Lögberg - 04.03.1926, Blaðsíða 3
LÖGBElvG FIMTUDAGINN,
4. MARZ 1926.
Bls. S.
gWag—BBBBaBBiaaB«aaagBaaBWMBBaBBBB»ayBBBBmBBHi
Sérstök deiid í b'aðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
a>oaaia«iMHia8igKragm»siiag!a»^gta^gwaa«B
Jörundur.
Saga eftir Jóhönnu Spyri.
(Æskan.)
FYRISTI KAPÍTULI.
Það var ráðið.
Hátt uppi í Alpafjöllunum, drjúgan spöl fyrir
utan hin eiginlegu landamæri sóknarinnar, lá lítið
kot, alveg eitt sér. Lítill og fjörugur Alpalækur
hoppaði fossandi fram hjá kofanum og flýtti sér
ofan í dalinn. Gamall maður, Lúkas að nafni, sat á
trébekk úti fyrir kofadvrunum á heiðbjörtu sumar-
kvöldi og horfði á tunglið í fyllingu, þar sem það var
að renna upp fyrir fjallatindana og breiddi smám-
saman mildan bjarma yfir fjöll og dal.
Hann var víða þektur, gamli maðurinn, því hann
hafði langa æfi verið fylgdarmaður ferðamanna yfir
fjöllin, og þótti bráðduglegur á yngri árum. En nú
voru liðin nokkur ár frá því að hann varð að láta
yngri mönnum eftir þann starfa. Hann var þá bú-
inn að hafa hann á hendi fullan mannsaldur, og hafði
fylgt miklum fjölda manna. Það kom þó fyrir stöku
sinnum enn, að hann lét tilleiðast að fylgja, ef skamt
átti að fara, gæti hann að eins sloppið hjá að bera
bagga; þeir gerðu hann svo miklu mæðnari, en hann
átti að sér að vera.
‘Tíomdu hingað, Jörundur, og lofaðu mér að tala
dálítið við þig!” hrópaði Lúkas til drengs, sem lá á
hnjánum við lækinn og var þar að bisa við eitthvað
og sýndist taka mikið á.
“Já, afi minn, eg skal nú koma!” svaraði Jör-
undur, og flýtti sér að ljúka því, sem hann var að
gera. Síðan stóð hann upp og kom á harða spretti
til afa sins. Kafrjóður var hann í kinnum, þó að
kvöldgolan væri svöl, og af stóru, bláu augunum hans
skein langa leið.
“Afi minn, eg get ekki fengið mylnuhjólið til að
snúast eins og í öðrum mylnum,” sagði hann og
straulfl ljósa lokkinn frá enni sér.
“Komdu og settu' þig niður, drengur minn! Þér
er svo heitt. Eg verð að tala dálítið við þig,” mælti
afi.
Jörundur settist niður á trébekkinn hjá afa
sínum.
“Sjáðu nú, Jörundur, hve tunglið er fagurt
þarna uppi. Svona var það og leit niður til okkar
kvöldið minnilega fyrir 8 árum, þegar eg bar þig
hingað heim á bakinu' eftir að er hann pabbi þinn dó.
Eg gleymi því aldrei, þegar þú komst í fyrsta sinni
inn í stofuna mína. En nú hefi eg nokkuð, sem eg
verð að segja þér, en eg tek það svo ósköp nærri mér;
það snertir okkur báða. En fyrst skulum við syngja
einn af gömlu sálmunum okkar, þú veizt eg hefi svo
miklar mætur á þeim.”
“Á eg ekki að sækja gígjuna mína, afi minn?”
spurði Jörundur. “Mér finst söngurinn láta þá svo
miklu betur í eyrum, þegar eg slæ gígjuna samtímis.”
“Jú, sæktu hana bara, en'komdu fljótt aftur,”
svaraði gamli maðurinn.
Drengurinn hljóp af stað og kom aftur að vörmu
spori og settist við hliðina á afa sínum. Gígjan var
annars fágætt hljóðfæri þar í sveit; hún hlaut að
vera flutt þangað frá öðrum löndum. Jörundur sló
hana dável, enda þótt sláttur hans væri ekki eftir
öllum listarinnar reglum. Afi söng undir með djúpri
og sterkri bassarödd og var auðvitað dálítið skjálf-
raddaður orðinn, og Jörundur söng líka með hljóm-
skærri röddu og sló strengina. Og svona sungu þeir
tvo sálma frá upphafi til enda.
“En hvers vegna erum við að syngja þessa
sálma, afi minn?” spurði Jöfundur. “Þú sagðir áð-
an, að þú ætlaðir að segja mér eitthvað sem snerti
okkur báða.”
“Það á svo að vera,” svaraði Lúkas. “Það er
einmitt svo áríðandi, þegar dugur og djörfung ætl-
ar að rýma fyrir sorginni, að fylla hjartað fögnuði
og trúnað^rtrausti með því að syngja. Þú mátt
trúa mér til þess, að söngurinn hefir hjálpað mér
í gegnum margar þrautir. Við skulum syngja
meira.”
ÍOg það gerðu þeir. Þegar söngnum var lokið,
þá var Jörundur ekki seinn á sér að spyrja:
“Viltu segja mér, afi minn, hvernig á því stend-
ur, að þú syngur við svo mörg tækifæri? Það er svo
skemtilegt að heyra þig segja frá.”
“Það var nú eiginlega dálítið annað, sem eg
ætlaðj að tala um. En fyrst þér er svo ant um að
vita það, þá skal eg segja þér það.”
Það var auðfundið á öllu, að gamli maðurinn
vildi draga það sem mest á langinn að segja frá
því, sem honum lá nú eiginlega rikast á hjarta.
“Það var víst eitthvað fyrir 9 árum, eða ári
fyr en eg bar þig hingað heim,” tók hann loks til
máls. “Eg var á heimleið ofan úr fjöllunum og
átti leið yfir skriðjökul og bjóst ekki við neinni
hættu; á jöklinum lá nýfallinn snjór; hann hafði
fallið daginn áður, og þegar nýfallinn snjór liggur
á skriðjökli, þá er betra að fara varlega, því þar
sannast hið fornkveðna, að “hægra er að tala um
tólf jökla, en gang einn”.— Þegar minst varði brast
fönnin undan fótum mér og eg steyptist niður í jök-
ulsprungu svo djúpa, að mér var ómögulegt að kom-
ast upp af eigin ramleik. Hvað átti eg til bragðs
að taka? Fyrst kallaði eg hvað eftir annað í þeirri
von, að einhver kynni að heyra til mín, en það kom
fyrir ekki. Þá sagði eg við sjálfan mig: “Þú átt
að syngja; það verður hár og óslitinn hljómur.
Komi þá einhver í grend við þig, þá fer hann að
grenslast eftir, hvaðan þessi söngur komi.” Og
svo fór eg að syngja einn af þessum mörgu, gömlu
sálmum, sem eg kann. Við þetta óx mér svo hugur,
að mig fór að langa til að syngja enn meira; og nú
söng eg hærra en áður, því að fyrst var eg svo hug-
deigur, að eg gat ekki tekið á þeim hljóðum, sem eg
hafði til, 'en nú söng eg af öilu' megni og fullri
djörfung. Þá heyri eg mannamál, uppi yfir mér,
sem færist nær og nær, og loks var kaðli kastað
niður til mín og einhver kallaði: “Hnýttu kaðlin-
um yfir brjóstið undir höndunum!”
Eg svaraði: “Já, eg veit, hvernig eg á að að
fara. Takið þið bara í!” Og þeir tóku rösklega i
og drógu mig upp. Þá segir annar af björgunar-
rnönnunum við mig — það voru tveir fylgdarmenn,
sem eg þekti svo vel:
“Varstu orðinn örvita af ótta, fyrst þú fórst
að syngja þarna niðri í gjánni, því að þú máttir þó
vera við því búinn, að bráðum væri úti um þig?”
“Nei, því fer fjarri. Eg var að syngja sálma
og það ætla eg að gera framvegis við mörg önnur
tækifæri meðan mér verður lífs auðið, því að
söngurinn veitti mér þann kraft og djörfung, sem
eg þekti eigi áður, og það var hann, sem dró ykkur
hingað og það varð mér til bjargar.”
Eg söng einn sálminn til og. mennirnir tóku
undir með mér. Þú getur nú víst ekki hugsað þér,
hvernig tilfinningarl mínar voru, þegar eg hélt aft-
ur áfram ferð minni undir himninum heiðum og
víðum og hafði nú traustan grundvöll undir fótum
mér. Og við það að minnast nú þessarar dásam-
legu' björgunar, hefi eg öðlast að nýju fult traust
til föðurhandleiðslu Guðs, og nú hefi eg nóg þrek
til að segja þér það, sem þér er brýn þörf að vita.
Þegar eg bar þig heim til mín, þá hafði eg nóg
þrek til að ferðast um fjöllin og afla mér töluverðs
fjár á sumri hverju. Hún Lena gamla, sem’ á hús-
ið, gætti þín á meðan eg var fjarverandi, til þess
að lækurinn, beljandi og fossandi, hefði' ^ig ekki á
burt með sér, því að þú toldir hvergi nema við læk-
inn og það var engin leið að halda þér frá honum.”
“Eg s'míðaði áðan mylnuhjól, en eg gat ekki
fengið það til að snúast eins og þau eiga að snú-
ast.,” greip Jöundur fram í.
“Já, það er alveg rétt, en það skal snúast. En
heyrðu nú hvað eg hefi að segja þér,” sagði þá Lúk-
as gamli. “Þegar nokkur ár voru liðin frá þ essu,
þá gat eg ekki farið nema hinar styttri ferðir; lang-
ferðirnar urðu mér ofvaxnar, og síðustu árin hefi
eg varla þolað að fara hinar allra styztu. Og það
• hið litla, sem eg hefi dregið saman, er nú á förum;
við urðum líka að lifa þá dagana, sem mér innhent-
ist ekkert.
Lena gamla er líka komin á efri árin og í dag
sagði hún mér, að hún gæti nú ekki komist af hjálp-
arlaust og þess vegna hefði hún í hyggju að bjóða
ungum frænda sínum og konu hans, sem búa niðri
í dalnum, upp hingað til sín. Þau taka því bæði
feginsamlega; en þá er ekki rúm fyrir okkur í kot-
inu og þá sérðu víst, að við megum til að fara. Væri
eg nú eins fleygur og fær og í fyrri daga, þá gerði
það ekki svo mikið til. En hver vill nú veita mér,
gömlum manninum, vinnu? Eg þori ekki einu sinni
að fullyrða, við nein'n, að eg geti int nokkurt starf ^
af hendi, svo að við megi una. Eg vonaði með sjálf-
um mér, að eg gæti hjálpað gömlu Lenu til að hirða
geiturnar og yrkja blettinn í kringum húsið og
fengið svo að búa leigulaust í húsinu, þangað til
þú værir orðinn svo stálpaður, að þú gætir séð um
þig sjálfur. Eg endist ekki lengi úr þessu, svo gam-
all sem eg er orðinn.”
“Já, en eg get víst þegar unnið fyrir mér sjálf
ur, afi minn! Sjáðu bara, eg er næstum því .eins
stór og þú,” sagði Jörundur og tylti sér á tá og
gerði sig svo langan sem hann gat. “Eg get unnið
bæði fyrir mér og þér. Eg ætla að fara undir eins
í fyrra málið og leita mér atvinnu. Lena gamla
lofar þér víst að búa hérna, þangað til eg er búinn
að vinna mér fyrir einhverju kaupi og get komið
heim með dálítið af skildfngum. Eg skal víst borga
henni fyrir það að lofa þér að vera. Eg er viss um
að eg get unnið fyrir kaupi, já, það er eg, afi
minn!”
Gamli maðurinn lifnaði allur við þessar björtu
vonir drengsins litla.
“Já, það er rétt. Vertu alt af hughraustur,
mistu aldrei trúna og traustið á því, að það geti
tekist með Guðs hjálp. Gleymdu.því ekki. Það er
' satt, að þú ert talsvert farinn að togna, enda ertu
bráðum orðinn 12 ára. En þegar eg bar þig hing-
að, varstu, ofur lítill hnokki á 4. ári. Legðu bara
af stað. Lena lofar mér víst að vera hérna fyrst
um sinn. Ef þú færð ekkert að gera, þá kemurðu
heim, aftur og þá skal eg fara með þér.”
“Þegar fólk, sem þekkir mig, veit að eg á ekki
annars úrkosti en að ganga svona 'milli manna,”
bætti Lúkas gamli við, “þá kennir það í brjósti um
mig og lætur mig eitthvað fá að gera, svo að eg geti
unnið fyrir því, sem mér er brýnust þörf á að fá.”
“Má eg hafa gígjuna mína með mér?” spurði
Jörundur.
“Þú átt gígjuna, drengur minn, og ef þú vilt
hafa hana með þér, þá geturðu það bara”, svaraði
afi hans, “en gættu þess, að ‘löng leið gerir litla
byrði þunga’; hún er þung að bera hana til lengd-
ar, og það gæti farið svo, að þú iðraðist þess, að þú
hefðir haft hana með þér.”
“Nei, ekki er eg vitund hræddur um það; hún
gerir mér engin óþægindi, því að ‘létt er ljúft að
bera.’ Og hafi eg hana ekki með mér, þá er eg
hræddur um, að mér verði óbærilegt að vera fjarri
þér, afi minn.”
“Taktu hana þá — hafðu hana um fram alt
með þér”, mælti afi og hafði engin orð um það
framar. — Hann hugsaði með sjálfum sér, að
drengnum kynni að verða huggun að því, að hafa
hana með.
“Það, er fáránlegt hljóðfæri þetta,” sagði gamli
maðurinn og skoðaði gömlu gígjuna í krók og kring.
Jörundur var seztur með hana og sló hana hægt og
hljóðlega. “Ekkert botna eg í því, hvernig þú get-
ur náð þessum hljóðum úr henni. Þú hlýtur að
vera fæddur með þeirri list, því að ekkert hefi eg
getað kent þér í þá átt. En þegar eg var að syngja
og þú varst ekki nema 6 ára, þá var þér hægðarleik-
ur að hitta lagið og svo slóst þú gígjuna og söngst
sjálfur. Og með hverju árinu, sem leið, tókstu svo
skjótum framförum, að mér er það alveg óskilj-
anlegt.”
“Mér þykir svo vænt um gígjuna, afi minn. Að
þér fráteknum, er ekkert, sem eg hefi meiri mætur
á”, sagði Jörundur.
Nú var tunglið, rautt og tignarlegt, komið hátt
á loft; það hlaut að vera komið langt fram yfir
venjulegan háttatíma. Afi stóð þá upp.
“KomdU| nú, Jörundur; þú getur ekki lagt af
stað á morgun, heldur hinn daginn. Það verður
tómlegt og einmanalegt hérna, þegar þú ert farinn
burt.”
“Þú verður að syngja, afi minn, þá glaðnar
víst yfir þér aftur,” sagði Jörundur, um leið og
hann gekk inn á eftir afa sínum. )Frh.)
STÍNA LITLA OG KRUMMI.
Stínu litlu þótti vænt um allar skepnur, en eink-
um fuglana. Á sumrin, þegar hún var að reka kýrn-
ar, fann hún oft fuglshreiður með eggjum í, en
hún gætti þess, að snerta þau aldrei, svo að fugl-
arnir þyrftu ekki að yfirgefa bústaði sína þess
vegna.
Skamt þar frá, sem Stína gekk á hverjum
morgni þegar hún rak kýrnar, hafði krummi bú-
stað sinn í háum hömrum. Þaðan heyrði hún oft
í honum krunkið, og stundum sá hún hann koma
fljúgandi frá hreiðri sínu og hlamma sér niður á
eitthvert holtið rétt hjá sér og krunka mikið, líkast
því sem hann væri að biðja hana að gefa sér eitt-
hvað handa ungunum sínum. Hún hafði líka oft
hugsað um það, en vissi ekki, hvað það ætti helzt
að vera, þangað til einu sinni að henni datt snjall-
ræði í hug.
Pabbi hennar hafði mist hest um sumarið og
hausinn af honum lá úti á skemmuvegg. Nú ætlaði
hún að biðja pabba sinn að gefa sér hausinn til að
færa krumma.
Næsta morgun bað hún pabba sinn um haus-
inn og varð hann strax við bón hennar.
íSvo labbaði Stína af stað á eftir kúnum með
feng sinn undir hendinni, en 'hann var svo þungur,
að hún varð oft að hvíla sig. — Þegar hún kom í
nánd við aðsetur krumma, lagði hún hausinn á eitt
holtið og fór svo heim. Hún bjóst við, að næst
þegar hún kæmi, yrði krummi búinn að færa ung-
um sínum hausinn. En hversu hissa varð hún ekki,
þegar hún sá hausinn liggja kyrran á sama stað og
alveg ósnertan. Þatmig var hann í marga daga,
en alt af aðgætti Stína hann, þegnr hún rak kýrnar.
Svo var það einn morgun, að hún var að reka
kýrnar að vanda, vondauf um að krummi vildi
þiggja krás hennar. En hvað skeður þá^ Þegar
hún nálgast holtið, sér hún 'sex hrafna heldur káta,
vera að hoppa kringum hausinn. Þar var þá
krummi kominn með alla ungana sína. Þá sá Stína
ekki eftir, að hún hafði fært þeim hausinn, þó hann
hefði verið nokkuð þungur að bera hann.
—lÆþkan. Þrándur.
LABBAÐI EG UM LYNGMÓ.
Labbaði eg um lyngmó,
Labbaði eg um lyngmó,
litla sté á grastó,
aðeins hafði eg ilskó,
inn í rist mér flís smó.
ISjálf eg um það sár bjó,
sviðann, mesta úr dró;
hrepti eg verri þraut þó,
þótti mér um þau slys nóg,
eg steptist o’ní steinþró,
á stöllunum mig til blóðs hjó;
rekkja var þar mæld mjó
mér í þeirri nákró.
Hált er oft í haustsjó,
hretið yfir mig fönn spjó,
sálarvitund varð sljó,
vonin mín um lif dó,
mun eg hljóta helfró
hér I vænni svefnró.
Dimma grímu dýr vóg
dagur á björtum ský-jó,
srauk um loftið ljós plóg,
lýsti fögur eygló.
Gall við smalans hvelt hó,
hvattur rakki snjalt gó.
Inst við fjallsins eldstó
ill vættur kalt hló.
Heyrði eg kveina heiðló
hremda valsins ránskló.
En stalla hennar á stað fló
og stefndi út á rúmsjó.
VARÐHUNDURINN.
Einu sinni var varðhundur. Hann var bund-
inn með hlekkjafesti bak við húsið þar sem hús-
bóndi hans átti heima. Þangað komu menn mjög
sjaldan.- Nú höfðu menn gleymt aumingja hund-
inum alveg svo að hann hafði hvorki fengið þurt né
vott í marga daga.
“Voff voff!” sagði hann við sjálfan sig. “Það
er þungt að þola sult, einkum fyrir mig, sem er hund-
inn með hlekkjafesti og get ekki hlaupið um og leit-
að mér að beinum eins og margir aðrir hundar. Ef
eg hefði ekki snjóinn hérna til| þess að sleikja, þá
hlytf eg að vera dauðu úr þorsta. Uppi í húsinu ér
nú líklega veizla; það er svo mikill ljósagangur þar.
Þeir hafa það notalegt, borð og drekk, en eg verð að
svelta, 1 hel. Er þetta fallegt af mönnunum? —
Voff, voff! Þetta eru launin fyrir það, að eg hélt
þjófum og bófum í burtu frá húsinu. Haldið þlð
að eg sé tilfinningarlaus, þó að eg sé hundur? Nei,
eg álít, að margur maður gæti lært mikið af góðum
hundi. — Eg vildi, að eg hefði nú brauðbita eða þá
nokkrar gamlar hnútur. En þarna kémur hann hús-
bóndi minn góður. Hann er líklega með eitthvert
góðgætið handa< mér.”
Hundurinn dinglaði rófunni, ýldi af gleði og
flaðraði með mestu ákefð upp um húsbónda sinn.
En hann lúbarði hann með staf fyrir það, að hann
skyldi hafa veri að gelta og góla svona mikið. Hund-
greyið skreið lúpulegur og sorgbitinn inn í tunnu-
ræfii, sem hann átti að hafa fyrir skýli.
Næsta morgun mundu menn af tilviljun eftir
því, að hundurinn hafði ekkert fengið að éta í marga
daga. Leifum eftir veizluna daginn áður var safn-
að saman í flýti, og húsbóndinn átaldi sjálfan sig
fyrir meðferðina á hundinum daginn áður og fór
nú sjálfur með matinn, handa honum.
ÍHundurinn leit þakklátum augum á húsbónda
sinn, sleikti á honum höndina og féll svo að fótum
hans. Hann var dauður — dauður af sulti.
Þórey Kr. ól. Böðvarsdóttir sendi.
I —Æskan.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor, Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Oíflce tlmar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & atS
selja metSul eftir forskriftum lækna.
Hin bezrtu lyf, sem hægt er aS f&, eru
notuS eingöngu. Pegar þér komiS
meS forskriftina til vor, megiS þér
vera viss um, aS f& rétt þaS sem
læknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Nótre Ilaine and Sherbrooke
Phones: N-7658—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR 0. BJORNSON
216-220 Medlcal Arts Bkig
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office timar: 2—3.
Heimili: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
210-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office Hours: 3—5
HeiipUi: 921 Sherburne St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bidg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augna, eyrna nef og
' kverka sjúkdóma.—Er aS hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Btundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkddma.
Er a!5 hiíta fr& kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: N-6410
Heimiii: 80'6 Victor St.
Stmi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN
724)4 Sargent Ave.
ViStalstlmi: 4.30—6 e.h.
Tals. B-6006
Heimlli: 1338 Wolsley Ave.
Simi: B-7288.
DR. J. OLSON
Taimlæknlr
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-3521
Heimili: Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL
Tannla'knir
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talsími: A-8889
DR. K. J. BACKMAN.
Skin Specialist.
404 Avenue Blk.,
265 Portage Ave.
Office phone A-1091.
Hours: 2—6
Munið símanúmerið A 6483
og pantiS meSöl yCar hj& oss.—
SendiC pantanir samstundis. Vér
afgreiCum íorskriftir meC sam-
vizkuseml og vörugæCi eru öyggj-
andi, enda höfum vér margra &ra
lærdömsrika reynslu aC baki. —
Allar tegundir lyfja, vindlar, ís-
rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl.
McBurney’s Drug Store
Cor. Arlington og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara-
Blóm
með litlum fyrirvara
BIRCH Blómsaíi
616 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur likkistur og annast um út-
farir. AJ’.ur útbúnaCur sá bezti.
Enn fremur seíur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skriíst. Talsími: N-6807
Heimilis Talsíini: J-8302
JOSEPH TAYLOR
Ijögtaksmaður
Heimatalsfmi: St. John 1844
Skrifstofu-talsími: A-6557
Tekur lögtaki bceði húsaleiguskuldir,
veðskuidir og vfxlaskuldir.
Afgreiðir alt, sem að lögum lýtur.
SKRIFSTOFA 252% MAIN ST.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðtngar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
Islenzkir lögfræðingar.
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
Peir hafa einnig skrifstofur aC
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar aC hitta & eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern miCvikudag
Riverton: Eyrsta fimtudag.
Gimll: Fyrsta miCvikudag.
Piney: |>riCja föstudag
1 hverjum mánuCi.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðingur
Hefir rétt til að flytja m&l bæCl
i Manitoba o* Saskatchewan.
Skrlfstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta m&nudag 1 hverjum m&n-
uCi staddur I Churchbridge
DR. ELSIE THAYER
Foot Specialist
Allar tegundir af fótaBjúkdómum,
•vo sem likþornum, lœknaðar fljótt
og vel. Margra ára æfing.
^lslenzka töluð á lœkningastofunni.
Room 27 Steel Block
Cor. Carlton & Portage Tals. A%88
A. C. JOHNSON
007 Confederation Llfe Bldg.
«, WINNIPEG
Annast um fasteigmr minna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundi*.
Srifstofusiml: A-426S
Hússfmi: B-SSM
J. J. SWANSON & CO.
Selur bújarðir. Látið það félag
selja fyrir yður.
611 Paris Buildlng, Winnipeg.
Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLVASON
TEACHEK
of
PI.YNO
Ste. 17 Emllv Apts. Emily St.
Emil Johnson
SERVIOE Ki.ixrruic
Rafmagns Contractlng — Allt-
kyns rafmagsndhöld seld og við
þau gert — Bg sel Moffat og
McClary Eldavélar og hefi þœr
til sýnis d verkstceOi minu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson’s byggingin viC
Young Street, Winnipeg)
Verskst. B-1507. Helm. A-7286
Verkst. Tals.:
A-8383
Heima Tals.:
A-0384
G. L. STEPHENSON
PLUMBER
Allskonar rafmagnsóhöld, svo
straujám, vira, allar tegundlr af
glösum og aflvaka (batteries)
VERKSTOFA: 676 IIOME ST.
Simi: A-4153. fsl. Mynda-stofa.
Walter’s Photo Studio
Kristín Bjamason, eigandl.
290 PORTAGE Ave., Winnlpeg.
Næst blC Lyceum leikhúsiC.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lægsta
verð. Pautanlr afgreiddar bæði
fljótt og veL Fjöibreytt úrval.
Hrein og lipur viðskiftl.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Winnipeg.
Phone: B-4298
MRS. SWAINSON
að 627 SARGENT Ave., Winnlpeg,
hefir ávalt fyrirliggjandi úrvals-
hirgðir af nýtfzku kMeiihöttum.
Hún er cina ísl. konan. sem slfka
verzlun rekur f Winnlpeg. lslcnd-
ingar, látið Mrs. Swainson njóta
vlðsklfta yðar.