Lögberg - 30.09.1926, Qupperneq 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
30. SEPTEMBER 1926
VÉR ÞURFUM MEIRI RJÓMA!
Vér ábyrgjumst hæzta markaðsverð. skjóta af-
greiðslu og peninga um hæl. Sendið oss dúnk
til reynslu og sannfæríst. Vér sendum ókeypis
merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka egg,
ST. BONIFACE CREAMERY COMPANY
373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba.
oE5HS25íS25E5H52SE5HS12SZ5ZSa5E5B5'252S25a5ESH.,::ri5E525í5a5E525H525E£r252Sö
Auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn.
Eftir óþektan höfund.
Nú varð Werner ákaflega reiður.
“Það ert þú,” hrópaði hann æstur. “Nú
skalt.þú ekki'losna frá mér.”
Svo stökk hann á fætur og þaut yfir að hinni
hlið herbergisins, ^rétti fram hendurn-ar og
greip sinn eigin yfirfrakka, sem hann hafði lagt
á stólinn, og sem honum nú í hálfdimmunni
sýndist vera sá, er hann- hugsaði svo mikið um.
Sýn afturgöngunnar hafði að eins verið sjón-
hverfing.
Þegar hann skildi, að þetta var skynvilling,
sem hans æsta ímyndun hafði orsakað, og hann
var alvarlega vaknaður af þessu drauma ásig-
komulagi sem hann hafði orðið fyrir, fleygði
hann frakkanum frá sér.
“Skynvilling hefir það verið” tautaði hann
á milli tannanna, “samskonar skynvilling hefir
það líka verið, þegar eg hélt mig sjá afturgöng-
una í verkstæðisglugganum. Alt er árangurs-
laust, eins og að undanförnu; morðingi Schol-
wiens finst líklega aldrei, og Leonora finnur
aldrei neina hugró né sálarfrið meðan hann
finst ekki.”
Að hálfu leyti afklæddur fleygði hann sér á
rúmið; loksins krafðist þreytan réttar síns.
Werner sofnaði.
ÁTTUNDI KAPITULI.
Törfaseidda húsið.
Fagur sólskinsmorgun rann upp eftir þessa
nótt.
Fegurð þessarar árla morgunstundar kom
einkum í ljós fyrir utan bæinn, í hinu óháða ríki
náttúrunnar.
Fyrir framan hús Gottfred Allans var lítill
garður, þar sem hin indælustu blóm uxu.
Við hvert blað og hvert blóm hékk þar dagg-
ardropi, sem skein eins og fegursti gimsteinn í
geislum morgunsólarinnar, sem einnig skinu á
hið gamla bæjarhlið, þar sem storkhreiður var
efst uppi, og í því voru ungu íbúarnir að æfa sig
í að nota vængina, samkvæmt tilsögn hinna
eldri, í því skyni að búa sig undir hina löngu
ferð til suðurlanda.
Sveitarbýli Allans var kyrlátara <fg einmana-
legra þessa morgunstund, lieldur en kvöldið áð-
ur, því nú rauk einu sinni ekki úr verkstæðis-
reykháfnum, þar eð hinir iðnu verkaemnn sváfu
enn þá.
Og þó átti sé rstað leynt starf í þessu sveita-
býli, auðvitað án þess nokkurn grunaði það,
og því síður sæi það.
Ef frú Wölhert var sú vonda vera, sem gerði
þetta að ytra útliti svo fagra sveitabýli gest-
risnulaust, og hræddi alla heimsækjendur til að
fara þaðan strax og forðast það, þá lifði og
starfaði þar í húsinu annað dularfult afl, sem
reyndi að eyðileggja öll hennar vondu áform.
Á þeim gafli hússins, sem sneri að bæjar-
hliðinni, voru tveir gluggar. \
Þegar klukkan í kirkjuturai bæjarins sló
fimm, var annar hinna umgetnu glugga opn-
aður.
í honum kom í Ijós góði andi Allans hússins?
í persónu ungrar og fallegrar stúlku. Það var
einkadóttir Allans, María að nafni, 17 ára
gömul. /
“Klukkan er fimm,” sagði hún við sjálfa
sig. “Æ'tli hann standi nú við orð sín?”
Hún tók bréf upp úr vasa sínum, opnaði það
og las.
“Hann skrifar svo ákveðið,” hugsaði hún,
um leið og liún las meira, “svo það er næstum
engum efa undirorpið.”
Hún braut bréfið saman, stakk því í vasa
sinn og horfði hvíldarlaust á þjóðveginn, sem
hún gat séð, af því hún stóð svo hátt, alla leið
til bæjarins.
Alt í einu hrökk hún við og studdi hendinni
á hjartað.
“Það er hann,” sagði María hálf hátt og
roðnaði af gleði, “en hvað mig langar til að sjá
hann.”
Svo lokaði hún glugganum.
Fáum mínútum seinna voru útidymar opn-
aðar með hægð, og fallega andlitið ungu stúlk-
unnar gægðist út úr þeim með varkámi.
Ungi maðurinn stóð á sama augnabliki fyrir
framan hana.
“María!”
Hún levfði honum að faðma sig og kyssa,
en svp lo.saði hún sig aftur, 0g lagði litlu fing-
urna sína á tungu, rósrauðu varimar.
“Þey!” hvíslaði hún að honum. “Ekki eitt
einasta or?J hátt, það kemst upp um okkur. Eins
/og eg skrifaði þér. þá er þessi morguntími sú
eina stund dagins, sem eg með leynd get hleypt
þér mn í húsið okkar. ”
Svo lokaði hún framdyrunum aftur, lét slag-
brandinn fyrir hurðina og bað hann í annað
sinn að forðast allán hávaða.
Hann hneigði sig þegjandi, og svo læddist
ungi maðurinn inn í herbergi Maríu.
Enn j>á leið heil stund án þess nokkur hreyfði
sig í húsinu, ekki einu sinni mús. Allir virtust
sofa föstum svefni, og þó hafði húsið innan
sinna veggja leyndan gest, sem ásamt dóttur
verkstæðiseigandans myndaði samtök í því
skvní, að eyðileggja áhrif frú Wölherts.
f da^stofu húsbóndans, sem var mjög skraut-
lega útbúin, var ung vinnukona, fjörug og glað-
leg, starfandi við að þurka rykið af húsmunun-
um, sópa og laga til það sem þurfti. Unga stúlk-
an raulaði fjörugt lag, meðan hún var að þessu.
Frú Wölhert kom fram í ganginn út úr stofu
sinni, til þess að fara ofan í eldhúsið, sem var í
kjallaranum, og stóð snöggvast kyr.
Svo hraðaði hún sér inn í dagstofuna.
“Hvað gengur hér á?” sagði hún gremju-
lega við stúlkuna, “en sá hávaoi.”
“Hávaði?” spurði unga vinnukonan un-dr-
andi og hætti starfi sínu. “Eg er alein, geng
mjög rólega og þurka rykið af húsmununum.”
“En þér hafið verið að syngja, Lotta,”
urraði frú Wölhert, en alt af með lágri rödd;
“það á ekki við í skrautlega og rólega húsinu
okkar. ’ ’
Lotta ypti öxlum, hún var ekki hræðslu-
gjöm.
“En þá er maður helmingi fljótari að
vinna,” svaraði hún róleg.
“Þér megið ekki tala svona hátt,” sagði frú-
in. “Þér komuð liingað fyrst í fyrra kvöld, og
verðið að reyna að venja yður við heimilis-
reglurnar. ’ ’
Hún þreif tuskuna úr hendi hennar, og þurk-
aði sjálf rykið af seinustu húsmununum, um
leið og hún læddist um gólfið á tánum.
“Sko, þannig eigið þér að haga yður, svo
að húsbóndinn geti neytt morgunsvefn-s síns
með ró, ” hvíslaði. hún að stúlkunni. “Komið
þér nú með mér ofan í eldhúsið, og hjálpið að
* búa til morgunverð húsbóndans, qn alt með
kyrð. ’ ’
Lotta gekk ofan á eftir henni.
Frú Wölhert hagaðf sér í eldhúsinu, eins og
hún væri illur andi, skipaði matreiðslustúlkunni
og skammaði stofustúlkuna, og þegar ekki var
meira til að rífast um, þá urraði liún út af fyrir
sig, svo þjónustustúlkurnar þorðu naumast að
draga andann. En þegar hún ásamt Lottu, er
bar kaffið og það, sem því fylgdi — gekk upp
stigann ,hafði hún dregið inn klærnar, og gekk
aftur á flauelslöppum, svo varkár og stilt, að
1 fótatak hennar heyrðist ekki fremur en katt-
arins.
Dagstofa Gottfred Allans sneri að garðin-
um; í gegn um glugga hennar sá maður yfir
allan garðinn, verksmiðjubyggingarnar og hinn
hjallalagaða garð hóteleigandans, Elías Allans.
Stúlkan lét kaffið og því tiheyrandi á borðið
fyrir framan legubekkinn, og varð svo að fara
út aftur samkvæmt skipun frú Wölherts.
Ráðskonan, sem áleit sig vera frú í húsinu,
raðaði nú öllu á morgunverðarborðið mjög
hagkvæmlega.
Fegurðarvit og dugnaður bjó í frú Wölhert,
það varð maður að viðurkenna. Damaskdúk-
urinn, sem hún lagði á borðið var mjallhvítur,
málm, kaffikannan, sem stóð á glóðarkeri með
glóandi viðarkolum í, gljáði eins og hún 'væri
búin til úr bezta gulli, á postulínsdisknum var
lilaðið upp hrauk af franzbrauði og nýbökuðum
tvíbökum, ásamt öðru sælgætis brauði. Full
rjómakanna úr silfri og kristalsskál með sykri,
fullkomnaði hinn framborna morgunverð.
Frú Wölhert leit á borðið í síðasta sinn, og
þegar hún sá að alt var eins og það átti að vera,
gekk hún að dyrum hins læsta herbergis, hlust-
aði fyrst litla stund og barði svo að dyram.
“Hr. Allan!”
Ekkert hreyfðist þar inni.
Hún barði aftur að dyrum og endurtók nafn-
ið dálítið hærra.
Svefnórarödd spurði, hvað gengi nú á,
“Kaffið er komið á borðið,” svaraði frú
Wöhlert með eins ,smeygilegri rödd og hún átti
kost á. /
Einkennilegt hrín heyrðist bak við hurðina.
Frú Wöhlert hefir hlotið að skilja þýðingu
þessa hríns, því hún kinkaði kolli ánægjulega,
gekk aftur að borðinu og lét bolla á hentugan
stað. )
Gömul, en mjög hentug lífsregla segir, að
menn verði að komast eftir veiku hliðum og
slæmu eiginleikum manneskjanna, ef maður ætli
að geta haft j)ær í hendi sinni, og frú Wöhlert
hafði alt af kunnað að breyta eftir þessari lífs-
reglu.
Mjög snemma, eftir að hún tók við ráðs-
menskunni hafði þessi lævísa kona komist að
því, að hjá húsbóndanum fundust tvær aðal-
ástríður, leti og ofdrykkja. Hún notaði sér
þetta og hvatti hann til ofdrykkjunnar og iðju-
leysisins, ^o hann var orðinn mjög spiltur, og
þessir tveir gallar skygðu á alla hans góðu eig-
inleika. Hún hafði getað breytt hinum veiku
hliðum Allans í reglulega lesti, gert sig sjálfa
ómissandi og á þann hátt náð valdi yfir mann-
inum, er sökum leti sinnar og ofdrykkju var
orðinn staðfestulausari, en hann hafði áður
verið.
■ Það leið enn þá góð stund frá því, að hún
kallaði á hann, þangað til liann lét sjá sig.
Gottfred Allan var lítill, gildur, þrekvaxinn
og mjög feitur. Andlit hans hefði haft vin-
gjamleg og viðfeldin áhrif, ef það hefði ekki
verið afskræmt með koparrauðum lit, útblásn-
ar kinnar og undirhöku.
Hann var klæddur jörpum flauels slopp, og
hafði á höfðinu húfu úr sama efni.
Þó hann væri nýkomi^n úr rúminu, reikaði
hann samt, og ekki leit harin út um gluggann á
hið fagra landslag, en gekk beina leið að legu-
bekknum og settist þar, um leið og hann geisp-
aði nokkrum sinnum.
Frú Wöhlert bauð honum “góðan morgun”
með sínum vanalega smjaðurróm.
“Þökk fyrir, mín góða Dorothea!” svaraði
hann og leit ágirndaraugum á brauðahraukinn.
Frú Wöhlert.hafði beðið hann að veita sér
þann heiður, að kalla sig skíraarnafni sínu.
Hún helti kaffinu í bollann fyrir hann og
ýtti brauðdiskinum nær honum. Hún gerði
alt eins þægilegt fyrir hann og mögulegt var.
Fyrst um sinn var ekki meira talað, því All-
an átti annríkt við að eta og drekka.
Þegar hann var með þriðja kaffibollann, og
að eins ein tvíbaka var eftir af öllu brauðinu,
voru dyrnar opnaðar skjótlega og Lotta kom
inn í stofuna.
“Hér eru blöðin,” sagði hún, “þau komu
núna ljpina leið frá skrifstofunni, og voru af-
hent í eldhúsinu.”
Frú Wöhlert stóð upp gremjuleg og tók við
blöðunum.
“Hvernig getur yður dottið í hug, að koma
með slíkum liávaða inn í stofuna?” sagði hún á-
vítandi, “hefi eg ekki sagt yður, hvað sé viðeig-
andi á heimili höfðingja?”
Lotta þagði vandræðaleg, þar eð hún í nær-
veru Allans vildi ekki hreyfa neinni mótsögn,
og ætlaði að fara út aftur.
“Verið þér kyr,” skipaði frúin, “og farið
með kaffið upp til ungfrúarinnar.”
Lotta sneri sér við aftur og gerði eins og frú
Wöhlert skipaði henni.
Samkvæmt tilætlun ráðskonunnar fékk dóttir
Allans kaffið sitt og aðrar litlar máltíðir, ávalt
bornar uup í horbergi sitt, undir því yfirskyni,
að faðir hennar væri of veikur til þess, að þola
að sjá hana mjög oft í kringum sig. En hin
sanna ástæða var, að frú Wöhlert vann að því
meira og minna, að skilja dótturina frá föðum-
um, svo að hún sjálf yrði sú eina, er Allan sæi
alt í gegnum, og gæfi skipanir sínar einnig með
hennar milligöngu.
“Viljið þér lesa?” spurði frúin og rétti hon-
um blöðin.
“Á eg að lesa sjálfur^” spurði Allan tóm-
látur ogdetilega. “Nei, það er sannarlega of
mikil áreynsla. Lesið þér fyrir mig, eins og
þér eruð vanar, Dorothea, eg hefi yðui" hvort
sem er til þess.”
Másandi og stynjandi hallaði hann sér aftur
á bak á legubekknum.
Samkvæmt venju sinni gerði ráðskonan lion-
um þessa spurningu á hverjum morgni; hún
vissi hverju Allan mundi svara, og kunni vel
við það. Hún las að eins það fyrir hann, sem
hún áleit honuin holt að vita, og hann fékk því
að eins að heyra það, sem hún áleit heppilegt
fyrir hann að heyra og vita.
Frúin var að eins búin að lesa fáeinar línur,
þegar Lotta kom aftur með kaffið og sagði. að
ungfrú María hefði ekki opnað dyrnar sínar, en
hefði kallað til sín, að hún vildi engan morgun-
verð, þar eð sér liði ekki vel.
Allan lireyfði sig ekki. Hann var algerlega
sinnulaus og skeytti ekkert um dóttur sína.
Eins og sannur síngirn-ingur skeytti hann að
eins um þær persónur, sem voru honum nauð-
synlegar fyrir hans líkamlegu, vellíðan.
Hann hreyfði sig ekki, fýr en Lotta var
farin út.
“Eg skal strax komast eftir, hvernig ung-
frú Maríu líður,” sagði frúin, “en fyrst verð
eg að lesa það, sem eftir er í blöðununj, því for-
eldrarnir eiga í öllum tilfellum að ganga á und-
an börnunum, án tillits til þess, að mín fyrsta
umliyggja snertir yður„ minn góði herra og hús-
bóndi.”
“Segðu vinur, kæra Dorothea.”
“En hvað þér erúð góður,” svaraði hin læ-
vísa frú með klökkri röddu og strauk hendinni
yfir augun, eins og hún ætlaði að banna geðs-
hræringunni að senda tárin út.
Svo greip hún aftur blaðið, sem hún hafði
lagt frá sér, en þá kom Lotta í annað skifti inn.
“Ó,” sagði liann gremjulega, “lesið þér
ekki meira í dag, eg hefi enga ró og heldur eng-
rin áhuga fyrir ]»«, sem á sér stað í heiminum,
þar eð óróinn í mínu eigin húsi kvelur mig meira
en eg þoli. Þér vitið, að bróðir minn kom í gær-
kvöldi með ókunnan mann og þeir ætla að koma
aftur í dag fyrir hádegið. Hvað skyldi þeir
annars vilja mér? Eg vil ekkert eiga saman
við hann að sælda, fremur en aðra; hvers vegna
láta þeir mig ekki í friði?”
“Þér þurfið ekki að taka á móti þessum
mönnum, fremur en þér viljið,” sagði hún.
1 þetta skifti var Allan ekki samþykkur
henni. Enda þótt hónum væri nauðugt að tala
við gesti sár-langaði hann til að vita, hvað
bróðir hans og hinn ókunni vildu. Elías hafði
talað við frú Wöhlert um viðskifti og peninga-
græðgin var sá eini áhugi sem gat vakið þenna
gamla ímyndunarveika mann af deyfðardmnga
hans, þó það væri að eins stutta stund.
Hann tautaði fáein óskiljanleg orð.
Frú Wöhlert sá strax að hann var efandi
um þetta efni og efi yottaði ávalt um dálitla
ögn af kappgirni.
Það áleit hún of hættulegt. Til þess að gera
hann alveg háðan sér, greip hún til þeirra ráða,
sem ávalt höfðu dugað.
“Mér þykir vænt um,” sagði hún með ann-
ari rödd|, “að haustið er að nálgast. Þá mink-
ar fyrirhöfh, mín með umsjón eldhússins að
miklum mun; í gær keypti eg fyrstu lynghæn-
urnar.” "
“Lynghænur? ó!”
Hann sleikti út um.
“Eg hafði hugsað mér að matreiða þær til
dagverðar,” sagði frúin lævíslega. “En til dag-
verðar eru slíkir fuglar fremur kjarnlítil
fæða. Þeir em nú þegar alveg undirbúgir fyr-
ir matreiðslu, troðfullir með gómsæta kúlu-
sveppi. Eg ætla að hafa þá tilbúna handa yður
til miirgunverðar. ”
Allan kinkaði kolli, og ágirndin blikaði í aug-
um hans ein3 og á soltnum merði, sem liggur í
fyrirsáti fyrir ungri dúfu, er hann sér nálgast
sig' ^ »
“Eg skal strax fara og steikja þá,” sagði
hún og stóð upp, “það líður þó eflaust hálf
stund, þangað til fuglamir verða komnir á borð-
ið fyrir framan yður.”
Allan leit á klukkuna á veggnum,, og sá heng-
ilinn hreyfa sig fram óg aftur reglulega.
“KJukkuna vantar enn þá fimm mínútur í
níu.”
Þessi orð sýndu, að hann ætlaði að telja
mínútumar þangað til hið steikta sælgæti stæði
fyrir framan hann á borðinu.
Frúin hafði í kyrþey ákveðið, að hraða eða
seinka matreiðslu fuglanna, eftir því sem bezt
ætti við hennar ráðabragg. Þeir skyldu bomir
á bórð á því augnabliki, sem bróðir hans kæmi.
Þá4 vis^i hún, að honum yrði áreiðanlega neitað
nm viðtal, og hún hefði eins og vant var náð til-
gangi sínum.
Þegar frú Wöhlert gekk yfir ganginn og of-
an í eldhúsið, opnuðust dyrnar að herbergi
Maríu í hinum enda han.s
Það leit út fyrir, að unga stúlkan hefði beð-
ið eftir því, að ráðskonan fjarlægðist, því undir
eins og hún var horfin, kom hún út úr herbergi
sínu,*og hraðaði sér til dagstofunnar, sem frú-
in hafði yfirgefið.
Gottfred Allan varð mjög hissa að sjá dótt-
ur sína koma inn. Því, hve ímyndunarveikur
og tilfinningadaufur, sem hann var orðinn af
áhrifum ráðskonunnar, gat hann þó ekki dulið
tilfinningar sínar, yfir hinni fríðu, litlu dóttur
sinni.
“Eg hélt þú værir veik,” kallaði hann á móti
henni. undrandi, en sagði svo miklu innilegar
og vingjarnlegar: “En það er ekki hægt að sjá
það á þér, og það þykir mér vænt um. ’ ’
“Líkamlega er eg eins frísk og heilbrigð og
fiskarnir í sjónum,” svaraði María, um leið og
hún gekk til Jöður síns og lagði hendina á öx;l
hans, “en hugur minn er ekki glaður, og sálu-
sorg getur verið enn þá sárari en Ííkamleg
veiki. ”
AHan greip hendi dóttur sinnar, sem hún
hafði lagt á öxl hans, þrýsti hana blíðlega og
horfði spyrjandi í augu ungu stúlkunnar.
Þegar frú Wöhlert var ekki til staðar, og
hann var ekki undir hennar áhrifum, vaknaði
aftur áhugi hans fyrir hinni aðlaðandi, elsku-
verðu, litlu dóttur.
Framkoma hinnar ungu, saklausu stúlku,
hafði hingað til ekki gefið frú WÖhlert tækifæri
til að skilja hana alveg frá föður hennar, eða
jafnvel reka hana burt úr föðurhúsum.
Föðurást Allans hafði að' sönnu minkað, en
þó ekki alveg slokknað.
“ÍSálusorg?” spurði hann þess vegna með
sönnum áhuga. “Og fyrir hverjum eða fyrir
hverju getur ])ú, litla stúlka, borið sálusorg?”
“Fyrir þér, pabbi.”
Allan slepti hendi hennar.
“Fyrir mér?”
“Já, pabbi,” endurtók hún alúðlega, “fyrir
þér! Bý eg ekki undir sama þaki og ])ú, og þó
, svo einmanaleg. Heimilisreglur okkar hafa
grafið hyldýpi í kring um þig, sem skilja þig
frá öllum, kæri pabbi, er elska þig svo innilega.”
“Barn, en hvað þú talar undarlega í dag.”
“Kallaðu mig ekki lengur barn,” sagði hún
með nokkrum ákafa, sem jók meir og meir hætt-
una, sem hún stofnaði sér í með því að ganga
inn í herbergið, og lá við að brevtast í stjórn-
leysi. “Ef eg væri barn enn þá, hefði eg ekki
dirfst að taka það að mér, sem nú kom mér til
að heimsækja þig.”
Allan hnyklaði brýrnar. Hann heyrði, að
það lá alvara í orðum Maríu, og hann var ekki
hneigður til að hugsa eða tala um neitt alvar-
legt. _ ,
“Dirfst að taka að þér,” spurði hann óro-
legur; “hvað hefir þú ráðist í?”
Hún hugsaði sig um áður en hxín svaraði,
eins og hún væri hrædd við að svara. Bvo sagði
hún skyndilega:
“Edward hefir skrifað mér.”
“Hann bróðir þinn?” sagði þann skelkaður
og fljótmæltur.
“Hann sonur þinn!” sagði hún jafn hrað-
mælt.
Allan stóð upp af bekkrium eins fljótt og
fitan leyfði honum það.
“Kallaðu hann ekki sop. minn!” hrópaði
hann reiður. “Eg hefi afsalað mér þeim úr-
kynjaða. ”
“Pabbi, þú ert of harður við hann. Edward
er enginn úrkynjaður né glataður sonur.”
“Jú, það er hann!” hrópaði Allan, greip
blað á borðinu og kreisti það gremjulegur í
" hendi sinni. “Gagnstætt vilja mínum hefir
hann yfirgefið heimili okkar og viðskiftastarf
okkar, hefir hætt við heiðarlega vinnu og ferð-
ast, nei, flúið til Italíu!” stamaði hann æstur
af reiði, og fleýgði blaðinu á borðið aftur.
, “Flúið, strokið hefir hann til þess að verða
málari! Æ! æ! æ!”
Hann klappaði lófum saman.
María, sem ekki gat dregið sig í hlé, þekti
enga aðra aðferð til að-draga úr reiði föður
síns, en að hlaupa til dyranna, opna þær og gefa
bendingu.
Ungi maðurinn, sem María liafði árla þessa
morguns lokað inni í herbergi sínu, gekk inn í
dagstofuna.
“Reyndu að sigra tilfinningar hans þér til
hagsmuna,” hvíslaði hún að honrim um leið og
liann gekk fram hjá henni.
Allan hopaði á hæli, þegar hann sá hver inn
kom.
‘ ‘ Hver — er þetta ? ’ ’
Um leið og gamli maðurinn talaði þessi orð,
studdi hann annari hendinni á borðið og starði
á unga manninnn, eins og hann gæti ekki trúað
sínum eigin au'gum.
“Pabbi, þinn auðsveipinn sonur!”
“Edward!--------”
Allan' gat ekki sagt eitt orð; hann reikaði
skjögrandi í kring um borðið og settist magn-
þrota á legubekkinn. Hann hafði fyrst ekki
]>ekt son sinn, þegar hann kom' svo óvænt inn
til hans.