Lögberg - 21.10.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.10.1926, Blaðsíða 7
LnORKRG FIMTUDAGINN, 2i. OKTOBER 1926. Bls. 7 Frá Ítalíu. 11. Mussolini. Þegar eg í vetur ætlaði suður til Róm, voru margir, sem öfunduðu mig. “Ó, hvað þú átt gott. Eg vildi eg mætti vera með þér. Þú heilsar auðvitað upp á Mussolini.” Svona sögðu kunningjarnir. Og m'ér fanst von, að þeir vildu vera með. En hvorki ætlaði eg mér þá að heils'a upp á Musslini, né held- ur hlakkaði eg til að sjá hann. Því að eg var þeirrar trúar, að ekkert væri við þann mann; öllu fremur hafði eg andstygð á hon- um og ímyndaði mér hann sem ó- svífinn æfintýramann og leikara, er léki á fáfróða alþýðu og hefði hana að ginningarfífli. Þessi mynd hafði skapast í huga mér af ýmsu misjöfnu, sem eg hafði um hann lesið og fyrir myndir, sem eg hafði séð af honum. Það vai; því fjarri mér að sækjast eft- ir að sjá þenna mann. Eg hugs- ^ði mér, að þó hann bæri mér fyr- ir augu, þá mundi eg ekki gefa honum meiri gaum en ýmsum kon- ungum eða skartklæddum höfð- ingjum, er eg hefi séð, og senni- lega rnundi eg fá á honum meiri óþokka en áður, þessum harð- stjóra og *fanti, sem sagt var að hefði ofsótt og fjötrað saklausa menn, látið húðstrýkja ýmSn rit- stjóra og máske hengja suma, sér- staklega ef þeir voru samvinnu- menn. Eg hafði fengið andstygð (á þessum peia. Bégrstaklega þó eftir morðið á Mrtteotte (því mér fanst sá hálfnafni minn eins og náskyldur mér). Vist langaði mlg ekkert til þess að sjá Mussolini, slíkan erkifant, og mér fanst í rauninni sanngjarnast, að hann fengi að sæta sömu forlögum og Jón biskup Gerreksson hjá Spóa- stöðum forðum. Eg fór til ítalíu og hingað er eg aftur kominn. Og eg sá Musso- lini. Eg komst ekki hjá því að sjá hann og heyra. Og enn meira heyrði eg um hann talað og að honum dáðst, áá hve margir hafa mætur á honum, og hve miklu góðu hann hefir komið til leiðar á ítalíu á fáum árum. Nú þegar allir spyrja mig frétta úr suðurferðinni, þá eju það svo afarmargir, sem spyrja fyrst og fremst: “Sástu Mussolini? Og hvernig leizt þér á hann?” Eg svara þessu í stuttu máli þannig: Eg sá marga merkilega hluti á ít- alíu og marga góða menn, en af engu varð eg eins hrifinn eins 0g af Mussolini. Af hverju? Af því 4 hann er höfði hærri en fólkið og af því fólkið finnur það og sýnir honum. í vaxandi mæli hlýðni og .hollustu, magnar hann til dáða. Og mér er alveg sama þó eg héyri einhverjar misjafnar sögur af honum. Það er vitanlegt, að fjöldí ýmsra flokksblaða víðsveg- ar um heim rægja hann á allar lundir og tínir upp allar lygasög- ui^ sem um hann myndast. Það er logið milli búrs og eldhúss, hvað þá alla leið frá ítalíu til Is- lands. Og aðgætandi er, að þó Mussolini sé um eitthvað kent, þái er það oftar að kenna ýmsum óhlutvöndum mönnum í flokki hans. Þar er misjafn sauður í mörgu fé, og fara sumir lengra en góðu hófi gegnir. Kann þá stund- um að fylgja “beinbrot eða bani.” Slíkt getur Mussolini ekki ætíð hindrað. Það má ekki kenna vél- stjóranum, þó einhver meiði sig á vélinni, eða þó einhver vísvitandi álpist undir vagnhjólin. Eg trúi því, sem eg sá á ítalíu | að mæta fyrir hönd konungs til og heyrði góða heimildarmenn | að bjóða okkur læknana vel- segja mér, að ef Mussolini væri! komna Á við svefnleysj, taugaveilun og ofþreytu. Loks er nýtjt meðal fundið, sem hjáípar fólki þúsundum sam- an og gefur því aftur góða heilsu; oft á fáum dögum. V Ef þú átt bágt með svefn og ef þú finnur til taugaóstyrks og þreytu á morgnana, þá farðu beint til lyfsalans og íáðu þetta nýja meðal, Nuga-Tone. Þig mun stór- lega furða hve fljótt og vel það verkar. Það veitir endurnærandi ^terkar; gefur góða matarlyst og svefn; gerir taugarnar stæltar og kemur meltingarfærunum í gott að. Þetta nýja meðal, Nuga-Tone lag; vekur áhuga manns og dugn- reynist ágætlega við alskonar magaveiki og höfuðverk og öðru slíka kvilla að stríða, þá ættir þú þvílíku. Ef þú átt við einhverja sjálfs þfn vegna að reyna þetta um annara og gerir það á hverjum meðal sem hefir hjlálpað þúsund- mánuði. Það kostar þig kekert ef þú ert ekki ánægður með það. Það er bragðgott og þér fer strax að líða betur, Reyndu það í nokkra daga og ef þér líður ekki betur og ef þú lítur ekki betur út, þá farðu •með afganginn til lyfsalans og hann skilar þér peningunum. Þeir sem búa til Nuga-Tone þekkja leggja það fyrir alla lyfsala að svo vel verkanir þess, að þeir ábjirgjast það og skila aftur pen- ingunum ef þú ert ekki (ánægður. Meðmæli og ábyrgð og fæst hjá ðllum lyfsölum. ekki, mundu stöðug mannsmorð eiga sér stað í landinu og alls- konar óregla ríkja. Alt var að fara í ólag, þegar hann tók við stjórnartaumunum, innanlands ó- eirðir, atvinnuleysi og hungur stóð fyrir dyrum. Þar gat ekkert þingræði né þjóðræði hjálpað. Bolsjevismus var í aðsigi engu betri en á Rússlandi. Það var komin endalaus spilling í embætt- ismannaliðið á ítalíu. 1— Musso- lini afsetti ýmsa ónýta og óþarfa starfsmenn. Með járnhendi setti hann eftirlit með öllum opinber- um störfum og lét leita uppi fanta og fúlmenni. Það er orðið óhult öllum að ffrðast um ítalíu nú, þar sem víða var ófarandi vegna stigamanna og illvirkja. Ilann hefir stöðugt gert sér far um að efla atvinnuvegina og út- rýma atvinnuleysi í landinu og yfirleitt skapa reglu og réttlæti, þar sem áður var órégla og órétt- læti. Og hans hugsjón er að gera ítalíu enn að stórveldi með góðum nýlendum í Afríku, þar sem at- vinnuleysingjar geti sest að í stað þess að svelta í þrengslunum heima. Eg trúi því, að Mussolini hafi frelsað þjóð sína úr vand- ræðum, a. m. k. í bili, betur en nokkur þingræðisstjórn gat gert með sínum alt of mörgu þing- mönnum og iþeirra bakdyramakki og hrossakaupum og núlli með nefndum og nefndarálitum og fá- nýtu kjaftæði (líkt og á Frakk- landi)og einlægum bræðingum og grút. I Eg trúi því, að Mussolini sé eins og aðrar þjóðhetjur, kallaður til þess á neyðartíma, að taka í taum- ana og stjórna landi sínu tiieð ein- ræði eftir beztu getu. Væri eg á ítalíu, mundi eg vera Fascisti og eins og þeir hrópa: Eja — eja — la — la! Mussoiini! Lifi Mussolini! Hvers vegna eg fékk mætur á Mussolini. Eins og áður er sagt, hafði eg ógeð og ótrú á Mussolini, þegar eg kom til ítalíu. Eg hafði, af myndunum, sem eg hafði * séð af honum, hugsað mér hann sem narðvítugan og hjartakaldan her- mann og þjösnalegan í framkomu. En þegar eg nú sá alt það dálæti sem á honum var og alt það fylgi, sem hann hafði meðal æskunnar og mentamanna ítalskra, þá skildi eg, að hann hlaut að hafa ein- hverja mikla kosti til að bera. Mér varð í fyrstu starsýnt á alla hermennina, sem alstaðar voru á vakki líkt og á Þýzkalandi fyrr- um. Og hermennirnir ítölsku eru glæsilega klæddir og áberandi í f jöldanum. Ekki síst Karabinier- arnir með hatta og búninga líkt og Napoleon, og Bersaglierarnir með barðastóru hattana og hana- fjaðrir svartar, slútandi fram af hattbarðinu öðru megin. Á hverri járnbrautarstöð sáust ætíð hermenn á verði fríðir, státn ir litlir Napoleónar, tmeð sverð ' -ð hlið í hvítu riddarabandi og me ðskammbyssu hlaðna við belt- ið„ Og stundum fóru riddara- sveitir ríðandi um göturnar. En þar að auki voru lögregluþjónar á hverju strái. Það var auðséð, að landi var stjórnað með harðri hendi. Og svo Fascistarnir, ung- ir, vaskir menn, sem fóru í hópum um götur og torg þegar eitthvað stóð til, fundahöld eða annað. Allir í svörtum skyrtum með svartar húfur á höfði. •— Hvar- vetna sáust stórletraðar auglýs- ingar á götuhornum um stjórnar- nýjungar og fundahöld og blöðin voru full af fréttúm og hrósi um il duce — oringjann,-—- en það er tignarnafnið, sem Mussolini hef- ir fengið. Og hvar sem Musso- lini fer, þar þyrpast menn saman til að hylla hann og hlusta á hvert orð, sem hrýtur af hans vörum. Mér var sagt, að stöðugt ykist honum fylgi og allir ungir menn kepst um að ganga í Fascistta- flokkinn. Eg var nú eigi að síður vantrú- aður framan af og vildi ekki trúa, að Mússolini ætti þetta fylgi skil- ið. Það var fyrst, þegar eg heyrði hann tala og þegar eg á eftir var kyntur honum og horfðist í augu við hann, að eg fékk verulegar mætur á honum. Og ekki spilti til, þegar hann þar á eftir var skotinn í andlitið af írskú kerl- ingunni, þá varð eg líka skotinn, þ. e. skotinn í Mussolini. Banatilræðið við Mussolini. Það var miðvikudaginn 7. apríl að læknafundurinn skyldi settur með mikilli viðhöfn. Til þess var valinn merkasti staðurinn í Rómaveldi1, hið forna Kapitolium. í s'al einum miklum, sem kendur er við Horazius skáld söfnuðumst vér saman allir lækn- arnir, um 5—600, og þar að auki mesta margmenni annað. Og úti fyrir hópaðist saman enn fleira af fólki, því allir vissu að il duce átti Nú gengum við læknar upp í hátíðasalinn, upp eftir mörgum breiðum stigum, sem breiddir voru skrautofnum dúkum. En alla leið frá salardyrunum stóðu í röðum til beggja handa skrautklæddir hermenn með alvæpni og skygða hjálma. — Úti fyrir hljómaði lúðraspil og trumbusláttur og þegar allir voru sestir, gekk inn Mussolini um hliðardyr og settist í öndvegi. Við hlið honum sett- ust þeir; borgarstjóri Rómabórgar og formaður læknafundar. Voru þeir allir í^breyttum jakkafötum dökkum (smoking.) Fyrstur talaði borgarstjóri og baúð okkur lækna velkomna til Róm í stuttri ræðu. Næstur hon- um talaði Mussolini. Okkur hafði verið gefin ræða hans prentuð á þremur tungumálum, ítölsku, ensku og frönsku. Eg sat í fremstu röð, sem einn af hinum 32 þjóðfulltrúum lækna, er mættir voru, og gat því ■ fylgt vel því er fram fór. — Þegar Mussolini gekk til sætis stóðu allir upp og heilsuðu honum að fornrómverskum sið með því að rétta upp og fram á við hægri handlegg með flötum lófa. Mussolini er í meðallagi hár, liðlegur og vel vaxinn, hvarthærð- ur og hárið siikimjúkt, vel strök- ið. Hann er nokkuð breiðleitur, nefið allstórt, beinvaxið og vel farið andlitinu. Augun eru dökk, snör og vel hreyfileg. Svipurinn er venjufega alvarlegur og verð- ur harður, ef því er að skifta, og þungbrýnn, en bregður fljótt til bross og blíðu, er hann talar um hugnæmt efni. Manna er hann málsnjallastur, skýrt orðfallið og rómurinn svo mikil yfir málinu, að þó hann þyki ekki hátt mæla, þá skilja allir þó fjarri séu* (er þetta því líkt, sem sagt var um Sverri konung). Hann fylgir ræðunni eftir með hugnæmum svipbreytigum og 1 armhreyfing- um. Aðalinntak ræðu hans var það, að hanri bauð oss velkomna i nafni ítölsku stjórnarinar og gladdist af að sjá svo marga hand lækna saman komna á ítalskri jörð. Hann mintist þess hnytti- lega, hve handlæknislistin hefir frá fornu fari þróast vel í ítölsk- um skólum og þaðan breiðst út til annara þjóða. Færði hann þess- um orðum stað með mörgum góð- um dæmum er allir könriuðust við. Loks bætti hann við nokkrum pe'rsónulegum þakkarorðum til "handlæknastéttarinnar fyrir hve vel hún gekk fram í styrjöldinni miklu, þar sem hann var ekki ein- asta sjónarvottur að því hve mörgum mannslífum var af henn- ar völdum bjargað, heldur einnig hvernig hann sjálfur fékk að sanna hve mjúkar.eru og mikils- verðar læknishendurnar fyrir sjúka og særða. Því slíkt hafði hann oft fengið að reyna með sín- um eigin særða líkama, sem ó- breyttur liðsmaður framarlega í bardaganum. Ræða Mussolinis snart hjörtu toguðu af alefli í grátt hárstrý hennar. Eftir nokkrar hrinding- ar fram og aftur tókst hermönn- unum einnig að ryðja svo til að gömlu konunnni var kómið inn fyrir járngrindur þar hjá og var svo grindunum læst á eftir og þar beðið með kerlingarhróið þar til allra og var honum launað með , ... . ... , . ■ j. , * . ~ í'í vagn kom og logreglumenn til að dynjandi fagnaðaropum og lofa- , K ^ \ ___ taki. Þar á eftir hélt formaður læknafundar snjalla ræðu á lat- ínu og enn töluðu forseti félags- ins og ritari, en allra augu beind- ust að Mussolini og hlustuðu menn síður eftir ræðum hinna. Að loknum ræðunum veitti Mussolini okkur þjóðfulltrúum áheyrn í herbergi inn af salnum og vorum við allir kyntir fyrir honum hver um .sig og mælti hann við suma, ten tíminn var naumur. Síðan var gengið út og gekk Mussolini fremstur við hlið formanns læknafundar, prófesors Giordano frá Feneyjum. Þar á eftir gengum við hinir og gengum sömu leið út og niður tröppurnar milli hermannaraðanna. Úti fyrir var þéttur múgurinn af fólki og jafnskjótt sem Musso- lini kom niður og ætlaði inn í bif- reið sína kvað við fagnaðaróp frá öllum hópnum. En jafrs- snemma small hvelt byssuskot. Og um leið snerust fagnaðarópin urinn syngur um: “í Rama heyrð- í vein og ýskur og hljóð og grát, i9t harmakvein” því ungir sem hver ruddist gegn öðrum og her- eldri skældu og tárfeldu sem aka henni brott. Það var hún, sem hafði hleypt af skotinu, og heyrði eg það seinna, að hún hefði laum- ast inn að röð hermannanna, sem næstir stóðu og með vasaklút vaf- inn utan um hendina, er hélt á skammbyssunni, hafði henrii tek- ist að ná færi á Mussolini, en próf. Giordano forseti læknafund- arins, sem gekk við hlið honum, hafði séð hendina og óðara ýtt við henni. Þessu var það að þakka að skosáriið var mðiinlítið. Hefði kerling fengið að ráða, var kúlan viss að hitta gegn um miðjan heila, en fyrir þetta atvik þaut hún að eins gegn um nefbrodd- inn. En það leið löng stund — og þó reynáar að eins fjórðungur stundar — sem ópin og óhljóðin ðg grátur og harmavein fólksins hélt óslitið áfram. Að sumu leyti minti hávaðinn á stórkostlegan jarm í stekk, en réttara er þó að líkja ástandinu við það sem sálm- mennirnir gátu vart við ráðið, því alt ætlaði um koll að keyra. Mus- solini hafði verið skotinn í and- litið og eg sá strax að hann var alblóðugur í framan og hallaðist aftur á bak í fang læknanna, sem næstir honum gengu. Flestir héldu, að hann væri drepinn, því að eins þeir, sem næstir voru, gátu séð hvað fram fór, og við sáum fljótt að sárið var tæplega banvænt. Klútur var lagður yfir sárið og nýr og nýr klútur, því talsvert blæddi. En Mussolini reisti sig hátt og kall-- aði snjalt, að engin hætta væri á ferðinni. Sefuðust þá ólætin nokkuð. Vegna stimpiriéanna í mannþrögii eohgrfn x Cnkhv nV mannþrönginni ætlaði að ganga erfiðlega fyrir hermönnunum, að ryðja Mussolini' braut inn í hús þar nærri svo að gert væri við sárið og bundið uiq. En ópin og köllin, veinin, hrindingarnar og pústrar héldust enn lengi, bvi að fólkið vildi ei friðast né sannfær- ast um, að banatilræðið • hefði mishepnast. En" meðan hermenn- irnir voru að koma Mussolini und- an sást annars staðar á sjónar- sviðinu annar flokkur hermanna vera að leysa, úr annari þvögu, sem þyrpst hafði saman í hnapp. Fjórir karlmenn héldu þar í fang- r inu á rægsnislegri gamalli konu, sem klædd var töturlegri bláleitri síðhempu. Hún hljóðaði ámát- lego, en þeir héldu henni heljar- tökum um herðar, miðju og limi, en tveir náungar bættust við og börn og sumir létu sem hálfóðir menn af æsingi og hryllingi, og ruddust inn um þröngina til afr leita frétta hjá öðrum og huggun- ar, eða fá betra útsýni eða miðla öðrum af sinni vizku. Þessi harma grátur og öll sú trylling í fólkinu verður mér iöngum minn- isstæð af öllu, sem fyrir mig bar í þessari ferð. Eg hafði að vísu oft heyrt um hið heita blóð og næmu tilfinningar suðurlndabú- ans, en aldrei trúað því til fulls fyr en í þetta skifti; og þó eg ekki í öllum þeim ósköpum tæki eftir því, að fólk rifi klæði sín — þá þori eg að fullyrða að slíkt hafi marga hent, að einhverju meira eða minna leyti. Eg get ekki nejtað því, að mér var mikið niðri fyrir og að mér hnykti við, þegar eg heyrði skotið og fólkið tryltist, en eg tók strax öllu með stillingu og fanst mér þá mig taka eins sárt til Musso- lini eins og væri hann bróðir minn. En þegar e'g sá eflda karl- menn hágráta og þar á pieðal einn kollega minn, skurðlækni frá Bol- ogna, gróta sem barn og verða að styðjast upp við stoð vegna ekka og óstyrks í hnjánum, þá ofbauð mér sú tilfinningasemi. Þessi kollega hafði tveim dögum áður sýnt okkur spítala sinn og komið okkur til að halda, að hann væri mesti afreksmaður — en þó gat hann ekki “vatni haldið” við svona tækifæri. En svona eru Rómverj- ar enn,, alveg eins og á dögum Tacitusar, þegar hann var að segja þeim frá forfeðrum okkar, Germönum, og hélt þeim fram Rómverjum til fyrirmyndar: “feminis lugere honestum, viris meminisse” — fþað er heiðarlegt konum, þó þær gráti, en mönnum ber að muna). Eitthvað hálfri stundu eftir skotið, var Mussolini orðinn vel hress. Læknarnir höfðu búið um sárið með litlum plásturumbúð- um, er huldu að eins nefið. Kom hann þá út á loftsvalir og talaði nokkur orð til fólksins, til að láta alla vita, að sárið væri hættulaust og að hann mundi fara ferða sinna daginn eftir, eins og hann hafði ætlað sér. (Förihni var heitið til Tripolis). Þá sneríst öll sorgin í fagnaðarlæti. öll borgin var fánum skreytt, lúðraflokkar gengu spilandi um göturnar og margar skrúðgöngur voru hafnar til heim- ilis Mussolinis til að votta honum ánægju fólksins út af því, að líf hans frelsaðist. En einkum létu Fascistarnir til sín taka. Þeir fóru í hópum ýmist gangandi eða í bifreiðum syngjandi og hóandi um allar götur og voru sumir helst til uppvöðslusamir. Allir voru glaðir nema auðvit- að þeir, sem lengi hafa hatað Mussolini og vilja hann feigan.— En þeir létu lítið á sér bera nema einstöku, sem vildu ekki taka of- an, þegar Fascistarnir fóru fram hjá og hvöt.tu alla til að lyfta hatt- inum eða heilsa að rómverskum sið. Þá kunni einhver skapbráð- ur Fascisti að taka til bareflis síns — þeir hafa allir stutt hvít prik t— stökkva ofan úr vagninum og steypa sér yfir þverhausinn, eins og valur yfir rjúpu, til að dusta hann til ef hann vildi ekki láta undan. Eg sá einn meinlaus- an gentleman, er ók í bíl, verða fyrir slfkum búsifjum af þremur strákum. Hann var lúbarinn og í rauninni held eg að hann hafi alls ekki áttað sig 4 hvers vegna. Eg vorkendi veslings manninum, en hann sá sér þann kost vænstan að flýta' sér burt, án nokkurrar leið- réttingar sinna mála, því lögregl- an var hvergi nærri. Það má líka \fera, að han n hafi átt höggin fyllilega skilið. Eða ætli það sé ekki í samræmi við alt þjóðræði, að minni hlutinn verði að beygja sig? Og þenna dag höfðu Fascist- ar áreiðanlega tögl og hagldir. Hafið þér heyrt um Peps? Pepstöfl- urnar eru búnar til sa'm- kvæmt strangvísindalegum reglum og skulu riotaðar við hósta, kvefi, hálssárindum og brjóstþyngslum. Peps innihalda viss lækning- arefni, sem leysast upp á tung- unni og verða að gufu, er þrýst- ir sér út í lungnapípurnar. Gufa þeási mýkir og græðir hina sjúku parta svo að segja á svip- stundu. Þegar engin önnur efni eiga aðgang að lungnapípunum, þá þrýstir gufa þessi sér viðstöðu- laust út í hvern einasta af- kima og læknar tafarlaust. —- Ókeypis reynsla. Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu sendið hana með pósti, ásamt 1 c. frímerki, til Peps Co., Tor- onto. Munum vér þá senda yð- ur ókeypis reynsluskerf. Fæst hjá öllum lyfsölum og í búðum 50 cent askjan. Tilræðið við Mussolini snerist honum og flokki hans til sigurs og aukins gengis. Vér læknarnir vorum vissulega allir glaðir yfir að þessi hátíðisdagur okkar varð heilladagur Mussolinis. Eg skal aldrei gleyma Musso- lini. Hann töfraði iri,ig með aug- um sínum, og alJri sinni vasklegu framkomu, eins og hann hefir töfrað ótal marga, sem nærri hon- um koma. Það skín í augum hans ljós, sem leiptrar af gáfum og göfugmensku. Þar sá ég mann, sem mér líkaði — óraéan til að fórna lífi sínu — “fremstur í flokki þar’s firar börðust.”—“Sá hafði hilmir hart móðakarn.” “Vous etes un homme”! sagði Göethe við Napgleon. Líkt mætti segja við iMussolini. Eg vijdi óska, að sérhver þjóð eignaðist sinn Mussolini — hver við sitt hæfi. — Lesb. Mbl. Það sem hveitisamlagið gerir! ÞaÖ Kefir gert bændunum í Manitoba, SaskatcKewan og Alberta mögu- legt að selja Kveiti sitt í samlögum. Hveitisamlagið leggur ekkert á hveitiB annað en óKjákvœmilegan kostn- að. Framleiðandi nýtur því alls Kagnaðaxins. Þar sem Kveitisamlagið Köndlar svo mikið af Kveiti, getur það náð beinum tamböndum, og þannig sparað mikinn kostnað, sem á það legst við að Köndla það Kvað eftir annað. Hið mikla hveitimagn sem samlagið ræður yfir, gerir því einnig mögu- legt að njóta þess Kagnaðar, sem því er samfara, að geta selt mikið í einu með stuttum fyrirvara, * Hveitisamlagið losar bændurnar við allar áKyggjur af því Kvenær þeir eigi að selja Kveiti sitt, en tryggir þeim fult meðalveið fyrir ársuppsker- una, ef Kveitisamlagið selur Kana. Meðlimir Kveitisamlágsins njóta hluta af hagnaði kornKlaðanna við enda- stöðvar járnbrautanna. Hveitisainlagið hefir áhrif á Keimsmarkaðnum sem einstaklingurinn getur ekki Kaft, sem aðeins hefir sitt eigið hveiti. Hveitisamlagið getur selt Kyeitið Kvenær sem hentast er áárinu og um leið komið í veg fyrir að markaðurinn sé of fyltur að Kaustinu. ■IKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKKÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHS Manitoba eða Wheat Pool Saskatchewan Wheat Pool eða Alberta Wheat Pool Winnipeg, Man. Regina, Sask. Calgary, Alta (SJERSTAKAR LESTIR ( = Austur að Hafi = 1SIGLT TIL CAMLA LANDSINS [ | SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR frá Vancouver, Edmonton, Cálgary, Saskatoon, Regina = með lestunum austur, sem koma matulega E til að ná i jólaferðir gufuskipapna: = Fyrsta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 23. nóv., til Montreal, = = Þaðan 25. nóv. irieð S.S. “Athenia ” til Belfy, Liverp, Glasgow = = Ónnur lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 25. nóv. til Quebec og = = þaðan /'beint norðurleioina) með SjS. “Regina” 27. nóv. til = = Belfast, Glasgow og Liverpool. = Þriðja lest fer frá Winnipeg kl. 4.30 e.m. 2. des. til Halifax, og = = nær í S.S. “Pennland” 6. des. til Plymouth, Cherb. Antwerp. = = Fjórða lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 9. des. til Halifax nær = = í S.S. “Letitia” 12. des. til Belfast, Liverpool, Glasgow, og = S. S. “Baltic” 13. des. til Queenstown og Liverpool. = = Fimta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 10. des. til Halifax, nær = = í S.S. “Antonia” 13. des til Plymouth, Cherbourg, London. = SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR alla leið ef þörf kr^fur. frá *= — Vancouver, Edmonton, Calgary, Saskatoon, Regina, til að ná í = = S.S. “Stockholm” 5. des. frá Halifax til Oslo og K.hafnar. S.S. “Estonia’ 9. des. frá Halifax til Kaupmannahafnar. = = S.S. “Frederik III” 10. des. frá Halifax til Christiansand, E Oslo og Kaupmannahafnar. = Hvaða umboðsmaður sem er fyrir Canadian Nat. Ry gefur uppL E* = Eða skrifið W. J. QUINLAN, Dist. Pass. Agent, Winnipeg rilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllhr ^MMMMMMIMMMMMmUMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMm'E TIL Gamla Landslns I = MEÐ FYKIR JOLIN og NY-ARID Sjerstakar Jola-ferdir = I)EC. 7 = “ 11 5 “ 15 = “ 15 S.S. MONTROYAL S.S. METAGAMA S.S. MONTCALM S.S MINNEDOSA LIVERPOOL GLASGOW-LIVERPOOL LIVERPOOL CHERBOURG.SOUTH- AMPTON ANTWERP jmaaw. affinr SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR Verða i brúki alla leið til skipshliðar í Welst St. John fyrir þessar siglingar. = SKRIFIÐ YDUR SNEMMA FYRIR FARÞEGARÚMI = = og látið Canadian Pacific Umboðsmann gefa yður = allar upplýsingar. I CANADIAN PACIFIC | ÉmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.