Lögberg - 25.02.1926, Page 6
Bls. 6
L.ÖGBERG FIMTUDAGINN,
25. FEBRÚAR 1926
Á metaskálum
lífsins.
Eftir L. G. Moberley.
• '■ ~...............................
9. KAPÍTULI.
Júnídagurinn var hlýr og kyrlátur. Yfir
Mansmere lystigarðinum og ávaxtagörðunum hvíldi
aðdáanleg hitamóða. Enginn vindblær gerði vart
við sig, svo að blöð trjánna lauguðu sig hreyfingar-
laus í geislum sólarinnar þenna dag.
Dóróthea Hernesley, sem sat á stóra hjallanum
við framhlið hússins, leit upp frá bókinni, sem hún
hélt á, og rendi augunum yfir alla þá fegurð, sem
þessi indæli sumardagur framleiddi. Stóra flötin,
með græna grassvörðinn er líktist flaueli, halla’ðist
niður frá hjallanum og líktist stórum rósareit, —
eins og afar mikill mislitur blómadúkur er breiddi
út frá sér undur sætan ilm, í hvert skifti er hinn
blíði júníblær leið yfir hann.
Hinn fyrnefndi eigandi óðalsins hafði elskað
rósir, og á þessari flöt, sem hallaðist til suðurs og
var vernduð fyrir sterkri vindgolu með hárri
þyrnagirðingu, hafði hann með hjartanlegri ánægju
ræktað uppáhalds blóm sín. — Þar voru óteljandi
fallegar rósir, bæði sjaldgæfar og almennpr. Þar
voru hávaxnar rósir, og var hinn grannvaxni bolur
þeirra studdur með stoðum; það var sannarleg unun
að horfa á hinar blómafögru krónur þeirra með
fallega laufinu og við fætur þeirra uxu hinar blóm-
auðugu dvergrósir.
Til beggja hliða flatarinnar voru blómakassar
með glerhlerum yfir, og uppi yfir þeim hékk ara-
grúi af bergflétturósum af öllum mögulegum litum
■— frá dökkrauðum til ljósrauðra og hvítra, frá
gulum til rjómalitra rósa —t allir litir voru sýndir
og í blómakössunum uxu'rósir af öllum litum í ein-
kennilegum ruglingi.
Fyrir neðan þessa fögru flöt, sem lá við að
orsaka sviða í augunum, lá önnur flöt, sem náði
alla leið að girðingu garðsins, og á henni uxu mörg
grönn tré, sem umkringdu hana, yfir þau sá Dóró-
thea hina stóru bithaga og engjar fyrir utan lysti-
garðinn. Og langt burtu í sjóndeildarhringnum
bar hina fjarlægu, bláu hálsa við himininn.
Þetta fagra höfðingjasetur með skuggaríku
veggjunum, er stóll Dórótheu stóð við, var ágæt
afturhlið fyrir drotningu þess, það mundi reynast
erfitt að finna aðra betur viðeigandi. Og ef hinir
horfnu ættliðir Hernesleys fjölskyldunnar hefðu
getað séð hana sitja þarna fyrir framan hið gamla
feðraheimili hefðu þeir eflaust orðið samdóma um,
að hinn núverandi eigandi hefði ekki getað valið
sér fegurri né meira aðlaðandi konu, en hina nú-
verandi lafði Hernesley.
Dóróthea var klædd þunnum, hvítum kjól, sem
átti afar vel við hana. Hin rólega tilvera, er hún
átti nú heima í, og hið kyrláta, friðsamlega líf, laust
við kvíða og bjargræðis áhyggjur, gerði andlit
hennar holdríkara og veitti því fallegri hörundslit
og fjör. Gráu augun hennar voru nú laus við þung-
lyndis svipinn; þau skinu riú svo björt og hrein, sem
þau höfðu ekki gert um langan tíma; og hárið henn-
ar, sem nú var á hverjum degi skrýfað og skreytt
af duglegri herbergisþernu, virtist stundum að
hafa náð glampa sólargeislanna. Það var sem gylt
kóróna á höfði hennar.
“Já, hún var sannarleáa fögur borgarfrú, þess
verð að ráða yfir þessari gftmlu höll, sem var bygð,
eins og hin mikla drotning Elísabet hefði Skipað
fyrir um lðgun hennar. Það hefði glatt sérhvern
listatnann að lita á hana — með gömlu rauðu stein-
veggjunum og hinar stóru þiljuklæddu gluggatóftir.
Rósir sveifluðu sér alstaðar upp eftir veggjum hall-
arinnar; þær gægðust inn um hvern einasta glugga,
og^feygðu hina löngu sveifluarma sína alla leið upp
að reykháfum, og marglitar jurtir vöfðu sig í
sameiningu yfir hliðið inn í garðinn.
Þennan heita, blíða júnídag fanst Dórótheu að
hugur sinn fyltist af aðdáanlegum friði, tilfinning
þessi hafði ekki gert vart við sig um undanfarinn
tíma, síðan gifting hennar með Miles hafði átt sér
stað. Fyrir litlu síðan voru allar hinar kveljandi
spurningar og sjálfsásakanir, sem hún daglega
kvaldi sig með, algerlega þagnaðar.
Var það rétt af henni, að giftast Miles, eða
hafði hún breytt rangt gagnvart honum, sjálfri sér#
og Oliver? Þannig voru spurningarnar, sem hún
kvaldi sjálfa sig með dag og nótt síðan hún giftist.
En í dag var þögn í huga hennar.. Rósailmurinn,
þrastarsöngurinn í runnunum og hið fagra sólskin
sem eins og gýlti bæði hálsana hlíðarnar og dalina,
hafði veitt henni undarlegan frið. Og hin þunga
stuna.i sem skrapp yfir varir hennar, orsakaðist
ekki af kvíða, heldur fögnuði.
‘Þegar alls er £ætt, þá gerði eg aðeins það, sem
eftir minni sannfæringu var rétt,” hugsaði hún.
“Og hafi eg gert rangt — þá er ekki mögulegt, að
bæta úr því nú; og þó þetta hafi verið misgrip, þá
hefi eg aðeins eitt að hugsa um og það er að gera
eifis mikið gagn af lífinu og eg get, eins og nú er
ástatt fyrir mér. En eg get ekki haldið, að það hafi
verið rangt af mér að giftast Miles. Eg hefi gert
hann ánægðan og gæfuríkan, og eg hefi útvegað
pabba dg mömmu lítið en þægilegt heimili, sem
gleður þau svo mikið, og Oliver — Oliver —”
Nú röskuðust hugsanirnar, og þrátt fyrir hita
júnídagsins, fpr þó hrollur um hana.
“Oliver. S‘Á, gæfa Olivers va/ bundin við
dauða Miles.”
Við þessa hugsun greip hræðslan hana aftur,
svo hún nuggaði hödunum saman, er haldið höfðu
á Bókinni.
Hún hafði alt af reynt að hrinda frá sér hugs-
aninni uraj það, sem átti að eiga sér stað; en ein-
stöku sinnum. eins og, á þessu augnabliki, gat hún
ekki varist þessari hræðilegu endurminningu, og þá
fanst henni næstum að hún sjálf væri morðingi.
“Eg vil ekki að Miles skuli deyja. Guð veit að
eg vil það ekki,” hvíslaði hún um leið og hún stóð
upp og gekk hægt ofan flötinatil rósanna. “Hann
er svo ósegjanlega góður við mig. Það er voðalegt
að hugsa sér, — afar voðalegt— að við, Oliver og
eg — bíðum eftir því að —”
Hún hrökk aftur við með hryllingi og flýtti sér
af stað.
“Eg má ekki hugsa um þetta^ Eg má það ekki.
Eg verð brjáluð, ef eg held áfram að húgsa um það.
Eg verð að gleyma þ'ví. Og alt, sem eg á að gera,
er að vera góð við Miles og reyna að gera hann eins
ánægðan og mögulegt er. Já, eg verð að gleyma
þessu og hugsa að eins um að gera hann gæfurík-
an.”
Blóma anganin og hið styrka vilja-afl hennar
færði henni aftur sálarfriðinn, og þar eð maður
hennar kom á þessari stundu gangandi yfir garð-
inn beint á móti henni, heilsaði hún honum bros-
andi.
Augu hans blikuðu af hinni innilegustu ást til
hennar, meðan þau horfðu á hennar fagra andlit,
sem snéri að honum, og hann, sem var svo spar-
samur með ástaratlot, lagði blíðlega handlegg sinn
um herðar hennar. ,
“En hvað þessi dagur er yndislegur,” sagði
hann. “Dagurinp, sem veitir manni sanna gleði.
tMér þykir svo vænt um að þessi síðasti júnímánuð-
ur,4em eg á^eftir að lifa, er svo fagur — og einnig
um það, að eg get lifað hann í samvistum með þér.”
“'Ó, Miles! Þannig máttu ekki tala,” bað hún
innilega og með einkennilegum ákafa, um leið og
hún greip hendi hans og þrýsti hana á milli sinna
handa.
“Eg hefi alt af elskað að horfa hiklaust á sann-
leikann,” svaraði hann og horfði brosandi í sorg-
mæddu augun hennar. “Og þú mátt ekki ætla að
það hindri mig í að njóta fegurðar sumarsins.
Hverri einustu mínútu af sumrinu gleð eg mig yfir,
og þó það sé sú síðasta, sem eg á að lifa.”
“Er það þá eg, sem geri hana bjartari fyrir
þig?” spurði hún, sem vaxð að gera þessa spurn-
ingu sökum áhrifa iðrunarinnar, er hún fann til
fyrir fáum mínútumt síðan.
“Þú skapar himin fyrir mig úr þessu sumri!”
svaraði bann með stillingu um leið og hann nam
staðar, tók alúðlega undir höku hennar og lyfti and-
liti hennar upp að sinu. — “Minstu þess, Dóróthea,
að ef þér finst þessi fórh, sem þú lætur ,í té, of stór,
þá skapar þú með henni fullkominn himinn fyrir
mig!”
Hann laut niður og kysti, kinn hennar og varð
þess nú í fyrsta skifti var, að hún hopaði ekki á hæl
frá honum, sem hún hingað til alveg ósjálfrátt
hafði gert, jafnvel fyrir hans allra minstu ástarat-
lotum. Hann varð svo glaður yfir þessu, að hann
var að því kominn að þrýsta kossi á fögru varirnar
hennar, sem munnur hans hafði enn ekki snert. En
svo varð honum litið í augu hennar, og þar var
eitthvað sem hamlaði honum að gera 'það.
Hann var alt of heiðarlegur að upplagi til þess,
að hann nokkru sinni — ekki einu sinni við smá-
muni — gæti hugsað sér að gera heimild sína gild-
andi gagnvart henni, þegar hann grunaði að það
mundi valda henni vanþóknunar, — og hann fór
þess vegna lipurt og glaðlega að tala um algeng
hluti.
“Eg á nú rauiiar að byrja á morgun að sitja sery
f}rrirmynd fyrir uppdrætti myndar minnar,” sagði
hann. “Þessi alúðlegi og talsvert afvegaleiddi
dráttlistarmaður kom loksins hingað í morgun, og
er sestur að í hvíta húsinu.”
“Eg hélt að hann væri kominn fyrir meira en
mánuði síðan,” sagði Dóróthea. “Systir hans, mín
góða vinstúlka Klara Bevan, varð svo glöð þegar
hún heyrði að hann átti að draga upp mynd af þér.
Hún þakkaði mér svo alúðlega fyrir það, að eg hefði
útvegað honum þetta starf.”
“Já, það verða eflaust nokkrir skemtilegir sam-
fundir,” sagði Miles og hló lágt. Bróðir vinstúlku
þinnar er minsta kosti mjög frumlegur, ungur
maður, hvort sem hann er góður listamaður eða
ekki. Eg kem nú beina leið frá bithaganum, og þar
hitti eg hávaxinn, ungan mann; föt hans héngu um
hann mjög einkennilega, eins og þau væru alls ekki
saumuð handa honum. Hann hafði mikið, svart hár,
og frpmkoma hans ,var hiklaus og mjög viðfeldin.
Hann va>r berhöfðaður og virtist vera mjög utan við
sig.” /
“Viljið þér gera svo vel og bfenda mér á leiðina
til Mansmere?” sagði harin. “Eg á að draga upp
litmynd af Sir Miles Hernesley, og eg vildi helst
sjá hann áður.”
Eg sagði honum hver eg væri, og þá geislaði
andlit hans blátt áfram af ánægju. En hann greip
skyndilega í handlegg mirm og sagði:
“Nú fyrst eg hefi verið svo heppinn að finna
yður, verðið þér að koma heim með mér og segja
mér, hverpig yður líst á síðustu myndina er eg hefi
dregið upp.”
iHann var svo alúðlegur að eg lét hann fara
með mig þangað sem hann vildi? og svo lenturii við
að lokum í litlai hvíta húsinu, hins vegar við beiti-
landið, rétt hjá Handhurst prestssetrinu.”
Dóróthea kinkaði kolli.
“Eg 'kannast vel við það,” sagði hún. “Það
var hús frú Trittoifs. Hún var móðir unga skrif-
arans hjá hr. Soames. Manstu ekki eftir honum
núna?” i
“Jú, hann hafði svo veiklulegt andlit og fölt, og
flögrandi augu. Jú, eg man vel að hann skrifaða
undir erfðaskrá mína í skrúðhúsinu, sem vitni. —
Nú, svo það er hann sem leigir listdráttarmannin-
um mínum hús, þvj eftir því sem eg skildi hr. Bevan,
býr þessi ungi maður nú í borginni.”
“Já, hr. Tritton býr sjálfur í borginni, en leigir
öðrum smáhýsið sitt með húsmunum. Það hefir
hann sjálfur sagt mér. En segðu mér eitthvað um
hr. Bevan, Miles. Er hann ekki undarleg persóna?
Eg hefi aeðins séð hann tvisvar sinnum, og í hvert
skifti fanst mér hann meira og meira undarlegur.”
“Já, eg hefi aldrei fundið hans líka!” svaraði
Miles með sannfséringu. “Hann dróg mig inn í hús-
ið, sem hefir fremur fátæklega húsmunu, og fyrir
framan stórt léreft í dagstofunni stöðvaði hann mig
og sagði:
“Litið þér á! Getið þér híigsað yður nokkra
fullkorimari ‘Nausicaa’?”
“Eg er nú raunar enginn listafræðingur, en eg
segi þér satt, Dóróthea, að eg gat naumast dregið
andan af undrun. 0 hann sagði mér blátt áfram,
að hann hefði komið til mín fyrir löngu síðan til að
draga upp litmynd mína, ef hann hefði ekki þurft
að draga upp eplablómstrin á meðan þau voru feg-
urst.”
“Eplablómstrin? — Hvaða eplablómstur?”
“Ó, — Það er á bakhlið eplablómstra að þessi
kvenpersóna — þessi Nausicaa er máluð, og eg skal
segja þér, góða, að þú verður að fara og sjá þessa
mynd. Maður getur ekki hugsað sér neitt fegurra
en þessi eplablóm, þar sem þau ber við hinn bláa
himin. Og mynd þessarar ungu stúlku, er svo björt
og fögur eins og hún stæði og sæi Odysseus koma
gangandi til sín yfir ávaxtagarðinn.”
“Hver er þessi unga stúlka? Það er þó líklega
engin fegurðarmær úr þessu plássi?” '
“Eg held hún eigi heima hinum megin við beiti-
landið hjá móður sinni, sem er ekkja og heitir frú
Dyson; eg held að það séu mentaðar manneskjur.”
“Þær hljóta þá að hafa komið þangað eftir að
foreldrar mínir fóru þaðan. Þegar við áttum heima
í Handhurst, var litla húsið hennar frú Tritton það
eina í nágrenninu.”
“Já, það er mjög líklegt, því ef þú hefðir eitt
sinn séð persónuna, sem Bevans mynd er af, mynd-
ir þú aldrei hafa gleymt henni,” sagði IMiles ákveð-
inn.
“Við komum svo sjaldan til H/andhurst eða
jafnvel aðeins til þeirrar hliðar; en mér þætti gam-
an að sjá þessa ungu stúlku, sem eftir lýsingu þinni
hlýtur að vera yndisleg; og eg verð að minsta kosti
að sjá myndina hans hr. Bevans. En nær kemur
hann til að byrja á þinni mynd, Miles? Eg þrái að
sjá þína mynd hanga á sínum stað í myndastof-
unni.”
“Hann kemur líklega siðari hluta þessa dags, það
sagði hann að minsta kosti. *En hann talaði alt af
eins og hann væri í sínum draumaheimi, og það er
ekki hægt að vita, hvort hann kemur eða ekki.”
Richard Bevan hepnaðist nú samt að losna úí*
draumalandi sinu, og þegar stóra klukkan sló fjög-
ur, sem var í turni yfir gripahúsum óðalsins, var
hann leiddur inn í hina stóru dagstofif frú Dórótheu.
M,eðan gamli eigandinn lifði, hafði stofa þessi
verið mjög lítið notuð, og þegar Döróthea kom til
Mansmere, va“r hún með sínum gömlu, úreltu hús-
munum, óhrein og vanrækt, meðal hinna óálitleg-
ustu herbergja í heiminum.
iNú var hún samt, fyrir starfsemi hinnar nýju
hallarfrúar, orðin að mjög þægilegum og viðfeldn-
um dvalarstað. Alt, sem Var úrelt og óviðeigandi,
var flutt þaðan, og hinn stóri salur var nú með sínu
samræmandifyrirkomulagi, orðinn mjög aðlaðandi
dagstofa.
Frá glugganum var sama fagra útsýnið yfir flat-
irnar og trjárunnana, eins og frá hjallanum, og þar
voru kikirar, sem beint var að hinum fegurstu blett-
um, svo maður skyldi ekki missa af neinni fegurð_.
Hinir þægilegu lágu legubekkir og stólar, voru
klæddir hinum fegurstu silkivefnaðar dúkum með
ágætum, gömlum skrautmyndum, sem áttu prýðis-
vel við hina háu veggi með eikarþiljum.
Myndirnar, sem héngu hringinn í kring í stof-
unni, sýndu næstum öll hin fegurstu, sólríku héruð
Englands; ein suðurlandamynd, með dökkbláan
himin og haf og yfirburða mikinn gróður var meðal
hinna veggjaskrautanna.
Hringinn um kring á borðunum láu bækur og
mörg mismunandi mánaðarrit, og hvert sem maður
leit, sá maður blóm. Alstaðar voru blóm! f lágum
krúsum, stórum skálum og háum blómakerum |ár
gleri. Dórtóhea var vön að segja, að þar eð hún um
svo langan tíma hefði' þráð blóm, og nú gæti full-
nægt þeirri löngun sinni, þá vildi hún gera það svo
um munaði.
Hiún var alein í stofunni, þegar ungi listamað
urinn kom inn til hennar og hún stóð strax upp til
að bjóða hann velkominn. — Og þar sem hún stóð
fyrir framan hann, gat hann ekki varist því að
hugsa um eina setningu í skáldsögu, sem hann hafði
nýlega lesið: “Það er yndi í öllum hreyfingum
hennar, og það er himinn í augum hennar.”
Hann hafði aðeins séð hana tvisvar sinnum
áður, og í bæði skiftin sýndist honum hún vera svo
föl, þreytuleg ög sorgþrungin — alveg ólík þessari
yndislegu persónu í hvíta klæðnaðinum, sem nú kom
á móti honum. Gráu augun hennar, sem horfðu svo
vingjarnlega á hann, virtust honum sem var að
upplagi rómantiskur eiga hinn blíða móðurlega svip
sem er hin mesta fegurð hverrar kvenpersónu.
“Það gleður mig að þér eruð kominn til þess
að byrja á mynd mannsins míns,” sagði hún, þegar
hún var búin að heilsa honum kurteislega. “Eg
efast ekki um ^ð það megi draga upp góða mynd
af honum, og mynd hans á að hanga k veggnum hjá
myndum forfeðra hans.”
“Já, hann getur orðið ljómandi George riddari
— George riddari, sem berst við drekann.”
Dóróthea lét brún síga.
“Við hvað eigið' þér?”1 spufði hún undrandi.
“Ó, það verður mikilhæf myrld — mikilhæf.”
Bevan stóð upp af stólnum og fór að ganga
fram og aftur um herbergið, hann hallaði höfðinu
ögn til hliðar, og starði fram undan sér með hinum
dreymandi skínandi augum.
“Það væri bæði synd og skömm að mála þenn^
mann í algengum frakka með hátt hálslín. Nei —í
silfurbrynju með sverð í hendi að berjast við hið
vonda — fyrir öllu sem er gott og fagurt — eins og
riddari, sem er skapaður til að framkvæma dygðir ^
og er hafinn yfir hið lága í manninum — þannig á
að mála mynd hans. Að hugsa sér hann í tísku-
klæðnaði tuttugustu aldarinnar >— nei, það er ekki
viðeigandi.”
Dóróthea, sem hlustað hafði á hann með dálít-
ið æstri e/tirtekt, sem í raun réttri skemti henni dá-
samlega, greip nú tækifærið ,til að koma með at-
hugasemd, þegar hann þagnaði allra snöggvast.
“Álítið þér að Sir Miles geti verið fyrirmynd
hins* heilaga Georges?” spurði hún.
^evan nam staðar og starði á hana, eins og
hann hefði gleymt því, a$ hún var í stofunni eða að
hún væri til. /
“Sir Miles—” stamaði hann, — en svo áttaði
hann sig, og með hinu ástúðlegasta brosi bætti hann
við. •
“Já, þér verðið endilega að fyrirgefa mér. Eg
gleymi sjálfum mér svo oft, þegar eg er að tala um
list mína. Eg varð svo hrifinn af honum þegar eg
fann hann úti í haganum í sólskininu og sá hann
eitt augnablik berhöfðaðan. En þér skiljið auð-
vitað hvað eg á við, þegar eg segi að hann ætti að
vera málaður eins og hinn heilagi Geaorge.”
Dóróthea leit hugsandi á hann, meðan myiftin
af manni hennar stóð fyrir hugskotssjónum hennar.
Miles eins/og hinn heilagi George; eins og
hinn fífldjarfí riddari.
Henni hafði aldrei dottið í hug að andlit Miles
væri öðruvísi en svo margra annaía drenglyndra,
vinsamlega brosandi, enskra manna. En nú, þegar
hún heyrði athugasemdir þessa glöggsýna lista-
mann um það, fanst henni hún sjá andlit og per-
sónu manns síns í nýju Ijósi. Og hve undarlegt sem
það er, þá varð hún bæði glöð og stolt yfir því að
verða að viðurkennaj að álit unga mannsins á per-
sónu manns síns var rétt.
Já, það var hreinskilni og staðfesta, sem skein
í hinum gáfulegu, gráu augum Miles; andlitsdrætt-
ir hans voru göfugir, og það var ekkert ógeðslegt
eða ljótt 1 augnatilliti hans.
Réttlæti og sálargöfgi var skrifað á fallega
ennið hans, og kring um munninn — þenna stað-
festulega og laglega munn — var enginn dráttur
sem benti á óstöðugt lundarfar eða slæma lífernis-
hætti. — Munnurinn auðkennist alt af eftir því sem
tíminn líður af lundarfari manneskjunnar; en á
vörum Miles sá maður aðeins nfótaðan rólegan kraft
og riddafalegan kjark. Hún var svp’ niðursokkin í
hugsanir sínar, að nú var það. hún, 'sem hrökk við,
þegar Bevan talaði.
“Þér, sem eruð kona hans, skiljið eflaust hvað
eg meina,”1 sagði hann.
“Já, já, það geri eg,” svaraði Dóróthea áköf.
“Og er eg alveg á sömu skoðun og þér; en eg er
hrædd um —” nú varð augnatillit hennar órólc
— “að maðurinn minn vilji ekki láta mála sig í silf-
urbrynju eins og hinn heilagi George.”
“Það er mjög leiðinlegt,” sagði Bevan, og
stundi, “því þér skiljið eflaust að ipyndasmiðir sjá
alt af miklu meira heldur en hina ytri hlið. Þeir
sjá hina sönnu hreinu persónu sem skín í andliti
manneskjanna.”
“Þáð gldður mig sannarlega að þér eigið að
mála mynd af iMSles,” sagði Dóróthea með óvana-
» legum ákafa. “Því þér segið hreinan sannleika.
Eftir minni skoðun er það mjög mikilsvert, ef mað-
ur getur séð á myndinni hvernig manneskjan er í
raun og veru.”1
Bevan, sem ekki skildi þennan skyndilega ákafa
sem Dóróthea aðhyltist skoðanir' hans með, varð
fremur vandræðalegur, svo Dóróthea flýtti sér að
skifta um efnl. ,
“Má eg ekki sýna yður myndasafnið áður en
við drekkum te?”
“Þér komið líklega einhvern daginn að sjá
‘Nausicaa’ mína — er það ekki?” spurði Bevan án
þess að breyta umtalsefni, meðan hann ^lgdi hall-
ar frúnni. eftir löngum gangi til norðurarms bygg-
ingarinnar, þar sem myndirnar voru. “Eg held að
!Sir Miles hafi litist vel á hana; mér þæti vænt bm
að þér vilduðj sjá hana. Hún er sönn ímynd vors-
ins.”
Hann var aftur kominn í draumaheiminn sinn
og talaði lágt og seinlega, svo Dóróthea gat ekki
varist því að brosa.
“Eg er yður mjög þakklát,” sagði hún vingjarn-
lega. “Mér er mikil ánægja í því að mega koma og
sjá haná hr. Bevan. — Mér þætti líka mjög gaman
að kynnast stúlkunni sjálfri. A8 svo miklu leyti
að eg veit, á hún heima hins vegar við haglendið
ásamt móður sinni.”
“ó'— hún er sú hreinasta og fegursta vatns-
lilja,” tautaði hann.
“Hún hlýtur að vera óviðjafnanlega aðlaðandi,”
sagði Dóróthea alvarleg. “Og nafn hennar er —?”
“Betty! ’Að eins Betty!” svaraði hann með hug-
fangnu brosi, sem fór honum svo vel. “Það er nú
raunar ekki nafn, seyi á vel við jafn sjaldséða feg-
urð. En nú hefir hún það! Betty heitir hún!”
“Miles, við verðum að fara og sjá hina yndis-
legu ‘Nausicaa’ hans hr. Bevans og móður hennar!”
sagði Dcróthea, þegar maður hennar kom til þeirra
í myndastófu dyrunum. “Og nú skulum við sýna
hr. Bevan myndir forfeðra þinna, og komast að
fastri niðurstöðu um, hvernig hann á að mála þig.
Mundi þér líka að láta mála þig í silfurbrynju?”
bætti hún við með spaugandi en þó vingjarnlegu
brosi,
“Nei, aldrei til eilífðar!” hrópaði Miles, um letö
og hann rykti höfðinu til og hló. ‘1Eg mundi líta
aumkunarlega út í brynju. Er ekki mögulegt að
mála mig eins og eg er í hversdagsfötum mínum?”
Miles leit efandi til listamannsins, sem horfði á
hann með þungbúnu, glöggdæmandi augnatilliti.
Sir Miles var klæddur algengum brúnum fatn-
aði, sem átti afbrigða vel við hörunds og hárlit
hans, og gerðu gráu augun hans skýrari og skarpari.
Dóróthea snéri sér; fljótlega að Bevan.
“Já, þér verðið endilega að haga yður eftir vilja
mannsins míns, og mála hann eins og hann stendur
frammi fyrir yður. H»ér verðið að mála hann í
þessum hversdagsfatnaði. Eg kánn best við hann
í honum. Þegaf þú ert í honum, ert þú sjálfum
þér líkastur,” sagði hún við mann sinn,t um leið og
hún sendi honum bros og augnatillit, sem honum
fanst geyma í sér eiithviað nýtt, eitthvað, sem — að
. eins þó fyrir eitt augnablik — kom hjarta hans til
að slá miklu hraðara.
Dóróthea og þessir tveir menn, röltu með mestu
hægð um myndastofuna, um leið og þau' námu staíð-
ar við hverja mynd af hinum fyrverandi eigendiim
Mansmere, og athuguðu nákvæmlega hvern einasta
Hernesley, sem á löngu liðnum dögum höfðu búið
þar. Þeir töluðu um fornöldina, ágæti hennar og
skuggahliðar, hina undarlegu siði hennar og hin
mismunandi skuggaföll málaralistarinnar eftir því
sem tímar liðu. Þau voru einmitt sokkin niður í að
tala um nokkra einkennilega gamla siði, þegar
Bevan alt í einu hrópaði:
“Þetta andlit þarna kannast eg áreiðanlega við.
En hvar hefi eg nú séð það? Eg hefi aldrei komið
hingað fyr, og eg þori að sverja það, að hver einasti
andlitsdráttur er mér kunnugur.”
Myndin, sem þeir stóðu fyrir framan og horfðu
á, sýndi mpnn er var klæddur hreintrúarmanna
hermannabúning. Þunna hárið var strokið laglega
pftur frá lága enninu; hinn gulgrái andlitslitur
hans, langleita , andlitið og litlu sviplausu augun,
bentu ekki á að maður þessi hefði átt aðlaðandi
hæfileika.
“Ætt okkar barðist fyrir löggjafarþingið,” sagði
Miles, “og þessi máður var Ralph nokkur Hernesley,
sem ekki hlotnaðist nein aðdáun fyrir það, að vera
með báðum flokkum. Hann —en þegar eg horfi nú
á hann, Dóróthea, finst mér líka að eg þekki þetta
andlit — líkist einhverjum, sem eg þekki. Hver
getur það þó veriðí — Augu hans minna 'mig á
manneskju sem eg hefi pýlega séð, og sem ekki gat
horft beint í augu neins annars . Og svo þessi gul-
grái andlitslitur.” t '
“Nú veit eg það.” hrópaði listamaðurinn. “Eg
veit ekki hvort við eigum við sama manninn; en
þessi mynd er .nákvæmelga eins og eigandi hússins;
sem eg á heima í, hr. Denis Tritton. Hr. Tritton
hefði getað verið góð fyrirmyrxd þessarar myndar.”
“Tritton? Já, — hamingjan góða, Dóróthea, hr.
Bevan hefir rétt fyrir sér! — Hr. Tritton er alveg
eins og þessi mynd. Maður getur haldið að hún sé
af honum! Nú get eg • skilið hversvegna andlit
Trittons vakti undrun hjá lnér, þegar eg sá hann í
skrúðhúsinu! Eg gat með engu móti munað hvar eg#
hafði séð það áður eða hversvegna eg þekti það svo
vel. N*ú skil eg þetta. Hann er \ilveg eins og þessi
ættingi minn, sem eg get ekki dáðst að.”
“En hvernig getu’: hann líkst einum af forfeðr-
um þínum?” spurði Dóróth.ea, undrandi, um leið og
hún leit af myndinni á þessa tvo menn, og svo aftur
til myndarinnar. “Eg skil alls ekki hvernig Tritton
getur líkst svo nákvæmlega einum af forfeðrum þín-
um?”
V
I