Lögberg - 21.10.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.10.1926, Blaðsíða 2
BIs. 2 LÖGBEBG FIMTUDAGINX 21. OKTOBER 1926. Gaman og alvara. Eftir Rúnólf Marteinsson. ÍNokkuð af því sem hér fer á eft- ir, var flutt sem samkohm-erindi I. okt. síðastl, í Seattle,—R.M.] Þannig nefndist fyrsta bókin, sem eg Ias. Það er að segja, eg stafaði, stautaði og staglaði í henni. Þá var eg barn 'heima á 1 landi. Nú er eg dálítið eldra barn, vestur á Kyrrahafsströnd Amerfku. í gömlu bókinni, sem eg rýndi í, var margvíslegur fróð- leikur og ýmislegt til að brosa að, Þeim, sem muna eftir gömlu bók- inni, kemur eflaust í hug, að eg sé ofdirfskufullur að gefa þessum útúrdúrum mínum'heiti, sem hef- ir átt svo veglegan félagsskap, en það eru margir Jónar til meðal íslendinga og þeir eru ekki allir á sama göfugmenskusti^i. Eins 'má nota “gaman og alvara” í ýmsu sambandi. Með þessu heiti mælir það sérstaklega J mínum huga, að þó sumt í þessari frásögu minni sé sagt í fullri alvöru og öllum full-jjóst, að það sé tilfellið, vil eg taka mönnum vara fyrir því, að gjöra alvöru úr gamninu. Þeir sem hafa auð fjár og nóg- an tíma, geta ferðast þegar þeim lizt og hvert sem þá langar til að fara; en við hinir verðum að sæta tækifærum, ef svo skyldi fara að þau bæri að garði. Tækifærið til að ferðast um nokkurn hluta af Kyrrhasströnd Amerjku sýndist síðastliðið vor vera, að minsta kosti nær, en þegar eg var austur í Manitoba. Síðastliðinn vetur dvöldum við hér í Seattle, konan mín og eg. Það var að minsta kosti óvfst, að hún kæmi hingað vestur aftur,. Eg atldi því líklegt, að tæpast fengi hún annað tækifæri til að. sjá stóran hluta þessarar strandar. Hennar vegna og mín var því löngunip sterk hjá mér að ferðast um áður en við legð- um á stað austur aftur, í síðast- liðnum júnímánuði, og var nú hugurinn sterkastur að sjá Cali- forníu. Tvens konar erfiðleikar risu upp sem þröskuldir á veginum: dýrt far og peningaskortur. Úr þessu rættist samt furðan- lega. Fyrir happ og hendingu hitti eg Mr. Choate, sem stýrir skrifstofu Canadian National jármbrautanna hér í Seattle. Hann benti mér þegar í stað á mjög niðursett far, sem gilti fyr- ir sumarmánuðina. Á því far- bréfi, sem eg keypti af honum, fór eg suður til Californíu, austur til Winnipeg og svo vestur til Se- attle í haust. Hvað hinu atriðinu viðvíkur, flaug mér í hug, að það kynni að verða mér eitthvað til liðs, að flytja samkomuerindi þar er íslendingar á þessari ieið ættu heima { nokkrum verulegum hóp- um Tæpast þorði eg nú að á- ræða þetta, ekki sízt vegna þess, að ekki var kostur á nokkrum nægilegum dugnaði til að undir- búa mig eins og skyldi. Þegar út á hólminn var komið, hafði eg ekki annað til að bera fyrir mig, en tvö stutt erindi, annað á ís- lenzku, hitt á ensku, sem eg hafði flutt hér í Seattle. Alstaðar, þar sem af samkomum varð, leituð- umst við hjónin við að bæta upp það, sem á vantaði, með söng ís lenzkra ljóða. Að vísu voru það samkomugestirnir, fremur en við, sem lögðu til sönghljóminn. Þeir borguðu því að nokkru leyti fyrir það, sem þeir sjálfir unnu, enda mun það oft tilfellið, að það er ekki minni sæla að gefa en þiggja, Víðast hvar voru bornar fram á- gætar veitingar í sambandi við samkomur þessar, og jók það mjög á ánægjuna. Þar sem það var ekki gjört, voru þær mun daufari. Eg held að andatrúarmennirnir tali um útfrymi. Ekki er eg viss um að eg skilji það hugtak rétt; en eg hefi óljósa hugmynd um, að með því sé átt við einhverja stráuma, myndir, eða persónu- magn, sem streymir út frá mönn- um, með mjög misjöfnum ’mæli, eftir því hvað menn eru áhrifarík ir. Eg bið spíritista afsökunar, ef eg skyldi, með þessum orðum vera að lýsa mínum eigin (hug- myndum, en alls eigi þeirra; en það, sem eg er að komast að, er það, að góðgjörðirnar, ef til vill sérstaklega kaffið, losa um út- frymi gestanna, leysa það úr læð ingi, svo persónu - hlýleikinn streymir frá einum til annars og menn finna til þess, að það er gott að vera komnir saman. Þegar eg { síðastliðnum febrú- armánuði var staddur í Blaine, í brúðkaupi séra Halldórs John- sonar, hitti eg þar Mrs. önnu Har- . vey, forseta íslenzka kvenfélagsins í Vancouver, B C. Þessi samkomu- hugmynd mín barst þá í tal og hvatti hún mig sterklega til að ráðast í þetta og bauðst til að styðja að þessu, eftir mætti, í Vancouver. Það var fyrsta hvöt- in, sem eg fékk frá öðrum, til að leggja út á þennan hála ís. Svo þegar hugrekkið fór að örfast lít- ilsháttar, fór eg að skrifa ýmsum íslendingum í suðurlöndunum, til að komast eftir áliti þeirra um tækifæri mitt til að græða fé á samkomum meðal þeirra. Það gjörði. eg meðal annars eftir sterkri áeggjun íslenzkrar konu frá National City í Calforna-ríki, sem dvaldi hér 1 Seattle nokkurn tíma síðasyiðinn vetur, Mrs. K. Magnússon. Samhljóða álit helztu íslendinga í Los Angeles fékk eg fljótt og með góðum skilum, að þetta væri mesta óvit fyrir mig, enda leit eg svo á, að með því væri búið með þessa suðurferð mína, það ætti ekki að liggja fyrir okk- ur hjónunum að sjá hina sólríku California með augum líkamans. Innan skamms fékk eg samt bréf frá vini mínum í San Diego, Gol. Archibald Orr. Hafði hann verið námsmaður á Wesley College í Winnipeg, þegar eg var þar kenn- ari, og var eg þá einn af kennur- um hans. Hefir hann reynst mér tryggur og góður vinur ávalt síð- an. Hann hvatti mig til að koma og hét fylgi íslendinganna í San Diego 0g National City. Við það bréf lifnaði á ný svolítill vonar- neisti, sem varð að loga vissunn ar, þegar eg hittí Canadian Nat- ional manninn, sem áður er getið 0g sem reyndist mér frábærlega hjálpsamur. Hátíð er til heilla bezt. Á drotn- ingardaginn lögðum við á stað frá Seattle. Þannig nefndum við í gamla daga í Winnipeg 24. maí, fæðingardag Victoríu drotningar. í þann tíð var það langhelzti skemtidagurinn á árinu fyrir ökk- ur, og þó hún sé nú fyrir löngu komin undir græna torfu, eða þá í fína grafhvelfinte, er 24. maí enn skemtidagur í Canada. “Himininn var heiður og blár, og hafið var skínandi bjart”, þeg- ar við stigum á skipsfjöl í Seattle áleiðis til Victoria. Mr. Christian Sivértz, sem eg hafði ekki -séð síð- an hann var ungur maðúr;, gat haft upp á okkur í mannþröng- inni í Victoria, þegar við stigum á land þar. Við vorum á sama skipi yfir Atlanzhaf, þegar við báðir yfirgáfum ættlandið. Eg var þá fyrirferðarlítill drenghnokki, en hann glæsilegur ungur maður. Eitthvert seiðmagn dró mig að honum, en eðlilega mundi hann ekki eftir því, að hann hefði nokkurn tíma séð mig. Nú var hann prúður og fríður og öldungs legur, en eg var nú svona eins og eg er og ýmsir þekkja, því þó til séu íslendingar í Seattle, sem ald- rei hafa séð mig, eru þeir þó býsna margir Vestur-íslendingarnir, sem hafa orðið fyrir þeirri ánægju, ékki sízt þegar. eg hefi verið að benda þeim á gultvægt tækifæri til að styrkja Jóns Bjarnasonar 3kóla. Við áttum yndislegar stundir á heimili þeirra Sivertz-hjónanna, 0g þangað kom nokkur hópur Is- lendinga um kvöldið. Rétt um það leyti voru tveir synir þeirra hjóna að útskrifast frá McGiIl há- skólanum í Montreal, með dokt- ors nafnbót í heimspeki. Eru þeir báðir sérfræðingar í efnafræði, hafa uniaið sig afram með hinni mestu snild. Er nú annar þeirra kennari við háskólann í þessu rfki, Washington. • Morguninn eftir kom íslenzk kona, Mrs. Rósa Semple, með bíl- inn sinn, og flutti okkur einar 13 mílur út á land og sýndi okkur eitt hið fegursta, sem eg hefi séð hér vestra, eða nokkurs staðar. I nokkuð þröngum, skógivöxnum dal með háar, brattar hæðir beggja vegna, er heimili manns, sem heit- ir Bjirchherdt. Umhverfis heimil- ið eru hinir fegurstu blómareitir, með nærri takmarkalausri til- breytingu. Nokkurn spöl þar frá fór fram, til margra \ára, sements- gjörð. Nú eru þau hús auð og tóm/ og ekkert starfað að því verki; en meðan að þessu var unnið, ypr efnið tekið slcamt frá verkstæðinu, þangað til þar var eftir stór og djúp og ljót gryfja. Eigandanum datt í hug að sumum ljótustu gryfjum mannfélagsins mætti breyta í heimkynni guð- dómlegrar fegurðar, og einmitt þarna sá hann tækifæri til að upp- mála þá dæmisögu. Nú er þessi foma gryfja orðin hinn fegursti blómagarður; grænir fletir, dásam- legt blómaval. Ýmsar laufagrein ar flétta sig eftir klettaveggjun- um, en hylja þá ekki með öllu, svo áhorfandinn eigi kost á saman- burði. Á fletinum er einn all-stór drangur, sem orðið hefir eftir, þegar sements efnið umhverfis hefir verið tekið. Hann er nú að miklu leyti þakinn blómum, en götur liggja upp, svo maður get- ur farið upp á kollinn og horft yfir dalinn frjða. Garðarniir eru eign Burch- hardts kostaðir að öllu leyti af honumy en almenningur á þarna frían aðgang alla daga. Spaugi- og til að létta á manni fegurðar- þunganum; lækir renna á ýmsum stöðum og mipna á bæjarlækina á íslandi. Allsstaðar eru sæti, svo svo menn geti hvílt sig og enn fremur skálar. Lengi hélt eig- andinn þeim sið, að gefa gestum sem vildu, te og brauð. Það var la.unað af þeim með því, að stela öllu leirtauinu, svo, eftir all-ítar- legar tilraunir, mátti eigandinn til að hætta uppteknum hætti. — Þannig er göfugmenska stundum launað., í manneðlinu eru til ó trúlega lélegir drættir. Þó eg móðgi alla íslendinga i Seattle og alla vini mína í Cali forníu, get eg ekki varist þeirri staðhæfing, að ekkert annað, sem eg hefi séð hér á Kyrrahafs- hafsströndinni, hefir haft eins mikil áhrif á mig eins og Burch- herdt Gardens.” I Vancouver dvöldum við hjá frænku konunnar minnar og manni hennar, Mr. og Mrs. J. C. Reilly. Er hann lyfsali, en hún hjúkrunarkona og vinna bæði af miklum dugnaði. Samkoman var haldin í Iúterskri kirkju. Aðsókn var góð. Hitti eg þar gamla vini: Árna Friðriksson, Guðmund And- erson, Eggert Jóhannsson, Jón Johnson, Miss Maríu Anderson, Miss Helgu Johnsort, auk Mrs. Harvey, sem áður er nefnd, og marga, marga fleiri. Voru sumir svo góðir, að láta í ljós ánægju sína yfir því, er eg flutti. Kaffi- veizla, með ræðum og söng, var svo haldin í kjallarasal kirkjunn- ar og var þar fjör og skemtun á ferðum. Mr. Friðriksson stýrði, en kvenfélagið lagði til góðgjörð- irnar. Hlýr vinsemdarblær and- aði um allan hópinn. Á eina konu, sem var á sam- komunni, vil eg leyfa , mér að minn ast sérstaklega, með íáum orðum. Það er Mrs. Estella Dur- kin, kona Douglas L. Durkins, rit- höfundarins. Hún átti ensk- canadiskan föður, en íslenzka móð- ur, dóttur Baldvins heitins Helga- sonar. Ung misti hún móður sína, en naut móðursystur sinnar, sem annaðist hana og kendi henni is- lenzku. Hún tútskrifaðist af' Manitoba háskólaum. Þau hjón- in eiga þrjá efnilega drengi. Mrs. Durkin er afbragðs gáfuð og skáldhneigð kona. Síðast liðinn vetur stundaði hún níám við há- skóla British Columbia og lauk þvj sem krafist er fyrir meistara- nafnbót. Nú eru þau flutt til Berkeley í California-ríki, og held- ur Mrs. Durkin áfram námi við háskólann þar. Hún leggur sér- staka stund á sálarfræði barna. Hún ann íslenzkum bókmentum. Rigning skemdi dálítið útsýnið, meðan við dvö ldum í Vancouver. Konan mjn heldur, að alt af sé rigning í þessari borg, vegna þess, að þegar við komum þar í fyrra- haust, var rigning, í vor, þegar við komum, var rigning, og í hau.st, þegar eg kom, var rigning. En það ef tóm ímyndun að þar rigni alt af. • Þegar eg var þar í haust, fékk eg einn dag yndislega bjartan. Þá stóð eg uppi á þak- inu á Vancouver Hotel, og fékk útsýni yfir borginao sem seint mun gleymast. “Yfirbragðs mikil til að sjá” var hún í glitrandi sól- skininu: risavaxnar byggingar, spegilfögur höfnin, norður-Van- couver hinum megin og fjöllin þar fyrir ofan, English Bay, Stanley Park og aðrir tangar fyrir vest- an. Mannvirki og náttúrudýrð haldast þar í hendur. Nú er Can- adian Pacific járnbrautarfélagið aÓ byggja þar eina hina mestu haf skipabryggj u á vesturströnd Ameríku. Á Point Roberts gistum við hjá Mr. og Mrs. J. S. Mýrdal, en Jón- as Sveinsson sótti okkur til Lad- ner, sem er smábær við Frazer- fljótið. Þar hitti eg vin minn og samverkamann í kirkjustarfinu hér í Seattle sjðastliðinn vetur, guðfræðanema Kolbein Sæmunds- 8on. — Á Point Roberts er fagurt o^ sveitarlegt. A1 tbendir til þess að fólkinu líði þar vel. Þaðan fórum við með flutnings- bát til Bellingham. Var það lífs- háski að fara ofan í blátinn, því hann var svo langt ífyrir neðan bryggjupallinn, að mjög langan stiga þurfti til að framkvæma þennan niðurgang. Eg man ekki hvað marga eflda karlmenn þurfti til að styðja konuna mjna, svo henni væri borgið. Ekki var þröngt um okkur á skipinu, því við hjónin vorum einu farþeg- arnir. Ef í hart hefði farið á milli okkar, þýst eg samt við að skipstjórinn hefði komið til að skakka leikinn. f Bellingham var enginn til að mæta okkur. Eg hafði gjört eitt- hvert voðalegt glappaskot í sam- bandi við þess háttar ráðstafan- ir. En eg hljóp í símann og hljóð- aði £il gamals skólabróður míns fdá Chicago, ^em heitir Holl og er lúterskur prestur þar í bænum. Við vorum nágrannar í presta- á móti mínu. Komum við þá iðu- hjálmur Stefánsson éöa leg líkneski eru hér 0g hvar, eins g^öianum. Herbergi han3 var rétt lega hvox til annars, og hafði hann ætíð spaugsyrði á vörum, er við hittumst. Hann áfendi fljótt son sinn í bíl til að sækja okkur, og þegar við komum heim undir hús- ið, stóð hann berhöfðaður meo gljáandi skalla úti lá frampallin- um og við hrópuðum hvor til ann- ars eins og í gamla daga. — Hjá honum og hans góðu konu vorum við þá nótt og í kirkjunni hans höfðum við samkomuna. Það var húðarrigning um kvöldið; en eg hélt, að Washington-menn væru ekki hræddir við rigningu. Það voru sjö sem komu, og er það falleg biblíu-tala, þó eg hefði gjarnan viljað sjá fleiri við- stadda. Morguninn eftir heim- sóttum við æsku-vinkonu Mrs. Marteinsson, Mrs. Lúðvigsop, er býr þar með börnum sínum. Um Blaine skal eg vera fáorður í þetta sinn. Eg hefi áður sagt frá vinahótum og mannfagnaði þar, enda eru íslendingar svo margir þar, að það væri enginn leikur að velja þá alla, sem leiða skyldi fram á sjónarsviðið. Þang- að er ætíð gaman að koma, og ým- islegt ánægjulegt að horfa á, breið steinlögð stræti, snýrtileg heimili, fagurt útsýni, ekkí sízt þegar maður er kominn út fyrir bæinn, voðalegar leirur, þegar út- flæði er, Caftada rétt við norður- röð bæjarips og ekki sízt “friðar- boginn” fá. landamærunum. Með því á eg ekki við þann, sem nefnd- ur er “gulur, rauður, grænn og blár” í loftinu, heldur við boga, sem gjörður er .úr sementsteypu og stendur á jörðinni, nákvæm- lega yfir línunni, sem aðskilur Bandaríkin fhá Canada. Hann var reistur þar, þegar friður hafði staðið milli þeirra í 100 ár, árið 1914, til merkis um ódauðlega vináttu, beggja þjóðanna. Veraldleg fatsæld Blaine-búa, er nú hraðskreið í framfaraáttina. Er það alt að þakka mörgum þús- undum snjóhvítra jarðneskra engla, með dálitlar rauðar krón- ur. Með föðurlegri og móður- legri umhyggju eru þessi litlu vængjadýr alin samkvæmt nýj- ustu reglu nútíðarvísinda og var- in öllu því, sem geti orðið þeim til ama. Ogí svo launa þau um- önnunina með snjóhvítu gulli. Eini íslenzki þingmaðurinn í Washington-ríki, Andrew Daníels- son, ekta Islendingur í knáleik og drenglyndi, tók á móti okkur. Hjá honum og Mrs. Daníelsson var vissulega gott að vera. Við vorum einnig nótt hjá Páli Sí- monarsyni og'konu hans Sigríði, dóttur séra Brynjólfs heit. Jóns- sonar móðurbróður míns, sem all- an sinn pressskap var í Vest- mannaeyjum. Hjá þeim erum við ætíð komin heim til okkar. Sóknarpresturinn, séra Halldór Johnson, og frú hans, voru ekki heima. Við höfðum brauðaskifti þlá helgi, hann suður í Seattle í minn stað, en eg að prédika fyrir hann í Blaine. Guðsþjónustu flutti eg þar sunnudaginn 30. maí og um kvöld- ið sto^naði eg til fyrirlestrar- samkomu. Guðsþjónustan var vel sótt, en fátt var um kvöldið. Menn höfðu hugmynd um, að eg ætlaði að fara að tala um Jóns Bjarna- sonar skóla og leizt ekki á blik- una. Orðið hefi eg þess var, að sum- ir menn álíta að eg hafi einhvers- konar kraft í sambandi við það mál. Einn maður fyrir austan sagði, að eg væri talinn svo á- sækinn og ófyrirleitnn í mínu fj'ársöfnunarstarfi, að það væri hér um bil óhugsandi að neita mér. Annar maður hér vestra, var svo hræddur við, að eg talaði um skólann, að hann sagðist þvo hendur sínar af nokkurri þátttöku í samkomu minni, ef eg mintist á það mál. Eg tel það mér stóran sóma, að fá svona viðurkenningu um máttuga tungu og máttugt starf til aðhlynningar því máli, sem mest hugrekki og mesta trú á, íslenzkri menningu og íslenzkri kirkju hefir sýnt, af öllu því, sem Vestup-íslendingar hafa leitast við aíi gjöra, fyr eða síðar, enn sem komið er. Eg þakka fyrir þann sóma, sem mér er með þessu sýndur, eins fyrir því þó eg finni til þess, að eg verðskulda hann Josepdi Thorson heföi setið í sæti Heims'kringlu ritarans (eða rit- stjóransj, og einhver ónefndur, á meðal hinna*. hljúgu og lítillátu, sem gera það aö lifsstaríi sínu að_ ferðast í kring til þess að auka samúö og góðvilja, og sannari skilning á meðal allra þjóða. Ef einn af þessum ljóselsku verndar- vættum heföi komið til Josephs eða Vilhjálms og hvíslað aö þeim: “þér er óhætt að reiða svipuna vægðarlaust að Aðalsteini fyrir þessar ritsmíðar í “SÖgu”. Hann tilheyrir víst engum íslenzkum þjóðræknisflokk. Hann á líklega ekki marga vini á rpeðal okkar fólks.” “Okkar frjálslynda óhlutdræga mentamála málgagn tapar vdst ekki mörgum kaujændum fyrir það.” Mér er óhætt að fullyrða, að hvorugur þessara manna hefði tekið svona Iagað hljóðskraf mikið til greina. Vilhjálmur og Thor- son eru Jbáðir mentaðir hér í þessu landi. Hafa notið útsýnis af þeim sjónarhæðum, sem veitir greina- glöggum og góðviljuðum mönnum skilning til þess að “vita hversu mikið þeir þurfa að vita til þess að vita hversu lítið þeir vita.” Það er stundum kvartað undan því, að nemendur komi hér út úr hærri skólum með litla mentun— lélegt veganesíi. að eins ofurlitinn Iærdóm. En hrokafujlir gikkir eru hér svo sjaldséðir á meðal skólagenginna manna, að þeir mundu vera taldir konungs ger- semi. “Þar á andinn óðul s?n.” Konungs bæna-vinir, litið í kring um ykkur. — Ef einhverjum að tjaldabaki finst að það vera pólitikst ósam- ræmi í þessum linum, þá er hann vinsamlega beöinn að virða til betri vegar, því þar er einfeldni en ekki illvilja um að kenna. A. K. Mæður— hafið gát hörundi barnanna s a GÆTTU þess vandlega, að skinnið á barninu þínu sé heilbrigt hreint og fallegt. Líttu á allar skeinur og xaun sem sjukdomshættu og notaðu við alt slíkt hið fræga meðal Zam-Buk. Það er mikil blessun fyrir mæðurnar að hafa þetta góða meðak Það kemur í veg fyrir. að litlar skeinur verði að miklum sarum. Það græðir fljótt og áreiðanlega. Það er auk þess aflmikið og þó hættulaust og várnar því, að fcættulegir huðsjukdomar nái sér niðri. Læknið kláða strax. Annars fer illa. Tn að lækna væru í hðfði, eczema, hringorma og aðra slika sjukdoma, sem algengir eru í börnum, er Zam-Buk agætt. Þao utrymir óþægindum, læknar sár 0g sjúkleik og kemur skmmnu aftur í rétt horf. Notaðu Zam-Buk við skurði, mar, bruna'sár og öll sár á nolctiiiu. Pað stoðvar blóðrás. kemur í veg fyrir bólgu ocr sarmdi og ^ræðir flótt og vel. Hefír og reynst gott við eitruðum sarum, graftrarkýlum, acne, psorasis, boils, ab- scesses,- bad legs, piles. — Alstaðar fyrir 50c askjan. Æfiminning. Valgerður Vívatson. ekki. (TVleira.) Vinarávarp til Heimskringln “Immigrant.” Þegar eg las ummæli S. H- f. H- í Heimskringlu, um tvær smá- greinar eftir mig í tlímaritinu “Sögu”, þóttist eg undir eins vita, að þarna ætti unglingur, sem ný- legá væri kominn til þessa lands, leik á borði. Dnó eg þá ályktun af ákafa—svo maður ekki segi ofstopa—þeim, sem fram kom í þessum stóra dóm. Drengir láta sjaldan tækifæri ónotuð til þess að tilkynna tungumála þekking sína. Datt mér þá í hug' ef Vil- 6. maí 1859—14. sep. 1926. Sá sorgaratburður skeði að Svold í Norður Dakota, þriðjudaginn 14. sept., að Valgerður Magnúsdóttir, eiginkoná Haljdórs Vívatssonar, andaðist á heimili sínu þar, eftir all-langvarandi heilsubilun. Valgerður slál. fæddist 6. maí 1859 á Eýrarbakka í Árnessýslú á íslandi. Foreldrar hennar voru Magnús Mágnússon og Rannveig Jónsdóttir, sem þá bjuggu á þeim stöðvum, og ólst hún þar upp hjá foreldrum sínum. Haustið 1878 giftist Valgerður eftirlifandi eig- inmanni sJnum, Halldóri Vívats- syni, og bjuggu þau næstu 4—5 árin á íslandi; en fluttust til Ame- ríku sumarið 1883, og þá beina leið á þær stöðvar í N. Dak., þar sem Svold pósthús nú er, og hafa þau ávalt búið þar síðan, þessi 43 ár. Halldóri og Valgerði varð tíu barna auðið, én af þeim dóu tvö í æsku; hin átta lifa móður sína og syrgja hana *nú ‘ásamt með öldr- uðum föður sínum. öll eru börn- gift, nema hið yngsta; og eru þau hér talin eftir aldri: Guðmundur, kaupmaður, Svold; Magnea, gift Jóni Guðlaugssyni að Akra; Berg- ina A., Gift Hans Jörgenson í Grand Forks; Halldór, bóndi að Svold; Ingibjörg S., gift Sigur- birni Dínussom að Svold; Bjarni W., í Hensel; Marsella R-, gift William Omara í Pierre, S. Dak, og Anna M. í Rochester, Minn. Valgerður sál. átti sex systkini á íslandi, fjórar systur og tvo bræður; öll komust þau til full- orðinsára; að eins eitt þeirra syst- kina er nú á lífi, Jónína, ekkja jóns Hannessonar, og lifir hún á Eyrarbakka. Valgerður sál. var ágætis kona. Hún var hin ástríkasta eiginkona og móðir, og var því fráfall henn- ar. mikið harmsefni eiginmannin- um og börnunum og öðrum ást- mennum hennar. Lengi höfðu þau hjón búið lá þessum stöðvum, var hún líka öllum vel kúnn í þvl nágrenni, og að góðu einu; því þau hjón höfðu ávalt verið félags- lynd og hjálpfús, og ásamt með börnum sínum tekið mikinn og góðan þátt í félagslífi bygðarinn ar. Um langt skeið höfðu meðal annars verið starfandi með- limir Péturssafnaðar. Vinsældir hinnar látnu og fólks hennar leyndu sér heldur ekki, þegar jarðarförin fór fram, því þar var viðstatt mikið fjölmenni, og hjá fólkinu mátti n»erkja bæði mikinn söknuð og mikla hluttekningu. Hin látna var jarðsungin af séra Haraldi Sigmar sunnudaginn 19. september. Var fyrst kveðju at- höfn á heimilinu, síðan í kirkju Péturssafnaðar, og svo var hin látna lögð til hvíldar í grafreit Péturssafnaðar. Fjölda margir fagrir blómsveigar prýddu kist- una og báru vott um ástarþel ’ætt- ingjanna og vinanna, og um vin- sældír hinnar látnu. 1— Drottinn blessi minningu hennar. Reykjavíkur blöði eru beðin að taka upp þessa æfiminningu. H. S. Vígsla sjúkrahússins. í Hafnarfirði. Mintist hann á starf Sct. Jós- epssystranna, sem gefið hefðu al- eigu sína, sem lifðu í fátækt og helguðu alt líf sitt og starf, til þess að lfkna og hjúkra sjúkum 0g bágstöddum. Síðan steig Bistrup sjóliðsfor- ingi upp á tröppurnar. Afhenti hann spítalanum til eignar ís- lenzka fána að gjöf. Er fáninn gjöf frá flotamála-stjórninni dönsku. Þakkaði Meulenberg gjöfina með nokkrum vel völdum orðum. Hélt hann fánanum hátt og mælti á þá leið, að þessi fáni myndi vera einasti þjóðfláni sjálfstæðs ríkis, er óflekkaður væri af blóði nokkurs manns. Var fáninn síðan dreginn að hún. Því næst söng söngflokkur “Óf guð vors lands” og “Kong Christian”. Þvf næst töluðu þeir Magnús Jónsson bæjarfógeti og Guðmund- ur Björnson landlæknir. Þakkaði bæjarfógeti rausn þá og um- byggju, er Sct. Jósephs.systur Af athöfn þeirri sýnir Morgun-1 sýndu með spítalabyggingu þess- blaðið í Reykjavík mynd og lýsir ari. — Landlæknir talaði um hið henni á þessa leið: Síðastliðinn sunnudag, 5. sept., var spítali Sct. Jósepssystra í Hafnarfh-ði vígður að viðstöddu fjölmenni. Kl. 3 byrjuðu gestirnir að hóp- ast að spítalanum. Voru þar veit- ingar framreiddar. Gengu menn um spítalann, hátt og lágt, og dáðust mjög að því, hversu alt var þar prýðilega vandað, og vel úr garði gert. Flestar sjúkrastof- ur eru með tveim rúmum, að eins tvær stærri, með 8 rúmum hver. Langt mál yrði það, ef lýsa ætti öllum þessum vandaða spítala, og verður það að bíða sjðari tíma. Kl. 4 byrjaði vígsluathöfnin.— Söfnuðust þá allir gestirnir sam- an fyrir framan spítalann. Meðal þeirra var Magnús Guðmundsson ráðherra og frú hans. Þar var og sendisveitarritari Hans Wenck. Athöfnin byrjaði með þvi, að prestarnir í Landakoti, kórdreng- ir þaðan 0. fl. gengu í skrúðgöngu úr kirkju spjtalans. — Voru þeir í fullum skrúða, með fána sína og tilfæringar þær,, sem við 'áttu, og var Meulenberg præfekt fyrir þeim. Gengu þeir upp á tröppur spít- alans og skipuðu sér sitt hvoru megin við innganginn, en Meul- enberg præfekt stóð fyrir fyrir miðjum dyrum. Að baki honum í anddyri spítalans stóðu St Jós- epsysturnar. Flutti Meulenbeeg pæfekt síð- an stutta ræðu. Var ræða hans hin skörulegasta. Hann mælti á íslenzku 0g dáðust margir að, sem eigi vissu áður, hve gott vald hann hefir á málinu. Ræða hans var ekki löng, en kjarnyrt. Skýrði hann frá tildrögum spít- alabyggingarinnar. Upprunalega var ætlunin að byggja spítalann ofar á túnini, en það var ekki hægt að koma því við. 'mikla Iíknarstarf, er Sct. Jóseps- systur hefðu unnið hér á landi. Rakti hann í fáum dráttum sögu Landakotsspítala. — Yfir 14 þús. sjúklingar hafa fengið hjúkrun á þeim spítala, þessi 24 ár, sem hann hefir starfað. Að svo búnu fór hin eiginlega vjgsluathöfn fram, með latínu- söng klerkanna og öðrum kaþólsk- um siðvenjum. — Veður var hið bezta meðan á athöfninni stóð. ATHUGIÐ! VV. II. Scanlan J. I‘\ McComb Ef Vörugæði og bezta afgreiðsla hafa nokurt gildi í yðar aúgum, þá mujnuð þér kaupa hjá öss Alfatnaði og yfirhafnir $24.5# til 39.50 „!npp Vorar miklu byrgðir gera yður hægt með að velja úr. Vér veitum Vér spörum liestu afgrciðslu. yður peninga Vér seljum fyrir peninga. Vér seljum ódýrt.. Komið inn og litíst um. Scanlan & McComb Men’s Better Clothes for Less 357 Portage við Carlton. UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|L I SKREYTIÐ HEIMIUÐ. I E Það er á vorinað menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili #ín. — E Draperies, blaejur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl. 1 HREINSAÐ 0G LITAÐ. - FUÓT AFGREIÐSLA. | 1 Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. 1 = 324 Yonng St. W. E. THURBER, Manager. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 = Kallið upp og fáið koatnaðaráœtlun. — ^au .Tmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiimiimiiiiiiiiiiyiiimiiirc

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.