Lögberg - 06.05.1926, Page 6
LÖGRERG FIMTUDAGINN,
6. MAÍ 1926.
Bls. 6
Á metaskálum
lífsins.
Eftir L. G. Moberley.
“Hvers vegna komuð þér hingað til mín, til þess
að segja mér þetta?”
“Af því að við erum báðir í samsæri; við höfum
sameiginlegt áform, eins og þér munið.” Hr. So-
ames talaði hægt og með meira viti. “Og það á-
form er enn mögulegt að framkvæma. — Eg hefi sagt
yður, að það var ekki ætlan mín að drepa hr. Tritt-
on, en nú er hann ekki lengur til hindrunar, og þess
vegna er hugsanlegt, að okkur hepnist að fram-
kvæma áform okkar.”
Það leit helzt út fyrir, að þegar Soames var bú-
inn að lyfta þessu bjargi af huga sínum og meðganga
glæp sinn, þá væri samvizka hans ekki eins kúguð
yfir þessu verki. Hann gat jafnvel snúið sér að því
að rannsaka, hve mikið þeir græddu við þetta.
“Vitið þér,” spurði Dynecourt með hryllingi,
“að Sir Miles er í varðhaldi og grunaður um að hafa
myrt hr. Tritton? Menn hafa fundið stafinn
hans—” . .
t “Já—já, þér þurfið ekki að lýsa öllu svo greim-
lega.fyrir mér,” sagði Soames og stundi, um leið og
hann hnipraði sig saman í stólnum. “Það var eg
sjálfur, sem fann stafinn hans inni í kjarrinu. Það
var blátt áfram af tilviljun, að eg tók hann upp
og hélt á honum, þegar eg mætti Tritton. í byrjun-
inni ætlaði eg mér að eins að tala lítið eitt við hann.
Eg ætlaði að reyna að fá hann til að hætta við rann-
sóknina um giftingu móður sinnar. — Það hefði líka
orðið honum erfitt að fá að vita nokkuð um hana,
nema í gegnum mig. Eg er nefnilega sá eini, sem
þekki sannleikann og veit að—”
“Svo þér vissuð það?” sagði Dynecourt. “Þér
hafið þá alt af vitað það, að krafa Trittons var rétt-
lát?” 1 , .
“Já, en nú hefir það enga þýðingu. Maðurinn er
dauður, og leiðin liggur opin fyrir yður. Hernesley
deyr að fáum mánuðum liðnum, ef hann verður þa
ekki hengdur sem morðingi Trittons áður en sá timi
er liðinn .— sem samt sem áður er — er —”
“Það verður hann ekki,” greip Dynecourt fram
í fyrir honum hörkulega. “Réttlætið sigrar alt af á
endanuni, — menn hafa fundið nýtt spor.
Það var eins og tilviljun, að hann sagði þetta,
_ þar eð honum datt ósjálfrátt í hug samfundur
hans við Retty og Bevan á Waterloo-brúnni, en þo
að ör þessari væri skotið út í bláinn, hittf hún samt
takmarkið.
“Hefir fundist spor? Hvaða spor?”
"Það get eg pkki sagt yður með neinni ákveðinni
vissu. Eg veit að eins, að eitthvað er uppgötvað.
Það er mjög ung stúlka, ungfrú Dyson — sú sama og
fann bréfið, er olli svo mikilli breytingu á kjörum
Trittons.” .
“Er það hún?” Andlit lögmannsms varð bloð-
rautt af reiði; “hefir nú þessi ömurlega stúlka kom-
ið á leið mína aftur? Því það var áreiðanlega bún,
sem eg sá—”
Rödd han^ lækkaði niður í hvísl, og Dynecourt
tók eftir því, að hann varð öskugrár í framan.
“Hvar sáuð þér hana?”
“f herberginu þar sem hann, Tritton, lá alveg
aleinn! Ó, Dynecourt, þér verðið að hjálpa mér að
komast i burtu. — Ef þetta er satt — ef það er þetta
spor, sem menn hafa fundið — þá verð eg að fara,
í hamingju bænum. Eg get ekki þolað þetta. Hjalp-
ið þér mér!” , . ,,, ...
Dynecourt bar hvorki samhygð ne vinattu til
þessa manns, er svo heigulslega örvilnaðist yfir af-
broti sínu, og hin aumingjalega framkoma hr. Soames
var svo fyrirlitleg, þegar maður gætti þess, hve yfir-
burðamikið sjálfstraust hans hafði verið áður. Hann
var nú aftur orðinn náfölur og skalf af hræðslu.
Allur kjarkur hans hvarf fyrir takmarkalausri
hræðslu. *
“Þeir geta verið að elta mig og njosna um mig
alstaðar í borginni, nótt og dag,” sagði hann og
horfði í kringum sig óttaslegnum augum, “ef hún
hefir fundið bréfið, sem Trit'ton sagði mér að hann
hefði geymt, ef—”
“Hvaða bréf ?” spurði Dynecourt hörkulega.
“Það var bréf, sem hann sagðist hafa geymt
vel,” sagði hinni eyðilagði lögmaður. “Hann sagði
mér það, daginn sem eg mætti honum á brautinni—
daginn, sem eg gerði — það —. Eg varð svo reiður
við hann yfir því, sem hann sagði; hann hló að mér
og sagði, að hann hefði dálítið skjal, sem mundi al-
gerlega eyMleggja leikinn fyrir mér. Og það var
þá, sem hann gerði mig svo reiðan, að eg varð . —
Hann þagnaði og skalf frá hvirfli til ilja. “En ef
menn í raun og veru hafa fundið spor, þá er uti
um mig.” Hann greip handlegg Dynecourts og dró
andann lafmóður. — “Það eyðileggur mig, já, okkur
báða, má eg fullyrða. Eg verð hengdur og atvinna
yðar verður eyðilögð. En auðvitað, það er verst
fyrir mig. Þess vegna verðið þér að hjálpa mér að
komast burtu. Hjálpa mér burt — áður en andht
hans kemur nær. Sko — það er þarna yfir í horn-
inu. ó—takið þér það burt, Dynecourt — takið það
burtu!” •
Rödd hans breyttist í angistarhljóð, og augu hans
störðu með ólýsanlegri hræðslu yfir eitt hornið í
herberginu. t
“Ó, Dynecourt,” hljóða^i hann tryllingslega,
‘takið þér þetta hræðilega andlit í burtu -r- annars
verð eg brjálaður — vitlaus!”
21. KAPITULI.
Daginn eftir yfirheyrsluna fór Klara aftur til
London, skyldur hennar í sjúkrahúsinu kröfðust
nærveru hennar. Alla leiðina og á meðan hún gekk
inn um sjúkrahússhliðið, hugsaði hún að eins um
Dórótheu og alt það, sem fyrir hafði komið í Mans-
mere.
Hún hafði nú komist að þeirri niðurstöðu, að
hún hefði máske sýnt vinstúlku sinni rangindi.
Giftng Dórótheu og Hernesleys, var máske bygð á
dýpri grudvelli heldur en hún hafði ímyndað sér, og
þó að hana hrylti við að hugsa þannig, gat hún ekki
varist því að spyrja sjálfa sig:
“Hafði Dynecourt sýnt sig óverðugan fyrir ást
Dórótheu? Og var hann fyllilega verður hennar
eigin ástar?”
“Verður eða ekki verður,” hvíslaði einhver rödd
inst í hugskoti hennar — “er það ekki sama hvern-
ig hann er, þegar hann er eini maðurinn í öllum
heiminum, sem hún nokkru sinni getur elskað?”
Kinnar Klöru urðu eldrauðar, þegar hún á sama
augnabliki sá manninn, sem allar hugsanir hennar
snerust um, koma beint á móti sér. En þegar hún
leit nákvæmar á hann, sárnaði henni afarmikið að
sjá, hve þreytulegur og sorgþrunginn hann var að
útliti. Hann leit út fyrir að hafa ekki sofið síðustu
undanförnu næturnar. Undir eins og hann sá Klöru,
rann bros yfir andlit hans, og hann stöðvaði hana
strax.
“Það er ánægjulegt að sjá yður, Klara,” sagði
hann, “eg hefi einmitt náð sönnun fyrir uppskurði
þennan morgun, og eg held að hún hafi brúkað mína
síðustu krafta.”
“Já, þér eruð mjög þreytulegur að útliti,” sagði
Klara vingjarnlega, og leit á hann með hinu blíða,
umhyggjuríka augnatilliti, sem 'hann var farinn að
meta svo mikils síðustu vikurnar. “Eg var nú að
koma frá Mansemere.”
“Eg hefi heyrt, að yfirheyrslunni hafi aftur
verið frestað. Af hverju stafar það?”
“Af því menn hafa uppgötvað nýtt spor, sem
lögreglan vill rannsaka. Það eru ungfrú Dyson og
bróðir minn, sem hafa fundið það.”
“Hvað §r það þá? Vitið þér það ekki?”
Ákafinn, sem fylgdi þessum orðum, gerði Klöru
aftur órólega, en hún stilti sig.
“Eg held það sé bréf, eða eitthvað skrifað, sem
þau fundu í herbergi hr. Trittons, og sem gefur í
skyn, að grunurinn geti fluzt yfir á annan mann.
En bróðir minn vildi ekki segja mér meira, svo þetta
er alt sem eg veit. En eg held, að bróðir minn hafi
nú von um, að öllu verði 1 lag komið aftur.”
“Að öllu verði i lag komið,” endurtók Dynecourt,
“Það er hægra að segja en gera. Setjum svo að
fleiri en menn halda séu við þetta riðnir? Setjum
svo, að einhver manneskja gagnstætt vilja sínum að
eins af tilviljun, eigi einhvern þátt í þessu — hvað
getur hún gert?”
“Sú manneskja verður að hreinsa sig af þessari
hluttekningu sinni, einsvel og hún getur,” svaraði
Klara og horfði fast á Dynecourt. “Þegr hún gerir
alt hvað hún getur til að breyta rétt, mun það hepn-
ast henni.”
“Munduð þér vera fúsar til að rétta slíkri per-
sónu hjálparhönd, Klara?”
“Eg er alt af fús til að hjálpa, hvar sem eg get
það,” svaraði Klara stillileg.
“Það liggur sjúklingur í einni stofunni, sem
Drummond læknir hefir beðið mig að líta eftir og
segja sér skoðun mína um hann, þegar eg er búinn
að þessu, má eg þá koma inn í dagstofuna til yðar?
Eg skal að eins tef ja yður í fimm mínútur, en það er
nokkuð, sem mig langar til að spyrja yður um. Eg er
býsna taugaveill í dag; eg varð nefnilega í nótt fyr-
ir heimsókn af manni, sem varð brjálaður, já alger-
lega vitlaus, meðan hann sat hjá mér — og nú verð
eg að taka einhverja ákvörðun — það er þess vegna,
að eg vil ráðgast um þetta við yður.”
“Þér eruð velkominn,” sagði Klara alúðlega og
gekk til herbergis síns.
Þegar Dynecourt, fáum mínútum síðar, sat í við-
feldnu dagstofunni hennar, fann hann sér líða betur
heldur en honum um langan tíma hafði liðið. öllu
var svo þægilega komlð fyrir í þessu litla herbergi,
og Klara leit sjálf ssvo yndislega út í tilgerðarlausa
bláa fatnaðinum, með hvítu svuntuna og litlu, hvítu
línhúfuna. >
“Það er líklega rangt af mér, að ama að yður
með erfiðleikum mínum,” sagði Dynecourt, “en mér
finst að þér séuð eina manneskjan, sem eg get snú-
ið mér að með áhyggjur mínar. Eg er efandi og
langar til að biðja yður að ráðleggja mér og leið-
beina.”
Þegar Klara heyrði þessi orð, varð hún afar-
glöð.
“Segið mér hvað það er, sem amar að yður,”
sagði hún alúðlega, “það kemur oft fyrir, að önnur
manneskja sér ljós, þ?Tr sem maður sjálfur sér að-
eins myrkur.”
“Málefnið snýst um það, að eg verð að velja á
milli embættisheiðurs míns og þess, að fá saklausan
mann sýknaðan. Eg hefi nefnilega lofað að þegja
___og að því búnu sagði hinn seki mér frá afbroti
sínu — því, sem saklaus maður er nú kærður fyrir.”
“Og þér gætuð frelsað hinn saklausa mann með
því að segja sannleikann?”
“Já, en embættiseiður minn bannar mér að
tala.”
“Það getur ekki rýrt heiður embættis yðar, að
þér opinberið jafn-hættulegt leyndarmál, — þegar
þér gáfuð loforðið, vissuð þér ekki að það var glæp-
ur, sem maðurinn ætlaði að meðganga frammi fyrir
yður. Mér finst, að þér verðið að segja sannleik-
ann, ef þér þegið, eruð þér að vissu leyti samsekur
um glæpinn. Ó, maður verður alt af að gera eins
mikið og maður getur, til þess að bregða ljósi yfir
voðalegt afbrot. Munið eftir því, að eg kem beina
leið frá Dórótheu, eg hefi séð það glögt, hva
hræðilegt það er, að vita saklausan mann kærðan,
án þess að geta sannað sakleysi 'hans. Hvers virði
er embættiseiður gagnvart því, að leiða í ljós hið
sanna?”
Það er líklegt, að Dynecourt hefði verið Klöru
samþykkur, ef hún hefði ekki nefnt nafn Dórótheu.
Metaskálin með það rétta og ranga var að því kom-
in að ná jafnvægi, þegar hann heyrði nafn þeirrar
stúlku, sem hann elskaði, en á sama augnabliki réð-
ust freistingarnar, á hann. Kf hann segði frá því,
sem Soames hafði trúað honum fyrir, mundi Miles
undir eins verða sýknaður. Ef hann þar á móti
efgdi loforð *itt og þegði, mundi Miles eflaurt verða
dæmdur — og sú geðshræring, sem allar þessar yf-
irheyrslur og alt það, sem átti sér stað á undan
dómnum, mundi framleiða, mundi að líkindum deyða
hann áður en sá tími væri liðinn, sem hann átti eftir
að lifa.
Upp óg ofan hossuðust metaskálarnar með rétt
og rangt, en hinn vondi engill Dyecourts hafði of
mikið vald yfir honum; hann minti hann á það, að
ef hann segði sannleikann um Soames, yrði hanrr
sjálfur, ef til vill, flæktur inn í þetta mál. Hið þögla
samkomulag á milli hans og lögmannsins, gat vel
verið að fleirum væri kunnugt um. Klara Bevan
hafði minst á, að Betty Dyson hefði fundið markvert
bréf, — hver veit, máske snerti það hann sjálfan að
einhverju leyti. Nei, hann varð að þegja. Það var
líka afar heimskulegt af honum að fara að tala við
Klöru um þetta málefni. Hann hafði alt af hingað
til getað borið byrðar sínar aleinn; hann var reiður
við sjálfan sig yfir því, að hann hafði ekki gætt
sjálfstjórnar sinnar betur gagnvart þessari stúlku,
þó að hann vissi, að hún hefði aðlaðandi áhrif á sig.
Ákveðinn í því að bæta úr þessari yfirsjón, ef
það annars væri mögulegt, stóð hann snögglega upp.
“Karlar og konur líta oft mjög misjafnt á sama
málefnið,” sagði hann með uppgerðar kæruleysi;
þegar eg hugsa nákvæmar um þessa spurningu, virð-
ist hún ekkert vera áríðandi.”
Spurningin var honum ekki áríðandi, þegar hún
snerist um sýknun saklauss manns. Góði engillinn
hans Olivers beygði höfuð sitt mjög sneypulegur.
“Mér þykir það leitt,” sagði hann, “að eg gerði
yður ónæði, Klara; eg hefi líklega í byrjuninni vak-
ið ranga skoðun hjá yður. Eg er hræddur um að þér
hafið haldið, að það snerist um eitthvað mjög al-
varlegt, — en það er ekki tilfellið. Það er alt saman
gáta fyrir mér.”
“Já, eg hefi engan tíma til að tala um gátur,”
sagði Klara kuldalega. “Eg hélt, að þér væruð í ein-
hverjum vanda staddur, og var fús til að hjálpa yð-
ur, ef eg gæti.”
“Ó. nei,” svaraði hann vandræðalegur, “það er
ekki eins illa ástatt fyrir mér og þér haldið. Eg er
dálítið taugaveill og óstyrkur, eins og eg sagði áðan,
af því að gesturinn minn í nótt var brjálaður mað-
ur, en nú er eg talsvert betri. Og þó eg sé yður ekki
alveg samþykkur, þykir mér vænt um, að hafa heyrt
skoðun yðar.”
iFyrir fáum mínútum fanst Klöru, að hún ætti
eitthvað sameiginlegt við Oliver Dynecourt, feitthvað
svo alúðlega sameiginlegt, en nú, þegar hann brosti
sjálfbirgingslega til hennar og fullvisaði hana um,
að sér liði vel, sem þó hinn kvalaríki andlitssvipur
hans mótmælti, fanst henni að hún vera í mílu fjar-
lægð frá honum.
“Hvort sem þér eruð mér samþykkur eða ekki,”
sagði hún, ‘getið þér samt aldrei varist því, að sam-
vizka yðar láti í ljós hvað rétt sé. Fari maður eftij;
hennar bendingum, þarf maður aldrei að leita ráða
annara.”
“Það getur vel verið, að þér segið satt,’ sagði
hann með blíðri raust, og svipur hans varð alúðleg-
ur. “Þið, góðu stúlkurnar, vitið alt.af hvað réttast
er að gera, og 4>ið breytið samkvæmt því, en við
• karlmennirnir—”
Hann þagnaði skyndilega, en geðshræringin í
svip hans var hin sama, þegar hann rétti henni hend-
ina og fór.
Koma Olivers hafði vakið megnan óróa hjá
Klöru. Henni fanst framkoma hans óskiljanleg.
Hvers vegna var hann svo hverflyndur? Hann hafði
verið svo ánægjulegur, þegar hann sagði, að hann
hefði nokkuð, sem hann vildi leita ráða hjá henni
um. Eins og sérhver önnur stúlka, sem er ástfang-
in, var hún glöð yfir því að geta hjálpað þeim manni,
Sjem hún elskaði, en henni féll það afar sárt, að hann
skifti um skoðanir svo skyndilega, og var orðinn svo
dulur og óframfærinn. Hún fann, að hann bar ekki
traust til hennar, og það hrygði hana. Samt var hún
ekki reið við hann.
“Mér þykir vænt um hann,” sagði hún við sjálfa
sig, “þótt mér sé það vel ljóst, að hann er alls ekki
fullkominn, og mér þætti undur vænt um það, ef eg
gæti á einhvern hátt hjálpað honum.”
Svo fór Klara til sjúkrastofunnar sinnar, til
þess að framkvæma skyldur sínar þar, en Dynecourt
gekk með hraða miklum eftir götunum, hugsandi um
hin síðustu orð Klöru.
Hún hafði talað um samvizkuna, en það átti illa
við hann, því það áform sem hann hafði tekið, þoldi
ekki nærveru réttlátrar samvizku. En Oliver lét
heldur ekki kvelja sig lengi. Hina síðustu mánuði
hafði hann hvað eftir annað kúgað samvizku sína til
að þegja, og því oftar sem hann gerði það, þess
hægra veitti honum það.
Hann lét því hugsanir sínar hvayfla fram og
aftur, út um alla heima og geima, — en alla mögu-
legleika skoðaði hann nákvæmlega. Fyrst varð að
sjá um að engin hætta stafaði af Soames, með því
að koma honum fyrir á vitlausra manna hæli, og
svo varð hann að bíða dómsins í morðmálinu. Þeg-
ar Soames væri vel geymdur, hlytu forlögin að ráð-
ast á Hernesley. 'Svo snerust hugsanir hans að
Dórótheu, hann endurkallaði mynd hennar í huga’
sinn, og þráin og vonin gerðu hann undur glaðan.
Honum fanst hún vera í faðmi sínum, og að hún
væri sín kona; en svo áttaði hann sig og sá, að það
var ekki viðeigandi að hugsa þannig um annars
manns konu. Svo mundi hann eftir því, sem Klara
hafði sagt, að nú væri fundið nýtt spor, en það gat
að engum líkindum snert hann að neinu leyti.
Því hvernig sem alt atvikaðist, hvort Miles yrði
dæmdur eða ekki, þá átti hann ekki langt eftir að
lifa — o#geðshræring hans, sem hlyti að orsakast
af kærunni og öllu því, er henni fylgdi, mundi stytta
líf hans. t
Dauði Miles Hernesley var óumflýjanlegur.
'Óumflýjanlegur ? Honum varð bilt við, þegar
þessi spurning endurtók sig í huga hans. Var það
nú áreiðanlegt, að Sir Miles yrði að deyja? Sá
sjúklingur, sem Drummond læknir í St. Hughes
sjúkrahúsinu hafði í dag beðið hann að líta eftir,
var með holdskurðinum frelsaður frá dauða af
samskonar veiki og þjáði Sir Miles.
Aftur vaknaði óróinn hjá honum — aftur var
hugur hans í æsing sökum óvissunnar, á meðan
hugur hans kvaldi hann með endalausum endurtekn-
ingum
“Er ekki mögulegt að bjarga lífi Hernesleys?
Verður það ekki frelsað?”
22. KAPITULI.
Undir eins og Dynecourt kom heim, settist
hann við skrifborðið í vinnustofu sinni, og með bók
fypir framan sig, þar sem skrifaðar voru margar
athugasemdir og athuganir um starf hana í sjúkra-
húsinu, fór hann nú að grufla yfir þeirri gátu, er
seinast lifnaði í huga hans.
Skyldi honum geta hepnast að lækna Sir Her-
nesley?
Yfir þeirri spurningu, sem hingað til hafði ver-
ið honum óskiljanleg, logaði nú ofurlítið Ijós, —
dyrnar, sem hingað til höfðu verið lokaðar með
þúsund bröndum, stóðu nú opnar fyrir honum og
með ofbirtu í augum og utan við sig sat hann nú
við dyrnar að takmarki sínu — hinn mikli, svo stór-
um umskiftum valdandi holdskurður, er gera átti
hann nafnfrægan og endurgjalda honum hinna
mörgu ára fátækt og sorgir. —
Á þessari stundu hafði hann algerlega gleymt
morðinu í Mansmere, hr. Soames og — já, Dóróthea
var einnig gleymd.
iSvo annríkt átti hann við rannsóknir sínar, að
hann tók ekki eftir því, að dyrnar voru opnaðar og
að ráðskona hans kom inn, og lagði bréf og annað,
sem pósturinn kom með, á litla hliðarborðið. Það
var ekki fyr en telefóninn hringdi, að hann kom til
meðvitundar um að hann sat í sínu eigin vinnuher-
bergi, og að einhver vildi tala við hann.
Hann greip heyrnarpípuna mjög óþolinmóður,
en varð enn þá grhmari yfir þessari truflun, þegar
hann, heyrði að það var læknirinn í vitlausra spít-
alanum, þar sem hann hafði komið Soames. fyrir,
sem vildi tala við hann. Þessi ungi maður, Tom-
linson læknir, var mjög leiður yfir þessum sjúk-
ling sínum, og sagði, að það væri næstum óþolandi
að hlusta á alt sem hann segði, og jafnframt væri
mjög erfitt að halda honuVn rólegum.
Hafi Dynecourt ekki verið gramur áður, þá
varð hann það nú.
“En, Tomlinson,” sagði hann gremjulega. “Þér
vitið að maðurinn er brjálaður. Hvers vegna
skeytið þér nokkuð um rugl hans. Allir brjálaðir
menn rugla meira og minna, og þér hljótið að geta
haldið honum rólegum um stutta stund, eins og eg
bað um\ Vilji hann ekki hlýða, þá vitið þér hvað
^gera a.
“Já, auðvitað,” svaraði Tomlinson, “en mér
geðjast illa að þessum sjúkling, og mér þætti vænt
um að þér gætuð komið hingað í dag eða í kvöld.”
“Eg skal reyna að koma, ef eg get,” svaraði Dyne-
court önugur, “en skeytið þér ekki um masið í
honum.”
Hann settist nú aftur við borðið, en þessi trufl-
un hafði eyðilagt allar hugsanatilraunir hans, sem
hann áður átti svo annríkt við; nú var honum ó-
mögulegt að hugsa utn annað en þenna sinnisveika
mann, sem í hælinu að líkindum olli öllum hræðslu
með skrafi, sínu.
Dynecourt stóð upp og gekk órólegur fram og
aftur um gólfið, þangað til honum varð litið á borð-
ið þar sem bréfin 'hans lágu. Hann sé strax, að
efsta, bréfið var frá Dórótheu, og það gladdi hann
að sjá aftur rithönd hennaf; áður fyrrum hafði
hann fengið mörg alúðleg bréf frá henni.
Hann opnaði umslagið og las: /
“Kæri Oliver!
Á mánudaginn verður næsta yfirheyrslan.
Heitmey hr. Bevans, Betty Dyson, hefir fundið
bréf, sem þau vona að reynist vel til hagsmuna
fyrir Sir Miles.—Bréfið er skrifað af„hr. Soames.
Þekkir þú hann ekki ? Ef þú þekkir hann, viltu þá
gera svo vel og fá hr. iSoames til: að gera alt hvað
hann getur til að hjálpa Miles. Það kvelur mig
svo hörmulega, að þessir fáu mánuðir, sem Miles á
eftir að lifa, skuli olla honum svo voðalegrar óá-
nægju. Ef þú getur, hjálpaðu mér þá sökum gam-
allar vináttu.
Dóróthea Hernesley.”
í undarlegri geðshræringu stóð Oliver kyr með
bréf Dórótheu í hendi sér. Hún mintist á gamla
vináttu; og hún flutti bón fyrir manninn sinn. Var
hún farin að elska hann? Honum fanst hann gota
lesið á milli línanna skjálfandi kvíða elskandi
konu. — Og með titrandi afbrýði hugsaði hann um
þessa ypdislegu konu, sem hann elskaði, og sem
einu sinni hafði líka elskað hann. Fyrir hugskots-
sjón hans var hún nú indælli en nokkuru sinni fyr.
En hve einkennilegt var það ekki, að hún skylili
einmitt biðja hann að tala við hr. Soames. Hún
ætti að vita, að hann héldi öllum þráðunum í þess-
um sorgarleik í hendi sinni, að hann gat fengið
Miles sýknaðan, ef hann vildi.
Hann stakk bréfinu í vasann, hringdi til ráðs-
konu sinnar og sagði henni, að hann kæmi ekki
heim, til dagverðar; ef einhver vildi fá að tala við
hann, þá gæti hann telefónað til þess númers, er
hann hefði skrifað á seðilin, sem hann rétti henni
— og svo fór hann sína leið. —
Fólksflutningsvagninn flutti hann strax til
þeirrar deildar i vesturhluta London, þar sem prí-
vat sinnisveikra hælið var, það sama hæli, er hr.
iSoames var í.
Dynecourt til mikillar gremju fann hann unga
læknirinn, sem stjórnaði hæUnu, dálítið ölvaðan.
Hann talaði alvarlega og hörkulega við hann, og
Tomlinson afsakaði sig eins vel og hann gat.
\
“Það er svo kveljandi, að ganga hér á milli
þessara manneskja,” sagði hann deyfðarlega, “eg
get ekki við því gert, að það hryggir mig að sjá
þessa ógæfusömu vesalinga.”
“Fyrst þér getið ekki stjórnað yður betur,
Tomlinson,” sagði Dynec'ourt, “verðið þér að fara
héðan. “En fylgið mér nú upp til sjúklings
okkar.” i
Litlu síðar stóðu þeir í herbergi Soames; sjálf-
ur stóð hann við gluggann og sneri baki að dyrum.
Þegar hann heyrði fótatakið, sneri hann sér við, og
hann þekti Dynecourt undir eins aftur.
“Ó, guði sé lof að þér komuð,” hrópaði hann.
“Eg held að egi hafi verið vitskertur, en nú er eg
það ekki, og eg hefi nokkuð að segja yður, — kom-
ið, þá skal eg segja yður það.”
23. iKAPITULI.
“Pívað er það, sem þér ætlið að segja mér?”
spurði Dynecourt vingjarnlega, um leið og hann
horfði á þenna vesalings mann, sem nú settist á stól-
inn fyrir framan hann. Hr. Soames var líka þess
verður, að kent væri í brjósti um hann, því andlits-
svipur hans var svo sorglegur blendingur af örviln-
an og þunglyndi, að ásigkopiulag hans hlaut að vekja
með aumkvun hjá öllum, sem sáu ihann.
“Eg verð að vera aleinn með yður,” hvíslaði lög-
maðurinn; “eg get að eins sagt yður það vitna-
laust.”
Þegar Dynecourt bað Tomlinson og varðmann-
inn að fjarlægja sig, sagði hinn síðar efndi, að
maður mætti ekki treysta þessari sjáanlegu rósemi
brjálaða mannsins. Dynecourt mætti vera við því
búinn, að hann fengi æðiskast.
“Eg skaí reyna að stjórna honum,’ sagði Oliver
öruggur og kinkaði kolli, en Tomlinson og vörður-
inn hristu höfuðin þegar þeir fóru.
“Hvað er það þá, sem þér ætlið að segja mér,
hr. iSoames?” spurði Dynecourt átakanlega. “Nú
erum við tveir einir.”
“Eg ætla að segja yður, að eg er nú ekki vit-
skertur; já, eg veit ofurvel að þér Ihélduð að eg væri
það, annars hefðuð þér ekki farið með mig hingað,
en nú er eg ekki lengur brjálaður #maður. Munið
þér eftir því, að eg sagði yður, að andlit hans elti
mig alstaðar? Hvar sem eg gekk eða stóð, þá sá eg
það. En nú sé eg það ekki oftar, og vitið þér hvers
vegna? Af því eg hefi lofað honum að segja allan
sannleikann.”