Lögberg - 18.11.1926, Side 3
LÖGBEKG FIMTUDAGINN,
18. NÓVEMBER, 1926.
Bls. 3.
Dr. Lyman Abbott,
1835—1922.
Ritstjóri hins velþekta tímarits “The Outlook
<í f jörútíu ^ir,
Eftir Aðahtein Kristjánsson.
“ Sjón við vizku-sólarbál
Seildist víða um heiminn
I,
Eg var svo heppiim, að kunningi minn. bauð
mér að fara með sér í samsæti, sem Dr. Lyman
Abhott var haldið í hinni frægu Plymouth
kirkju í Brooklyn. iþar sem hann hafði verið
þjónandi prestur næstur á eftir hinum- þjóð-
fræga andans manni, Harry Ward Beecher. Þá
var hann áttræður. þegar samsæti þetta var
haldið. Hann hélt þar ræðu og við vorum gerð-
ir kunnugir. Eg sagði honum frá því, að biskup
Mands. Þórhallur Bjamason. hefði þýtt eftir
hann ritgerðir á íslenzku,-
Lyman Abbott ritaði fjölda margar bækur.
margar af þeim um trúfræði, t. d. “Framþróun
kristninnar, ” “ Trúar.brögð framþróunarkenn-
ingar mannsins,” Kristnin og vandamál félags-
fræðinnar,” “Siðir og bókmentir forn-Gyð-
inga.” Þótt bækur Lyman Abbotts næðu all-
mijrilli útbreiðslu, séristaMega meðal menta-
manna, þá vaj hann langmest þektur á meðal
útlendra þjóða, af tímaritinu “Outlook,” sem
hann var ritstjóri við í fjörutíu ár; það kemur-
út einu sinni í viku, og hefir víst haft víðtækari
áhrif á fleiri mannfélagsmá'l, í ritstjórnartíð
Abbotts, en nokkurt annað tímarit í Ameríku
á því tímaibili. Fynst nefndist tímarit þetta
“The Ohristian Union” (Kristna sambandið).
Tveimur vikum fyrir andlátið, ritaði'Dr.
Abbott um stefnu þá, sem hann ásetti sér að
fylgja sem ritstjóri “Outlook.” í þeirri sömu
ritgjörð, gerði hann einníg grein fyrir því,
hvernig þeirri stefnu hefði verið framfylgt.
“Þegar eg tók að mér aðal-ritstjóm við
“The Outlook” fyrir mqira en fjörutíu ámm,
þá ásetti eg mér að látn tímaritið flytja lesend-.
um sannsögulv'gar fréttir, og eins óhlutdrægar
af mannfélagsmálum vorra tíma eins og mögu-
iegt var. tJtskýra hvett málefni, afstöðu þess
og áhrif í flokkum og félögum. Nöfn eða höfða-
tala flokka og félaga ekki tekið til greina, nema
eftir því sem.þau lögðutil þroska lands og þjóð-
ar, í baráttunni fyrir sönnum mannréttindum
0g mannkærleika. Hinn eini mælikvarði minn,
vora hinar eilífu hugsjónir og reglur Micah’s.
Vertu réttlátur, og miskunnsamur, fylgdu Ouði
í auðmýkt og lotningu. Þegar við urðum þess
varir, að við höfðum haft einstaklinga eða félög
fyrir rangri sök, þá var það leiðrétt eins fljótt
og því varð viðkomið. Við höfum ætíð tekið á-
kveðna stefnu í hverju máli, eins fljótt og þekk-
ing vor leyfði, aldrei verið hlutlausir til lengd-
ar.”
“Fylgi og samhygð mín verið veitt frjálsum
framfaramöhnum, en ekki byltinga- eða aftur-
halds mönnum. Eg hefi fvlgt. framþfóunar-
'3cenningunni,‘ en ekki Darwinskunni, bindindi,
en ekk'i vínsölubanni. jÆtíð haft meiri áhuga
fyrir því, sem eg vonaði að leggja lið á morgun,
heldur en því, sem var verkefni mitt undan-
farna daga.
Þar sem Lyman Abbott segir, að liann hafi
fylgt framþróunarkenningunni, en ekki Darw-
inskunni, á hann við, að hann hafi lagt aðal-
áherzluna á hina andlegu framþróun, og sjálf-
stæði sálarinnar. Hann getur þess, að hann N
hafi samþykt spakmæli John Fiske: “Fram-
þróun er starfsaðferð Guðs. ” Abþott var sam*
þykkur kenningu Darwins í flestum aðalatrið-
nm, eins langt og þær náðu, og verður vikið að
því efni síðar.
Dr. James L. Huges, einn helfti menta-
frömuðum í Canada, í meira en hálfa öld, og
einn allra sannfrjálsasti maður, sem e& hefi
kynst, hefir ritað ,bók, ,um heimsfræga menn,
sem hann hefir þekt, Dr. Huges hefir kynst
flestum frægum mönnum, sem uppi hafa verið
um hans daga, í hinum enskumælandi heimi,
hann hefir oft haldið fyrirlestra í Bandaríkj-
unum og^einnig í Evrópu. Dr. Huges ritar svo
um Lyman Abbott:
“Frjálslyndi og framsókn, og sálarjafnvægi
Dr. Lyman Abbotts, hefir mér ætíð virst vera á
hærra stigi — nær alfallkomlegleika en nokkurs
annars manns, sem eg hefi nökkurn tíma þekt.
Ef eg þyrfti að leita ráða til einhvers, í sam-
bandi við eitthvert vandamál, þá mundi eg
fremur leita til hans, en nokkurs annars vinar
míns. Af tveimur ástæðum; hann var andlegur
vinur og félagi allra hugsjóna minna, og Lyman
Ahbott, var svo góðgjarn, vitur og fróður, að eg \
var ekki í neinum vafa um það, að ráð hans
mýndu ætíð verða mér til hjálpar, og lýsa mér
léið. Þegar eg sný rafmagnsljósi endurminn-
inganna yfir samverustundir okkar, þá verður
mér bjartara fyrir augum. Traust á vaxandi/
bróðurkærleika, og réttlæti á meðal .allra þjóða
eykst, og fær nýja ákýringu.”
II.
Dr. Ljnnan Abbott var fæddur 18. desember
1835, í Roxbury, Massachusetts. Roxburv er
nú partur af' Boston, en var þá sérstakur bær.
Faðir hans Jacob Abbott af enskum ættum, var
skólakennari, stofnaði hann einnig sjálfur skóla
með ættmönnum sínum. Forfeður Lyman Ab-
botts höfðu gefið sig við kenslumálum og rit- 1
störfum. George Abbott flutti til Ameríku fra
Englandi 1640.
Lyman Abbott unni afa sínUm Jacob Abbott,
engu mifma en föður sínum, þegar haun var
drengur. í endurminningumj sem hann ritaði
spyr hann sjálfan sig: ‘ H Hverskonar maður
var afi minn?.. Hann svarar þeirri spuraingu,
með því að segja sögu af óskólagengnum manni,
sem fann köllun hjá sér, til þess að gerast trú-
boði. Prédikaði hann í skólum og sveitakirkj-
um, sótti hann síðar um prestsvígzlu til þess að
hafa heimild að gefa saman hjón, og veita
'kvöldmáltíðar sakramenti.” Þegar kirkju-
stjórnin fór að yfirheyra prestsefnið, þá var
hann spurður-. “Hvernig lagaða hugmynd |
gérir þú þér um Guð?” Máðurinn hikaði við,
og svaraði, “að liann hugsaði sér Guð eitthvað j
svipaðan Squire (Jackob) Abbott. Lyman Ab-
bott bætir við. “Það var hærri hugmynd held-
ur en eg sem drengur gerði mér um Guð. Eg
bar lotningu bæði fyrir Guði og afa mínum. Eg
var óttalega hræddur við Guð, en eg elskaði afa
minn.”
Lyman Abbott misti móðhr sína þegar hann
var áfta ára, og fór þá faðir hans skömmu síð-
ar til New York til þess áð stofna þar skóla,
nveð þremur bræðrum sínum. Var Lyman Ab-
bott og bræður hans þá oft hjá afa hans Jacob.
Sem dæmi upp á það, hversu umhyggjusamur
og reglufastur gamli maðurinn var, segir Ab-
bott frá því, að hann hafi sagt sér og bræðrum
sínum, “að fara ekki inn í borðstofuna meðan
vinnufólkið væri að matast. Ef þið þurfið að
fara inn í eldhúsið eða eldiviðarskúrinn, þá
verðið þið að fara í kring um húsið.” Svona
var afi okkar hugulsamur.
Ljunan Abbott innritaðist við New York há-
, skóla, þegar hann var fjórtán ára, og útskrif-
aðist þaðan fjórtán árum síðar. Las lög, tók
lagapróf þegar hann var tuttugu og eins árs og
gekk þá í félag með tveimur eldri bræðrum sín-
um, sem áður höfðu tekið lagaþróf.
Sem lögmenn, urðu þeir Abbott bræður
fljótt vinsælir, og höfðu talsvexd mikla aðsókn.
En Lyman Abbott var engin hversdags laga-
stafs eftirherma. Kemur það ótvírætt fram í
bréfum hans og ritum frá skólaárum, hversu ó-
vanalega frjáls og sjálfstæður hann var í allri
framkomu, og hversu einlæga þrá hann liafði
til þess að víkka sjóndeildarhring mannanna.
“Af endurminningum mínum, frá fyrstu
barnaskólaárum mínum,” segir hann, “er einn
viðburður, sem öðrum virðist líklega ekki þýð-
ingarmikill, en álfrifin vora varaqleg og mikils-
virði fyrir mig.”'
“Það var einn sunnudag, þegar við bræður
vorum að búa okkur til kirkjuferðar, þá kastaði
eg kápunni minni upp yfir höfuðið á mér um
leið og eg fór í hana. Hitti kápan þá skrautmál-
að ker, sem féll niður á gólfið og brotnaði í ótal
parta. Afleiðingar af fljótfærai minni hefðu
líklega orðið til þess að vama því að hið sama
kæmi- fyrir mig aftur. Kennarinn minn, sem
hefði líklega .bara ávítað mig, ef óaðgætni mín
hefði ekki «rsakað nein slys, sendi mig í rúmið
það sem eftir var dagsins. Þar varð eg að dúsa
til næsta morguns. Eg vissi og skildi þá, eins *
°g eg skil það nú, að mér var hegnt, ekki fyrir
það sem eg gerði, heldur fyrir afleiðingar þess.
Eg hefi aldrei algjörlega getað gleymt þessari
ranglátu liegningu. Kennari minn hefir
sjálfsagt viljað mér v^l, og eg ætti líklega að
vera honum þakklátur, fyrir að kenna mér að
koma í veg fyrir að eg síðar, þegar eg hafði mín
eigin börn að ala upp, að dæma gjörðir þeirra
eftir eðlishvötum en ekki eftir afleiðingum.
Abbott fanst að hegning'in héfði átt að vera sú
sama við sig sem barn hvort sem kerið brotnaði
eða ekki.
Eitt^ allra markverðasta tímabil í sögu
Bandaríkjanna voru tíu áriti á undan þræla-
stríðinu, 1850—60. A þeim árum var Abraham
Lincoln að vaxa í áliti í augum þjóðarinnar með
hverri hækkandi sól. Blaðamehnirair Horace
Greeley og Henry J. Raymont, og fleiri, voru
þá búnir að sannfæra hina ungu þjóð um hið
takmarkarlausa verksvið fréttablaðanha.—Um
hið takmarkarlausa vald þeirra vfir skoðunum
hærri sem lægri, til þess að sundra og sameina,
hafna og velja. Barátta frjálsra framfara-
manna í Norðurríkjunum, á móti þrælahaldi, og
allri málamiðlun þar að lútahdi, var þá að kom-
ast á hæsta stig. Á meðal hinna atkvæðamestu
í þessari baráttu, voru Daniel Webster, Henrv'
Clay, óg Henry Ward Beecher. Þetta voru »
þróskaár Lyman Abbotts, hann getur þéss að
þegar hann var að líta í kring um sig, til þess
að velja starfssvið lífsins, að stjórnmálabarátt-
an heillaði hug hans og sál. Hann var frétta-
ritari við New lYork Times um tíma.
Lyman Abbott var þegar á skólaárum mjög
lirifinn af Henry Ward Beecher, þeir voru ólík-
ir í mörgu, en báðir frjáJsir og framgjarair.
Hér er útdráttur úr bréfi, sem Lymas Ábbott
íitaði þegar hann var tvítugur.
........ “Henry Ward Beecher, er mikilmenni,
géður maður, en hann getur líka. verið vík-
ingur, og víMngar fara ekki ætíð að lögum eða
“góðra manna siðum og venum.” Hann er
, ekki blóm, eða blómagarður. Heldur miklu
fremur eik eða eikilundur. Hann er ekki stöðu-
vatn heldur fjallhár, ^rumandi foss í stórfljóti.
Blómið er fegurra en eiMn, en þróttur eikar-
innar, er þúsundfaldur. Stöðuvatnið er frið-
samlegt og fagurt, en fossamir hafa í sér' fólgið
afil þeirra hluta. sem gera. skal — þeir knýja á-
fram verksmiðjur okkar. Eg held að Beecher
sé betri maður en noMcur annar prestur sem eg
þekki í Brooklyn, og geri meira gagn en þeir
allir til samans.”
Henry Ward Beecher, var, eins og kunnugt
er, einn allra svæsnasti mótstöðumaður þræla-
haldsins K B.andaríkjunura. Þegar það fréttist
að hann ætlaði að halda ræðu,, í einu af ríkium
þeim, sem mestan hag höfðu af brælahaldinu
há var honum hótað meiðslum eða lífláti, ef
hann léti sjá ,sig . Beecher flutti ræðuna þrátt
fyrir það. Mælska. hans og skörungslyndi var
svo óvanalegt, að hann vann oft hina svæsh-
ustu óvini á sitt mál. Á skólaárum Abbotts var
meira um hanti deilt en nokkurn annan prest í
Ameríku. Lvman Abbott tilheyrði söfnuði
Beechers, hefir hann því haft meiri áhrif og átt
i'rekari þátt í þ\ú en aðrir vinir og vandamenn,
að hugur hans snérist algjörlega að guðfræði
og ritlstörfum. Hinn ungi lögmaður lagði laga-
bækumar á hilluna, hætti við lögmannsstörfin
og sagði upp félagsskapnum við bræður sína, og
tók að stunda guðfræðisnám af miklu kappi.
Abbott getur þess að hann hafi tekið það nærri
sér að slíta félagsskap við bræður sína, því
þeir voru svo samrýmdir, .og hver þeirra hafði
sitt sérstaka verksvið. Hafði honum frá því
fyrsta verið veitt allmikil eftirtekt, af þeim sem
fremstir stóðu í sveit lögfræðinga, fyrir sam-
vizkusemi og einlægni. *
Þessi breyting á lífsstarfi Abbotts varð itil
þess að hann löngu síðar, varð eftirmaður
Henry Ward Beecher í Plvmouth kirkjunni í
Brooklyn.
III.
1 október 1864, birtist ritgjörð eftir Lj-man
Abbott, í mánaðarriti sem hét “New Eng-
lander.” Sýndi hann þar fram á þörfina á að
hjálpa sventingjunum í Suðurríkjunum með því
að byggja þar upp kirkjur og skóla, til þess að
endurreisa þar manrujóm og menningu. Rit-
gjörð ])essi vakti mikla eftirtekt, og átti mikinn
þátt í þvþ að nefnd var kosin til þess að rann-
saka ástandið. Margir af helztu leiðtogum
■þjóðarinnar höfðu ferðast um Suðurríkin, þar
sem'svertingjarair voru fjölmennastir, eftir að
Ljunan Abbott hafði ferðast um og haidið fyrir-
lestra, í mörgum þeim ríkjum sem lítinn áhuga
liöfðu fyrir þessu máli. \
Frelsis yfjrlýsing Lincolns endaði þræla-
haldið >í Bandaríkjunum. Þrælastríðið var
unnið, fjórar miljónir svertingja leystir úr lífs-
tíðar ánauð, sem gerði þá um leið að öreiga
flækingum. Hvað átti að gera við þá? Margir
spurðu þeirrat spurningar, svörin voru fá, fæst
af þeim sýndu mikinn áhuga eða góðan vilja,
gagnvart Svertingjunum. Vildu sumir >senda
þá til baka til Afríku, eða koma þeim þannig
fyrir að þeir væru algjörlega út af fyrir sig —
fráskildir frá hvítunj mönnum. Eftir þáver-
andi landslögum máttu þeir engar eignir eiga,
ekki einu sinni fötin, sem þeir vora í, þeir höfðu
ekki atkvæðisrétt, gátu ekki haldið embætti, eða
borið vitni fyrir rétti. Þeir voru frjálsir að
nafninu til, en höfðu engin mannréttindi, eða
lagaverad. Eftir allar þær blóðsúthellingar,
sem þrælastríðið hafði onsakað, þá áttu Svert
ingjarair fáa vini, sem vildu leggja mikið í söl-
ur fyrir þá. Eftir andlát Lincolns var öndveg-
ið þunnskipað. Að gerast forgöngumaður í
velferðannálum Svertingjanna, gaf litla von
um vinsældir. Málefni þeirra var þá stærsta
-vandamál þjóðarinnar. Hevrjum bar að ráða
fram úr vandræðum þeirra? Flestir vildu þvo,
hendur sínar með þeirri afsökun, að sambands-
stjórnin bæri þar ábvrgðina.
Þegar nefnd var kosin til þess að takast það
mikla mannkærleika starf á hendur, að hjálpa
hinum umkomulausu, óupplýstu svertingjum
í Suðurríkjunum, urðu margir ágætir menn vel
við því kalli að taka kosning í ])á nefnd. Unnu
þar saman menn af öllum mögulegum trúar-
flokkum, meðlimir hinnar “rétttrúuðu” Bisk-
upa-kirkju störfuðu þar með Únítörum. Dr.
Lyman Abþptt var fynst ritari og síðar for-
maður þessarar nefndar. Eftir að nefnd þessi
hafði starfað í fimm ár, og safnaði‘fleiri miljón
dollurum, um öll Bandaríkin og einnig í Evrópu,
þá sagði hún af sér.
Á þessum árum var hin frjálsa mannkær-
leika etefna, að ná fullum þroska í sál Abbotts,
sem öll hans rit og ræður báru svo ótvírætt vitni
nm, alla hans dag^. Hann var einn af hinum
allra fvrstu mannnvinum, sem barðist fyrir
mannúðlegri meðferð á glæpamönnum — betri
fangahúsum. “Við höfum engan rétt til þess
að hefna okkar á glæpamönnum. Þetta er ékki
fordæmingar tímabil, sem við lifum á, heMur
tímabil náðarinnar. Það er fyrsta skylda okk-
ar, að gera þá sem lögin brjóta að betri mönn-
um. Við erum þess ekki megnugir að setja upp
hégningarlöggjöf, sem haldið verði uppi, og
framfylgt hlutdrægnislaust hver.sem í lilut á.—
Lyman Abbott rannsakaði sjálfur ástand og
fyrirkomulag í fangahúsum, ritaði um það og
gaf skýrslur. Menn, sem höfðu verið í Sing
Sing fangahúsinu, vora meðlimir Plymouth
kirkju-safnaðar, þegar hann var þar prestur.
Til glæpamannanna sagði hann: “Ef þú hefir
brotið lög Guðs, ef þú hefir brotið lög mann-
anna, þá komdu til Plymouth kirkju, — komdu
til mín. Ef þú hefir í baráttunni milli hins göf-
nga og veika — milli hins illa og góða, sem
fram kemur í sálum okkar allra, fallið særður.
Ef hið illa hefir unnið sigur yfir þér, ef það
ríkir hatur í hjarta þínu, .ef þú blygðast þín
fyrir hið liðna, sem er óbætanlegt. Ef í sálar-
stríði þínu, — viðurkenningu þinni og baráttu
við félagslífið — baráttu þinni við mennina, þér
virðist að allir bendi á þig með fyririitningu og
smán, svo þínar síðustu vonir eru dánar, og
traustið til mannanna glatað, þá komdu til
Plymouth kirkju, — komdu til mín. Eins og
Guð hefir af náð sinni hjálpað mér og bænheyrt
mig, svo mun eg einnig biðja fyrir þér, og rétfa
þér einlæga vinarhönd með, þeirri fullvissuf að
faðir allra mannanna. bama muni taka þig í
sátt. \ /
• -
Framh.
f
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
fS16-220 Medlcal Arw BId«.
Cor. Graham og Kennedy St*.
Phone: 21 834.
Offtc* tlmar: 2_3
Heimlli: 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
U--------______________________
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka therzlu A. at!
eelja me8ul eftir forskrlftum lœkna.
Hin beztu lyf, sem hœgt er a8 fft, eru
notuB eingöngru. Pegar þér kómiB
me8 forskriftina til vor. megrlB þftr
vera viss um, a8 fft rétt þa8 ,sem
læknirinn tekur tll.
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: 87 659 — 87 650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR 0. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bld*
Cor. Graham og: Kennedy Bts.
Phones: 21 834
Ofíice tlmar: 2—3.
Helmill: 764 Victor St.
Phone: 27 58'6
Winnipeg, Manitoba.
Giftlnga- og Jarðarfara-
Blóm
með litlum fyrirvara
BIRCH Blómsali
503 Portage Ave. Tals.: 30 720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sberbrooke St.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. ASlur útbúnaður eft bezbi.
Efin fremur seiur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
Skrifstofu tals. 86 607
HcbniHs Tals.: 58 302
MRS. SWAINSON
aC 627 SAIMjKNV Ave., Winnipeg,
hefir ávalt fyrirliggjandl úrvala-
hirgCir af nýtízJm kvenhikttnm.
Hún er eina íaL konan, sem sllka
verzlun rekur í Wlnnlpeg. Islend-
ingur, látið Mrs. Swainson njóta
vlðskifta yðar.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
A. C. JOHNSON’
907 Confederation I.ife Hldg.
WINNIPEG
Annast um fasteigmr mftnna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspumum svarað samstundis.
Skrifstofusíml: 24 263
Heimasimi 33 328
J. J. SWANSON & CO.
tiIMITED
R e n t a 1 s
Insurance
RealEstate
Mortgages
600 Paris Building, Winnipeg
Pohnes: 26 349-^-26 340
STEFAN SOLVASON
TEACHEK
of
PIANO
1250 Domlnlon St, Phone 29 832
Emil Johnson
serviok BmEcrraio
Rafmaona Contracting — Attt-
lcyns rafmaoanáhöld teld oo vi0
þau gert — Eo *el Moffat og
McClary Eldavélar og hefi þwr
til sýnls d verkstœði mdnu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson's bygglngln vlð
Young Street, .Winnipeg)
Verkst.: 3Í 507 Ileima.: 27 286
Verkst. Tals.: Heima Tato-t
/ »8 383 a# 384
G. L. STEPHENSON
1‘U'MBER
Allskonar raímagn.sáhttld, svo æm
straujám, vára, ^llar tegundir ftf
glösum og: aflv&ka (batterlee)
VEIRKSTOFA: 676 HOME 91.
Tals. 24 153
NewLyceum Photo Studio
Kristín Bjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnipeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vömr fyrir ia'gsta
verð. Pant&nir afgredddar bœfU
fljótt og: ‘vei. Fjölbreytt úrvaL
Hrein og lipur vlðskiftl.
Bjarnason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnnlpe*.
Phone: 84 298
v
i
\
0