Lögberg - 29.04.1926, Blaðsíða 3
LÖGBElvG EIMTUDAGINN,
29. APRÍL 1926.
Bls. 8.
Sérstök deild í blaðinu
SÓLSKIN
Fyrir börn og unglinga
Bjöikin.
Á austurströnd Sjálands, fast við hafið, stendur
fögur björk. Hún stendur alein þar á bakkanum.
En hún hefir ekki æfinlega verið svona einstæðings-
leg.
í fyrri daga náði skógurinn þar alveg ofan að
brekkunni; þá hafði björkin góða félaga; þar voru
aðrar bjarkir; þar voru einnig beykitré og eikur, og
há grenitré, og glaðir fuglar sungu í þeim öllum,
sumarið út.
En einu sinni var höggin þar skógur og mörg
tré voru feld. Það fór hrollur um björkina í hvert
sinn, sem tré var felt. “Ó, að þeir feldu ekki eikina
mína,’’ andvarpaði hún. “Ó, að þeir vildu fella mig
fyr!”
Við hliðina á björkinni stóð nefnilega stór og
sterk eik, með undrafríðu og miklu limi; þær höfðu
vaxið upp hvor með annari. Þær höfðu fléttað sam-
an greinar sínar, og hinir sömu fuglar heimsóttu
“Jú, til eru þeir,” sagði sjómaðurinn, sem eg
varaði við grynningunum.
Þá litaðist eg um og aðgætti, að það var ekki alt
eins eyðilegt og eg hafði hugsað; enn þá gekk hin
fagra sól á hverjum degi um himinbogann, og jafn-
vel á nóttunni var tendrað ljós þarna á hinu gróður-
lausa fjalli.”
Hinn sorgbitni maður stóð á fætur og gekk hægt
um á brekkunni. Sólin var gengin undir og stjörn-
urnar farnar að blika, en hann gáði ekki að því.
Loksins féll hann á kné, studdi enninu á stofn
bjarkarinnar. “Faðir vor!” sagði hann í hljóði.
En það var langt síðan hann hafði beðið með
barnabæninni sinni; og þegar hann kom að þriðju
bæninnni, voru orðin ekki framar á tungu hans.
Og stóðu ekki heldur skrifuð í hjarta hans. En
þegar suðaði í björkinni, og hin lága rödd hvíslaði:
“verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni”, þá stóð
hann á fætur og þrýsti höndunum að brjósti sér og
andvarpaði þungan: “Drottinn, kendu mér að biðja
með þessari bæn, af hjarta!”
á burtu í fússi og skildi hana eina eftir hjá öllum
þjónustumúsunum.
Þegar karlinn var farinn, fór kongsdóttirin að
gráta og bað mýsnar að fara burtu inn í afkima, því
hún kvaðst vilja vera ein. Mýsnar urðu undir eins
við beiðni hennar, og er hún hafði setið ein nokkra
stund, heyrði hún eitthvert krafs og klór í vegginn;
hélt hún í fyrstu að það væru mýsnar, en svo heyrði
hún lágt kattarmjálm. Henni kom þá í hug, hvort
það mundi nú ekki vera Mons, sem hefði fundið leið-
ina til hennar. Hún gekk því fast að veggnum og
kallaði:
“Komdu inn til min, Mons litli”. Kötturinn
herti því meira á krafsinu og að lítilli stundu lið-
inni var hann kominn inn til hennar.
“Ó, frelsaðu mig út héðan, litli Mons, ef þú
mögulega getur,”
Jafnskjótt og hún sagði þetta, komu allar mýsn-
ar þjótandi inn, því þær héldu að hún hefði verið að
kalla á þær. En þá réðist kötturinn á þær, og létti
ekki fyrri en þær voru allar dauðar á hellisgólfinu.
þær báðar.
Á þessum neyðarinnar tíma hallaði björkin sér
upp að hinni sterku eik, sem hún treysti svo vel.
Eikin hvíslaði að henni hughreystandi orðum, jafn-
vel þó hún sjálf væri ofþyngd af sorglegum grun.
“Eg vil heldur að eg sé feld tvisvar, en sjá þig hniga
fyrir öxinni,” sagði hún við björkina. “Þú ert mér
eins kær og sólarljósið.”
Einn dag gekk verkstjórinn að björkinni og
merkti hana. “Þetta tré má ekki fella,” sagði hann;
“það skal standa hér til að vera sjónmið.”
En hin trn voru öll feld, og loksins einnig eikin.
Þá nötraði björkin frá limi til róta; greinar hennar,
sem áður höfðu horft svo djarflega til himinblám-
ans, hnigu nú máttvana að jörðu niður, þar sem
eikin lá fallin, og eftir það var hún kölluð he'ngi-
björk.
Trén, sem höfðu verið feld, voru flutt burtu,
sömuleiðis eikin. Þá grét björkin; hún gat aldrei
framar rétt við greinar sínar; það var eins og hún
væri svift allri allri lífsgleði sinni; nú var hún svo
einmana; hvað hafði húr. til að gleðja sig við í þess-
um einstæðingsskap ?
Hún le:t til hægri hliðar; þar stóð gömul höll.
Og fyrir icnan múra hallarinnar sat syrgjandi
prinsessa, ásökuð fyrir glæp," sem hún var þó, ef til
vill, saklaus af; — það var engin gleðisjón. Hún
leit til vinstri handar; þar gekk gróðurlaus höfði
út í hið ólgandi haf — það var ekki heldur nein
skemtisjón. Já, löngu eftir að hún hafði mist eik-
ína, gat hún ekki séð annað en auðn og sorg í kring-
um sig.
Gat hún þá ekkert annað gjört, en hengja niður
greinarnar? Jú, meira gjörði hún, það fáum við að
heyra.
Einn dag kom drengur hlaupandi út úr aldin-
garði, sem lá skamt frá björkinni. Hann æddi í ofsa-
reiði; móðir hans hafði hirt hann, og sagt, að Guð
mundi einnig hegna honum, ef hann héldi áfram að
vera móður sinni óhlýðin.
“Drottin hefir þó skapað mig,” æpti hann í reiði
sinni; “ef eg er vondur, þá hefir Drottinn skapað
mig vondan, og því á þá að hegna mér fyrir það?”
Og stro sló hann höfuðin af öllum 'hinum ungu vor-
blómum, sem gægðust upp af skauti jarðarinnar.
Þegar hann var orðinn þryettiir af hlaupunum,
fleygði hann sér niður undir björkina og studdi
höfðinu við stofn hennar.
Þá suðaði í limi bjarkarinnar og blíð rödd hvísl-
aði að drengnum: “Guð sá alt, sem hann hafði
gjört, og sjá, það var gott! En óvinurinn kom á
náttarþeli, og sáði illgresi í hjarta mannsins; þann-
ig kom stríð og sundurþykkja, þannig kom synd og
hegning, þannig kom sorg og grátur.”
Og barnið fórnaði höndum og sofnaði undir
björkinni. Og árin liðu; drengurinn óx og varð full-
vaxta maður. Og einn dag kom hann út á brekkuna
með yndislega mey við hlið sér; þau settust undir.
björkina og töluðu um ást sína; og fuglarnir komu
til að hlusta; þeir settust í lim bjarkarinnar og
sungu af gleði.
“Líttu á, þarna liggur skipið mitt,” sagði hinn
ungi maður; — “það er löng leið, sem eg á fyrir
höndum, það verða margir dagar, sem eg get ekki
séð þig; viltu vera mér trú þangað til eg kem aftur?”
Og hún sór honum eilífan trúnað.
Daginn eftir sá björkin skipið létta akkerum og
skipherrann veifa hattinum, því ástmey hans stóð
skamt frá skugga hennar. Og 'það leið langur tími.
Þá sá björkin einn dag skipið, sem 'hún þekti, sigla
fram hjá og varpa akkerum fyrir framan gömlu
höllina; lítill bátur lagði frá skipinu og hraðaði ferð
sinni til lands. Björkin þekti hinn sólbrunna vin
sinn kaminn aftur úr langferðinni.
Hann skundaði til heitmeyjar sinnar, og fann
hana öðrum gifta.
Þá æddi hinn vaxni maður, eins og drengurinn
hafði áður gjört. Hann kom einmitt út úr sama
aldingarðinum og hljóp út á brekkuna, þar sem björk-
in stóð. Hann barði sér á brjóst og enni, hann æpti
um, með harmatölur og ógnanir. Loksins stað-
næmdist hann við björkia, lagði handlegginn á stofn
hennar, og ennið á handlegginn og starði lengi á
haf út.
Þá suðaði í limi bjarkarinnar. Hann endur-
mintist æskudraums síns í skugga hennar og fleygði
sér niður við rót hennar yfirkominn af þreytu.
Nú fór björkin að segja honum sögu sína mjög
lágt; hvers vegna hún stóð þar alein; hvernig hún
einu sinni átti tignarlega og fagra eik að styðja sig
við: hvernig hún hafði séð hana falla, hafði grátið
hana og lengi verið óhuggandi yfir missi hennar.
“Og hvers vegna félstu þá ekki líka, heimsking-
inn þinn?” sagði ólánsmaðurinn. “Þessi heimur er
ekki þess verður að lifa í honum.”
“Eg féll ekki,” svaraði björkin, “af því eg átti
að vera hér, sjófarendum til leiðarvísis, og hefð eg
ekki verið hér, mundi víst margt fallegt skip hafa
siglt á grynningar. f langan tíma eftir að eg hafði
mist eikina, fanst mér það til einskis að standa hér.
Enginn er til, sem gleðst yfir mér, andvarpaði eg;
enginn, sem eg get glatt.
“Jú, til eru þeir,” sungu fuglarnir, sem bygðu
hreiður sín í greinum mínum.
“Jú, til eruþeir,” sagði hinn þreytti, sem leitaði
hvíldar í skuggum mínum.
Kóngsdóttirin og tröllkarlinn.
ÆFINTÍRI
Einu sinni voru kóngur og drotning í ríki sínu.
Þau unnust hugástum og voru mjög gæfusöm í flest-
um greinum. Þau gátu veitt sér alt, sem hjartað
girntist, lítinn ketling, hvað þá annað.— Þó var eitt,
sem þau gátu ekki veitt sér, og það var erfingi. Af
því að þau áttu engin börn, þá fór fyrir þeim eins og
svo mörgum óbreyttum manni, að eitthvert dýr varð
aðnjótandi ástar þeirra og umhyggju og varð ketl-
ingurinn fyrir því. Einkum hafði kongurinn óstjórn-
legt dálæti á honum. Hann lét hann sofa hjá sér á
nóttunni og alt af var hann að leika sér að honum á
daginn. Hann lét hann meira að segja liggja á hnján-
um á sér á meðan hann mataðist. Og alt eftir þessu.
Þegar kongur sat í ríkisráðinu, þá sat kötturinn
mjálmandi fyrir utan dyrnar, þangað til hann kom
út aftur.
Drotningu virtist nú stundum þetta dálæti keyra
fram úr hófi, en þegar hún mintist á það við hann,
$varaði hann:
“Eg skal segja þér nokkuð, góða mín. Það er
einhver mannsbragur, eða jafnvel konungsbragur, á
honum, ketlingnum þeim arna. Líttu bara á, hvað
hann er gáfulegur. Er það ekki satt, sem eg segi,
Mons litli, að þú sért gáfaður köttur?”
“Mjá!” svaraði kisi og höfðu konungur og drotn-
ing mjög gaman af þessu.
En svo bar nokkuð markvert við.
Dotningin ól meybarn, og af því að hún átti að
erfa ríkið eftir foreldra sína, var hún auðvitað strax
kölluð erfðaprinsessa.
Mlons varð næsta kvíðinn, er hann heyrði hljóð
barnsins í fyrsta sinn og sá litlu vögguna. Honum
var ekkert um þetta gefið, því að hann bjóst við að
nú mundi hann verða vanræktur. En konungurinn
gleymdi houm ekki; hann hafði sama dálætið á hon-
um eftir sem áður, og við það varð Mons rólegri.
Þegar kongsdóttirin stækkaði, hafði konungur-
inn þann sið, að sitja með hana og Mons sitt á hvoru
hné; á þann hátt vöndust þau hvort öðru og urðu
mestu mátar; kom þar að lokum, að þau gátu aldrei
skilið, að kalla mátti.
Konungsdóttirin óx upp og varð hin fríðasta og
elskuverðasta mær.
Svo bar til einn dag, að hún var á gangi úti í
hallargarðinum og beið eftir Mons. Sá hún þá kan-
arífugl sitja þar á trjágrein; hélt hún að það væri
fuglinn sinn og að hann hefði sloppið út úr búrinu.
Hún fór því að reyna að ná houm, en hann flaug
grein af grein og tókst henni ekki að handsama hann.
— Við það varð hún svo æst og áköf, að hún gáði
þess ekki, hvert hún fór. — Flaug fuglinn svo út úr
Hallargarðinum og út í dimman skóg skamt þaðan.—
Þegar þau voru kominn inn í miðjan skóginn, nam
fuglinn loks staðar við stóran hellis munna og var
samstundis horfinn. En frammi fyrir kongsdóttur
stóð stór og tröllslegur maður, ófrýnn ásýndum. Hann
var með mikið, rautt hár og stór augu og var sem
eldur brynni úr þeim. Nefið á honum var líkast
stærðar-kartöflu. Munnurinn náði út undir eyrun
þegar hann hló, en minkaði nokkuð þegar hann reidd-
ist. Var útlit hans alt nægilega ferlegt til þess að
skjóta einmana unglingi skelk í bringu, enda varð
kongsdóttur svo mikið um, er hún sá hann, að hún
rak upp hljóð og hneig í ómegin.
Þegar liún raknaði við aftur, lá hún í indælu
fílabeinsrúmi með silkisængum og alt umhverfis
hana var úr skírasta gulli og silfri. Við þá sjón
gladdist hún mjög, en sú gleði stóð ekki lengi, því
karlhræðan var þegar kominn til hennar. Andlit
hans varð alt í einu að ógeðslegu brosi, er hann
bauð hana velkomna og skýrði henni frá, að hann
hefði lengi verið.ástfanginn af henni, en ekki fundið
annað ráð vænna til að ná henni, en að ginna hana
þangað til sín. Máli sínu lauk hann með því, að
gefa henni kost á að ganga að eiga sig og eignast um
leið alt það, sem hún sæi umhverfis sig í hellinum.
Að öðrum kosti yrði henni holað niður í koldimman
kjallara og þar yrði hún að hýrast, þangað til hún
sæi að sér.
Kongsdóttir varð svo óttaslegin, að hún vissi
ekki hvað til bragðs skyldi taka. En hún hugði með
sjálfri sér, að faðir sinn mundi senda út hermenn að
leita hennar, og þeir mundu fljótt finna hana og
frelsa hana úr höndum tröilkarlsins. 1 kjallarann
langaði hana ekki til að fara, og því síður að ganga
að eiga tröllkarlinn. Hún kvaðst því vera svo rugl-
uð í höfðinu núna, að hún yrði að biðja hann um-
hugsunarfrests í átta daga.
Umhugsunarfrestinn fékk hún og á þessum átta
dögum varð hún aldrei vör við tröllkarlinn, en ótal
þjóna fékk hún; því miður voru það samt ekki menn,
heldur mýs, sem hlupu fram og aftur og hlýddu
hverju boði hennar og banni.
Þegar átta dagarnir voru liðnir, kom karlinn
aftur og endurtók tilboð sitt:
“Jæja, hvort viltu nú heldur giftast mér eða
lenda í kjallaranum?” grenjaði hann.
Kongsdóttir kveinaði og bað enn um frest að
eins þrjá daga, en við það var ekki komandi.
“Nei, ekki einn einasta dag!” öskraði karlinn.
En hún bað því betur og lét hann þá loks tilleiðast að
veita henni eins dags frest enn. Rauk hann síðan
“Ó, litli Mbns, enginn er eins góður og þú!”
sagði konungsdóttirin og tók um hálsinn á kettinum
og kysti hann, en í sama vefangi stóð frammi fyrir
henni forkunnar fríður konungsson. Hann skýrði
henni ?á frá 'því, að hann hefði orðið fyrir álögum
frá þessum sama tröllkarli og átti ekki að fá sína
fyrri mynd aftur, nema einhver konungsdóttir yrði
til þess að kyssa hann. Hann sagði henni enn frem-
ur, að konugurinn faðir hennar og allir borgar-
búar hefðu leitað hennar árangurslaust og þá fyrst
hefði sér dottið í hug, að hún hefði ef til vill lent í
klónum á tröllkarlinum, og af því hann vissi hvar
hellirinn var, þá hefði hann farið þangað og klórað
sig gegn um vegginn.
Síðan komust þau bæði heilu og höldnu út úr
hellinum og heim í kongsríki og varð þar mikill fagn-
aðarfundur, sem nærri má geta.
Skömmu síðar héldu þau konungson og kongs-
dóttir brúðkaup sitt.
“Þarna sérðu nú, að eg hafði rétt fyrir mér,”
mælti kongur við drotninguna. “Eg hefi alt af sagt,
að það væri ekki eingöngu mannsbragur, heldur kon-
ungsbragur á honum, kettinum þeim arna.”
Þegar tröllkarlinn kom að hellinunr tómum, þá
sprakk hann af heift.
— ÆSskan. Sj. J. þýddi.
SUMARGESTIR.
Nú hækkar sól í himinblámans geim,
hún hjartans yl og gleði vill oss færa,
og sumargestir svífa glaðir heim
til sævi gyrta landsins okkar kæra.
Þeir segjast vilja færa okkur frétt,
sem flestum hugarsorgum muni eyða:
að vorið svífi’ á sólskinsvængjum létt
úr suðri heim til íslands fögru heiða.
Æiskan. Drengur (14 ára).
Sögur gömlu konunnar.
HEFNDIN.
Litli drengurinn minn hét Steinn. Hann var
alt af kallaður Steini. Hann var á níunda árinu,
þegar þetta atvik gerðist.
Hann hafði farið út að leika sér í boltaleik, og
mig undraði því á því, þegar hann kom inn aftur eft-
ir litla stund. Eg tók eftir því, að hann var venju
fremur fámáll og þegjandalegur. Þegar eg gætti
betur að sá eg, að hann hafði grátið. Eg spurði
hvað að honum gengi, en hann var tregur til að
svara. En svo fór hann aftur að gráta, og sagði
mér alla söguna. Einn strákurinn, Bjarni að nafni,
sem var miklu stærri og sterkari en hann, hafði verið
að stríða honum og reka hann burt úr boltaleiknum
af því að hann hafði svarað honum og borið hönd
fyrir höfuð sér. Svo sagði Steini mér, að hann ætl-
aði að hefna sín. Eg reyndi ekkert til að aftra hon-
um frá því, en sagði honum frá frelsaranum og
i minti hann á, hvernig hann hefði hefnt sín. Svo lét
eg hann alveg eiga sig. Skömmu síðar fór hann út
aftur. !
Klukkutíma síðar kom hann inn aftur brosandi
og ánægður.
“Eg er búinn að hefna mín,” sagði hann. “Þeg-
ar eg kom út, sá eg að Bjarni hafði brotið rúðu í
glugga hjá honum Jóni skósmið. Hann var náfölur.
“Góði Steini,” sagði hann við mig, “segðu ekki eftir
mér. Eg gerði það alveg óviljandi með boltanum.”
Eg svaraði honum ekki. — Rétt á eftir kom Jón
bálvondur út og spurði ,hvor okkar hefði brotið rúð-
una. Eg sá, að Bjarni ætlaði að fara að hníga niður.
“Eg gerði það,’ sagði eg.
Jón skammaði mig dálitið, en svo sagði hann, að
úr 'því að eg hefði meðgengið, skyldi hann fyrirgefa
mér. Bjarni horfði alveg mállaus á mig. Þegar Jón
var farinn, ætlaði hann að fara að stama einhverju
út úr sér, en eg greip fram í fyrir honum og hvísl-
aði: “Eg var að hefna mín.” — Mér þótti verst. að
Bjarni fór að gáta. — En nú erum við orðnir góðir
vinir. — Gerði eg ekki rétt, mamma mín? Hefði
Kristur ekki gert það líka?”
“Ójú, elskan,” hvíslaði eg.
Rómur gömlu 'konunnar var orðinn grátklökkur.
—Æskan.
Professional Carás
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Ofítce tlmar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoha.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC
selja meCul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá_ eru
notaC eingöngu. Pegar þér komiB
me8 forskriftina til vor, meglC þér
vera viss um, a5 fá rétt þaB sem
læknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7658—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 Medlcal Arts Blilg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tlmar: 2—3.
Heimili: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office Hours: 3—6
Helmili: 921 Sherburne St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdóma.-—Er aC hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: F-2691
Dr. K. J. Backman
404 Avenue Block
Lækningar með rafurmagni,
Rafmagnsgeilsum (ultra violet)
Radium, o.s.frv.
Stundar einnig hörundskvilla.
Office tímar 10-12, 3-6, 7-8
Phone, office A-1091. H. N8538
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdéma.
Er aS hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: N-6410
Heimili: 806 Victor St.
Slmi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN
724% Sargent Ave.
ViBtalstlmi: 4.30—6 e.h.
Tals. B-6006
H.eimili: 1338 Wolsley Ave.
Slmi: B-7288.
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-3521
Heimili: Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknir
614 Sotnerset Biock
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talslmi: A-8889
Munið símanúmerið A 6483
og pantiS meSöl yíar hjá oss.—
SendiS pantanir samstundis. Vér
afgreibum forskriftir meS sam-
vizkusemi og vörugæSi eru óyggj-
andi, enda höfum vér margra ára
lærdémsrlka reynslu aS baki. —
Allar ‘tegundir lyfja, vindlar, Is-
rjómi, sætindi, ritföng, tébak o.fl.
Mc Burney’s Drug Store
Cor. Arlington og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara-
Blóm
með iitliun fyrirvnra
BIRCH Blómsaii
616 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherhrooke St.
Selur likkistur og annast um út-
farir. AUur útbúnaSur sá bezti.
Enn fremur seiur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
Skrifst. Talsími: N-6607
Heimilis Talsími: J-8302
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzldr lögfræðingar. 708-709 Great-West< Perm. Bldg. 366 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einntg skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hltta á eftirfylgj- and ttmum: Lundar: annan hvern miðvlkudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmll: Fyrsta miðvikudag. Piney: Priðja föstudag 1 hverjum mánuðl.
A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Hefir rétt til aB flytja mál bæBi I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wjmyard, Sask. Seinasta mánudag 1 hverjum mán- uBi staddur I Churchbridge
DR. ELSIE THAYER Foot Specidist Allar tcgundir af fótasj úkdómum, svo sem líkþornum, læknaðar fljótt og vel. Margra ára aefing. Islenzka töluð á lækningastofunni. Room 27 Steel Block Cor. Carlton &c Portage Tals. A%88
A. C. JOIINSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast uni fasteigmr manmi. Tekur aÖ sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. SrifBtofusíml: A-42Ö3 Hússiml: B-8338
J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLVASON TEACHEK of PLVNO Ste. 17 Emlly Apts. Emily St.
Emil Johnson SERVIOE EXECTIUC Raimaon-a Contractino — AUt- kyns rafmagsndhöld seld oo við þau oert — Eg sel Moffat oo I McClary Eldavélar og hefi þœr til sýnis d verkstœOi minu. 524 SABGENT AV'E. (gamla Johnson’s byggingin vlB Young Street, Winnipeg) Verskst. R-1507. Hehn. A-7286
Verkst. Tuls.: Ilelma Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rnfmagnsAhöld, svo sem stranjAm, víru, allar tegnndtr af glösum og aflvaka (batlerles) VERKSTOPA: 670 HOME ST.
Sfini: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín BJamason, eigandl. 290 PORTAGE Ave., Wimdpeg. Næst biB Lyceum lelkhúsiB.
Islenzka bakaríið Selur iH'ztu vörur fyrir l;eg»ta verð. I’antantr afgrdildar bæöí fljótt og vel. Fjölhreytt úrval. Ilreln og lli>ur vlðskiftl. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg. Phone: B-4298
MRS. SWAINSON
að 627 SAHGENT Avc., WUuilpog,
heflr Avult fyrirli^jgjandi úrvals-
hirgðir af nýtízku kvenhöttunv
Hún er eina ísl. konan, sem sllka
vorzlun rekur í Winnipeg. íslend-
ingar. lAtið Mrs. Swainson njóta
vlðskifta yðar.