Lögberg - 25.02.1926, Side 1

Lögberg - 25.02.1926, Side 1
R O V I N TWK/kTKK ÞESSA VIKU E “The Midnight F!yer’, , Ein hin mesta járnbrautalests melo-drama sem sýnd hefir verið. með CULLEN LANDIS og DOROTHY DEVORfi Ö Ohcr l§. pROVINCF 1 THEATRE lj NÆSTU VIKU BUCK JONES SPECIAL! “The Cowboy and the Countess,, Áreiðanlega sú bezta skemtun sem hægt er að fá um þessar mundir, 39 ARCANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23 FEBRÚAR 1926 B NÚMER 8 Helztu heims-fréttir Canada. Hon. Charles Dunning er að leggja niður embætti sitt sem stjórnarformaður í Saskatche- wan, til þess að gerast járnbrauta- ráðherra í Ottawa. Sambands- stjórnar þingmaður F. N. Darke frá Regina, hefir lagt niður þing- mensku og ætlar Mr. Dunning að leita þar kosninga til sambands- þings. Fer útnefningin fram hinn 16. marz, en kosningin hinn 23. Talið er vafalaust,. að ein- hver verði til að sækja um þing- mensku í Regina á móti Mr. Dun- ning. — Þá er og fullyrt að W.'D/ Euler þingmaður fyrir North Wat- erloo, muni innan skamms verða skipaður verzlunarráðgjafi í Mac- kenzie King stjórninni. * * * Félag nokkurt, sem menn vita enn ekki hvað heitir, enn sem ætl- ár sér að búa til pappír, hefir keypt fimm ekrur af landi í St. Honiface, og er sagt að félagið ætli að byggja þar strax þegar leysir í vor og að vélar þær, sem nauðsynlegar eru' til pappírsgerð- ar verði komnar á staðinn in’nan fárra vikna. Félagið ráðgerir að kaupa meira land þar rétt hjá, en ekki er það afgert enn. Þeir, sem peningana eiga í félagi þessu eru bæði Bandaríkjamenn og nokkrir heimamenn hér í Manitoba. Annað félag;, sem býr til bygg- ingarefni, sem kallað er “þeaver board”, er einnig að gera ráð fyrir að'byggja verkstæði í St. Boniface. Sá bær er að verða mikill iðnaðar- bær þó hann láti ekki sérlega mik- ið yfir sér. • • • f desembermánuði 1925 komu 7,923 Canadamenn heim aftur frá Bandaríkjunum, en sem höfðu verið þar í síðastliðna sex mánuði eða lengur. Á níu mánuðum af ár- inu hafa komið þaðan aftur sam- tals 33,529. Þykir þetta benda til þess að atvinnumál landsins séu að færast í betra horf. Innflutn- ingur fólks til Canada í níu mán- uði af árinu, sem leið, nemur alls 74,115. Þar af voru 31,004 Bretar, 14,988 Bandaríkjamenn og 28,123 frá öðrum þjóðum. ■* * * Hon. J. S. Martin, akuryrkju- málaráðherra í Ontario, segir að bændurnir þar í fylkinu, hafi tap- að miljónum tdollara á þann hátt að kaupa hlutabréf í ýmsum kaup- sýslu- og iðnreksturs fyrirtækjum, sem illa hafi reynst og hrunið um koll þegar minst vprði. Svo mikil brögð eru nú orðin að þessu að stjórnin álítur nauðsyn til bera að hefjast handa og fræða bændurna rækilega í þessum efnum sVo þeir geti lært að gera greinarmun góðs og ills í þessum efnunr. Sem slyend- ur séu þeir féþúfa óhlutvandra manna í þessum efnum. Bændurn- ir séu duglegir að afla fjár en þeir þurfi að læra betur með það að fara. Og nú ætlar stjórnin að kenna þeim það. er í fyrsta sinn sem kona af svert- ingjaættum hefir fengið leyfi til að taka þátt í málafærslustörfum fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. * * * Stórkostlegt snjóflóð féll á lit- inn smábæ í ríkinu Utah í Banda- ríkjunum í vikunni sem leið. Snjór mikill hafði fallið í fullan sólar- hring og ákaflega mikill snjór hlaðist 'isaman í fjöllunum, sem bærin stóð undir. Þegar snjóflóð- ið kom sópaði það öllu með sér sem fyrir varð, braut húsin í spón og kviknaði í sumum þeirralÁlitið er að þetta hafi orðið hérumbil sjötíu manns að bana, auk þess, stm það hefir valdið eignatjóni miklu. Nokkrar manneskjur hafti náðst lifandi úr fönninni. Er þetta talið stórkostlegasta snjóflóð, sem átt hefir sér stað í Klettafjöllun- um. Töluverðra jarðskjálfía varð vart í Santa Barbara, California, og víðar þar suður með strönd- inni, hinn 18. þ.m. Mikil brögð virðast þó ekki hafa orðið að þessum jarðskjálftum, og engu stórkostlegu tjóni hafa þeir vald- ið svo frézt hafi. Þingið í Missouri hefir, með 76 atkv. gegn 32, samþykt lög þess efnis, að komið só í veg fyrir að kendar séu þar í ríkisskólum þær hugmyndir að mennirnir séu koinnir af áýrum. Þingið hefir fallist á samninga viðvíkjandi greiðslu á skuldum fimm ríkja í Norðurálfunni, sem nema alls $595,975,100. Ríkin eru þessi: Belgía, Rumenia, Esthonia, Latvia og Czecho-iSlovakia. Það lítur út fyrir, að Bandaríkjamönnr um gangi furðuvel að semja um skuldir, sem þeir eiga hjá ríkjum í Norðurálfu og innkalla þær. Hvaðanœfa. Tyrkir hafa samið lög, sem leggja fjársekt við því, sem nemur $10.00 að tyrkneskur maður tali annað tungumál, en sitt eigið þar innan ríkis, nema því aðeins að nauðsy beri til. Þessum ákvæðum er sérstaklega stefnt að tyrknesku fólki, sem flust hefir inn i landið frá Grikklandi og er miklu tamara að tala grísku. Slík lög mundu þykja nokkuð ósanngjörn í Vestur- heimi. * * * Stúlkurnar á Þýzkalandi gera sig ekki lengur ánægðar með þeníi- an svokallaða hlaupársdag, sem kemur svo sjaldan og er Istrax búinn þá sjaldan hann kemur. Þeim finst etyœrt of mikið að hafa eina “hlaupársviku“ á hverju ári. Þar, eins og víðar, or kvenfólkið miklu fleira en karlmennirnir síð- an á stríðsárunum. Allir vita hvaða sérréttindi stúlkurnar hafa á hlaupársdag. Líklega líður að því að hvað það snertir verði allir dagar ársins hlaupársdagar. in, fyr en hann fái þá friðarsanin- inga, sem sér líki. Það er enginn skortur á matvælum hjá Abd-El- Krim og liði hans, eða hjá þjóð- flokknum þar í landi. Sykur er það eina, sem þá skortir verulega, af því sem þar er talin nauðsynja- vara til manneldis. Skrifstofa Scandinavian — American línunnar í Winnipeg, hefir fengið tilkynningu um að gufuskipið “Oscar II.” sem fór frá Kaupmannahöfn hinn |1'9. þ. m. og frá Osló hinn 20. og er á leið til Halifax og New York, hafi marga farþegja á fyrsta og öðru plássi, og að þriðja pláss sá alveg fultv Jafnvel þótt mikill hluti far- þegjanna sé að koma til Canada, þá er þetta þó bara byrjuhin á þeim mikla innflutningi fólks frá Norðurálfurihi til Canada í vor og sumar, sem Scandinaviani—Amei- rican línan býst við. Bandaríkin. Það er víðar gott veður þennan vetur, heldur en hér í Manitoba. 1 Oregon er svo milt veður, sum- staðar, t. d. í Albany, að það er alt í sumarblóma og blómskrúði, eins og um hásumar. Snjó er ekki að sjá i hæstu fjallatinduip. * * * Furutré, sem felt var í Langview Wash. var 10 fet að þvermáli í annan endann, en 6 fet og 4 þml. i hinn. Þegar það var sagað, feng- ust úr því 9,000 fet bygginga- timburs. * * * Mrs. Louis K. Thiers er nýdáin, 111 ára að aldri. Gamla konan var lítils háttar lasin síðustu vikuna, en ekki svo mikið ^að álitið væri hættulegt. Annars var hún jafn- an mjög heilsugóð. Kona þessi átti heima í Milwaukee, Wisconsin. * * * Bandaríkjamenn ráðgera að eyða $85,000,000 á næstu fimm árum til að byggia loftför til hernaðar- þarfa. Verða þau með ýmsu móti og sum stærri en áður eru dæmi til.. * * * Violett Anderson heitir svert- ios’.ia kona ein í Chicago. Hún er lögfræðingur og hefir hún í meir en þrjú ár sótt og varið mál fyrir yfirrétti Illinois ríkis. Nú hefir hún fengið leyfi til að sækja og verja mál fyrir hæstarétti Banda- ríkjanna. Hún nýtur þar sömu réttinda eins og t. d. aðrir eins menn og Oharles E. Hughes og .Tohn W. Davis og ekki ólíklegt að hún hafi þar kannské við þá að etja í einhverju stórmálinu. Þetta Bretland. Sagt er að Henry prins, sem er þriðji sönur George V. Bretakon- ungs og Mary drotningar, sé trú- lofaður Mary Scott, og er hún dóttir hertogans af Buccleuch. Blöðin segja, að þau muni “opin- bera” einhvern tíma í -Cor. Her- toginn, faðir þessarar tilvonandi prinsessu, er töluvert vel efnum búinn. Er auður hans talinn að vera fimtán til tuttugu og fimm j miljónir, en þesg þó látið getið, j að ekki muni hann sjáífur vita> aura sinna tal. Hinn 15. þ.m. var opnuð iðnsýn- ing í London, og við það tækifæri hélt Edward konungsefni ræðu,1 sem borist hefir út um hið víð- lenda brezka ríki og viðar. Prins- j inn er nú orðinn hér um bil jafn- góður af því meiðsli, er hann varð fyrir 28. janúar, þegar hann við- j beinsbrotnaði. — H^nn bauð hina útlendu gesti velkomna og sagði, að rátt fyrir það, að Bretar heima ■ fyrir hefðu máske ýmsa illa drauma, þá mundi þó sýningar-1 gestirnir sannfærast um, að Bret- ar héldu áfram iðju sinni. “Við erum ekki á heljarþröminni, og ef það hefir verið borið út, að brezk- ur iðnaður sé að falla í kalda kol, þá er það að minsta kosti, eins og Mark Twain mundi, hafa sagt, “talsverðar ýkjur.” Eg er viss um, að á sýningunni sjáið þið þann iðnað, sem þið viljið kaupa, bæði eins vel unninn og ódýran, eins og nokkurs staðar er að finna. Eg er ekki\sérfræðingur í iðnaði, en eg fiefi ferðast meira en fólk flest, síðustu sjö árin, og alstaðár hefi eg heyrt talað lofsamlega um brezkan iðnað og mikla eftirsókn eftir honum.” .— Prinsinn benti á, að mikið og gott tækifæri væri til að selja brezkan iðnað í Suður- Ameríku. Hvatti hann Breta sterk- lega til að reka iðnað sinn með sem mpstum krafti og fii»a nýj- an markað fyrir hann4 hvar áem væri út um allan heim. John Robertson. brezkur þing- maður tilheyrandi verkamanna- flokknum,,er ný dáinn í Glasgow.J Hann var því sterklega meðmælturj að ríkið tæki kola iðnaðinn í sín-; ar hendur. Mr. Roberson, varj sæmdur heiðursmerki að stríðinuj loknu fyrir það, að stofna sérstak- an sjóð, sem til þess var varið, að^ kaupa pípur og tóbak og senda( hermönnunum. — Fréttir frá Angora segja að meðan Mustapha Kemel Pasha haldi heilsu, þurfi enginn annar til þess að hugsa, að verða for- seti á Tyrklandi/ En það þykir vafasamt að hann þoli mikið leng- ur þá áreynslu, sem hann leggur á sig. Enn heldur hann sér samt ve\ og fer lítið aftur. Hann er ekki mikið austurlenzkur i útliti né at- höfnum. Hann leggur mikið á sig og ýmsarv sögur, sem af honum ganga líkjast mjög sögum um Pétur Mikla Rússakeisara. Á morgnana er hann æfinlega hægur og stiltur og les þá jafnkn eitt- hvað um hermensku Þjóðverja, ef hægt er áð ná í eitthvað af því tægi. * * * Ofviðri stórkostleg hafa gengið í síðustu viku yfir austurströnd Norður-Ameríku og á Atlantshaf- inu. Hafa af því hlotist skaðar miklir bæði á sjó og landi og einn- ig nokkurt manntjón, sérstaklega í stórborgunum. svo sem New York þar sem margt fólk hefir litla vörn gegn kulda og vondum veðrum. Á föstudaginn kom C. P. R: skipið Empress og France til New York og sagði að hundrað feta há alda hefði gengið yfir skipið og gert $80,000 skaða á skipinu og $25,000 á farangri farþegja. Manitobaþingið. Lítið gerist á Manitoba-þinginu, sem að tíðindum sé hafandi. Þing- menn eru enn önnum kafnir við að ræða hásætisræðuna. Þá skeði sá viðburður á þinginu á fimtu daginn var, að Sanford Evans, einn af þingmönnunum frá Win- nipeg og íhaldsmaður, bar fram vantrausts yfirlýsingu gegn stjórninni. Hefir hún verið til umræðu síðan og er enn (mánu- dag). Er vantrausts yfirlýsing þessi.bygð á því, að stjórnin hefir skipað einn af þingmönnunum, og fylgifisk sinn, í embætti, sem launað er með $4,200 á ári, án þess hann legði niður þingipensku. Maður- þessi er W. C. McKinnell og er þingmaður fyrir Rockwood kjördæmið. Embætti þetta er það, að vera formaður nefndar, sem hefir umsjón með sveitafélögun- um St. Vital, St. James, West Kil- donan og Transcona. Taldi Mr. Evans það alveg gagnstætt öllum góðum og gildum brezkum regl- um og venjum, að þingmaður sé skipaður í launaða stöðu. án þess hann jafnframt legði niður þing- mensku, en kosningar gæti hann leitað aftur i kjördæmi sínu, og þetta hefði Mr. McKinnell átt að gerar en ógert látið. Lord Plumer æðsti embættis- maður Breta í Gyðingalandi fær orð fyrir að vera mikill ágætis- maður í sinni stöðu. Það er sagt að hann hafi fult traust allra jafnt í Palestínu, hvort sem þeir eru Mú- hameðstrúar, kristnir, eða Gyðing- ar og öllum þyki vænt um hann.l Hann kynnir sér mjög rækilega á-! standið í landinu og skilur velj hugsunarhátt og þarfir hinna sundurleitu íbúa landsins. Það er liklega eitthvað svipað enn í Jerú- salem, eins og var á dögum post,- ulanna, að þar eru menn af “öll- um þjóðflokkum og tungumálúm.” * * * Per Albin Hansson, sem var kosinn eftirmaður ^Hjalmars Brant ings stjórnarformanns og leiðtoga social-demokrata flokksins í Sví- þjóð, eí að eins fertugur að aldri. líknn er sonur múrara og var svo fátækur í æsku að hann gat ekki notið nema barnaskólamentunar, og þó ekki hennar fullkomlega. Þegar hann óx upp fór hann að gefa‘sig við blaðamensku og stjórn málum. En með áugnaði sínum, gáfum og viljáfestu hefir honum tekist, og það á unga aldri, að ná æðstu völduip hjá þjóð sinni. * * * i Abd-El-Krim er til þess búinn að halda upipi ófriði við Frakka og iSpánverja í heilt ár að minsta kosti og kannské í tvö ár, segir Gordon Channing, sem er brezkur sáttasemjari og hefir verjð að gera tilraunir í þá Att að koma á friði í Moroeco. Þar suður frá er þó fjölmennur /lokkur, sem vill koma á friði og er hann jafnvel fjölmennari heldur en hinn, sem halda vill áfram ófriði. En sá flokkur hefir ekki mikið að segja, því Abd-El-Krim og þans 'fylgj- endur ráða algerlega yfir hernum. Segist hann hafa varalið er nemi nálega fjörutíu þijsundum manna og að sér og sínum mönnum detti ekki í hug að leggja niður vopn- Stúdentafélagið. Það hélt sína árlegu mælsku samkepni á mánudagskveldið var, í Good Templara húsinu, Það má heita, að það sé orðinn fastur vani hjá Stúdentafélaginu, að halda eina slíka samkomu á ári og þá jafnan Seinnipart vetrar eða snemma að vorinu. Einstöku ár hefir þetta þó farist fyrir, af ein- hverjum ástæðum.*. Samkoman á mánudagskvödldið mátti heita vel sótt, þótt ekki væri fult hús að vísu. Það sýnist bæði sanngjalnt og ánægjulegt; að fólk sýndi Stúdentafélaginu þá vinsemd að sækja vel þessa einu samkomp, semTiað heldur á ári og selur að- gang að. Mrs. W. J. Lindal stjórnaði sam- komunni, vel og skörulega, eins og vænta mátti. Byrjað var með því, að þær Miss Long og Miss, Johnson léku á piano. Einnig skemtu, á millhræðanna, með söng og hljóð- færaslætti: Miss Bjarnason, Miss Bardal, Hermann Melsted, Jón Bjarnason os Miss Hermannson. Fór þetta alt vel fram og var góð skemtun, þó mælskusamkepnin væri vitanlega aðal atriðið á skemtiskránni t henni tóku þátt: 1. Miss G. Geir: “Landið helga”— land göfpgra hugsjóna. 2. Svein- björn Ólafsson: “ísland f3(rir út- lenídinga”—að kynna ísland öðr- um pjóðum. 3. Heimir Thor- grímsson: “Wilson forseti. 4. Miss Aðalbjörg Johnson; hún gaf ekki eriudi sínu nafn, en saffði, að tilheyrendurnir gætu sjálfir hugs- að sér nafn fyrir það. Virðist ekki illa til fallið, að nefna það “Þrá”. 5: Ingvar Gíslasonrj “Skáldið Einar Benediktsson”, og 6. Egill Fáfnis: “Hrælog”. Dómararnir voru fimm og var meiri hlutinn prestar, svo ekki þarf að efast um réttdæmi þeirra, gáfu þann urskurð, að Ingvar Gíslason hefði borið sigur af hólmi, og hlaut hann sigurlaunin, sem var medalía, er Stúdentafélagið hafði gefið í því skýni. Einnig verður nafn hans grafið á Brandson-bik- arinn, eins og annara, er bezt hafa gert á mælskufnótum félagsins nú í mörg undanfarin ár. Það er óhætt og sanngjarnt að segja, að mælskusamkepni þessi hafi tekist mjög vel og verið þátt- takendum til sóma, os tilheyrend- um til ánægju. Sumt af því fólki, sem þarna flutti ræður, talar prýðis vel fslenzka tungu. Hins vegar verður því ekki neitað, að hjá öðrum eru nokkrar fnisfellur á meðferð málsins. En það er ekki tiltökumál, þegar tillit er til þess tekið, að það er flest aliíj upp hér í landi og “hefir ei ísland né Eyja- fjörö séð”, en það hefir að tölu- vert miklu leyti “erft okkar sögu og numið vor kvæði”, eins og Stephan skáld hefir komisf að orði. Manni finst miklu meira til um, hve vel þetta unga fólk talaði islenzku, heldur en um smágalla, sem á voru. M'ælskusamkepmi þessi hefir vafalaust aukið álit og vinsældir Stúdentafélagsins og má vænta að fólk gleymi ekki að koma á næstu samkomu félagsins, þó hún verði kannske ekki haldin fyr en eftir heilt ár. Frá Florida. Hr. Árni Eggertsson fasteigna- sali kom heim á miðvikudaginn í vikunni, sem leið úr ferð sinni til Florída. Það er engin nýjung þó Árni Eggertsson fari langar ferð- ir. Hann er þeim alvanur, og hefði líklega verið nefndur “hinn víð- förli,” eins og Þorvaldur, ef hann hefði verið einn af fornmönnum. En til Florida hefir hann ekki komið fyr en nú. Mr. Eggertsson kann frá mörgu að segjá frá Florida sem er sá staður í Vesturheimi, sem fólki nú á dögum verður tíðræddast um. Þangað þyrpist fólkið þessi síð- ustu ár þúsundum. saman, aðallega til að græða peninga — eða tapa þeim, eftir því sem “kaupin gerast á eyrinni.’* Mr. Eggnrtsson fór að heiman 23. nóv. og kom aftur 17. þ. m„ Kom hann við og dvaldi nokkra daga íTivorri leið í Chicago. Þar eru nú synir hans tveir, Grettir og Ragnar og margir kunningjar frá Winnipeg. Heimsótti hann þar ís- lendingafélagið “Vísi”, eins og sagt hefir verið frá áður hér í blaðinu í fréttum frá Chicago. Þótti honum það félag myndarlegt og sá fundur þess, er hann sótti skemtilegur. 1 Florida dvaldi Mr. Eggertsson í tvo mánuði, mest allán tímann í borginni Miami. Fann hann þar þegar nokkra landa vora, og fyrst af öllum Walter Eggertsson frá! Winnipeg og konu hans. Er Walterl Eggertsson fyrsti íslendingur, sem sest hefir að í Miami, svo oss sé kunnugt. Hefir hann þar góða stöðu og Iíður ágætlega. Þar hitti Mr. Eggertsson frænda sinn Ingólf Líndal, ungan mann, sem vérið hefir í Chicago og ætlar þangað aftur áður en langt líður. í Miami voru í vetur þau Mr. og Mrs. Alex Johnson frá Winnipeg. Eiga þar heima tvær systur frúarinnar, sem giftar eru innlendum mönnum. Sagði Mr. Eggertsson að dvölin í Miami hefði orðið sér óendanlega miklu skemtiiegri fyrir það, að þessi hjón voru þar stödd og skyld- fólk þeirra. Mun engin, sem þekkir Mr. og Mrs. Alex Johnson draga það í efa. 1 ' • , Frá Chicago til Miami keyrði Mr. Eggertsson í bíl og urðu hon- um samferða þeir Byrop Tait og Joseph Johnson frá Winnipeg. Sá fyrnefndi vintiur nú þar sera yfir- skoðui\armaður reikninga og liður vel. Joseph Johnson hefir nú fengið til'sín þrjá syni sína. Hyggj- a3t þeir að setjast að í Miami og stunda húsabyggingar eins og hér. Allar líkur taldi Mr. Eggertsson til þess, að Joseph mundi ,þar vel farnast og mundi dugnaður hans og kjarkur ve^ duga honum Jj,ar sem annarsstaðar. Veðrið í Miami sagði Mr. Egg- ertsson að verið hefði meðan hann dvaldi þar, eða frá 15. desember til 15. febrúar rétt ámóta og best væri hér í ágústmánuði. Sá Væri aðal munur veðurs í Florida og California að næturnar væru miklu k^ldari í Cajifornia. Þar væri nauðsynlegt að fara í^fir- höfn á kveldin, ef maður væri úti, og gæta sín vel fyrir mismun hita og kulda. Þess væri miklu minni þörf 1 Florida, því þar væri mun- urinn svo lítill. Landið, sem Mi- ami stendur á, og öll ströndin þar um slóðir, er kóral myndað. Ekki hæft til ræktunar nema með mikl- um áburði. *TöIuvert langt inni í landinu er aftur frjósamt land, sem þó þarf að skera fram og þurka. Það- er skki landið, sem veldur hinu afar háa verði á fast- eignum í Miami og öðrum stöðum ,í Florida, heldur loftið. Þessi staður er líka svo sérstaklega hentugur til vetrarsetu fyrir fólk í austurhluta Bandarikjanna. Það er svo þægilegt að komast þang að á bílum, því Bandaríkjamenn em ekki lengi að búa sér til keýrsluvegi, þar sem þeir vilja hafa þá. v Borgin Miami hefir nú um tvö hundruð og fimtíu þúsundir íbúa Fyrir þremur árum voru þar að eins um tólf þúsund. manns. Fasb- eignasala er sú atvinnugrein, sem þar ber langmest á. Allir tala um að kaupa og seTja fasteignir, og margir gera það. í borginni Mi ami einni er sagt að séu um tutt- ugu og fimm þúsund fasteignasal- ar, sem stunda þá atvinnu að eins. Byggingalóðir eru þar dýrari held- ur en í nokkurri annari borg í Vesturheimi, eða líklega nokkurs staðar í veröldinni. En samt eru þær keyptar og seldar. Húsin í Miami eru flest öll bygð úr múr- steini eða einhvers konar stein- steypu. Hvergi er þar kjallari undir húsum, og hvergi er gert ráð fyrir að þau séu hituð með ofnum eða öðrum eldfærum. Ekki kvaðst Mr. Eggertsson Lincoln sigrihrósandi. Eftir Edwin Markham. Lincoln dó eigi. .— Hann lifir í linkind — blessar oss yfir. — Hann reis, og hóf andans ^ldi Sitt ættland í hærra veldi. Sem lífs, mun hann ávalt leiða Frá lágum hvötum er deyða. — ^ Já, hann gerir hérvist fegri Og heim allan bróðurlegri. •í . I Jónas A. Sigurðsson. Á fæðingardag Lincolns, 12. febrúar, 1926. — vilja ráða handverksmönnum, t.d. smiíium, til að fara til Florida. Þar mundi nægilegt fyrir. Húsa- ekla er þar ekki nærri eins tilfinn- anleg nú eins og verið hefir. Samt er húsaleiga mjög há enn, en að öðru leyti ekki mjög mikið dýrara að lifa þar heldúr en annars stað- ar. í Miami gæti maður t.d. keypt sæmilega máltíð fyrir 50 cents. Gott þótti Mr. Eggertsson að ferðast um Suðurríkin. Þar væri fólk framúrskarandi alúðlegt, gest risið og greiðvikið. Væri sízt of- sögum sagt af gestrisni Sunnan- manna. Víða í Bandaríkjunum kvaðst Mr. Eggertsson hafa orðið þess var, að fólki þar sýndist nú álitlegt að flytja til Canada, sér- staklega til að stunda hér land búnað. Landið væri fyrst og fremst ódýrt og búskapurinn sjá- anlega að færast í miklu betra horf, en verið hefði síðustu árin En þeim suður þar fanst þess ekki vanþörf, að auglýsa Canada bet- ur en gert væri. einn getur látið af hendi til stuðn- ings þessa góða málefnis. A. C. Johnson. Heimssýning kvenna í Chicago 1926. Fólk hér í bænum og annars staðar, hefir efalaust lesið í ís- lenzku blöðunum “Ávarps-bréf” félagsins íslenzka í Chicago, sem nefnir sig “Vísir”, út af fyrirætl- aðri hluttöku fél^gsins í heims- sýningu kvenna, sem þar byrjar þann 17. apríl og endar þann 24. sama mánaðar. Hafði félagið skrifað mér og æskst þess, að eg (fts einhverju leyti reyni til að vekja áhuga ís- lenzks kvenfólks á þessari fyrir- ætlan þess. Leiddi eg Íví þetta 1 tal við nokkrar konur hér og varð þess þá vís, að ávarps- bréf fé- lagsins hafði verið sent hingað til útbýtiiígar og að það var í hönd- um, æði margra. Erindi mitt var því kunnugt þeim, sem eg talaði við. Og nú er svo komið, að kven- fólk hér í bænum, tilheyrandi ýms- Hveitisamlagið. Ráðstefna með erlendum þjóðum. Hinn 16. þ.m. var stór ráðstefna haldin í St. Paul, Minnesota, þar sem fulltrúar mættu ftá hveiti- samlögunum í Canada, ÁstraJíu og Bandarríkjunum. Einnig idætti þar fulltrúi frá samvinnufélags- skapnum á Rússlandi. Það eru níu hveitisamlög vinnandi í Ban- daríkjununj, fjögur í Ástralíu og þrjú í Canada. FuHtoráar fr£ öll- um þessum félögum voru þarna saman komnir og enn fremur full- trúar frá þeirri nefnd, sem hefir það á hendi, að selja hveitið fyrir samlögin í Canada. iÞetta er ef til vyill hin þýðingar- mesta ráðstefna, sem haldin hef- ir verið í mörg ár, frá sjónarmiði akuryrkjunnar. Samvinnu-hug- myndin, hvað snertir sölu korn- tegunda, hefir nú náð slíkum þroska, að slíkur fundur sem þessi, er ekki að eins æskilegur, heldur líka nauðsynlegur. Þessi ráðstefna kynti ér og bar saman þær stefnur og starfsaðferðir, sem ráðandi eru í hinum ýmsu hveitisamlögum, með því augna- miði að finna þá beztu aðferð, sem mögulegt ér til að höndla hið af- armikla hveiti, sem hveitisamlög- in hafa til að selja. Auðvitað er aðstaðan nokkuð mismunandi í hinum ýmsu löndum, svo ekki er við því að búast, að ein aðferð dugi öllum hveitisamlogunum, en enginn efi er á því, að eitt getur þar eitthvað af öðru lært, sem að gagni má koma. Fulltrúarnir frá Ástraliu komu til Vancouver hinn 5. þ.m. og eyddu nokkrum dögum á skrif- stofum hyeitisamlaganna f Cal- um félagsskap, ætlar næstu daga, gary, Alta^; Regina, Sask. og Win- að bindast samtökum með þvi á- J nipeg, Man. Einnig komu þeir á formi, að hjálpa til að hvetja fólk j skrifstofuna í Winnipeg, sem sér til framkvæmda, svo hluttaka is-lum sölu’hveitisins. Þeir létu í lenzkra kvenna í Chicago í þess- ari sýningu, geti orðið því til sóma og þá um leið öllu islenzku kven-< fólki. Aðallega getur stuðningur kvenna hér í Canada verið sá, að senda til sýningarinnar íslenzkar hannyrðir, bæði hér unnar og hejma á fslandi, svo sem: rúm- ábreiður, útsaum allskonar, klæðn- að, blúndur o.s.frv., alt, sem er vandað og vel unnið. Gæti svo ís- lenzka sýningarnefndin, ef hún svo áliti, skift deildinni í sundur þannig, að önnur deildin væri þér- lendar hannyrðir, en hin hannyrð- ir frá íslandi. En þetta er að eins bending. - , Til þess að að gera fólki hæg- ara fyrir með sending þéssara muna, virðist æskilegt, að nefnd kvenna sé hér sett í bænum, sem annist um flutning á þvi, sem fólk góðfúslega viltli senda, og sem sömuleiðis hvetti konur til að verða drengilega við tilmælum félagsins “Vísis.”. Hvert það fyrirtæki, sem frægt getur hina íslenzku kvenþjóð og hina islenzku þjóð, ætti að fá drengilegan stuðning allra; svo þetta fyrirtæki félagsins “Visis” ætti því að fá óskiftan stuðning alls fólks, ekki síður karla en kvenna. Nefndin, sem hér er getið um, er ekki enn þá mynduð. En beðið eftir, að kvenfélögin hér komi sér saman um nefnd. Verður hennar getið í næstu blöðum. Á þessu er nú vakið máls, svo fólk geti haft tíma til þess að yfirvega hvatn- ljós undrun 'Sína yfir vexti og við- gangi hveitis^rtilaganna í Canada og yfir þeim afar miklu áhrifum, sem þau nú hefðu á hveitimark- aði heimsins. “Ákveðin viðurkenning” (Eft- ir Farmers Advocate). Hveitisamlögin í Vestur-iCanada fengu ákveðna viðurkenningu á fundi, sem haldinn var í Winni- peg nýlega, milli Canadian Natio- nal Millers’ Association og Can- adian Co-operative Wheat Pro- ducers. Þar var nákvæmlega rætt um sölu á Canada-hveiti og í ræðu sinni hafði forseti Millers’ Asso- ciation þetta að segja: “Félag vort byrjar í smáum stíl, en vonar, þegar tímar líða, að hafa mikið að gera við hveitisam- lögin í Canada. Við vonum, að þar komi, að við verðum þeirra stærstu viðskiftavinir, þar sem við mölum árlega 100,000,000 bus. af hveitiframleiðslunni í Can- ada. Þetta er hin eftirtektaverðasta viðurkenning,. sem hin stórkost- lega samvinna um hveitisöluna hefir fengið, en sem bændurnir hafa jafnan haft mikla trú á. Það er vanalegt að tala um Danmörku eða Californíu þár sem rætt er um samvinnumál, en á meðal bændanna í Canada höfum við samvinnu félagsskap, sem er stór- kostlegri og gefur meiri vonir, heldur en flest annað af því tagi, sem nokkurs staðar þekkist. Það er tími til þess kominn, að við breytum skoðun vorri á sam- vinn’uhugmyndum, viðvikjandi því ingu félagsins “Vísis” um hluttöku að selja hveitið; tími til þess, að kvenna hér í sýningunni, og eins setja trú í stað efa, framsókn í hins, að ráða við sig hvað hver og; stað íhalds.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.