Lögberg - 14.10.1926, Blaðsíða 7
LOGHERG FIMTCJDAGIKN,
14. OKTÓBER 1926.
Bls. 7
Erindsrekstur.
Grænlandsmálsins.
Eftir Einar Benediktsson.
Af tveimur orsökum standa ís-
lendingar alt öðru vísi að vígi um
rekstur Grænlandsdeilunnar held-
ur en alment gjörist meðal ríkja,
þar sem greýiir á um slík málefni,
er hfeyra undir alþjóðadóm. Vér
getum ekki beitt dönskum um-
boðsmönnum fyrir oss í því efni,
af þeirri ástæðu, að Danir þykjast
vilja eiga hér hlut að máli, á móti
kröfum vorum. Á hinn bóginn er
það enn fremur svo, að vér eigum
undir gagnaðila vorn sjálfan að
sækja um skipun íslenzkra erind-
reka í slíkum efnum. Þessar á-
stæður eru og þjóðum kunnar, og
hafa eflaust verið nákvæmlega
íhugaðar af erlendum stjórnar-
ráðum síðan þetta mál varð al-
ment umtalsefni fyrir nokkrum
árum.
Það væri mjög óvarkárt og van-
hyggilegt af oss, að draga, fram
úr öllu, umræður um þessi atriði
Grænlandsmálsins. Þau eru sú
hjið málefnisins, sem fyrst verður
að vanda vel og tryggilega til.
Samþegnar vorir munu alment
virða oss það á betri veg, að vér
viljum ekki láta svo sýnast át á
við, hvorki gagnvart Norðurlðnd-
um né öðrum ríkjum, sem oss liggi
þetta í léttu rúmi. Aðstaða vor er
algerlega einstök á báða bóga.
Vegna hins yfirlýsta, ævarandi
hlutleysis vors styður ekkert mál-
stað vorn nema réttlætiskend og
samúð þjóðanna. 0g á hinn bóg-
inn eigum vér hér í höggi við vora
eigin sambandsþjóð, sem bæði á
hervald og sendisveitir, einhverj-
ar þær alkunnustu í Norðurálfu
fyrir hyggindi og lagni að koma
árum sínum fyrir borð. Gegn
þessu hljóta íslendingar að leita
sérstæðra ráða og beita sem bezt
þeim fyrir mælum sem finnast um
afstöðu vora. Og sé Grænlands-
deilan liðuð þannig sundur að efn-
inu til, að menn setji fyrst á odd
þá kröfu íslands, að Grænland
verði, til að byrja með, opnað fyr-
ir oss til jafns við Dani í öllum
atvinnugreinum er eru nú stund-
aðtr þar í landi, svo sem verzlun,
fiski og föngum ásamt námu-
rekstri o. s. frv. Þá virðist svo,
sem alveg ótvírætt ákvæði finnist
lútandi að þessu í sambandslög-
unum, þar sem segir í 15. gr. að
“hvort land fyrir sig kveður á um
það, hvernig hagsmuna þess sjálfs
og þegna þess skuli nánar gætt í
hinu landinu.”
— Hér er það tvímælaluast, að
átt er við “ríki” þar sem nefnt er
land. Danmörk er ríki, sem Dan-
ir telja að nái yfir Færeyjar og
Grænland. En alveg er það ó-
gerningur, að halda því fram, að
Ágætis Meðal Við Hjartveiki Og
Magasjúkdómum.
Læknarnir Eru Undrandi Yfir Því
Hve Fljótt og Vel þetta Nýja
Meðal Læknar Slíka Kvilla.
Margar þúsundir manna nota
þetta meðal á hverjum mánuði og
batnar ágætlega. Ef hjartað er
ekki í góðu lagi, eða j)á meltingin,
þá ættir þú sjálfsi þín vegna að
reyna þetta nýja meðal, Nuga-
Tone. Þig mun stórfurða á því,
hve fljótt bað kemur þér upp.
Nuga-Tone gerir taugarnar styrk-
ar, eykur manneskjunni þrek og
dugnað, eykur matarlystina og
bætir meltinguna; veitir endur-
nærandi svefn, kjark og starfsþrá.
Ef þér líður ekki sem bezt, þá
reyndu þetta meðal . Það kostar
þig ekkert, ef það bætir þér ekki.
Það er bragðgott og þér fer strax
að batna. Reyndu það í fáeina
daga og ef þér líður ekki betur og
ef þú lítur ekkj betur út, þá skil-
aðu afganginum til lyfsaíans, sem
skilar þéj peningunum. Þeir, sem
búa til Nuga-Tone, þekkja svo vel
verkanir þess, að þeir láta aila
lyfsala ábyrgjast þaS og skila aft-
ur peningunum, ef þú ert ekki á-
nægður. Meðalinu fylgja meðmæli
og ábyrgð og það fæst hjá öllum
lyfsölum.
þessi tvö síðastnefndu lönd geti
nú beitt slíkum ákvæðisrétti.
Þannig verður það að játast rök-
rétt, að ísland skal kveða sjálft
á um það, hvernig hagsmuna þéss
skuli “nánar gætt” í Grænlandi.
Er þetta ákvæði núverandi lög-
skipunar um samband vort við
Dani afarmarkvert og vænlegt til
þess, að stuðla til þess að lokum,
að vinsamleg úrslit fáist við Dani
um ákvörðunina á ríkisstöðu hinn-
ar fornu nýlendu vorrar.
En þegar kemur til , þeirrar
hliðar málsins, hvernig eigi að
koma fram ríkiskröfum íslendinga
til Grænlands, verður að skýra 16.
gr. sambandslaganna um löggjöf
'beggja ríkja, sbr. tilsk. 28. maí
1919. Er þar þá fyrst að geta
þeirrar stórmerkilegu meginreglu
að hin dansk-íslenzka ráðgjafar-
nefnd þarf ekki að koma til þar
sem að eihs er að ræða um stjórn-
arráðsstafanir. Tillögur til þings-
ályktana um áskoranir til ríkis-
stjórnar vorrar geta orðið ræddar
og samþyktar á Alþingi án und-
anfarandi meðferðar milliríkja-
nefndarinnar. Enn fremur er
það öldungis efalaust, að veita má
hverjar upphæðir sem vill á fjár-
lögum vorum til framkvæmda um
afnot af Grænlandi og til rann-
sókna eða íslenzkra stofnana þar
í landi o. s. frv.; án þess að koma
þurfi til ríkjanefndarinnar. Að
öðru leyti má og geta þess, að
verði þessum skilningi sambands-
ákvæðanna beitt til fulls, , verð-
ur varla þörf fyrir einfalda lög-
gjöf; af íslands hálfu, til þess að
koma fram sókn \mrri til fullrar
viðurkenningar um rétt vorn yfir
Grænlandi. Þegar til þess kæmi
að endurinnlima hina fornu ný-
Iendu vora í íslenzka ríkið, þá
yrði slíkt auðvitað að gjörast með
grundvallarlöggjöf, vegna kosn-
inga o. s. frv.
Nefnd sú, sem kosin hefir verið
af Alþingi aðallega til ^ess að
rannsaka og íhuga málsta?5 vorn í
Grænlndsþrætunni, hefir afar-
mikilvægt hlutverk í því efni að
leggja niður fyrir sérhvernig koma
skuli þinglega fram kröfum vor-
um um viðurkenning fornréttar
vors. Það eitt út af fyrir sig, að
þingnefnd þessi var kosin í sam-
einuðu Alþingi, hefir ákvarðað og
gjört kunnugt fyrir öllum heimi,
að ísland er vakandi yfir rétti
sínum þar vestra. En lítt skiljan-
leg eru nokkur þau skrif, sem
birst hafa að undanförnu, í þá átt
að nefnd þessari muni skylt að
koma fram með “álit” o. s. frv. í
þessu máli, eins og það liggur nú
fyrjr. Nefndartillögur á sínum
tíma, fyrir Alþingi sjálfu, getur
einungis verið að ræða um hér,
og yrði þá að sjálfsögðu að taka
fyrst og fremst fult tillit til þess,
að hér er að ræða um utanríkis-
mál í landi, sem á ekki líffæri
til þessa dags, er hæf geti talist
til þess að bera að bera málstað
vorn fram erlendis. Hlýtur Græn-
landsnefndin því samkvæmt hlut-
arins eðli og allri venju, að ræða
þetta málefni, þegar til þingsins
kasta kemur, á lokuðum fundum,
þangað til slík ákvörðun yrði
gjörð sem er fallin til þess að
birtast.
Ákvörðun þeirrar leiðar, er
fara skuli um endurheimtu Græn-
lands, gjörist væntanlega á grund
velli þeirrar tillögu sem nefndin
leggur fyrir þingflokka og ríkis-
stjórn, áður en málið kemur í
heyranda hljóði fyrir Alþingi, Al-
veg virðist það óskiljanlegt hvern-
ig menn geta talað nú um “álit”,
er komið gæti þinglega til greina.
Slíkt er að eins þá undarlegt,
þegar ákveðin tillaga eða frum-
varp hefir áður komið fram, frá
stjórn eða fulltrúum.
Það einasta sem hefði á þessu
stigi málsins getað komið til tals,
að nefndin gæti birt fyrir al-
menningi, er skýrsla eða yfirlýs-
ing hennar um rannsóknir, er hún
kynni að hafa gjört á milli þinga.
En þá er þess jafnframt að geta,
að ekkert fé hefir verið ætlað hér
til slíkra rannsóknarstarfa, sem
auðitað hefðu átt jafnhliða að
beinast að sögugögnum og skil-
ríkjum erlendis. En jafnvel þótt
einhver ný gögn um málið hefðu
fundist með þeim hætti, hefði það
mátt þykja kynlegt af slíkri nefnd,
að geyma það ekki þinginu sjálfu
að láta það uppi á þann veg og á
þeim tíma, sem þá þætti við
eiga.
Yfirleitt mun víst mega búast
við því, að menn vilji láta fylgja
þessu málefni fram héðan sam-
kvæmt því sem ýtrast eru föng
á eftir þeim lögum, sem gilda nú
fyrir íslendinga sem sambands-
þjóð; Dana — en á þann hátt, að
engum rétti sé þó fyrirgert gagn-
vart fullheimtum á ríkiskröfu
vorri fyrir alþjóðadómi, þegar þar
kemur að. Með þeim hætti get-
um vér notið aðstoðar tímans, og
vaxandi fylgis úti um heiminn,
unz réttlæti fæst um stöðu Græn-
lands innan hins íslenzka ríkis.
—Tíminn.
Áukin búpeningsrækt
Búpeningsræktin hefir yfirleitt
aukist allmjög í flestum löndum á
síðasta ár, eftir hjnum nýjustu
skýrslum að dæma. Tala naut-
gripa á Bretlandi er allmiklu
hærri, en menn vita dæmi til, og
sama er að segja um fjölgun
sauðfjár. Er tala sauðk;inda á
Bretlanri í ár, 884 þús. hærri en í
fyra. Aftur á móti er tala svína
nokkru lægri.
í Bandaríkjunum er tala lamba
tveim miljónum hærri en í fyrra.
Af hagskýrslum canadisku
stjórnarinnar fyrir árið 1925 má
sjá, að tala mjólkurkúa, er um
hundrað þúsundum hærri, en
næsta ár þar á undan. Og svipuð
hefir viðbótin orðið á sviði sauð-
fjáræktarinnar. Tala slátrunar-
gripa hefir lækkað um þrjú hund-
ruð þúsund, en svína alt að sex
hundruðum þús Samt sem áð-
ur, sökum. hærra verðlags, var
sannvirði alls búpenings í Canada
nokkru hærra en árið á undan,
eða $458,000,000, til móts við 411,-
728,000 árið 1924. Á hinn bóginn
er þess vænst, að tala búpenings
hér í landi, hafi aukist til stórra
muna á yfirstandandi ári. Skiln-
ingur bænda í Vesturlandinu, um
nytsemi búpeningsræktarinnar, er
stöðugt að skýrast með hverju ár-
inu sem líður, og spáir það góðu
um bætta efnalega afkomu.
Þegar kornræktin verður rýr,
eða bregst, reynist búpenings-
ræktin sönn hjálparhella, og þess
vegna verður henni aldrei of mik-
ill gaumur gefinn.
$130,000, en nú $350,000 til $400,-
000 á ári. Kostnaðurinn er allur
borgaður með samskotum í Can-
ada, það sem fram yfir er það, er
salan gefur af sér, og árið sem
leið sendi Canada félagið Brezka
og erlenda biblíufélaginu, sem það
tilheyrir, það sem það hafði af-
gangs, sem var $62,000.
Hveitisamlagið.
Söludeild stofnuð i Suðvestur-
ríkjunum.
“The Southestern Miller hefir
það eftir Mr. John Vesicky, for-
seta South West Co-operative
Wheat Growers Association, að sá
félagsskapur hafi nú tekið til
starfa með miklum áhuga. Hér
er um að ræða söludeild hveitis,
sem bændurnir í Suð-Vesturríkj-
unum hafa stofnað, eða hveiti-
samlög þau, er hér greinir: Kan-
sas Co-oper^tive Wheat Market-
ing Association, Colorado Wheat
Growers Association, Oklahoma
Wheat Gorwers ÍAssociation og
Nebraska Wheat Growers Associ-
ation. Þessi söludeild var form-
lega stofnuð í sumar, eftir að
margir fundir höfðu verið haldn-
ir til að ræða það mál, og var
fyrsti fundurinn haldinn í Wich'
ita, Kansas, 12. apríl.
Á fundinum, sem haldinn var í
Wichita, mætti Mr. C. H Burnell,
forseti Manitoba hveitisamlags
ins, og var hann einn af ótal
ræðumönnum á þessum fundi og
skýrði hann fyrir fundinum þá
þýðingu, sem það hefði, að hveiti-
samlögin stofnuðu eina sameigin-
lega söludeld “The South West
Association” hefir yfir að ráða
$200,000, sem tilheyra þessum
fjórum fyrnefndu hveitisamlög-
um. Aðal skrifstofa þessarar sölu-
deildar er í Kansas City, en hún
hefir ejnnig skrifstofur í Wich-
ita, Kansas; Denver, Colorado;
Enid, Oklahoma, og Hastings,
Biblían í Ganada.
Hið góðkunna “Brezka og er-
lenda biblíufélag” hefir nýlega
gefið út ársskýrslu sína, og er þar
meðal annars skýrt frá starfsemi
félagsins í Canada. Þegar Biblíu-
félagið var stofnað, var Vestur-
Canada nokkurn veginn óþekt
land. Það getur þó skpð, að ein-
hver af stofnendum félagsins hafi
talað við einhvern, er séð hafði
Klettafjöllin. Það fyrsta, sem
félagið gerði, utan Norðurálfunn-
ar, var að útbýta guðspjöllum
meðal Indíána kynflokka. Á fyrsta
starfsári félagsins sendi það bib-
líur til hinna harðfengu nýlendu-
manna í Nova Scotia. Félagið
hefir vaxíð og þroskast, eins og
jCanada. Fyrir tuttugu og einu
ári, var öll starfsemi félagsins í
Canada sameinuð undir eina fé-
lagsstjórn og félagið nefnt “Can-
adian Bible Society”. Hefir það
síðan stöðugt unnið að því að út-
breiða biblíuna í Canada, og
þannig tekið mjög öflugan þátt í
kristniboði innan þessa þjóðfé-
lags. Félagið hefir marga menn
og konur í sinni þjónustu, sem
fara hús úr húsi og selja biblíur
og ffciri guðsorðabækur. Þetta
fólk vinnur ekki að eins í bæjum
og borgum, heldur ferðast það út
um allar nýlendur og heimsækir
fólk og reynir að koma biblíunni
inn á heimHin. Það gerir ekkert
til hvaða tungumál fólkinu er
tamast, því félagið hefir biblíur á
svo að segja öllum málum. Árið
sem leið seldi félagjð 38,000 ein-
tök af biblíunni í Sléttufylkjun-
um á þrjátíu og þremur tungumál-
um. 1 hafnaæbjum á austurströnd
Canada hefir félagið áva-lt fólk til
að gefa hverjum innflytjanda guð-
spjöllin á hans eigin tungumáli
og bjóða hann velkominn til lands-
ins. Dr. W. B. Cíooper, sem ev
skrifari Canada biblíufélagsins,
sagði nýlega enskum blaðamanni,
að árið 1908, þegar hann kom til
Canada, hafi 130,000 biblíur ver-
ið seldar hér í landinu, en 1 fyrra
400,000. Tekjurnar hafa vaxið að
sama skapi. Þær voru 1908 um
ir það samið við nálega þúsund
aðrar kornhlöður til og frá í
sveitunum, að höndla hveiti sam-
lagsins. Hveitisamlag þetta hef-
ir einnig allan nauðsynlegan út-
búnað í Leavenworth, til að reyna
og flokka hveiti það, sem samlag-
ið höndlar.
Hver meðljmur þessara fjögra
hveitisamlaga nýtur sömu hags-
muna hvað snertír verðið, sem
þeir fá fyrir hveitið. Vitanlega er
hveitið flokkað eftir gæðum og
fer verðjð eftir því, hve það reyn-
ist. Af hveitiverðinu er að sjálf-
sögðu tekin flutningskostnaður og
annar óhjákvæmilegur kostnaður,
sem á það legst. Fyrsta niður-
borgun, sem bændurnir fá, er 60
prct. þess verðs, sem er á hveit-
inu, þegar það er flutt til mark-
aðar. Til þess að koma í veg fyr-
ir, að hveitið falli í verði, njóta
bændur sérstakra hlunninda, ef
þeir geyma það heima hjá sér.
Þeir fá 2c. á mánuði fyrstu tvo
mánuðina fyrir hvert bushel, 1%
cent næstu tvo mánuðina og 1 c.
fyrir hvert bushel fimta mánuð-
inn.
Meðlimatala þessara fjögra sam-
laga er 14,000, samkvæmt því sem
Mr. Vesicky skýrir frá. Flestir
eru þeir í Kansas, eða 6,500.
Samkvæmt bréfi frá Mr. Ves-
icky tjl Canada hveitisamlagsins,
býst þgtta hveitisamlag við að
höndla hér um bil 15 miljónir
mæla hveitis á þessu ári. Gerir
hann ráð fyrir að meðlimum f jölgi
nú mikið fljótlega, því bændur séu
nú að ganga í samlagið miklu ör-
ara en verið hafi.
Það eru hveitisamlög í Sviþjóð.
Samkvæmt bréfi til “Canadian
Co-operative Wneat Producers”,
frá svenskum jarðyrkjumanni, sem
er að kynna sér hveitirækt í Ban-
daríkjunum, eru bændurnir í Sví-
þjóð nú að stofna hjá sér hveiti-
samlag í líkingu vfið Canada hveiti
samlagið, og er þessi maður að
biðja um ýmsar upplýsingar því
viðvíkjandi.
HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimiiiiniiH
(SJERSTAKAR LESTIR]
= Austur að Hafi
ISIGLT TIL 6AMLA UNDSINS 1
| SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR
= frá Vancouver, Edmonton, Calgary, Saskatoon, Regina
með lestunum austur, sem koma mátulega =
til að ná í jólaferðir gufuskipanna: =
= Fyrsta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 23. nóv., til Montreal, E
= Þaðan 25. nóv. með S.S. “Athenia ” til Belf., Liverp, Glasgow =
Ónnur lest fer frá Winnipeg kl. 10 Lm. 25^ nóv. til Quebec og
“ 5iði:
þaðan fbeint norðurleiðina) með SJS. “Regina’
Belfast, Glasgow og Liverpool.
27. nóv. til =
= Þriðja lest fer frá Winnipeg kl. 4.30 e.m. 2. des. til Halifax, og =
= nær í S.S. “Pennland” 6. des. til Plymouth, Cherb. Antwerp. E
= Fjórða lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 9. des. til Halifax nær E
= í S.S. “Letitia” 12. des. til Belfast, Liverpool, Glasgow, og =
= S. S. “Baltic” 13. des. til Queenstown og Liverpool.
= Fimta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 10. des. til Halifax, nær =
= í S.S. “Antonia” 13. des til Plymouth, Cherbourg, London. =
= SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR alla leið ef þörf krefur. frá =
= Vancouver, Edmonton, Calgary, Saskatoon, Regina, til að ná í =
= S.S. “Stockholm” 5. des. frá Halifax til Oslo og K.hafnar.
= S.S. “Estonia’ 9. des. frá Halifax til Kaupmannahafnar.
= S.S. “Frederik III” 10. des. frá Halifax til Christiansand, =
= Oslo og Kaupmannahafnar. =
= Hvaða umboðsmaður sem er fyrir Canadian Nat. Rv gefur uppL =
= Eða skrifið W. J. QUINLAN, Dist. Pass. Agent, Winnipeg =
rimmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmimimimimmmmirT
-J.111111 ii 11111111 i 111111111 li 111111111111111111111111111111111111111111111111111:1111111111:11111111111^
= TIL
S Gamla Landslns 1
= MEÐ
Nebraska. The Souht West Asso-, Leggndum er boðið að leggja
ciation hefir nýja kornhlöðu í (fram spurningar viðvíkjandi
Kansas City, sem heldur millíón hveitisamlaginu og verður þeim
mælum hveitis, og aðra í Leaven-j svarað í þessu blaði.
worth, sem heldur 500,000 mæl-
um. Félag þetta hefir ejinnig leigt
margar aðrar stórar kornhlöður
,og fjölda af smærri kornhlöðum
til og frá í sveitunum. Einnig hef-
FYRIR JOLTN
og NY-ARID
Sjerstakar Jola-ferdir
= DEC. 7 SS. MONTROYAL
= “ 11 S.S. METAGAMA
= “ 15 S.S. MONTCALM
“ 15 S.S MINNEDOSA
LIVERPOOL
GL ASGOW-LIVERPOOL
LIVERPOOL
CHERBOURG-SOUTH-
AMPTON ANTWERP
SÉRSTAKÍR SVEFNVAGNAR
Verða i brúki alla leið til skipshliðar í Wöst St.
John fyrir þessar siglingar.
SKRIFIÐ YÐUR SNEMMA FYRIR FARÞEGARÚMI
og látið Canadian Pacific Umboðsmann gefa yður =
allar upplýsingar. ' =
CANADIAN PACIFIC f
nimmmmmiiimmmiimmmimmiimimmmmimmmmiiiiimmiimimiiiMÍ'
\
Viðurkendir í Tuttugu og
ORD bílarnir hafa í tuttugu og eitt ár verið
viöurkendir sem hið fulikomnasta, að efniog
gerð, sem framleitt er í þeirri iðngrein.
Vegna þess hve vel þeim hefir verið tekið af
almenningi, hefir það reynst mögulegt að umbœta
þá mikið, án þess verðið hafi verið hækkað.
í dag er helmingur allra bíla, sem notaðir eru
í heiminum, Ford bílar. H ð mikla álit sem þeir
hafa áunnið sér, er stöðugt endurnýjað með nýj-
um bílum, sem altaf halda hinum sömu ágœtu
kostum að efni og gerð, sem hafa reynst óbrigðulir
í meir en tvo áratugi.
Fólksflutningsbílar - Flutningsbílar - Dráttarvélar.
FRAMLEIÐSLA SEM HEFIR SÖGULEGT GILDI
&
umi: