Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926 Bls. 3 Jólanóttin á Mð r!arha'i. r. Framh. frá ibls. 2. ar stýrimaðurinn fór þá að sofa og skipstjórinn fór upp á stjórn- pallinn og sagði einnig fyrsta stýrimanninum að fara að sofa. Þegar hann var farinn gekk skip- stjórinn inn í sjóbréfaklefann, til að finna út hvar vér væmm nú staddir á hafinu. Eg fór á eftir honum og stóð í dyrunum að baki hans og leit á alla útreikninga hans og mælingar á sjóbréfinu, sem lá á borðinu. Voru bæði út- röikningarnir og mælingar hans að öllu leyti röng. Eg faldi mig bak við hurðina og hann skreið upp á pallinn aftur, þar sem Her- man stóð við stýrið. Eg fór þá inn í sjóbréfaklefann og náði fyrst i vitabókina, til að finna út hvaða vitar það voru, sem vér sá- um á bakborða. Að því búnu fór eg að öðrum áttavitanum og gjörði mínar athuganir, svo inn í klefann aftur, til þess að mæla á sjóbréfinu á borðinu, og fann eg eftir fáeinar mínútur nákvæm- lega hvar vér vorum á hafinu; því alt þetta hafði eg lært frá blautu barnsbeini af föður mínum. Eg var sem sé ekki nema sex ára gam- all, þegar hann fyrst tók mig með sér til sjós. Eg flýtti mér nú upp stigann, til að vita hvað skipstjórinn hefði í hyggju að gjöra, því mig grun- aði að hann héldi að vér værum komnir nógu langt suður til að sigla fyrir suðurodda eða stóru- tá ítalíu, eins og siglingamenn nefna þann höfða. Voru ekkl grunsemdir mínar ástæðulausar, því nú heyrði eg skipstjórann segja við Herman: “Stjórnborða, þrjú strik; láttu hana koma!” Nú leizt mér ekki á blikuna, því eg vissi, að við stefndum á landið, en ekki inn í Ióniska hafið eins og skipstjórinn ímyndaði sér. Herman gegndi orðalaust, því hann vissi ekki hvað um var að vera. Eg sagði ekki orð við neinn mann, en hugsaði því meira. Eft- ir fáeinar mínútur segir skip- stjórinn aftur við Herman: “Stjórnborða tvö strik!” Eg leit snöggvast á báða vitana, sem vér sáum inni á ströndinn'i, fór þar næst ofan í sjóbréfaklefann og mældi einu sinni enn. Stefndi nú sjcipið beint á háa kletta og var níu faðma dýpi alla leið inn að klettunum. Áður en klukkutími væri liðinn, mundi þetta fagra þrjú þús. og sex hundruð tonna skip sigla fullri ferð upp í klett- ana, mölva allan framstafninn, fyllast sjó og sökkva eftir nokkr- ar mínútur á níu faðma dýpi. 1 þess konar slysum springa katl- ar skipsins hér um bil undantekn- ingarlaust og þeir, sem' ekki fær- ust í árekstrinum og sprenging- unn(i, mundu drukna. Eg var eini maðurinn á skipinu, sem vissi, að vér mundum allir verða send- ir inn í eilífðina áður en klukkutími væri liðinn; en hvað gat eg gjört. Skipstjórtínn hafði sjálfur gefið skipunina, að snúa skipinu. Hann er alræðismaður á skipinu og hver er sá, sem dirf- ist að óhlýðnast honum eða breyta því, sem hann hefir boðið! En skyldi nú þessi ölvaði maður hafa leyfi til að myrða alla, sem á skipinu voru? Mér gramdist að sjá hann. En nú var um að gjöra að hugsa fljótt og réttilega. Eftir fáeinar mínútur var eg búinn að ákveða, hvað eg ætlaði að gjöra, en eg ásetti mér að bíða með að op- inbera Hermanni hugsun og ráð- stöfun mína þangað til hann sjálf- ur uppgötvaði hvernig á öllu stóð með stefnu skipsins. Undarlegt þótti mér alt þetta. Hina undanförnu jólanótt höfðum við Herman verið úti á Atlants- hafinu í ©fsaveðri. Holskeflurn- ar ultu yfir hið hlaðna skip alla nóttina og reyndu Sitt bezta að mölva alt, sem á því var. En það var ekki það versta. Klukkan eitt um nóttina, meðan Herman stendur við stýrið, hillir stórt fer- mastrað farþegaskip upp í rokinu og dimmunni og stefndi beint á oss. Dauðinn virtist vera vís; því það var auðsjáanlegt, að það hafði ekki orðið vart við Ijóstýrurnar á skipi voru. Eg skust inn í lampa- klefann og kveikti á stærstu lukt- inni, sem til var á skipinu og flýtti mér upp í lyftinguna með hana. Á seinustu mínútunni sá farþegaskipið til vor og fór með feykilegum hraða að eins fáein fet fyrir aftan skip vort. Þá jóla- nótt hafði ekki verið nema hárs- breidd á millj okkar Hermans og dauðans. En nú var nóttin fög- ur, sjórinn spegilsléttur, himin- inn alstirndur og svo að segja dúnalogn; en samt sem áður vissi eg, að eftir þrjú kortér mundum vér allir vera komnir inn í eilífð- ina, ef við breyttum ekki stefn- unni dfc sigldum út frá landi aftur. Herman hafði enn ,ekki orðið var við hættuna. Eg hugsaði um móð- ur hans, sem fyrir nokkru hafði orðið fyrir mikilli sorg. Bróðir Hermans hafði á stóru Nova Sco- tia “fullrigg” skipi á leið frá New York til Buenos Ayres í Suður- Ameríku dottið frá næst efstu rá á þilfarið og fótbrotnaði. Marðist fóturinn einnig talsvert. Og þar varð aumingja pilturinn að liggja í hitanum þannig á sig kominn ! þrjár langar vikur, fyr en skipið kom í höfn og læknis varð viitjað. Var þá kominn kolbrandur í fót- inn, svo læknirinn varð að taka hann af. En hve miklu þyngri mundi ekki sorg þessarar aum- ingja móður verða, ef einhver færði henni þá frétt, að Herman, sem var ljúflingur hennar, hefði fanist svona vofeiflega? Þegar, eg hugsaði um alt þetta, gramdist mér svo, að eg hefði getað fleygt skipstjóranum fyrir borð. Því þó að bæði Herman og eg hefðum uppfræðslu um kirkjudóm og stað- ið á kirkjugólfinu og svarað spurn- ingum, sem prestar og biskupar höfðu beint að okkur, þá hafði hvorugur neina hugmynd um kristindóm. Við höfðum aldrei haft þá reynslu að kynnast Kristi sem persónulegum frelsara og hvað það er að þiggja hina óverð- skulduðu náð hans. Við vissum ekki hvað það er að elska óvini vora. Eg hugsaði einnig um alla hina, sem á skipinu voru, og s,ér í lagi um “Jim.” Jim var ungur Ástral- íumaður, sem æfinlega var blíður og ástúðlegur í viðmóti og bar hann ótakmarkað traust til mín. Hann var fæddur í Tasmaniu fyr- ir sunnan Ástraliu, en faðir hans dó, þegar J,im var kornungur og hafði móðir hans farið með hann til Port Adelaide í Ástralíu, þar sem hann snemma hóf siglinga- flakk. Var hann duglegur sjó- maður. Átti hann stúlku í Port Adelaide, sem ávalt skrifaði hon- um mjög góð bréf. Þegar hann var búinn að lesa bréf hennar 99 sinnum, bað hann mig að lesa þau, til þess að eg gæfi honum álit mitt á stúlkunni. Þessi góðu bréf hennar varðveittu Jim frá mörgu illu, sem hann annars mundi hafa ratað í. Hrein og saklaus stúlka er sterkt afl, heiminum til góðs, en stúlkur, sem yfirgefa siðsemis- braútina, eru eitthvert hið mesta böl heimsins. Skyldi eg þá vera sá níðingur að senda Jim sofandi inn í eilífðina með hinum, og láta móður hans og stúlku harma missi hans? Nei, aldreii mundi það ske. Nú fór skipstjórinn niður af pallinum og vorum við Herman eftir einir. Eg sagði ekki neitt við Herman enn. Eg var ákveð- inn í því að láta hann sjá hvert skipið stefndi. Þá sagði hann alt í einu við mig: “Mér finst þetta bera beint upp í steinana, því eg sé ljósin í gluggunum í litla þorp- inu þar uppi í fjallinu.” Svaraði eg honum á þessa leið: “Eg veit það mjög vel, Herman. Eftir tuttugu mínútur mun skipið og við allir liggja á mararbotni.” — “Hvað eigum við að gjöra, til þess að komast úr þessum kröggum?” spurði Herman.— “Þú veizt sjálf- ur,” sagði eg við hann, “hvað það þýðir, að óhlýðnast skipun skip- stjórans, en samt sem áður held eg að það sé það bezta, sem þú getur gert núna, að snúa skipinu út frá landi, annars er dauðinn vís; það sér þú sjálfur.” — “Vilt þú standa mér jafnsekur í þessu?” spurði Herman. Eg svaraði undir eins: “Eitt mun ganga yfir okkur báða, jafnvel þó að við báðir verð- um að sitja tíu ár í myrkvastofu fyrir að gjöra þetta.” — “Gott og vel,” sagði Herman, “þá mun ekki standa á mér.” Hann sneri hinu mikla hjóli og eftir mínútu stefndi skipið út frá landi. Með þessu athæfii höfðum við tekið skipið úr höndum skip- stjórans. Frá sjónarmiði laganna vorum við uppreistarmenn og sjó- ræningjar, sem höfðu sölsað und- ir sig stórt skip og farm, sem var brezk eign. Þetta var alt mjög svo alvarlegt. Eg leit inn til landsins einu sinni enn og sá Ijós- in í öllum gluggum. Það er sem sé siður á suður ítalíu og brenna kerti í hverjum einasta glugga alla jólanóttina. Meðan eg var að horfa á öll þessi ljós, og hugsa um villukenn- ing kaþólskunnar annars Vegar, og á hinn bóginn hversu mjög hið spilta mannshjarta kemur hinum svokallaða kristna heimi til að tírýgja margar og ljótar syndir einmitt á jólunum. Aldrei eiga læknar stórborganna eins annríkt með að hjálpa fólki, sem hefir veikst af ofáti, en einmitt á jólun- um. Sjaldan gefa ræningjar,, inn- brotsþjófar, spálagarpar og vín- salar löfreglunni eins mikið að gjöra og á jólahátíðinni. Aldrei er drukkið eins mikið af brenni- víni, og einmitt á jólunum. Getur nokkur heilvita maður ímyndað sér, að heilagur og réttlátur guð hafi velþóknun á þvílíku hátíða- lialdi? Nei, alls ekki. Mitt í þessum hugleiðingum mínum um vanbrúkun mannanna á degi þeim, er þeir þykjast helga fæðing Jesú Krists, kom skipstjór- ánn aftur upp á pallinn til okkar. Var það auðheyrt á mæli hans, að hann hafði drukkið talsvert með- an hann hafði ^erið niðri í káet- unni, en þrátt fyrir það var hann ekki svo vitlaus, að hann upp- götvaði ekki, að Herman hafði breytt stefnunni og spyr hann undir eins hvað þetta eigi að þýða. Herman sagði honum eins og var, að skipið væri komið svo að segja upp í klettana, og þess vegna hefði hann breytt stefn- unni. Skipstjórinn tók þá kíki og horfði beint fram undan, en eg er viss um, að hann hefir ekki séð í gegn um glerið einu sinni. Hann sneri sér því næst að Hermanni og segir við hann: “Ef þú getur séð land fram undan skipinu, þá hiýtur þú að vera grænn í augun- um.” — “Við stefnum út frá landi, herra kafteinn, og þér verð- ■ 5 að horfa í hina áttina til að sjá land,” sagði Herman. — “Eg býst við að þú hafir siglt hér nokkrum sinnum áður og þekkir þess vegna lciðina,” svaraði kafteinninn. Kafteinninn kom svo þangað sem eg stóð, en þekti mig ekki í dimmunni. Hann spurði þess vegna: “Hver er þarna?” Eg sagði honum það. “Æ, ert það þú, Davíð?” sagði hann og talaði norsku við mig. Eg talaði við hann um tíma og var að lokum hægt að fá hann til að fara að. sofa, og vorum vrið Herman herr- ar á skipinu þangað til við köll- uðum fyrsta stýrimanninn klukk- an átta um morguninn, og var þá skipið á réttri leið og úr allri hættu. Höfðum við Herman með bind- indi okkar bjargað ekki einungis okkar eigin lífi, heldur lífi allra, sem á skipinu voru. Þótt eg hafi aldrei verið kendur á æfi minni, þá bar það samt við, að eg smakk- aði á víni einstöku sinnum, en fimm mánuðum seinna varð eg, eftir beiðni móður minnar, að öllu leyti strangur bindindismaður, og hefir aldrei vín komið inn fyrir mínar varir síðan. Davíð Guðbrandsson. Minningarsjóður Eiríks prófessor Briem. Þess var getið í Mbl. síðastl. júlí nián., a<5 stofnaður hefir veriö sjóð- ur þessi fyrir forgöngu nokkurra þarnefndra manna og afhentur Ei- ríki prófessor Brienr á áttræðisaf- mæli 'hans 17. s. m. og hann beðinn að gera skipulagsskrá fyrir. Skipulagsskrá þessi er nú fyrir nokkru samin og hefir hlotiö kon- ungsstaðfestingu; er hún birt í B- deild Sjtórnartiðindanna þ. á. bls. 141. Skipulagsskráin mælir svo fyrir, að Minningarsjóðurinn skuli ávaxtaður í aðaldeild Söfnunar- sjóSs íslands og leggjast jafnan hálfir vextirnir við höfuðstólinn, en hinn helmingur þeirra fellur ár- lega til útborgunar. Vextir þeir, er árlega falla til útborgunar, skulu, aS frádregnum kosrtnaði viö stjórn sjóösins, ef nokkur er, skiftast milli þeirra númera (dálka) í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu í Söfnunar- sjóönum, sem einstakir menn hafa lagt nokkuð inn í næsta ár á undan. — Vextirnir skiftast rnilli númer- anna tiltölulega eftir upphæöum þeirra, er hverju númeri hafSi bæst á þennan hátt, en innlög úr minn- ingarsjóði þessum eða öðrum opin- iberum sjóSi koma eigi til greina. Ef innlög einstakra manna í erf- ingjarentudeildina eitthvert ár nema samtals ekki eins miklu og vextir þeir úr MinnngarsjóSnum, er skift- ast eiga, þá fær hvort númer jafn- mikla upphæð og inn í þaö er lögS og ekki meira. Ef tillag það, sem eitthvert númer ætti að fá, nemur * f f f f f f f f V f f ♦;♦ f ♦!♦ GLEÐILEGr JÓL ! 1 í l Til allra vorra mörgu við- 1 skiftavina. , ^ i í FARSÆLT -NÝÁR ! i i l ; Til allra vorra mörgu við- f skiftavina. / j ? ] A A A aVAAáVA f 4f f , f f X ROYAL SHIELD BRAND of GOODS Hefir eitt ár enn reynst viðskiftamönnum vorum áreiðanlegt og óyggjandi. VöriK vorar segja bezt^ til sín sjálfar KAUPMENN! Þér getið ekki átt á hættu að gera tilraunir með vörutegundir. IIví ekki að liöndla vöru, sem reynsla er fengin fyrir og alþekt er? : f f f f f f ♦> * ±\ ±\ f X Vér kaupmn fyrir hæsta verð: Egg, Smjör, Furs, Húðir og allar aðrar bændavörur. $ Þér þurfið ekki að tapa viðskiftamönnum, ef þér seljið vörur með ROYAL SHIELD VÖRUMERKINU "*■ Skrifið eftir Verðskrá SENDIÐ OSS PANTANIR YÐAR ( DAGl Vér höfum f f allar matvörutegundir, sem vér getum tafarlaust sent yður. Vér höfum ^ átta vöruhús, sendið pantanir í það sem sem næst yður er. ♦♦♦ Campbell Bros. & Wilson, Ltd. WINNIPEG, MAN. Campbell, Wilson & Strathdee, Ltd., Regira Campbel), Wilson & Miller, Ltd., Saikatoon X Campbell, Wilson & Strathdee, Ltd.,SwiftCurrent Campbell, Wilson & Horne, Ltd., Red Deer : f ♦:♦ Campbell, Wilion & Horne, Ltd., Calgary, Lethbridge, Edmonton 4 f f ♦;♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'mI (♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ekki einni krónu, þá fellur það niS- ur. ÞaS, sem þannig kynni aö ganga af vöxtunum, legst viö höfuðstól Minningarsjóðsins. ÞaS má óhætt gera ráð fyrir, aö ýmsum af lesendum Mbl. kunni eigi aB vera nægilega ljóst, hverja þýðingu slíkar sjóöstofnanir og hér er um að ræða hafa fyrir eftirkom- enduma. — Skal hér því„ til frek- ari skýringar, settur kafli úr bréfi, er núverandi framkvæmdarstjóri Söfnunarsjóðsins, Vilhj. Briem, sem flestum öörum fremur ber skyn á þetta mál, hefir ritaS einum af forgöngumönnum sjóösstofunar þeirrar, sem hér ráeðir um: — Það er auðséð, segir fram- kvæmdarstjórinn, aö tilgangurinn meö ákvæöum skipulagsskrárinnar er að hvetja menn til að safna sér og sínum afkomendum fjár, sem eigi verður eyðslueyrir, og styrkja þá til f jársafns' þeirra, en eftirkom- endurnir geti síöan haft not af hálf- um vöxtunum. — Þessa ákvöröun telur framkvæmdarstj. mjög heppi- lega. í 18. gr. Söfnunarsjóöslaganna, 18. febr. 1888 eru nánari ákvæði um deild ihinnar æfinlegu erfingja- rentu. — Bendir framkvæmdarstj. réttilega á hve mikilsvert ákvæði þaö sé, að innstæSurnar í deild þessari verði aS skiftast við lát eig- and milli lögerfingja, samkv. erföa- lögum. — Fé þetta getur "því ekki safn- ast saman á fárra manna hendur, sem hætt væri við, ef það mætti ganga að gjöfum eöa sem greiSslu- eyrir frá einum til annars. Hver innstæða. hlýtur meS tímanum að dreifast meöal allra einstaklinga þjóðfélagsins. Sagt er að hver ein- asti íslendingur eigi Jón biskup Arason að forföður. Það er því aug- ljóst, að eí biskupinn heföi átt kost á því að leggja eitthvaS af eigum sínum á erfingjarentu og ekki látið hjá líða aö gera það, mundi hver einn Islendingur eiga sjóS nokk- urn, er hann gæti hagnýtt sér vexti af, og þakkaS “afa gamla” fyrir hugulsemina. Jafn augljóst er þvi líka hitt, að ef einstaklingamir í þjóöfélaginu vildu nú leggja rækt viö erfingjarentudeildina og legðu í hana nokkuð af fé því, sem þeir mættu án vera„ mundi er tímar liSu að því koma, aö hver maöur í land- inu ætti þar nokkra inneign, sem bæri honum árlega arð. Þegar rek- spölur væri kominn á þettaNmál, mundu innstæöurnar aukast við það, að ýmsir þeir, sem sæmilega væru stæSir, tækju ekki út sinn hluta af vöxtunum, heldur létu hann auka inneign sína í erfingja- rentudeildinni. svo fjárhluti hans gæti orSiö iþví ríflegri, ef til hans þyrfti að taka, eða þá að hinu leyt- inu, aö skerfurinn yrði þeim mun drýgri, sem gengi til afkomendanna. * Víst er um það, aS hvenær sem á ' hugi vaknar fyrir þes'su máli og menn fara alment aS hagnýta sér þessa þörfu stofnun erfingjarentu- deildina) meö því að leggja fé í hana, munu þeir tímar ekki langt undan, að þejsi arður af eign hvers einstaklings nemi svo miklu, að hann gæti bætt úr brýnustu þörf- unurn. Þarf engrar skýringar viS, hve mikil þjóðarblessun þaS er, að sem flestir geti séð fyrir sínum nauösynjum. .— Dugur og sjálf- stæði þroskast,' en dáðleysið dvín. Oft er ]>eirri mótbáru hreyft gegn fjársafni til afnota fyrir ein- staklingana, aS iþaö mundi hafa lamandi áhrif á atorku þeirra. — Menn mundu verða værukærir og afla þeim mun minna sem þeir fengju meiri arS af eign sinni. En eftir því sem séð veröur á staðhæf- ing þessi við sára lítil rök að styöj- ast. Þeir sem eru dáölausir og væru- kærir að eölisfari, eru það jafnt, hvort sem þeir hafa mikiö eða lítiö fyrir framan hendurnar. Aftur á móti er það víst, að örbirgðin hefir drepið þrótt og þrek úr mörgu á- gætu mannsefninu. Reynslan virö- ist óneitanlega vera sú, aö starfs- þrá og framtakssemi vex, þegar af- léttir áhyggjunum fyrir því, sem hafa skal til næsta máls. Enn skal eitt atriöi sérstaklega tekið fram, ÞaS mun naumast nokk- maöur í landinu, sem kominn er til vits og ára, að hann ekki þekki, að minsta kosti af afspurn, einn eða fleiri menn, sem hafa átt vel- stæöa feður og afnvel auSuga afa. Ýmsar eru ástæSpmar til að svo báglega hefir tiltekist aö synirnir urðu gersamlega eignalausir, en eitt er ráðið óbrigSult við þeim leka og þaö er, að feöurnir heföii sett nokk urn hluta eigna sinna á æfinlega erfingjarentu, og þannig séS barni j siiíu fyrir tekjum, sem farið hefðu | vaxandi með ári hverju. j Þegar nefndur Minningarsjóður var stofnaöur, höföu í hann safnast • 4415 kr. Síðan hefir nokkuð bæzt j 'við í hann. Árlega vex hann og það því meir, sem timar líða. Þarf eigi um það að efast, eins viturlega og sjóönum er fyrirkomið, aS sú spá forgöngumanna sjóðstofunarinnar rætist, aö sjóðurinn á konaandi tím- um verði landi og lýð til gagns og gróða. 5'. B. Mbl. 1 Furniture Co 352 MAIN STREET Limitf ÞaS lýsir sér alstaðar í búð vorri að jólin eruaS koma. Kemur þaö fram í því, að nú bjóð um vér ágæta hluti, mjög hentuga til jólagjafa fyrir lægra verS en nokkm sinni fyr. f Barnadeildin BOR» TIIj A® STANDA VTÐ Chesteríleld. KIXDERGARTEN SETS Sterk't iborS og tveir sérstakleffa siterkiir stöla.r, gulir, ijósir, rautSir eSa blfiiir. A Q A JT Hvert set .......ÍJÍÖbZU JOYCYCDES. iHinir vel þetu C. C, M. triicyöles mefi sætum, sem ^ra má eftir vilid. Rubber á hj&lunum; renna mjöig vel. Sérlega öterkir Prá ..... §7.50 tfl $16.00 •Gerfiar úr Walnut. Fallegar eg vel frá Þeimi gengið. Verfi ........... Ágætlegu gert ú.r Walhut, ihent- ugt fyrir bækur, sem mafiur viH hafa vifi ihen'dina. rfjt A A r VerS ...................WlUiZv SIÆDAR. Sú skemtun er bæSi m'ikil og heilsusamileg, sem drengurinm eSa stúikan getur haft af ölefianum 1 ftllum þeasum snjó. 75c ti'l $3.00. TEA WAGON. GJÖF HANÐA KONUNXI, SMOKING CABINETS MA—M V BRÚÐUR. páS sem glefiur litlu ötúlkurn- ar niest af öllu. 'BrúSurnar eru alla vega, skrítnir liti.ir Dutch drengir o,g stúlkubrúSur I fal- ieguim stSum kjölum. pær geta skælt og saigt eStiilegia Ma, Ma. Frá ........... $1.35 til $6.95. BRÚÐURÚM. Falleg Mtil rúm imeS skreybtuim hliiðum og göflum og háum stölp- um. Með öilu tiiiheyranidi. dýnum og k-oddum. Tvær stærðir $2.70 til $3.15. Mesita og ibesta ú rvail sem vér höfum nokkuRnttma haft af þess- um hentugu jölagjöfum fynir rnenn. 85 tegundlr úr að velja. Alveg úr Walnut eða kkgt Wal- nut. VerSið frá $11.50 til $27.00. $2.00 111 $5.50 fyrir öskustand úr Walnut efia kepar. BRÚOUKERRUR. Ýmíist allar úr tágum efia bara toppurinn og hitt úr vifi. Rubher á hjölunum, sem máiuö eru Ijós zrt $8.00 Tilibúinn úr Walnut. þrjár hyiliur og horfiiS úr gleri. Hægt aS opna svo þáfi verðl stónt borð. Rubber gjarSir á hjólunum og vel frá þeiim gengiS. (fQA C Verð................. Jþu Z. /0 WAIiNUT FATAKISTUR FÓÐR AOA.R MEÐ OEDAR. BRf BUKERRUR, SÉRSTÖK TEGUND. 'GerSar úr við dökkum leaither ette topp. Rubber ihjól.rf* M 1? Verð ........... $4.0U KERTASTJAKAlt SVEFNHERBERGISUVMPAR pörf og falleg gjöf tvær gerðliir., Mieial Standand In Bronze eða Iv'ory með hand- máluSum Ijóahlífuim, eða pot- tery iamipar, bláir eða gulir með isamsvarandii silkihWfum. Ágætlega vel smtSaSar úr dökiku Wainut, fóðraðar meS nauSum Tennessee Cedar. Hal'da ár'eiSanlgga. úti tnel og ryki. StærS $24.50 Úr Walnut. silfurliitaSir og brúmir. Margar sontir úr a.S velja fytir.................. $1.00 .til $5.00. SAMIÐ UM BORGUNARSKILMÁLA. BÚÐIX OPIN TIL KL 10 A LAUGARDÖGUM YOU’LL DO BETTER AT WILSON’S mTínTji iljíi \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.