Lögberg - 14.10.1926, Blaðsíða 1
DDflVIWrT TAKIÐ SARGENT STRŒTIS
riVUVim^E. ' VAGN AÐ DYRUNUM
ÞESSA VIKU
Mesti leikur á þessum tíma sem gerist á sjó
“SI1IPWRECKCD”
SEENA OWEN og JOSEPH SCHILDKRAUT
39. ARGANGUR
II
WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1926
rsO.VlER 41
Helztu heims-fréttir
Canada.
Sambandsþingið kemur saman
á þr|iðjudaginn hi(nn 7. desember.
* * *
Látínn er nýlega að Windsor,
Ont., R. L. Brackin, K. C., fylkis-
þingmaður fyrir West Kent kjör-
dæmið, víðkunnur rríálaflutn-
ingsmaður.
* * *
Mackenzie King stjórnarfor-
maður, og Ernest Lapointe dóms-
mála ráðherra, sigldp, frá Quebec
á laugardagskvöldið í vjkunni sem
leið með skipinu “Megantic”. Eru
þe,ir að sækja hinn brezka sam-
veldisfund, sem byrjar í London
á þriðjudaginn í næstu viku.
Ætla þeir að vera komnir heim
aftur áður en þingið kemur sam-
an 7. desember. Hinn tilvonandi
sendiherra Canada til Bandaríkj-
anna, Hon. Vincent Massey, er
einnigfarinn til London og verð-
ur þar um tíma áður en hann fer
til Washington, D.C., og tekur vjð
embætti sínu.
* * *
Mackenzie King hefir tekið J. L.
Ralston í ráðuneyti sitt og er
hann hermála ráðherra. Mr. Ral-
ston er ekki þingmaður, en leitar
væntanlega kosninga vi'ð 1 auka-
kosningu í Nova Scotia, þar sem
kjósa þarf þingmann í staðinn
fyrir Paul Hatfield, sem nú er
senator.
• > •
Theodore A. Burrows verður
næsti fylkisstjóri í Manitoba. Tek-
ur hann við embættinu hinn 24.
þ.m. af Sir James Aikins. Mr.
Burrows kom til Winnipeg 1875,
þá 18 ára gamall, en fæddur er
hann í Ottawa 15. ágúst 1957.
Tveim árum eftir að hann kom
til Winnipeg, byrjaði hann að lesa
lögfrægði hjá Frederick Mackenzie
er þá var einn með helstu lögfræð-
jngum í Vestur-Canada. Var Mr.
Burrows fyrsti lögfræðineminn í
Winnipeg. Undirbúnings mentun
hafði hann fengið í Ottawa og við
Manitoba College í Winnipeg.
Eftir tveggja ára laganám hætti
hann við það, og fór að stunda
timburiðn. Hefir hann gert það
jafnan síðan og gengið vel og er
hann talinn maður auðugur. —
Við stjórnmálum hefir Mr. Bur-
rows gefíð sig töluvert. Var fylk-
isþingmaður í Manitoba í 12 ár,
frá 1892 til 1904, og á sambands-
þinginu sat hann 1904—1908. Síð-
an hefir hann ekki gefið sig við
stjórnmálum, þar til nú að hann
er skipaður fylkisstjóri í Manito-
ba. Mr. Burrows hefir jafnan
fylgt frjálslynda flokknum að
málum.
* * •
Paul Hatfield, sambandsþing-
maður, frá Shelburne-Yormouth í
Nova Scotia, hefir lagt niður um-
boð siitt sem þingmaður og hefir
stjórnin gert hann að senator.
« * *
Blaðið Vancouver Sun, komst
nýlega svo að orði, um endur-
kosningar nýskipaðra ráðherra:
“Lög þau, sem neyða nýskipaða
ráðherra til að ganga t;il kosninga
á ný, eru gersamlega óþörf og
hafa í för með sér óverjandi auka-
kostnað. Eftir að maður hefir
verið kjörinn til löggjafarstarfs
við allmenna atkvæðagreiðslu, er
það blátt áfram hlægileg flónska,
að knýja hann með lögum út í
nýja kosningu. Ein kosning sýn-
ist fullnægjandi. Falli kjósend-
um ekki frambjóðandi í geð, greiða
þeir vitanlega atkvæði á móti hon-
um v|ið aðalkosningarnar og úti-
loka hann þar með frá löggjafar-
starfi. Breyting á þessu sviði er
eigi að eins æskileg, heldur bein-
línis sjálfsögð.”
* * *
Frá því um miðjan marzmánuð
síðastl. hafa mill|i áttatíu og níu-
tíu amerískar fjölskyldur frá
Kansas, tekið sér bólfestu í Easton
og Tyner héruðunum í Saskatche-
wan, að tilstuðlan innflutnings-
deildar þjóðeignabíautanna —
Canadian National Railways.
* * *
Jarðepla uppskeran í Ontario
hefir orðið í góðu meðallagi, eftir
síðustu skýrslum landbúnaðar-
ráðuneytisins að dæma. Var þess
vænst lengi vel fram eftir sumr-
inu, að sú uppskerutegund myndi
r######i
tilfinnanlega bregðast, sökum of-
þurka.
* * ,*
Símað er frá Toronto, hinn 5. þ.
m., að miklar líkur séu til, að
Percy Parker, búsettur þar í borg-
inni, muni verða næsti fylkisstjóri
í Ontario, er embættistímabil nú-
verandi fylkisstjóra, Hon. Harry
Cockshut, rennur út.
íhaldsmenn í borginni Regina
í Saskatchewan, hafa ákveðið að
láta endurkosnjngu járnbrauta-
ráðgjafans, Hon. Charles A. Dun-
ning, afskiftalausa. og verður
hann því vafalaust kjörinn án
j gagnsóknar. Er þess vænst, að
j sama kurteisi muni sýnd verða öll-
| um ráðgjöfum hinnar nýju Mac-
kenzie King stjórnar.
* * w
Stjórnin hefir í sumar látið gera
'tiilraunir með hveitirækt og aðra
jarðrækt, á einum átta stöðum
fram með járnbrautinni sem ver-
ið er að byggja til Hudsons flóans.
Hefir þetta hepnast ágætlega og
uppskeran orðið mjög góð, eftir
því sem W. R. Motherwell, akdr-
yrkjumála ráðherra í Ottawa,
skýrir frá.1' Segir hann, að þetta
sé sönnun fynir því, að landið þar
norður frá sé vel til þess fallið að
reka þar blandaðan búskap, akur-
yrkju og kvikfjárrækt, þó ef til
vill sé ekki heppilegt að ætla þar
á hveitirækt eingöngu. Þeir stað-
ir, sem þessar tilraunir hafa ver-
ið gerðar, eru við Hudson B^y
Junction, The Pas, Mile 2, 81, 137,
185, 332 og Port Nelson. Það
hefir ekki frézt, hvernig gengið
hefir við Port Nelson, en á öllum
hinum stöífunum hefir hveiti
sprottið ágætlega, og fóðurgras
sömuleiðis, sem sáð var til í fyrra.
Frá því hefir þó ekki enn verið
skýrt, hvað hver ekra hefir gefið
mikla uppskeru. liÞað þykir sér-
staklega miikils vert, hve vel hef-
ir hepnast að rækta ýmsar gras-
tegundir, því væntanlega verður
kvikfjárrœkt aðal atvinnuvegur-
inn þar horður frá, þegar brautin
er fullgerð og fólk fer að setjast
að með fram henni.
* * *
Samsæti afar fjölment, var hin-
um nýja innflutningsmála ráð-
gjafa Mackenzie King stjórnar-
inar, Hon. Robert Forke, haldið á
Fort Garry hótelinu hér í borg-
inni, síðastliðið þriðjudagskveld,
að tilhlutan miðstjórnar frjáls-
lynda flokksins í Manitoba. Fréd.
C. Hamilton stýrði samsætinu.
j Voru þar meðal annara viðstadd-
ir flestir hinna nýkjörnu þing-
manna frá Manitoba, en heilla-
óskaskeyti til hins nýja ráðgjafa,
voru lesin frá þeim þingmönnum,
er eigi áttu þess kóst að sitja mót-
ið. Meðal gesta, var viðstaddur
! Hon. John Bracken, stjórnarfor-
maður Manitobafylkis, er flutti
stutta en kjarnyrta ræðu. Aðal-
töluna flutti Mr. Forke og var máli
hans fagnað hið bezta. Til máls
tóku einnig flestir hinna ný-
kjörnu þingmanna, er viðstaddir
voru, þar á meðal Joseph T. Thor-
son. Kom öllum ræðumönnum
saman um, að Mr. King hefði ver-
ið sérlega heppinn í vali, er hanni
fól Mr. Forke! á hendur forystu
innflutningsmála deildarinnar.
* * *
íhaldsflokkurinn í Canada hélt
und í Ottawa hinn 11. þ.m. og voru
þar mættir flestir sambandsþing-
menn, er þeim flokki tilheyra, og
einnig þeir, er þingmannaefni voru
fyrir flokkinn við síðustu kosn-
ingar, en náðu ekki kosningu. Á
fundi þessum sagði Hon. Arthur
Meighen af séf formensku flokks-
ins, eins og hann hafði gert ráð
fyrir og búist var við. Urðu ýmsir
til þess að leggja fast að honum
að halda áfram, en hánn tók þvert
fyrir það. Má því gera ráð fjrrir,
að hann gefi sig ekki við stjórn-
málum fyrst um sinn. Leiðtogi
flokksins var kosinn til bráða-
byrgða Hon. Hugh Guthrie, K.C.,
þingmaður frá South Wellington,
Ont. Er það sérstaklega ætlun-
arverk hans að vera leiðtogi
flokksins á næsta þingi. Fundur-
inn ákvað að kalla alsherjar-
flokksþing á næsta ári til áð velja
fastan leiðtoga fyrfr flokkinn.
Voru þessir menn .valdir til að
koma því í framkvæmd: H. H.
Stevens, B. B. Bennett, A. B. Gillis,
W. H. Sharp, A. Boys, C. P.
Beaubien, J. K. Flemming, W. A.
Black, og J. A, Macdonald, hver
fyrir sitt fylki. — Mr. Guthrie er
sextugur að aldri. Kom hann fyrst
þing árið 1900. Tilheyrði hann
þá frjálslynda floknum. Á stríðs-
árunum var hann um tíma einn af
ráðherum samsteypustjórarinn-
ar, en síðan hefir hann fylgt í-
haldsflokknum.
Bandaríkin.
Það mun vera heldur sjaldgæft,
jafnan síðan að gömlu pílagrím-
arnir komu til Plymouth, Massa-
chusetts, að þar hafi menn þjónað
opinberum embættum og það ár
eftir ár, án þess að þiggja laun
þau, er embættinu fylgja. A. T.
Fuller, ríkisstjóri í Massachusetts
hirðir aldrei launin sín. Honum
er send bankaávísun á hverjum
nfenuði, eins 6g öðrum embættis-
mönnum ríkisins, en hann dregur
aldroi út peningana. Laun þau,
sem honum- hafa þannig verið
borguð, en hann ekki þegið, eru
nú komin yfir $50,000. Mr. þ'uller^
segist skoða það skyldu sína, að
vinna það sem hann geti fyrir
ríkið og fyrir almenning, án þess
að vera að taka borgun fyrir það.
Það sé svo sem ekki þakkar vert.
Það ættu allir að gera. Margir
aðrir líta hins vegar þanig á, að
öllum embættismönnum ríkisins
beri að greiða góð laun, svo eng-
inn þurfi að skaðast á því að
gegna opinberum stöðum. Menn
ættu ekki að vera vald(ir í em-
bætti eftir efnum, heldur eftir
vitsmunum og mannkostum.
Það eru 141 ár síðan Bandarík-
in fóru að hafa umboðsmenn sína
eða sendiherra í London á Eng-
landi. En allan þann tíma hefir
sendiherra orðiið að búa í húsum,
sem tekin hafa verjð á leigu, því
Bandaríkin hafa aldrei átt þar
sendiherra bústað, þar til nú, að
auðmaðurinn J. P. Morgan hefir
gefið þjóð sinni höll mikla, þar
sem sendiherrann á hér eftir að
hafa aðsetur sitt. Alanson B.
Haughton, sendiherra Bandaríkj-
anna, flytur í þessa nýju höll á
laugardaginn kemur.
Hinn 23. september vor u liðin
150 ár síðan hin unga hetja Nath-
an Hale var af lífi tekinn, sakað-
ur og sekur fundinn af Bretum
um að vera njósnari uppreisnar-
manna í frelsisstríðinu. Þegar
búið var að láta snöruna um háls
hans, mælti hann þessum orðum,
sem geymst hafa og alkunn eru
orðin: “Það eitt hryggir mig, að
eg á að eins eitt líf til að leggja
í solurnar fyrir land mitt og þjóð.”
Hálfrar annarar aldar dánardæg-
urs þessa manns var í haust minst
í South Coventry, Conn., þar sem
hann var fæddur og uppalinn, Var
þar haldin fjölmenn samkoma til
að heiðra minningu hans, og á
þoirri samkomu var þetta skeyti
lesið frá Coolidge forseta: “Eng-
inn hefir sýnt göfugra hugarfar
eða meiri föðurlandsást; enginn
meiri óeigingirni; enginn orðið
betur vð dauða sínum, -heldur en
Nathan Hale. . . . Saga hans ætti
að vera kend hverju barni í skó!-
um vorum.”
“Imperial Airways, Ltd.” heitir
félag eitt í London á Englandi og
stundar það loftfarir, eins og
nafnið bendir á; flytur daglega
fólk milli London og Paris, Brus-
sels, Rotterdam og Amsterdam.
Þetta ferðalag kostar lítið meira,
heldur en að fara með járnbraut-
um og gufuskipum, ef ferðast er
á fyrsta farrými. Þetta hefir
mörgum ferðamanninum þótt und-
arlegt og spurt hálf undrandi
hvort þetta gæti borgað sig fyrir
félagið. Það er öðru nær, en að
það borgi sig. Hluthafar félags-
ins héldu nýlega fund, þar sem
forseti þess,1 Sir Eric Campbell
Geddés, skýrði félögum sínum frá
því, að félagið hefði, árið sem
leið, tapað $99,200 á því að flytja
fólk. “Árið 1924 töpuðum við fim-
tón þúsund sterl.pundum”, sagði
einn af hluthöfunum. Hvar ætl-
ai- þetta að lenda?” Sir Eric svar-
aði á þá leið, að skaðinn stafaði
aðallega af því, að félagið hefði
ekki haft nógu mörg loftför til
að flytja fólkið, þegar umferðin
var mest að sumrinu. í öðru lagi
stafaði tjónið af því, að loftförin,
sem félagið hefði byrjað með,
hefði gengið úr sér og orðið úrelt
og hefði því reynst óhjákvæmilegt
að kaupa önnur ný. Hluthafarn-
ir skyldu vera rólegir eitt árið
enn og myndi þá útkoman máske
verða á annan veg. * Það væri enn
ekki fullreýnt hvort fjármála-
stefna félagsins væri á traustum
grundvelli bygð. Sir Eric sagði,
að 1. janúar byrjaði félagið að
flytja fólk með loftförum frá Lon-
don til Indlands, með viðkomu-
stöðum á Egyptalandi. Yrði Sir
Samuel Hoare ("ráðherra) og frú
hans, fyrstu farþegar félagsins
frá London til Indlands. Hlut-
hafarnir létu í ljós fult traust á
formanni sínum og stefnu hans.
• * *
Seldur var fyrir skömmu í Tokio,
í Japan, tebolli einn, fyrir þús-
und pund sterling. Bollann hafði
ótt Inouye markyreifi og voru
málaðar á hann skrautlegar rósir,
eftir listmálarann víðfræga, Gos-
noHaru. — Japanareru tedrykkju
menn miklir og verja miklu fé til
skrautlegra tedrykkju áhalda. —
Fyrir allmörgum öldum hófu Jap-
anar tedrykkju og gerðu fyrir þvi
forskrift, hvernig te skyldi búið
til, er varir þar í landi og víðar,
enn þann dag í dag.
Bretland.
t
Fyrir tíu árum eða svo var nafni
fárra manna meira á lofti haldið
í' Lundúnum, en Oscars Asche,
þess er samdi söngleiikinn “Chu
Chin Chow.” Var leikurinn sýnd-
ur á Bretlandi í samfleytt fimm
ár, við meiri aðsóiln, en dæmi eru
enn 1pl um leiki slíkrar tegundar.
Höfundurinn lék sjálfur aðal-
hlutverkið í leiknum og gat sér
orstír mikinn. Allir hugðu Mr.
Asche vera stórauðugan mann og
voru að brjóta um "það heilann,
hve margar miljónir hann mundi
eiga, en urðu lengi vel engu nær.
En hérna á dögunum kom það upp
úr kafinu, að Mr. Asche var ekki
einungis öreiga maður, heldur svo j
langt fram yfir það, því hann
skuldaði stórfé. Var hann fyrir
nokkrum vikum lýstur gjaldþrota
og játaði það afdráttarlaust
frammi fyrir dómara, að hann
hefði í raun og veru alt af verið
að tapa og hefði auk þess í ógáti
greitt margfalt hærri tekjuskatt,
en hann hefði verið krafinn um..
Hvaðanœfa.
Kosningar til gríska þjóðþings-
ins hafa verið fyrirskipaðar hinn
7. nóvember næstkomandi.
* * *
Brúðkaup þeirrr. Leopolds ríkis-
erfingja í Belgíu og Ástríðar Svía-
prinsessu, fer fram þann 20. næsta
mánaðar.
* * *
María drotning af Rúmaníu er
á leið til Ameriku. Ætlar hún að
ferðast um Band^ríkin og Can-
ada. Kemur hún við í Toronto,
Montreal, Ottawa, Winnipeg og
Vancoover. Til Winnipeg kemur
hún 30. október, snemma morguns
og fer aftur um hádegi daginn eft-
ir. Til Vancouver kemur hún 5.
nóv. og stendur þar við sólar-
hring. Drotningin kom við í
Paris og fanst henni þá, eins og
konum er títt, að hún hefði “ekk-
ert til að fara í”. En úr þeirri
þörf hefir hún bætt í París, því
þegar drotningin fór þaðan, þurfti
að bæta flutningsvagni við járn-
brautarlest hennar, til að flytja
fatakistur drotningarinnar.
Nýtízkuheimili í Lund-
unum.
Það er víðar en á íslandi, sem
heimilin eru orðin “manneskju-
laus,” —segir Á. M. í “Verði” ný-
lega. Bretar hafa jafnan sóst eft-
ir mörgum þjónum sér til handa,
bæð|i körlum og konum, en styrj-
öldin mikla, með öllum sínum
margþættu afleiðingum, hefir fært
þein> heim sanninn um, að nýir
tímar krefjast þess, að breyting
verði gerð.
Fjölskyldur hinnar nýju stefnu
leggja alla stund á að efla sjálf-
stæði 'sitt. En til þess þarf húsalag
og alt heimilishald að gerbreytast
frá því sem er..
Lundúnaborg hefir öld eftir öld
lagt undir sig lönd á lönd ofan,
og ekkert hefir staðist við. Skóg-
ar, akrar og engi: alt hefir farið
sömu leið. Alt hefir lagst í auðn,
en múrsteinn og jarðbik hefir
komið í þess st^ið.
Götur á þessum stöðvum bera
svip af djúpum kjám. Botninn er
steinmóða svört og slétt, en beggja
vegna háir hamraveggir. Það eru
húsabákn hinna miklu byggingar-
félaga, og þar hafast við miljónir
leigjenda, sem aldrei geta hugsað
svo hátt að eignast þak yfir höf-
uð sjtt. a
Nú byggjast aftur á móti stór
hverfi á útjöðrum Lundúnaborg-
ar, semi hafa alt annað skipulag.
Þar standa húsin ekki í beinum
fylkingum, líkt og áður var.
Styrjöldin gerði menn leiða á
.þeim. ISambyggingar eru engar,
heldur garðar og grasfletir húsa
í millum. Hús þessi eru lítil og
hvert með sínum svip. Eyðimerk-
ursvipurinn og stV’iðjusvipurinn
er horfinn, en hugyit og geðþótti
mannanna sjálfra hefir fengið
lausan taum. Húsin fá því marg-
vísleg einstaklings einkenni, sem
stórgróðafélögin ná eigi og hirða
eigi um að ná.
Hús þessi keppast menn við að
éignast sjálfpr og vilja þá hafa
alt sem minst: húsin, fjölskyld-
una og kostnaðinn.
Heimilisstörf öll efu gerð svo
óbrotin sem mest má verða, svo
að hvorki þurfi þjóna, vinnukon-
ur né barnfóstrur. íbúðin er að
eins 2—3 herbergi, og hefir mik-
ið verið til þess reynt, að sameina
eldhús og borðstofu, en þó eigi
tekist. Alt, sem úthqimtir mikla
hreinsun, alt skraut og allur hé-
gómi, er útilokaður. Stigar eru
steinlagðir og gólfin dúklögð.
Baðklefi er í hverju húsi, og
þvottaáhöld öll í honum. Klæða-
skápur er múraður í vegg og jafn-
fleini fleiri húsgögn. Haglega
gerð barnarúm koma í stað barn-
fóstru. Rafmagn er alstaðar og
maturinn geymir sín, svo eigi
þurfi að standa yfir pottinum.
Áhöld öll eru svo handhæg sem
unt er, en öllum óþarfa, sem kost-
ar fé og umhirðu, er varpað burt.
Bestastofur, gestarúm og silf-
urkönnur fara sömu leiðina. En
“radio” er í hverju húsi, og er það
sagt í góðu lagi. Konan telur það
heimili fullkomnast, sem krefur
minstrar vinnu, og hún hefir kom-
ist á þá skoðnn, að dauðár hlutir,
þó skrautlegir séu, veiti mönnum
litla lífsgleði.
Heimili þessi telja margir hina
mestu fyrirmynd. Þau eru út af
fyrir sig. Þau hafa öll þægindi.
Störfin eru líþil og létt,*ekkert er
gert til að sýnast. Alt er gert til
að lifa ekki um efni fram, en njóta
þó gæða lífsins. Eigi þykir þó
minst um vert, að mörg hundruð
ára stríð mjillum frúa og vinnu-
kvenna, hafa heimili þessi til
lykta leitt, og endar það með skiln-
aði. Þykir báðum sú úrlausn
góð.
Mr. Lárus Árnason orti kvæði í
tilefni af því hejmboði og las af j
munni fram. En kvæðið afhenti
hann séra Sigurði.
'i
Verður aðstoðarkennari *
við háskóla 1 Toronto. £
■##################### v ^##*#######^
Hinn 5. þ.m. andaðist að Gimli,
Man., Guðlaugur Jóhannesson, 76
ára að aldri. Hann var frá Svín-1
árnes(i á Látraströnd á íslandi.!
Hann kom til Ameríku árið 1883,!
og var fyrst mörg ár í Norður- !
Dakota, en fluttist þaðan til Win- J
nipeg og var hér 25 ár. Á Gimli I
var hann að eins árlangt, eða svo.
Guðlaugur sál. var faðir Thor-
steins Johnson, fiðlu-kennára í
Winnjpeg.
5. þ.m. voru þau ungfrú Krist-
rún G. Hornfjörð, frá Leslie,
Sask., og Jóhann Fredriksson frá
Grand Forks, N. Dak., gefin sam-
an í hjónaband »ð Wynard, 'Sask,
af Rev. D. Morrison. Ungu hjón-
in komu til bæjarins á þriðjudags
morguninn var, dvelja hér fáa
daga og halda svo suður til Grand
Forks, þar sem Mr. Fredriksson
heldur áfram námi við Norsk.-
lút. biblíuskólann þar í bæ.
Vér viljum vekja eftirtekt les-
enda Lögbergs á bókaauglýsingu
hr. P. S. Pálsonar, sem birt er á
öðrum stað í blaðinu. Er þar um
að ræða margar góðar og nyt-
samar íslenzkar bækur, og sér-
staklega viljum vér draga athygli
manna að lesbókum, sem þar eru
auglýstar fyrir börn og unglinga.
Sala á íslenzkum bókum hér
vestra hefir vepið fremur bágbor-
in undanfarandi, einkum sökum
þess, að svo mikil skifting var
komin á hana, að enginn gat gef-
ið sig yið henni, þrátt fyrir á-
kveðiiln samning við bókaútgáfu-
fél. í Reykjavík, að halda sér að
einum manni með bókasölu sína
hér vestra. — Nú kemur enn einn
nýr og efnilegur bóksali fram á
sjónarsviðið, sem vonandi getur
lagað ólag það, sem komið er á
íslenzka bókasölu hér vestra, sem
svo er orðið magnað, að ekki er
hægt að fá algengar islenzkar
bækur keýptar.
Helgi Johnson, B. Sc.
Mr. Helgi Johnson, útskrifaðist
með heiðri af Manitobá háskólan-
um í vor er leið og hefir starfað
að jarðfræðilegum rannsóknum
víðsvegar um fylkið í sumar. Hann
er gæddur ágætum hæfi’eikum og
sýndi í hvívetna á námsbrautinni
frábæra elju og ástundun. Helgi-
hefir ekki þurft lengi að bíða eft-
ir ávöxtum iðju sinnar, því núna
fyrir skemstu hefir hann verið
ráðinn aðstoðarprófessor við jarð-
fræðideild Toronto háskólans, og
er það sannarlega vel að verið
fyrir jafn kornungan mann, sem
hann er. — Foreldrar Helga eru
þau Gísli prentsmiðjustjóri Jóns-
son, frá Háreksstöðum í Jökul-
dalshreppi, og kona hans frú Guð-
rún Finnsdóttir, frá Geirólfs-
stöðum í Skriðdal.
Úr bœnum.
Miss Sigríður Guðmundsdóttir
Johnson, úr Fáskrúðsfirði í Suð-
ur-Múlasýslu, á bréf á skrifstofu
Lögbergs.
R. H. Webb borgarstjóri í Winni-
peg, hefir lýst yfir því, að hann sé
fús til að vera borgarstjóri næsta
ár, ef meiri hluti kjósenda vill svo
vera láta.
Kvenfélagið “Björk” hefir á-
kveðið, að halda “Thanksgiving”-
samkomu föstudaginn 22. okt. hér
í I.OG.T. Hall, Lundar, Man. —
Gott prógram og dans. — Inn-
gangseyrir fyrir fullorðna, 35c.
fyrir börn, 25c. Veitingar seldar
á staðnum.
Þau Mr. og Mrs. Þorsteinn Eyj-
ólfsáon, á Hóli við Islendingafljót,
og börn þeirra, biðja Lögberg að
flytja vinum og nágrönnum alúð-
ar þakklæti fyrir ríkulegar blóma-
gjafir og hjartanlega hluttekning.
þeim sýnda í sambandi við andlát
og útför Ásvaldar sál. Eyjólfsson-
ar, er var mjög fjölftienn og getið
var um nýlega hér í blaðinu.
í ofanefndri fregn hefir mis-
prentast nafn Mrs. Eyjólfsson. Er
hún nend Lilja Halldórsdóttir, en
átti að vera Lilja Hallsdóttir. Þetta
leiðréttist hér með.
1 fréttapistli frá Gimli, er
skýrði frá rausnarlegu boði, er
presthjónin þar, þau séra Sigurð-
ur Olafsson og frú hans, héldu ný-
legat, gleymdist að geta þess, að
Athygli skal hér með dregin að
samkomu þeirri, sem haldin verð-
ur að tilhlutan Jóns< Sigurðssonar
félagsins 1 Sambandskirkjunni,
þriðjudagskveldið hinn 19. þ. m.,
í tilefni af heimsókn skáldkon-
unnar, frú Jakobínu Johnson frá
Seattle. Les hún þar upp, eins og
getið hefir venið um, allmargt af
frumsömdum kvæðum sínum á ís-
lenzku, og einnig nokkrar þýðing-
ar íslenzkra ljóða á ensku. Eru
kvæði Jakobínu hvert öðru fall-
egra og lætur henni upplestur vel
að sama skapi. Þá skemta og á
samkomunni ungfrú Rósa Her-
mannson, er víðkunn er orðin fyr-
ir sína fögru söngrödd, og með
fiðluleik Miss Gladys Eddie, er
getið hefir sér bezta orðstír á
sviði listarinnar. — Svo vel er til
samkomu þessarar vandað, að um
húsfyllir þarf eigi að efast. Sam-
koman hefst klukkan 8.15 að kveldi
Aðgangur 35 cent. i— Veitingar
verða á takteinum í neðri sal
kirkjunnar, og gefst almenningi
þar tækifæri á að kynnast skáld-
konunni persónulega.
Lögberg hefir nokkrum sinnum
minst á Dr. Eliot, fyrrum forseta
Harvard háskólans, síðan hann
lézt í sumar. Vitanlega hefir um!
þenna mikla mentamann verið1
talað vel og virðulega. Þetta
gengur svo fram af einum “fáfróð-
um” Heimskringlu manni, að hann
gleymir sjálfum sér og verður all-
ur að spurningarmerkjum. Getur
ekki skiljið þetta öðru vísi en svo,
að ritstjóri Lögbergs sé að verða
Unítari. Hinum “fáfróða” finst
það alger fjarstæða, og ólíkt öllu,
sem hann er uppalinn við, að einn
maður talj virðulega um annan og
láti hann njóta sannmælis, án þess
að hann hafi sömu trúarskoðanir,
eða öllu heldur, tilheyri sömu
kirkju. Mun mega líta á þetta sem
ávöxt frelsisins, sem Heimskr. er
oft svo hávær um. Kannske það
gæt(i giætt skilning hins “fáfróða”
manns, ef honum væri sagt eins og
er: að Lögberg hefir ekki minst á
'Dr. Eliot vegna þess sérstaklega,
að hann var Únítari, við það er í
sjálfu sér ekkert merkilegt, held-
ur vegna þess, að hann var, á sinni
tíð, einn með fremstu mentamönn-
um þjóðar sinnar. Lögberg er sak-
laust af að hafa borið hann sam-
an við spyrjandann “fáfróð” eða
Frú Jskobína Jobrson
í Elfros.
Skáldkonan var stödd hér í gær-
kveldi. Hafði íslenzka kvenfélag-
ið boðið fólki til kvöldskemtunar.
En úr því varð mannfagnaður svo
innilegur, að fá dæmi eru til hér í
Elfros. Menn og konur sátu hug-
fangjin og klökk undir lestrinum,
en þrukku við þegar hann var á
enda. Töfrar listarinnar tóku
hugi og hjörtu fangbrögðum. Hin
gullfallegu kvæði frúarinnar komu
til áheyrendanna eins og ljúfir
lfósálfar frá'öðrum og æðra heimi.
Hugtök og hreimur orðanna voru
ekki lengur hversdagsleg. Alt
varð þrungið af þessu, sem ýmist
er kallað: innblástur, heilagur
andi, eða annað líf. Hér er kona,
sem lærir vel í skóla lífsins, og
flytur okkur speki sína. Og ljóð-
sögn hennar sættjr lúna hönd og
hnuggið hjarta við þennan
f’vonda og syndum spilta”)
heim.
Þá"er"eitt eftir.tektavert, að f jöldi
tslenzkra barna, sem hlustaði á
lestur Jakobínu, sat grafkyr og
sem steini lostinn. Að sjálfsögðu
skildu þau ekki meira en annað
hvert orð, En hvíti galdur lÍBt-
arinnar hreif þau með sér inn á
lönd unðaðar og fegurðar. M. ö.
,o: skáldkonan getur á einu kvöldi
numið börnin okkar á burt úr vest-
urheimskum kvikmynda— fkvik-
inda-) heimi, og flutt þau með sér
inn á söngvalönd íslenzkrar tungu.
En þetta eru somu börnin, sem
þjóðræknin sjálf ber sér á brjóst
og rífur hár sitt yfir.
Frá mínu sjónarmiðii og annara,
sem hlustuðu á lesturinn í gær-
gærkveldi, er eg mér þess ekki
meðvitandi, að hafa hér nokkuð
sagt um of. Og þessar línur eru
skrifaðar í þeim tilgangi að eins,
að hvetja Vestur-lslendtinga, sér-
staklega yngri kynslóðina, til þess
að eignast endurminningar um
eina kvöldstund, sem þeim yrði
flestum ógleymanleg.
Elfros, Sask., 9. okt. 1926.
J. P. Pálsson.
Hinn 9. okt. s.l. lézt að heimili
sínu, 113 Hay’s Ave. West, De-
troit, Mich., úr hjartaslagi, kon-
an Oddný Johnson, kona Sigurðar
Johnson, sem lengi bjó í Winni-
peg _ Oddný sál. var 54 ára, er
hún lézt. Hún var dótþir Gunn-
ars heitins Einarssonar, sem var
einn af elztu íslenzkum íbúum
Winnipegborgar, greind kona og
vel látin. Syrgja hana fjögur
börn hennar, tvær stúlkur og