Lögberg - 29.04.1926, Side 1
DROVINCF
1 THEATRE 1J
ÞESSA VIKU
“SIBERIA’
BARTLEY CAMPBELL
Afskapa sorgarleikur sem gerist í dimm-
ustu stöðum Rússlands.
idlef i.
p R O V IN C P
1 THEATRE 1J
NÆSTU VIKU
C. Gardner Sullivan’s átakanlega saga
“IF MARRIAGE FAILS”
Ein af þeim myndum sem þú mátt ekki
láta fara fram hjá þér
39. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1926
I!
NÚMER 17
Canada.
Það er deginum ljósara, að
fólkið i Ontario, eða öllu heldur
rá hluti þess, sem á einhvern hátt
fæst við að búa til og selja bíla,
er langt frá því að vera ánægður
með tolllækkun þá á bílum, sem
fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar
fer fram á, og sem skýrt var frá í
síðasta blaði. Um þrjú þúsund
nianna frá Oshawa og ýmsum öðr-
um bæjum í Ontario, þar sem bíl-
ar eru búnir til, fóru í vikunni sem
leið til Ottawa, til að fara fram á
það við stjórnina, að hún hætti
við að lækka tolla á bílum, eða að
minsta kosti legði þetta mál fyrir
tollanefndina til athugunar áður
en tollarnir væru lækkaðir frá
því sem nú er.
Þegar til Ottawa kom, safnað-
ist þessi mannfjöldi saman í
stæista leikhúsi borgarinnar til
að búa sig undir að ganga í einni
fylkingu upp að þinghúsinu á
fund stjórnarinnar. En meðan á
því stóð, komu þar inn þeir Mr.
King stjórnarformaður og Mr.
Robb, fjármálaráðherra. Fluttu
þeir þar stuttar ræður og lét Mr.
King þess getið, að stjórnin mundi
fylgja þeirri reglu nú eins og á-
valt, að taka á móti fjölmennum
sendinefndum í stærsta herbergi
þinghússins, sem til þess væri not-
að, en það væri nefndarsalur
járnbrautadeildarinnar, en hann
mundi taka svo sem 500 manns.
Vonaði hann, að þeir, sem þarna
væru saman komnir, vildu koma
* sér saman um að velja þá tölu
manna úr þessum mannfjölda og
væri stjórninni ánægju efni að
hlusta þar á mál þeirra og athuga
vandlega ástæður allar, sem þeir
hefði fram að bera gegn því, að
tollurinn væri lækkaður.
Þegar í þinghúsið kom, voru
allir ráðherrarnir þar saman-
komni og ýmsir þingmenn þar að
auki. Nokkrir af þessari stóru
sendisveit báru þar fram umkvart-
anir sínar, sem voru samskonar
eins og æfinlega, þega um toll-
lækkun er að ræða, eða þær, að
iðnaðurinn geti ekki staðist, nema
með afar háum verndartolli, verk-
smiðjurnar mundu verða fluttar
til Bandaríkjanna og verkamenn-
irnir yrðu atvinnulausir.
Mr. King svaraði á þá leið, að
enginn mætti ætla, að þótt þessi
tolllækkun hafi ekki verið lögð
fyrir tollnefndina,.væri hún fyrir
það vanhugsuð, eða að henni
hrapað. Það væri öðru nær, en
£>Ö stjórnin vildi gera nokkurri
stétt manna í landinu skaða, eða
vinna iðnaði þjóðarinnar tjón.
Stjórnin hefði lagt frumvarp það,
sem hér væri um að ræða, fyrir
þingið, sannfærð um, að það væri
þjóðinni til góðs og ef meiri hluti
tf fulltrúum þjóðarinnar reyndist
á sama máli, mundi tolllækkunin
ná fram að ganga. Hins vegar
væri stjórnin meir en viljug til að
athuga nákvæmlega allar ástæð-
ur, sem því kynnu að vera til fyr-
irstöðu, að tollarnir væru lækk-
aðir.
Mr. Robb var ekki eins mildur í
máli eins og stjórnarformaðurinn.
Kvaðst hann fyrir sitt leyti vilja
halda fast við fjárlagafrumvarp-
ið eins og það væri og svaraði
aéndinefndinni á svipaðan hátt
eins og Pílatus svaraði prestunum
forðum: “Það sem eg hefi skrif-
að, það hefi eg skrifað.”
Það virðist heldur ólíklegt, að
þessi krafa færi mikinn árangur
þeim sem hana bera fram, því
fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar
er yfirleitt vel tekið af þjóðinni.
* # *
Nú í vor hefir verið sent mcira
af kartöflum frá Vestur-Canada
til Bandaríkjanna heldur en nokk-
ur dæmi eru til áður og hafa þær
verið seldar þar fyrir hátt verð.
kartöflum flutti C. N. R. nýlega
til Duluth, og voru kartöflurnar
sendar þaðan til Chicago, Minne-
apolis og annara stórborga í Ban-
daríkjunum. Síðan í marz hefir
C. N. R. flutt 800 vagnhlöss af
kartöflum frá Vestur- Canada,
sumt til austurfylkjanna, en mest
til Bandarikjanna.
# # #
Dr. Eber Crummy hefir sagt af
sér embætti sínu sem prestur
Sameinuðu kirkjunnar á Maryland
stræti í Winnipeg, frá 30 júní að
telja. Dr. Crnmmy hefir gegnt
ýmsum meiri háttar embættum
innan Meþodista kirkjunnar. Hann
var um eitt skeið skólastjóri við
Wesley College og prestur við
| Grace kirkjuna vaT hann í nokkur
i ár.
* • r
Frjálslyndi stjórnmála flokkur-
inn i Alberta hefir kosið Joseph
T. Shaw fyrir leiðtoga sinn. Gerð-
ist það á fundi, sem haldinn var
í Calgary hinn 21. þ.m. og voru
i þar mættir 125 kjörnir fulltrúar
| frá ölum kjördæmum fylkisins.
Mr. Shaw var kosinn í einu hljóði
og var ekki stungið upp á öðrum
á fundinum. Nokkrir fundarmenn
vildu fresta því að kjósa leiðtoga,
þangað til almennar fylkiskosn-
ingar hefðu farið fram og kjósa
þá einn af þeim, sem kosnir yrðu
þ:ngmenn í fylkinu. En miklu
meiri hluta fundarmanna þótti
það miður ráðlegt. Mr. Shaw hef-
ir verið þingmaður fyrir Calgary
í Sambandsþinginu, og var þá ó-
háður öllum flokkum. Við al-
mennu kosningarnar í haust náði
hann ekki kosningu.
• 0 •
Strætisbrautafélagið í Winni-
peg og verkamenn þess, hafa að
undanförnu átt eitthváð örðugt
með að koma sér saman um kaup-
gjald og fleira, sem að vinnu-
brögðum lýtur. Hafa nú hlutað-
eigendur farið fram á það við
landsstjórnina, að samkvæmt gild-
andi lögum láti hún rannsaka
j þetta mál vel og vandlega og að
þeirri rannsókn lokinni leiði á-
i gieiningsmálin til lykta á frið-
samlegan og réttlátan hátt. Hef-
ir stjórnin orðið greiðlega við
þessu máli og hefir hún nú þegar
scnt mann frá Ottawa hingað til
Winnipeg og er hann hér nú að
rannsaka alt nákvæmlega sem
þessu máli viðkemur. Leiðir þetta
vcnandi til góðs samkomulags,
enda virðast menn vera að sjá
það betur og betur, að gott sam-
komulag milli verkveitanda og
verkamanna er nauðsyn, en verk-
föll með öllu sínu tjóni og gaura-
gangi, er vandræða úrræði.
stjórnartímabil hans á enda og er
ekki gert ráð fyrir, að hann gegni
fylkisstjóra embættinu lengur.
* * *
Fjármálanefnd bæjarstjórnar-
innar í Winnipeg leggur til að
skattarnir verði lækkaðir um
$2,000,000 á þessu ári, og eru þá
tokjurnar áætlaðar $8,280,000. Eru
tekjur þessar samt ekki alveg nóg-
ar til að mæta útgjöldum, eða þar
munar um hér um bil $14,000, en
nefndin álítur að nokkrir óvissir
tekjuliðir muni fyllilega vega upp
á móti þeirri upphæð. Þess áætl-
un fjármálanefndarinnar verður
vafalaust samþýkt af bæjarstjórn-
inni og alment vel tekið. Skatt-
arnir verða því 28 mills árið 1926
en voru 28V2 mills 1925.
* * *
Hon. Rodolphe Lemiex, forseta
sambandsþingsins, hefir verið
boðið að taka að sér hið nýja em-
bætti að verða umboðsmaður eða
sendiherra Canada í Washington.
Fréttir frá Ottawa segja, að lík-
legt sé að Mr. Lemieux muni að
þessu þingi loknu, segja af sér
sem þingforseti 0g taka við þessu
embætti. Það hefir mikið verið
um það talað, síðustu árin, að
nauðsyn væri til að Canada hefði
sinn eigin umboðsmann í Wash-
ington, sérstaklega vegna hinna
afarmiklu viðskifta milli þessara
tveggja þjóða. Mælist það vafa-
laust vel fyrir, að Mr. Lemieux sé
skipaður til að gega þessu starfi,
því hann er maður, sem nýtur
mikils trausts og vinsælda hjá
þjóðinni og hefir töluvert mikla
reynslu, frá þeim árum að Laurier
var stjórnarformaður, í því að
mæta fyrir hönd Canada til að
semja um ýms mál við erlendar
þjóðir.
Bretland.
Það er sagt sem áreiðanlega
víst, að Willingdon greifa verði
boðið að taka við landstjóra em-
bættinu í Canada þegar Byng
barón fer nú innan skamms heim
til ættlands síns og skilar af sér
embætti sínu sem landstjóri. Hef-
ii hann unnið sér hér miklar vin-
sældir og er sagt, að hann hafi
kynt sér betur land og þjóð held-
ur en flestir aðrir landstjórar, sem
hér hafa verið. Willingdon greifi
cr sextugur að aldri og þykir mik-
ilhæfur maður. Hefir hann
gegnt ýmsum trúnaðarstöðum
fyrir Breta víðsvegar um heim.
* * »
Fyrsta skip, sem lent hefir í
Quebec á þessu vori, er “Mont-
nairn”, sem þangað kom á laug-
ardaginn var með 713 farþega.
Alt fólk, sem kemur austan um
haf til Canada, með skipum C.P.R.
félagsins þangað til seint í haust,
lendir í Quebec.
* # *
Manitoba þinginu var slitið á
föstudaginn, var (23. þ.m.) eftir
að hafa setið óvanalega lengi eða
rúmar 13 vikur. Varð það þó að
sitja í átta kl.stundir svo að segja
I einni lotu daginn áður til að
gcta lokið störfum sínum. Þingið
var sett 22. janúar í vetur. Á þess-
um tíma hafa verið lögð fyrir
það 152 frumvörp. Þar af hafa
30 verið feld eða tekin aftur; 58
voru staðfest fyrir nokkru síðan,
en afgangurinn, eða 64, nú í þing-
lokin. Það er naumast hægt að
segja, að á þessu þingi hafi kom-
ið fram nokkrar verulegar nýjung-
ar, eða þingið hafi haft nokkur
veruleg stórmál til meðferðar.
Langflest eru mál þau, sem það
hafði til meðferðar, heldur lítil-
fjörlegar breytingar á eldri lög-
um.
Fylkisstjórinn, Sir James Aik-
ins, sleit þinginu á föstudaginn,
eins og fyr segir, og fór sú athöfn
fram með venjulegri viðhöfn.
Þakkaði hann þingmönnum fyrir
trúlega unnið starf og fyrir það
fé, sem þeir hefðu veitt til opin-
bcrra þarfa. Bað hann þá vel
fara og heila aftur koma. Verður
þetta væntanlega í síðasta sinn,
sem Sir James Aikins setur þing-
ið eða slítur því, því i sumar er
Edward konungsefni hepnaðist
nýlega að bjarga Palaminy barón
úr lífshættu. Voru þeir saman á
veiðum og féll baróninn af baki
og varð fastur í öðru ístaðinu og
dró hesturinn hann þannig nokk-
urn veg. Prinsinum hepnaðist að
stöðva hestinn og losa manninn
úr ístaðinu.
Bandaríkin.
Borgarstjórinn í Washburn,
Wis., heitir Paul Ungrodt. Hann
var kosinn borgarstjóri þegar
hann var að eins 23 ára og þá rétt
ný-útskrifaður stúdent. Bæjar-
búum líkar vel við hann og allar
líkur eru taldar til þess, að hann
verði endurkosinn. Hann gerir sér
mikið far um, að losa bæinn úr
skuldum.
* # •
Nefnd sú í þinginu, sem hefir
vínbannslögin til athugunar og
álita, stefnir að sér mönnum úr
ýmsum áttum til að fá frá þeim
allskonar upplýsingar þessu mikla
vandamáli viðvíkjandi. Meðal
eirra, sem mætt hafa fyrir nefnd
þessari, eru taldir tveir menn frá
Canada: þeir Francis William
Russell frá Winnipeg og Sir Wil-
liam Stewart frá Quebec. Hafa
þeir skýrt frá stjórnarsölu vín-
fanga, sem komið hafi verið á í
ýmsum fylkjum í Canada. Láta
þeir vel af því, hve vel þetta fyr-
irkomulag hafi reynst. Það hafi
minkað glæpi og drykkjuskap og
komið í veg fyrir ólöglega vín-
sölu. Býsna margir Canadamenn
munu nú samt vera á öðru máli.
Skógareldar, sem gengið hafa í
Long Island, New Jersey, Mary-
land og Wisconsin, hafa eyðilagt
yfir fimtíu heimili.
• • •
Theodore Roosevelt hélt þvi fram
í ræðu, sem hann hélt nýlega fyrir
blaðamönnum, að nauðsyn bæri
til að breyta vínbannslögum Ban-
daríkjanna eða afnema þau.
* * *
Þeir heimskautafararnir George
H. Wilkins og Carl G. Nielson
hafa flogið í norðvestur frá Point
Barrow í Alaska. Er það talið 150
mílum lengra heldur en nokkrir
aðrir hvítir menn hafa enn kom-
ist.
# # *
Sveitafólkinu í Bandaríkjunum
hefir fækkað um nærri hálfa mil-
íón á árinu 1925, eftir því sem ak-
uryrkjumála deild stjórnarinnar
telst til. Hinn 1. janúar 1925 lifðu
31,134,000 manns á bændabýlum í
landinu, en 1. jan 1926 ekki nema
30,655,200.
» # •
Konur frá níu félögum, sem
telja 18,000,000 meðlimi og sem
ná til allra hluta Bandaríkjanna,
mótmæltu því harðlega að nokkuð
fé slakað til á vínbannálögunum.
"Vilja félög þessi láta lögin hald-
ast eins og þau nú eru.
Hertoganum af York, sem er
annar sonur 'Bretakonungs, fædd-
ist dóttir fyrir skömmu. Vakti
það fögnuð mikinn, ekki að eins
hjá hertoganum og hertogafrúnni,.
heldur líka hjá allri hinni kon-
unglegu fjölskyldu og hjá fjöl-
mörgum öðrum. Bretar eru kon-
unghollir mjög og taka mjög inni-
legan þátt í gleði og sorgum kon-
ungs fjölskyldunnar.
* * *
Enn hefir eigi gengið saman
með kolanámu eigendum Og verka-
niönnum þeirra á Englandi. Náma-
eigendur vilja lækka launin og
lengja vinnutíma, sem nú er sjö
stundir á dag. Segja þeir að þetta
sé nauðsynlegt, ef kolaiðnaður
Breta eigi með nokkru móti að
geta borið sig. Verkamenn neita
með öllu að ganga að þessu, eða
nokkrum lakari kjörum, en þeir
hafa nú. Við þetta situr enn, en
1. maí eru vinnusamnigar þeir,
sem nú gilda, útrunnir, svo eitt-
hvað verður til bragðs að taka.
Hvaðanœfa.
Afskaplegur fellibylur gekk ný-
lega yfir Turkestan, er orsakaði
feykilegt manntjón og eigna.
Var veður þetta eitthvert afskap-
legasta, er komið hefir þar um
slóðir í háa herrans tíð.
Fyrir skömmu gaus upp eldur í
bænum Manizales 4 Panama, er
orsakaði mikið eignatjón. Brann
þar meðal annars hin forkunnar
fagra dómkirkja bæjarbúa, ásamt
mörgum öðrum stórhýsum. Eigna-
tjónið er metið á tuttugu miljónir
dala. Ibúatala bæjar þessa nem-
ur um fimtán þúsundum.
* • •
Stjórn Tyrkja hefir gefið út þá
yfirlýsingu, að héðan í frá verði
persónum eigi leyft að ganga í
hjónaband á Tyrklandi, nema að
áður fengnu heilbrigðisvottorði
frá læknum.
* * *
Fyrir skömmu síðan fkk Ast-
ride Briand, stjórnarformaður á
Frakklandi bréf frá trésmið, sem
heima á í bænum Moulins, og voru
þar innlagðir þúsund frankar,
sem smiðurinn vildi gefa Briand
og ætlaðist til að hann hefði eins
cg vasapeninga. Segist hann hafa
komist eftir því,; að árslaun Bri-
ands séu að eins 90,060 franka
fum $3,255) og heldur honum
kæmi vel að fá svolítið meira.
Það lítur út fypir, að smiðurinn
sé alveg einlægur og geri þetta af
góðvild við Briand, sem hann hefir
lengi haldið mikið af, en ekki til
að láta bera á sjálfum sér. Eins
og nærri má geta, skilaði Briand
peningunum aftur.
• • •
Hinn 11. þ. m. kom Mussolini
til Tripoli í Norður Afríku og lýsti
hann þá yfir því, að -erindi sitt
þangað væri engin vanaleg stjórn-
arstörf, heldur væri hann þangað
kominn til að kunngera það opin-
bcrlega og ákveðið, að Tripoli
væri óaðskiljanlegur hluti hins ít-
aiska keisaradæmis.
# * #
Captain Stevens, sem er einn af
flugmönnum þeim frá Spáni, sem
ætluðu að fljúga frá Madrid til
Manila, hefir ekki komið fram, og
er talið víst, að' hann hafi farist
á eyðimörkinni milli Jerúsalem og
Amman. Hinir tveir, sem ætluðu
að fljúga sömu leið, hafa lent í
Bagdad.
Gleymt kvæði.
Ljúft mér væri að halda í haf,
hinnig dyljast mökkva
Framar segir ekkert af,
aldurtila nökkva.
Um það kvarta ekki má,
einn þótt sigli eg veginn.
Himneskt mun eg fljóðiS fá
fa'ðmað hinum megitn.
Þar mun eiðrof ei né tál,
œfi gjöra svarta.
eilíf syng eg ástamál
við unnustumiar hjarta.
Berið þér mér banaskál,
bezt er ait livað líður.
Unnustunnar ástrík sál,
eftir mér þar blður.
Jón Runólfsson.
Úr bœnum.
Einar ''Thompson, sem kominn
er frá íslandi fyrir þremur eða
fjóum árum og sepi staddu var
í Selkirk fyrir skömmu, gerði vel
í að líta inn á skrifstofu Lög-
bergs hið fyrsta.
Jón skáld Runólfsson kom til
borgarinnar um helgina sem leið,
frá Lundar, Man. Hefir hann að
undanförnu ferðast um Lundar-
bygðina og um bygðir íslendinga
við Manitobavatn og selt ljóðabók
sína “Þögul leiftur.”
ÓLAFUR JÓNSSON
Dáinn að Port Madison, Wash.,
4. jan. 1926.
( Jk V’• J * /-? > )
Undir nafni Valdísar konu hans
og barna þeirra,
eftir Þorst. M. Borgfjörð.
Þá vinur kveður vini og heim 1—
í hinsta sinn,
er hámark, sem er oftast sorgum
blandið.
Frá ströndinni vér horfum á haf
og himininn,
0g hinu megin er þó vonarlandið.
Sá, sem gaf þér lífð til sín það
aftur tók;
það sýnist vera hin æðsta sigur-
vinning.
Þín æfibraut er gengin og okkur
opin bók;
hvert augnablik er fögur endur-
minning.
Dagsverkið er unnið og hvíldin
þreyttum þæg;
það er lögmál allrar tilverunnar.
Aftanskin er fagurt og kvelds er
kyrðin hæg,
kvíðalaust þú gekst til rekkju
þinnar.
Þú þektir ekki angur né ilsku ský-
in svört,
en ávalt kaust að vera sólar megin.
Þín hjartanlega gleði, hugsun
hrein og björt,
að hinztu stundu lýstu þér upp
veginn.
Þú elskaðir alt fagurt og unnir
sönnum frið
og ætíð réttir hendur veikum
bróður.
Á landinu þar ofar þig margur
minnist við,
er mætti þér á jörðu vegamóður;
og margt þar mætti segja um
mannúð þína og dygð;
í minnisbók það vinarhendur
skrifa,
en það er okkur huggun, í þraut
og sárri hrygð,
að þú ert að eins dáinn til að lifa.
Getur sér orðstírs á sviði hljómlistarinnar.
Gunnar Rögnvaldur Pálsson
Dorcas samkoman.
Dorkas félaginu hepnaðist á
gætlega að skemta fólkinu, sem
sótti samkomu þá, er það félag
hélt í Goodtemplara húsinu á
þriðjudagskveldið. Samkoman var
svo vel sótt, að ekki sást autt sæti
í húsinu. Þessi samkoma var
skemtisamkoma. Hún var ætluð
til þess að skemta fólkinu og það
hepnaðist svo vel, að fólkið svo
að segja veltist um af hlátri, hvað
eftir annað og lét gleði sína ó-
spart í Ijós. Það sem fram fór,
voru aðallega smáleikir. Var leik-
urinn “Popping the Question”
þeirra tilkomumestur. Leikend-
urnir léku yfirleitt vel og sumir
ágætlega; sérstaklega Mrs. A.
Wathne (Miss Winterblossom).
Einnig Miss Aðalbjörg Johnson
fMiss Biffin) og Kári Bardal
(Mr. Primrose). Eins og kunn-
ugt er, eru það ungar stúlkur og
ungar konur, sem tilhejira Dorkas
félaginu, og það voru þær, sem
skemtu fyrst og fremst i þetta
sinn, og fórst það vel, eins og
eðlilegt er og vonast má eftir.
En þær fengu piltana í lið með
sér, eins og rétt var. Það var heill
hópur af þeim, sem kom fram á
leiksviðið, allir í gerfi blökku-
manna. Sungu þeir þar og spil-
uðu og sögðu alls konar gaman-
yrði, sem mikið var hlegið að. Það
er holt að hlæja og komast í gott
skap og Dorkas-félagið á beztu
þakkir skyldar fyrir skemtunina.
Hann kom til Ameríku fyrir tæp-
um sex árum, í september 1920, þá
að eins seytján ára gamall, einn
síns liðs. Fór hann þá strax til
Williamsburg, Pa., í Bandaríkjun-
um, og þar hefir hann dvalið
síðan,
Móðurbróðir hans, Sveinn Þórð-
arson, var þar þá, og tók á móti
honum. Nú á hann heima suður
í California.
. Gunnar er fæddur á Akureyri
við Eyjafjörð, sonur Páls Jóns-
sonar trésmiðs, sem þar býr, og
konu hans, Guðlaugar Þórðar-
dóttur. Er Gunnar elztur af sex
systkinum. Bróðir hans, Snorri,
kom vestur fyrir tveimur árum, og
dvelur hann líka í Williamsburg
og stundar trésmíði. Náfrændur
á Gunnar enga hér vestra, nema
hinn umgetna móðurbróður, og
einn föðurbróður á hann norður í
Maitoba, Lýð Jónsson, sem býr
við Hnausa pósthús í Nýja ís-
landi og eitthvað af fjarskyldari
ættingjum á hann í Winnipeg, t.d.
þá bræður Jón og Þorstein Ás-
geirssonu, og þá bræður Björn S.
Líndal og Lýð S. Líndal.
Snemma hneigðist hugur Gunn-
ars til söngs, og söng hann við
ýms tækifæri áður en hann fór af
íslandi, þá unglingur, og þótti
farast vel. Hugur hans þráði að
geta náð þekkingu og meiri fram-
fcrum á því sviði, en sjáanlegt
var við heimahaginn. Og hefir
þeim flestum, söngsnillingunum,
sem þjóð vor á nú, orðið það á,
að leita út á við, til að geta fengið
byr undir báða vængi fyrir hljóma
sína. Og hugur Gunnars stefndi
vestur til lands tækifæranna.
Hann kvaddi föður og frændur og
lagði út á hafið, með framtíðar-
vonirnar fram undan, en foreldra-
húsin og bernskuárin að baki. Til
þessa lands kom hann sem fulltíða
maður að hugsun, með ákveðna
Ht'sstefnu.
Skömmu eftir að hann kom vest-
ur, náði hann atvinnu við bókhald
í búð, en nú í tvö ár hefir hann
unnið á banka. Allar sínar frí-
stundir hefir hann notað til söng-
náms, við góðan árangur. Er hann
að geta sér hins bezta orðstírs;
syngur hann oft á samkomum og
í kirkju og fyrir Radio; sækir
fólk mjög eftir að heyra hann
syngja, þykir hann hafa sérlega
f.agra rödd og syngja af mikilli til-
finning, sem hrífur fólk. ”Guð
gaf mér röddina,” lætur Ralph
Connor Lolu segja í sögunni
“Læknirinn”. Eins getur Gunn-
ar sagt. Guð gaf honum röddina,
hvort sem honum tekst að leysa
hana úr læðingi og láta hana
hljóma fyrir mörgum áheyrend-
um oft og mörgum sinnum, eða
hún hljóðnar og þagnar fyrir
tækifærisleysi. Við vonum ekki.
Svo vel hefir Gunnari tekist hing-
að til, að framtíðin spáir góðu.
Gunnar er hinn efnilegasti mað-
ur, góðum gáfum gæddur, og hinn
prúðasti. I sumar ætlar hann til
íslands að sjá foreldra sina og
systkini. Býst við að leggja á stað
í byrjun júlí og koma til baka í
september. Vér óskum honum
góðrar ferðar og heillar aftur-
komu, og góðrar og sigursællar
fiamtíðar. H. J. J.
Jóns Sigurðssonar félagið held-
ur fund þriðjudagskveldið hinn
11. maí næstkomandi að heimili
Mrs. Davíðsson, 518 Sherbrooke
stræti.
Hveitisamlagið.
Undir umsjón Manitoba Hveiti-
samlagsins hafa 255 fundir verið
haldnir í vetur og þeir, sem sótt
hafa fundi þessa, eru yfir 12,000.
Þessum fundum er nú hætt í bráð.
Þessir fundir voru haldnir af út-
breiðsustjórn Samlagsins í Mani-
toba. Auk þess talaði Mr. Hoey
á 100 fundum, sem 17,600 manns
sóttu. Allir þessir fundir voru
haldnir úti í sveitum, nema tveir.
Annar í Brandon, hinn í Portage
la Prairie.
Stjórn Samlagsins álítur, að
þessir fundir hafi hepnast mjög
vel og beri þess órækan vott, að
fólkið hafi mikinn áhuga á störf-
um Hveitisamlagsins.
Hinn nýi stjórnarformaður í Sas-
katchewan talar lofsamlega
um hveiti samlagið.
Gardiner stjórnarform. flutti
nýlega ræðu í samsæti, sem “The
iSa katchewan Land Mortg. Com-
panies’ Association” hélt, og lét
þar í ljós þá skoðun sína, að allar
peninga stofnanir, öll lánfélög,
allir jarðyrkjuverkfæra salar og
yfir höfuð allir kaupmenn í Sas-
katchewan, mundi bera það, að
þeir hefðu haft hagnað af starf-
somi hveitisamlagsins. Þeir, sem
sjálfir væru að verzla með hveiti
út af fyrir sig, væru þeir einu,
sem ekki bæri saman um þetta.
“Það er ekki nauðsynlegt að
sanna, að vér höfum fengið meira
en áður fyrir hveiti vort, til að |
sýna fram á þetta,” sagði Mr.
Gardiner. “Það er nokkuð, sem |
öllum er kunnugt. Það sem mest ;
hefir staðið aðal framleiðslu þessa j
fvlkis fyrir þrifum, er það, að vér
höfum orðið að selja 75 prct. af
hveitinu á þremur mánuðum árs-
íns.
Hon. Mr. Gardiner sagði enn-
fremur, að hveiti samlagið gæti
verið að selja eitthvað alt árið og
borgunin fyrir það væri að koma
til bændanna smátt og smátt. Þess
vcgna þyrftu þeir síður á lánum
að halda. Mr. Gardiner var þeirr-
ar skoðunar, að bændur fylkisins
mundu finna, að hveitisamlagið
væri þeim mikil hjálp í viðskifta-
málum þeirra.
PASKASÓLIN.
Eldheitt og ólgandi bál
æðir í nútimans sál,
feykir upp fúnuðum rótum.
Alt sem er gamalt og grátt,
gefur ei lífinu mátt.
verður að velta af fótum.
Hvar sem að rotin er rót,
reisir sig himninum mót,
skyggir á ungviðar anga,
eitrar lífs angandi blett,
á sér ei tilverurétt —
verður til grafar að ganga.
Eigðu þér æðandi byl,
ellinni rótaðu tH,
breyt henni’ í grænkandi gróður:
Enn þá er upprisu von,
enn þá á Himininn Son,
enn lifir frelsisins óður.
Guð minn! Ó, gefðu mér mál,
gefðu mér eldmóð í sál,
mátt til að kveða burt kýfið.
iStyrk mig í stríðinu því,
styrjöld að hefia á ný.
fyrir þig, Frelsið og Lífið.
S. B. Benedictson
I