Lögberg - 22.07.1926, Síða 2
LÖGBEKG FIMTUDAGINN,
22. JÚLÍ 1926.
Silfurbrúðkaup í Hlés-
skógum
í Geysisbygð í Nýja Islandi.
Þar búa þau hjón, Gísli bóndi
Jónasson, frá Djúpadal, og kona
hans Anna Sigríður Jónsdóttir,
frá Fögruvöllum þar í bygðinni.
Silfurbrúðkaup þeirra fór fram
með veglegu -aamsæti á heimili
þeirra, þ. 28. júní s.l.
Munu gestir hafa verið mikið á
annað hundrað manns, því borð
voru reist fyrir um hundrað og
þrjátíu manns. En það varð að
tvísetja og var æði margt manna
við síðara borðhaldið.
Til veizlunnar, eða til hátíðar-
haldsins, var efnt af vinum og
nágrönnum þeirra Jónassons-
hjóna. Samsætið byrjaði nál. kl.
þrjú síðdegis og fór fram hið
bezta.
Hlésskógar eru í Geysisbygð
norðvestanverðri. Er jörðin land-
irámsjörð Gísla bónda og þeirra
hjóna. Jörðin var erfitt landnám,
skógur mikill og blautlent. Nú
vnji heita, að hún sé álitleg bú-
jörð, fjTÍr dugnað og atorku hjón-
anna, er á henni búa. Vel er hýst
á Hlésskógum, timburhús æði-
stórt og vandað á steinsteypu-
grunni. Umhverfis húsið er
fagur grasflötur, talsvert stór,
með plötnuðum trjám í röðum,
sem þó enn hafa ekki náð fullum
þroska. Utan um völlinn er girð-
ing, er varnar ágangi gripa og bú-
penings. Slíka tilhögun er ekki
algengt að sjá á sveitaheimilum,
en ætti þó að vera. í bæjum og
borgum er þetta algengt, sem
kunnugt er. Eru blettirnir þar
oft litlir, sökum verðhæðar lands-
ins, nema þar sem ríkir menn eiga
hlut að máli, þar má auðvitað oft
sjá fagra grasfleti og stóra. En
það er engin ástæða til, að sveita-
heimili, jafnvel hin smæstu og fá-
tækustu, þurfi að vera án fagurs
umhverfis. Laglega tilhafður
grasflötur, með trjáröðum smekk-
lega fyrir komið, er hin mesta
prýði, en kostar svo lítið, að állir
geta veitt sér það. Þetta hafa
hjónin í Hlésskógum skilið, og
umhverfið þar því svona fagurt
og smekklegt, eins og á hefir ver-
ið minst.
Borð fyrir gesti voru reist aust-
anvert við húsið og í skugga þess.
Fór þar samtímis fram ræðuhöld,
söngur, afhending gjafa, og veit-
ingar. Heiðursgjafir voru silfur-
bakki með silfri og seðlum frá
vinum og nágrðnnum, og silfur-
kar með silfurpeningum frá börn-
um þeirra hjóna. Ræðumenn
voru, auk séra Jóhanns Bjarna-
sonar, sem stýrði samsætinu og
talaði fyrir minni silfurbrúðar,
þeir Gestur Oddleifsson í Haga,
■Friðrik P. Sigurðsson í Fagradal,
H. J. Eastman frá Riverton, Ingi-
mar Ingjaldsson frá Árborg, Sig-
urður Friðfinnsson, fyrrum bóndi
í Fagradal, nú fult áttræður og
blindur, mesti sæmdarmaður og
vel skýr; og Jón bóndi Pálsson á
Geysir, er mælti fyrir minni silf-
urbrúðguma og bar fram um leið
þakklæti þeirra Jónassons hjóna
fyrir þá vinsemd, er þeim með
samsætinu var sýnd. Góður róm-
ur var gerður aðíöllum ræðunum,
en sungið á milli. Organisti var
G. M. K. Björnsson frá Riverton.
Sóló söng H. J. Eastman frá Riv-
erton og var heimtur fram í ann-
að sinn. Er hann söngmaður góð-
ur og virtist híð bezta fyrirkall-
aður. Þau Mr. og Mrs. Jónasson
eiga níu börn. Elzt þeirra er Guð-
rún Jónína, kona Andrésar Ei-
ríkssonar málara í Árborg; þá
Una Sigríður, gift H. R. Eastman
í Riverton. Hin ógift, á ýmsum
aldri: Leó Hreggviður, nærri nítj-
án ára; Lilliam Ruby, seytján ára;
María Kristín, fimtán ára; Guð-
mundur Norman, Anna Aðalheið-
ur, Gísli Herald og Capitola Vio-
let, þaðan af yngri, fimm til þrett-
án ára. öll yngri börnin eru
heima í föðurgarði, nema Lillian
Ruby, sem uppalin er hjá for-
eldrum Gísla, þeim heiðurshjón-
unum Mr. og Mrs. Jónasi Thor-
steinsson í Djúpadal. Gullbrúð-
kaup þeirra Djúpadalshjóna fór
fram fyrir skemstu og var þess þá
minst í Lögbergi.
öll eru börn þeirra Gísla og
konu hans, vel gefin og myndar-
leg. Þau eru og öll ágætisbörn,
að upplagi og í framferði. Mun og
dugnaður eigi all-lítill í þeim búa
öllum, að eg hygg. Það sækja þau
ekki langt. Foreldrar bæði frá-
bærlega dugleg og hafa komist
mætavel af á erfiðu býli og með
stóra fjölskyldu.
í öllum ræðunum í samsætinu
var mikið af vinsemd og hlýleik.
Um leið var þar samfagnaður með
þeim silfurbrúðhjónum í tilefni
af miklu barnaláni og góðri af-
komu í búskap, er þeim hefir
hlotnast. Munu allir, sem þarna
voru, og margir fleiri, óska þeim
Jónassons hjónum langra og góðra
lífdaga, að þeim megi enn um
langan aldur auðnast að njóta
velgengni, sæmdar og vinsemdar
í bygð sinni og nágrenni.
—Fréttar. Lögb.
Fertugasta og annað ársþing
Hins ev. lút. Kirkjufélags Islendinga
Framh, '
Jafnframt bréfi þessu, lagði séra Jóhann fram, fyrir hönd
þingnefndar í bindindismálinu, þessa skýslu:
Skýrsla þingttefndar í bindindismálinu.
Vér, undirrituð, sem skipuð vorum í nefnd til að íhuga bindind-
ismálið, leyfum oss að leggja fram eftirfylgjandi tillögur:
1. Kirkjuþing þetta kannast við bindindismálið, sem eitt af
stórmálum heimsins, og telur öllu kristnu fólki skylt, að styðja að
/ramgangi þess, eftir beztu vitund, eins framt og kraftar þess og
tækifæri leyfa.
2. Þingið telur mjög æskilegt, að sunnudagsskóla kennarar,
jafnframt og þeir kenna kristin fræði, innræti börnum þekking á
skaðsemi áfengig og nautn þess, og glæði áhuga hjá hinum ungu
fyrir reglusemi og algerðu bindindi, eins framt og þeim er auðið.
3. Þingið telur prestum og öðrum. starfsmönnum kirkjufélags-
ins skylt, að ibeita áhrifum sínum gegn nautn áfengis, og að ljá
bindindismálinu einlægt fylgi sitt, á þann hátt sem hverjum einum
þykir bezt við eiga, í orði, með eftirdæmi og í verki.
4. Þingið Iýsir yfir algerðri vanþóknun sinni á núverandi vin-
sölulögum Manitoba-fylkis, og telur ástandið svo ískyggilegt, að á
því þurfi að ráða bót hið bráðasta.
Á kirkjuþingi á Gimli, Man., 19. júní 1926.
Jóhann Bjarnason.
(Miss) Jóhanna G. Sturlaugsson.
Einar Johnson.
Ketill Valgarffson.
Ivar Jónasson.
Nefndarálitið var samþykt í e. hlj. Samþykt var einnig,
að 4. liður, að efninu til, skuli birtur í báðum stórblöðunum,
“Free Press’ý og “Tribune” í Winnipeg.
Þá var næst tekið fyrir níunda mál á dagsérá:
Útgáfumál.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði Bjarni Marteins-
son fram þessa skýrslu:
Nefndin í útgáfumálinu leyfir sér að leggja til:
1. Að útgáfu Sameiningarinnar sé haldið áfram með sömu
stærð og verði sem nú er.
2. Að núverandi ritstjórn sé endurkosin.
3. Að skorað sé á presta og erindsreka alla, sem nú sitja hér
á þessu þingi, að hefjast handa að útbreiðslu' blaðsins nú á þessu
komanda ári.
4. Að hr. Éinnur Johnson sé endurkosinn ráðsmaður blaðsins
og annara bóka og rita kirkjufélagsins.
5. Að Gjörðabók sé gefin út í sérstöku riti og seld með sama
verði og síðastliðið ár.
6. Að þetta þing votti starfsmönnum blaðsins, ritstjórum og
ráðsmanni, þakklæti fyrir starf þeirra á liðnum tíma.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 20. júní 1926.
B. Marteinsson.
O. Anderson.
C. J. IVopnford.
Bjarni Jones.
Ben. Stefánsson.
Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. —
Fjrrsti liður samþyktur. 2. liður sömUl., 3. liður sömul., 4.
liður sömul., 5. liður sömul., 6. liður sömul. Nefndarálitið
síðan í heild sinni samþykt.
Þá var tekið fyrir, á ný, fyrsta mál á dagskrá:
Jóns Bjamasonar skóli.
í fjarveru skólastjóra, las séra Jóhann Bjarnason upp
þessa skýrslu:
Til kirkjuþings Hins ev. lút. k.fél. ísl í V.h., 1926.
Háttvirta kirkjuþing!
Skólinn hóf starf sitt fyrir skólaárið 1925—26, 24. sept. síðastl.
Ef nú kenslu lokið fyrir skólaárið, og miðskólanemendur að rita
próf sín; þeir, sem College nám stunduðu, luku sínum prófum í
maí síðastl. — Um úrslit prófa þeirra mun eg gefa skýrslu síðar á
þessu sumri, er eg hefi safnað þeim í eina heild.
64 nemendur hafa innritast á árinu. Auk þess dvaldi við skól-
ann um 2—3 vikna tíma bóndi nokkur frá Saskatchewan, aðallega
við enskunám, og skrásetti eg hann ekki.
Tíu nemendur innrituðust í níunda bekk, sextán í tíunda, átján
í ellefta, fjórir í tólfta, níu í fyrsta bekk College-deildar og fimm
í annan bekk þeirrar deildar. Auk þess skrásetti eg tvo sem
"special students”. v
Um jólaleytið fóru fjórir nemendur annars ibekkjar háskólans
burt af skólanum og innrituðust í Wesley College. Kváðust þeir
eigi fá hæfilega kenslu í tveimur fræðigreinum. Eigi skal eg stað-
hæfa neitt um það, hvort sú ástæða var réttmæt; um jólaleyti luku
þeir þó prófi í flestum námsgreinum.
Sjö aðrir nemendur hafa farið frá skólanum á þessu ári, án
þess að reyna að ljúka prófi, og eru til þessi ýmsar átsæður, veik-
indi, tregða við náfn, o.fl. Eru því, 44 nemendur skólans að ljúka
prófum sínum nú. — Um útkomuna þýðir ekkert að rita fyr en hún
kemur fyrir almennings sjónir um 1. ág. næstk.
Flestir nemendur af ísl. ættum hafa stundað ísl. nám; og fullur
helmingur þeirra, er College nám 9tunda við skóla vorn. Tvent vil
eg taka fram í því sambandi, (1) að einhvern veginn verður að hlut-
ast til um það að námsibækur þær, sem fyrirskipaðar verða næsta ár
fþær hafa þegar verið ákveðnarj, sé fáanlegar, er skóli byrjar næsta
haust. — í vetur voru kenslubækur i málfræði algerlega ófáanleg-
ar; voru þó pantaðar síðastl. sumar; (2) að ákvæði skólalaga vorra
um íslenzku sem skyldugrein, er alls-ómögulegt að fylgja, er um
CoIIege-nemendur er að ræða.
Kristindómshfræðsla hefir verið veitt en hluttaka ekki eins al-
menn og æskilegt hefði verið, reyndist alls-ómögulegt að verja
nema einum tima í viku í hverjum bekk til þeirrar fræðslu; er það
skiljanlegt, þegar þess er gætt, að kennararnir voru að eins fjórir,
en bekkir fimm, og í þeim öllum, en sérstaklega í College-deildunum,
valdi einn þessa námsgrein og annar hina. — Reyndi eg að vinna
þetta upp, bæði með því að leggja sérstaka rækt við morgunguðsþjón-
ustur og eins með prívat-samtali við nemendur. Um árangur er ekki
mitt að dæma. í skólanum myndaðist félagsskapur í vetur, er
nefndi sig “ ABand of Christian workers”. Einkunnarorð vor
voru að leitast við að fylgja dæmi og kenningum Jesú, lesa guðs orð
daglega og biðja um leiðsögn Anda Drottins, á hverjum degi. Við
héldum nokkrar guðsþjónustur í skólanum á sunnudagsmorgna kl.
10, lásum guðgs orð og báðum. Hafði eg gert mér von um, að þetta
yrði vísir til frekara starfs af sama tagi í skólanum í framtíðinni. —
Nú get eg ekkert gert, nema biðja fyrir þeim.
Einstaka sinnum voru samkomur haldnar í skólanum og voru
hver fyrir/sig, undir umsjón einhvers bekkjar skólans. Var Miss
, Halldórsson eins og fyr lífið og sálin í þeim mótum vorum, og
hepnuðust þau vel.
Kennurunum, sem með méri unnu, votta eg þakklæti mitt fyrir
einlægt starf; og síðast, en ekki sízt, umsjónarfólki skólans, sem
vann verk sitt frábærlega vel. — Kveð eg svo skólann og óska hon-
um af alhug blessunar Guðsi í bráð og lengd.
A kirkjuþingi, 1926. fj. J.Leó.
Samþyt var að vísa skýrslunni til þingnefndar í skóla-
málinu.
Var síðan sunginn sálmur og fundi svo frestað kl. 12.30
til kl. 8 e.h. sama, dag.
Síðari hluta mánudags þáði þingið heimboð hjá Víðines-
söfnuði. Var fyrst komið saman við kirkju safnaðarins, en
með því veður var gott og mannfjöldi svo mikill, að ekki meir
en helmingur gat komist í kirkjuna, fóru fram ræðuhöld og
sðngur úti undir beru lofti. Fjöldi presta og annara kirkju-
þingsmanna tóku til máls. Mótinu stýrði hr. Kristján Sig-
urðsson, kirkjuþingsmaður Víðinessafnaðar. Að skemtunum
loknum settust kirkjuþingsmenn og gestir að ágætum kvöld-
verði í nýjum, stórum samkomusal í bygðinni. Að máltíð
lokinni þeysti mannfjöldinn, í nokkurum tugum bíla, eftir egg-
sléttum “allra veðra vegi”, til Gimli aftur, til að sitja þar á
kvöldfundi, er byrjaði kl. 8. — Mótið frábærlega ánægjulegt
og söfnuði Qg bygðarfólki til mikils sóma.
NIUNDI FUNDUR— mánudagskvöld, kl. 8.
Fundurinn byrjaði með bænargjörð, er séra Jónas A. Sig-
urðsson stýrði. — Við nafnakall voru fjarverandi: Benóní
Stefánsson og Mrs. Hólmfríður Daníelsson.
Séra Jón J. Clemens, virðulegiír sendiboði “Sameinuðu
lútersku kirkjunnar í Ameríku”, flutti þinginu bróðurkveðju
og árnaðarósk frá kirkjufélagi sínu, um leið og hann mintist
með þakklæti þeirrar samvinnu, sem orðið hefir um menta-
mál og kristniboð meðal heiðingja. Bar hann og fram tilboð
til kirkjufélags vors um nánara samband en verið hefir.
Las og um leið bróðurkveðju frá forseta Sameinuðu lútersku
kirkjunnar, Dr. F. H. Knubel. Mintist hann einnig á hinn
mæta mann og virðulega kirkjuhöfðingja, Dr. Gotwald, er var
sendiboði á þingi hjá oss fyrir tveimur árum, en lézt snögg-
í Pittsburg, síðastl. haust. Erindi séra Clemens var hið ítar-
legasta, fult af fróðteik og skemtilegt.
Forseti tilnefndi Dr. B. B. Jónsson til að svara fyrir hönd
þingsins. Gjörði Dr. Björn það með ítarlegri ræðu, þakkaði
fyrir þingsins hönd, allan þann hlýleik, þá góðu samvinnu og
þann mikilsverða styrk, er kirkjufélagið nýtur hjá Samein-
uðu lút. kirkjunni í Ameríku. Þakkaði bróðurkveðjurnar, er
þingi hefðu borist, og gjörði þá tillögu, að þingið biðji hinn
virðulega sendiboða, að flytja kirkjufélagi sínu innilega bróð-
urkveðju til baka. Var tillagan samþykt með því, að allir
stóðu á fætur.
Séra Rún. Marteinsson mintist á Dr. Gotwald, hinn látna
ágæta mann. Áleit; að hluttekningar yfirlýsing ætti, í tilefni
af fráfalli hans, að koma frá þessu þingi. Séra Jóh. Bjarna-
son gerði þá tilögu og séra J. A. Sigurðsson studdi, að þingið
kjósi þá séra R. Márteinsson og séra N. S. Thorláksson til að
semja slíka yfirlýsing og leggja fram á þinginu. Var það sam-
þykt í e. hlj.
Var að því búnu sungið sálmsvers, hinni postullegu
blessan lýst af forseta, og fundi siðan frestað- þar til kl. 9
næsta morgun.
TÍUNDI FUNDUR—þriðjudaginn 22. júní kl. 9 að
morgni. — Fundurinn hófst með bænargjörð, sem séra S. S.
Christophersson stýrði. — Við nafnakall voru fjarverandi:
séra J. A. Sigurðsson, séra G. Guttormsson, Miss Jóhanna Hall-
grímsson, G. B. Olgeirsson, Stefán Eyjólfsson, A. C. Johnson,
G. Narfason og M. J. Skafel. — Gjörðabók 8. og 9. fundar les'-
in og samþykt.
Fyrst var tekið fyrir á ný annað mál á dagskrá: Heið-
ingja trúboð. — Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra
V. J. Eylands fram 6. lið nefndarálits, er vísað hafði verið til
nefndarinnar aftur, sökum breytingar er þurfa þótti. Var nú
liðurinn samþyktur í e. hlj. og nefndarálitið síðan með áorð-
inni breytingu I heild sinni samþykt.
Þá lá fyrir á ný níunda mál á dagskrá:
Útgáfumál.
Hafði 5. lið nefndarálits í Heiðingjatrúboðsmálinu verið vís-
að til útgáfunefndarinnar. Fyrir hönd þeirrar nefndar lagði
O. Anderson fram þessa skýrslu:
Herra forseti,—
Til nefndarinnar í útgáfumáliinu var vísað 5. lið nefndarálits
í heiðingjatrúboðsmálinu til meöferðar og álits. Leyfir nefndin sér
að leggja þetta til :
Að sérpreituð séu 506 eintök af skýrslu trúboðanna, á ensku,
og sé skýrslunni þannig dreift út til allra ungmennafélaga, sunnu-
dagskóla og trúboðsfélaga, sem nú eru eða kunna að verða mynduð
innan kirkjufélagsins.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 21. júní 1926.
B. Marteinsson.
C. J. Wopnford.
Bjarni Jones.
Ben. Stefánsson.
O. Anderson.
Skýrslan var samþykt í e. hlj.
Þá var tekið fyrir sjöunda mál á dagskrá:
Ungmennafélög.
Séra Sig. Ólafsson lagði málið fyrir þingið með ítarlegri ræðu.
Var það síðan rætt nokkuð. Talað um *að stofna til allsherj-
ar móts fyrir ungt fólk, er komi saman í Winnipeg næsta vet-
ur. Dr. B. B. Jónsson bar fram boð frá sjálfupi sér og nokkr-
um öðrum, að taka á móti ungmennaþingi í Winnipeg í vetur
komandi, þyki slíkt mót tiltækilegt. Var samþykt að þiggja
það boð og þakka, samkvæmt, tilögu séra Jóh. Bjarnasonar.
Forseti bar fram heimboð frá Gimlisöfnuði, hjá þeim Mr.
og Mrs. Tergesen, þá er þing hefði lokið störfum sinum. Sam-
þykt var að boðið sé þegið og þakkað, samkvæmt tillögu séra
J. A. Sigurðssonar.
Þá lá fyrir á ný fyrsta mál á dagskrá:
Jóns Bjarnasonar skóli.
Fjrir hönd þingnefndar í skólamálinu lagði séra G. Guttorms-
sofn fram þessa skýrslu:
Nefndin, sem skipuð var í skólamálinu, leggur fram tíllögur
þessar til þingsályktunar:
1. Kirkjuþingið þakkar skólastjóra, kennurum, skólaráði og
öðru starfsfólki og styrktarmönnum skólans fyrir góða aðstoð og
vel unnið verk á árinu; svo og United Lutheran Church of America
og Norwegian Lutheran Church fyrir drengilegan fjárstyrk. Skóla-
stjóra, sem fiú leggur það embætti niöur, ámar þingið ríkulegrar
■blessunár Drottins/ í starfi hans á komandi tiö.
2. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, að nokkrir nemendur
skólans hafa nú ákveðið að búa sig undir kennimannlegt starf; svo
og yfir þeim kristilega félagsskap, sem myndaður var á meðal nem-
endanna í vetur.
3. Þar sem skólastjóri minnist á það í skýrslu sinni, að upp-
fræðsla í íslenzku og kristindómi hafi af ýmsum ástæðum ekki ver-
ið svo mikil, sem æskilegt hefði verið, þá biður þingið skólaráðið
og starfsmenn skólans að leggja svo mikla áherzlu á lærdómsgrein-
ar þessar, sem mögulegt er.
4. Þar sem skýrslurnar bera með sér, að reksturs kostnaður
skólans verði liðug níu þúsund á komanda ári, en af þeirri upphæð
eru fjögur þúsund dollarar væntanlegir frá kirkjufélögunum, sem
áður voru nefnd, og liðug tvö þúsund frá nemendum og öðrum
tekjugreinum, þá ákveður þingið( að afganginum, alt að þrjú þús-
und dollurum, sé safnað á næsta ári.
5. Þingið telur bráðnauðsynlegt, að gjörð sé ítarleg tilraun,
að afla skólanum nemenda, bæði meðal íslendinga og eins á meðal
innlends fólks, einkum lúterskra manna, og felur skólaráðinu að
gjöra sérstakar ráðstafanir þessu viðvíkjandi, áður en skólinn er
opnaður í haust.
6. Þingið finnur til þess, hve mikið tjón skólinn hefir á Jiðn-
um árum beðið við hin tiðu umskiftý’' á skólastjórum, og biður skóla-
ráðið, ef mögulegt er, að útvega skólanum starfsmann, er það geti
mælt- með við næsta þing sem( föstum skólastjóra.
7. Þingið mælir með því, við skólaráðið að kennarar skól-
ans komist, ef möguelgt er, í samband við “Manitoba Teachers As-
sociation”, og njóti þeirra hlunninda, sem ,sá félagsskapur hefir að
bjóða, einkum að því er snertir. eftirlaun.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 22. júní 1926.
G. Guttormsson.
N. S. Thorlaksson.
T. E. Thorsteinson.
Steingr. Johnson.
S. Sigurdson.
G. B. Olgeirson.
Samþykt var, að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. —
1. liður samþyktur. 2. liður sömul. 3. liður ræddur allmikið,
er síðan samþyktur. 4. liður ræddur nokkra stund og síðan
samþykt, að látá hann bíða þar til skýnsla fjármálanefndar
verði lögð fjrir þingið. Forseti vakti athygli á, að féhirðir
skólans, hr. S. W. Melsted, væri á fundi. Var samþykt í e. hlj.
að veita honum málfrelsi í þinginu. Ávarpaði þá Mr. Mel-
sted þingið og skýrði með ítarlegri ræðu frá fjárhagsmálum
skólans. Var síðan haldið áfram með nefndarálitið. 5., 6. og
7. liðir allir samþyktir. Skólamálið þar með, að fráskildum 4.
lið, afgreitt af þinginu. —
Þá var tekið fyrir á ný fjórða mál á dagskrá:
Heimatrúboð.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra J. A. Sigurðs-
son fram þeSsa skýrslu: i 1
Tíl kirkjuþingsins 1926.
Erindi kirkjunnar í heimi mannanna, er trúbo'ö. Trúboðsstarf,
í einni eöa annari mynd, er og verður vort aðal starf. Eins og
kirkjan kom til feöra vorra fyrir trúboö og fyrir þá til vor sjálfra,
ber oss, öllum kristnum mönnum, aö styöja eftir mætti útbreiðslu og
varöveizlu kristindómsins meðal bræðra vorra. (
Nefndin í heimatrúboðsmálinu leggpir því til:
1. Að hið góða boð séra Jóns J. Clemens, sem situr þing þetta
sem erindreki U. L. C. A., um að heimsækja og starfa meðal Is-
lendinga, sem búsettir eru í Chicago, sé þegið með þakklæti, og hon-
um gefið umboð til þess; starfs.
2. Að séra Guttormi Guttormssyni sé á sama hátt falið að
starfa meðal Islendinga er búa í St. Paul og Minneapolis, eftir því
sem ástæður leyfa.
3. Að þingið veiti séra S. S. Christopherssyni $300 styrk á
komandi ári til trúboðs á þeim stöðvum, er hann hefir starfað á lið-
ið ár, um leið og það gleðst yfir góðum árangri af starfi hans þar
og hvetur fólk, búsett í því héraði, að styðja starf hans.
4. Að Hallgríms söfnuði í Seattle sé veittir $600 til lóðar-
kaupa eða kirkjubyggingar, þegar söfnuðurinn byrjar á því starfi.
5. Að framkvæmdarnefndinni sé falið að sémja við prestana
séra V. J. Eylands og séra R. Marteinsson um þjónustu á þeim trú-
boðsstöðum, sem ekki er þegar ráðstafað og heimilað að verja til
þess' alt að $400.00.
6. Að framkvæmdarnefndinni sé heimilað að styrkja til náms
unga menn, sem ákveðið hafa að gerast prestar, og verja til þess
alt að $200.00, leyfi fjárhagur sjóðsins.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 22. júní 1926.
G. Guttormsson.
Jón Halldórsson.
Sigvaldi Nordal.
Bjarni Jones.
Th. J. Gíslason.
Finnur Johnson.
Samþykt vaí að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið. 1., 2.
og 3. liður samþyktir. 4. liður var samþykt að biði álits fjár-
málanfendar. 5. og 6. liður síðan samþyktir..
Þá var tekið fyrir áttunda mál á dagskrá:
National Lutheran Council.
I /
Lagði forseti málið fyrir þingið með ítarlegri ræðu. Lagði
hann svo til og séra J. A. Sigurðsson studdi, að málinu sé
vísað til framkvæmdarnefndar, og var það samþykt.
Þá var tekið fyrir á ný sjötta mál á dagskrá: Fjármál.
Fjrrir hönd fjármálanfendar lagði A. C. Johnson fram þetta
nefndarálit:
Herra forseti, Fjármálanefndini leyfir sér að leggja fram þessar
tilögur:
1. Að kirkjufélagssjóði sé áætlaðir $580. Þessi upphæð nem-
ur sem næst tiu cent. á hvern fermdan safnaðarlim.
2. (a.)—Sjá síðar
('bJViðvíkjandi beiðni Hallgrímssafnaðar í Seattle um styrk
að upphæð $600 til starfsinsi þar, hefir nefndin fengið þær upplýs-
ingar, að helmingnum af þeirri upphæð er hugsað' að verja til að
kaupa lóð fyrir væntanlega kirkjubyggingu. Oss finst að þessi
upphæð C$3Ó0J ætti að veitast úr kirkjubyggingarsjóði og mælir
nefndin með því, að svo verði gjört, og að sú upphæð verði greidd
þá vissa er fengin fyrir því, að lóðin sé fengin og verði keypt. Hinn
helmingurinn f$300.00J‘ leggur nefndin til að veittir sé úr heima-
trúboðssjóði.
(c) Nefndin leggur einnig til, að $300.00 sé veittir úr
heimatrúboðssjóði til trúboðsstarfs þess, umhverfis Manitoba-vatn,
• er séra S. S. Christopherson hefirf unnið og býst við að halda þar
áfram.
3. Heiðingjatrúboðssjóður á eftir ógreijt til trúboðsins í Japan
af kaupi því er síðasta kirkjuþing lofaði að borga, $350. Eitthvað
upp í. þá skuld hefir nýlega komið inn og er í höndum féhifðis, en
skuld sú verður öll að greiðast. — Nefndin leggur til, að í .bráðina
láni kirkjufélagssjóður það er upp á vantar. Vill nefndin skora
á kirkjuþingsfulltrúa og söfnuði, að sjá um söfnun til lúkningar
því láni eins fljótt og auðið verður.
4. Nefndin leggúr til, að kirkjufélagið ábyrgist $800 upp í árs-
laun trúboðans í Japan. Verði myndaður sá félagsskapur innan
kirkjufélagsins, sem fyrirhugaður er til eflingar trúboði, þá verði
alt það fé, sem í gegn um slíkan félagsskap er safnað, afhent fé-
hirði safnaðarins, og hann sendi það til heiðingjatrúboðssjóðs, skal
því varið upp í kaup trúboðans, sem ekki fari þó fram yfir $1200.
Framhald á 7. bls.
jfiiiimiiiiiiiMiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiu
HORSE
RACES
RIIIER PARK
31. JOLI og i
2. ÁGÚST |
$2,200 fjársjóður
Pari Mutuel aðferðin viðhöfð E
F. HAMMER. Manager |
E Kappreiðar þessar fara fram í sambandi við Field Day E
E Sports, lögreglunnar í Winnipeg (Police A,A.A.) 31. Júlí. =
Hefst klulckan 10 fyrir hádegi,
( Islendingadagshátíðin 1
verður einnig haldin í
| River Park 2. Ágúst n.k. ]
^lMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMin
SE5HSH5HSZ5H5E5a525H5a5HS25pSS5HS2SH5ZFaSHSZ5a5asaSHSaSH5HSH5
VER ÞURFUM MEIRI RJÓMA!
Vér ábyrgjumst hæzta markaðsverð. skjóta af-
greiðslu og pe^inga um hæl. Sendið oss dúnk
til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis
merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka egg,
ST. B0NIFACE CREAMERY COMPANY
/
373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba.
rÍHsasasHSHSHSHsasasasHsasasHSHsasHsssasHsasHsasasasasasasasHsasasajas'o