Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926
Bls. 7
Eftir Helen Hunt Jackson.
Réttri viku eftir að Alessandro
fann læknirinn kom hann aftur. Nú
ibar hann upp erindi, sem honum
sjálfum fanst ekki vera ósann-
gjarnt.
Hann kom með Baba handa
lækninum — Baba var bezti hest-
urinn, sem hann þekti. Var það
mögulegt að læknirinn neitaSi að
koma til Saboba? Hann gat hæg-
lega komist þangað á Baba á þrem-
ur klukkustundum — og Baba var
svo þýður eins og maöur sæti á
rúmi sínu.
Alessandro hafSi skrifað nafnið
sitt á þurfamannaskrána; ekki til
þess að biðja um styrk, héldur ein-
ungis til þess að stjórnarlæknirinn
bjargaði lifi litlu stúlkunnar hans,
ef hún kynni að veikjast. Um hana
var öll hugsunin. Allir, sem voru á
“skránni” áttu að fá ókeypis hjálp
stjórnarlæknisins'.
Alessandro fékk Indíánatúlkinn
til iþess að fara með sér.
Læknirinn varð meira en forviða
þegar farið var fram á það að hann
færi þrjátíu mílur á hestbaki til
þess að skoða Indíánakrakka. Hann
gat tæplega stilt sig um að skelli-
hlæja þegar túlkurinn sagði honum
að faðir barnsins ætlaðist til þess'
“Heilagur Páll og María!” sagði
hann við gamlan kunnirtgja, sem lá
í legubekknum: “Hlustaðu bara á
þennan sníkjulubba! Hvað skyldi
hann halda að stjórnin borgi mér
á ári fyrir það að líta eftir Indíána-
fæflunum!”
Alessandro hlustaði svo gaum-
^gæfilega á þessi orð að læknirinn
snéri sér að honum og sagði önug-
ur: “Skilur þú ensku?”
“Einstöku orð, herra minn,” svar-
aði Alessandro.”
Eftir þetta var læknirinn gætnari
í orðum. En hann lét Alessandro
skilja það, að sér væri ómögulegt að
fara — það væri ekkert annað en
vitleysa, sem gæti ekki komið til
mála.
“í guðs bænum komið þér og
bjargið barninu!” sagði Alessandro,
“það er þó ómögulegt að þér neitið
því að koma og skoða veikt barn !
Hesturinn er hérna við dyrnar, eng-
inn hestur jafnast á við hann í öllu
héraðinu; hann er fljótur eins og
vindurinn og þýður eins og sólar-
geislinn; það er eins Og að sitja á
rúminu sínu að sitja á bakinu á
honum Baba. Vill ekki læknirinn
gera svo vel að 'koma út fyrir dyrn-
ar og lita á hestinn ?”
“O, eg held eg hafi séð nóg af
bykkjunum ykkar Indíánanna!”
svaraði læknirinn: “Eg veit að þær
geta hlaupið.”
Alessandro staldraði ennþá stund-
arkorn; hann hafði ekki gefjð upp
allar vonir. Tárin komu fram'í aug-
un á honum: “Þetta er eina barnið
okkar, herra læknir,” sagði hann.
“Þér verðið ekki nema sex klukku-
stundir báðar leiðir. Konan min
telur augnablikin þangað til þér
komið. Ef barnið deyr, J>á deyr hún
líka.”
“Engin hætta á þvi, það hafa
fleiri mist krakka en hún,” svaraði
læknirinn önugur; honum þótti
Ales'sandro vera orðinn of nærgöng-
Lxll.
“Segðu honum að það nái engri
átt,” sagði læknirinn við túlkinn.
“Eg hefði svei mér báðar hendur
fullar, ef eg ætti að flakka þannig
út um allar tryssur; þeir færu })á
að senda eftir mér á jálkum úr öll-
um áttum.”
Neitar hann að fara?” spurði
Alessandro. Túlkurinn hneigði sig
til samþykkis og sagði:
“Hann getur ekki farið; honum
er Jmð ómögulegt.”
Alessandro fór út steinþegandi.
Eftir fáein augnablik kom hann inn
aftur: “Spurðu hann hvort hann
vilji fara fyrir peninga,” sagði Ales-
sandro við túlkinn. “Eg hefi svo-
lítið af gulli heima; eg skal borga
honum eins og hvíta fólkið borgar.
Segðu honum að enginn lifandi
maður, hvernig sem hann vigri litur,
gæti fengið mig til Jæss að fara 6o
milur á hestbaki, hvað sem í boði
væri,” svaraði læknirinn.
Og Alessandro fór út aftur;
en hann gekk svo hægt að hann
heyrði hæðnishláturinn og þessi
orð: “Og hann sagðist eiga gull! —
Þessir ræflar gull! Það er svei mér
trúlegt, eða hitt Jjó heldur!”
Þegar Ramóna sá Alessandro
koma læknislausan J>á gnísti hún
tönnum af angist. Henni fanst
hjarta sitt ætla að springa. Barnið
hafði legið hreifingarlaust í nokk-
urs konar dvala síðan um hádegi.
Það leyndi sér ekki að þyí var að
hnigna. Ramóna hafði gengið stöð-
ugt frá vöggunni út að dyrunum
og frá dyrunum að vöggunni á víxl;
hafði alt af vonast ti! að sjá Ales-
sandro koma með læknirinn, ef hann
bara væri kominn þá var hún viss
um að barninu batnaði.
Það hafði ihenni aldrei getað
\
dottið í hug að læknirinn neitaði að
koma.
Þegar það fréttist að stjórnin
hefði skipað tvo menn til þess að
líta eftir heilsu og högum Indíán-
anna, hafði Ramóna tekið því með
ósegjanlegum fögnuði. í barnslegri
einfeldni trúði hún því að þeir
mundu vaka yfir velferð Indián-
anna. Alessandro hafði veikari trú
á samvizkusemi þeirra: “En til
hvers gátu þá Jæssi embætti verið
stofnuð,” spurði Ramóna, ‘ef ekki
til þess að líta eftir þeim, sem eru
veikir?”
Þegar læknirinn kom ekki, hélt
hún í einfeldni sinni að hann væri
annaðhvort veiktlh eða jafnvel dá-
inn.
“Hann neitaði að koma,” sagði
Alessandro um leið og hann steig
þreytulega af hestbaki.
“Neitaði að koma!” hrópaði
Ramóna, “neitaði að koma! Sagðir
þú ekki að stjórnin hefði sent hann
til þess að lækna Indíánana?”
' “Svo var J>að látið heita,” svar-
aði Alessandro. “En það hefir auð-
vita verið lýgi eins og flest annað.
— Eg bauð honum gull ef hann
vildi koma, en það dugði ekki.
Rarnið okkar verður að deyja,
Ramóna mín.”
“Hún skal ekki deyja!” hrópaði
móðirin: “Við skulum fara með
hana til læknisins.”
Þetta fanst fæim báðum eins og
guðlegur innblástur. Að Jæim
skyldi ekki dettá það í hug fyr!
“Þú getur bundið vögguna á bak-
ið á Baba,” sagði Ramóna. “Hann
gengur svo varlega og er svo þið-
ur, að barninu þykir bara gaman að.
Við skiftumst á að ganga samhliða
hestinum til þess að geta litið eftir
barninu. Við getuih hvílt okkur h í'
henni Rio frænku. En að okkur
skyldi ekki hugsast þetta fyr. Við
: '-n af stað snemma í fyrr
máiið.”
Alla nóttina vöktu þau bæði yfir
veika barninu. Héfðu þau nokkru
sinni séð manneskju deyja, þá hefði
J>eim ekki getað dulist það að um
engan bata var að ræða. En hvernig
áttu þau að sjá það? Þau höfðu
aldrei séð neinn deya.
Alessandro og Ramóna höfðu
útbúið vögguna og bundið hana vel
og vandlega á bakið á Baba rétt um
það leyti sem sólin kom upp björt
og vermandi. Þegar barnið var lát-
ið í vögguna á hestbaki, J>á brosti
það. “Þetta er í fyrsta sinn, sem
hún hefir brosað í marga daga!”
sagði Ramóna. “Loftið er svo heil-
næmt og hressandi áð það lífgar
hana. Lofaðu mér að ganga með
hestinum og líta eftir henni fyrst
um sinn. Þú hvílir mig, þegai eg
verð þreytt. Farðu nú af stað.
Baba! Aumingja Baba!”
Og Ramóna fetaði léttilega og
vonglöð við hliðina á hestinum, en
Alessandro reið Benito. Þau höfðu
hvorugt augun af barninu. Ramóna
sagði í hálfum hljóðum: “Ales-
sandro, eg þori varla að segja þér
hvað eg gerði. Eg tók litla Jesú-
barnið úr faðmi Maríu guðsmóður
og faldi J>að fyrir henni. Hefirðu
aldrei heyrt það, Alessadro, að ef
}>að væri gert, þá veitti Maria guðs-
móðir hvað sem hún væri beðin um
til Jæss að fá bamið aftur i faðm
sinn ? Hefirðu virkilega aldrei heyrt
það ?”
“Aldrei,” svaraði Ales'Sandro, og
skelfing lýsti sér í röddinni. Aldrei,
Ramóna. Hvemig dirfðistu að gera
þetta ?”
“Eg þori hvað sem er núna,”
svaraði Ramóna. “Eg var að hugsa
um jþað í nokkra daga að taka af
henni Jesú-barnið og segja henni að
hún fengi það ekki aftur fyr en
hún gerði barnið okkar hraust og
heilbrigt. En eg vissi að eg hafði
ekki þrek til Jæss að sitja allan lið-
langan daginn og horfa á hana
barnlausa og saknandi, Jæssvegna
gerði eg það ekki. En nú verðum
við i burtu og því greip eg tækifær-
ið. Um leið og eg tók af henni Jesú-
barnið, sngði eg við hana: “Þegar
þú lætur barnið okkar verða hraust
og heilbrigt, þá skalt þú líka fá
bamið þitt. Heilaga guðsmóðir,
komdu með okkur til læknisins og
láttu hann lækna barnið okkar!”
Eg hefi oft heyrt konur segja frá
(því, Alessandro, að þær hafi gert
þetta og alt af fengið það, sem þær
-báðu' um. Það hafi aldrei brugðist.
María guðsmóðir getur aldrei ver-
ið án Jesú-barnsins lengur en þrjár
vikur, þá veitir hún hvaða bæn sem
er til þess að fá það í faðm sinn
aftpr. Eg hafði Jætta ráð til J>ess að
láta hana koma með þig, Ales-
sandro; eg hefi aldrei sagt þér það
áður. Eg var hrædd. Eg held hún
hefði látið þig koma fyr ef eg hefði
ekki verið of brjóstgóð til þess að
fela Jesúbarnið fyrir henni nótt og
dag, en eg gat ekki fengið það af
mér að fela það nema á nóttunni;
þessvegna saknaði hún barnsins
ekki eins mikið; annars hefði hún
látið þig koma fyr.”
“En heyrðu, Ramóna!” sagði
Alessandro: “Þetta er alt misskiln-
ingur. Eg gat ekki komið fyr af
því eg varð að vera við jarðarför
föður mins áður en eg fór að heim-
ft
an.
“Ef það hefði ekki verið Maríu
guðsmóður að þakka þá hefðirðu
lílega aldrei komið,” svaraði Ra-
móna í einfeldni sinni.
Fyrsta klukkutimann af ferðinni
virtist sem barninu liði betur.
Hreina loftið, sólskinið, Jæssi þægi-
lega hreyfing, brosandi móðirin við'
hlið J>ess, stóru svörtu hestarnir,
sem barninu þótti svo vænt um —
alt þetta hafði }>au áhrif á litlæsjúk-
linginn, litlu dauðvona stúlkuna, að
Ihún sýndist fá nýtt líf i bráðina.
En það var ekkert annað en síðasta
lífsleiftrií^ sem blakti á fölnandi
skari.. Augun döpruðust — lok-
uðust; einkennilegur fölvi breiddist
yfir andlitið. Alessandro varð fyr
til að t'aka eftir þessu; það hittist
svo á að nú gekk hann en Ramóna
reið Benito: “Ramóna,” hrópaði
hann með málrómi ,sem hún skildi
fullkomlega.
Á einu augnabliki var hún komin
af baki og stóð hjá barninu. Hún
hljóðaði upp yfir sig með svo
djúpri angist að barnið svo að
segja vaknaði frá dauðum. Augun
opnuðust einu sinni enn; litla stúlk-
an þekti móður sína. Angistartitr-
ingur afmyndaði andlitið og í sama
bili breiddist yfir það fullkominn
friður.
Kveinstafir Ramónu voru óút-
málanlegir. Alessandro reyndi að
hugga hana, en hún hratt honum
frá sér með harðri hendi. Hún
fórnaði höndum til himins og hróp-
aði : “Eg hefi drepið hana! guð al-
máttugur lofaðu mér að deyja með
henni!”
Alessandro snéri Baba hægt og
hægt í áttina heim: “Ó, fáðu mér
hana! Láttu hana liggja við brjóst-
ið á mér! eg skal halda henni
héitri,” andvarpaði Ramóna.
Alessandro lyfti upp varlega litla
líkinu og lagði það hægt í faðm
Ramónu. Hann hafði ekki mælt
eitt einasta o'rð af munni síðan
bamið dó. Hefði Ramóna litið
framan í hann, þá hefði hún í svip-
inn gleymt sorginni yfir dauða
barnsins. Það var eins og andlit
Alessandros hefði breyst í stein.
Þegar þau komu heim, lagði
Ramóna likið í rúmið og flýtti sér
eins og fætur toguðu út í eitt horn-
ið í herberginu. Þar lyfti hún upp
feldi og tók upp lítið trélíkneski af
Jesúbari, er hún hafði falið.
Auðu hennar flóðu í tárum og
hún lagði Jesú-barnið í faðm Maríu
guðsmóður, kraup á kné og flutti
'bæn um fyrirgefningu með áköf-
um ekka..
Alessandro stóð við rúmgaflinn
með krosslagðar hendur og hafði
ekki augun af barninu.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
fLiterature of all Nations.J
) ---------------
Negrinn og forsetinn.
%
Eftir ófarirnar miklu við Cold
Harbor, var Lincoln forseti óvana-
lega niðurbrotinn undir ábyrgðar-
þunga þeim er stöðu hans fylgdi, en
þegar svo stóð á, þá fann hann
mesta svölun í að ganga einn og
hugsa mál sín og líka mestan styrk
í að vera með guði sínum úti í
hinni friðsælu náttúru. í þetta sinn
gekk hann út að afliðnu hádegi og
gekk meðfram skurðinum er ligg-
ur samhliða Potomac ánni um hálfa
mílur suður frá hvíta húsinu. Að
þessu sinni gekk haijn lengra en
hann var vanur og svo var hann í
þungum þönkum að hann hugði ekki
að sér, fyr en hann rak sig nærri á
lágan og rykugan kofa. Úti fyrir
kofadyrunum sat aldraður svert-
ingi og var að taka hýðið af kart-
öflum. Forsetinn stansaði, settist
niður og tók ' svertingjann tali.
^vertinginn var málhreyfur vel og
talaði óspart um stríðið, hvernig
að ýmislegt hefði mátt betur fara
þar og eins hvernig að stórmálum
mætti til lykta ráðið. Lincoln hlust-
aði á negran, og sagði ekki orð, en
setti á sig ýmsa punkta, er hann
hafði tekið fram. Þegar dimma tók
stóð Lincoln á fætur. Gekk þá
negrinn inn í kofann og kom út
með mjólk í skál og flatbrauð og
bauð forsetanlum, drakk hann
mjólkina og át brauðið með góðri
lyst og. sagði Lincoln, sem sjálfur
sagði frá atburði þessum að sér
hefði smakkast þessi réttur betur
en flest annað, sem hann hefði átt
kost á i lengri tíð.
“Vertu sæll, uncle,” sagði Lin-
coln þegar hann hafði matast. “Eg
ætla að koma aftur einhvern tima.”
“Gjörðu það herra Lincoln, gjörðu
það,” svaraði gamli maðurinn vin-
gjarnlega. “Þekkirðu mig?” spurði
forsetinn. “Já, sannarlega herra
minn. Eg vissi að þú varst Abe
Lincoln undir eins og eg sá þig.
Þú ert sannarlega góður maður,
herra forseti. Eg sá þig einu sinni
þegar þú varst settur inn í embætt:
ið og eg get sannarlega ekki gleymt
J>ér á svo stuttum tima. Þú ert
sannarlega mikill og góður maður,
en skaparinn hefir ekki^verið ör-
látur þegar að hann bjó til á þér
andlitið því eg segi þér satt að það
er ljótt.”
Marcus Aurelius.
Þegar Avidius Cassius gjörði
uppreisnina á móti Marcus Aure-
lius og reyndi að hrifsa stjórnar-
völdin i sinar hendur, en féll fyrir
hundraðshöfðingja einum og kom
áformi sínu aldrei i framkvæmd,
ritaði keisarainna Faustina manni
sinum bréf og bað hann að láta til
skarar skríða við fylgismenn Cassi-
usar. Keisarinn fór samt ekki eftir
ósk konu sinnar, heldur hélt hann
fast við mannúðarstefnu sína og
svaraði konu sinni á þessa leið:
“Eg hefi lesið bréf þitt ástkæra
Faustina, þar sem þú ræður mér til
]>ess að sýna fylgismönnum Cassi-
usar enga vægð, heldur hegna þeim
hlifðarlaust, eins og þér finst að
þeir eigi skilið. Þessi eggjan þin
er mér staðfesting á kærleik ]>eim,
sem ]>ú ber til eiginmanns þins og
barna. En gefðu mér leyfi kærust
Faustina til að hlífa börnum Cassi-
usar tengdasyni hans og ekkju; og
til þess að rita senatinu í þeirra
þágu. Á engan hátt getur rómversk-
ur keisari betur unnið sér virðingu
alþjóða en með því að vera mis-
kunnsamur. Fyrir að sýna miskunn-
semi var Cæsar hafinn í tölu guð-
anna. Fyrir hana komst Ágústus í
tölu helgra manna og það var hún
sem vann föður þínum nafnið hinn
göfugi. Það hryggir mig að Cassi-
us skyldi vera’ deyddur og eg vildi
að eg hefði getað varnað því. Vertu
-því róleg og láttu ekki hefndar-
hugsunina ná yfirráðum í hjarta
]>ínu. Guðirnir vernda Aureliús.”
Sumir af vinum keisarans ávíttu
hann fyrir mannúð hans og' bentu
honum á, að Cassius hefði ekki
sýnt slíka miskunsemi ef örlögin
hefðu verið honum hliðholl. Svar
Marcusar Aureliusar var: “Við
höfum hvorki lifað né þjónað guð-
um svo illa að nokkur ástæða sé til
að ímynda sér að ]>eir hefðu h^ft
velj>óknun á Cassiusi.”
Jósef keisari II.
Einu sinni barst Jósef Þýska-
landskeisara II. bænarskrá i hend-
ur. Var hún frá öldruðum og þreytt
um herforingja er var tiu barna
faðir, dróg fram líf sitt og sinna á
litlum eftirlaunum og , átti heima
skamt frá Wienna.
Keisarinn kallaði fyrir sig
nokkra af hinum eldri liðsforingj-
um sinum og spurði J>á hvort þeir
J>ektu liðsforingjann, sem um var
að ræða. Þeir kváðust þekkja hann
og báru honum bezta vitnisburð.
Keisarinn svaraði ekki bænar-
skránni, en í stað þess fór hann
sjálfur í dularbúningi til heimilis
liðsforingjans.
Þegar keisarinn kom á heimili
hans sat fjölskyldan að máltíð. Á
-borðinu var kálmeti, sem liðsfor-
inginn sjálfur hafði ræktað í litlum
garði við hús sitt.
Eftir að keisarinn hafði staðið
litla stund og horft á fjölskylduna
mælti hann: “Mér var sagt að þú
ættir tíu börn, en eg sé hér ellefu.” |
“Þetta,” mælti liðsforinginn aldraði
og benti á eitt barnið”, er munaðar-
leysingi, sem eg fann við húsdyr
mínar og þó eg reyndi alt sem eg
gat til þess að fá einhvern sem var
betur efnum búinn en eg sjálfur til |
þess að taka hann að sér og ala upp
þá gat eg engan fundið, sem fékst
til þess svo eg hefi deilt því litla
sem eg á, á milli barnanna minna j
og hans og gjört, við hann í öllu 1
eins og hin börnih.”
Keisarinn komst við af göfug-
lyndi liðsforingjans fátæka og sagfts.
honum hver hann væri og mælti
svo: “Eg vil að allur }>essi bama- j
hópur þyggi af mér styrktarfé og
að þú haldir áfram að innræta þeim j
göfgi og drengskap. Þér skulu
verða greiddar ioo florins á ári
handa hverju þeirra, og 200 florins
skal verða bætt við eftirlaun þín
árlega.
Farðu á morgun til féhirðis mins
og hann skal greiða þér fyrstu
borgunina og í tilbót skal elsti son- j
ur þinn gerður að lieutenant. Haltu
áfram að leiða börnin þín á vegi
dygðanna og héðan í frá vil eg vera
faðir þeirra.” Líðsforinginn gamli
og öll fölskylda hans kraup að fót-
um keisarans og þakkaði honum
með tárvotum augum. Keisarinn
gat heldur ekki tára bundist og eft-
ir að gleðja börnin öll með smá-
gjöfum fór hann. Eftir að hann
kom heim til sín sagði hann við,
Count Caleredo: “Eg þakka guði
fyrir gjöf þessa dags. Hann hefir
gefið m^r náð til þess að finna göf-
ugan mann, sem enginn veitti eftir-
tekt.”
Ef þér viljið fá nákvœm og áreiðanleg viðskifti
þá sendið pantanir yðar til
THE
cLEAN COMPANY
HEILDSÖLU MATVÖRIJKAUPMENN
Biðjið um eftirgreindar tegundir, þær falla yður vel í geð
og þér vitið að þér fáið aðeins það bezta
PENICK SYRUP-Tvœr tegundir, Golden og Crystal White
SERVU- Peanut Butter, Essences, Green Tea, Spices, Etc.
(
Vér ábyrgjumst að allar vörur vorar reynast vel.
,.>nilil?’nhilinr
[ininiIITTTiii;iiiiiiini:ii:iiiiiiinTTTiiiiiiii:iiiniiinmTm:5lllli::lI]L<V^^^rr?i?TiinTTTmmTnniuTTrnTnnnuininnmriiiiirnmiinmiiiiiii::im.r/umiminTmniTnDnmmuuiiTi ummuuULuiL
WlllllllllIlílMS
TVÖFÖLDNÞJÓNUSTA
Allar tegundir af Gas
og Rafm agns-stóm
Símið 846 775 og er umboðsmanni vorum ánægja að gefa
yður allar upplýsingar því viðvíkjandi, hvað kostar að setja
þær í hús yðar.
1
Kaupið þarflegar
Jólagjafir
Rafmagnsáhöld:
Gólf Lampar, Boudoir lampar, Heating Pads, RúIIujárn, Strau-
járn, Vöflujárn, Toasters, áhald til að halda heitu kaffi og öðru,
Rafmagns Hitunaráhöld, sem flytja má úr einu herbergi í
annað, Raf-Eldavélar, Þvottavélar, Þvottarullur, áhald til að
hreins gólfdúka.
APPLIANCE DEPARTMENT
Wlnnipeg Elnctrlc Co.
MAIN FLOOR
ELECTRIC RAILWAY CHAMBERS