Lögberg - 30.09.1926, Síða 4
Bim. 4
LÖCBERG FIMTUDAGINN,
30. SEPTEMBER 1926
IJögberQ
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tftlfioiari N-6S27 o£ N-0328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáftkrift til blaðsins:
THÍ eOLUMBtlt PRE8S, Ltd., Box 317*. Wlmilpog,
Utanáakrift rit«tjóran«:
íBiTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnlpog, «t«n.
Tho "Lögbor*" la printod and publUhed by
Tho Columbla Proao, Ldmitod, ln tho Columbia
■ ulldlng, €»í Saritont Avo., Wlnnipog, Manitoba.
0*
The Icelandic Year Book 1926.
Bók þessi, sem er all-stór, 124 blaðsíður,
prentuð á góðan pappír og að mörgu leyti mynd-
arleg, hefir verið send Lögbergi til umgetn-
ingar.
Það getur naumast verið meiningamunur
um það, að þessi bókarútgáfa sé þarft verk, og
á útgefandinn því þakkir skilið og landstjórnin,
sem góðan þátt á í útgáfu þessari. Því vel er
meint, þó ýmsa galla megi finna á þessu verkL
eins og öðrum verkum mannanna.
Gildi bókar þessarar liggur einkum í því, að
fræða útlendinga um ísland, en þó sérstaklega
að benda fólki á, hvað landið hefir að bjóða
hinum sí-vaxandi ferðafólks straum, sem á
sumrin er að leita sér hressingar og tilbreyt-
ingar, og e? litlum vafa undirorpið, að Island
hefir þar að bjóða meira til aðdáunar tilbreyt-
ingar og hressingar en mörg önnur Evrópu-
lönd, sem fólk streymir nú til.
Bókin er j-ituð á ensku, og hefir Snæbjörn
Jónsson samið. Efnið er fjölbreytt og fróðleik-
ur allmikill um ferð«lög, landslag, veðráttu,
stjórnmál, atvinnuvegi, o.s.frv., svo sá, sem
les, fær nokkuð glöggt yfirlit yfir það alt.
Málið á bókinni er víða gott. Þó dylst það
ekki, að höfundinum er ekki verulega eðlilegt
að rita á því máli, og sumstaðar eru gallar á
því. Á fyrstu blaðsíðu, í byrjun annarar máls-
greinar, stendur: “After Great Britain, Ice-
land is the largest island in Europe”. Færi
betur að segja: “Iceland is the largest island
in Europe, excepting Great Britain.”
Á bls. 3 stendur: Of the area^of Iceland,
about 18,000 sq. km. are glaciers”. Færi betur
að segja: “Area of Iceland consists of about”
o.s.frv. — Á sömu blaðsíðu er orðið “com-
monest” notað í sambandi við ferðafólk til ís-
lands. Það er óheppilegt orð og lítt viðeigandi.
Á bls. 14 er sagt, að Goðafoss sé “growling
out its far-heard roar. “Growling er í þessu
sambandi óviðfeldið orð og lítt viðeigandi.
“Thundering” hefði verið betra. — Á sömu
blaðsíðu talar höfundurinn um “islet”, sem
skreyti brún eins fossins á tslandi. Þetta er
naumast rétt með farið. Fossinn, sem hér er
átt við, er írufoss í Soginu. Þetta “islet”,
eyjan, eða þúfan, eins og grastó þessi er, eða
var vanalegast kölluð í voru ungdæmi, er ekki
á brún fossins, heldur í honum miðjum og fylg-
ir sú saga þeirri þúfu, að hún hafi einu sinni
verið uppi á brúninni, og þá hefði ormur einn
mikill legið þar við hana, sem svo' átti að ná
þroska sínum, að vinnukona á Brú hefði 1 átið
brekkusnígil í öskju, er hún geymdi trúlofunar-
hring sinn í, og látið hvorutveggja ofan í kistu
sína. En þegar hún hafði farið að skoða hring
sinn einu sinni, hafði ormurinn vaxið svo mjög,
að hann hafði sprengt öskjuna utan af sér.
Stúlkunni verður svo mikið um, að hún .tekur
ösikjuna, hringinn og orminn og hendir í Sogið.
Tók ormurinn sér' svo bólfestu við þúfuna, og
öskrið í honum átti að heyrast langar leiðir, er
þúfan fór fram af brúninni og ofan í miðjan
fossinn, þar sem hún er nú í dag.
Hætt er við að misskilið verði af enskules-
andi og enskutalandi lýð, þar sém talað er um
“Homed mountains”, hyrnd fjöll, á bls. 15.
A blaðsíðu 22 talar höfundurinn um Grettis-
tök og segir, að þau séu “gigantic glacier-
borne boulders” hér og þar um láglendi ls-
lands, og þýðir það “Grettir grips or Grettir
takes.” En því ekki Grettir lifts?
A blaðsíðu 28 stendur í sambandi við ummæil
Prof. FLske: “commenting upon Iceland as a
summer sanatorium”. Sanatorium er stofnun,
öygging, þar sem menn leita sér heilsubótar.
Oss^ vitanlega, er ekkert annað Sanatorium
til á Islandi, en VífiLsstað hælið.
Slík misbrúkun orða kemur nokkuð oft
fyrir í bókinni, en vér nennum ekki að vera
að tína upp. Þó er ein slík, sem út yfir alt tek-
ur og óhæfust er, (*r vér höfum komið auga á, og
hún er á blaðsíðu 74, þar sem láts Jóhs Magn-
ússonar ráðherra er minst; er þar sagt, að
hann hafi lokið námi sínu, “completed' his
couríie at Reykjavík Gymnasium in 1881.” __
Hvernig vill höfundurinn láta enskumælandi
menn skilja þessa framsetningu. — Að Jón
Magnússon hafi skrifast út, eða lokið námi j
líkamsæfingum við líkamsæfinga stofnunina í
Reykjavík eða hvað? Hví ekki að segja, að
hann hafi lokið námi við latínuskólann í R.vík.
svo liægt væri að skilja hvað böfundurinn meintí
og sannleikurinn væri sagður? Því þó Gym-
nasium, eða Gymnasia, væri í sambandi við
Academy af Aþenu, þár sem Plato kendi Lyceum
þar .sem Aristotle starfaði, og Cynosarges á
Þýzkalandi, þá réttlætir það ekki slíka fram-
setningu í nútíðarmáli, enda munu fæstir ensku-
mælandi menn skilja við hvað hér er átt.
1 auglýsingum aftan við bókina, kennir mjög
hins sama. Á bls. 85: Isbjöminn, Ltd. Modern
Cold Stores, always well stocked with ice. ’ ’ Það
em þó ekki óþokkalegar búðir að koma inn í,
þessar ísbúðir. Auðsjáanlegú átt við “Cold
Storage.” — Á bls. 88 er sagt, að O. Ellingsen
sé “Average Agent” — meðal skussi? Og
blaðið “Vísir” er talið vera “circulating” í
Reykjavík.
*Margar ágætar myndir eru í bókinni.
Trúboð og trúboðar.
Fómfýsi er ein af þeim dygðum manna, sem
einna varanlegast gildi hefir, um leið og hún
lýsir fegurri hugsjónum og óeigingjamara lífi,
en flestar aðrar dygðir manna.
Það þarf ekki mikið þrek til þess að “lifa
sjálfan sig”, eins og skáldið komst að orði, en
að lifa fyrir aðra — fyrir að gjöra öðrum gott
og létta lífserviðleika þeirra, þarf meira sálar-
þrek.
Það eru margir fómfúsir Samverjar í lífinu
og hafa ávalt verið, en hvað fremstir þeirra eru
trúboðarnir, sem á árdegi lífsins, eftir að þeir
hafa búið sig undir þægilegar lífsstöður, leita
út í heiðingjalönd til þess að færa viltum þjóð-
um ljós kristinnar trúarvissu og bæta lífskjör
þeirra. Stundum er manni sagt, að kristniboð
á meðal heiðingja sé þeim böl, því það raski
venjum og siðareglum, sem það fólk hafi vanist
í alda raðir, og svo fylgi því líka siðspilling
hinna kristnu, sem sé þroska heiðingjanna ban-
væn.
Náttúrlega er ekki minsti snefill af sannleika
í þessu. Kristindómurinn veikir ekki siðferð-
ismeðvitund nokkurs manns, né heldur er lífs-
reglum hans skaðvænn. En það eru mennirnir,
sem á eftir trúboðunum koma — prangaramir,
sem vilja auðga sjálfa sig á þekkingarleysi þess
fólks og svala girndum sínum, með kristindóm-
inn að yfirskini, sem eitra líf fólks þess er ekki
getur varað sig á þeim. Það er sagt, að þar
sem Kristur byggi kirkju sína, þar setji og
djöfullinn upp drykkjukrá til að afvegaleiða, og
það er hann og hans útsendarar, sem era hættu-
legir, en ekki Kristur eða boðberendur hans,
trúboðamir, svo framarlega sem þeir séu köllun
sinni trúir.
Nýlega lásum vér skýrslu eftir Bandaríkja-
prest einn, sem rekið hafði trúboð í Congo-
héraðunum í Afríku í fimtán ár. Komst hann
svo að orði: “Það fyrsta, sem fyrir okkur lá,
eftir að við komum alla leið, var að koma okkur
upp heimili. Það tókst, við komum okkur upp
húsi með sjö heíbergjum, sem kostaði $200.
Fyrst í stað voru innbúamir okkur óvin-,
veittir; þeir héldu, að ilt mundi af okkur hljót-
ast og reyndu að ráða okkur af dögum. Þeir
eitruðu matinn, sem við átum svo að við veikt-
umst öll, en náðum okkur aftur. Eftir margar
fleiri tilraunir í sömu átt, og síðast að svelta
okkur; en þegar allar tilraunir mistókust, sner-
ist hatur þeirra og ótti upp í traust og velvild,
svo að þegar við fóram, fylgdu margir okkur
sjö hundruð mílur vegar í gegn lim myrka
skóga og torfærar til strandar.
1 hinum efri héraðum Congo býr flokkur
manna, sem landkönnunarmenn hafa lítið af að
segja. Fólk það er dvergvaxið og er að mörgu
leyti betur á sig komið, en aðrir kynþættir í
Afríku—vitrara og siðferðisbetra en Afríku-
búar yfirleitt eru”, segir Rev. Blakeney, en
svo heitir tríiboði þessi. Sögu segir hann um
aðferð þeirra manna við fílaveiðar. Þeir ganga
á skóginn, unz þeir finna sofandi fíl. Þá taka
fjórir menn sig út úr hópnum með hárbeitta
hnífa í höndum, og ganga hljóðlega að fótum
fílsins. Stanza þar unz merki er gefið, en bregða
þá hnífunum á sinar dýrsins, sem era á fætin-
um, er hver stanzar við. Ef allir era samtaka,
bregður ffllinn _við, reynir að standa á fætur,
skjögrar lítið eitt og fellur svo; en ef eihhver
mistök verða á, er úti um líf þessara fjögra
manna.
“Eitt einkenni,’ segir Rev. Blakeney “á
þessum mönnum, er það, að þeir virðast' vera
tilfinningalausir. “Einu sinni sá eg einn þeirra
klífa í gegn um lim á þymitré; en þó að brodd-
arnir styngju hann og rifu hold hans ægilega,
þá var eins og hann vissi ekki af því, og hélt
leiðar sinnar, eins og ekkert hefði í skorist.”
Rev. Blakeney var fyrsti trúboðinn á þessu
svæði. Hann kom þangað nýgiftur fyrir fimtán
ámm síðan. Fyrsta bam þeirra hjóna fæddLst
þeim skömmu eftir að þau komu til trúboðs-
stöðvanna, sem þau mistu. Síðan hafa þau átt
Timm böm, sem öll eru á lífi og komu með for-
eldrum sínum til Bandaríkjanna.
Eftir að Rev. Blakeney var búinn að reisa
sér hús, bygði hann samkomuhús og ruddi skóg-
inn af 50 ekram af landi, sem hann ræktaði, og
þarna hefir hann unað sér í fimtán ár pg er á-
kveðmn í að fara þangað aftur, þó glæsilegri
stöður bjóðist honum heima.
Öþægindi ýms hefir Rev. Blakeney og fjöl-
skylda hans átt við að búa þama í Congo, sem
að líkum lætur, svoi sem skriðkvikindi, sem þar
er mikið um. Sex hundrað slöngur segir hann
að drepnar hafi verið í nánd við hús hans á
þessum fimtán árum, sem hann hefir dvalið
þar. Hættulegust í þeirri tölu segir hann að
hin svo nefnda “blaek moba” slanga sé; er hún
mannskæð og hendist í loftinu eins og kólfur.
Einu sinni sagðist Rev. Blakeney hafa verið
staddur úti í garðinum, sem er í kringum hús
hans, og þá hafi hann séð eina af þessum Black
moba slöngum hringa sig utan um tré, er þar
stendur, en áður en hann gat forðað sqr hafði
hún slept þ\í taki og ætlaði að henda sér á hann,
en farið fram hjá honum; en ferðin var svo
mikil, að hún fleygðist alla leið yfir húsið.
Ln þó segir trúboðinn að slöngur þessar
séu lítilvægar í samanburði við hvítu maurana,
sem þar eru. Þeir eru þar alstaðar og um alt,
og bú þeirra era oft fleiri hundrað fet á hæð, og
víða era járabrqutargöng grafin í gegnum þau.
1 bæ þeim, sem Stanleyville heitir, varð jám-
brautarfélagið að ryðja tveimur slíkum úr
vegi, og kostaði það verk að sögn tvær miljónir
dollara.
Hljómlist og hjónabönd.
Eftir Henry Graves, Mus. Bac.
Fyrir* nokkra hitti eg einn af nemendum
mínum, unga konu, og spurði hana þess hvort
hún hefði haldið áfram að æfa sig á píanóið,
eftir giftinguna. “Það hefi eg vissulega gert,”
var svarið, “og við sveiflumýkt tónanna, hefir
blessað bamið mitt, alla jafna fallið í svefn.”
Eg gat tæpast varist brosi, er mér flaug það í
hug, hve vel hún hefði nytfært sér þá takmörk-
uðu tilsögn, er eg veitti henni. En um leið og
hún veitti brosi mínu athygli, bætti hún þessum
orðum við: “Hljómlistin er bezti félagsskap-
urinn í veröldinni, óbrigðulasti sáttasemjarinn
við lífið og kringumstæðurnar. Maðurinn minn
er oft að heiman, og þegar leiðindi ásækja mig,
gríp eg í hljóðfærið og jafna mig á svipstundu.
Leik eg stundum og syng, klukkustundum sam-
an, glöð og sátt við alt og alla. ’ ’
Ummæli þessi vöktu hjá mér óumræðilegan
fögnuð, því reynsla mín hafði því miður verið
sú, að mikill meiri hluti kvenna, hefðu eftir
giftinguna, slegið slöku við æfingar í hljómlist
og barið við öllum hugsanlegum og lítt hugsan-
legum ástæðum. N
Því ber sízt að neita, að fyrsta og helgasta
skylda móðurinnar sé, að anrtast um velforð
bamsins og verja til þess tíma sínum. En
þröngsýni í þeim efnum, getur haft afar alvar-
legar afleiðingar. Þeim tíma, sem móðirin ver
til þess að æfa sig á hljóðfærið, er alt annað en
illa varið, því með því getur hún mörgu öðra
fremur gróðursett ódáinsblóm í hugarfari barns
síns eða bama. Það, að' konur hætta að æfa
sig eftir giftinguna, stafar hreint ekki ávalt
af annríki, heldur miklu fremur af því, að þær
kjósa sér fremur skemtanir á öðrum sviðum.
Seinna meir er líklegt, að þær iðri þess, því
þegar alt kemur til alls, er hljómlistin einn af
hornsteinum heimilishamingjunnar. Flestir
menn hafa yndi af hljómlist þótt mismunandi
sé, og ánægjuleg söngskemtun í heimahúsum.
hefir iðulega haldið mörgu ungmenninu að
heimilinu, er að öðram kosti hefðí ef til vill
sopið drjúgan teig í misjöfnum félagskap, af
miður hollum nautnalindum, einhvers staðar
lengst úti í krókum og kymum stórborganna.
Dans er yfirleit saklaus og holl skemtun,
fylgi honum góður hljóðfærasláttur. Flestu
ungu fólki þykir gaman að dansa, og er ekkert
út á slíkt setjandi. En hollustu skemtisam-
kvæmin eru venjulegast heima, og þess vegna
er það eigi að eins æskilegt, heldur og jafnframt
nauðsynlegt, að húsmæður geti leikið á eitthvert
það hljóðfæri, er nota má við dans og aðrar
heimaskemtanir. Með þeim hætti myndi fást
fyrir því nokkur trygging, að unga fólkið héldi
sér betur að heimilinu, en raun hefir orðið á,
svo heimilið yrði að minsta kosti eigi sett skör
lægra, en kvikmyndahúsið.
Mörg bamlaus og einstæðingsleg kona hef-
ir notið ósegjanlegrar hugsvölunar við hljóð-
færið. Og mörgu ömurlegu þunglyndisskýinu,
hafa hinar mágnþrangnu tónöldur feykt á
brott, svo aðstreymi sólargeislanna hefir náð
að njóta sín í sálum manna og kvenna. Sú móð-
ir, sem leikið getur á hljóðfæri eða sungið, á
margfalt betri aðstöðu, að því er uppeldi bam-
anna viðkemur, en hin, er hvorstveggja hefir
farið á mis. Hljómliskin er ein hin hollasta
nautn heimilislífsins, og á óendanlega mikinn
þátt í sannri heimiliseiningu. Móðirin við hljóð-
færið, á langtum auðveldara með að móta skap-
ferli barns síns, mýkja það og fegra en sú, er
hvorki þekkir nótumar, né heldur hefir lagt
nokkra minstu rækt við söngrödd sína.
Þessi stutta grein er engan veginn í þeim
anda né tilgangi ritin, að draga úr heilbrigðri
aðsókn góðra leikhúsa. Heldur er málsmergur-
inn sá, að brýna fyrir almenningi þörfina miklu
sem á því er, að heimilið skipi öndvegi, að und-
ir engum kringumstæðum verði það látið við-
gangast, að kvikmyndahúsið taki sæti þess í
félagslífinu, hversu svo sem mjaðmahnykkja-
músíkin kann að vera kftlandi og láta vel í
eyra.
Á einangraðum og afskektum heimilum, er
hljómlistin regluleg guðs gjöf. Mér hafa
borist bréf svo hundraðum skiftir frá fólki, sem
þannig er ástatt fyrir og undantekningarlaust
blessar hið menningarlega gildi söngs og hljóð-
færasláttar fyrir heimilið í heild sinni.
Það verður aldrei um of brýnt fyrir for-
eldram, hve nauðsynlegt það er, að þau annist
um hljómlistarlega mentun barna sinna í tæka
tíð. A hljómlistarsviðinu, sem og öllum öðr-
um, eiga unglingamir drjúgum hægra með að
læra, en hið roskna fólk. Og þess vegna yrði
þeim með því rangt gert til, að geyma það til
morguns, sem gerast ætti í dag^ Frá hvaða
sjónarmiði, sem skoðað er, verður það ávalt
heimilinu í hag, að full rækt sé lögð við hljóm-
listma, þenna dásamlega' sáttasemjara við lífið
og örðugleika þess.
Hjónabandið og heimilishamingjan, eiga
hljómlistinni óendanlega. mikið gott upp að
urína.
E. P. ,/. þýddi.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
ALVEG FYRIRTAK
---------------------1---
VERÐ og GŒDI
iiiiMiiimimiiiimiimimmiiiMiimiimiiiiiiMiiiiiiiiiiMmmmmmimmmmiiiiii!|
I KOLI KOL! KOLtj
I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS 1
| DRUMHELLER COKE HARD LUMP |
1 Thos. Jackson & Sons
| COAL—COKE—WOOD
379 Colony street
™ m
I Eigið Talsímakerfi: 37 021
I POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR
| LUMP COAL CREEK VIDUR
Ímmmmmmmmmmmmmmmm....mimmmmimm......immmmimi
Minningar.
Við gluggann næturgolan suðar svðl,
og Suðurdali faðmar rökkiiið ljósa;
af fremstu heiðarbrún til yztu ósa
er ásýnd himins skuggadökk og föl.
En bjarma slær af bernskudraumum mínum
um brekkur, holt og móa, gil og á.
í græna hálsa löngum öldu-línum
eg lít míns hugar fyrstu, dulu þrá.
Hvert veit, hve djúpt þeir geislar geta sáð,
er glampa fyrsta sinn í barnsins augum,
er ljóssins fegurð titrar þess í taugum
og tungan þegir — alt er dýrð og náð;
úr moldu stígur angan ungta blórna,
sem andi jörðin bljúgri, heitri þrá, —
en gullhlið vesturloftsins opin ljóma,
og ljósið skín þar út um, guði frá.
Nú rís úr móðu margt, sem tíminn fal
á mínum vegum alstaðar og hvergi.
Hér átti’ eg víða dyr á blökku bergi
að bjartra álfa háum, skreyttum sal.
Og oft eg starði’ í leiðslu á ljúfu kveldi, i
er logum sól á Grafartinda hlóð,
en Baula, rjóð af aftanskinsins eldi,
sem æfintýraland' í fjarska stóð.
En síðast loftsins töfradýrð varð tóm,
og tómleik eftir létu kveldsins skálar,
þvi náttúran er bergmál barnsins sálár,
en barnið þráir lífsins hlýja róm, i—
þá tryggu ást, sem kysti mínar kinnar
og kærleik drottins fól mig blítt og hljótt,
er sofnaði’ eg til fóta fóstru minnar
og friður signdi baðstofunnar nótt.
Hún fóstra mín er ímynd æðstu mála
þess alls, sem göfgast veit eg hér í lífi:
Pað er sú fórn hjá móður, mey og vífi,
sem megnar ein að frelsa týnda sál, —
sú konu-trú, sem treystir, biður, vinnur
og táragliti brúar yztu höf,—
sú konu-ást, sem altaf veginn finnur
og yfirstígur synd og dauða’ og gröf.
Já, streym þú, ljúsár minninganna mar;
þín máttug röst í djúpi sínu felur
það fyrirheit, sem alla framtíð telur. —
Hver einlæg spurning fær að lokum svar.
Ok alt hið bezta’ er eilíft hjá oss sjálfum,
og aldrei glatast nokkurt kærlaiks-tár.
Þótt sökkvi lönd og úthöf verði’ að álfum,
skín andans himinn sífelt draumablár.
Jakob Jóh. Smári.
IIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIU