Lögberg - 13.05.1926, Síða 4
Bld. 4
LÖGBEKG FIMTUDAGINN,
13. MAl 1926.
ITögberg
Gefið út Kvern Fimtudag af Tfe Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talsiman PÍ-0S27 ofi N-0328
JÓN J. BILDFELL, Editor
UtanÁakrift til blaðains:
TlfE C0LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpsg,
Utanáskrift ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnlpsg, «<an.
The “Lögrberg” ls prlntad and publlshed by
Tho Columbla Pross, Ld.mlted, tn the Columbla
Bullding, t»5 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba.
: gn.Tiii. munnnm^:
Hér og þar.
LeitaÖu ávalt góðs félagsskapar. Lestu heilnæmar
bækur og temdu þer vinnu, sem er heilbrigð fyrir
líkama og sál. Ef þú gjörir þaö, þá þarftu ekki að
óttast aö hugsanir þær né athafnir, sem GuSi er lítils-
virþing aÖ ásæki þig.
Málfrelsi og hugsanafrelsi er á meðal hinna dýr-
mætustu eigna mannanna, en hvorugt er ábyrgðar-
laust. Málfrelsið leggur þá skyldu á heröar manna aö
hafa vald á tungu sinni og nota hana til góÖs. Ef
menn gjöra þaö ekki, þá snýst gagn þaÖ, sem málfrelsið
á að veita upp i ógagn, ánægjan upp í sorg og ylur
orðanna upp í ísköld éljadrög, sem falla á sálir manna
eins og vorbyljir á vei'kan gróöur.
Hugsanafrelsið krefst sjálfsprófunar. Óhreinar
og óær.legar hugsanir, eru líkastar landfarsóttum. Þær
læsa sig frá einum manni til annars, einu heimili til
hins, unz þær hafa sýkt heil mannfélög.
"Hve þróttmikið það sannleiksafl er, sem af sín-
um eigin ramleik fær staðist vélræði slunginna undir-
hyggjumanna,’’ sagöi Cicero einu sinni. Hve þrótt-
mikil sú trú á fávizku manna er, sem ætlast til þess,
að almenniogur trúi því að óviökomandi maöur viti
betur hvað í huga ritstjóra Lögbergs býr, en sjálfur
hann, en það er þó einmitt það, sem kunningi vor séra
Guðm. ÁTnason var að reyna að gera fyrir skemstu.
Mikil er trú þín, séra GuömundUr!
Vœngjuð verk.
Þaö eru til vængjuð verk eins og vængjuð orð —
verkf, sem lifa löngu eftir að þau eru framkvæmd og
áhrif þeirra fæsa sig frá eintim manni til annars og frá-
einu mannfélagi til hins og ráða hugsunum manna og
framkvæmdum um langc aldurskeið — jafnvel Um
aldaraðir. Eitt slíkt vetk var það, sem landi vor, lög-
fræðingur.nn Guðmunflur ’Grímsson i Langdon, N. D.
vann þegar hann rótaði til í hneykslismálinu í Florida.
Hinu svo nefnda Ta'bert máli og þó menn þeir, sem
vaid r voiu aö dauða piltsins hafi komist hjá hegningp,
þá samt hefir verk Guðmundar og framkoma hans i
málinu orðiö til þess að gjörbreyta fyrirkomulagi því
hinu háðuglega, sem þar átti sér staö með fanga, er
leigðir voru frá fangelsum til vinnu hinum og þessurn
starfsmönnum, sem þurftu á þeim að halda og sem
beittu þá hinni hrakmannlegustu meðferð.
Þá smán hefir Florida rikiö nú rekið af höndum
sér, en áhrif máls þéssa hafa orðiö víðtækari og náð
lenga en til Florida, þau hafa komiö stjórnarvöldum í
nágrannarikjunum, Georgia og Alabama til þess að
skammast sín fyrir þann satna ósið og Guðmundur
opinberaöi í Florida.
í báðum þeim ríkjum stendur nú yfir stríð út af
.því þrælmannlega fyrirkomulagi að leigja fanga til
vinnu í námiun og til anríara verka, í þeim ríkjum og er
þá æfi þeirra að engu betri en æfi þrælanna var foröum
þar í suður-ríkjunum og annarsstaðar sem þrælahald
og þrælaverslun átti, eða á sér stað.
í Georgia er því máli nú þegar lokið og fólk að
mestu hreinsað hendur sinar. En í Alábama gengur
erfiölegar að reka forsmánina af höndum sér. Menn1
þeir, sem hagnaðinn hafa af slíkri verzlun — því verzl-
un er það, þótt hún hafi ekki á sér neitt menningar-
sniö, hafa tengst böndum til þeiss að sporna með öllu
gegn því að þessu leigu-fyrirkomu.lagi meö fangana
verði breytt, en aðrir, sem vakand'i eru fyrir óréttlæt-
inu, sem þeim er sýnt eru jafn ákveðnir í að blettur
sá skuli verða þveginn af' Alabama.
Ýmislegt ógeðslegt hefir komið fram í sambandi
við þetta mál í Alabama, þar á meðal að þessir leigu-
fangar séu reknir ofan í námur til vinnp, þegar þeir
eru naumast rólfærir, og ef þeir vilja ekki fara með
góðu, séu þeir barðir með svipum unz þeir láti undan
eða liggja blóðugir og máttþrota. Slíkri meðferö er
naumast hægt að mæla bót — furðan mesta að á vorri
tíð skidi vera til menn, sem svo eru skapi farnir aö þeir
geti fengið sig til annars eins, og þöklc á sá maöur
skilið, sem opnað hefir augu mannúðarinnar fyrjir því
villimannaástaudi, sem átt hefir sér stað og á enn í
landi, sem kallað hefir verið eitt af mestu siðmenn-
ingarlöndum heimsins. Hr. Guðmundur Grímsson
vann eitt af hinum vængjuðu verkum þegar hann fletti
ofan af svívirðingunni, sem drifin var í Florida og
sem varð til þess að á mannfélagsmeini þessu var
stungið í Georgia og Alabama.
Hvernig konur taka á móti innbrotsþjófum og
ræningjum.
Kona ein i Cumberland á Englandi var að bíða
eftir manni sínum, sem farið hafði í búð til aö sækja
einhverjar nauösynjar, þegar Ibarið var að dyrum.
Konan hélt að rnaður sinn væri kominn og hraöaði
sér til dyra. Þegar hún lauk upp hurðinni sá hún, að í
stað manns síns var þar kominn illúðlegur og illa út-
lítandi maöur, sem rendi sér strax á milli hurðar og
dyrastafs svo hún gat ekki komið hurðinni aftur og
hafði í hótunum við hana. Konan, þegar hún sá hvað
verða vildi, greip nælu, er hún haföi á brjósti sér og
stakk henni á kaf í föt komumanns, hann rak upp hljóð
mikið og hafði sig á brott með næluna fasta í sér.
Maður kom fyrir rótt í Bristol og var kærður fyr-
ir húsibrot og hafði reifað höfuðið. ,
Húseigandinn, sem var kona, bar fyrir réttinum
að hún hefði vaknað nótt eina við það að maður kom
inn í svefnherlærgið til hennar og spurði hana hvort
hún væri e:n, um leið og hann hefði látið dymar í her-
berginu aftur. Hún svaraði spurningu mannsins með
því að snarast fram úr rúminu og hringja á hjálp, en
meira gat hún ekki því komumaður grdp fyrir kverk-
ar henni og henti henni niður á gólfið. Þjónustustúlka
sem í húsinu var heyrði t;,l þeirra, greip könnu úr
málmi, sem heitt vatn var borið í til svefnherbergj-
anna. Snarast hún inn í hertærgið og færir könnuna
af öllu afli i höfuð komumanns. Komumanni leist
ekki á slíkar viðtökur og tók til fótanna, en hljóp upp í
fangið á lögreglunianni þegar hann kom út. Kannan,
sem til sýnis var í réttinum bar þess merki að hún
hefði komið við eitthvað, sem hart var viðkomu. Svo
gtrði lika hÖfuð þess kærða.
i Konavein í Welsh var að reiða kveldverð handa
manni sinum, sem vann í kolanámum og steikti kart-
'öflur á pönnu, þegar maður, hranalegur og illúðlegur
vatt sér inn í eldhúsið til hennar og heimtaði af henni
peninga. Eins og örskot snéri konan sér við. Reiddi
upp pönnuna með öllu, sem í henni var og keyrði hana
ofan á höfuð komumanns. Það varð að taka mann-
inn á spítala til að bjarga lífi hans.
Siður sá að narra fólk fyrsta dag aprílmánaðar er
víst afar gatnall, svo gamall, að enginn veit að líkindum
upptök hans né ástæöu fyrir sið þeim. Vanalegast er
narr það notað í kankvíslegúm tilgangi, þó hefir kom-
ið fyrir að það hafi verið notað í alvarlegri kringum-
stæðum. Fyrir löngu síðan, þegar að Lorraine, sem
Frakkar fengu til haka með Versala^amningnum 1919
var sjálfstætt greifadæmi og Francis greifi réði þar,
völdum, komst hann ásamt greifainnunni í ónáð, svo
að þau voru sett í fangelsi i borginni Nates.
Greifahjónin undu fangelsisvistinni illa, svo þau
bjuggust dulargerfi fyrsta apríl. Þau klæddu sig í
verkamannaföt. Greifinn tók fMason’s hóodý, verk-
færi það, sem vegglím er borið í hér í landi og setti
á öxl sér, en greifainnan batt körfu á bak sér, sem þeint
konum er að þvottaverkum gengu var tamt og í henni
þvottatæki. Svo lögðu þau á stað snemma morguns
og komu að einu borgarhliðinu. Dularbúningur þeirra
vilti varðmönnunum sjónar svo þeir þektu þau ekki og
lét þau fara út úr borginni átölulaust. Rétt fyrir utan
borgarhliðið var kona stödd, sem þekti þau og sagði
varðmönnunum frá þeim. Varðmaðurinn, sem hún
talaði við hrópaði upp “apríl narr”, og allir hinir varð-
mennirnir tófcu undir. Þeir voru ekki á því að láta
þessa konu narra sig eins og þeir héklu að hún væri að
gjöra. Nokkru síðar var borgarstjóranum sagt frá
jæssu og lét hann }>á rannsaka málið og kom þá í ljós
að konan hafði rétt að mæla að persónurnar tötrum
klæddu voru hertoginn og hertogainnan frá Lorraine,
en þá var um seinan að veita þeim eftirför.
Glæpir og glœpamenn.
Þetta ömurlega spursmál um glæpi og glæpamenn
hefir-lengi verið efst á baugi í hugum manna, en ekki
sizt nú á siðarí árum jregar bvorutveggja hefir farið
mjög svo fjölgandi um víða veröld.
1 Glæpamannasagan er sorgarsaga mannkynsins frá
byrjun, bæði að því hvað hún er í eðli sínu ljót og
skaðleg og líka af því hve meðferð }>eirra, sem fallið
hafa í þá ógæfu er raunaleg á ýmsum tímum.
Þegar að maðuf rennir huganum yfir meðferð þá,
sem glæpamennirnir hafa átt við að búa jafnvel í
minni núlifandi manna, þá þrýs manni hugur við sumu
því, sem þeim ógæfumönnum var fooðið hvað þá held-
ur }>egar maður litur lengra aftur í tímann í ljósi sög-
unnar, enda rann mannúðarvinum meðferð glæpa-
manna og aðbúð sú, er þeir áttu við að búa svo til
rilfja að almenningsálitið fyrirvarð sig fyrir hana og
gjörbreytti henni svo að á vorum dögum ganga menn
nálega eins langt í mannúðaráttina, eins og gengið vét
í hina áður.
Menn munu ef til vill segja að það sé gleðilegur
vottur um vaxandil mannúð og menning að fólkið á
þann hátt hafi tékið að sér kjör þeirra ógæfumanna,
sem út á glæpaferilinn rata, svo þeir þurfi ekki að öllu
leyti að vera olnbogabörn heimsins, en þó eru sumir
þeirra manna sem mest eru við þau mál riðnir og mest
allra manna hafa lagt sig eftir að athuga áhrif glæpa
og glæpamanna á velferð heildarinnar, sann-
færðir um, að breyting þurfi á að verða enn
á ný á almenningsálitinu gagnvart glæpum og glæpa-
mönnum, ef glæpatilhneiging manna á vorum dögum
á ekki að gegnsýra þjðfélögin með öllu.
Til þess að geta áttað sig á þessari afstöðu, þá
þurfa menh að gjöra sér grein fyrir eðli og áhrifum
glæpa á þjóðfélagið.
Það fyrsta, sem kemur þá til greina er ,\ð glæpur
er ávalt brot á móti landslögum og rétti þeim er þau
veita heilld og einstaklingum eða með öðrum orðuni,
sá sem glæpinn fremur verður sekur við lögin og sam-
borgara sína, — mikið eða lítið sekur, eftir því, hvaða
glæ{>ur það er, sem framinn er. Spursmálið hefir því
verið og er: “Hvað á að gjöra við slíka menn?” Hinn
eldri hugsunarháttur sagði; þeir verða að afplána þetta
•brot sitt sjálfir, með því að líða fyrir það — Hða fvrir
það á þann hátt að þeim verði það eftirminnanlegt á
sama tíma og hegningin sé þeim viðvörun gegn því, að
halda lengra áfram á glæpabrautimni. Þetta er óefað
hugsun sú, sem til grundvallar lá fyrir hegningarlög-
um og almennings áliti því, sem á bakvið þau stóð þó
að þeim væri því miður oft beytt i hefndarhug, sem
hlaut og hlýtur að hafa iill áhrif 'bæði á þann seka og
eins á bá, sem hefna sín vilja eða vildu.
Það er réttlát hugsun að hver og einn eigi að bera
ábyrgð á athöfnum sínum og njóta launa þeirra eða þá
að l'ða fyrir þær en hann þarf þá að finna til þess að
hann er að líða fyrir sín eigin afbrot, en ekki fyrir
hefndarhug mótstöðumanna sinna.
Sú hlið hins eldra hugsunarháttar í sambandi við
hegning glæpamanna, að glæpur sé brot, sem ekki verði
fyrirgefið, og að'þeir verði að líða fyrir afbrot sín
er rétt, og það er sá skilningur, sem hefði átt að glæð-
ast og þroskast bæði hjá glæpamönnunum sjálfum og
alþý'ðunni.
I staðinn fyrir það hefir vorkunnsemi og afvega-
leidd brjóstgæði manna dregið svo úr sektartilfinningu
glæpamanna að glæpir eru þe-ýn ekki óttalegir. Fang-
elsin, sem áður voru dimm og fúl og hin óvistlegustu
eru nú orðin nýtízku heimili með öllum nýtízku þæg-
indum. Fangarnir, sem brotlegir hafa orðið við þjóð-
félagið njóta meiri þæginda og 1>etri aðbúðar í fang-
elsunum en margir verkamenn ,sem á heiðarlegan hátt
vinna fyrir fjölskyklum sínum iinnan þjóðfélaganna.
Fangarnir sitja og horfa á hreyfimyndir í fangelsun-
um, sem margir daglaunamenn geta ekki veitt sér. Víð-
varpvð berst til evrna þeirra úr öllatm áttum, húsakynni
og aðbúnaður allur betri en margur verkamaðurinn á
kost á að veita sér og fjölskyldu sinni, sem berzt fyrir
tilverunni á ærlegan og heiðarlegan hátt og hilð opin -
bera borgar allan kostnaðinn. Það virðist að brjóst-
gæðin til glæpamannanna hafi gengið svo langt að þau
séu farin að launa glæpina og ódygð manna, með því
að gjöra fangelsisvistina eftirsóknar verða og aðgengi-
lega. í staðinn fyrir að hegna glæpamönnum svo að
hegningin verði þeim eftirminnanleg og til viðvörunar
þá launar ríkið þá og gerir glæpaferilinn aðgengilegan
og í sumum tilfellum eftirsóknarverðan, enda hefir
glæpamönnum fjölgað geysilega á síðustu árum.
í síðustu tíð eru menn famir að vakna til með-
vitundar um að þessi afvegaleiddu brjóstgæði séu að
leiða þjóðfélögin út á glapstigu og að þau ráði nú
ekki við ofurþunga glæpa-tilhneigingarinnar. Menn, 1
sem sérstaklega hafa athugað ástandið í þessum efn-
um eru nokkurn veginn sammála um að almenningsálit-
ið og almennings afstaðan gagnvart þessu spursmáli
verði að breytast á ný, svo framarlega að bjarga eigi
þjóðfélögum frá hættu þeirri, sem glæpatilhneiging vorr
ar tíðar hafi í för með sér, og hafa þeir þá helst komist
að þeirri niðurstöðu að hegningin verði að vera ákveðn-
ari en hún nú er og að glæpaniennimir verði á einhvern
hátt að bæta þjóðfélaginu upp skaða þann, sem brotið
hefir valdið.
Eina tillögu höfum vér séð frá yfirm^nni við
Sing Sing fangelsið i Bandarikjunum, sem tekur einn-
ig fram að dekrið við glæamennina gangi fram úr öllu
hófi. Tillaga hans er þessi: Að verksmiðjur vprði
réistar í sambandi við öll stærri fangelsi, þar sem
framleidd sé einhver sú vörutegund, sem ekki dragi
verk frá öðrum iðnaðarstofnunum til muna, að föng-
um }>eim sem í, þeim fangelsum eru sé gjört að skyldu
að vinna við þær verksmiðjur og að hver þeirra verði
að sýna $1000 arð af vinnu sinni á ári og að allur sá
arður gangi til ríkisins. Kaupgjaldið við þær er hið
sama, sem tíðkast í slíkum verksmiðjum annarsstaðar
í ríkinu.
Ef að fangarnir fyrir einhverjar sakir aðrar en
heilsuleysi — sakir ,sem þeir sjálfir eiga yfir að ráða,
svo sem Ietí, kæruleysi o. s. frv. ekki vinna fyrir þess-
ari1 tilteknu upphæð, er fangelsisvist þeirra lengd unz
þeir hafa borgað ríkinu síðasta pening.
Auk þessa ákvæðis tekur þessi tillaga fram að allir
fangar skuli sjálfir borga fyrir húsnæSi og föt, fult
verð, einnig fyrir allar skemtanir, sem þeir vilja njóta
og önnur sérhlunnindil á sama hátt og hver annar verka-
maður, og þegar fangelsisvistinni er lokið þá sé breytt
um hið vanalega ávarp fangavarðar að vara menn við
glæpaferlinum en í stað þess séu menn fullvissaðir um
að hvenær sem þeir vilji koma til baka þá bíði staða
þeirra í verksmiðjunni eftjr þeim. f
Hvort þessi reglugjörð mundi bæta til fulls mein-
semd þá er flest jijóðfélög þjást svo mjög af skal foér
ekki fullyrt. En eitt er sjáanlegt og það er að það
mundi gefa hagnaöarvon þá, sem glæpamenn gjöra sér
af ránum, húsbrotum og öðrum'glæpum harla lítilsvirði,
því sú eina von, sem þeir menn er þá glæpi fremdu
gæti haft hlyti að byggjast á því að þeir næðust aldrei
en sú von er nú orðin harla völt, þvi ef lögreglan hefði
hönd í hári þeirra þá yrðu þeir að borga sjálfir brús-
ann með vinnu sinni í fangelsis verksmiðjum unz hinn
síðasti peningur væri goldinn og standa þá i flestum
tilfellum uppi allslausir.
Heimskautafarar.
Það er í eðli manna að kanna ókunna stigu —
ókunn lönd. Frá fyrstu tíð hefir útþrá mannanna knúð
þá til þess að sækja út fyrir sjóndéiklarhringinn, eða
upp yfir f jall'ið til þess að sjá hvað þar tæki við og svo
hefir þekking manna á heiminum farið vaxandi með
ári hverju unz nú að mest af honum er kannað og bygt
og því lítið eftir að reyna s% við nema ísforeiðurnar í
kringum heimsskautin, enda hafa menn snúið huga
sínum að þeim á síðustu árum.
I fyrra réðst Roald Amundsen til norðurfarar á
skipi ti‘1 Spitzbergen og þaðan í flugvél á leið til j>óls-
ins, en varð að hverfa heimleiðis aftur áður en hann
náði takmarkinu eftir hættuför hina mestu og harða
útiivist.
Nú í ár eru það ekki færri en niu útgerðarfélög
sem kej>pa um að ná til norðurj>óIsins. Formaður fyrir
1 einni útgerðinni er Roald Amundsen og fer hann frá
Spitzbergen í loftfari! áleiðis til píólsins nú í þessum
mánuði. Loftfar hans heitir Norge og er smíðað á
ítalíu.
Tvö rússnesk félög senda einnig umboðsmenn
sína í þessa j>ólarferð. Ein j>ólí/r-útgeröin er frá
Frakklandi. Tvær frá Bandaríkjum og hinar frá
Þýskalamdi, Bretlandi pg fleiri löndum.
Allir þessir norðurheimskautsfarar eru nú komn-
ir til norðlægra stöðva og að því komnir að leggja út á
ísbreiðurnar, sem umkringja pólinn, í loftförum, á
hundasleðum, skipum, á mótorsleðum og fleiri ferða-
tækjum, sem þeir halda að nöthæf séu til ferða um
veglausar ísbreiður í norðurhöfum.
Einn af þessum keppinautum R. E. Byrd, sem til
heimskautsins fór í umboði háskóla í Bandaríkjunum
kom til Kings Bay á Spitzbergen á laugardaginn var.
Var búist við að hann mundi þurfa svo sem viku tima
til þess að búa sig undir ferðina þaðan og norður, en
í stað þess stóð hann lítið eift við og hélt svo á stað í
flugvél sinni áleiðis til pólsins þrátt fyrir viðvörun frá
Mr. Amundsen, sem þar var staddur að hættulegt væri
að leggja svo bráðlega upp í slíka hættu-för? En
Bandaríkjamerín voru ekki á að láta letja sig af á-
formi sínu, svo á sunnudaginn var kl. I.50 f.h. ’héldú
þeir norður á foafið í flugvél sinni og eftir rúmar 15
klukkustundir komu þeir til baka eftir að vera búnir að
fara alla leiðina og fljúga í kringum j>ólinn nokkrum
sinnum. Ekki er getið um að þeir foafi orðið varir við
neitt einkennilegt né stórmerkilegt á þessari pólför
sinni annað en blítt og bjart veður og glaðasólskin allan
tímann.
Eins og menn vita eru þetta ekki fyrstu menn-
irnir sem ,náð foafa til norðurpólsins. Aðriríráll Robert
E. Peary h'afði áður leyst þá raun af hendi.
Ekki er líklegt að þetta lán og hugrekki R. E.
Byrd og félaga hans hafi nein áhrif á fyrirætlanir
hinna átta, sem bíða nú foyrs að Ieggja upp í þá ferð.
Sumir þeirra enda ekki ánægðir með að ná til pxSlsins
eins og t. d. Amundsen. Hans áform er ekki aðeins
að ná til pólsins, heldur líka að fljúga þvert yfir hann
og til Alaska og með bví sanna að leið sú sé mönnum
fær til ákveðinna ferða að minsta kosti einhvem tíma
ársins. Það er annars líklegt að eftir að þetta sumar
er liðið að menn verði fróðari um norðurpólinn og
það sem þar er að sjá en þeir hafa áður verið.
%
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF v
The Empire Sash& Do orCo.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Ánœgja ábyrgst
Hæsta verÖ greitt og peningarnir sendir um hæl,
Sendið rjóma yðar beint til
SASKATCHEWAN Cll-GPERATIVE CREAMERIES
V/INNIPEG, - - - MANITOBA |
JKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKKHKHIhKHIHKHKHIBKHKBKHKHKHKHKHKHÍ
!HKHKB!HKHKHKBKHKHKBKHKBKKBK''V,I<'KHKHKK!B>
Til yðar eigin hagsmuna.
Allar rjómasendingar yðar, ættu að vera merktar til vor; vegna þess að vér
erum cina raunverulega rjómasamvinnufélag bænda, sem starfrækt er í Winni-
peg. Vér lögðum grundvöllinn aðþessu fyriikomulagi, sem reynsthefir bænd-
um Vesturlandsins sönn hjálparhella.
Með því að styðja stofnun vora, vinnið þér öllum frjómaframleiðendum
Vesturlandsins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, sem veitir hverjum g
bónda óháða aðsföðu að því er snertir markaðs skilyrði. rj-
Æfilöng œfing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu og markaði lýtur ?
tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. Q
Manitoha Co-operative Dairies Ltd. §
844 Sherbrook Street, - Winnipeg, Man. §
_ «
CBKKHKKHKHKHKHKHKHKBjOKHKBKHKHKHKHKHKHKHttHKBKHWHKHWKHKf
Sagnir um Uíögu”
“Saga” er í þessu hefti (1. bóký
eitthVert lang'bestta tímaritiö, tsem
komiö hefir út vestra hjá Is'lend-
ingum. EfnisvaL gott. Stíllinn lipur
og skemtilegur. Einkum er sagan
“Lilja Skálholt” mjög laglega sam-
in. — — “Morgundagurinn og
“Óvitar” eru missandi fougleiðing-
“Mér líkar I. árg. “Sögu” yfir-
leitt mjög vel. Eg tel aðalgildi allra
ritsmíða, ef þær eru uppbyggjandi í
þróunarstarfi mannsandans, og hafa
góð og giöfug áhrif. “Saga” full-
nægir báðum þesum skilyrðum. Eg
teldi það sorglegt ef rnanndómur
Vestur-íslendinga væri ekki nógu
mikill til aö gera þér mögulegt að
halda áfram útgáfu ritsins.”
“ ‘Saga‘ er ágæt.”
“Mér líkar seinni 'bók “Sögu” á-
gætlega. Hún er fjölbreytt, fræð-
andi og skemtandi. Og ennfremur
alt vekjaandi og göfgandi, sem er
höfuðkostur allra rita. — —Jóla-
kötturinn er afbragðs saga.”
“Mér likar “Saga” vel, og dómar
þeir er, hún fær vestra eru ágætir.
Hjennar 'hefir líka veriS minst hér
í “Morgunblaðánu” og “Vísi” og
getiS að góSu.”
“Eg hefi lesið “Sögu” með mik-
illi ánægju. Þú segir svo vel frá,
að unun er aS lesa.” .
“ ‘Lilja Skálho'lt’ er að mörgu
leyti listaverk. Sér i lagi fyrir þá
sck að hún er ekki rituð aðcins til
skemtunar en er þó skemtileg. Hún
fjallar um þaS, sem enginn hugs-
andi íslendingor gat gengið fram
hjá á stríðstimunum.-----Hvernig
stendur á því aS þú hefir legið á
liði þínu svona lengi ? Sögurnar þín-
ar ágætar.”
“Eg hefi jafnan mikla ánægju
af að lesa bækur, en einna skemti-
legust þykja mér timarit, og ekki
sízt }>egar þau eru bæði fjölbreytt
að efni og vönduí að öllum frá-
gangi, eins og “Saga” er. Vildi eg
óska að heni mætti auðnast sem
lengst líf undir umsjón og hand-
leiSslu ySar.”
Eg er á þeirri skoðun að bók þin
“Saga” ætti að komast inn á hvert
islenzkt heimili.”
“Eg las “Sögu” (T. bók) alla
fyrsta kvöldið og líkar mér hún
ágætlega.-------Þessi byrjun þin er
betri en allar aðrar tilraunir hér
véstra, sem gerðar hafa verið að
gefa út tímarit til skemtunar og
fróðleiks.------Fegursti gimsteinn-
inn í 1>ókinni er “Vitrun Hallgríms
Péturssonar.” — -— “Lambið hún
litla Móra” er ágæt og frumleg
smásaga. “Óvitar,” er spaklega
frani settur sannleikur. Gjegnum
alt ritið liggur hinn gullni þráður
mannvits og andlegrar göfgi.”
“Eg las “Sögu” alla (I. bók) meS
óblandinni ánægju, þótt ekki sé þar
alt jRfngott. Ágætur er fyrirlestur-
inn um Tagqre, og “LanibiS hún
litla Móra” er góð sálarlýsing. Héð-
inn stendur manni ljóslifandi fyrir
sjónum, þar sem hann er að elta
refinn. Það sem þó að mínu áiiti
tekur öllu öðrum fram i foókinni, er
“Vitrun Hallgrims Pétursonar” —
— HafSu ástarþökk fyrir hana. Eg
gæti trúað að hún opnaði augun á
mötgum.”
, “Saga er góður gestur og marg-
vís og gefur mér sem öðrum margt
að athuga. Liíi “Saga” lengi!”
“Eg hefi nú lesiS tímarit ýðar
og lízt vel á það. “Saga” hefir fyrst
og frernst þá kosti, að ýrágangur-
inn er svo snotur og máliö óvenju-
lega gott, hreint og látlaust. Efnið
er margibreytt og vel við alþýðu
hæfi. Bezt þýkir mér fyrsta sagan
“Lllja Skálholt”. Hún er meira að
segja ágæt, holl og vel sögð. Þá er
fyrirlesturinn um Tagore mjög góö-
ur.------Á “Kapparímu er mikil
rímsnild.”
“Hafðu þökk fyrir að ráðast í
þetta (að gefa út “Sögu”). Það er
ýmislegt í þessu fyrsta hefti, sem
hefir verulegt bókmentalegt gildi.”
Undanfarandi útdrættir úr bréf-
un til “Sögu” og útg. hennar, eru
teknir að mestu af handahófi, og
eru höfundar úr ýmsum stéttum
þjóðfélagsins, vestanhafs og austan,
svo sem kennarar, bændur, skáld,
prófessorar, rithöfundar, læknar,
sagnfræðingar, sjóm'enn, umlboSs-
menn, prentarar, lögregluþjónar og
bóksalar. Eru kaflar 'þessir teknir
orðréttir úr bréfunum, en nöfnin
eigi hirt, sökum þess að leyfis mann-
anna hefir ei verið leitað. Enda
langt til sunira að fara, þvi fimm
þeirra eru fyrir austan Atlantshaf,
og því of langt að bíöa nú eftir
svari, þar sem ósvinnum datt það
ei fyrri í hug að leita til þeirra,
en nú þegar “dagur fagur prýðir
veröld' alla.” Einmitt l>egar “Sögu”
langar til að komast út í ljósið og
lifið og sýna sig og sjá sumariS
vaxa, því }x>tt hún sé ekki prest-
lanib og bíti ekki gras, þá hefir
hún samt gaman af þeim “grænu.”
En bréfkaflarnir eru hér birtir
“Söguf’ til góðs gengis og velfarn-
aðar og íslenzkum almenning til
opinberunar og eftirbreytríi.
^ “Saga” er mestmegnis frumrituð,
og sögur hennar fjalla um íslenzkt
þjóðlíf vestra og eystra. Og það er
ekki útgefanda hennar að kenna,.
ef hún getur ekki ílutt og varðveitt
merkar minningar og þjóðsagnir
héðan og frá íslandi, sem enn þá
lifa í brjóstum vors fallandi fólks.
Hún Irefir heðið opinberíega um
þetta, en undirtektir eru mjög
daufar. Það er eins og margir hafi
gest gaman af að sópa sem mestu
af gullinu sínu í gröfina með sér.
Og það virðist sem íslenzki ]>jóðar-
laukurinn hér sé að trénast og þorna
upp í Vinlandsgarðinum. Nú þeg-
ar enginn skammast sín lengur fyrir
að vera íslendtngur, þá stendur öll-
um á sama og “gefur g—d— í glasi
fýrir alt. En sannlega segi eg yður:
hver, sem ekki hefir “Sögu” hjá sér
í ofþurkinum hér, hann skrælnar
upp. Og vei yður, ef þér ei látið
hana 'lifa meðal yöar. því yðar dag-
ar eru hennar dagar og lif hennar
yðar lif.
Þetta kann að þykja gasalega tiY
orða tekiö, en frá islenzkum sjónar-
hól séð mun sá spádómur rætast
og veröur að rætast. Er nú undir
íslendingjnum komið, hvort hann
vill leggja á sig aúkagjald ]>að, and-
legt ag 'líkani'legt, sem sá ‘heiður
krefst er felzt í því að vera og
verða íslendingur.
Þ. Þ. Þ.