Lögberg - 13.05.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.05.1926, Blaðsíða 5
i Dodds nýrnapillur eru foesta nýrnameðaiið. Lækna og gigt foak- verk, fojartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu’m 'lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Contpany, Toronto, Canada. Demetrius endurborinn Postulasagan skýrir frá því, að þegar Páll hafði dvalið tvö ár í Efesusborg í Litlu Asíu og boð- að þar kristni, var mikið uppþot í borginni. Orsökin var þessi: Páll sngði, að það væri einungis hinn sanni guð, á himnum, er frelsað fengi mannkjmið, en eigi þeir guð- ir, er heiðingjarnir gerðu af gulli og silfri. En í Efesus bjó silfur- smiður nokkur, sem hét Demetr- ius. Hann átti stóra verkstofu, þar sem smíðuð voru guðamust- eri, og veitti hann mðrgum at- vinnu við smíð Artemis-mustera. Voru þau ger úr silfri og var at- vinnureksturinn mjög gróðavæn- legur. Demetrius sá nú, að því fieiri sem tóku kristni, bæði í Ef- esus og annarstaðar í Litlu-Asíu, því þunglegar horfði um sölu guða-mustera hans. Svo var það einn góðan veðurdag, að Demet- rius stefndi mönnum saman og mælti til þeirra á þessa leið: ÚGóðir menn, þér vitið að á þessari atvinnu stendur velmegun vor, og þér sjáið og heyrið, að ekki einungis í Efesus, heldur nær um alla Asíu, hefir'PálI þessi með fortölum sínum snúið fjölda fólks, þar sem hann segir, að eigi séu þeir guðir, sem með höndum eru gerðir. Nú horfir þetta eigi einungis iðn vorri til smánar, heldur einnig til þess að helgi- dómur hinnar hiklu gyðju Artem- isar verði einskis virtur, já, jafn- vel að hún, sem öll Asía og heims- bygðin dýrkar, yerði svift tign sinni” (Postulas. 19, 26-28). Þegar lýðurinn heyrði þetta, varð hann afarreiður, og þeir æptu: “Mikil er Artemis Efesus- manna! Og það var rétt með naumindum að ritaranum (bæjar- embættismanni) tókst að stilla til friðar. Þessi Demetrius, sem Postula- sagan skýrir, frá, er löngu, löngu úr sögunni, verkstofa hans einn- ig horfin, en andi silfursmiðsins frá Efesus er enn á ferð meðal vor. Það er eins og Demetrius sé ljóslifandi enn. Eg sé foann hér, eg sé hann þar. Hann er öðruvísi búinn en gamli Demetrius, en and- inn lifir “æ hinn sami”. Alstað- ar í heiminum, þar sem talað er um áfengisbann, þarf Demetrius að flytja ræðu. Hann stefnir saman öllum þeim, sem Bakkus veitir atvinnu: brennivínsbrugg- urum. ölhitumönnum, vínveitinga hersveitinni allri, og hann stefnir einnig saman öllum þeim, sem tolja Bakkus ómissandi, til þess að hressa upp á “fína fólkið”. En Demetrius vorra tíma hagar orð- um á þessa leið: “Nú horfir til þess, að guðinn Bakkus verði einskis virtur, og að dýrð haps og ljómi hverfi úr samkvæmislífinu, ef bannið verður ofan á.’ ’ Páll postuli fékk útrýmt Arte- misardýrkuninni og Demetrius- arnir mistu atvinnuna við smíð musteranna. Bannher vorra tíma ætlar sér að steypa Bakkusi af stalli, og eg vpit, að það tekst, hversu margar ræður, sem Demetrius flytur. — Templar. Fréttabréf. East Lake, Col., 5. maí 1926. Hr. ritstjóri J. J. Bildfell! Mig greip sú hugsun, að rita þér nokkrar línur, með þeim vinsam- legu tilmælum, að þú birtir þær í þínu mér kæra; Lögbergi. Eg er viss um það, að vinir fnínir og kunningjar í dreifingunni hefðu ánægju af að sjá línu frá mér, og virða á betri veg þótt þær verð ekki sem bezt úr garði gerðar. Svo mikils met eg tíðina, að eg læt efni bréfsins byrja með því, Tíðin er það sem lífgar og deyðir, eftir því á hvora sveifina hún legst. — Þótt eg ekki dveldi hér veturinn 1924-25, er mér það kunnugt, að allan þann vetur héldust í hendur logn og heiðríkj- ur, ekkert regnfall ,og því sem næst enginn snjór; áfram héldu þurkarnir til sept. 1925, að eins féllu tvær litlar skúrir á sumrinu. Þurkar þessir tóku yfir allstórt svæði af Adams Co., sem þessi bær er í. Ekki er hægt að segja að alt, sem sáð var til, eyðilegðist, sumir bændur fengu nohkurt hveiti, aftur aðrir meðaluppskeru af sykurrófum; það voru þeir sem ekki plægðu þær undir. Forðabúr. vatnsveitunnar entust til að miðla vatni á grasið, svo yfirleitt voru| teknar tvær til þrjár uppskerur, af Alfalfa. Fyrir þessa tilhögun! á vatninu gafst bændum nægilegt skepnufóður, og fari menn nokk-| uð út frá bænum, gefur að líta meiri og minni heyfyrningar. Með september fór að rigna, svo heldur meira regn í oktber. í logni féll oft snjór frá 13. nóv. til byrjunar marzmán, náði alls sex þuml. á dýpt. — Á téðu tímabili var jörðin oft hulin hvítu ábreið- unni, sem marzregnið eyðilagði. Þetta er kallaður óvanalega slæm- ur vetur hér, en á sama tíma var auðsætt og viðurkent, að hann var að búa hina skrælnuðu jörð undir góða uppskeru næsta haust, sem nú þegar er komin á það stig, að aldrei hafa verið betri uppskeru- horfur, segja kunnugir menn hér. Aldinatré eru í blóma, lofa mikilli afurð, ef ekki kemur frost, sem getur komið fyrir í þessum mán- uði. Allmikið flyzt hér i'nn af verka- lýð frá New Mexico, og svo frá hinni gömlu; hann vinnur í syk- urrófunum, vinnur fyrir lægra kaupi en alment er gefið. Sú rófnarækt reynist arðberandi; í flestum árum gefur ekran af sér frá 12 til 24 tonn; tonnið selst á átta dollara. Eins og bændur í þessu bygðar- lagi, ásamt íbúum þessa bæjar lifa í góðri von um arðsemi jarð- arinnar á þessu sumri, hafa þeir örugga von um góðan árangur þess fyrirtækis, sem nú þegar er sett á stokkana tvær og hálfa mílu frá East Lake. Það skiftir árum síðan fullyrt var af sérfræðing um, að þarna væri olía í jörðu. Síðan hafa bændur og East Lake búar í kyrþey um það rætt og ráð- slagað, hvað gjöra skyldi; sú varð niðurstaðan, að í byrjun vorsins komu þeir ráðagjörð sinni í fram- kvæmd. Á tiltöulega litlum tíma reis þar upp feikna mikil bygging 29. apríl var, var boð úti, skyldu allir velkomnir 2.30 síðdegis 2. maí til að sjá, þegar borvélin væri sett í hreyfingu; og víst var um það, að fólksfjöldinn, er þar kom saman, áður en hinn ákveðni tími kom, bar þess vott, að boðinu var vel tekið. Samkoman byrjaði með því, að nokkrir ræðumenn töluðu. Hér er ekki rúm fyrir þær tölur, skal þess að eins getið, að ríkis- menn í Denver eru í og með þessu mikla fyrirtæki, þess lét getið fyrsti ræðumaðurinn; og í annan stað skal þess getið, að einn af ræðumönnum sagði að þegar væri gerð áætlun um dýpt ofan að ol- íu, tvö til þrjú þúsund fet, reynd- ist það meira, bæri ekki að gugna, því í Calforníu hefði hann séð gasolíubrunn, er væri sex þúsund fet ofan að olíu. iGufuketeillinn stundi þungan, varp frá sér gufumökk, og þar með hreyfðist borvélin, sem bar vitni um kunnáttu og vandvirkni smiðanna. Þegar tekið er tillit til uppskeru- brestsins næstliðið sumar, mætti ætla að verzlun tengdasona minna Einars Snydals og Jóns Axdal, væri langt frá því að vera góð, en sannleikurinn er sá, að hún er og hefir verið fremur góð. Fólki mínu líður vel, og eg hefi góða heilsu fyrir minn aldur. Mrs. T. S. Jackson kallar mig í einu bréfi sínu til mín 80 ára ungan. Jæja’ látum svo vera, eg skal játa það, að ellin fer vel með mig. Allir, sem þekja mig, vita, að eg hefi ekki farið á mis við að bergja af bikar reynslunnar, þrátt fyrir það tel eg mig gæfusaman. Lút- er segir: “Góð börn eru betri en auðæfi Krösusar”. Aldrei hafa sannari orð verið töluð; eg get til- einkað mér þau; börnin mín hafa gefið sínum börnum gott dæmi til eftirbreytni, sem eg í minni háu elli verð aðnjótandi; og sízt skyldi eg gleyma, þegar eg minnist þess- arar guðs góðu gjafar, að guð gaf mér góða og mikilhæfa eiginkonu, sem eg trega meðan eg dreg and- ann. ‘Oss þykir sárt að skilja, en það er guðs að vilja, og gott er alt, sem guði er frá.” Heyrt hefi eg því hreyft, að nú- tíðarfólkið líti niður á gamal- mennin. Um það skal eg ekki þræta, að eins skal það sagt, að slíkt hefir ekki komið fram við mig; þegar eg kom hér, þekti mig enginn utan mitt eigið fólk; mér var yfifleitt vel tekið og kallaður ‘grandpa”; og eg veit að allir, sem hafa kynst mér, bera hlýjan hug til mín; þegar eg geng um bæinn, kalla einatt litlu börnin frá hús- unum “grandpa!” Þessi áminstu vinahót eru mér dýrmætari en gullepli í silfurskál, eins og Saló- mon orðar það. Getið hefi eg barnabarna minna hér fyrir ndkkru síðan. Aftur vil eg nefna þau, fær þá lesari bréfs þessa vissu um, að þau eru flest flogin úr hreiðrinu. Börn dóttur minnar Helgu og tengdasonar míns E. J. Snydals eru þessi: Nina, gift W. Kimsey, flugmanni og verkfræðing, þau búa í Detroit, Mich., þau eiga ársgamla efnilega dóttur. Sigríður Pálína, gift Burt Johnston; hann er verzlunarmað- ur, þau búa í Wyola, Mo. Carmen Stefanía, hún kennir í skóla í Stirling; þangað teljast 190 míl- ur, þar eru skóglausar sléttur; LÖGBEBG FIMTUDAGINN, 13. MAÍ 1926. kvað hún þar vera næðingasamt í vetur og gagn-ólíkt því, er hún átti að venjast hér, þar féll tals- verður snjór, því þetta er í norð- austur horni Colorado ríkis. Þá er Lilian, hún er á söngfræðiskóla í Greely, 40 mílur héðan; og How- hard, hann vinnur við verzlunina. María, 11 ára, og Maxwell 9, þau ganga á bæjarskólann. Börn Stebbu minnar sál., Pétur og Pálína Isabella, sækja sama skólann, þau eru hjá Jóni og Pál- ínu, sem annast þau eins og beztu foreldrar. Pétur sonur minn gjörir gott “business”; frá nýári hefir hann unnið sumpart í Denver, sumpart út um land; heimili hans er hjá Jóni og Pálínu; nú er tiann í norð- vesturhorni þessa ríkis, keyrði þangað í bíl sinum fullar 400 míl- ur; um mánaðamótin næstu býst hann við að koma heim, og fer svo til Wyoming, þar æt'lar hann að starfa í sumar. Félag það, er hann vinnur fyrir, nefnidst The Service Life Insurance Co. of Lin- coln, Nebr. Það getur hent sig, að þú sjáir línur frá mér seinna, skrifaðar á Svold, N. Dak. Guðbrandur Erlendsson. .. Stórkostleg “Stampede” verður í River Park frá 29. Júní til 5. Júlí. Þar gefur að sjá vilta hesta og ágoetis reiðmenn Kirkjuþing Adventista. Alheims kirkjuþing há S. D. AdVentistar í Milwaukee, Wis., dagana frá 27. maí til 14. júní. Fulltrúar frá 91 söfnuði hér í Vestur-JCanade sækja þetta þing og má þar fyrsb nefna formann sambandsins í Vestur-Canada, séra 'S. A. Ruskjer, formennina frá fjórum fylkjum sambandsins, séra J. J. Reiswig frá Alberta, séra W. A. Clemenson frá British Colum- bia, C. L. Butterfield frá Saskat- chewan og séra Lyle C. Shepard frá Manitoba. Á meðal annara, er sækja þing- ið frá Manitoba, verða þessir: Lyle C. Shepard, D. H. Madsen, H. Berg, S. Demchuk, G. F. Ojala, D. Guðbrandsson, Pétur Sigurðs- son, E. N. Sargeant og Miss Millie Fisher. Þing þetta sitja fulltrúar frá trúboðsstöðvum S. D. Adventista víðsvegar um heim allan, frá söfnuðum þeirra, heilsuhælum, mentastofnunum og prentsmiðj- um, og verða þar fulltrúar frá minst 115 þjóðum. Þeir hafa þingsal bæjarins í Milwaukee og búist fið, að þar sitji kirkjuþing- ið 8 til 10 þúsund félagsmeðlimir. Embættismenn aðal stjórnar fé- lagsins, framkvæmdarnefndarinn- ar og annara að’al greina, verða kosnir þar á ný, og ráðstafanir gerðar starfi þeirra til eflingar út um allan heim, jafnt í heimalönd- unum sem hinum framandi. Nýir trúboðar og starfsmenn verða sendir þangað sem þarfirnar eru mestar. P. g. Frá Islandi. Búnaðarnámsskeið var haldið á Egilsstöðum á Völlum fyrir skömmu, segir Hænir 27. marz. Voru þar haldnir alls 14 fyrir- lestrar. Methúsalem Stefánsson, ráðu- nautur Búnaðarfél. íslands hélt fjóra, þrjá um áburð og einn er hann nefndi “Hugur og hönd Hallgrímur Þorbergsson, bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, flutti f jóra, tvo um sauðf járækt, einn um ullariðnað og einji um nýrækt og nýbýli. Séra Ásm. Guðmundsson skólastjóri flutti tvo fyrirlestra um uppeldi skapgerðarinnar. Guð- gein Jóhannsson kennari einn, um félagsskap í sveitum og sveitafeg- urð. Benedikt Blöndal skólastjóri einn um peninga, og frú Sigrún Blöndal tvo, báða um kvennamál eða kvenfrelsi. , Var yfirleitt að fyrirlestrunum gerðúr góður rómur, þó ekki sízt að frú Sigrúnar. Tók hún óþyrmi- lega í lurginn á “snoðkollakenning unni” og þesskonar óföguði í hátt- erni kvenna um eftirstælingar af karlmönnum, og sýndi með rökum fram á það, að starfssvið kvenna væri allmjög annað en karla. Málfundir voru haldnir þrír, og sungið á undan fyrirlestrum og eftir, undir handleiðslu Sigfúsar Sigurðssonar. Námsskeiðið var laklega sótt fyrstu dagana, en vel seinni hlut- ann. Al. Falconer á bakinu á hesrtinum Bassono, sem verSur aö sjá í Winni peg dagana 29. júni til 5. júlí á “Stampede” veSrei'ðunum. Því hefir oft verið haldiS fram, aö þrátt fyrir þaS að margir ferSa- menn hafi komiS til Wjnnipeg síö- u^tu árin, þá hafi ibærinn samt heldur lítið aSdráttarafl hvaS skemtanir snertir. Þetta er aðal ástæSan fyrir því að hver góSur Winnipeg maSur, ætti aS styðja aS því, að þessi “Stampede” mætti hepnast sem allra best. The Allberta Stampede Co., sem stendur fyrir þessum leikjum, sem fara fram í River Park 29. júní til 5. júlí í sumar, hefir fjölda af ó- tömdum hesturn, hinum bestu, sem til eru, viltum nautum og f jörugum kálfum og hina fínustu hestamenn, sem til eru í Canada eSa Banda- ríkjnum, sem keppa um há verð- laun. Fólk má reiða sig á að hér er nokkuð að sjá, sem er fjífo-ugt og skemtilegt. Allir gamlir WJnnipegbúar, sem nú eiga heima annarsstaöar, ættu nú að nota tækifærið og koma til Winnipeg og endurnýja gamlan kunningsskap og sjá “The Stam- pede.” ÞaS er engum efa bundið að nú er velmegunin að koma. VerSi “The Stampede” vel tekið af öl’lu fólki í Winnipeg, þá gefur þaS bænum miljónir dollara i aðra hönd. Þús undir manna, sem aS koma, fara aftur fullir aðdáunar yfir velgengni þessarar borgar og þeim rnyndar- skap,' sem hér er aS sjá á öllum hlutum. ÞaS verður áreiðanlega til að auglýsa Winnipeg. Lögberg telur víst aS lesend- ur þess séu á sömu skoðun eins og bæjarbúar yfirleitt og þær nefndir, sem nú vinna með miklurn áhuga að því að þetta mætti hepnast sem best, því hér sé um gott fyrirtæki að ræSa. Það sem ráSgert ei aö fram fari við þetta tækifæri er meSal ann- ars: 1 SkrúSganga kaupmanna. 2. ISnsýning. 5. Sögulegar íþróttir. 4. Piltar, sem ríða héstum berbakt. 5. EndurnýjaS samband frumbyggj- anna. 6. “Aftur til Winnipeg” í sambandi viö “The Stampede.” kr., en inn hefir komiS á árinu 1925 808 þúsund krónur. Þetta er 8. liSurinn. Víneinkasala eða ágóöi af vín- verzlun íslenzka ríkisins var áætlaS- ur 300 þús. kr., en hann hefir orSiS 500 þúsundb' krómi. ÞaS er 18. liðurinn. Tollúr áf innfluttu áfengi og á- góSi af áfengisverzlun ríkisins áriS 1925 nemur, samkvæmt skýrslu fjárjmálaráSherra, 1 milj. og 308 þúsundum króna. En hvað lagSi svo ríkið fram til bindindisstarf- semi áriS 1925 ? ÞaS vont 6 þúsund- ir króna! -— ÖSrum megin eru 6 þúsundir, en hinum megin 1308 þúsundir, með öSrum orðum; Rík- iS ver einum tvö hundruS og átjánda parti af því fé, sein þaS fær í ihandraSann af áfengisverzl- un og tolli, til bindindisstarfsemi, eSa rúml. fjórum og hálfri krónu af hverri þúsund króna, er það grœðir á v&nunum oq fœr í toll af þcim! Stjórnin áætlar 6 þús. kr. styrk til Stórstúkunnar í fjárlagafrv. sínu fyrir árið 1927. Henni virSist eigi vera þar úr að aka. Stórstúkan fer fram á I5 þús. kr. á ári til bindind- isstarfsemi. ViS viljum ekki trúa því, aS meiri hluti Alþingis vilji ekki verja hér um bil 1 krónu til bindindis- boSunar af hverjum 100 krónum, sem rikiS fær í ágóða af áfengis- sölu og tolli. — Bindindis- og bann- menn um land alt munu fylgjast rœkilega mcð framkomu þingmanna í þessu máli. því hann þótti til þess hæfastur, er.da er hér mikinn þardaga aS sjá. Aðsóknin hefir veriS ákaflega mikil að sjá þessa viðureign, enda hefir hún ekki brugSist vonum manna eöa orSiS tiikomuminni held- ur en jafnvel auglýsingamennirnir höfSu af henni látiS. Þar má einnig sjá Anita Stewart, Russell Simpson, Edith Yorke, Heibert Prior og Frank McGlym jr. Dánaríregn. PROVINCE Tekjur ríkisins af áfengdsvcrzlun og framlag til bindindisboðunar. . Eg hefi hér fyrir framan tnig ræðu fjármálaráðherra, er hann flutti á Alþingi 10. f. m„ þar sem hann að venju gefur yfirlit yfir hag ríkissjóÖs. Eg nem staöar viö 8. og 18. lið í 2. gr. fjárlaganna. Áfengistoilur inn var áætlaÖur í fyrra 430 þús. George O. Brien, sem er aÖal persóna í leiknum “Rustling for Cupid,” sem sýndur verður á Pro- vince leikhúsinu næstu viku, var áður fremstur af þeim, sem hnefa- leiki stundaSi i flota Bandaríkjanna á Kyrrahafinu meðan á stríöinu stóð. Hefir hann veriS valinn sem sérstaklega heppilegur maSur fyrir þaS lilutverk, sem hann hefir í þessum leik, sem er af hjarSlifinu í New Mexico. O. Brien leikur Brad Blatchford og Blatchford berst ákaflega viS Mason.. Sid Jordan var valinn til aS leika Mason Þann 18. april sígastl. andaðist við Merid pósthús í Saskatchewan mergisbóndinn Þórður Kolbeins- son, eftir langvinna og kvalafulla sjúkdómslegu. Hann hafði alla sína æfi verið heilsugóður og mesti fjör- og hraustleika-maður, þar til s.l. ár, að hann kendi las- leika þess, er varð honum að bana. Hann gekk undir uppskurð í sjúkrahúsi í Saskatoon á síðast- liðnu hausti, en fékk litla sem enga bót meina sinna. Jarðarför- in fór fram 21. apríl s.l. að við- stöddu fjölmenni. Aðal athöfnin fór fram í Presbýtera kirkjunni í Márengo, og var þessi mæti ísl. landnámsmaður lagður til sinnar hinztu hvíldar í grafreitnum, sem tilheyrir Marengo-bænum. Þórður Kolbeinsson var fædd- ur á Hreimstöðum í Norðurárdal í Mýrasýslu á Islandi. Hann var sonur Kolbeins Sæmundssonar frá Laxholti í Borgarhreppi, og konu hans Guðríðar Guðmundsdóttur frá Hraunsnefi. Þórður átti sex stystkini á lífi, að því er eg bezt veit, 4 alsystkini og 2 hálfsystkini og eru 3 alsystkinin búsett hér vestra: Guðmundur, Margrét og María, en heima á íslandi eru: Ólafur, albróðir, Torfi hálfbr. og Guðrún hálfsystir. — Árið 1883 gekk Þórður að eiga eftirlifandi konu sína, Guðríði, dóttur Jóps Ólafssonar skálds á Einifelli í Stafhotstungum og konu hans Guðríðar dóttur Jóns Pálssonar frá Haukatungu, og var hún yngst af 14 börnum þeirra Einifells- hjóna. Til Vesturheims fluttu þau hjón, Þórður og Guðríður, árið 1887, og dvöldu þau fyrst um 2 ára tíma í Brandon, Man. Árið 1889 nam Þórður land norður í svo kallaðri Vatnsdals nýlenduj við Tantallon, Sask, og bjuggu; þau hjón á því landi Jað þriggja: ára tíma undanteknum, er þau1 dvöldu í Portage la Prairie, ÍMan.) alt fram að árinu 1909. Þá seldui þau jörð sína við Tantallon ogi fluttu búferlum vestur til Meridj P.O., Sask., hvar þau hafa búiði síðan. — Þeim hjónum varð níu barna auðið; 2 tóu í æsku, Kol- beinn og Helga, en 7 eru á lífi, öll uppkomin og mannvænleg, flest búsett í þessu fylki (Sask.), og eru nöfn þeirra hér sett eftir aldri: Guðrún, gift enskum manni; Kolbeinn Stefán, giftur enskri konu; Jóhannes Torfi ógiftur en býr með móður sinni; Guðbjörg, gift enskum manni; Sigurður Jós- úa, ekkjumaður; Eggert Theódór, ógiftur; Jónína Margrét, ógift, er skólakennari. Heim til Islands fór Þ. K. skemti- ferð árið 1913, að sjá sínar ást- kæru æskustöðvar og forna vini og kunningja, en hingað kom hann vestur á sama ári, dvaldi að eins eitthvað 5 til 6 mánuði á ættjörð- inni. Þó mun hugurinn allajafna hafa stefnt til fslands; hann fylgd- ist ætíð vel með öllu, sem þar var að gerast, og bar velferð föður- landsins æ fyrir brjósti. Það mun hafa verið um 1878, að farið var að gera allmiklar vegabætur hér og þár í Borgarfjarðar héraði og var þá Þ. K., liðugt tvítugur að aldri, valinn til að vera verkstjóri, fyrst á Holtavöruheiði og alla leið suður að Sanddalsál, og mun mörgum, sem nú eru orðnir gaml- ir, minnisstæðar þær umbætur, | sem þá voru gerðar á svo kölluðum Kattarhrygg í Kattarhryggsgili, sem er á milli bæjanna Forna- hvamms og Sveinatungu. Einnig var Þ. K. verkstjóri á Bjarnadal og Bröttubrekku, og eitt sumar var hann verkstjóri við vegavinnu á svokölluðum Geldingadranga, og enn fremur í Hreðavatnshrauni, sem þangað til mátti heita ófært yfirferðar. Holtavörðuheiðar veg- urinn var varðaður alla leið ofan að 'Sveinatungu og var langur og mjór steinn látinn stnda út úr þeirri hlið hverrar vörðu, er til norðurs vissi, til þess að vísa vilt- um vegfarendum áttirnar. Sann- spurt hefi eg, að sum þessi verk standa óhögguð til þessa tíma; ó- líklegt er ekki, að enn um langan ókominn tíma beri fsland vegsum- merki handaverka Þórðar Kol- beinssonar. Þetta fáa, sem nú hefir hér ver- ið getið, sýnir ótvírætt hvers álits og trausts að Þ. K. hefir notið í sínu héraði heima á gamla land- inu. Póstflutning hafði Þ. K. einnig á hendi á allra síðustu ár- unum, sem hann var heima: úr Reykjavík og nórður að Stað í Hrútafirði, að mig minnir. Þ. K. var mörgum góðum mannkostum gæddur; hann var svo viðkvæmur og brjóstgóður, að hann gat helzt ekkert aumt séð, hvorki menn né málleysingja, og svo tryggur og vinfastur, að sá, sem honum varð einu sinni verulega hlýtt til, við bá hélt hann óslitinni trygð alla þá hélt hann óslitinni trygð alla æfi til dauðadags. Að áttúrufaril var hann vel skynsamur maður, og ekki fús að láta hlut sinn fyrir neinum, og er það raunar alltítt einkenni á mörgum góðum fslend- ingum. Ekki mun hann hafa ver- ið mjög íhaldssamur í trúarskoð- unum síðari hluta æfinnar, og olli því eitt og annað, sem ekki er þörf á að minnast; taka má þó fram, að ekki voru þau áhrif frá konu hans, sem er einlæg og heit trú- kona, og heldur fast við sína barna trú. En hvað sem um það er, þá er það eitt víst, að allir, sem náin kynni höfðu af Þórði Kolbeins- syni fyr og s’íðar, geyma góðar og hlýjar endurminningar um hann, ekki síður austan hafs en hér vestra. Að endingu vil eg biðja alla nánustu aðstandendur og ættingja þessa framliðna merkismanns, af- sökunar á því, hvað línur þessar eru ófullkomnar og flýtislega af hendi leystar.(— Friður drottins hvíli yfir moldum og minningu þessa framliðna íslendings. M. I. Reykjavíkurblöðin eru vinsþm- lega beðin að taka upp þessa dán- arfregn. WALKER. Leikurinn “No, No, Nanette” verður lejkinn í Walker leikhús- inu alla vikuna sem byrjar hinn 17. maí. Það var til þess ætlað, að þessi söngleikur yrði leikinn í Walkerleikhúsinu í haust sem leið, en vegna þess hve þessum leik var afar vel tekið í Los Ang- eles og San Francisco, þá voru leikendurnir þar í allan vetur og höfðu alt af mjög mikla aðsókn. En nú er hann hér og verður leik- inn af beztu leikendum Edward D. Smiths félagsins. Er Taylor Holmse þar í broddi fylkingar. Þetta félag hefir leikið þennan skemtileik í heilt ár í Chicago, með afar mikilli aðsókn og aðdáun fólksins. Eins hefir leiknum ver- ið tekið í sjö mánuði í Los Angel- es og í þrjá mánuði í San Franc- isco. Þessi sami leikur, “No, No, Nanette”, er einnig jafnan leik- inn fyrir fullu húsi í stærstu leik- húsum í New York, London, Paris, Berlin og Sidney. Mr. Smith send;r þingað hina sömu ágætu leikendur og söng- fólk, sem svo prýðilega hefir skemt Bls. 5. Magic baking POWDER Magic bökunarduft, er ávalt þaÖ bezta í kökur og annað katfi- brauð. það innibeldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. þeim sem le'khús sækja í tos An- geles, og San Francisco. Það værí ekki nægilega getið um “No, No, Nanette”, nema minst sé á hína tvo ágætu söngva eftir Vincent Youman i þesum leik: “I want to be happy” og “Tea for two”. En þessir söngvar eru að eins tveir; sextán alls. Aðgöngumiðar til sölu á föstu- daginn. MÁLVERKASÝNINGU hefir Ásgrímur Jónsson í Good- templarahúsinu uppi—segir Lög- rétta 30. marz. Hann var í sumar í Borgarfirði og hefir gert fjölda málverka af fögrum stöðum þar í héraðinu. Stærst er þar mynd, sem Hvítá heitir. Er hún frá efri hluta héraðsins og gér upp eftir ánni á nokkru svæði og svo langt fram til fjalla. Þarf hún stærri sal en þarna er til þess að njóta sin fyllilega. Nokkrar myndir eru frá Húsafelli og þar um kring. Ein heitir Húsafellskýrn- ar og sýnir þær þar við túngarð- inn; önnur sýnir kýr á túni. Skarðsheiði og Hvanneyri heitir ein myndin, Skarðsheiði og Hvít- árvellir önnur og Skarðsheiði frá Ferjukoti sú þriðja. Baula er sýnd á einni myndinni og um- hverfi hennar. Svo eru margar myndir af Fljótsdalshéraði, en þar var Ásgrímur sumarið 1924. Þar eru sýnd hin einkennilegu fjöll milli Hjaltastaðaþinghár og Borg- arfjarðar: Dyrfjall og Beinageit- arfjall, enn fremur bærinn Snjó- holt í Eiðaþinghá og Lagarfjót frá Breiðavaði. Þá eru og myndir úr Hornafirði, frá Þingvöllum og úr ''■ngárvallasýslu: Hekla séð frá Odda 0. s. frv. 'Margar eru mynd- ir þessar mjög fallegar. Fimm voru seldar fyrsta daginn. Stærstar og dýrastar eru myndirnar: Beinageitarfjall (2,000 kr.) og Hvítá (1,800 kr.) Af Beinageitar- fjalli er einnig önnur mynd minni (200 kr.).—Lögr. 30. mars. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum iDess Kve efni og útbúnaður ei fuílkominn. Kievel Brewing Co. Limited St. Boniface Phones: N1178 N117 9

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.