Lögberg - 08.04.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.04.1926, Blaðsíða 2
Bis. 2. LÖGBEtKG FIMTUDAGINN, 8. APRÍL 1926. Fœr aftur heilsuna. Kona í Quebec Var Mjög Taujja- slöpp og Niðurdregin og Hafði Mikinn Bakverk, sem Kall- .. ast Lumbago. Mrs. E. Boyd notaði Dodd’s Kidney Pills í þrjár vikur og afleiðing- arnar urðu dásamlegar. Dunany, P.Q., 5. apríl (Einka- skeyti)— Vottorð það, sem hér fylgir, og sem er frá Mrs. E. Boyd í Dunany, er sönnun þess, að Dodd’s Kidney Pills veita mönnum aftur heilsu og krafta. Þetta skrifar hún: — “Eg tók Dodd’s Kidney Pills af því eg var veikluð og mjög taugaslöpp. Eg tók nærri mér að vinna; þjáðist af bakverk og hafði enga matarlyst. Eg þurfti að eins að nota Dodd’s Kidney Pills fáar vikur til þess að fá aftur heilsu mína, áhuga og dugnað.” Þetta vottorð skýrir sig sjálft. Níutíu af hundraði kvensjúkdóma stafa frá veikum nýrum. Þau eru það líffæri, sem hreinsar blóðið af óhollum efnum. Geri þau það ekki, eru sjúkdómar óumflýjanleg afleiðing. Kauptu öskjur af þeim strax. Kosta 50c. _hjá öllum lyf- sölum eða The Dódd’s Medicine Co., Ltd., Toronto 2, Ont. Brot úr ferðasögu. Eg lagði af stað á föstudaginn langa, 10. apríl 1925. Ferð minni var heitið til Washington, höfuðborgar Banda- riíkjanna. Eg fór í því skyni að mæta þar á fundi Alþjóðaráðs kvenna (J. C. W.) er halda átti dagana 4.—14. mai. En vestur yfir hafið varð eg að vera komin eigi síðar en 26. apr. Svo stóð á að Canadadeild I. t. W. hafði boðið þeim fundargestum, er leið áttu þar Um, að dvelja vikutima í Canada. Var gert ráð fyrir viðstöðu í nokkrum borgum á leiðinni frá hafnarbænum og suður til landamæranna. Þessu boði vildi eg fegin sæta, en ætti það að geta orðið, máttu engar tafir verða á ferð minni. Eg 'h’afði ákveðið hvaða skip eg skyldi taka frá Eng- landi vestur yfir, en héðan voru skipa- ferðir eigi hentugar. Þá vildi mér það til, að ferðir Lagarfoss breyttust svo, að hann fór þessa ferð til Englands, er eigi var á áætlun. Þetta kom sér þægilega. Á Lagarfossi er farþega- rúm Ktið og ilt þegar eitthvað er að véðri. En veður voru rysjótt um það leyti hér norður í höfum. Til Vest- mannaeyja var komið eftir 25 stunda barning móti veðri. Þar inni á höfn var engu minna rugg en úti á rúm- sjó. Svo barst leikurinn í suðurátt, og á 6. sólarhring var komið til Aber- deen. Var þá komið allgott veður. Viðstaðan þar fór mest í að bíða eft- ir afgreiðslu vegabréfsins, tók það meiri part úr degi. Aberdeen liggur norðarlega á aust- urströnd Skotlands. Virðist bærinn snotur mjög. Stendur við lítinn fjörð og falla tvær ár, Don og Dee, til sjávar sin hvoru megin bæjarins. I- búar eru um 165,000. Hér er gamall háskóli. Togaraútgerð er hér mikil. Frá Aberdeen lagði eg krók á leið mína og hélt til London. Lestin þaut áfram en dimt var af nóttu og naut eigi útsýn- is. Með morgni er komið langt 'suður á England. Graslendur eru á báðar hliðar, hjarðir kúa og kinda á beit, en fá sjást býlin og engin sála á ferlí. En 'bíðum við, þarna koma tveir menn. Þeir eru í hvítum sloppum og hinir vigamannlegustu. Fötu hafa þeir í hendi og fjöl bera þeir á herðum sér. Líklega árvakrif verkamenn á leið til vinnu. Þegar betur er athugað eru þetta gerfikarlar úr tré, sem standa í sömu sporum nótt og dag og auglýsa “Halls Distemper.” Bráðum fer borgin að teygja út sogarma sína. Sá, sem kemur til stór- borgar með járnbraut, sér fyrst rang- hverfu borgarinnar. Verksmiðjur, skræpuleg auglýsingaspjöld, langar raðir ömurlegra sótugra húsa og aft- urkreistingslegan jurtagróður. “Oh, to be in England, now it is in April there,” söng eitt enska skáldið, sem dýbldi í fjarlægð. Kensington Garden og Hyde Park, mintu mig á þessi vísuorð. 1 þessum risagörðum stóðu trén nýútsprungin; yfir trjá- krónum hvíldi ljósgræn móða. Gras- fletirnir mjúkir og yðjagrænir. í öll- um blómreitum fjöllit blóm. Borgin h'varf, hún varð svo óendanlega langt í burtu. Hér var mjúk mold og gróð- urilmur, þar hörð steinstræti og sót- lykt. Englendingar eru fastheldnir við fornar venjur. Þeir telja ekki eftir sér að skjálfa í kulda í húsum inni, þeir sem ekki fá sæti fyrir framan arininn. Afi og amma, langafi og langamma og þeirra ömmur og afar.j sátu við arinn. Hví þá ekki sonur og dóttir? Eg skil þessa fastheldni, þvíj fallegar eru opnu eldstórnar, og bjarminn hfýr, blekkjandi hlýr. Can-j adabúar halda lika fast við gamla siðinn, en úti í horni er falinn ný-j tizku miðstöðvarofn. Þessir aprildag-j ar i London voru nístandi kaldir inn-j an húss. Á skrifstofu C. P. R. félagsinsj keyti eg mér farseðil frá London allaj Ieið til Washington, þar með til viku ferðalags um Canada. Þarf ekki að geta þess, að sá miði var dýru verði keyptur, en nú var mér líka borgið. Héðan af var eg undir verndarvæng þessa mikla félags. það bar mig á örmum sér og gætti þess, að eigi steytti eg fæti rriinum við steini. The Canadian Pacific er ríki í rikinu." Hefir það mest allra unnið að því, að gera Canada byggilegt land. Þegar félagið tók að sér það þrekvirki að leggja járnbraut um þvera Canada, frá hafi til hafs, fékk það meðal ann- ars umráð yfir breiðri ræmu lands, meðfram brautinni á báðar hliðar. Fé- lagið er geysi-auðugt, má telja það hafi á hendi alla flutninga og sam- göngur um landið, að því og frá. Hef- ir það fjölda skipa í förum bæði austan og vestan meginlands Ame- ríl?u. Látið í haf. Lestin rarin fram á hafnargarðinn í Liverpool. Þar beið “hið góða skip“ “Montcalm” reiðu- búið að taka við farþegunum. Far- þegar svo hundruðum skifti stigu á skipsfjöl og vonum bráðar er lagt af stað. Alt gengur hljóðlega og greið- lega. Hér eru ekki org og óhljóð eins og niður við “Olympic”, þegar eg fór frá New York. Það dimmir af nóttu og landið hverfur. Nú er tími til að skoða sig um og átta sig. “Montcalm” er “lítið” skip, 16,400 smálestir, en það er útbúið með öllum þeim þægindum, er nú eru gerðar kröfur til. Það varð mér svo hugþekt, að eg má til að fara um það nokkrum orðum. “Moncalm” er heitið eftir franskri hetju, er á þeim árum, er Canada var ungt land og áhöld voru þar um yfirráð milli Frakka og Eng- lendinga, stýrði frönsku herliði og varði Englendingum landið, uns hann var ofurliði borinn og féll í Quebec, við mikinn orðstír. Nú lætur enskt félag eitt sitt bezta skip bera nafn hans. Það eru viðbrigði að koma af Lagarfossi á “Montcalm”. Hér er rúmlegt og alstaðar íburðarlaust skraut. Þilför eru mörj; hvert nið- ur af öðru. Neðst er borðsalur, á hinum þilförunum eru samkvæmis- lestrar- og reyksalir. Tala farþega- klefa er “legio”. Hér þurfa konurnar engar áhyggjur að hafa af krökkunum, þau hafa sérstök leikheribergi og legg- ur skipið til stúlku að líta eftir þelm. Læknir er hér og hjúkrunarkonur; sölubúð og rakarastofa og hárgreiðslu stofa og í prentsmiðju skipsins kemur daglega út fréttablað. Næsti dagur rann upp heiður og fagur. Það er sunnudagur. Guðsþjón- usta er haldin; þeim fágra sið fylgja öll ensk skip. Nú erum við á ferð meðfram strölndum írlands. Landið kemur kunnuglega fyrir sjónir. Klett- ótt fjallshlíð með sjó fram, en inni í landi snævi þaktir tindar. En brátt hverfa ystu skerin við Londonderry. Landið fjarlægist og sígur í sjó. Nú liggur Atlantshafið framundan með breiðum, sólgáruðum byrgjudölum. Flestir hafa flýtt sér að ná i stól og njóta sólfarsins á þiljum uppi. En er Lawrencefljótið er sögð ein fegursta skipaleið í heimi. En "kongur vill sigla, en byr hlýtur að ráða.” A St. Lawrencefljótinu. Sunnu- dagsmorguninn rann upþ hlýr og heið- ur. Fyrir stafni skipsins féll fljótið, skolgult að lit, með þungum lygnum straumi. Það var komið 1000 km. veg innan frá Ontario-vatni, með eina 75 metra fallhæð, ein stærsta skipgenga á heimsins. Nú grófu allir upp stóla sína, þetta voru síðustu forvöð að nota þá. Brátt tók þoka að rjúka upp úr fljótinu, hún tók rétt í miðjar hlíð- ar, en var svo þétt hið neðra að eigi var viðlit að halda áfram á jafn- fjölfarinni leið. Hún raskaði áætlun okkar. 1 stað þess að sigla upp til Montreal var ákveðið að taka járn- braut. Skipuðu konur í Montreal svo fyrir, þær áttu að taka móti okkur og höfðu mikinn viðbúnað. Quebec er fyrsti bærinn, sem allir er þessa leið fara, koma til. Stendur hann nokkru ofar en fjörður og fljót mætast. Eiga fáir, eða engir bæir í Canada jafnmikla sögu og hann. Hér er elsta landnámið, sé landnám Þor- finns Karlsefnis eigi talið með. Fyrstu landnemarnir voru Frakkar; er talið þeir setjist þar að um 1600. 1608 hefst bygging Quebec, var bærinn aðalvígi Frakka og miðstöð verslunar þeirra við frumbyggja ' landsins, Indíána. Hingað var mörg auðæfi að sækja, einkum grávöru. Vildu Englendingar því sitja að þeirri krás líka, og stofn uðu hið alkunna Hudsonflóa-félag, er 'hafði bækistöð nokkru norðar. Urðu sífeldar skærur með Englendingum og Frökkum, unz Englendingar báru hærra hlut. Árið 1763 er yfirráðum Frakka lokið. Hérröðin öll, á austurströnd Canada ibera miklar menjar Frakka. Frönsk tunga er töluð jafnhliða enskri. Skól- ar eru á báðum málum. Blöðin jöfn- um höndum frönsk og ensk. Bygging arlagið að miklu leyti frakkneskt. Er talið að 80% ibúa Quebec-fylkis séu af frönsku bergi brotnir. Þjóðstofn- inn er hraustur og þróttmikill. Heima fyrir eiga Frakkar við að striða sein- drepandi fólksfækkun, vegna þess hve fæðingum fækkar. fbúum hins franska Canada fjölgar ört, og er þó lítill innflutningur. Fransk-canadiskir bændur hafa fyrir stórri fjölskyldu að sjá, mér var sagt að tala systkina leið á daginn dró fyrir sólu og tók aðj vær’ UPP a® hvessa. Þar með var þilfarssetum lokið iþá vikuna. En bót í máli að innl var rúmgott og vistlegt. 1 hafi. Langt var ‘frá því, að nú væri framundan heil vika tilbreyting- arlausra daga, fyrir okkur I. C. W,- konurnar. 1 förinni voru konur, er sjálfkjörnar voru til að vera leiðtog- ar, Dr. Ogilvie Gordon, 1. varafor- seti I. C. W. og Mrs. Morgan, for- seti Englandsdeildarinnar. Þegar manntal var tekið kom í ljós að hér voru 68 konur, frá 12 löndum, á leið til Washington. Á hverjum degi voru fundir til að ræða málin, er biðu okkar þar, segja fréttir frá deildun- um o. s, frv. — Það kvisaðist fljót- lega meðal hinna farþeganna, að alt þetta kvenfólk lokaði sig inni I dag- stofunni milli miðdegis og miðdegis- isverðar. Karlmennirnir sögðust strax hafa veitt því eftirtekt hve margt Af fljótinu er fagurt að líta inn til borgarinnar. Er hún bygð á tveim pöflum og rísa þverhnýptir hamrar á milli. Efst á háu klifi gnæfir kastali rammgjör og mikill. Þetta er gistihús C. P. R., Chateau Frontinac. Montreal. Nú stigum við, þessar 68, á sérstaka lest, er átti að nokkru leyti að vera heimili okkar þessa vik- una. Við fundum það’brátt að við vorum komnar í vinahendur. Ein af aðal-konum Canadadeildarinnar kom hér á móti okkur og ferðaðist hún með alla Ieið, leiðbeindi og hjálpaði, ef úr einhverju þurfti að bæta. Ferðin, sem nú hófst, var einn ’besti þátturinn i ferðalaginu öllu og bar margt til þess. Fyrst og fremst er alt af ávinning- ur að sjá hætti og hagi annara þjóða, kynnast landi þeirra og, stofnunum. Á öllu þessu gafst mér færi. Eg, eins og hinar konurnar, voru hvarvetna væri með “distingvishlooking” kvenna gestur a-heimili, og er það sitt hvað og skipstjóri kom að máli við for- stöðukonurnar og 'bað um að haldinn yrði fundur, sem allir mættu hlýða á. Þetta var gert, en þá var beðið um annan seinna. Var hann haldinn næst- síðasta daginn. Að honum loknum kom einn farþega, roskinn maður, efJ laust auðugur, er átti heima vestur í landi og bauð Mrs. G. Morgan að kosta för hennar og þeirra, er hún veldi með sér, ef hún vildi ferðast þangað vestur og boða þar stefnu og tilgang I. C. W. Fór Mrs. Morgan og fjórar konur aðrar þessa för að fund- inum í Washington loknum. Á hverju kvöldi var af hálfu yfir- manna skipsins stofnað til skemtana: hljómleika, myndasýninga eða dans- leika. Á hverjum degi lá fréttablað ið við hvern disk og með því komu fregnir um síðustu viðburðina utan úr heimi. Um það, er fram fór um- hverfis varðist blaðið allra frétta. Meðan þessu fór fram inni, ham aðist veður og vindur úti fyrir, og bylgjurnar byltu “hinu góða skipi.” En svo var um búið, að lítið sáu far- þegar af þeim hildarleik. Einu raun- verulegu kynnin við öldur Atlants- hafsins voru þau, að á hverjum morgni biðu þær manns, blátærar og hressandi í baðkerinu, eins og til að bæta upp þá hressingu, er Kári mein- aði okkur að njóta á þiljum uppi. Iæiðirnar eru tvær, sem farnar eru. Sumarleið og vetrarleið. Liggur hún talsvert sunnar. Um þetta leyti árs er á sveimi vágestur, sem hálfu er skað- legri en stormur og öldugangur. Það er Grænlandsísinn. “Montcalm” fékk smjörþefinn af honum. Hvít og þvöl lagðist þokan um hið góða skip. Hún smaug inn í hverja smugu. Eina úr ræðið er þokulúðurinn. Blés hann stöðugt með fárra sekúnda millibili. 1 sarríbandi við-hann er áhald, er mællr loftsveiflur og segir til ef jakar eru 1 nánd. Landsýn. Það var kuldalegt um að litast, lagardagsmorguninn fyrsta í sumri. Veður var gengið niðúr og þokunni létt. Utan á borðstokknum áveðurs lá snjór. Landið, sem við sáum, var Newfoundland, hin gríðar- stóra eyja, er liggur fyrir mynni St. Lawrence flóans. Var strönd henn- ar snævi þakin í sæ' niður. Nú fonuðum við að allar tafir væru úti. Við vorum tímabundnar. tÞurftum að vera komnar til Mont- real um miðjan næsta dag, en skipið var orðið degi eftir áætlun. Nú var eigi annað eftir en sigla inn St. Lawrence-flóann, 750 km. veg til Quebec og þaðan upp fljótið til Mon- treal. Eg hlakkaði til. Vissi að það besta var eftir. Siglingin upp St. eða búa í gistihúsi. Englendingar opna sjaldan heimili sín fyrir aðkomu mönnum, en þeir gera það af heilum hug. Áætlun um ferðina var fyrirfram Iögð. Var að eins eitt út á hana að setja, tíminn var of stuttur, en við því varð ei gert. Alstaðar var gestunum sýnt það markverðasta, er á leið þeirra varð. Móttökur hvervetna góð- ar og gestrisni mikil, samkvæmi, ekki til þess eins að eta og drekka, heldur til að auka kynni. Samkvæmisræður, sem mörgum finnast aðeins innantóm orð, geta gefið býsna gðtt innsýni í husunarhátt þeirra er flytja, og þegar það eru merkustu menn þjóðar, eiga orð þeirra oft hljómgrunn í hugum fjöldans. Eg hugði gott til þessa ferða- lags og varð í engu fyrir vonbrigðum. Landið upp meði ánni milli Quebec og Montreal er hrjóstrugt. Meðfram brautinni standa smá bændabýli, snot- ur hús úr tré; úti á svölunum fyrir framan húsin sat heimafólkið og naut helgidagshvíldarinnar. Lestin brun- ar áfram með ameriskum hraða, en samt náum við ekki til Montreal fyr en kl. nærri 12 um kvöldið. Þar biðu húsráðendur á brautarstöðinni og ók hver heim til síns náttstaðar. Montreal er mesta verslunar- og iðnaðarborg í Canada, landið umhverfis er auðugt skógar og er hér iðnaður mikill. Ibúar % miljónar. Háskóli er hér með'um 3000 stúdentum. En meira ber hér á viðskifta- en mentalífinu. Dvölin í Montreal var svo stutt að eigi gat eg sagt að eg sæi neitt af bænum nema hið “konunglega fjall”, — Mount Royal — sem bærinn ber nafn af. Það gpiæfði andspænis gluggunum á_______________________*-■'**• herbergi mínu. Þar uppi er útsjón víð, skólans ná yfir stórt svæði höfðu lent í Halifax, eftir afar vonda ferð. Það er hressandi fyrir íslend- inga að hitta Norðmenn. “Vi er frænd er, vi” sögðu þær. Og “det var en skam at Island nogensinda kom bort fra Norge.” Við því er ekki öðru að svara en að segja ógn-kurteislega, að líklega hafi samt farið best sem fór, einmitt vegna skyldleikans og ættern- isins. En sannarlega gat Noregur ver- ið hreykinn af sínum 20 fulltrúum, sem komnar voru í tvöföldum erinda- gerðum; að sitja fund I. C. W. og mæta á 100 ára afmælishátíð norsku bygðarinnar í Vesturheimi, sem lík- lega var aðalerindið. Ottawa er lítill bær — en liggur dásamlega fallega, umkringdur af rennandi vatni. Hér falla tvær ár, Ottawa og Rideau í St. Lawrence- fljótið og liggur bærinn á ásum milli ánna. Ibúar eru um 100,000. Bærinn er aðsetur Canadastjórnar og þings- ins. Setja stjórnarbyggingarnar, en þó einkum þinghúsið svip á bæinn. Gnæfa þær yfir á stjórnarhæðinni — Gover- m.ent-Hill. — Þinghúsið er vegleg smíði, nýrisið úr rústum eftir brun- ann 1914. Byggingarlagið er enskt, í þvi er alvara og festa. Þótt eg sé komin í annan heimshluta. er eg enn í ensku landi. Láttu þér aldrei verða það á að nefna Canadabúa Ameríku- menn, eða Canada Ameríku. Það er móðgun. “We are not Americ«ns, we are Canadians,” segja þeir og telja sér það til gildis, hvort heldur þeir eru English- Scotch- eða French- Canadians. Um kvöldið hélt forsætisráðherra Canada, Mr. Mackenzie King, og ráðuneytið miðdegisboð fyrir erlendu gestina og kvennaráð Ottawa i hinum skrautlegu sölum í neðstu hæð þing- hússfns. Það sem sérstaklega gerði viðtökurnar hér og hvervetna annar- staðar í Canada svo minnistæðar er, að nú gafst Canadabúum tækifæri — liklega síðasta tækifæri, að votta Lord og Lady Aberdeen ást sina og þakk- látssemi. Þau hjón voru þeim að góðu kunn frá þvi er Lord Aberdeen var landstjóri í Canada. Kona hans stóð þar við hlið honum, framkvæmdasöm og mannkostum búin. Gerði hún með- al annars algerlega endurbót á hjúkr- unarmálum landsins og stofnaði hjúkr unarkvennafélagið “Victoria-nurses,” sem starfar um alla Canada. Sömu- leiðis stofnaði hún kvennaráð Canada og var einn af stofnendum Alþjóða- ráðskvenna, er stofnað var meðan hún dvaldi þar vestra. Þótt sumt gleymist og margt renni saman í etidurminningunni geymast heildaráhriíin. Hér mátti heyra ýmsa helstu stjórnmálamenn landsins tala. Þíeir töluðu um þann heiður, er það væri landi þeirra að svo margar kon- ur, frá því nær öllum ríkjum hins gamla heims, sækti það heim. Konur er ferðast höfðu langar leiðir til að bera saman ráð sín um það, hvað lík- legast væri til viðreisnar mannkyns- ins. Og mér er ógle^jmianlegt hve mjög þeir hétu á konurnar að bregðast eigi því máli, er þær öðrum frekar gætu haft heillavænleg áhrif á. og hve ein- arðlega helstu stjórnmálamenn Can- ada játuðu friðarhugsjóninni hollustu sína. Þegar suður fyrir landamærin kom kvað við nokkuð annan tón. Þing Canada er í tveim deildum. Þingfundur stóð yfir í neðri deild. Af áheyrendasvölunum leit eg yfir salinn. Og mér datt í hug kvöldfund- ur í neðri deild annars margfalt minna þings. Eg gat ekki varist þeirri hugs- un, að hér gæfi að líta muninn á virð- ingu og virðingarleysi, og eg spurði sjálfa mig, hvort betur mætti við því að sýna æðstu stofnun sinni lítilsvirð- ingu, kotríkið út á takmörkum Atlants hafs og Ishafs — eða hið mikla ríki, er ber hið veglega nafn, Dominion of Canada. Sömu áhrifa gætti í efri deild. Inn fyrir viss takmörk mega óviðkomandi menn eigi stíga. Toronto er næsti áfanginn. Landið er hæðótt, skógar, klapparholt og glyttir hér og þar i smá-vötn. Finsku konunum og þeim frá Eystrasalts- löndunum, finst þær vera komnar heim. En svo gefur grísk kona sig fram í tal þeirra og hún segir hið sama. Þegar sunnar dregur rennur lestin meðfram Ontariovatninu. Það er breitt eins og úthaf og sér eigi til hinnar strandarinnar. Við norður- bakka vatnsins liggur bærinn, móti sólu. Og aðaláhrifiij af Toronto er sólskin, sólskin úti og inni. Eg man ekki til að hafa komið í nokkra borg, sem jafnast á við Toronto að þvi, hve öllum virðist liða þar vel. Húsin, hvort meira eða minna var í þau bor- ið, fyrir eina fjölskyldu. Garðar um- hverfis og landrými nóg. Verslunar- götur bæjarins hafa á sér stórborgar- snið, með ameriskum Ijósaauglýsing- um, en þeim er haldið'út af fyrir sig, "down-town.” Toronto er aðal háskólabær Can- ada. Stúdentar 60.000. Byggingar há- 0g Þar eru helztu byggingar og skemtistaðir borgarinnar. Ottawa liggur $igi langt frá Mont- real og var þangað komið um hádegis- bil næsta dag. Nú fór samferðafólk- inu að fjölga. Enska, frakkneska, þýska, hollenska, slafneskar tungur og undan liggur vatnið rennislétt og sólu og eru grasfletir á milli. Ungir menn, létt- klæddir, að leikjum hvervetna á gras- flötunum. Setur háskólinn mjög svip á bæinn. Höfn Toronto er mikið mannvirki gert á landauka út í vatnið. Suður- Norðurlandamál blandast saman í einn graut. Þessar konur komu til Mont- real með skipum frá frönskum höfn- um. Og riú gefst okkur færi á að heilsa formanni I. C. W. Iávarðsfrú Ishabel Aberdeen. sem ásamt manni sínum og flestum stjórnendum I. C. W. hafði komið til Montreal nokkru á undan okkur. Eg verð að vera stutt- orð um viðtökurnar í Ottawa. Þær voru ágætar. Hádegisverður, er kvennaráðið bauð til í veitingahúsinu Chateau Laurier, ökuför um bæinn og umhverfi hans og teboð í höll landsstjórans, var prógram fyrri hluta dagsins. 1 Ottawa bættust 20 norskar konur í hópinn, og það kvað að þeim. Þær roðið. Meðfram eru breiðir vegir og svo er þar skemtistaðurinn “Sunny- side”. Bæjarstjórn og hafnarnefnd bauð til hádegisverðar úti við höfnina. Veitingar voru ekki margbreyttar. Hvergi þar sem eg kom var óhóf i mat. Menn koma áreiðanlega ekki saman til þess fyrst og fremst að borða. En stemningin var ógleyman- leg, þótt eigi væri vín á bqrðum, þar frekar en annarsstaðar. í Toronto dvaldi eg fram undir tvo sólarhringa. Eg fann það, að því meir sem eg kyntist Canadabúum, þess meir þótti mér til þeirra koma. Og þetta geðfelda í fari þeirra fann eg ekki eins glögt hj4.þeim fyrir sunnan lín- una. Stafar það líklega af því, að þar gafst mér eigi jafn gott færi til að kynnast fólki. Canada byggir ung þjóð, sjálfstæð og með sérstaka skap- gerð, er landið hefir skapað, en í hið nýja, er ofið því besta, sem tekið hef- ir verið með frá fornu stöðvunum. Til þess tel eg fastheldni við forna siði. Hvort sem þú sest að borði heima með fjölskyldu eða í samkvæmissal ásamt fleiri hundruðum gesta, er borðhaldið byrjað með bæn. Og þegar þeir slíta samkvæmi syngja allir gamlasönginn "Auld lang syne.” Kvennaráð Toronto kvaddi okkur með miðdegisverði, sem 700 manns tóku þátt í.-Var hann haldinn á 17. hæð stærsta gistihúss borgarinnar. Hamilton. Aftur nýr áfangi. Þessu sinni er náttstaðurinn Hamilton, lítill bær en í mjög miklum uppgangi, Sömu ágætu móttökurnar og annar- staðar. Um kvöldið erum við -allar ges'tir á heimili Mrs. Sanford. Það er kona, sem allar I. C. W. konur þekkja. Hefir hún lengst af verið gjaldkeri sambandsins. Um nóttina gistir hver á sínu “prívat”-heimili hér eins og annarstaðar. Niagara-Falls. Nú fara Canada- dagarnir að vera taldir. í kvöld eig- um við að “krossa” línuna og skal það gert á eigi ómerkari stað en við Nia- garafossana. Og á morgun bíða okk- ar veglegar viðtökur j sjálfri New York. Alla þessa daga hefir sólin skin- ið og alt leikið í lyndi. 1 sex vikur hefir hér eigi komið dropi úr lofti. Bændurnir' eru orðnir vondaufir með uppskeiruna. Við óskum eftir sólskini bara i dag. Svo við fáum að sjá Nia- garafossana í allri sinni dýrð. En for- sjónin mat þarfir bændanna meir en óskir okkar. Við komum að Niagara i dynjandi rigningu. Hér er voldugt náttúruafl að verki. Áin streymir fram, feykibreið og eru flúðir miklar í henni fyrir ofan foss- ana. Svo verður fyrir henni 50 metra hátt hamrabelti. Hæð ein eða eyja er á miðri kíettabrúninni er klýfur strauminn, og fellur hann því í tveim aðalstrengjum niður af stallinum. Annar fossinn er skeifumyndaður —• The Horseshoe-Fall — og er hann tilkomumeiri en hinn. Fyrir neðan fossana fellur árin í þröngum stokk, og svipar allri afstöðu hér töluvert til GuIIfoss. Beggja vegna árinnar eru mannvirki mikil, þvi hér er mesti afl- og Ijósgjafi á þessari jörð. Öll eru þau mannvirki til lýta, en þó kveður meira að því að sunnanverðu. Við kveðjum Canada-vini vora a international Bridge, en nú taka aðrir við okkur. Tíminn er nægur að skoða síg um. Eg stend við rætur fossins. ÍJðinn er kaldur og fúll og rennvætir 'hendur og andlit. í gljúfrinu liggur ó- hreint hjarn. Hér er óvistlegt. Eg hverf inn til lyftivélarinnar, sem skil ar mér aftur ofanjarðar. Sú vél hefir nóg að starfa. Árlega koma hingað ferðamenn svo hundruðum þúsunda skiftir, að sjá hinn fræga Niagara foss. Hann vantar sjaldan áheyrendur að hrikasöng sínum. Bandaríkj amegin er verksmiðjubær mikill — Niagara-Falls — þar dvpld- um við fram eftir kvöldinu en héld- um síðan til Buffalo og þaðan með næturlest til Washington. Áætluninni er brey á síðustu stundu. New York tekin í af dagsskrá,” og létu flestar sér þa vel líka, því gott var að mega “ei£ með sig sjálfur” einn dag. Við kon um til Washington fyrri hluta dags c var hverjum vísað til síns samastaí ar. En nú voru það gistihús, sem v: okkur tóku. Þau voru ágæt, en { alt annað en heimilin. The city beautiful — borgin fagi —er hún kölluð og er eigi ofmæl Hér hefir eigi verið kastað til neit höndunum. Eins og aðrir amerísk bæir, er borgín mjög skipulega byg: Strætin skera hvert annað þráðbeii gegn um það net er dregið annað sk: half — eins og demantsspor. Þar se: breiðu skágöturnar — avenues - skera hinar eru hringmynduð svæði - circles. — Eru þar trjá- og blóm-rei ir. Meðfram öllum húsaröðum eru h skuggarík tré. Hér syðra er suma hiti mikill. Það er auðvelt að rat Strætin eru auðkend með bókstaf þa er 'iggja austur og vestur, með töh staf, þau, er liggja norður og suðu Húsanúmerin hlaupa á hundrað Hver ferhyrningur — block — mil fjögurra stræta hefir sitt hundrað. F bý f- d. á nr. 1633 H. stræti á hori 17. strætis. Tölurnar þar fyrir ofa vantar. Hinum megin við götun tekur við næsta hundrað. Washington á enn eigi langa sög Eftir frelsisstríðið -sat þing Band; ríkjanria í Philadelphia, en hélst þ; eigi við vegna óeirða hermanna, < eigi höfðu fengið mála sinn greidda Var þá ákveðið að velja annan þinj stað, og var hann kjörinn, þar se hin breiða, lygna Potomac-á liðast u landið. Þar lagði George Washingtc árið 1791 hornsteininn að framtíða höfuðborg hins unga lýðveldis. Hinj að hefir síðan safnast alt það, er lý ur að stjórn þessa mikla samband |ríkis. Hingað senda öll fylkin ful trúa sína. Hér eiga allar þjóðir heim ins, er til sjálfstæðra þjóða vilja tel ast, sendiherra, og hafa þeir, eins c venja er til, margt manna í sinni þjói ustu. í Washington er ótal vandamá um ráðið til lykta, hún er álika san komustaður vestanhafs og Genf < austan. binghúsið — The Capifol — c risavaxin bygging, er ber hátt yf ibæinn, uppi á Capitolhæðinni. Er s bygging eiginlega þrískift. Gaml Capitol, sem Washington lagði horr steininn að árið 1793, bygt úr sanr steini, og tvær hliðarálmur, sín t hvorrar handar, bygðar löngu seinn; af hvítum marmara. í annari þeirr hefir öldungaráðið samkomur sína en fulltrúadeildin i hinni. En hér er að eins sjálfir þingsalirnir og nefnr aherbergi, en báðar deildir hafa skrii Lister félagið ábyrgist Melotte Oamla skilvdndan yBax, eem orBin er ílitin. nær ekki 811um rjðm- anum úr mjölkinni. SkiftiS henni fyrir nýja MBLOTTE. Vér ekulum g:efa ySur vel fyrir hana o-s MELOTTE nær areiSanlega hverju doll- ars virSi, sem er 1 mjúlkiuni. MELOtTTE endist í fjörutiu ár eSa lengur og er þá eins g6S og ný. þaS hefír fjörutíu ára reynkla sannaS. Hægir Borgunarskilmálar. Seid um heim allan. ASrar I.ister vörur: — "Lister", "Marshall’’ og "Magnet”. véiar til aS mala og saxa korn, vélar til aS framleiSa rafljös, Melotte Rjöimaskilvindur, strokkar, hnifur til aS REYNIÐ VÉLINA HEIMA. KOSTAB EKKERT. ENG- AR SKULDBIND- INGAR SKRIFIÐ 1 DAG EFTIR VERÐLISTA MEÐ MTNDUM. pL WORLDS 4QL Greatest fl Cream l Saver R.A.Lister C°-Canada-Limited WINNIPEG REGINA EDMONTON and HAMILTON stofur sínar í sérstökum stórhýsum og eru rúm 400 herbergi í The house office — skrifstpfuibyggingu fulltrúa deildarinnar. Þetta sýnir hvílíkt bákn þjóðarsamkunda Bandaríkjanna er. Gamla Capitol er alls vegna merki- legasti hluti byggingarinnar. Er fyrst komið inn í the Rotunda, hringmynd- aðan sal. Yfir honum hvelfist hið mikla hvolfþak er rís 257 feta hátt yfir veggi hússins. Þar uppi er svo- kallað — whispering gallery — eins og t. d. í St. Paul’s kirkju í London. Orð, sem hvíslað er öðru meginn, heyrist greinilega hinum megin í 60 feta fjarlægð. Öðru megin við the Rotunda er the Statuary hall, þar hefir hvert fylki rétt á að setja líkn- eski tvd^gja sinna bestu manna, og standa þar nú myndastyttur þeirra, hinna fornu mikilmenna, er grund- völlinn lögðu að veldi og auð Banda- ríkjanna. Hinum megin er hæsti rétt- ur — Supreme Court — 1-andsins. Það er fagurt að koma upp á Capi- tol hæðina að kvöldi dags. Þá ljóm- ar hin mikla hvíta höll í skæru hvítu ljósi og kastast endurskinið langar leiðir. Andspænis er bókhlaðan, merki legasta bygging af því tægi í heimi, að sögn. Af þeim litla tíma, sem eg hafði til eigin umráða i Washington, eyddi eg þar heilum degi, og hann hrökk skamt. Af svölum Capitols blas- ir við Pensylvaniu-avenue, mikilfeng- legasta borgarstræti í heimi, segja Ameríkumenn. Eins og ljósbrú, tveggja kílómetra löng og geysi'breið, liggur hún þráðbeint frá Capitol til Hvíta hússins. Svo nefnist bústað- ur forsetans, og hafa allir "fyrstu borgarar” — þessa ríkis, er sjálft tel- ur sig langauðugast — by far the richest — land í heimi, haft hér að- setur sitt alt frá dögum George Wash- ington. Húsið er lágt en langt, íburð- arlaust hið ytra, en frábærlega stíl- hreint og umhverfis það stór og fag- ur garður, og sómir það sér mjög vel milli hárra limríkra meiða. Upp til hvíta hússins horfa Banda- ríkjamenn, rétt eins og Rússar og Prússar forðum litu upp til halla keisara sinna. Þykir það meira en lít- ill frami að vera boðinn sem gestur heim þangað. Coolidge forseti og frú hans buðu okkur fundarkonum, “to break bred with them,” eins og sú forstöðukona fundarins, er þau boð flutti orðaði það. Var þetta fyrsta slíkt boð, er forseta'hjónin höfðu haft i langan tíma, og bar það til, að fyrir rúmu ári höfðu þau mist upþkominn son sinn. En eigi voru salakynni svo ötór að allar fundarkonurnar gætu komið samstundis. Voru útlending- arnir fyrri daginn, en þarlendu kon- urnar þann seinni. Við svona “international” fundi verða jafnan tvær dagskrár. Önnur er helguð alvarlegu störfunum. I. C. W. konurnar unnu dyggilega allan fyrri hluta dags, frá kl. 9 að morgnl til 4% síðdegis, að þeim málum, er á dagsskrá fundarins voru. En eftir það tóku við ýms heimboð, kvöldskemt- anir eða opinberir umræðufundir. Eg get ekki átt við að telja upp nema það helsta. Félag eitt stórt nefnist The Pan-American Union. Er það samband allra rikja Suður- og Mið- Ameríku ásamt Bandaríkjunum. Þetta félag á geysi-skrautlega höll með mörgum og stórum svölum. Eitt kvöld hafði það boð inni fyrir gestina. Þá höfðu sendiherrar allra ríkja boð fyr- ir fulltrúa sinnar þjóðar. Við Islend- ingarnir nutum það kvöld gestrisni sendiherra Dana í Washington, ásamt dönsku fulltrúunum. Sendiherra Narð manna bauð öllum Skandínövum heim. Mr. Hejbert Hoover og frú hans, miðstöð Rauða krossins og ýmsir klúbbar — clubs — sem enski heimur- inn er svo auðugur af — höfðu einn- ig boð fyrir okkur. Þá hafði eg talsvert gott tækifæri að heyra ameríska sönglist. Eri ekki get eg sagt að neitt af því tægi, er eg heyrði, hrifi mig. Það besta, sem eg heyrði af því tægi, var gamli Grieg, sem mjög er mikils metinn þar vestra. En eitt er aðdáunarvert þar og hygg eg að engin þjóð leiki eftir, hvernig Ameríkumenn búa út, það sem við köllum “skrautsýningar.” Afskaplega stórfenglegur þegjandi leikur var sýndur. Efni hans var að sýna and- stæður friðar og styrjaldar. Leiksvið- ið var stórt og þátttakendur geysi- margir. En það áhrifamesta við sýn- inguna var, hvernig leikið var með Ijós í öllum litum og litbrigðum. Mig hafði skort ímyndunárafl til að hugsa mér það, og eg hefi engin orð til, er Niðurl. á bls. 7. iiii im i ii 1111111111111111111111111111111111111111111111111 m 11111111111111111 n i ii i m- ~m 111 m 111111111111111111111111111111111111111111 ii 11111111111111111111111111111 ii 111111111111 ii 111111 ■:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.