Lögberg - 04.03.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.03.1926, Blaðsíða 7
LÍK3BERG FIMTUDAGINN 4. MARZ 1926. Bls. 7. Helga Þorleifsdóttir Thorbergsson, f. 24. nóv. 1861, d. 12. des. 1925. “Miikilla manna Minning lifir, 'Gleymist góð kona. Einn býr ógleyminn Ofar stjörnum Sá karla skóp og konur.’1 Þannig minnist Bjarni Thorarensen móður sinnar, er hann taldi öllum öðrum konum fremri. Heimurinn hefir lengst af haldið á lofti riddara frægð og kostum manna, en hið góða, sem konur vinna, “er grafið með beinum þeirra” (Shakespeare). Þó er það konan, er kveikir ljós heimilanna. Það er hún, er jafnan kennir mönnumim mál kærleikans. Oftast er hún fulltrúi GuSs í heimi mannanna. Hún er trúboði barnanna, hinn fyrsti og bezti. Þjóðirnar myndast hjá móður hnjánum. Söfnuðir kristninnar verða til í herbergi barnanna. Heil- brigt réttlátt samlíf á sitt akuriand á heimilunum. Þar er sáð frækornunum að ættjarðarást, mannást og guðsást. — Því veit eg, að hvað sem vér menn munum eða víðfrægjum og hvað sem oss gleymist, að “einn býr ógleyminn ofar stjörnum” hvað mæður vorar snertir. Ekki verða þau mörg né merk, þessi minningarjorð, er hér fylgja, um þá látnu vestur-íslenzku landnámskonu, sem hér er nafngreind að ofan. Þó var það hún, og hennar húsfélag, er fjmst rétti mér, síðar mínum, hendi og húsaskjól, er eg kom ókunnur til bygðar íslendinga er kend er við Þingvelli. Þótt sú endurminning ætti á ýmsa hátt að gera mér fá eftirmæla- orð auðveldari þá á hið gagnstæða sér stað. Svo verður jafn- an um þá, sem mér eru handgengnir og eg hlýt að kveðja. —Helga heitin var fædd að Gili í Skagafirði, en fluttist á fyrsta ári að Reykjum á Reykjaströnd, vestan Skagafjarðar, gegnt Drangey. — í fyrstu kristni var kirkja að Reykjum. Segir í Grettis sögu, að Grettir og Illugi voru þar greptraðir að kirkju. óvíða mun hinn fagri Skagafjörður sviphreinni en þar. — Á Reykjum dvaldi Helga öll æskuár sín í foreldra- húsum. Voru foneldrar hennar Þorleifur Jónsson og Sigríð- ur Þorergsdóttir, atkvæða og dugnaðar hjón. Var Þorleifur um langt skeið hreppstjóri og í röð fremstu útvegsbænda við Skagafjörð. — Sigríður, móðir Helgu, var frá Dúki, dóttir Þor- bergs hreppstjóra og Helgu, dóttur séra Jóns Jónssonar Reykjalíns, hins eldra, prests á Ríp í Hegranesi. Sá séra Jón Reykjalín var einn sona séra Jóns Þorvarðarsonar, er síðast var prestur á iBreiðabólsstað í Vesturhópi, eða til 1846, er séra Jón Sigurðsson, bróðir Páls alþingismanns í Árkvörn og Ara, fyrra manns móður minnar, fékk prestakallið. Tæplega tvítug gekk Helga að eiga Björn Þorbergsson, son hjónanna á Dúki. Fór hjónavígsla þeirra fram að Reykj- um, 20. júní 1881. En búskap sinn byrjuðu þau að Dúki. Frá Dúki fluttu þau hjón að Fagranesi og bjuggu þar frá 1883— 1887. Þar hafði séra Reykjalín, forfaðir þeirra, þjónað sem prestur nálægt 60 árum áður. Á Fagranesi mistu þau' Björn og Helga 3 sonu á rúmum mánaðar tíma. Eftir þá Jobs-raun festu þau ekki yndi á Fagranesi, og fluttust þaðan til Reykja. Sennilega hefir sorgin, og þá óhagstætt árferði, ýtt undir heimanför þeirra frá fósturjörðinni, þvf 1891 flytja þeir mág- ar, Þorleifur hreppstjóri og Björn Þorbergsson, með alt sitt sifjalið, vestur um haf til Canada. En minnisstætt varð þeim Birni einnig upphaf landnámsins hér. Á fyrsta sólarhringn- um, er þau dvöldu í Winnipeg, andaðist enn eitt barn þeirra. —Hafði dauðinn svift þau 6 börnum á undan andláti Helgu. Til Þingvallanýlendunnar nær þessi vinahópur í marz 1892, og settist að í norðurhluta nýlendunnar. Heitir þar Lög- bergs bygð. Áttu þau þar bólstað um 7 ára skeið. En 1898 fluttu þau bygð sína sunnar, í grend við Churchbridge, og bjoggu þar síðan. Hafa þau hjon gert þar garð sinn frægan. Auk ekkjumannsins, sem er víðþektur hæfileikamamður, lifa Helgu 3 börn þeirra hjóna, öll fædd í Þingvalla-bygð: Þorbergur, Helga iSigríður og Guðrún Jónína. Hefir Guðrún kent tvö síðastliðna vetur í Churchbridge skólanum. Eldri börnin annast bú með föður sínum. öll eru börnin mannvæn- leg og kippir í kyn um gáfur og skörungsskap. Af systkinum Helgu eru 6 á lífi: Kristín, kona Bjarna Pét- urssonar, í Árnesi, Man.; Sigríður, kona Friðriks Friðriksson- ar, Lögberg P.O., Sask.; Guðrún,: kona ólafs Andréssonar, að Lögberg P.O., Sask.; Jóhann Bjarni, kaupmaður og gullsmið- ur í Yorkton og (Winnipeg; Pétur Karl, smiður, í British Col- umbia, og Jón, í La Pas., iMan. — Helga heitin leið um 16 ára skeið, er var V4 æfidaga henn- ar, af þungum og kvalafullum kvilla er dró hana síðast til dauða. Ekki var heldur barna dauði sá, er vikið hefir verið að, móðurhjartanu útgjaldalaus. Er eg hugsa um um líf hinn- ar látnu, finst mér viðeigandi að rifja upp erindi úr öðru við- frægasta erfiljóðinu á slenzkri tungu: Enginn ámælir Þeim undir björgum Liggur lifandi Með limu brotna, Og hraunöxum Holdi söxuðu, Að ei hann æpir Eftir nótum.” Helga sál. var tápmikil og sköruleg kona. Fanst það á í öllu, að henni fylgdi fremur fornaldarþrek en nútíðarbragur. Frábær ráðdeild auðkendi hana. Mér virtist hún sívakandi yfir heill húss síns, barna sinna og ástvina. Heimilið var fé- lagslynt og alþekt að risnu. Þar átti vestur-íslenzk kristni, og forgöngumenn hennar, ávalt örugt fylgi. í merkustu fornsögu íslendinga er frægri fornaldar konu, Bergþóru Skarphéðinsdóttur, lýst þann veg, að hún hafi verið “kvensköru'ngui”! mikill ok drengr góðr.” Eg held að nútiðar- konan, Helga Þorleifsdóttir, er vér nú horfum á eftir, eigi þau ummæli með réttu. Helga sál. andaðist í sjúkrahúsi í Winnipeg, að morgni þess 12. des. 1925. Var einkason hennar viðstaddur. Ao kveldi þess sama dags var lík hennar flutt heimleiðis. Við kveðju-athöfn í Winnipeg flutti séra Hjörtur J. Leó, sem fyr var sóknarprestur hinnar látnu, hjartnæm huggunarorð. Jarðarfarar-dagurinn, 15. desember, var einn hinn feg- ursti skammdegis-dagur, er eg fninnist að hafa séð. Nálega hvert mannsbarn bygðarinnar og margt manna frá fjarlægum stöðum, fylgdu þessari íslenzku landnámskonu frá heimili hennar til kirkju'nnar hennar og hvílustaðarins hinzta. Eihn af mörgum kærleiksvottum við þessa sorgar-athöfn, var fagurlega skreyttur blómsveigur frá kvenfélagi bygðar- innar, er hin látna tilhevrði. Skrautritan gerði frú Stefanía Leó, en séra Hjörtur J. Leó sendi, i nafni kvenfélagsins, eft- irfylgjandi stef, er eg geri1 hér að niðurlags orðum: “Farðu vel! Sofðu rótt! Lýsir gegn um Iíf og hel Sorgin hverfur hægt og hljótt. öldungs sál og blíðu barni Liúft er eftir okkar kynning Bjarmi ljóss frá Drottins arni, Elska’ og geymaþína minning, Vermir hjörtu og himin hvel. Drottinn lýsir dauðans nótt. Farðu vel! Sofðu rótt!” Jónas A. Sigurðsson. Frá Californíu. Öllum þeim, sem alist hafa upp við þá hugsun og venju, að þeir, sem gjöra gott, í hvaða mynd sem er, verðskuldi heiður jafnvel laun frá öllum öðrum; en hinir, sem fremja illverk, verðskuldi fyrir- litningu allra, og að auk viðeig- andi hegningu öðrum til viðvör- unar, hlýtur að veitast örðugt, að1 geta skilið, hvers vegna svo margtj af fólkinu nú á dögum virðist að gjöra lítið úr mismun þeim, sem finst svo alment á hugsun og breytni manna gagnvart öðrum. Aldrei síðan illverknaður var bannaður með lögum, hefir fólkið yfirleitt.sýnt meira umburðarlyndi við þá, sem illverkin fremja, en nú á síðustu tímum, enda fjölgar nú illverkamönnum árlega svo sann- arlega, að enginn mun reyna til að bera á móti því, og tilfinning- ar fjöldans eru að smá sljófgast fyrir mismuninum á réttu og röngu eftir því er virðist, aumka þá, sem illverkin fremja, gjöra' sér ljótar grýlur úr, ef um líflátsbrot er að ræða, og yfir höfuð óska og vona, að sá seki komist sem létt- ast út úr sekt sinni. Svo koma dómstólarnir, og um þá verður það vægast sagt, og þeir munu' oft- ast reyna að gera svo skyldu sína, að ekki verði um kvartað en á hina hlið munu þeir oftast eins og f jöld- inn, gleyma að draga línuna skýrt, sem aðskilur réttlæti og rang- læti. Svo kemur nú fyrirgefn- ingar nefndin, hvort sem hún er einn eða fleiri, og þar kastar nú tólfunum. Hér í Californíu eru eftir þjark og þref í því máli nýlega, er full- yrt, að til jafnaðar muni saka- menn hér úttaka einn mánuð af þeirri eins árs fangelsisvist, sem þeim hafði verið dæmd. — Ekki að furða, þó að fangelsin verði ekki mjög hræðileg bófunum. En um leið er hér ef til vill um talsverða afsökun að ræða þegar til greina er tekið, að ef hver saka- maður, sem til fangelsisvistar hef- ir verið dæmdur, væri þar sinn fulla tíma, þá þyrfti að fjölga fangelsunum eða stækka þau sem til eru, með óheyrilegum kostnað- arauka fólkinu yfir höfuð. Svo um tvent er að velja að eins, það, að sleppa þeim út, sem fyrir eru, eða halda þeim fullan tímann og borga kostnaðinn. Nýskeð hefir hér á landamær-j um California og Mexico komið fyrir nokkuð sem er að vísu mjög' andstyggilegt um að lesa eða í frá- sagnir að færa en um leið þes8 vert, að eftir því sé tekið, og alls' ekki að taka fyrir að það, heyrt' og lesið af flestum fjær og nærj geti orðið viðvörun til ýmsra, sem1. aðvörunar þarfnast, að fara gæti-1 lega og reyna sem oftast að sjá um' sig sjálfa og þá, sem stóla upp' á þá. Líka brýtur það í bág! við það vanalega, á þann hátt, að hinnr seku eru settir á metaskál-J ar réttlætis og ranglætis og þar' fundnir allir ranglátir og því| kastað á sorphaug alls ódæðis, ald-' ei framar að geta útatað saklausa' með því argasta, sem hægt er að hugsa sér að ráði hugsun þeirra verstu, og þetta er framkvæmt! fljótt og greinilega, ekki í laga-| leysi eða hefndar skyni og afí reiði, en samkvæmt lögum og landsvenju þess rikis, sem við það; hefir að sýsla, sem er Mexico. Og' eg fullyrði að Bandaríkin, með öllum sínum yfirburðum yfirj Mexico, hefir þar af talsvert að læra, og fólkið í Bandaríkjunum, sem virðist alment fordæma líf- látshegningu, fyrir hvaða glæp sem er, ætti ekki að fá taugaó- styrk, þó Mexicomenn hugsi og breyti nokkuð á annan veg, þegarj um svona ódæði er að ræða. Mun-| urinn er samt sá, að í Bandaríkj- unum mundu þessir menn hafa’ fengið Clarence Darrow eða hans] lika til að flækja og tefja málið.í máske að sanna þá vitskerta, og því að eins dæmda í stutta fanga- vist til lækninga, og þaðan hefðu þeir svo farið út heilir heilsu eft- ir stuttan tíma. Sagan er í stuttu' máli þessi, dregin saman í styttra form eftir! frásögn Los Angeles Examiner,1 sem er eitt af blöðum William Ran-] dolph Hearst, sem margir munu kannast við. Blöð hans öll, eru á-j litin reglulegir sporhundar á'leið-( um glæpamanna um öll Banda- ríkin, og spæjarar þeirra hafaj margan bófa höndlað, jafnframt og verðlaun frá Hearst og han* félögum hafa oft ráðið úrslitum um erfiða undankomu margra1 GÆT VEL HEILSU ÞINNAR EFTIR ÞUNGT KVEF. Ef Þú Ert Lasinn og Taugarnar Óstyrkar, Þá Gættu Þín Fyr- ir Hættunni. Það er til nýtt meðal, sem er undursamleg hiálp við ofangreind- um sjúkdómum. Hafi læknirinn ekki þegar ráðlagt þér það, þá fáðu bara sjálfur flösku af því hjá lyf- salanum. Það heitir Nuga-Tone.] Notaðu það í nokkra daga og þig mun furða, hve fljótt þú færð aftur heilsu þína og orku. Fólk skyldi ekki hika við að reyna þetta ágætis meðal, því það mun finna, að það er bægilegt og styrkir allan líkamann mjög fljót- lega. Það veitir endurnærandi svefn, góða matarlyst, styrkir lifr- ina og kemur reglu á meltingaj- færin fljótt og vel. Þeir, sem búa til Nuga-Tone, þekkja svo vel verkanir þess, að þeir leggja fyrir alla lyfsala, að ábyrgjast það og skila aftur Deninguhum, ef þú ert ekki ónægður. Lesið ábyrgðina á j nakkanum. Munið að meðalið er ábyrgst og til sölu hjá öllum lyf- i sölum. horfinna stórglæpamanna, svo mesta furða er, að Hearst skuli ekki hafa verið skotinn dauður fyrir löngu. En svo er að gá að því, að Hearst er afarmenni, og hræðist víst fátt, hefir stóra sál í stórum líkama, svipað og Teddy Roosevelt, og skrifar líkt og Roose- welt, þegar hann skrifar, sem er þó ekki oft, skrifar stutt en skýrt, svo hvorki orð eða setning verður nokkurn tíma misskilin. Eftir minum smekk líkar mér hans rit- háttur betur en nokkurs annars. Á landamærum Bandaríkjanna og Mexico, 18 mílur suður af San Diago, er, Mexico megin, lítill bær, sem nefnist Tia Juano. Bær sá hefir alls ekkert til síns ágæt- is, enga starfsemi, enga verzlun, en um 60 vínsöluhús smá og stór, og að auk margslags fjárglæfra- spilamensku, veðreiðar og fleira, sem hér í landi nefnist einu nafni “gambling”, og að auk vændis- kvenna “búr”, sem alt þrífst og safnar auði, ekki sízt nú síðan vín- bann Bandaríkjanna neyðir þús- undir þyrstra og þjáðra Banda- ríkjaþegna, að austan, vestan og norðan, og þar að auki þúsundir æruverðra “túrista” frá öllum heimsins löndum, að leita þar hælis daglega, til að fá þar upp- fyltar þær þarfir allar, sem Ban- daríkin neita glottandi sínum þegnum og öllum öðrum. Verður þar því tíðum glatt í sölum, svo glymja veggir, og glös eru fylt og tæmd, og tæmd og fylt á víxl. Þar þarf ekki að fara í felur, þvi þar er alt frjálst, regluleg “hell hole”, segir blaðið.—hvað sem það mein- ar á íslenzku. Frá Kanðas City hafði komið i haust er leið maður að nafni Peters, velmetinn maður að pögn, með konu sína og tvær dætur, Audry 26 ára og Clyda 19 ára, báðar bráð efnilegar stúlkur, og höfðu þau sezt að í :San Deago og og reist þar heimili. Að kvöldi 4. febrúar voru þau stödd í Tia Ju- ana, og voru þar í - einni kránni við að svala þorsta sínum með öli, og hvort eð var fyrir eina orsök eða aðra, gaf eigandi krárinnar sig að þeim, sat við borð með þeim og drakk öl líka; og bráðum bætt- ist í hópinn yfir lögreglumaður Tia Juana, sem nefndur er Lean- os; eigandi krárinnar er nefndur Amador, og veittu’ þeir báðir gest unum óspart þar til mátt dró úr gestunum, einum eftir annan, svo að þau vissu lítt lengur hvað gjörðist. Snemma næsta morguns komst alt í uppnám; faðir og móðir höfðu verið tekin á einhvern af- vikinn, stað til dvalar yfir nóttina eða þar til þau kæmu til sjálfra sín aftur um hvað gjörst hafði, en stúlkurnar höfðu verið fluttar í bifreiðum, Audrey af Amador, eig- anda krárinnar, og Clyde af yfir- lögreglumanninum, sín á hvorn afskektan stað og misþyrmt þar yfir nóttina á djöfullegasta hátt. Og eftir að hafa kvartað um meðferðina við Bandaríkja agent þann, sem þar er nálægt til eftir- lits, héldu þau heimleiðis til San Deago. Kunnugir þeim sáu þau .þar þjáð af sorg og gráti, en vissu ekki hvað var til orsaka. Eftir tvo daga var komið að þeim öllum örendum í húsinu af- gasi, sem húsið var þá fult af, af þeirra völdum, og líka voru þau skírteini skrifuð og skilin þar eftir af þeim til ýmsra, sem gjörðu skýra grein fyrir órétti þeim, sem þeim hafði verið gjörður, og sú smán væri þeim öllum svo óbærileg, að þau kysi öll heldur að enda líf sitt þar saman. Líka voru þar ráðstafan- ir um greftrun þeirra og meðferð óeyddra eigna, eftir að útför væri borguð. Síðan hefir alt verið í uppnámi þar við landamærin. Washing- tonstjórnin hefir gjört Mexico- stjórninni aðvart um að hefjast handa og refsa að maklegleikum þessum þorpurum, og Mexico hef- ir nú þegar hafið rannsókn og fundið 7 menn meira og minna seka í þessu andstyggilega máli, og gefið jafnframt tilskipanir að 3 af þeim að minsta kosti verði settir við “vegginn” og skotnir til dauðs, eftir þess lands lögum, og að þetta verði alt búið etir 72 klukkutíma eftir að þeir voru fundnir sekir. Þetta líkar mér ágætlega, og ef sú aðferð tíðkaðist oftar og víðar, við svona bófa, þá er eg sann- færður um, að þeim smáfækkaði í staðinn frir að, eins og alt er, fjölgar þeim stöðugt. Amador kvað bera sig afar illa í fangelsinu; hann er sá fyrsti, sem skjóta á. Lianos lörgeglu- maður kvað hafa sterkt fylgi frá Mexico stjórn, og er því efasamt, hvort hann fæst skotinn; hann kvað afsaka sig með því, að hann sé líkamlega ófær að hafa fram- ið þann glæp, sem á hann er bor- inn, og hafi læknar frá Mexico, borið vitni um, að eftir að hafa skoðað hann, hafi hann rétt fyrir sér. Krafist er, að Bandariícja- læknar skoði hann líka, en leyfi hefir enn ekki fengist til þess, á- litið jafnvel, að þó það fáist, þá juegi.gjöra hann svo úr garði fyr- ir þá skoðun, að lítt sé hægt um að dæma. Hér er þá þessi ljóta saga á enda. Eg sendi hana til Lögbergs til viðvörunar öðrum, sem lesa, I en bið þó með að senda bréfið þar til eg veit fyrir víst, að eitt- i hvað að minsta kosti af illmenn- um þessum hafa verið skotnir til ; dauðs, því ekkert annað fullnæg- BORGID EKKERT fyjjr^g A N U eftir að skilvindan kemur Beztu kjör, sem nokkru sinni hafa verið í boði. Vér sendum hinar frægu Stockholm skilvindur, — sænskt meistaraverk—beint heim til þín, og þú borgar ekkert I 4 mánufSi. Vér bjóSum þetta, þvi vér höfum fullkomið traust á STOCK- HOLM; vitum, að engin skilvinda i heimi jafnast við STOCKHOLM, og við viljum sanna þér það. pú getur kosið um þrjár skilvindur. Engir peningiar út i hönd og englr í 4 mán- uði. Enginn tollur. Not- aðu hana eins og eign þlina. Berðu hana saman hvaða skilvindu sem er. Iteyndu hana sem bezt áður en þú afræður að kaupa, Sendu eyðublað- ið hér neðian við og fáðu aUar upplýsingar fritt. 180-200 T)d á kl.tím. Teg. 1-B 300-350 pd á kl.tím. 500-550 pd á kl.tím. ABYRGSTAR 10 ÁR ✓ 1 f næstu 10 ár ábyrgjums.t vér að láta. af hendi endurgjaldslaust, hvaða etykki ’ í STOCKHOLM skilvinduna, sem bil- ar, ef það er ekki vel gert eða efnið ekki gott stoc: 1 ► * - Sweden9 s Masterpiece Meir en millión bænda í Norðurálfu rrui'la með STOCKHOLM. Sá sem kaupir STOCKHOLM akilvindu nýtur hlunnindanna af reynsiu og þekkingu fleiri kynslóða 1 Norðurálfu. Seytján árum hafa ágætustu vélasmiðir varíð til að gera þessa vél öllum öðrum fullkomnari. WINNIPEG 110 Princess Street Skrifið í Dag! Sendið í DAG efltir kveri, sem lýs- ir hinni ágætu STOCKHOLM skil- vindu, og skýrir þetta 4 mánaða tiilboð. Kauptu enga skilvindu þar til þú hefir kynt þér STOCKHOLM og drag ekki að fá upplýsingar. OF CANADA LTD.— DEPT. S 743 TORONTO 311 Kin£ Street Eost J BABSON BROS., Ltd., Dept. S 743 110 Princess St., Wmnipeg. Man. 321 King Sb E., Toronto, Ont. Please send me the Stockholm catalog and details of your “Don't Pay for 4 Months’ Offer”. Also the absolute 10- year guanantee. Xn mr Addrcss City .......... Province að hengja, skera og skjóta þá, sem gjöra þennan heim að jarðnesku helvíti með ósvífnustu níðings- verkum á saklausum 'mönnum, sem þeir eiga hér samleið með. S. Th. Doktorsvörnin. Hún fór fram I Neðrideildar- salnum að viðstöddu fjölmenni,— segir Morgunbl. 10. jan. s. 1. Og frá atöfninni skýrir blaðið enn fremur á þessa leið: Kl. iy2 á fimtudag safnaðist múgur og margmenni í fordyri Alþingishússins, til þess að vera við doktorsvörnina. Þar munu hafa verið allir háskólakennar- arnir, háskólastúdentar allir og meginþorri mentamanna bæjar- ins. Er opnaður var aðgangur að þingsölunum, troðfyltist Neðri- deildarsalurinn á svipstundú. Próf. Ág. H. Bjarnason stýrði athöfninni, og sat í forsetastól, en doktorsefnið gegnt honum. f skrifarasætunum sátu þeir and- mælendur Páll E. ólason og Sig- urður Nordal. Fyrst mælti doktorsefni Jón Helgason nokkur orð. Gat hann þess, að við rannsóknir sínar á bókmentum íslendinga á síðari öldum, hefði honum hugkvæmst að skrifa þessa bók, og hann hefði fengið tækifæri til þess árið sem leið. Efni bókarinnar væri í rauninni ekki vel fallið til doktorsritgerð- ar, því heppilegast væri í dokt- orsritgerð að taka eitthvað flókið efni, og í ritgerðinni greiða úr flækjunni. En um rannsókn á ís- lenzkum bókmentum síðari alda yrði slík ritgerð ekki samin. — Markmið hans hafi verið, aT5 ganga svo frá þessu efni, að ó- þarft væri að taka það til með* ferðar aftur á næstunni. En hvernig það hafi tekist, kvaðst hann leggja undir annara dóm. Því næst tók höfuðandmælandi Páll Eggert ólason til máls. Kvað Bara Eitt Dœmi Hversu “Málmur við Málm gerir Olde Tan Aktýgi öllum öðrum endingarbetri og traustari. ‘’Beztu aktýgi sem eg hef nokkurn tíma séð.” “Pau eru fyrirtak.”. “Falla Olde Tan betur og betur". Svo segja bréfin altaf. Engin furöa, þvl Olde Tan eru beztu aktýgin. Olde Tan leður hefir reynst vel meir en 100 ár; vel sútað og ólitað. Notað til hersins á Bret- landi, Frakklandi »g ítalíu, því ,ekkert annað er eins gott. Að lita leður gcrir það lakara og hylur veilur. Leðrið málmvar- ið, sem gerir aktýgtn endii.g- arbetfi svo árum skiftir. 30 Daga ókeypis reynsla! Vér viljum að fólk skoði og reyni 'tOlde Tan Metal to Met- al” aktýgin án, skuldbindingar um að kaupa. Notdð þau I 30 daga og reynið þau vel. Ráðið SEND EYÐUBLAÐIÐ OG Skrifið eftir bók um aktýgin og ■> tilboðið, sjáið hversu góð aktýgi ■ eru gecrð; lærið hvl ólituð ak- ■ týgi eru bezt og hvl stórherir ■ nota sllk aðeis. 30 daga reynsla ■ án skuldbindingar eða kostnað- ! ar. Sendið eyðubl. I dag. Babson Bros., Dept. h 743 : 110 Princess Street, Winrlpeg J 311 Klng Street East, Toronto svo hvað g«ra skal. Ef þú vilt Þau ekki, sendu þau til baka. Borga annars 37.50 eftir 30 daga og svo mánaðarl. Slcrifið nú FÁ BÓK FRÍTT! BABSON BROS. Dept. H 743 110 Prlncess Street, WinntpeK 311 King Street East, Toronto Please send me free your Olde Tan Harneas Book, teliing all about your 30-day free trial and easy monthly payment offer on Olde Tan Harness. My Xame ...................... My Adddrcss .................. Að svo mæltu drap ræðumaður á nokkur atriði í bókinni, er hann , .... taldi ekki rétt. En alt voru það hann Jón Grunnviking myndi haíaj gmámunir. t einu þóttiræðu- hi i J1-3, í honum manni að doktorsefni hefðu verið hlotnaðist sa heiður »5 um hann misiaggar hendur. Var það i frá- væn ntuð doktorsntgjorð, þegar 8Ö hans um máifræðigStarf Jóns ástæður hans voru svo slæfnar, að Grunnvíkings> er ræðumaður hann átti fult í fangi með að^ tajdi erið hafa mikij3 virði fyrir MiotLrr í að Sk"fa á- seinni tímann. Mintist hann siðan a hið marg-| háttaða fræðastarf Jóns Grunn-! Þá benti væðumaður á nokkur bókinn Jóns Grunn víkings; svo mætti að orði kom- í ast. að eigi hefði verið gefið út atriði. er sjálfstætt ritK er varði ísl. fræði á síðustu öldum. svo að eigi væri Jóns þar getið. Þrátt fyrir afrek hans og elju', hefði hann aldrei komist tiK neinna metorða í lífinu, 0g hefði lifað við bág kjör alla tíð. Það væri virðingar- vert af Jóni Helgasyni að velja æfi þessa manns sem viðfangs- efni, því oft færi það svo, að ^fíkir menn gleymdust, er frá liði; enda hefði það komið fyrir, að fræðimenn, sem mest hafi haft gagn af verkum Jóns, hefðu ir mér, og margsinnis oftar ætti hnjóðað í hann. og orðmyndar- honum þóktu miður skarta í bókinni, en lauk ella lofs orði á framsetningu. Jón Helgason svaraði ræðunni með fám orðum. Kvaðst hann ekki gera eins mikið úr málfræði- og andmælandi. Mintist hann á, að andmælandi hefði’ að nokkru leyti orðið til þess að hann valdi Jón Grunnvíking sem efni 1 dokt- orsritgerð, því Páll hefði í fyrsta bindi af bók sinni, Menn og ment-| ir, bent á, hve mikill nytjumaður -Jún hefði verið íslenzkum fræð- um. Næstur talaði Sigurður Nordal, sem annar andmælandi. Skýrði hann fyrst frá hinum gömlu venj- um við “disputaziur” við erl. há- skóla. — Þá vék hann að nokkr- um agnúum á bókinni, en talaði síðan um ágæti hennar, elju og nákvæmni höfundarins, og þakk- aði honum ræktarsemina við há- skólann hér, að hann hefði valið þann kost, að láta háskólann dæma ritgjörð sína. Eins og menn vissu, væri doktorsefnið á förum héðan, til þess að taka við starfi við erlendan háskóla, og fylgdu honum héðan hinar beztu óskir. Þakkaði Jón Helgason doktor hin hlýlegu orð, og .árnaði heim- spekisdeildinni og háskólanum yf- irleitt allra heilla í ramtíðinni. Þvi næst lýsti próf. Ágúst H. Bjarnason athöfninni lokið. —iDr. Jón Helgason for héðan 14. þ.m. til Oslo. Er hann ráðinn þar til vors til þess að halda fyr- irlestra við háskólann um íslenzk fræði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.