðru rétt- læti er^ því, sem styðst við skilning og mannúð. Og sama held eg megi segja um alla heilvita menn. Skiln- ingurinn og mannúöin eru í þeirra augum skilyrði fyrir öllu réttlæti mannanna. S. N. hygst að fá réttlætinu fram- gengt með refsingum. Á Islandi ‘ telur hann orðna svo marga lög- brjóta og illræðismenn, að aðal- nauðsyn þjóðarinnar sé sú, að fá tekið í lurginn á þeim. Þar standi eg og mínir Hkar aðallega sem þrándar götu. Við höfum fengið lífsskoðun almennings til þess að stefna alla að vorkunnsemi. I þessn skálkaskjóli fremji menn sín- ar illgeröir. Og að þessu séu meiri brögð hér en nokkursijtaðar annars staðar. Hér sé ekki hróflað við því, sem annars staöar mundi valda þungri hegningu. Eg héTd ekki, að þetta sé “djúp- hupaðra” en annað í ritgerð pró- feSsorsins. Eg veit ekki, hve mik- ií 'brögð eru að lagabrotum hér á landi. Eg hefi ekki átt kost á, eða ]>á lagst undir höfuð.i að rannsaka j>að mál. Eg hefi haft annað fyrir stafni. Og kviksögur um það efni met eg^ einskis. En þó að eg vissi, að mikið væri um lagabrot, þá væri eg ekki að sjálfsögðu sannfæður um, að það stafaði af refsingaskorti. Eg' hugsa til -Bandaikjanna. Þar er nú svo mikið af glæpurfi, að þjóð- ina hryllir við. Eg las' í einu merku Bandaríkjablaði rétt áður en eg fór úr yesturheimi í haust, að ekki verði raeð réttu sagt, að nú gangi glæpa- alda yfir Bandaíkin; það sé flóö inundation). Moröin ein samsvara 10 morðum á íslandi á árj, eftir því sem eg sá einhversstaðar. Ekki er Ijætta fyrir vorkunnsemi eða refs- ingarskort. Glæpamennimir eru líflátnir, ef í þá næst. Og almenn- ingur manna stendur á öndinni eft- i því að fá illræðismönnunum refs- að. Að hinu leytinu geng eg ekki að því vísu, að vorkunnsemi værj^ um að kenna, J>ó að svo reyndist, sem eg veit ekkert um, að hér væri

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.