Lögberg - 25.02.1926, Qupperneq 4
Bls. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
25. FERRÚ.AR 1926
..? iiJUgLlliilJ LLWJf. JB J -L. JHLULUUmL^iL ,LmUU.HliL i-. 1"
erq
Gcfíð át hvepi Fimtudag af The Col-
nmbia Pre**, Ltd., £or. Sargent Ave; &
Toronto Str.. Winnipeg, Man. '
Tal«ii»an N-6327 oe PJ.S328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Ltan&akrift til biaSuns:
Tt(t eOLUN|B!A PRfSS, itri., 3ox 3172. Winnipog, W|an.
Utanéakrift ritstjórana: 0
(OiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpog, *|an.
The "Lösrber*’' ls printed and published by
The Columbla Press, Ldmlted, in the Columbia
*
Building, C*5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Alheims hveitisamlaéf.
Fundur, all-eftirtektaver5ur hefir staðið yfir
undanfarandi 1 borginni St. Paul í Minnesota rík-
inu. Þar hafa setið á ráðstefnu erindsrekar frá
fjórum aðal kornframieiðslu þjóðum heimsins—
Bandaríkjunum, Canada, Rússlandi og Ástralíu, og
verkefni þeirra hefir verið ifó ræða um samtök allra
þessara þjóða i sambandi við kornframleiðslu (sér-
staklega hveitis) og sölu á kornú
Eins og menn vita, hafa kornframleiðendur í
Canada og Bandaríkjunum myndað hveitisamlag
með sér (Wheat Pools). Hefiil sú starfsemi eink-
um miðað að því, að útvega bændum sem hagkvæm-
asta sölu á þessari aðal framleiðslugrein þessara
landa, og óhæjt er að segja, að mönnum hefir orðið
mikið ágengt til betrunar í sambandi við sölu á
hveiti. Samböndin hafa varnað því, að hveitinu
væri dembt á markaðinn á haustin, svo að verðið á
því félli óhæfilega langt niður, og samlagið hefir
líka gjört fátækum bændum kleift að njóta hlunn-
inda þeirra, sem hóflegt framboð hefir í för með
sér, og er það, út af fyrir sig, stór míkill hagur
fyrir alla slíka.
Fundur þessi í St. Paul var til þess að ræða
um að víkka verkahring þessara sámbanda, svo að
hann næði hejst út yfir öll þau lénd, er hveiti fram-
leiða að nokkru marki. Hugmyndin um slíkt sam-
band er víst sú, að ná valdi á sölu á mestu af hveiti
sem selt er.. *
Um þá hugmynd sambandanna skulum Vér ekki
dæma að þessu sinni. Hún er sjálfsagt eðlileg frá
þeirra sjónarmiði, og gæti orðið til ^óðs, ef vel, er
með farið. En bún er stórkostleg—sjálfsagt það
stórkostlegsísta, sem mönnum hefir nokkurn tima
komið til hugar á því sviði — stórkostlegasta félags-
verzlun, sem heimurinn hefir séð ef hugmyndin
kemst í framkvæmd.
En á þessu þingi var ekkert fastráðið í þá átt,
að eins talað rækilega um mögulellcana, sem á því
væru, að mynda slíkt aJheims hveitisölusamba'nd.
Samþykt var þó, að halda slíkum fundum fcem þess-
um árlega áfram fyrst um sinn, og nefnd manna
kosin til þess að hafa stórmál þetta með höndum
fram til næsta fundar. í nefnd þeirri eru: G. W.
Robertson, frá Saskatchewan, S. J. Farmer og C. H.
Burnell frá Manitoba, John Manly frá Oklahoma, U.
S.A., E. RÝDownie frá Kansas og J. A. Scott frá
Norður Dakota., og er C. H. Burnell frá Manitoba
forseti nefndarinnar, en G. W. Robertson ritari.
Þetta er svo þýðingarmikið mál, að óhæfa væri
að láta slíka hreyfingu fram hjá sér fara án þess að
minnaát hennar að einhverju leyti. Eins og gefur að
skilja, er ekki hægt að segja neitt um það, hvernig
að slíkt alheims hveitisamlag mundi gefast, ef það
kæmist á. En hitt er hverjum manni auðséð, að til-
gangur sá, að bæta kjör hveitiframleiðendanna, ef
kostur er á, er lofsverður.
Á undanförnum árum hafa framleiðendurnir
staðið berskjaldaðir fyrir áhrifum auðugra hveiti-
kaupmanna á verð hveitisins sem stundum hafa
verið framleiðendunum til mikils tjóns.
Hveitisamlag, eða hveitisölu samtök á meðal
hveitiframleiðenda í löndum þeim, sem hveitið er
aðallega framleitt í, mundi gjöra slíkt með öllu ó-
kieift, því þá yrði séð um, að aldrei yrði framboð
hveitis á heimsmarkaðinum meira en eftirspurnin
eða þörfin, og þá fengju þændur líka að njóta sann-
verðs á hveiti sínu.
Eitt hefir stundum komið til tals, þegar um
þessa alheims hxeitiverzlun, eða alheims hveitisam-
band hefir verið að ræða, og’ það er, að með því að
koma allri hveitiverzlun í höndur sambandsins, þá.
mætti sprengja upp verð á því. En sú hugsun er
háskaleg. Hver sú verzlun, sem fer að þrengja fólki
til þess að kaupa vörur sinar fyrir meira en sann-
virði, er dauðadæmd, og svo færi óumflýjanlega fyrir
þessu samlagi, ef það reyndi að sprengja upp verð
á hveiti á óeðlilegan hátt. Hitt getur það gjört og á
að gjöra, að vernda bændurna frá því að hveitikaup-
menn eða aðrir, sem ráð hafa á, geti leikið með verð
á hveiti upp og niður eftir vild, — það á að vera afl
jafnvægis í hveitiverzluninni, svo að sá, sem bezt á
skilið og mest hefir unnið til arðsins, fái að njóta
hans. . '
Sýfiingin í Chicago.
Vér höfum verið beðnir að minnast á sýningu
þá, sem fram á að fara í Chicago í apríl n.k. og sem
íslendingar þar hafa ákVeðið að taka þátt í.
Oss þykir naumast rétt að skorast undan að
verða við þeim tilmælum þó á hinn bóginn sé óvíst,
hvdft 'ummæli vor geti orðið málefni því til nokkurs
verulegs stuðnings.
Fyrst og fremst erum vér máli þvi ekki nógu
kunnugir til þess að geta rætt það eins nákvæmlega
og vera ber — höfum ekki fengið eina einu^tu linu
um það frá forstöðumönnum þess, né heldur ósk frá
þéirra hálfu um afskifti af því, og mætti sjálfsagt
kalla það sletttirekuskap af oss að fara að blanda
osyinn í það, ef ekki væri fyrir .ósk einnar eða
tveggja persóna hér í borg, sem forstöðunefnd sýn-
ingarinnar hefir leitað til.
Þegar sýning sem þessi, alheimssýning kvenna,
var haldin í New York fyrir nokkru, leitaði forstöðu-
nefnd íslenzku deildar l^eirrar sýningar, til beggja
vestur-íslenzku blaðanna, og fór þess á leit, að þau
styrktu’ málið. ! Vér tókum þar fram aðal mótbáru
vora gegn þátttöku íslendinga 1 þeirri sýningu <—
oss fanst undirbúningstíminn svo naumur, að naum-
ast yrði hægt að undirbúa íslénzka sýningardeild
svo að hún geti orðið þjóð vorri til verulegs sóma.
Nú er sú ástæða enn ákveðnari í huga vorum,
en hún var þá. Einn einasti mánuður er langt of
stuttur tími til slíks undirbúnings. En um það er
nú ekki til neins að fást, því landar vorir þar syðra
hafa ákveðið þátttökuna og halda henni að sjálfsögðu
áfram, hvort sem hún verður þjóðinni íslenzku til
sóma, eða vanvirðu. ,Hér er því ekki nema um eitt
að ræða fyrir íslendinga, hvar sem þeir eru settir,
og það er að reyna að gjöra það bezta, sem unt er úr
þvi sem nú er orðið."
Það er ljóst hverjum, sem vill hugsa, að enginn
tími er orðinn til samtaka og undirbúnings þessa
máls í sveitum Vestur-íslendinga, eins og þyrfti að
vera tii þess að sýning þessi gæti orðið dálítið full-
komin, og eins að ná sambandi við íslendinga heima.
Það eina, sem líægt er að gjöra, er að skora á alla,
sem muni eiga til þess að~ senda á sýninguna, að
bregða við skjótt oj^ senda þá til nefndarinnar, til
Mrs. W. G. Paul, eða Soffíu Halldórsson, 360 N.
Michigan Ave., Chicago. sem veita mununum mót-
töku og annast um. þá.
Eitt mætti bénda á í þessu sambandi og máli
þessu gæti orðið til stuðnings, og það er að Þjóð-
ræknisþingið, sem saman kemur hér í Winnipeg, láti
si^ mál þetta varða, sem að það að sjálfsögðu gjör-
ir, og veiti sjálft aðstoð þá sem það megnar, og skori
á alla erindreka, sem aðkomandi eru, að beit.a sér
fyrir það í sveitum sinum og fá fólk til að sinna
sýningunni.
Þegar ræða er um slíkt fyrirtæki, sem þetta, —
fyrirtæki, sem snertir sóma heillar þjóðar, þá þarf
að undirbúa það með eins mikilli hagsýni og eins
vel og unt er, svo samvinna og samtök sem flestra
fáist, því með þýí einu mótí er von um, að það geti
orðið hlutaðeigendum til sóma.
Glœpsamlegar athafnir
í Rúmeníu.
Oft fjirðar maður sig á illmensku og grimd
mannanna — furðar sig á því, að menn skuli í svo
mörgum tilfellum þegja yfir því, sem betur má en
halda því, sem ljótara er og óaðgengilegra á lofti, —
furðav sig á að menn skuli vera að kappkosta að fram-
kvæma í verki, það sem hneykslanlegt er og jafnvel
glæpsamlegt, en láta mannúðar og góðverkin ó-
gjörð. -
Fyrir nokkru síðan vorum vér að lesa í merku
tímariti um ástandið í Rúmeníu og brá oss svo mjög
í brún við það, sem þax er sagt frá, að vér getum ekki
orða bundist. Sumum kann að finnast að minstu
máli skifti um, hvað íslenskt blað, eða íslensk blöð
ve^tur í Ameríku segi um viðburði, sem eru að gjör-
ast austur í Rúmeniu. Sjálfsagt. er það satt að vér
náum ekki að hafa áhrif á atburðina sjálfa. En at-
burðirnit ættu að geta haft áhrif á oss, og íslenska
lesendur yfirleitt og er þá takmarki voru náð, að
minsta kosti að nokkru leyti.
Rithöfundur einn ungur og bráð efnilegur í Rú-
meníu að nafni Panait Is^rati, ritar á þessa leið um
ástaiidið í landi sínu í franskt blað: íBöl er það hverj-
um manni, sem ekki er með öllu tilfinningarlaus, að
lésa dagbíoðin í Rúmeníu. Getur nokkur maður not-
,ið svefns næturlangt, með hermdarverk < þau, sem
unnin eru í Bessarabíu í huga, eða fyrir augum?
Verri glæpir hafa aldrei verið framdir, svo, sögur
fari af. Abdul Hamid, rauði soldáninn hefði jafn-
vel blygðarfí sín fyrir þau. Samt er verið að fremja
þau viðvdyr hinnar vestrænu siðmenningar Og á frið-
artímurri. Þau eru frámin af foringjum hersins með
fulltingi stjórnarinnar.
í fangelsunum í Rúmeníu kveða við hróp hinna
saklausu, sem eru að biðja um hjálp. Harmkvæli
þeirra eru á allra vitorði. Samt þegja öll blöð þjóð-
arinnar yíir sannleikanum. Eg er knúður til þess að
segja öllum hinum siðaða heimi frá harmkvælum
hinnar aðþrengdu þjóðar minnar.
Eg skrifa þessar línur á meðan á herrétti stend-
ur í Bucharesb—það er verið áð yfirheyra Morarescu,
einn af kvölurunum í Bessarabíu. Morarescu er liðs-
foringi, og hafa yfirmenn hans orðið að kæra hann
sökum grimdar, ásamt tuttugu öðrum, er hann hefir
nejht til að gjöra vilja sinn með því að hóta þeim
Kvölum og dauða ef þeir óhlýðnuðust. Herrétturinn
er að yfirheyra þessa menn til þess að rétturinn ráði,
en þeir, sem þessar línur lesa, ættu ekki að gjöra
sér ofháar vonir um réttinn, sem rannsókn þeirri fylg-
ir, því þó þessir tuttugu menn, sem mót vilja sínum
tóku þátt í glæpunum séu lokaðir inni í fangaklefum
þá gengur foringinn laus x>g frjáls — slík er réttvísin
í Rúmeníu.
Hverjar eru kærurnar á móti Morarescu? Hann,
ásamt deild hermanna, er hann réð yfir voru sendir
til Dniester árinnar, þar sem fólk frá Ukrainiu, er
flýja varð undan ofríÞfi bolsheviki-stjórnarinnar leit-
aði ínngöngu og hælis í Bessarabíu.
Reglur þær, sem Morarescu setti sjálfum sér^
voru ofur einfaldar. Hann átti að verja landamæri
Rúmehíu fyrir ágangi. Það Yar verkefni, sem gat
orðið arðvænlegt. Hann gaf út skipan um að skjóta
á hvern einasta bát, sem réyndi að fara yfir ána, og
að skjóta alt flóttafólk, sen^stigi fæti sínum á land
tafarlaust. Þannig fullnægði hann skylduverkum
sínum. Eftir að búið var að skjóta fólkið byrjuðu
hans persónulegu framkvæmdir. Það var leitað á
líkunum, þau voru flett klæðum, líkunum hent í ána
en aít fémætt, sem fólkið hafði í för með sér, tekið.
Fyrir ránsféð keypti Morarescu hross frá Ul?rainiu.’'
í sambandi við yfirheyrsluna lætur Istrati sér
nægja að taka upp umsögn blaðanna, sem hdnn segir
þó að séu að meira og minna leyti múlbundin:
/ ,
“Fjárhirðar og verkamenn, sem áður voru í her-
þjónustu á þessum stað, hafa staðfest í réttinum
óhikað og vöflulaust hið glæpsamlega framferði, sem
þeir tóku þátt í við Dniester ána. Þessi vitni hafa
ekki getað sagt söguna alla til þess er hún of löng
og of ægileg. Fólkið var skotið niður í stórhópum,
menn voru barðir og likamir þeirra stórskemdir.
Konur og börn myrt. Hermennirnir grétu eins og
börn og neituðu að skjóta fólk, sem kraup vopnlaust
fyrir framan þá og bað sér griða. En Morarescu
hótaði þeim flengingu og dauða ef þeir ekki fram-
fylgdu skiþun hans, Á borðinu i starfsstofu hans
lá sprengikúla (hand grenade) og þurfti hann ekki
annað en að gjöra sig líklegan til þess að taka hana
upp til þess að menn hans hlýddu því þeir vissu þá
á hverju þeir áttu von.
Einn hermaðurinn kómst svo að orði fyrir
réttlnum.* “Eg hefi tekið á móti eins mörgum högg-
um frá honum og hárin eru á höfði mér..”
Unglingsmaður, sem þátt hafði tekið í þessari
landsvörn við Dniester ána, sagði svo frá: “Við vor-
um búnir að skjóta móður þriggja ára gamals barns.
Hermaðurinn, sem móðurina skaut tók barnið og fór
með það til Morarescu, hann leit á það og mælti: Hef-
irðu ekki skotið þetta “þing” ennþá? Hermaðurinfl
spurði “Hvaða óskunda getur hann gjört?” “Sendu
hann á eftir móðurinni,” mælti Morarescu” V)g her-
, maðurinn drap barnið — að neita var bráður dauði.”
Aðrir, sem í deild Morarescu voru' höfðu sömu
sögu að segja, þeim bar öllum saman un\ að þeim
hefði skilyrðislaust verið skipað að skjóta alla fanga
sem náðust við Dniester. Kveld eitt komu hermenn-
irnir með hópi af fólki, sem var að flýja; á meðal þess
fólks voru margar konur og börn, sem á knjánum
báðu um grið og vernd, en hermenmlhiir skutu' það
alt dautt í fceim stellingum á meðan að börnin hróp-
uðu á feður gína og mæður.
Einn af dómurum réttarins spurði mann einn,
sem í herfylking þessari var, hvort að það væri satt
að hann hefði verið kærður fyrir herrétti. Maður-
inn kvað það vera. Dómarmn spurði hvað honum
hafi verið gefið að sök. “Að neita að skjóta niður1
’ saklaust |ólk,” svaraði maðurinn og baetti við, “eg
hefi ^ngan stundlegan frið fyrir samviskubiti út af
morðum þeim, sem eg hefi nú þegar framið.”
Gyðingakaupmaður einn, Katz að nafni komst í
ónáð hjá Morarescu og skipaði hann að skjóta hann
sökum þess að hann væri í makki við bolsheviki-menn.
Katz-komst undan, í það sinn, en selnna náði Morar-
escu honum og bauðst til að láta hann lausan gegn
fimm þúsunl lei. iGyðingurinn borgaði féð, en Morar-
escu lét taka hann aftur fastan og krafði af honum
meiri peninga. Borgarstjórinn í bænum skarst í mál
Katz og baði um að hann yrði látinn laus, því hann
væri saklaus af kæru’ þeirri, sem að hann var borinn.
Morarescu svaraði með því að taka hljóðfæri, strjúka
með hendinni eftir strengjunum og raula fyrir munni
sér:
“Eg drep þrjá í dag
Eg drep sex á morgun.”
Nóttina eftir var fjórum skotum skotið inn í
klefa Katz en sem hittu hann ekki. Morguninn eftir
kom Morarescu í fangelsið og mælti við Gyðinginn:
“Það var slæmt að þeir ^kyldu ekki drepa þig.”
Þessi maður, Morarescu, er dökkur í andliti, aug-
un hvöss og flóttaleg. Hann er sérlega vel klæddur.
Hann kemur vanalega seint til réttarins og hlustar
á það, sem þar fer fram, með kuldaglotti á vörum.
Hann meðgengur þessa glæpi, en segist hafa framið
þá til þess að bolshivisminn næði ekki fótfestu þar í
landi.
Herrétturinn hefir nú felt dóm í máli þessa
m^nns og fríkent hann.
y --------1-----
Hagtíðindi Islands.
Samkvæmt nýkomnum hagtíðindum frá íslandi
þá nam fólkstala á landinu ' 98,300 í árslok 1924.
Reykjavíkur bær taldi 20,657 íbúa. Fólkstala í bæj-
um nam 33,é31 en í sveitum 64,739 og smærri kaiíp-.
túnum.
Fiskaflinn til okt.loka 1925, eða fyrir 9 mánuði af
ápínu 1925 var 302,888 skpd. og síldaraflinn nam 254,
110 tn. og auk þess selt til bræðslu 146,722 mál og er
það rúmlega tvöfalt meira en aflaðist árið 1924.
Meðalverð á steinsteypuhjisi í ReykjavTk, sem er
8.5x7.2 métrar ein hæð, og portbygt. Krossreist, loft
og gólf úr timbri, útveggir allir þiljaðir innan, með
pappa á milli, húsið strigalagt að innan og málað.
Geymslukjallari án rörlagninga, ^22,590 kr., en fyrir
stríðið kostáði að byggja samslags hús 7,288 kr., en
þegar dýrast var að byggja, 1920, 36,227 kr.
Frá jan. til fyrsta nóv. 1925 námu útfluttar ís-
Ienskar vörur 60,834,507 kr., sem er ígildi 43,291,704
•^gullkróna.
Tollar og útflutningsgjald á aðfluttum vörum
til Reykjavíkur á fyrsta og öðrum, fjórðungi ársins
1925 námu 1,722,243 kr. og er það að mun meira en í
i fyrra, enda var tollurinn í mörgumi tilfellum hækk-
aðir um 25% á þinginu 1924.
Texti yfir verðlagsskrár á íslandi yfir 16 mán-
uði af árinu 1925—1926, er birtur í hagtíðindunum.
Sjá skýrslu þá, sem hér fer á eftiý: ,
Hjónavigslur segja hagtíðindin að hafi verið 552
á árinu 1924. Lifandi fæddir 2,449. Dauðsföll 1440.
Fæddir um fram dána 1009. 64 börn fæddust and-
vana. Af börnum þeim sem lifandi fæddust voru
1263 sveinar ogsll86 meyjar. Af þeim, sem dóu voru
765 karlar, en 675 konur.
Hjónavígslum og xbarn^æðingum hefir farið
stöðugt fækkandi á síðastliðnum árum þó eru hjóna-
vígslur ofurlítið fleiri en þær voru 1923, en barna-
fæðingar.Jærri en þær hafa verið í síðastliðin fimtíu
VERÐLAGSSKRARNAR 1925—26.
Hér fer á eftir yfirlit yfir verðlagsskrá'r þær, sem
gerðar voru siðastliðið haust og gilda frá 16. maímán-
aðar 1925 til jafnlengdar 1926. Er hér te'kið meðaltal
af verðlagi hverrar vöru í öllura verðlagsskránum,
enn'fremur hæsta og lægsta verð á hverri vöru, og
skýrt frá í hvaða verðlagsskrám það kemur fyrir, og
loks er tilgreint í hve mörgum verðlagsskrám hver
vara kemur fyrir.
ÞEÍR SEM ÞURFA
LUMBER
K.AUPI HANN AF
The Empire Sash& Do orCo.
Limited
Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK.
T
Souris Lump tonnið 6.50
Rosedaie Lump “ 12.00
Vér höfum verzlað me?í Rosedale kolsíðan
vér byrjuðum eldiviðar verzlun vora og alt
af eykst salan, sem sýnir að fólki líkar þau.
C0NM0RE BRIQUETS tonnið á
$15.50
Thos, Jackson & Sons
Eigið Talsímakerfi: B62-63-64
Send
Us
Your Hides
Til Sútunar
Vér höfum stærstu sútunarverksmiðjuna í
Vesturlandinu, og sútum húðir af yðar eigin
nautpeningi og hrossum, fýrir ROBES, HRA-
HÚÐIR, LACE-og AKTÝGJA-LEÐUR.
Vér borgum flutningsgjald
á öllum húðum er súta skal.
VÉR GREIÐUM FLUTNINGSGJALD og
hæzta verð á öllum húðum, sem til sölu fást, ef
fjórár eru sendar eða fleiri.
VÉR HÖFUM VÍÐTŒKAN MARKAÐ FYRIR ALL-
AR RAW FURS OG GREIÐUM HÆZTA VERÐ.
Skrifið eftir Raw Furs og Tannery Price List, tendið
vöruna beint til: Department (29) Á
wheat citytannery.lt: BRANDON MÁN
'•Meðal- Hæsta Lægsta
verð verð verð
A. fríöur peningur. kr. kr. kr.
1. 1 kýr, 3—8 vetra, I fardögum . . 349,38 «0.36 Gbr. 283.00 A.-Sk. 18
2. 1 æi\ 2—6 v, loðin og letmbd, í fard. 45.23 f 51.36 Hún. 30.60 ' 18
3. 1 sauður, 3—5 vetra, á hausti . . 51.90- 70.50 Ve. 31.80 — 13
4. 1 sauður, tvævetur, á hausti .... 40.05 49.90 ping. 25.00 13
5. 1 @auSur, veiturgamall, -á hausti .. 32.95 38.75 Mýr. 20.00 — 16
6. 1 ær, geld, á hausti 40.31 46.23 Eyí. * 23.60 — 19
7, 1 ær, mylk, á hausti 28.32 33.29 Skag. 18.30 18
8. 1 áburðarhestur, 6—12v„ í fard. 277.58 400.00 Ve. 224.00 — 19'
9. 1 hfyssa, 5—12 v., í fardögum .. 197.06 254.44 N. Múl. 154.00 — 19
B. Vll, smjör og tólg.
10. 1 pd. hvít ull, vel þvegin 2.41 2.81 N. Múl. 2.00 Ve. 19
11. 1 — mislit ull, vel þevgin* „ 1.55 2.00 Eyf. 1.06 V.Sk. 19
12. 1 — smjör, vel verkað 2.00 2.63 Gibr. 1.58 Hún. 19
03. 1 -— tólg, vel brædd 1.03 1.33 — 0.88 Str. 19
C. Tóvara af ull.
16. 1 por tvTbandsgjaldsokkar 2.43 4.10 Mýr. \1..61 Ping. 4
17. 1 —i sjóV’etlipgB.r 1.45 2.75 Ve. 0.76 Eyf. 11
D. Fiskur. /
22. 1 vætt ealtfiskur 38.41- 46.66 Eyf. 20.00 Str. 11
23. 1 — harðfiskur ..., 49.05 74.29 Gbr. .28.87 Snæf. 3
24/ 1 —< þyrskiingur 39.76 50.75 — 29:30 Barð. 4
25. 1 — ýsa, hert 61.75 64.00 — 39.5« Snæf. 2
26. 1 — hákarl. heirtur 36.79 42.86 Eyf. 31.17 Ping. 4
1 iE. Lysi.
28. 8 pt. hákarlslýsí. .... 3.37 3.50 Str. 3.25 Þing. 3
29. 8 —i sellýsí 3.91 4.88 Mýr. 3.04 — 7
30. 8 — þorskalýsi 4.86 .7.85 Gbr. 2.67 Str. 8
F. Skinnavara.
31. 1 fjórð. nautsskinn 29.45 40.55 S. Múi. 13.50 A.-Sk. 18
'32. 1 — kýmkinn 24.75 35.73 — 9.50 — •18
33. 1 — hrossskinn 18.85 27.90 — 5.95 18
34. 1 — sauöskinn af tvæv. og eldri 16.07 26.20 Gbr. 4.30 — 14
35. 1 — sauðsk. af veturg. og ám 13.25 21.00 S.-Múl. 3.05 — 16
36. 1 —• selsklnn 47.99 87.00 Dal. 5.13 — «
37. 1 lambskinn 0.83 1.30 Hún. 0.57 Arn. 16
G. Ýmislegt.
38. 1 pd. æSardflnn, vel hrelnsaður .. 25.91 29.62 S.-Múl. 22.33 Str. 12
40. 1 fjðrð. fuglafiður J. 20.75 29.17 Mýr. 16.43 Snæf. 7
42. 1 dagsverk um heyannir 9.19 13.00 Ve. 7.10 A.-Sk. 19
43. 1 lambsfóður 12.91 17.91 ísf. 7.40 — 18
wMeöalalin.
A. 1 fríðu 2.59 2.98 Ve. 1.76 A.-Sk. 1»
B. - ull, smjöri og tólg 1.74 2.04 Gbr. 1.45 < 19
C. - tói/öru ' 2.00 4.12 Ve. 0.77 Eyf. 11
n. - fistoi 1.97 2.94 Gbr. 1.31 Hún. 13
E. - lýsi . 0.58 0.96 — 0.38 Str. 13
F. - skinnavöru 1.27 1.75 Barð. 0.49 A.-Sk. 18
1 öllum lamdaurum .. 1.71 2.30 Ve. 1.23 A.-Sk.