Lögberg - 29.04.1926, Side 4

Lögberg - 29.04.1926, Side 4
BlS. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 29. APRÍL 1926. llogbetq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- uiubia Preu, Ltd., iCor. Sargent Ave. & TorontoStr., Winnipeg, Man. Ti.l«ininri >-«327 oá >-«328 JÓN J. BILDFELL, Editor Ltan&skrift til blaðsins: TKE eOLUMBIA PRE88, Itd., Box 317*. Winnipeg, ^aq. Uianáskriít ritstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, R(an. The ‘‘Lögbertf” le prlnted and publlshed by The Columbia Preas, Limited, in the Columbia Buildlng, C85 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. rrm- Jóns Bjarnasonar skóli og Vestur-íslendingar, Merkur maður hefir sagt: “Manngildi þitt felst ekki í eigum þínum, heldur í sjálfum þér.’ Þessi sama hugsun, sami sannleikur, vakti fyr- ir forgöngumanni, eða forgöngumönnum Jóns Bjarnasonar skóla, þegar hann var settur á stofn árið 1913. Engin fegúrri hugsun er til en sú, að vernda og auka manngildi einstaklinga, mannflokka og félaga. Tilveruréttur skólans hefir frá upphafi bygst á því, og verður að byggjast til enda, að vér sem sér- stök heild, sérstakur þjóðflokkur, eigum eitthvað það, sem vert er að vernda og þröska; eitthvað það, sem gjörir lífið fegurra, heiminn bjartari og sjálfa oss færari og hæfari til þess, sem þróttmikið er og fagurt, heldur en vér værum, ef þeirri innstæðu okkar væri að engu skeytt. Um það hið sérstaka, sem í oss býr, sem er sér- eign íslenzkrar þjóðar og vernda ber, er bezt að vera fáorður. Að það sé virkilega eitthvað, er víst. Hver íslendingur, sem finnur til sameiginlegs þjóð- arbands og þjóðareðlis, kannast við það. Enda hafa Vestur-íslendingar sannað það með því að halda mentastofnun við hjá sér, til þess að þroska það, í þrettán ár. Á þeim þrettán árum hafa um 650 unglingar af vestur-íslenzku bergi brotnir, notið þessa umrædda menningarþroska við skólann. Þar hafa þeir mæzt úr hinum ýmsu bygðarlögum og kynst. Þar hafa þeir líka kynst menningarþroska þjóðar sinnar, lífs- reynslu og máli, og þar hefir sál þeirra vaknað fyr- ir þýðing þeirri, sem það hefir og getur haft fyrir ' hið sérkennilega íslendingseðli, að tengjast bróður- bandi til verndar sjálfu sér og sameiginlegum þroska innan þjóðlífs, sem er óþroskað, sundurlaust og sjálfu sér ónógt, enn sem komið er. Verksvið skólans hefir því verið tvöfalt. Fyrst, að þroska skilning og manndómsþrótt nemendanna í almennum fræðum og menningarþroska, er sér- kennilegur er hjá stofnþjóð þeirra, og því eðlilega þeim skyldastur og næstur. Og í öðru lagi, að færa þann menningarþroska út í líf þessarar þjóðar, þar sem starfsvið þessara námsmanna er og verður. Þetta er göfugt verk og sýnir hugsunarhátt og skilning, sem er samboðinn sönnum mönnum og drengjum góðum — aðalsmerki hins norræna anda. En þessi starfsemi, þessi framleiðsla á sviði menningarlegrar framsóknar Vestur-íslendinga, hef- ir kostað fé og kostar fé. Er hún þess virði, að henni sé haldið áfram? Er íslenzk menning þess virði, að fé það, sem tekur til þess að starfrækja skólann, sé lagt í sölurnar fyrir hann? Er “ástkæra, ylhýra málið” þess virði, að Vestur-íslendingar leggi segj- um 50 cents hver á ári til þess að glæða það ,og gróðursetja hjá afkomendum sínum? Er lífsreynsla þjóðarinnar litlu, sem vér erum partur af og býr “norður við heimskaut í svalköldum sævi”, þess virði? Er sómi þjóðarinnar litlu Vestur-íslend- ingum svo mikils virði og andlegur þróttur liennar, að vér viljum hennar vegna gjöra veg hennar vold- ugan og menning hennar og lífsreynslu hagnýta á meðal erlendra þjóða í landi þessu? Er sambandið við stofnþjóð vora, insta eðli sjálfra vor og það bezta, sem í oss býr, þess virði, að vér leggjum af mörkum 50 cent á ári til þess að koma afkomendum vorum í samband við það og hana? Ef svo er, þá verða Vestur-íslendingar að sjá skólanum borgið, því án hans, eða þeirra eigin menta- stofnunar, er það ókleift. Vestur-íslendingar! Á skólinn að lifa eða deyja? Jóns Bjarnasonar skóli hefir frá upphafi átt marga einlæga og góða vini og stuðningsmenn. En áhugi fyrir þroska og velgengni þeirrar stofnunar, hefir aldrei getað orðið almennur á meðal Vestur- íslendinga, en það þarf hann að verða, ef stofnun sú á nokkurn tíma að geta komist á fastan fót. Áhuginn þarf að glæðast svo að fólk leggi starfsfé skólans fram af fúsum vilja og ótilkvatt. Svo nefndin, sem fyrir skólanum stendur, komist úr þeirri úlfakreppu, að þurfa að senda söfnunarmenn árlega út til fólks, sem kostar ærið fé. En það hefir hún þurft að gera árlega í þessi 13 ár. 1 ár, eins og að undanförnu, þarf skólinn á fé að halda, og sem þarf að fást inn fyrir lok maímán- aðar næstkomandi, og verður nefndin að leita í þeim efnum til íslendinga í Winnipeg, eins og annars stað- ar. En sökum þess að gengið hefir verið allnærri stuðningsmönnum skólans hér í borg á undanförn- um árum, hefir nefndin ákveðið að breyta nokkuð til með söfnunaraðferð, og í stað þess að biðja fólk um peningagjafir, eins og að undanförnu, þá býður hún Winnipeg íslendingum, helzt öllum, til söngs og hljóm- listar-samkomu, sem haldin verður 11. maí í Central Congregational kirkjunni, sem allir fslendingar í Winnipeg vita hvar er. Til samkomu þeirrar hefir verið vandað svo, að Winnipegbúar eiga ekki á betra völ, og innlendu fólki er boðið að sækja ekki síður en íslendingum. Aðgangurinn kostar $1.50, og er það ekkert meira en aðgangur að samkomum, slíkri sem þessari, vana- lega kostar. Nú eru það vinsamleg tilmæli skólanefndarinn- ar, að íslendingar í Winnipeg, ungr og gamlir, sæki þessa samkomu og með nærveru sinni styrki skólann og sýni hinum enskumælandi umheimi, að þeir geta verið eitt í því að styrkja velferðar- og alvörumál sín, þegar á ríður, um leið og þeir njóta ágætrar skemt- unar, sem er fyllilega virði peninganna, sem um er beðið. I skugga dauðans. Á öðrum stað í blaðinu er minst á yngstu dótt- ur Nikulásar Rússakeisara, Anastasíu, og sagt frá atriðum í sambandi við hið raunalega og gleði- snauða líf hennar, og er sú frásögn að miklu leyti tekin úr blaðinu “Literary Digest.” í sambandi við þá hörmungasögu erum vér aftur mintir á sorgarsögu keisarafjölskyldunnar sjálfrar, og hefir ,að nokkru verið skýrt frá henni hér í blaðinu áður. En eitt atriði í sambandi við hana, er óskýrt — atriði, sem varpar ljósi yfir hið'- myrka æfikveld þess raunamædda fólks, sem leið og dó í Ekaterinburg í júlí 1918. Ljóð tvö hafa fundist skrifuð niður í bók í þeim sama bæ, sem auðsjáanlega eru ort af einhverjum 1 keisarafjölskyldunni á meðan að hún sat þar í fangelsinu í skugga dauðans. Ljóð þessi eru ekkert listaverk frá skáldskap- arlegu sjónarmiði, en þau lýsa hugarfari þess, sem yrkir, og sálarþreki svo vel, að oss finst rétt að birta þau. Eins og tekið er fram, eru ljóð þessi auðsjáan- lega eftir konu eða mann, sem svo eru göfug að hugsun, að óréttlæti, eymd og andstreymi lífsins hverfur fyrir tilbeiðslu og trúarstyrk þess, sem yrkir, og er það aðal gildi ljóðanna. Ýms merk blöð hafa leitt rök að því, að ljóð þessi séu eftir stórhertogainnu Olgu Nikolaevana, elztu dóttur Nikulásar keisara, og að þau hafi ver- ið ort skömmu áður en fjölskyldan var myrt. Þetta eru bænaljóð, annað fyrir landi, hitt fyrir óvinum, og hljóða svo í enskri þýðingu eftir Maurice Baring; Before the Ikon of our Lady. Queen of Heaven and earth, Solace of the afflicted, Hear the prayer of sinners, To Thee — our hope and our salvation. We are sunk in the slough of passion, Lost in the darkness of sin, But . . . our country, upon her Look down with Thy all-seeing eye. Holy Russia. Thy bright dwelling, Has almost perished. We call out to Thee, the Interceder. We know of no other. Abandon not Thy children, Hope of the desolate, Turn not away From our sorrow and our suffering. Prayer. Send us, Lord, endurance, In the day of dark and storms To bear the persecutions of the people, And the pains of our tormentors. Give us strength, God of justice, To forgive our brothers’ trespass, And with Thy meekness to bear The heavy, bloody cross. And in the days of tumult, When our enemies despoil us, Help us, Christ, our Savior, To bear the shame and the affront. Lord of the world, God of the Universe, Hear our prayer, Give peace to our souls In the dreadful unbearable hour, And on the threshold of the grave, Breath on the lips of Thy servants The more than mortal strength To pray meekly for their enemies. Frá myrkri til ljóss. Æfisaga ólafíu Jóhannsdóttur, rituð af henni sjálfri, hefir oss verið send af systur hennar, Sveinbjörgu, sem útgáfuna hefir kostað. Þetta er merkileg bók fyrir margra hluta sakir. Fyrst, J>að er æfisaga einnar einkennilegustu og merkustu konu íslenzku þjóðarinnar, sem uppi hefir verið í seinni tíð. Annað, bókin er meistaralega vel rituð. Þriðja, það finst ekki hnjóðsyrði til nokkurs manns í gegnum hana alla. Fjórða, hún lýsir svo látlaust hinni kærleiksríku sál þessarar konu, vilja- krafti hennar til þess að verða allsstaðar að liði, og að síðustu skáldlegum tilþrifum í frásögu, sem svo eðlilega koma fram, að lesandinn er sér þess meðvitandi, að þar er ekki um ásetirings yfirlæti að ræða, heldur eðlisgáfu, sem lýtur lögum listar- innar, í orði, efni og anda. Flestar æfisögur eru leiðinlegar. Þessi er undantekning. Hún grípur huga lesandans, þegar í byrjun og heldur honum föstum til enda. Hún er svo efnisrík, vel sögð og fordildarlaus. Þegar vér lögðum frá oss bókina, eftir að vera búnir að lesa hana, varð oss á að spyrja: “Skyldi þessi kona hafa verið jafnvíg á öllum sviðum lífsins?” Engin íslenzk kona, svo vér vitum, hefir opin- berlega gjört eins mikið til þess að létta byrðar þeirra, sem bágt hafa átt, eins og ólafía Jóhanns- dóttir. Þrá hennar til þess að bæta böl manna, var óþrotlegt, kærleikur hennar til allra manna 6- hagganlegur, og viljakraftur hennar til þess að berjast á móti neyð, synd og sorg, bilaði aldrei. Hún var hetja, sem barðist við hlið lítilmagnans og ógæfumannsins með vopnum kærleikans, frá morgni til kvelds. En þó starfsvið hennar lægi um lág- lendi örbirgðarinnar og í skuggum mótlætisins, sökum þess að kærleiksverkanna er þar mest þörf, 'þá var það ekki sökum þess, að hún gæti ekki notið sín á öðrum sviðum. ólafía Jóhannsdóttir hafði öll skilyrði til þess að verða önnur Selma Lager- löv, nema hvað hjarta hennar var enn þá viðkvæm- ara fyrir og náknýttara böli og bágindum mann- kynsins, en Selmu Lagerlöv hinnar svensku, sem gat þó ekki með nokkru móti dregið úr afli listar- innar á bókmentasviðinu, — ólafía var gædd fágæt- um rithöfundar hæfileikum. ÆJfisaga ólafíu sýnir, að hún, eins og flest- ir aðrir, hafi átt í stríði trúarskoðana sinna vegna, um eitt skeið æfi sinnar, >— hún týndi sjálfri sér, en fann sig svo aftur og guð sinn. Allmikill kafli hókarinnar er helgaður þeim straumhvörfum í lífi hennar, — eiginlega eru þau í gegn um alla bókina, því að það var trú hennar og lífsreynsla, að enginn maður nyti sjálfs sín fyr en hann fyndi sjálfan sig í kærleikssambandi við skapara sinn og herra. En þó sú hlið bókarinnar, sem menn getur greint á um, sé látin liggja í láginni, þá er bókin samt aðdáan- leg og áhrifamikil. Lýsingarnar, þegar hún barn að aldri fer norður og austur um land, eru snild- arlegar — svo hreinar, blátt áfram og sannar, að þær minna mann ósjálfrátt á Jónas Hallgrímsson. Ylur orða og hugsana hennar í bókinni vermir hjarta hvers þess, sem les, og kærleikurinn, sem fylti hjarta hennar í lífinu, læsir sig líka í gegn um orðin inn að hjartarótum hans — bókin hefir betr- andi áhrif á hvern þann, er les. Vér sögðum hér að framan, að í allri bókinni væri ekki hægt að finna hnjóðsyrði til nokkurs manns, og er það einkennilegt á vorum dögum, þegar menn geta ekki skrifað stutta blaðagrein nema með sparki í einhvern, og varla sendibréf, og sýnir það, að Ólafía hefir staðið þar á æðra menn- ingarstigi en flestir samferðamenn hennar. Þessi bók og æfiferill þessarar íslenzku konu, sker úr við flest það, sem nú er ritað og talað. Imynd feg- urri hugsjóna, bjartari dags. Bók þessa ritaði ólafía heitin á norsku og þýddi sjálf fyrstu 42 blaðsíðurnar á íslenzku; hinn partur bókarinnar er þýddur af öðrum, og nið- urlagið — yfirlit yfir síðustu æfidfaga hennar hef- ir systir ólafíu, frú Sveinbjörg Johnson, ritað. Auk æfisögunnar er í bók þessari, endurminn- ingar frá Genf, og tvær frásögur af atvikum, sem komu fyrir ólafíu heit., eftir hana sjálfa. Frá ætt- fólki ólafíu: “Maðurinn, sem dó fyrir mig,’, eftir frú J. K. Barney, Ljóð, Eftirmáli og nafnatal. Því miður eru slæmar og óskiljanlegar villur i bókinni. Þar er talað um JensPétursson yfirdóm- ara, sem á auðvitað að vera Jón Pétursson yfir- dómari, og Ragnhildi frá Engey, konu Péturs Krist- ins3onar, er sögð er að vera Pétursdóttir, en hún er ólafsdóttir bónda ólafssonar á Lundum í Stafholts- tungum. Er þetta þeim mun óskiljanlegra, sem hér á hlut að máli nafnkent fólk og nákunnugt hlut- aðeigendum þessarar bókar. Auk innihalds bókarinnar, sem áður er getið, er í henni Kveðja frá Noregi, sem oss finst vel við eiga, að birta í þessu sambandi, eftir ungfrú Inge Björnsson. “Ólafía Jóhannsdóttir var hjartfólgnasti vin- ur minn á þessari jörðu, — það segi eg óhikað. Eg varð henni nákunnug, svo að segja um leið og eg sá hana í fyrsta skifti. Þjóðerniseinkenni, skapgerð og andleg áhugamál hennar stóðu ljóslif- andi fyrir méh þegar við fyrstu samtölin. “óvenju- lega einlæg og hrein sál”, var dómur allra, sem þektu hana. j Hún átti víst ekki einn einasta jarðneskan ó- vin. Trú hennar og lífsskoðun leiddu hana þó oft inn á brautir, þar sem nauðsynlegt var að segja afdrátt- arlaust sannleikann, hver sem í hlut átti, viðvíkjandi skoðunum og afstöðu gagnvart Guði. Það, sem helst einkendi ólafíu, næst hinum ríka trúaráhuga, voru brjóstgæði hennar. Þær kröfur, sem hún gerði til fórnfýsi sinnar og kærleika til allra, sem bágt áttu, voru næstum meiri, en máttur hennar leyfði. Aldrei varð hún ráðalaus. Það kraftaverk skeði alt af, að svo flókin sem úrlausnarefnin urðu, í stríði hennar gegn löstum, synd og sjúkleika í framandi stórborg, þá greiddist alt af úr þeim fyr- ir henni. ólafía var merkileg kona. Hin óbifan- lega trú hennar vann sigur á öllu hiki og efasemd- um, svo vonlaust sem útlitið oft sýndist vera í hinu langa starfi hennar til hjálpar þeim, sem lægst stóðu í mannfélaginu. Hetja var hún í þessu stríði og þess vegna á að halda á lofti minningu hennar. Þetta var nú ein hlið af starfi hennar, sem hér er minst á í þessum fáu línum. En annað var það líka einnig, sem ef til vill en þá sterkar laðaði mig að þessari útlendu konu, sem dvaldi hér meðal vor sem ein af oss: Hún var eldheituri ættjarðar- vinur, og 1 vinahópinn veitti hún inn hressandi and- blæ, af haflofti og skínandi fegurð ættjarðar sinnar. Nánustu ættingjar ólafíu Jóhannsdóttur voru frjálslyndir menn og stórgáfaðir. Náfrændi henn- ar var Benedikt Sveinsson, einn af leiðtogum ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu um langan tíma og ein- hver mesti mælskumaður meðal stjórnmálamanna, sem ísland hefir átt. Þegar á unga aldri tók ólaf- ía, með frænku sinni Þorbjörgu Sveinsdóttur, syst- ur Benedikts, þátt í hinni löngu sjálfstæðisbaráttu, bæði í ræðum og riti og hverskonar öðru starfi. Hvað ólafía gat komið fram djarflega og óþvingað í kappræðum á opinberum mannfundum, átti hún að þakka æfingu þeirri, er hún hafði fengið í Reykjavík á baráttutíma sjálfstæðismálsins. óvenjulega hæfileika hafði hún til að sann- færa fólk og skýra sín eigin og annara orð og skoð- anir. Jafnvel í almennu samtali lýstu sér yfir- burðir hennar og gáfur. Mestan þátt átti þó hin ástúðlega, daglega umgengni hennar í að gera oss hana svo hjartfólgna. Fyrir mér stóð hún sem ímynd fjarlægrar og einkennilegrar menningar. Og sú ást, sem eg bar til íslands alt frá barnæsku, eins og svo margir aðrir, fékk nýjan styrk og staðfestu af samvistun- um með systur ólafíu — eg kallaði hana hreint og heint “ísland”, svo mjög fanst mér hún minna á það. Alt af náði hún rétti sínum, svo einmana og varnarlaus sem hún var, án þess að vekja misskiln- ing eða andúð. Eg veit, að hún ól djúpa ást og þakklætistilfinningu til norsku þjóðarinnar, og í lífi hennar og starfi sé eg tákn fyrir samstarfi komandi kynslóða um hin miklu viðfangsefni nor- rænu þjóðanna. Þig elskuðum vér, ólafía Jóhannsdóttir, og gegn um kynslóðir mun blessað nafn þitt ljóma í Noregi. I Hafðu þökk fyrir, að þú komst til vor.” Bók þessa ættu sem flestir að lesa og eiga. Hún verður til sölu hér vestra áður langt um líður. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& D oorCo. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK 11111111 u 111111111111111111111111111111111111111 ii 1111111111111111111111111111111111111111111111111 ii= REYNIÐ OSS | ef þér ætlið að byggja heimili í vor, | 1 eða ef þér þarfnist efnis til viðgerðar, | = Vér getum með Iitlum sem engum fyrirvara E E fullnægt þörfum yðar, E Winnipegpaint &Glass cz imited = 179 Notre Dame East Phone A 7391 E ii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111; 1111111111111111111111111111111111 lr Or bréfi. frá formanni Félags Vcstur-Islend- inga í Reykjavík. Þar sem þetta á erindi til allra Vestur-íslendinga, er ritstjóri Lög- bergs vinsamlega beðinn aS taka þetta í blaðið. S. Halldórs frá Höfnum. , f'ritari þjóðræknisfélj , Reykjavík 2. apríl 1926. Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Winnipeg. Kæri vin! Eg leyfi mér hér með að fara þess á leit við þig, að þú birtist Lög Fé- lags Vestur-íslendinga, í Heims- kringlu. Okkur er ant um, að sem flestum íslendingum vestra verði kunugur tilgangur félags okkar. Sendi eg þér prentað eintak af lögunum í þessu skyni. —• Við höfðum fund í fyrradag og voru Kvarans-hjónin á þeim fundi. Ragnar flutti ágætt er- indi, og muntu sjá nánar sagt frá því i blöðunum. Ennfremur geri eg ráð fyrir að Ragnar muni segja ykkur nánar frá ýmsu, er á góma bar á þess- um fundi. Þó vil eg geta þess að með- al annars var rætt um þetta: 1. Ragnar Kvaran stakk upp á því, að hæfur Austur-íslendingur skrifi skýrar yfirlitsgreinar tim hin merk- ustu mál, sem á döfinni eru á íslandi, fyrir vestur-íslenzka lesendur, til birtingar i vestur-íslenzkum blöðum. 2. Séra Friðrik Hallgrímsson stakk upp á því, og bað Ragnar Kvaran að stinga þeirri ihugmynd að þjóðræknis- félaginu, aÖ saminn verði og gef- inn út snotur bæklingur með myndum, með ágripi aí land- námssögu Islendinga, stuttum æfá- gripum merkra Vestur-lslendinga og ýmsu öðru efni, er íslenzkum æskulýð austan liafs og vestan mætti verða til fræðslu og hvatningar. 3. Axei Thorsteinson mintist á þá hliðstæðu hugmynd Dr. Guðm. Finn- bogasonar, er hann kom fram með í fyrirlestri á fundi í félagi okkar, að gefið verði út úrval hinst bezta, er Vestur-íslendingar hafa skráð, nokk- urskonar sýnishoru vestur-íslenzkra bókmenta. 4. Sami mintist á, að æskilegt væri, ef þjóðræknisfélagið vildi láta hæfan mann skrifa þjóðlegar yfirlitsgreinar um vestur-islenzk mál, til birtingar i blöðum á íslandi. Mætti þannig auka mikið þekkingu Austur-lslend- inga á hverskonar nytjastarfsemi ykk- ar. Fréttastofa Blaðamanna félags Islands er fús til þess að koma slíkum greinum á prent, í víðlesnustu blöð landsins. ,3. Friðrik Björnsson, ritari félags okkar, mintist á bréf fyrv. stjórnar félags okkar, til þjóðræknisfélagsins, og kvað það eiga að vera aðalstarf- semi okkar, að starfa með ykkur og liðsinna ykkur, eftir því sem geta okkar og kraftar leyfa. Kvaðst hann vona, að þjóðræknisfélagið myndi fúst til samvinnu við okkur. 6. Stgr. Arason kennari mintist á viðskiftasambandí milli 'lslendinga austan hafs og vestan. Talaði hann um þá staðreynd, að þjóðir, sem skifta hverjar við aðra, hafi skilyrði til kynningar. í þessu sambandi var minst á Hudson’s Bay járnbrautina og sagði R. Kvaran hvernig nú blæs fyr- ir því máli vestra. 7. Þá var minst á ýmislcgt af því, sem þjóðræknisfélagið hefir nú á dagskrá sinni, enda hafði Kvaran rætt allitarlega um margt af því. 8. Hólmfríður Árnadóttir mælti nokkur orð um præp. hon. Bjarna Þórarinsson, elzta félagsmann okkar. Varð hann 71 árs í gær. Hann er einhver ijýtasti félagsmaður ökkar. 9. Á fundinum kom fram mikill áhugi í þá átt, að leggja sem fyrst traustan grundvöll að samstarfi við ykkur. Þó við séum fámenn, erum við þess fullviss, að félag okkar get- ui unnið mikið gagn. , LÖG fyrir Félag Vestur-lslcndinga í Reykjavík. 1. gr. Félagið heitir Félag Vestur-ís- Icndinga i Reykjavík, og hefir aðsetur sitt í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur félagsins er einkum sá: a. Að auka og efla viðkynningu þeirra íslendinga, er dvalið hafa vestan hafs — í Bandaríkjunum og Can- ada. b. Að auka þekkingu íslendinga beggja megin hafsins á högum hvers annars og greiða fyrir og viðhaldi ís- lenzks þjóðernis og tungu vestan hafs. c. Að leiðbeina þeim, er kynnu að fara vestur um 'haf, án þess þó á einn eða annan hátt að hvetja til búferla- flutninga þangað. d Að leiðbeina þeim Vestur-íslend- ingum ,sem kunna að koma heim til íslands, og leiðbeiningar þurfa, 3. gr. Félagar þessa félags geta allir þeir orðið er náð h,afa 14 ára aldri, og eru af íslenzkum ættstofni, ef þeir hafa dvalið vestan hafs um eins árs tíma- bil eða lengur. Þó má gera undan- þágu frá þessu, að því er snertir dval- artímann vestan hafs. Eiginmaður eða eiginkona félagsmanns eða félags- konu, getur þó orðið félagi, þó aldrei hafi dvalið í Ameríku. 4. gr. Aukafélagar og heiðursfélagar. — Aukafélagar skulu þeir teljast, sem um lengri tíma dvelja utan Reykja- víkur, og eru þeir á því tímabili und- anþegnir öllum gjöldum til félags- ins. — Heiðursfélaga má gera hvern sem er, en til þess þarf þó % greiddra atkvæða á lögmætum félagsfundi. Heiðursfélagar greiða engin skyldu- gjöld til félagsins, hafa málfrelsi og tillögurétt; þeir eru ekki kjörgengir í stjórn eða varastjórn. 5. gr. Stjórn félagsins skipa 3 menn: Forseti, ritari og gjaldkeri. Jafn- margir skulu kosnir til vara. 6. gr. Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, og eru-þeir löginæt- ir til allra ákvarðana, — nema laga-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.