Lögberg - 22.07.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBEHG FIMTUDAGINN,
22. JÚLÍ 1926.
Dularfuilu far-
þegarnir
Eftir AHen Upward.
FJÓRTANDI KAPITULI.
örvæntandi ætlunarverk.
—Eg endaði seinustu greinina í dagbók
minni um hið hræðilega lenydarmál, er Ophelía
litla-sagði mér frá. Þé að eg ekki festi örugg-
an trúnað á því, gat eg þó ekki neitað því, að
það hafði ógeðsleg áhrif á’taugar mínar. En á
slíkum stað og þessum, má maður búast við að
fá hvert taugaskakið á fætur öðru. Að loknum
dagverði, fóru allar aftur inn í dagstofuna, og
eg reyndi að byr.ia samtalið aftur við ' ungu
stúlkuna um frú Robins, en nú gat eg elkki feng-
ið hana til að segja neitt. Þess vegna fór eg til
no>kkurra af hinum og talaði við þær, en að svo
miklu leyti að eg gat skilið, hafði lafði Redleigh
tícki náð hylli sjúklinganna, sem voru henni
samvista í kvennadeildinni. Eg mundi nú líka
eftir því, að dr. Graham hafði sagt, að hún um-
gengist hina sjúklingana mjög lítið, og það hef-
ir eflaust verið orsök þess, að þeir sem eg
spurði, virtust ekikert vita né skeyta um hana.
Eftir þessar gagnslausu tilraunir datt mér í
hug, að þar eð dr. Gkaham hafði verið henni
hlyntur, þá væri máske ómaksins vert að spyrja
hann. Hann var nú ekki í herbergi sínu, og
þess vegna gekk eg upp til frú Terrier, sem sat
og rotaði rjúpur í einu horninu, og sagði við
hana:
“Viljið þér segja mér, frú, hvort dr. Gra-
ham muni heimsækja okkur í kvöld?”
En hún var jafn skapstygg og áður, þaut á
fætur mjög vonzkulega og sagði:
“Dr. Graham! Hver hefir sagt yður frá
dr. Graham? Hann hafið þér líklega aldrei séð
—eða hvað?”
Eg sá strax, hvaða aulastrik eg hafði gert;
misti samt ekki sjálfctjómina og svaraði:
“Nei, eg hefi ekki séð hann; en eg hefi heyrt
Victoríu drotningu tala um hann — Viktoríu
drotningu í brúna kjólnum með hvíta hárið.”
Eg hafði vanið mig á, að kalla sjúklingana
þeim nöfnum, sem þeir gerðu kröfu tih Eg
vissi, að þetta var alment gert, og það var líka
mjög hentugt, því með því særði maður engann,
og allir nutu sömu heimildar. Auðvitað hélt
hver út af fyrir sig, að hann væri sá eini rétti,
en allir hinir væri svikarar.
“Victoria drotning ætti heldur að gæta
sín,” sagði frúin gremjulega. “Dr. Graham
heíir ekki verið hér í meira en fjórtán daga.”
“Ekki verið hér? Hann er þó líklega ekki
dauður?” sagði eg; því eg hugsaði að eins um
glæpi í þessu skuggalega húsi.”
“Það kemur yður ekkert við,” svaraði hún.
Að leita upplýsinga hjá þessari konu, var
' hið sama og ætla að raka sig með vanalegum
borðhníf. A sama augnabliki opnuðust dyrnar,
og dr. Raebell gekk þar inn, ásamt öllum
karlmanna sjúklingunum. Auðvitað voru þess-
ir samfundir gerðir dagiega, líklega til þess að
styðja að bata; því mennimir mynduðu strax
smáhópa með kvenfólkinu, og fjömgar umræð-
ur byrjuðu hringinni í kring um mig. Þegar
eg sá eigandann nálgast frú Ferrier, gekk eg
fram fyrir hann til þess að tala við hann.
“ó,” sagði hann, þegar hann sá mig, “nú,
hvemig líður yður? Lízt yðar hátign á mitt
lélega heimili?”
Eg svarað alúðlega, að eg væri meira en á-
nægð, og svo bætti eg við: “Þér vitið það ef-
laust, læknir, að flest af fólkinu hér er brjálað
— alveg vitskert.”
“Já, því ver,” svaraði hann.
“ Sjáið þér konuna þama með rauða hárið
— nei, eg á ökki við frú Maybriok, eg á við hina
'*fc*-hjá glugganum — hún segist vera Victoria
drotning — er það ekki dæmalaust?”
“ Jú, auðvýtað — auðvitað, en það eina, sem
maður verður að gera, er að samþykkja alla
mælgi hennar — hafið þér meðaumkun með
henni og mótmælið henni ekki.”
“Já> en þetta er hræðilega ósanngjarnt,
það er ómögulegt að hún geti verið Victoria
drotning, því María Stuart dó löngu áður en
Victoria fæddist, og þar eð eg er María Stuart,
þá getur Victoria ekki verið fædd enn þá.”
“Alveg rétt, eg er yð^r fyllilega samþykk-
ur. Henni hlýtur að skjátla”, sagði hann alúð-
lega.
“Og það er ekki það eina. Hún segir líka,
að hér sé einhver dr. Graham; en þar skjátlar
henni líka; þó langar mig til að heyra dálítið
um þenna dr. Graham, af því eg er hrædd um,
að hann sé njósnari fyrir Elízabetu drotningu '
Hvar er þessi maður?”
Eg talaði all-æstur, og læknirinn hélt áfram
að hugga mig: “ó, hann er farinn héðan; eg
lét hann fara nokkru áður en yðar hátign kom” /
“Hvers vegna létuð þér hann fara?”
“ó, ekki af neinni ákveðinni ástæðu — eg
vildi að eins skifta um menn. Hinn kemur inn-
an fárra daga, og eg hefi fylstu ástæðu til að
ætla, að hann hati Elízabetu drotningu eins og
pestina.”
Eg kvaðst vera vel ánægður með þessa upp-
lýsingu, og leyfði lækninum að halda áfram.
Þar eð Ophelia hélt áfram að vera þögul, sneri
eg mér að einum manninum, en þegar eg nálg-
aðist hann, hopaði hann á hæli.
“Komið þér ekki nálægt mér, frú,” 3agði
hann, “og um fram alt, andið ekki á mig, því
þá bráðna eg. Þér sjáið líklega, að eg er bú-
inn til úr sméri?”
“Hamingjan góða,” sagði eg og stóð kyr í
fjarlægð. “Mér þykir afar leitt að fieyra
þetta. Hver eruð þér annars?”
Hann brosti fyrirlitlega.
“Ó, eg læzt ekki vera neinn annar en James
Fraser frá Dumbarton. Eg er ekki einn af
þessum vesalings .blekkinga manneskjum, eg er
alls ekki brjálaður, skal eg segja yður.”
“ .er.óh. Esg(u ðð gfE Bufr DL gðum
“Nei, eg sé það,” sagði eg, og reyndi að
líta út, eins og eg tryði honum. »
“Eg er hér að eins vegna óhultleika míns,
eins og þér skiljið,” sagði hann, “því þér sjáið,
að ef eg gengi frjálslega um loring, þá mundi
fólk anda á mig eða þrýsta mig, eða gera eitt-
hvað annað við mig, sem eflaust mundi eyði-
leggja mig. En nú hefir læknirinn* lofað mér,
að ef eg yrði hér nógu lengi, þá gæti hann breytt
mér í ost, og það yrði mikil bót.”
“Já, sannarlega,” sagði eg og notaði nú
sama raddhreiminn og læknirinn brúkaði við
mig. “Þá verður yður ekki hætt við að
bráðna. ’ ’
“Nei, það yrði í mörgu tilliti mikið þægi-
legra. Eina hættan, sem eg þá hefði að óttast,
væri mýsnar; því þér vitið, að músunum þykir
osturinn góður.”
“Þykir þeim það?”
“Já, og eg vil ekki neita því, að þetta vek-
ur hjá mér dálítinn óróa. Það yrði voðalegt,
að verða étinn af músum — við það er eg afar-
hræddur. Dr.f Graham lofaði mér hringa-
brynju, sem eg gæti borið utan á mér, eins kon-
ar búr, sem héldi þeim í f jarlægð; en nú er hann
farinn, og svo veit eg ekki hvað eg á að gera.”
“Var hann góður maður?”
“ Já, það megið þér reiða yður á — mjög
góður. Svo kurteis og áreiðanlegur og um-
hyggjusamur við sjúlinga sína. Þeim vesal-
ingnm þótti líka öllum svo vænt um hann. Hann
talaði svo vingjarnlega við þá, og talaði eins og
þeir vildu heyra, og það er einmitt það, sem
brjálaða fólkið vill hafa. Eg geri það líka altaf
af sömu ástæðu. Og svo var hann ávalt svo
nærgætinn við þá. Eg held að veslings frú
Robin mundi ekki hafa dáið, ef hann hefði ver-
ið hér.”
Eg veitti þessum orðum nákvæma eftir-
tekt.
“Þér haldið þá ekki — en hvers vegna?”
spurði eg.
“Af því-hann annaðist hana sérstaklega,
og svo leit hún ekki út fyrir að vera veik. Þeg-
ar eg sá hana seinast, leit hún út fyrir að vera
jafn heilbrigð og hún hafði alt af verið, meðan
eg hefi verið hér. Eg kom fáum dögum á und-
an henni; eg er nú búinn að vera hér liðug þrjú
ár. Þérl sjáið, að það tekur langan tíma fyrir
smér að harðna.”
Eg hlustaði á hann með eftirtekt. Þessi
Fraser, eða hvað hann nú hét, hafði sjáanlega
veitt henni meiri eftirtekt, en kvenfólkið að
Opheliu undantekinni. Eg spurði hann: “Nær
sáuð þér hann seinast?”
“Að eins viku áður en hún .dó. Hún var
hér inni í þessu herbergi það kvöld, framkoma
hennar var eins og vant var, og hún var jafn
röskleg og áður. Daginn næsta var hún hér
ekki, og okkur var sagt, að hún hefði veikst
snögglega og gæti ekki yfirgefið herbergi sitt.
Aður en vikan var liðin, var hún dáin. Finst
yður það ekki einkennilegt?”
“Jú, mjög einkennilegt. Hvernig var hún
annars, þessi frú Robins?” I
“Ó, hún var sú yndislegasta kona, sem þér
getið ímyndað yður. En eg þekti hana mjög
lítið, og sama tilfellið var með aðra, því hún
átti ekki meira saman að sælda við brjáluðu
sjúklingana, heldur en hún var neydd til, og þó
hún vissi mjög vel, að eg var ekki brjálaður,
skifti hún sér lítið af rnér, til þess að vekja ekki
öfund hinna. Það sagði hún mér svo oft sjálf.í;
“En hvers vegna forðaðist hún hina?”
“Hvers vegna? — Ó, af því að þessi vesal-
ings kona hélt, að hún mundi missa vitið, ef
hún skifti sér of mikið af þeim. Auðvitað áleit
hún sjálfa sig með fullu viti — það álíta þeir
allir. Og satt að segja, mín góða vina, ef hún
hefði ekki haft þá ímyndun, að hún væri hin
heilaga jómfrú, þá hefði allir viljað eiðfesta
það að hún væri jafn skynsöm og eg er.”
Mér hepnaðist ekki að geta komist eftir
meiru, sem nokkurs ver vert og svo bað eg um
að vera fluttur til herbergis míns. Til allrar
hamingju hafði eg hér uppi farangurs pokann
minn með þeim lás fyrir, sem að eins tveir menn
í fiforðurálfu þekkja auk mín—þess vegna get-
ur enginn litið í dagbókina mína. Eftir morg-
unverðinn og húslesturinn, sem frú Ferrier
annaðist um gekk eg eina umferð um listigarð-
inn. Það leit út fyrir, að sjúklingamir hefðu
miikið frelsi í þessu og öðru tilliti, en eg held
líka að enginn þeirra hafi verið'' bandóður. Eg
notaði mest af tímanum til að koma mér í mjúk-
inn hjá garðyrkjumannirium — vinátta hans gat
komið mér að notum, ef eg skyldi lenda í ein-
hverjum vandræðum. Hann leit út fyrir að vera
góður maður, en alveg ómentaður, og eg varð
mjög glaður þegar eg vissi að hann var faðir
litlu uppáhaldsstúlkunnar hennar lafði Red-
leigh. Með tár í augum talaði hann um frú;
Robins og sagði, að allir þar í húsinu, að und-
anskilinni frú Ferrier, hefði verið henni hlynt-
ir og þótt vænt um hana. Eg gaf honum eina
guineu til þess að ná . hylli hans. Eftir það
skoðaði eg garðinri og umhverfið mjög nákvæm-
lega. Það var sjáanlegt, að eg var í fangelsi,
og að ómögulegt var að komast út, nema að fá
hjálp, annað hvort að irinan verðu, eða utan að.
Eg sá þepna háa steinvegg, sem umkringdi
garðinn á allar hliðar, og datt í hug, að hin in-
dæla, elskuverða persóna, sem eg var 'kominn
til að hnýsast um, og máske til að hefna, fyrir,
hafði eytt þremur árum af æfi sinni í þe^u
gleðisnauða umhverfi, án þess að umgangast
aðra en brjálaðar manneskjur og venzlamenn
þeirra. Þetta var mjög ömurleg tilvera.
Síðari hluta dagsins var Ophelia mín dá-
lítið opinskárri. Hún gekk aftur og fram uín
garðinn, til að Ieita að litlu dóttur garðyrkju-
mannsins, og eg fór til hennar, til þess að hjálpa
henni til að leita. Við fundum samt ekki barn-
ið, og urðum bráðlega að fara inn, þar eð byrj-
að var að rigna. Ophelia bauð mér að sýna
mér bygginguna, og við gengum í gegn um ýms
lierbergi og göng. Loks komum við að endan-
um á einum göngunum, sem eg hélt mig muna
eftir að hafa séð. Eg var farinn að ganga inn
í þau, þegar Ophelia greip í mig og sagði mjög
æst: “Nei, farið þér ekki þessa leið.”
“Hvers vegna ekki?” sagði eg
“Hún liggur að dúkum klædda. herberg-
inu,” hvíslaði hún með hryllingi.
Mig hrylti líka við, því hræðsla hennar
hafði áhrif á mig. Nú mundi eg glögt, að eg
hafði gengið eftir þessum gangi, þegar eg var
hér áður. En eg tók eftir því, að það voru alls
þrjár dyr, sem lágu að ganginum, og þess vegna
spurði eg Opheliu:
“Hverjum tilheyra þessi þrjú herbergi?”
“Það til hægri handar er dr. Grahams —
fiað er að segja var hans, meðan hann var hér.
Hitt-*-” nú breyttist rödd hennar í hvísl,—“er
frú Merchants klefinn.”
Mér varð bilt við, bæði breytinguna í rödd
hennar og við nefnið “klefi” í stað herbergis.
Hver er hún, og hvers vegna er hún látin
þarna inn?” spurði eg.
Hún leit á mig biðjandi augum, eins og hún
vildi biðja mig að hlífa sér við að gera grein
fyrir þessu. En forvitni mín var vakin, og auk
þess var það skylda mín, að fá alt að vita um
þetta pláss, sem eg var í.
‘ ‘ Við tölum ekki oft um hana, ’ ’ sagði Oph-
elia að síðustu, um leið og hún dró ínig burt
meðan hún talaði — “því það er svo hræðilegt.
Hún er alveg bandóð og hamast voðalega, en á
milli æðiskastanna er hún magnlaus og þegj-
andi. Þeir þora ekki að láta hana koma út,
hvorki nótt né' dag, og sumir af sjúklingunum
segja, að hún sé fjötruð við vegginn. Það er
enginn gluggi á herbergi hennar, því hin minsta
birta gerir hana óða, þess vegna eyðir hún æfi
sinni í algerðu myrkri.” ^
“ Ó, guð minn góður, en hvað þetta er
hræðilegt!” sagði eg. “Og hve lengi hefir hún
verið þannig?”
“1 tuttugu ár,” svaraði Ophelia skjálf-
andi. “Og, spyrjið mig ekki um meira, eg verð
svo hrædd, þegar eg verð að tala um þetta, því
stundum dettur mér í hug, að þeir, þegar frú
Merchant deyr, muni láta mig þangað inn.”
Mér varð all-bilt við, þegar vesalings stúlk-
an kom með þessa ímyndun. Eg vildi hugga
hana eftir beztu getu, en hepnaðist það ekki.
það eina, sem eg gat sagt, var: “Já, en frú
Merchant getur lifað mörg ár enn þá.”
“Nei, það getur hún ekki, því hún er nú
þegar gömul kona. Og sjúklingarnir segja, _að
sonur hennar frá Ástralíu sendi ekki meðgjöf-
ina reglulega, og þess vegna vill Raebell læknir
helzt, að hún deyi sem fyrst.”
Vesalings Ophelia! Mér fanst eg hafa
breytt rangt við hana með því, að þvinga hana
ti! að tala um þetta, og reyndi því að fá hana
til að tala um annað. En hún gat ekki gleymt
frú Merchant, og varð gripin af sama þung-
lvndinu og kvöldið áður. Eg get ekki sagt
hvers vegna, en eftir að eg hafði heyrt þessa /
sögu, fanst mér að eg yrði að sjá þessa frú
Merchant. Hún gat naumast orðið mér að gagni
við rannsóknir mínar, og þó var eitthvað, sem
sagði, að eg ætti að sjá hana; það væri skylda
mín að sjá alt í þessu hæli, sem staðið gæti í
sambandi við forlög lafði Redleighs. Auk þess
— leyndarmálið, sem duldi forlög þessarar ves-
alings persónu, hafði einhver undarleg áhrif á
mig, sem alls ekki stóð í sambandi við spum-
inguna, er eg var að leita svars að. Enn frem-
ur sagði eg við sjálfan mig, að það væri ofsókn
þess, sem að eins væri hliðargrein af mínu upp-
runalega fvrirtæki, sem hefði komið mér til að
fara hingað. Það mætti ekki ganga fram hjá
neinu, hve lítils virði, sem það sýndist. Eg á-
kvað því hvað gera skyldi; þessa sömu nótt ætl-
aði eg að rannsaka þenna gang. Eg gekk því
snemma til herbergis míns, og s'krifaði þetta í
dagbók mína. Eg hefi nú gert alt nauðsynlegt
til að búa mig undir þessa uppgötvunr ferð.
í ferðapokanum mínum fékk eg karlmanns-
fatnað, skriðbyttu, skó með flókasólum og
þjófalyklá. Auk þess stakk eg í vasa minn
skammbyssu og góðum hníf.
Eg lagði pennann frá mér og stóð upp, en
þá sá eg, að í gegn um gluggann minn gat eg
séð byggingararminn, sem þessi þrjú herbergi
er Ophelia sagði mér frá, voru í,> og tók eftir
því, að í Grahams berbergi var ljós. Þetta
-gerði fyrirætlun mína enn erfiðari; en í raun-
inni var þetta leyndardómur, sem eg varð að
komast eftir, hvað sem það kostaði. Nú—
næstu tvær stundirnar mundu sýna mér sigur
eða—
FIMTANDI KAPITULI.
Meira en ein uppgötvun.
Þó að spæjarinn hefði reynt að ná ró sinni
með því, að setjast niður og skrifa seinustu
línurnar í dagbók sína, var harin þó hálf skjálf-
andi þegar hann ýtti spjaldinu fyrir ljósið í
skriðbyttu sinni og gekk til dyranna. En þar
eð sami lvkill gekk að öllum dyrum, var honum
auðvelt að opna þær með einum lykla sinna.
Hann lét ofurlitla birtu sleppa út úr skrið-
byttunni, læddist fram í ganginn og ofan stiga,
unz hann kom að þeim göngum, sem hann ætl-
aði inn í. Hann læddist að herberginu. þar
sem Ijósið logaði, lagði eyrað við lykilgatið og
hlustaði. Fyrst heyri hann ekkert, en svo
heyri hann reglubundinn andardrátt. Persón-
an, sem þar svaf, hafði auðvitað sofnað án þess
að slökkva ljósið. Hann tók í skráarhúninn, og
lionum til undrunar opnuðust dyrnar, svo hann
gekk strax inn, en hávaðalaust.
1 herberginu logaði að eins næturlampi,
sem gaf daufa birtu. Það sem hann sá, kom
honum til að æpa lágt af undrun. Hárkollan
var horfin, varirnar bognar inn á við að hinum
tannlausu gómum. Þetta var frú Ferrier. En
hvað hafði hún að gera hér. Þenna dag var
honum sýnt herbergi hennar, sem lá að sama
gangi og hans eigið. Flutningur hennar hafði
því skeð með leynd og mjög fljótlega.
Meðan hann hugsaði þannig, vaknaði frúin,
opnaði augun og leit á hann. Hann áleit öll á-
form sín eyðilögð, ef hún skyldi nú skrækja og
kalla á hjálp. Frúin áleit; að sínu leyti, að nú
væri hún á valdi einhvers vitfirrings, sem væri
kominn til að drepa hana. ' En til allrar ham-
ingju fyrir1 Wrigfit, áleit frúin, að það versta,
sem hún gæti gert, væri að hljóða og kalla á
hjálp. Hún áttaði sig því strax, horfði fast á
manninn, sem inn kom og reisti sig upp í rúm-
inu. Hann grunaði húgsanir hennar og nálg-
aðist rúmið með lotningu, eins og hann væri
hræddur við húsmóður sína.
“Hver ert þú?” sagði frúin einbeittlega.
1 stað þess að svara, setti spæjarinn ljós-
berann á gólfið, stökk að rúminu og greip föstu
haldi um háls hennar. Hún fékk engan tíma
til að hljóða, en varðist af öllu megni, svo spæj-
arinn varð að varna/ henni að draga andann,
svo hún gæti ekki klórað augun úr fiöfði hans.
Bardaginn varð samt ekki langur, pem ekki var
að vænta, þar eð sterkur og hygginn maður not-
aði afl sitt gegn gamalli konu. Undir eins og
vöm hennar hætti, slepti hann hálsi hennar, bjó
til ginkefli úr koddanum, sem hann batt fyrir
munn hennar. Batt svo hendur hennar við síð-
umar og að síðustu batt hann hana við rúm-
stólpann. Svo helti hann vatni á andlit hennar,
svo hún fékk meðvitund sína aftur. Hann ætl-
aði að þvinga hana till að segja sér alt sem hún
vissi um lafði Redleigh, en þá datt honum í hug
að við fyrstu spuminguna mundi hún vita, að
hann væri ekki brjálaður, og á þann hátt yrðu
allar framtíðar horfur hans eýðilagðar.
Meðan hann hugsaði um þetta, náði hún
fullri meðvitund. Hann horfði fast á hana, og
sá, að hún leit fyrst til kommóðu í einu hora-
inu, en ekki á hann, sem var þó eðlilegast.
Wright vissi undir eins, að í kommóðunni mundi
eitthvað vera, sem hún vildi dylja. Áður en
þessi viðbjóðslega kona fékk tíma til að iðrast
flónsku sinnar, var hann þotinn að kommóð-
unni og farinn að rannsaka innihald hennar.
Hann þurfti ekki lengi að leita, í næstefstu
skúffunni fann hann lokað leðurhylki, sem hann
tók upp og hélt á móti ljósinu. Lás hylkisins
var of lítill fyrir lyklana hans, svo hann tók
kjól frúarinnar og fann lykla hennar í einum
vasanum. Hylkið opnaði hann undir eins, og
rann í því aflangan pappírs vöndul, sem utan á
var skrifað með skjálfandi kvenhendi:
“ Sökum guðs miklu miskunnar! Sendið
þenna böggul óopnaðan til jarlsins af Father-
ingham í Fatheringham Towers í Stolneshire.”
Frú Ferrier hafði ekki orðið við fyrri liluta
þessarar beiðni, hún hafði ekki sent böggul-
inn. Spæjarinn skeytti ekki um síðari filuta
bænarinnar, því hann opnaði böggulinn hik-
laust. Hann áleit sig hafa fulla heimild til þess,
þar eð han var umboðsmaður jarlsins, og að
öðru leyti lögregluþjónnn, sem hafði svarið
þes^ eið, að gera alt sem hann gat til þess, að
opinbera afbrot og framkvæmendur þeirrra, og
nú hélt hann á þeim hlut í hendi sinni, sem að
líkum sannaði þann .glæp, er hann grunaði frú
Ferrier og húsbónda hennar um. ,An þess að
hika eitt augnablik, opnaði hann þess vegna
böggulinn.
Innan í houum var langt handrit. Um leið
og hann rendí augum yfir það, sá hann að
skriftin, sem í byrjuninni var glögg og greini-
leg, varð ógreinileg og skjálfandi eftir því sem
endann nálgaðist. Hann ásetti sér að lesa
handritið strax. Lampann lét hann á eitt horn
kommóðunnar, og sneri svo baki við ljósinu, en
sneri andlitinu að frúnni, til þess að sjá hreyf-
ingar hennar. Svo fór hann að lesa.
SEXTANDI KAPITULI.
Viðurkenning brjálaðrar persónu.
“Kæri lávarður Fatheringham” — þannig
byrjaði handritið,— “eg bið yður fyrst og
fremst, að leggja þetta ekki til hliðar af þeirri
ástæðu, að þér álítið það skrifað af brjálaðri
konu. Lésið þér það til enda, áður en þér af-
ráðið hvaða dóm þér fellið um það og mig.
“Eg vona, að eg mógi yður ekki með því,
að biðja yður að veita þessu móttöku. Yður
mun máske furða á því, að eg sný mér til yðar;
eg skal segja yður vers vegna. Það er af því,
að í þessum heimi á eg ekki einn einasta vin, að
undanskildum föður mínum, en honum þori eg
ekki að skrifa. Þér munuð brátt skilja hvers
vegna.
“Það sem eg ætla að skrifa, er bæði viður-
kenning og skýring; en án þess að eyða fleiri
orðum um það, ætla eg að snúa mér að efninu
og segja vður sögu mína.
“Eg býst við, að þér munið svo mikið eftir
mér, að þér vitið að eg er dóttir prestsins í
Haughton, að nafn mitt var nefnt um tíma í
sambandi við lávarð East, og að þér við fáein
tækifæri kyntust mér, einu sinni, þegar þér
dönsuðuð við mig á danssamkomu í Stolne, og
í annað skifti, þegar þér buðuð mér að taka
þátt í samkomu undir beru lofti í skemtigarðin-
um yðar, og þá voruð þér mjög alúðlegur við
mig. Annað eða meira býst eg ekki við að þér
vitið um mig, áður en eg var gift Sir Arthur
Redleigh.