Lögberg - 08.04.1926, Blaðsíða 7
LfiGTtFTRG FIMTUDAGINN
8. APRÍL 1926.
Bls. 7.
Vor-hreingerningar
TAL
LIBFIR þú tekið eftir því, að
** þegar þú hefir sáran blett
á þér einhvers staðar þá er alt-
af eitthvað að rekast á hann?
Hvað sem þú gerir, eru jafn-
vel smáskeinur þér til mikilla ó-
þæginda. Þetta tefur fyrir þér
og þú átt bágt iheð að vinna.
Hættan liggur þó aðallega í
því, að hættulegir gerlar komast
i sárin á hörundinu og vinna þar
mikið tjón, nema því að eins að
Zam-Buk sé strax viðhaft. Zam-
Buk eyðir strax þrautum og er á-
reiðanleg vörn gegn hættulegum
gerlum. Það má æfinlega reiða
sig á, að það græðir fljótlega og
gerir það vel .
Nú þegar húshreinsunin liggur
fyrir, mátt þú ómögulega vera
án hins ágæta Zam-Buk.
Zam-Buk er áreiðanlega bezta
meðalið við öllum hörundskvill-
um svo sem: illkýnjuðum sárum,
bólum, hringormi, eczema, piles
og öðru slíku.
Þetta ágæta meðal getur þú
fengið hiá lyfsalanum fyrir
50c. öskjuna, eða 3 fyrir $1.25.
ZamBuk Co., Toronto, sendir
með ánægju gott sýnishorn án
eirdurgajlds, ef óskað er.
Til selja í Hirðangri.
Eftir Guðmund Gíslason Hagalín.
Það eru fá orð í íslensku máli,
sem hafa svo mikinn æfintýrablæ
sem orðið sel. Því fylgir hress-
andi dalagola, og því fylgir óður
um sterkt og heilbrigt líf, kyrláta
og draumríka daga, við móður-
brjsót jarðar.
Seljalífið, er ekki lengur þáttur
í íslensku þjóðlífi. Hjá oss heyrir
það nú eingöngu æfintýrunum til.
Jeg hygg og, að æfintýri eins og
‘1Selmatseljan” eigi ekki lítinn
þátt í þeim æfintýraljóma, sem
sveipast hefir um seljalífið hjá
oss. Eg man það, að eg sat sem
barn við kné gamallar konu, sem
verið hafði selmatselja. Og mig
tók það sárt, að hætt skyldi vera
að hafa í seli — í bókstaflegri
merkingu. Sveitalífið íslenska
verður nú meira og meira rúið
“rómantík.” Bráðum heyra frá-
færur og kvöldsetur á gamla vísu,
sögunni til. Við, sem vorum börn
fýrir 114—16 árum, getum tekið
börnin á kné okkar og sagt þeim
sögur frá sveitalífinu í bernsku
okkar, sem bera svipaðan blæ æf-
intýra og seljasögurnar, sem
gamla fólkið sagði.
í Noregi er ennþá haft í seli.
Hvorki hátt kjötverð, breyttar
markaðskröfur, smjörbú né vinnu-
hjúaleysi hefir megnað að koll-
varpa þeim gamla sið. Og seljalíf-
ið er ennþá frumrænt og lokkandi.
Raunar munu verslunarlærðar sel-
matseljur hafa verið vandfundnar
fyr á dögum, og selmatseljur með
stúdentsprófi hafa ekki verið á
hverju strái til þessa. Nú sé eg, að
blöðin skýra frá slíkum fyrirbrigð-
um.
Mér þótti leitt að fara svo úr
Harðangri, að komá ekki til selja.
en förin drógst. Það var ekki lokk-
andi að hreyfa sig mikið í 30—35
stiga hita í skugganum, eins og
var hér á Voss og í Harðangri í
júlí og ágúst í sumar.
En loks lagði eg þó af stað, og
í för með mér voru OTsen, ungur
kaupmaður frá Björgvin, og Brigt,
yngsti sonur bóndans á Kaland.
Við lögðum á 1100 metra brekku
klukkan hálf sex að kvöldi, svo1
Áreiðanlegt Meðal Við Meltingar-
leysi og öðrum slíkum kvillum.
Læknar, sem hafa margra ára
reýnslu eru forviða hve fljótt
það læknar þá sjúkdóma.
Hafi læknirinn ekki nú þeg-
ar ráðlagt þér það, þá bara fáðu'
þér flösku bjá lyfsalánum. Það
heiti’- Nuga-Tone. Það er þægi-1
legt að taka það inn, og þú getur
fengið mánaðarforða fyrir svo sem
dol-lar. Þig mun furða, hve fljót
áhrif það hefir. Þegar um melt-;
ingarleysi og óreglu í maganum'
er að ræða, lystarleysi, höfuðverk
og svefnleysi, er ekkert sem jafn-
ast getur við þetta meðal. Reyndu
það í nokkra daga og þig mun
furða, hve fljótt það hressir þig
og eykur fjör þitt og áhuga. Það
veitir endurnærandi svefn og þér
fer strax að líða betur. Þeir sem
búa til Nuga-Tone, þekkja svo vel
áhrif þess, að þeir leggja fyrir'
alla lyfsala að ábyrgjast það og
skila aftur peningunum, ef þú erti
ekki ánægður. Góð meðmæli og
til sölu hjá öllum góðum Ikfsölum.i
léttklæddir, sem lög leyfa. Kaup-
maðurinn hafði malpoka á baki, og
eg hélt á kaffikatli. Við héldum
eftir mjóum stíg, upp snarbratta
hlíð. Skógurinn var svo þéttur, að
hann byrgði alla útsýn. Við fórum
hægt, blésum og stundum og þurk-
uðum af okkur svitann. Eftir 20
mínútna gang komum við á gil-
barm. Lækur fossaði eftir gilinu.
Sólgullinn hentist hann milli
grárra steina og grænlaufgra, hvít-
stofna bjarka. Héðan sást út yfir
fjörðinn, snarbrattar hlíðar og
dimmblátt djúp. Bæir f jær og nær,
hvít hús ogt rauð, og reykir stigu
beint í loft upp í kvöldkyrðinni.
Við héldum áfram. Nú lá leiðin
yfir gilið og síðan inn og upp gil-
barminn. Allsstaðar var jafn snar-
bratt, og eg tók að skygnast upp-
fyrir mig, Skógur, skógur, björk og
askur, sem stóðu bein og laufrík
í brekkunni. Við námum staðar og
skárum okkur stafi. Síðan gengum
við hraðara og komum nú á flatan
lynggróinn hjalla. Af hjallabrún-
inni lá digur stálstrengur. Eg
fylgdi honum með augunum. Hann
hvarf í skóginn nokkrum föðmum
neðar. Eg fékk að vita, að eftir
streng þessum þessum rendu skóg-
arhöggsmenn viðnum til fjöru, og
bóndi heyi sínu þá er hann sló í
mýrinni, efst á hjallanum. Þá er
við komum lítið eitt lengra, heyrð-
um við blásið í lúður, hátt og hvelt
og með einkennilegum lokkandi,
hreim.
— Hvað er þetta? spurði eg.
— Það er hann Samúel að lokka
féð.
— Já, hann ætlar að gefa því
salt. Ef hann gerir það ekki, þá
leitar það til fjöru.
— Og kemur féð, þegar blásið
er í lúðurinn?
— Þú skalt nú bráðum fá að
sjá það.
Nú komum við að aælinu. Það
eru tvö lítil hús með tyrfðu þaki,
bygð ur trjástofnum, sem á eru
heflaðir tveir fletir, en annars
halda sér, svo sem þeir komu úr
skóginum. Við dyrnar á öðru hús-
inu stóð Samúel, mitt inni í stór-
um fjárhóp, og hvaðanæfá sáust
kindur* koma á harða hlaupum.
Samúel stráði salti á hellu og féð
sleikti helluna af mestu ákefð.
'Skógarhöggsmennirnir fögnuðu
oss vel. Okkur var boðið kaffi, en
það þáðum við ekki. Eg svipaðist
um. í húsi þessu voru tvö herbergi.
Hafði það fremra verið notað sem
svefnherbergi, en hitt sem búr.
Hitt húsið hafði verið fjós. Eg
[ settist við borðið í innra herberg-
| inu. Borðið var rekið saman úr
(litthefluðum fjölum, og var ærið
: fornfálegt, enda mun það vera
komið til ára sinna. Á það var
skorið með klunnalegum stöfum
| ártalið 1767.
| Borðið stóð undir glugganum.
Og nú sá eg fagra sjón, fjörðinn
með víkum og vogum, tindum og
hlíðum, grundum og geirum, boj-
um og bátum. Og kvöldsólin varp-
aði Ijóstöfrum yfir bygð og báru.
Jakob, næstelsti sonur bónda,
tók fiðluna. Og gamall þjóðdans
kvað við. Það var kolsvört haust-
nótt úti, og vættimar læddust með
lokkandi söng kringum selið. En
alt í einu varð lagið tryltara. Tón-
arnir fengu mátt og megin æstra
og viltra náttúruafla. Það kváðu
við þrumur og brotnuðu bjarkir.
.... Svo birti yfir og tónarnir
urðu mildir og þýðir. Það var sem
máninn glitaði rúðuna og varpaði
daufum bjarma yfir bjálkana í
gólfinu . . . . og laginu var lokið.
■— Jæja, er ekki hægt að halda
áfram? sagði kaupmaðurinn.
Við kvöddum og fórum, héldum
upp í brattann á ný. Skógurinn
varð kræklóttar bjarkir og brodd-
hvass einir. Svo komu grænir bal-
ar, með gisnu grasi, og því næst
víðir og lyng.
Loks komum við í þrönga og
vota klettaskoru, og nú þurftum
við að nota bæði hendur og fætur.
— Hvað skrambi farið þið hratt,
sagði eg við kaupmanninn, sem
fyrir fór.
Hann leit flóttalega um öxl.
— Ja, eg vildi nú sem minst
stansa. Mér fyndist það ekki sér-
lega glæsilegt, að renna hérna
pfan.
Og það var satt. Eg kendi
skjálfta í knjáliðunum. Það lék
enginn vafi á því, að ef við rynn-
um af stað, þá myndum við ekki
stansa, fyr en niðri í urðinni, 100
metrum neðar.
Loks komum við upp í skarðið.
Þar var snjór í dældinni. Loftið
var svalt og hreint, og það var létt
að anda. Nú voru teknar myndir,
og mátti ekki seinna vera. Myrkrið
sé yfir.
Eg svipaðist um. Framundan
gat að líta lága ása, dali og drög,
og að baki há og hrikaleg fjöll.
Þau virtust iða pg titra í kvöld-
móðunni. Það voru sem gráhærðir
jötnar hristu höfuðið, yfir þessum
vesaldarlegu en tindilfættu mann-
verum, sem hreyktu sér þarna milli
hnjúkanna. -
Við héldum ofan drögin, eftir
langri fagurhvítri fönn; komum
að blátærum læk og settumst að
snæðingi. Svo lötruðum við niður
holtin o gmelana, mosavaxna eða
bera, unz við komum í þröngan
fjalldal, þar sem fossandi elfan
braust fram í gapandi gljúfri.
Brátt víkkaði dalverpið á hægri
hönd, og við komum í lágan og
kræklóttan laufskóg.
Eftir skamma stund komum við
í rjóður, og reifuð húmi stóðu þar
fornfáleg bjálkahús. Við vorum
komnir að seli bónda eins í Gran-
vin. Lengra var ekki ferðinni heit-
ið. Við lítum á klukkuna, og gátum
greint að hún var 11. Svo gengum
við heim að húsum. Þau voru tvö.
Annað var viðhús. Þar voru hlóðir.
Á þeim stóð geysilegur eirpottur,
sem minti mig á sögurnar um tröll-
in, sem átu gesti sína. En pottur-
inn var ætlaður til ostsuðu, og því
meinlaus. Við gengum að hinu
húsinu. Það stóð í brattri brekku,
og lá trébrú ofan úr brekkunni og
upp að dyrunum á efri hæð. Kring-
um húsið var skíðgarður. Við
gengum upp brúna. Kýr bauluðu.
Þær virtust vera undir fótum okk-
ar. Fjósið var í neðri hæð hússins.
Nú drápuð við á dyr. Brátt heyrð-
ist þrusk inni, og síðan var kallað:
— Hver er úti?
— Ingebrigt Kaland, Olsen,
kaupmaður frá Björgvin og Guð-
mundur Hagalín frá Islandi.
— Olsen . . . Ekki þó Alf Olsen?
heyrðum við sagt í undrandi og
glöðum rómi.
Það , var sem kaupmaðurinn
hefði verið snortinn töfrasprota.
Hann hristist og hann hoppaði.
— iHjalló, það er þó víst ekki
Randí?
— Juhuhú! heyrðum við inni..
Dyrnar opnuðust, og út kom
stúlka. En ekki gat eg greint and-
litsfall eða vöxt í myrkrinu. Okkur
voru boðin sæti og matur, en við
þáðum aðeins sætin. Svo byrjuðu
þau að spjalla saman í myrkrinu,
Olsen og Randíður. — Þau höfðu
verið saman í verslunarskóla fyrir
tveimur1 árum.
(—■ Er hér ekki hlaða, sem við
getum fengið að liggja í? spurði
eg..
i— Ja, nei, það er ekki hey í
henni . . . . En það er autt rúm
hérna, reyndar bara eitt.
— Ekki sofum við þrír í einu
rúmi.
—Nei. —
Nú greip Olsen fram í.
— O, við höfum það einhvern-
veginn.
Brigt greip í h'andlegg mér. Það
tísti í honum.
— Jæja, Brigt, við förum þá í
hlöðuna.
—iHáttið þið bara barna, sagði
Olsen.
— Nei, eg held nú ekki, sagði eg.
Þér væruð vísir til að hátta í rúm
ungfrúarinnar og láta hana húka
á stól alla nóttina. Við Brigt för-
um í hlöðuna.
Nú var ,það Randíður, sem greip
fram í.
i— Ja, þegar eg hugsa mig nú
betur um þá er nú eins og mig
minni, að það sé einhver tugga 1
hlöðunni. ^
.— Nú, það var ágætt........ Þá
af stað, Brigt.
— Þið getið fengið ábreiður. Og
ungfrúin kom með ábreiðurnar úr
rúmi sínu.
— Nei, þetta dugir hreint ekki.
Ekki má ungfrúin deyja úr kulda.
— O, það er ekki svo kalt núna.
Við buðum góða nótt og fórum
út. Brigt hló, ekki eins og fólk
flest. Hann velti sér í grasinu og
hláturinn hristist úr honum eins
og hey úr fyrirbandslausum poka,
sem flýgur ofan bratta brekku.
Við svipuðumst um eftir hlöð-
unni. Hún var niðri við ána. Jú,
þar var ærið hey, og nýlega slegið
og hirt. Við skildum ábreiðurnar
eftir og gengum með malinn og
ketilinn niður á árbakkann. Svo
stikluðuffl við út í hólma og tendr-
uðum.bál.
Leiftrum sló á ána og flöktandi
bjárma lagði inn á milli trjánna í
skóginum. Nú sagði Brigt mér
sögur um veiði í vötnum og ám og
bjarndýra- og héraveiði í skógum.
Svo komu sögur um huldufólk og
vofur, og tíminn leið fljótt.
Þá er við höfðum drukkið kaff-
ið, féll yfir okkur þung1 og höfug
ró. Áin suðaði, fuglar kvökuðu og 1
andvarinn bærði blöðin á trjánum. j
Fjöllin stóðu myrk og þögul í
fjarska, og ásarnir voru eins og J
dökkleit risadýr, sem hjúfruðu sig j
saman og skytu upp bakinu. Yfir j
var heiður himin með tindrandi j
stjörnum.
Við stóðum upp, stikluðum yfir'
ána og grófum okkur í heyið. Svo
var þá að sofna. En það var hægra 1
sagt en gert. Stráin stungu og
flugurnar gerðu sitt til að óróa
okkur. Loks var eins og þúsund
hvítar og hvíslandi verur hefðu 1
gert samning með sér um að gera
okkur nóttina langa og leiða, og
þá er dagur ljómaði, þutum við út
þreyttir og sljóir, þrifum ketil og
mat og fórum heim að selinu.
Þar var alt hljótt. Við svipuð-
umst um. Sel þetta var gamalt og
mosavaxið, svo sem selið Harðang-
ursmegin í f jallinu. Á vegginn var
eftirfarandi skorið með fínu prent-
letri:
Anno 1824
Olrik Blomquist, kapteinn í hinu
konunglega svenska fótgönguliði,
þakkar æruverðri júngfrú önnu
Pétursdóttur fyrir góðar viðtökur
og viðurgerning.
Gluggarnir voru litlir, og þeir
voru hátt frá jörðu. En af brún-
inni var hægt að vinda sér upp á
þakið, og nú vildi Brigt skríða
upp á Ijórann. Það víldi eg ekki
leyfa. Svo lögðumst við á fjós-
gluggann á neðra gafli hússins
og sáum í falleg tindrandi dýrs-
augu. Kýrnar stóðu upp og hristu
klafana. Það glamraði í bjöllu,
svo að söng við í kofanum. Nú
heyrðist þrusk inni. Við gripum
sinn hnullungssteininn hvor og
lögðumst upp í brekkuna með
steinana undir höfðinu. Þar lág-
um við eins og sofandi lífvörður.
Brátt opnuðust dyrnar. Eg lét
rifa í augun. Stúlka í svörtum
kjól kom út. Hún var grönn og
dökkeyg, hörundshvít og hárprúð.
Henni varð ekki litið þangað sem
við lágum, en samt brosti hún.
Brosið var mjúkt og þýtt og tví-
rætt. Þið þekkið hvernig ungar
stúlkur geta brosað. Og svona
stóð hún og brosti við himninum
eða guð veit hverju. Ja, hver veit,
hvort hún brosti við því, sem var,
j eða því sem hafði verið? Nú kom
hún auga á okkur. Hún varð
vandræðaleg. Hún drap höfði og
tók mjólkurskjólurnar, sem héngu
á nöglum á þilinu. Þær voru úr
tré og með hornkilpum, rétt eins
og heima. Hún snaraðist iivn í
fjósið. Við stóðum upp. Kýrnar
bauluðu. iStúlkan gældi við eina
þeirra. Eg' hafði það á tilfinning./
unni, að hún legði vangann að
hálsi hennar og hvíslaði gæluorð-
um í eyra henni. Svo heyrðist
tómahljóð í botninum á fötunni,
en stúlkan byrjaði að mjólka.
Nú kom Olsen út. Hann teigði
sig og geispaði.
“iGóðan daginn! Hvernig hafið
þið sofið?”
Við sögðum okkar sögu, og hann
sína. Hann hafði sofið vel, við
illa. Svo var það klappað og klárt.
Kýrnar voru leystar út. Þær
komu ein af annari og flyktust
umhverfis saltsteininn. Þær
kominn til íslands. Landslag,
gróður — alt var þekt og kært.
Mig fýsti ekki lengra að sinni —
en haldið var áfram upp í skarð-
ið — og síðan beint undan brekk-
unni, gegnum skógarþykni og
niður ’bergveggi. Og votir inn að
skinni héldum við í hlað á Kal-
and, þá er sól var í hádegisstað
og hitinn 33 stig í skugganum.
Voss, 15. sept. 1925.
Guðm. G. Hagalín.
—‘Lesb. Morgbl.
Hveitisamlagið.
Bændur á Bretlandi tala um
hveitisamlagið.
Á fundi, sem Howder Yorkshire
deildin af National Farmers Un-
ion of Great Britain hélt nýlega,
benti Mr. H. J. Winn á það, hve
afhragðs vel hveiti samlaginu í
Canada gengi, og sagði hann, að
það væri sín skoðun, að bændurn-
ir á Bretlandi ættu hér að fara að
dæmi Canada manna og mynda
samskonar félagsskap og komast í
samband við lCanada hveitisam-
lagið. Gerði hann ráð fyrir, að
hreyfa þessu við miðstjórn félags-
ins á fundi í London.
Við British Food Council hafi
hann það að athuga, viðvíkjandi
sölu á hveiti, að sú nefnd léti að
eins til sín taka, þegar verð á mat-
vælum færi hækkandi, en ekkert,
þegar einhverjar tegundir af þeim
vörum lækkuðu í verði.
Nokkur ríki í Bandaríkjum mynda
sameiginlega söludeild.
Sú hefir orðið afleiðing af fundi
hveitisamlaganna, sem haldinn
var í St. Paul og sem fulltrúar
voru mættir á frá ýmsum þjóðum,
að sex hveitisamlög í Bandaríkj-
unum hafa myndað sameiginlega
söludeild. Fundur var haldinn í
ÍWichita, Kansas á mánudaginn
22. marz, og var Mr. C. H. tBur-
nell, forseti Manitoba hveitisam-
lagsins, þar viðstaddur. Þar voru
mættir fulltrúar þeirra, er hveiti
nækta í Colorado, Nebraska, Kan-
sas, • Oklahoma, Texas og New
Mexico, og var þar gert uppkast
að samningi, og verður það síðar
lagt fyrir hlutðeigendur í þessum
ríkjum. Samningur þessi gerði
ráð fyrir sameiginlegri söludeild
fyrir þessi sex ríki, sem á að heita
The Southern Wheat Growers’
lygndu augunum, börðu hölunum! Association”. Er hér fylgt fyrir-
og stungu tungunni upp í nasirn- mynd Canada hveiti samlagsins
ar á víxl. Það voru fallegar
skepnur, kviðmiklar og búsældar-
legar, eins og kýr eiga að vera.
Allar voru þær rauðar og með
dökkum deplum.
Loks kom stúlkan út, brosti
hýrt við okkur öllum í samein-
ingu og aumkaði. okkur fyrir
svefnleysið. iHún hafði sofið og
og sofið svo ljómandi vel. Hún gaf
kúnum salt og þær sleiktu á henni
hendurnar, jöpluðu á henni kjól-
inn, og ein hafði jafnvel náð í
hárfléttuna. Hún fékk högg á
nasirnar, en annars var auðséð að
að stúlkunni þótti vænt um kýrn-
ar og þeim um hana. Bjöllukýrin
sleikti fyrst af steininum og leit
illúðlega til hinna. En allar fengu
að lokum sitt, og svo héldu þær
af stað í hagann, ruggandi og
værðarlegar, sláandi hölum og
brettandi eyrum, bjöllukýrin á
undan með reist höfuð, hinar á
eftir áhyggjulausar, eins og lýð-
urinn, sem fylgir foringjanum.
Nú var matur á borð borinn,
brauð, smjör og ostur. Síðan kom
rjómagrautur, sem rann sjálfkrafa
niður, eins og meirnaður magáll.
Þá er við vorum mettir, skoðuð-
um við búrið. Þar voru hyllur
með ostum, stórum eins og myllu-
hjólum, dallar og kyrnur með
smjöri og trog með mjólk: Sá
undrunalr í >og teælustaður fyrir
þann, sem hefði haft sæmilega
matarlyst! En við Brigt vorum
of þvældir og syfjaðir. Olsen var
aftur á móti útsofinn. Við skoð-
uðum einnig fjósið. Þar var lágt
undir lof-t og ekkert tískusnið á
neinu. Þar var alt með gömlu
lági, klafar úr horni, köngurlóar-
vefir í öllum hornum, og glufum,
og glugginn eins og kýrauga. En
ekki sá á kúnum, að þær hefðu
ekki nægilegt Ioft og ljós.
Við bjuggumst nú af stað og
kvöddum stúlkuna. Hún stóð og
horfði á okkur, broshýr og blíð,
unz við hurfum inn í skóginn.
Við vorum seinir í spori og ekki
sérlega hnakkakertir. — Hitinn
jókst meira og meira. En áfram
héldum við, uns við komum upp í
Aaldrögin. Þar fórum við úr föt-
uniim og veltum okkur í læk,
runnum eftir sléttri berghellu í
hæfilegum bratta. Svo var hitað
káffi ög hlaupið fram og aftur.
Svefn og þreyta löbbuðu leiðar
sinnar. Sól og gleði og draum-
laus dagur alt umhverfis okkur.
Fuglar í runnum og fiskar í lækj-
um. Nei, það var ekki unt að vera
þreyttur og syfjaður. Við geng-
um greitt, þegar við fórum af
stað á ný
og verða þar jafnmargir ráðu-
nautar frá hverju ríki. Samning-
urinn gerir ráð fyrir tveimur
ráðunautum frá hverju ríkis-
hveitisamlagi.
Haukur Gíslason
og íslenzki söfnuðrínn í Höfn.
Um síðastliðin áramót voru 10
ár liðin, síðan fyrsta íslenzka
guðsþjónustan var haldin í bæn-
húsi Abel-Kathrine-hælisins á
Vesturbrú í Höfn. Nokkrum
mánuðum áður hafði Haukur
Gíslason fengið prestsembætti við
Holmens Kirke, þar í borginni. En
það var hans fyrstá verk, er til
Hafnar kom, .að hefja undirbún-
ing undir stofnun íslenzks safnað-
ar þar í borginni.
íNýlunda þótti það mikil meðal
landa í Höfn, að hlýða á íslenzka
guðsþjónustu þar, og var aðsókn
mikil í upphafi að þessum mess-
um. En er frá leið, dró nokkuð
úr aðsókn, er nýjabrumið var
lcomið af þessu. Þá komu fram
aðfinslurnar og gikkshátturinn,
sem landinn hefir oftast nær á
lofti, þegar um nýjungar er að
ræða, sem hættar eru að vekja
forvitni hans.
En séra Haukur Gíslason er
maður, sem virðist því vanur, að
vinna bug á erfiðleikum; þeir vaxa
honum ekki í augum, svo mikið er
víst. ótrauður vann hann að því,
að skipulag kæmist á hinn fá-
menna íslenzka söfnuð, og hann
fann þar í borginni menn, sem
með Ijúfu geði urðu honum til
aðstoðar, svo sem þá Ditlev Thom-
sen konsúl og S. Hjaltason kaup-
mann. Allmargar konur íslenzk-
ar hafa og staðið framarlega í
starfi safnaðarins, svo sem þær
frú Þórunn Hörring og frú Guð-
ríður Clerk.
Þess er getið til, að um 2,000
íslendingar séu búsettir í Höfn
um lengri eða skemmri tíma;
hvort þessi tala er ágizkun ein,
skal ósagt látið. En það eitt er
víst, að undanfarin 40—50 ár, hef-
ir fjöldi íslendinga fluzt búferl-
um til Hafnar, sezt þar að við
ýmsa atvinnu , og horfið löndum
sínum þar í mannfjöldann.
Þessu fólki var starf séra Hauks
Gíslasonar hinn mesti fengur. —
Þegar komið var skipulag á safn-
aðarstjórn, og söfnuðurinn var
búinn að starfa svo lengi, að allir
íslendingar í horginni, ungir sem
gamlir, voru farnir að ganga að
því vísu, að íslenzku messurnar
og nú fanst mér egyrðu á sínum ákveðnu tímum, og
aldrei yrði messufall, þá varð að-
sóknin svo mikil að staðaldri, að
hið litla bænahús Abel-Katherine
hælisins varð erf lítið.
Þá fékk söfnuðurinn kirkjusal
Nikulásarkirkju til afnota, og. þar
hafa nú íslenzku guðsþjónusturn-
ar verið haldnar um nokkur ár.
En auk þess sem séra Haukur
Gíslason hefir í hjáverkum sínum
þjónað íslenzka söfnuðinum í 10
ár, hefir hann lagt mikið, þarft,
og óeigingjarnt starf í það, að
leiðbeina ungu íslenzku fólki, er
til Hafnar kemur; en þangað
koma oft margir ókunnugir og
veglausir héðan að heiman.
Á séra Haukur miklar þakkir
skilið fyrir hið mikla starf, sem
hann hefir unnið í Höfn þessi 10
ár fyrir íslenzku nýlenduna þar í
borginni.
iSéra Haukur Gíslason er fædd-
ur að Þverá í Fnjóskadal árið
1878. Árin 1892—94 gekk hann í
Möðruvallaskólann, en fór nokkru
síðar i Latínuskólann og útskrif-
aðist þaðan 1901.
Árið 1906 lauk hann guðfræða-
prófi við Hafnarháskóla. Fékk
skömmu síðar aðstoðarprestsem-
bætti við Budolfikirkjuna í Ála-
borg. Seinna var honum veitt
prestakall skamt frá Randers og
bjó hann í Tvede, þangað til hann
fékk prestsembættijð við Holmens-
kirkju í Höfn, er hpnn þjónar enn.
—iLesb. Mbl.
Hvernig fyrirmyndar eiginkona
á að vera.
Þýzkt blað hefir nýlega birt
drög að ^amningi milli hjóna, og
á sá samningur að tryggja gott
og hamingjusamt hjónaband. En
sá er gallinn á, að að eins er til-
tekið, hverju konan á að Ipfa, og
látið ósagt, hvað maðurinn á að
undirgangast. En þó svo sé, er
gaman að sjá hverjar kröfur
Þjóðverjar gera til konanna, eigi
þær að teljast, fyrirmyndar eigin-
konur.
Þær verða meðal annars að
lofa þessu:
Að hafa ekkj kelturakka.
Að vera ekki í fleiri en tveimur
kvenfélögum.
Að krefjast þess ekki, eignist
þau barn, að maðurinn fari á fæt-
ur á nóttunni til þess að velgja
pelann króans.
Að klifa ekki stöðugt á því, að
allir gallar barnsins séu arfur frá
föðurnum.
Að heimta ekki bifreið sérstak-
lega fyrir sig, og taka sér ekki til
fyrirmyndar í klæðaburði og hár-
búnaði skartgjörnustu leikkonur.
Að trufla ekki húsbóndann
meðan hann les blað sitt.
Að krefjast þess ekki, að hann
gangi út að kvöldinu, ef hann er
þreyttur og kýs heldur að ganga
til náða.
Að spyrja aldrei, hvaða mið-
degismat maðurinn vilji hafa.
Að bjóðast aldrei til að kaupa
fyrir hann hálsbindi hans.—Vísir.
Vér höfum allir séð þá.
Menn sem eru upp með sé r af
lítillæti sínu.
Menn, sem sífelt eru að masa,
en segja samt lítið.
IMenn, sem eru fátölugir, en
segja þó mikið.
Menn, sem hafa hátt, en fram-
kvæma lítið.
Menn, sem tala fátt, en gera
mikið.
Menn, sem sýnast vera risar,
en koma fram eins og engisprett-
ur.
Menn, sem líkja má við engi-
sprettur en eru dugandi sem risar.
Menn, sem eru vel til fara, en
illa siðaðir.
Menn, sem halda að þeir séu
trúaðir, ef þeir eru ergilegir á
svipinn.
Menn, sem ekki vilja fyrir nokk-
urt gjald höggva höfuðið af hænu-
unga, en sem gera alt er í þeirra
valdi stendur til að vega náung-
ann með tungunnij—Ljósb.
Brot ár ferðasögu.
Frh. frá bl». 2.
geti lýst því. Oftar en í þetta sinn
höfðum við ástæðu til að dást að
þesari sérstöku amerísku list.
Bandaríkin byggja, auk hvitra
manna af öllum þjóðflokkum, hinir
fornu frumbyggjar landsins, Indiánar,
er nú eru orðnir fáir og smáir, og ein-
angraðir , svokölluð “reserves”, og
svertingjar, afkomendur þrælanna, er
á þrælasölutímunum voru fluttir til
landsins frá Afríku. Svertingjarnir
eru fjölmennir orðnir, svo fjölmennir,
að margir telja hættu stafa af. 1
Washington er t. d. um þriðji hver
maöur litaður — coloured. Svertingj-
ar finna talsvert til sin. Það sýndi
sig við eitt tækifæri þessa daga, sem
eg dvaldi í Washington. Móttöku-
nefndin hafði ætlað sér aö sýna gesV
unurn myndir úr lífi þessara tveggja
þjóðílokka. Fyrst var á dagsskrá
dans Indiána, söngur þeirra o.s.frv.
og Ieystu þeir það af hendi. En síðari
liður dagskrárinnar, þar sem svert-
ingja voru leikendur, var aldrei fram-
kvæmdur, vegna þess, að þeir neituðu
á síðustu stundu að koma fram.
Ameríkumenn eiga meðal margs
einn kjörgrip, það er hin svokallaða
Monroe-kenning. Samkvæmt henni má
engin íhlutun annara þjóða um hag
eða stjórn landsins líðast. Nú eru
Ameríkumenn, svo sem kunnugt er,
eigi í þjóðbandalaginu. Um þaö leyti
er fundur Alþjóðakvennaráðsins átti
að byrja, höfðu einhver, mjög ein-
hliða blöð, borið þær sakir á I. C. W.,
að það væri komið til landsins mest-
megnis í því skyni, að knýja Ameríku
menn inn i þjóðbandalagið.. Varð úr
þessu kurr nokkur, er þó leiðréttist
bráðlega. Því þótt I. C. W. sé þjóö-
bandalaginu hlynt og vinni mikiö með
því, hafði það alls ekki ætlað sér að
fára að brjóta i bága yið Monroe-
kenninguna. Að þessu urðu þó þau
óþægindi að “dætur stjórnarbylting-
arinnar,” sem gefið höfðu loforð fyr-
ir fundarstaö i húsi sinu, tóku það
loforð aftur og varð fundurinn að
fara fram i langt um óhentugri og
alt oí stóruni sal.
AS öðru leyti voru viðtökurnar á-
gætar. Forstöðukonurnar, sem eins og
nærri má geta. voru mörgum önnum
hlaönar, gerðu alt, sem þær gátu til
að sýna gestunum alúð, og dvölin
verður okkur öllum ógleymanleg. sér-
staklega fyrir þá velvild og innilegu
gestrisni er okkur var sýnd í Wash-
ington má heita að látlaust séu ein-
hverjir alþjóðlegir fundir. Tala gesta,
er þar koma og fara, er liklega meiri
en í nokurri annari borg. Washing-
ton-búar kuna þvi að taka á móti fólki,
en þeir kvörtuðu um að bæði persón-
ur og viðburðir væri fljótt að gleym-
ast. Hver gestahópurinn rekur annan,
þeir líða hjá, eins og mynd á hvítu
kvikmyndatjaldi, hverfa og gleymast.
Washington og Lonco\n. Hvor
þeirra er meiri óskmögur þjóðar
sinnar? Þeirri spurningu er eigi auð-
velt að svara . En víst er um það, að
engir eiga meiri ítök í hugum hennar.
1 Washington hefir þjóðin reist þeim
báðum minnismerki. Washington-
varðinn er 555 feta hár. Uppmjór
stöpull, 55 fet á hlið niðri við jörðu
Hæsta múrbygging í heimi Oddur
hans er af hvítu alumíníum, og eru
litlir gluggar á öllum þliðum. Lyfti-
vél er inni, svo auðveltíer að komast
upp, og er þaðan afar fagurt útsýni
yfir alt umhverfið. Er eg kom þangað
var lyftivélin í aðgerð. Gekk eg því
upp alla leið og sá ekki eftir því erf-
iöi. — Minrrismerkin standa andspæn-
is hvort öðru og er rennslétt flöt með
stóru stööuvatni á milli. Á vorin
standa kirsiberjatrén klædd angandi,
ljósrauðum blómuni á vatnsbakkanum,
og er þá dásamlega fagurt þarna úti.
Washington-monument er steinobel-
iski, geysihár. Teygir hann efsta odd
sinn hátt til himins, ímynd hinnar
konunglegu hugsjónar Washingtons,
mannsins, er öllum frekar Iagði grund
völl að framtíö ríkisins mikla á vest-
urhveli hnattar vors. Lincoln-memori-
al er musteri í grískum stíl. Súlnahöll
mikil og vegleg. Lincoln-memorial er
gerður af marmara. Umhverfis eru
súlnagöng mikil og eru súlurnar 36
talsins, jafnmargar og sambandsríkin
voru um það leyti er Lincoln var
myrtur. Þar inni situr “the grand
old man,” — alvarlegur og einarður
á svip, — maðurinn, er setti sér það
mikla niark, að afnema þrælahaldið,
en varöveita þó samband Norður- og
Suðurríkjanna, og var þvi vaxinn að
koma fram ásetningi sínum.
Mount Vernon. Við siglum eftir
ánni Potomac. Hinu megin við hana
gnæfa loftskeytastengurnar í Arling-
ton hátt í loft. Sterkasta loftskeyta-
stöð heimsnis. Er lengra dregur verð-
ur landslagið smáhæðótt. Á einni hæð-
inni blasir viö lágt hvítt hús. Þangað
er stefnt. Þetta er Mount Vernon, bú-
garður George Washingtons. Staður-
inn er þjóðareign, og hér stendur alt
með ummerkjum. Lágu, rúmgóðu
stofurnar geyma húsgögnin hans, og
uppi á loftinu er herbergið, sem hann
dó í. Utanhússbyggingar standa allar
meði sama sniði og er hann bjó hér,
gamla uxakerran og þunglamalegi
vefstólinn eru með kyrrum kjörum.
Spölkorn frá húsinu er gröf Wash-
ingtons og konu hans. Niður <ið ánni
teygja sig grænar brekkur og í fjarska
sést borgin. Hér er alt hreint og ó-
flekkað. Sá, sem hingaö kemur, finn-
ur, að andi göfugs manns svtfur hér
yfir vötnunum.-
Arlington. í Arlington er þjóðar-
grafreitur Bandaríkjanna. Undir
mjúkri grasábreiðu hvíla þar í óend-
anlega löngum röðum, hinir frægustu
synir þjóðarinnar er lífið létu í styrj-
öldinni miklu. Litlar hvítar marmara-
töflur eru einu vegsumerkin. Þær eru
margar — hryllilega margar.
Hér er gröf hins óþekta hermanns.
2. sunnudagur í maímánuði ár hvert
er helgaöur striðsmæðrunum — War-
Morthers Day. — Eru sérstakar guðs-
þjónustur í öllum kirkjum, en aðal
athöfnin fer fram úti í Arlington.
Sú athöfn er víst gerð til þess að
vera einskonar sárabætur fyrir sona-
lausu mæðurnar. En lijamingjan má
vita hvort hún er ekki eitthvað annað.
Hernaöarbragurinn var augljós. Það
eru æðstu- menn hers og flota, er hér
leggja mest tli. Aðalræðumaðurinn
víðfrægði hetjudauðann á vígvellinum
og fórnfýsi mæðranna, er létu syni
sína af hendi, er “sómi” fööurlands-
ins væri í veði. Hljóðfæraflokkur hers
og flota léku, og í loftinu suðuðu
flugvélar. Þær dreifðu hvítum og
rauðum nellikkum yfir mannfjöld-
ann. Voru þau blóm einkenni dagsins;
hvítt báru þeir er eigi áttu móður á
lifi, hiriir rautt. HjúkrunarliS hersins
sendi upp bréfdúfur, en eg efast um
að það hafi verið friðardúfur. Að at-
höfninni lokinni vöru sveigar lagðir á
gröf óþekta hermannsins.
Inga L. Lárusdóttir.
— Iðunn,