Lögberg - 22.07.1926, Síða 4

Lögberg - 22.07.1926, Síða 4
HlS. 4 LÖGBERG FIMTUD AGINN, 22. JÚLÍ 1926. ^ - jjogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T*lai«>r> >'-6327 ofi >-«328 JÓN J. BILDFELL, Editor Otanáskrift til blaSain*: THE ÍOLUMBIA PRESS, Ltri., Box 3171, Winnlpog. Utanáakrift ritatjórana: tOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipag, tyan. The ‘‘Lögberg" la printed and publtehed by The Columbia Preaa, Llmited, in the Columbla Building, CtS S&rgent Ave., Winnlpeg, Manitoba. Þjóðin borgar. Það er ekki nýtt, hvorki í Canada, né í öðrum löndum, þó þjóðin verði að líða fyrir misgjörð- ir stjómmálamanna sinna, en fágætt er, að stjórnmálamenn leiki sér eins með rétt, heiður og fé þjóða, eins og raun hefir nú orðið á í Ottawa, að Hon. Arthur Meighen hafi gjört. Það er réttlátt fyrir menn og eðlilegt, að sækjast eftir völdum og virðingu hjá meðborg- urum sínum, svo framarlega að sá, eða þeir, sem það gjöra, hafa sýnt sig maklega þess heiðurs. En fáir verða víst til þess að halda fram, að Hon. Arthur Meighen hafi gjört það á nokkum hátt eða í nokkru máli fyr eða síðar. Stjómarskiftin í Ottawa era orðin mönn- um nú svo kunn og ástæðumar fyrir þeim, að naumast er þörf á að rifja þær hér upp á ný. En mönnum er ef til vill ekki eins ljóst, hvað þau kosta þjóðina og hvaða gjörræði að það var gagnvart þjóðinni af Mr. Meighen, að fullvissa landstjórann um, að hann gæti haldið áfram þingstörfum, með minni hluta þingmanna að baki sér, svo óþarft væri að rjúfa þingið, þegar Hon. W. L. Maekenzie King krafðist þess fyrir þjóðarinnar hönd. Vitanlega vissi Hon. Arthur Meighen þá, að hann var að draga landstjórann á tálar — vissi, að hann hafði ekki og gat ekki haft meiri hluta á þingi og því hvorki lokið við ó- kláruð verk þingsins, né heldur framkvæmt öim- ur ný. Vissi, að hann var að draga landstjóra og landslýð á tálar. En hann vildi vinna það til, til þess að ná stjórnartaumunum í sínar hendur, svo að hann gæti notið hlunninda þeirra er ríkjandi stjóm getur haft umfram mótstöðu- flokkana í kosningunum, sem bæði hann og allir aðrir vissu, að þá voru fyrir dyram. Vér ætlum ekki hér að fella dóm á rang- læti það, sem Hon. Arthur Meighen framdi gegn þingræði þjóðarinnar og þjóðinni sjálfri, til þess að ná völdunum í sínar hendur fyrir kosningaraar, né heldur að kveða á um það, hvers sá maður er maklegur, sem reiðubúinn er að offra rétti þjóðar sinnar, sem hann hefir notið meira og minna trausts hjá, fyrir per- sónulegan stundar hagnað. Það er verkefni þjóðarinnar sjálfrar við kosningamar, sem í hönd fara, og það er líka óhætt að trúa henni fyrir því. En vér viljum minna á, að þingræðið, sem samkvæmt vitnis'burði hæfustu stjóramála fræð- inga var fótum troðið, er ekki sá eini skaði, sem þjóðin hlaut í sambandi við þetta tiltæki. Verk- ið, sem búið var að vinna í þessa sex mánuði, sem þingið starfaði, var nálega alt skorið niður líka, því einnig offrað á stall valdafíknar Hon. Arthur Meighens og flokks hans. Hudsonsflóa brautarmálinu með þessu ó- dæði stýrt enn á ný í voða, með því að eyði- leggja fjárveitinguna að mestu, sem þingið var búið að veita til hennar. Lögin um að leyfa bændum rétt til að ákveða um til hvaða hafnstaða eða korahlaða að korn- afurðir þeirra skyldu sendar. — Lög um hag- kvæmt lánsfé ttf bænda, svo að þeir þyrftu ekki að láta merja sig undir fjármála einokunar- fargi því, er Canada þjóðin stynur undir og henni stafar nú hvað mest hætta af, einnig drepin. Lög um nýja virðingu á löndum hermanna, sem þeir keyptu með uppsprengdu verði fyrir sex til sjö árum, og sem þeir hafa verið að slig- ast undir ávalt síðan. — Lög til þess að frelsa þá frá þeim þrældómi og kveða á um sannvirði landa þeirra eins og það er nú, líka offrað á valdafíknar altari Arthur Meighens. Sex mánaða starfi 245 umboðsmanna Can- ada þjóðarvnnar er öllu fóriiað til þess eins að geta náð og haldið stjómartaumum á meðan kosningamar færa fram. Yfir þennan ófögnuð verður Canada þjóð- in nú beðin að leggja blessun sína, og hún verð- ur beðin um meira. Hún verður beðin um að veita manni þeim, sem ábyrgðina ber á öllum þessum ósóma, rétt til að reisa, skattana, sem stjórn Hon. Mackenzie King hefir verið að lækka, unz þeir eru orðnir í öllum tijfellpm, eins háir og tollmúrar Bandaríkjaþjóðarinnar. Hvað ætlar Canadaþjóðin að gjöraf Hún verður fyrst og fremst að sjá sínum eigin sóma og sínum eigin rétti borgið. Hvað ætla íslendingar í Canada að gjöraf Þeir ætla og verða í þetta sinn, að standa “on guard for Canada..” Undanfarandi hefir blaðið Heimskringla verið að fræða lesendur sína um ýmislegt í sam- bandi við stjómmálin í Canada, eins og þau horfa nú við og hafa horft við þjóðinni upp á síðkastið, og er það allrar virðingar vert, því ritstjórinn hefir þar farið rétt með mál sér fróðari manna. En í sambandi við það hefir hann verið haldinn ástríðu til þess að sakfella aðal pólitisku leiðtogana báða í Canada, þá Hon. W. L. Mackenzie King og Hon. Arthur Meighen — talið þá báða óferjandi og óalandi. Oss dettur ekki í hug að bera blak af leið- toga afturhaldsflokksins, Hon. Arthur Meig- hens/ því framkoma hans í öngþveitismálunum í Ottawa nú síðast, réttlætir þann dóm hans á honum. En öðru máli skiftir um leiðtoga frjáls- lynda flokksins, hann hefir ekki unnið sér neitt til ávirðingar annað en það, að bera blak af manni, er Jacques Bureau heitir, fyrverandi tollmála ráðherra í Kingstjóminni, sem sakað- ur hefir verið um embættisafglöp, en sem sam- kvæmt brezkri siðvenju og réttarskipun, er sýkn saka unz að hann hefir verið sannaður að sök. —Þegar vér bentum á þetta nýlega í blaði vora, þá stekkur ritstjórinn upp á nef sér, og hellir yfirPss illkvittnislegum og hrokafullum gor- geir, sem hann er órðinn alræmdur fyrir á með- al Vestur-fslendinga, og honum hefir ekki enn tekist að temja eða halda í skefjum, en sem hvorki honum eða neinum öðram hefir nokkum tíma að haldi orðið, og segist skuli finna orðum sínum stað, ef vér krefjumst þess. Það hefði hann átt að gjöra án þess að vera knúður til þess. ‘ ' Annars er nokkuð erfitt að skilja stjóm- málalega afstöðu ritstjórans og blaðs hans sem stendur. Hann er búinn að fordæma leiðtoga beggja aðal stjómmálaflokkanna í landinu. Leiðtogana, sem kjósendur landsins og les- endur blaðs hans verða að velja á milli við næstu kosningar, því allir vita, að um bænda- flokks foringja, eða bændaflokk sem líklegur sé til þess að ráða (yfir atkvæðamagni á næsta þingi, svo nokkra nemur, verður varla að ræða í þetta sinn. Hvern eiga þá lesendur blaðsins ,að styrkja ? Hvemig eiga þeir að hjálpa til að bjarga stjóramálunum út úr öngþveiti því sem þau era nú í, ef að ritstjóri blaðsins og blaðið bölsyngur flokksforingjana og flokkana er einir geta ,náð völdunum við kosningamar, niður tfyrir allar hellur, en gefur lesendunum ekkert til þess að styðja sig við í þeirra stað? Slík stefna er fásinna ein — í henni er ekkert vit, — hefir ekkert til síns ágætis, en er lands og lýða tjón, ef nokkur tæki mark á henni. Merkileg bók. “Bókin mín”, eftir Ingunni Jónsdóttur, er ein af þeim fáu bókum síðari ára, sem ekki er hægt annað en að veita eftirtekt., og þó er þar ekki um að ræða neina nýja vizku né spennandi reifaramál, heldur að eins endurminningar og frásögn á hversdagslegum hlutum og atburðum. Flestir mundu halda; að slíkt mál væri í meira lagi þurt og leiðinlegt. En það er svo langt frá að svo sé. Frásögn konu þessarar er svo meist- aralega lifandi, að hún heldur manni föstum frá byrjun bókarinnar til enda. Eitt af því, sem gefur íslendingasögunum ævarandi gildi, eru lýsingarnar. Munurinn á mannlýsingunum í þeim og nútíðarsögum, er sá, að nú er það orðinn einn þáttur listarinnar, að lýsa persónum frá hvirfli til ilja—að innan og utan — og láta þær vera á valdi skáldsins frá byrjun til enda. 1 Islendingasögum era þær lýsingar einkennilega stuttar, en í stað þess lýsa persónurnar sér sjálfar í orðum sínum og gjörðum, era lifandi myndir sem þroskast og skýrast, eða minka og ófegrast með þátttöku þeirra í lífi samtíðarmanna sinna. Þessi bók frú Ingunnar Jónsdóttur er til- komumikil einkanlega fyrir það, að lýsingamar —myndimar, sem í henni era, og þær eru marg- ar — tala sjcdfar, en það er hámark hins nor- ræna stýls, þegar hann fær að njóta sín. Sögulega þýðingu hefir bók þessi mikla. Hún lýsir einu stórheimili á Islandi yfir fim- tíu ára tímabil svo nákvæmlega og vel, að með því hefir höfundur bókarinnar bjargað heimil- isháttum, húsafyrirkomulagi, lifnaðar og verk- legum aðferðum og fyrirkomulagi sveitafólks- ins á íslandi frá gleymsku og glötun, á því fim- tíu ára tímabili, sem .bókin nær yfir, því svo var það þá líkt um land alt, að myndin af þessu eina heimili á að mjög miklu leyti við þau öll. Einn kaflinn í bókinni er einkennilegur og líklega einstæður í íslenzkum bókmentum, og það er lýsingin á umferða eða þurfafólki því, er að garði bar á Melum í Hrútafirði, þar sem höfundur bókarinnar er fædd og alin upp. Kafla þenna nefnir hún “Glerbrot á mannfé-' lagsins haug”, og er hann 45 blaðsíður. Skyldi þessum olnbogabörnum hinnar íslenzku þjóðar nokkum tíma hafa verið gjört eins hátt undir höfði eins og frú Ingunn gjörir þeim? Flestir af rithöfundum þjóðarinnar hafa gengið fram hjá þeim, annað hvort ekki séð þau. eða þá ekki álitið, að þau ættu sæti í bókmentum þjóðarinn- ar, en frú Ingunn er ekki í þeirra tölu. Hún skildi, að'myndin af heimili hennar, sveitar eða þjóðfélagi, gat ekki verið fullkomin án þeirra. Þessum vesalingum, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla nema hjá íslenzkri gestrisni, lýsir frú Ingunn með sama snildar bragnum og finna er á öllum frágangi bókarinnar. Persónumar verða svo skýrar fyrir lesaranum, að það er eins og að hann hafi þekt þær alla sína æfi, og hann finnur til samúðar höfundarins með þessu brjóstumkennilega stafgöngufólki. 'Síðasti kaflinn í bókinni heitir “Fjársjóð- ir, sem mölur og ryð geta ekki grandað.” Eru það hugvekjur frá höfundarins eigin hjarta, að mestu æfintýri, dæmisögur og erindi flutt við ýms tækifæri, og gætir þar.alstaðar sama skýr- leikqns og sömu vandvirkninnar og annars stað- ar í bókinni, og þar að auki er hann þrunginn af skáldlegum tilþrifum og heilbrigðu mann- viti. ókostir bókar þessarar eru óvanalega litlir, sumir segja, að þeir séu engir; en frá voru sjón- armiði kennir óþarflega mikillar ónærgætni, er höfundurinn minnist á trúar viðkvæmni kvenn- anna, sem grétu undir lestri guðs orða á Melum eða við helgar tíðir í kirkju. Mannkynsfrelsar- inn sjálfur telur bamslundina og barnshjartað aðal skilyrði fyrir sambandi manna við guð. Vér, sem átt höfum viðkvæmar, kristnar mæð- ur, kunnum því illa ef talað er um þann helgi- dóm án tilhlýðilegrar lotningar. Bók þessi, sem er prentuð J prentsmið- junni “Acta” í Reykjavík, 1926, er 167 blaðsíð- ur að stærð, í einkar laglegu sniði og er til sölu hér í Winnipeg hjá bróður höf., hr. Finni John- son, 668 McDermott Ave., og kostar í bandi $2.25, en í kápu $1.75. Gamalt nautgripakyn. Mönnum mun þykja það ótrúleg saga, að á Bret- landi gefi enn í dag að líta nautgripakyn, er í þús- unda tali fylti skóga og sléttur Bretlands á dögum Cæsars, en samt er það satt. Maður, að nafni Clair Price, lýsir þessu ein- kennilega nautgripakyni á þessa leið, í blaðinu New York Times: “Nautgripir þessir eru mjög vel vaxnir. Fæt- urnir eru stuttir. Bakið er slétt og skinn svo þunt, að á nautin kastar rauðgulum litblæ. Þeir eru undantekningarlítið hvítir á lit, með svartar granir. Eyrun að innan eru rauð. Horn eru hvít, með svörtum stiklum, og vaxa upp og aftur. Á sumum af nautunum vex fax, sem er frá einum til tveggja þumlunga langt. Kjötið af þeim er mjög gott til átu, þó það sé aldrei feitt, og kemur það til af óhagkvæmu beitilandi og svo af ótta við menn, er tíðum koma til að sjá þau. Dýrafræðingar og þeir, sem vel þekkja háttu húsdýia, staðhæfa, að þau beri með sér, í lit og lát- æði, að í fyrndinni hafi nautakyn þetta verið húsum vant, og að því hafi farið aftur með stærð frá þeim tíma. Það, sem eftir er af nautakyni þessu, er að finna í.ChilIingham Park á norðanverðu Englandi, við landamærin, í klettóttu fjalllendi, sem margar sög- ur og ótal leyndardóma hefir að geyma — líklegast staðurinn í öllu landinu til þess að geyma slíkar fornaldar leifar. Chillingham þorpið er lítið meira en úthýsi frá kastalanum, sem er feykilega gamall og stór og með áföstu fangelsi og svartholi. Garður frá 13. öld er hlaðinn umhverfis “park” þennan, sem er 15,000 ekrur að stærð, og er hann víða mosavaxjnn og vafningsviði. Innan í gerði þessu eða garði, er að finna allar mögulegar tegundir af landi: akurlendur, bitlendi, skóglendi með þéttum undirviði, þrönga dali, heið- ar og hálendi, er lyftir sér með bergstöllum, fossandi lækjum og grasivöxnum hlíðum þar til að það mynd- ar hól eða hnjúk, og uppi á honum stendur Rós-kast- alinn frá tíð Keltanna. 1 löngu liðinni tíð, þegar hjarðir hvítu nautanna, rá-dýrannh og annara dýra, voru reknar burt úr Kaledoníu skógunum af fólki, sem þar var að byggja, þá var sá kastali nokkurs konar vitastöð fyrir allar nærliggjandi bygðir, til þess að gefa merki um ófrið, og allir, sem þess nutu, guldu tíund til kastalans. Þar brennur nú ekki lengur eldur á arnl, því rán og manndráp hafa fyrir löngu verið gjörð landræk. Það virðist, sem norsku barúnarnir hafi haldið verndarhendi yfir þessu nautgripakyni sem öðrum veiðidýrum í landareignum sínum, og það hafa óef- að verið þeir, sem fluttu þau í Chillingham kastala skóginn. Lávarðurinn frá Tankerville, núverandi eigandi “Chillingham Park”, hefir þá eingöngu og heldur þeim við sem sérstökum og einkennilegum fornminj- um, og hópur þessara nautgripa, sem kominn var of- an í 28 fyrirl þrjú hundruð árum, telur nú sextíu höfuð, það eru ellefu graðungar, sejd;ján geldingar og þrjátíu og tva?r kýr. Lávarðurinn frá Tankerville veitir hverjum sem vill leyfi til að sjá gripi þessa. Lætur hann þá skógarvörðurinn fylgir gestunum í skóginn, til þess að leita gripanna, og það er mjög sjaldan, sem menn geta ekki séð þá, tilsýndar að minsta kosti. Á vet- urna er miklu auðveldara að komast nálægt þeim, því þá rekur hagaleysi þá í skóginn nær kastala- byggingunum. Þá geta menn komist svo að segja alyeg til þeirra, ef menn eru ríðandi, og menn vita til iþess, að stundum hafa þeir elt heyæki eins og heimavanir gripir. Á sumrin eru þessir nautgripir eins viltir og rá- dýrin, eða önnur villidýr skógarins, og um miðsum- ar fara skógarverðirnir um skóginn svo vikum skift- ir, án þess að sjá eitt einasta þeirra. En það er ekki hægt að villast á þeim, þegar þau lyfta snjóhvítum höfðunum upp úr undírviði skógarfns, og hljóðið, sem þau gefa frá sér, er líkara þungum drynjanda, en vanalegu nautabauli. Þegar ókunnugir nálgast naut pessi að sumar- lagi, þá taka þau til fótanna og hlaupa spottakorn, stansa svo, snúa sér snögglega við og hórfa á komu- menn stundar korrf^ svo tekur einhver af bolum hjarðarinnar sig út úr, og gengur móti komumönn- um illúðlegur á svip, og heldur áfram unz hann á svo sem fjörutíu eða fimtíu faðma til mannanna; þá stanzar hann og horfir á þá með ógnandi augnaráði. ,Ef að mennirnir hreyffc sig, snýr hann við og hleyp- ur sem mest hann má, en ekki langt. Hann stanzar von bráðar, snýr á móti mönnunum aftur, og er þá ákafari en í fyrra skiftið. Þessu heldur hann áfram, unz hann er rétt að segja kominn að mönn- unum. En enginn veit hvað skeði, ef skógarverð- irnir biði eftir því að hann kæmist alveg til þeirra, því þeir hafa aldrei reynt það, þeir hafa sig burtu áður. — Slys hafa engin orðið á síðari árum út af viðureign við þessa hjörð. En fyrir fjörutíu eða fim- tíu árum síðan voru þau tíð, en veiðiaðferðir þær er þá tíðkuðust, eru nú með öllu bannaðar. Þá er veiða átti eitt eða fleiri af þessum nautum, var boð sent út til nærliggjandi héraða og bæja, og fólk safnaðist í stúfhópum saman til að taka þátt í veið- inni, sumt ríðandi, og þeir, sem ekki áttu reiðhesta, fóru gangandi. Svo byrjaði áhlaupið. Hundar, hestar, menn og kqnur, þeystu frá kastalanum og í skóginn, og á eftir þeim fór gangandi liðið eins hratt og fæturnir báru það. Ríðandi liðið, með hjálp veiðihundanna, flæmdi eina eða tvær af skepnum þessum út úr aðal hópnum og kom henni á einhvern afvikinn stað, og þar byrjaði skothríðin, og í hvert sinn, sem þessar hetjur hittu dýrið, kvað við fagn- aðaróp frá mannfjöldanum. En við það ærðist dýr- ið og hljóp þá oft á mannhringinn og varð oft fólki ^.uiiuiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiHiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim 1 SKREYTIÐ HEIMILIÐ. I — Það cr á vorinað menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. S Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl. ZS | HREINSAÐ OG UTAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. | Fort Garry Dyers andCieiners Co. Ltd. = W. E. THURBER, Manager. | 1 324 Young St. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 = — Kallið upp og fáið kostnaðaráætlun. n :Tn 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 n 11111111111111111111111111 rE ÞEIR SEM ÞURFA LUMBEB K.AUP1 HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Hættur ferðalagsins UYRRUM reiddi ferða- -t maðurinn sig á sverðsitt og byssu til að varðveita pen- inga sína. Nú notar hann Travellers’ Cheques. * Áður en þérfariðí ferðalag, þá skiftið peningumyðar fyrir Travellers’ Cheques hjá einhverri af deildum The Royal Bank of Canada HSHEHEHSHIMSHEHZHEHEHSHSHSHSHSHSHXHZHSHSHBHIHXHSKSIÍlSH | ISLENDiiNGADAGUR Á LUNDAR I s C3 s I s H s H I M s H K H S H S M S H M E H S H Fimtudaginn 5. Ágást, 1926. Glímur, kaðaldráttur, barnasýning og allskonar íþróttir. Paul Reykdal íþróttastjóri. Margir ræðumenn, þar á meðal séra Jónas A.Sigurðsson, | séra Hjörtur J. Leo og séra Albert Kristjánsson. Söng- flokkur æfður af V, Guttormssyni. Veitingar. Dans að kveldinu. s § s H s H s H S w s SKlSMSKlSKlSMSKlSHSMSMSHlSMSMSKISMEKJSMSMSKlSKíæMSKiSKlSHSKiSMSMS að fjörlesti áður en það hné fyrir fjandmönnum sín- um; en til þess þurftí oft frá tuttugu til þrjátíu skot. Þessum villimannaleik var hætt árið 1872, er prinzinn af Wales lagði að velli foringja flokks þessa — naut mikið og fagurt.” Afturhaldið. ‘Klœkin er kaupmanns-íund,,’ J. H. Afturthaldsins fjanda fans frelsi ógnar þessa lands. Auös og valda öflin flá eitri spúa landið á. Fjötra vilja frjálsa þjótS, fantar, vort er sjúga blóð. Valdsjúkt auðsins afturhald er afturgengið 'konungsvald. Sviftir frelsi þjóð og þing þrungin íhalds1 svívirðing; ágirnd skín af ygldri brá, ómar lýgin vörum frá. Áuðvalds grimma yrman ljót unga nagar lífsins rót. Fals og heiftar feigöar dans fyllir hjarta harðstjórans. íhaldið er andans slægð ágirndin þess sálar gnægð. Valdafíkn er réttar-rán ríkisböl og þjóðar-smán. Fylkjum liði frjálsir menn, fylling tímans kemur senn; merki voru höldum hátt, horfum beint i frelsis átt. Verndum lands og lýða rétt, lið vort saman standi þétt; vörpum þýjum völdum frá, viöreisn þjóðar trúum á. Söndahl. WONDERLAND. Auk myndar þeirrar, sem getið var um í síðasta blaði, að sýnd yrði á Wonderland leikhúsinu, verður einnig sýnd mynd, er nefn- ist “Fighting Hearts”, stór-hríf- andi kvikmyndaleikur, þar sem fyndni og huggöfgi skiftast á jöfn- um höndum. Þetta er ein af þeim myndum, sem enginn ætti að fara á mis við að sjá, því íeikurinn er blátt áfram snildarlegur og stend- ur að öllu leyti jafnhliða “Fight- ing ÍBlood” og “Telephone Girls Series”, ef ekki framar. Hveitisamlagið. Hveitisamlögin í Ástralíu eiga fund með sér. 1 síðustu viku maímán. héldu hveitisamlögin í Ástralíu sameig- inlegan fund, sem þeir er hann sóttu, telja hinn merkilegasta fund af því tagi, seirí haldinn hef- ir verið í Ástralíu. Eitt af aðal- verkefnum fundarins var að í- huga gerðir alþjóða þingsins, sem hveitisamlögin héldu í St. Paul, Minn., í febrúarmánuði í vetur. Þeir sem það þing sóttu frá Ástr- alíu, skýrðu fyrir nefndum fundi frá því, sem þar hafði verið gert. Það kom til umræðu á þessum fundi, að mynda eina sameiginlega söludeild fyrir öll hveitisamlögin í Ástralíu, en ekki var álitið, að hægt væri að koma því við að svo stöddu, vegna þess, að flutnings- gjald á hveiti er þar svo mismun- andi og sömuleiðis gæði hveitis- ins. Samt sem áður voru ráðstaf- anir gerðar í þá átt, að ríkin hefðu nánara samband sín á milli. Rætt var um, hvernig hentast væri að kynna almenningi sem bezt starfsemi og starfsaðferðir hveitisamlaganna í Ástralíu, og var afráðið, að fá sérstakan mann til að sjá um það mál. Föst nefnd var kosin, einn mað-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.