Lögberg - 17.03.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.03.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MARZ 1927. BIb. 7 Hafði ákafan höfuðverk og gat ekki sofið. Maður í Saskatchewan Notaði Dodd’s Kidney Pills og Re*ynd- ust Þær Ágætlega. Mr. N. Zilan Batnaði Alveg, Eftir Að Hafa Notað Dodd’s Kidney Pills Dálítinn Tíma. Laventure, Sask., 14. marz — (einkaskeyti)— “Eg vil segja yður, hvað Dodd’s Kidney Pills hafa gert fyrir mig” segir Mr. N. Zilan, sem heima á í Laventure. “Eg hafði ákafan hðfuðverk og gat ekki sofið, en eftir að hafa tekið úr tveimur öskjum af Dodds Kidney ^ills fór mér að líða vel. Eg get ekki talað nógu lofsamlega um þetta nýrna- meðál, og vildi aldrei án þess vera á heimilinu.” Stöðugur höfuðverkur og svefn- leysi kemur oftast af því, að líf- færin eru slitin og 1 slæmu ásig- komulagi. Stöðug þreyta og skort- ur á dugnaði á sér venjulega sömu orsakir. Þér er því náuðsyn að brúka DocTd’s Kidney Pills í nokkr- ar vikur til að koma líffærunum aftur í gott lag. Frá Islandi. Þingsetning. Rvík io. febr. Kl. i e. h. í gær gengu þingmenn til kirkju pg hlýddu á messu hjá sérá Bjarna Jónssyni dómkirkju- presti. — Síðan var farið í þing- húsið aftur. Las forsætisráðherra upp konungsbréf og setti Alþingi. Þá stóð upp Jóhannes Jóhannesson, 'bæjarfógeti, og bað konung og drotningu lengi lifa, og tóku þing- menn undir það með níföldu húrra- hrópi. — Þá tók aldursforseti sam- einaðs þings, Björn Kristjánsson, við fundarstjórn, og mintist látinna þingmanna. þeirra Jóns Þórarinns- sonar, fræðslumálastjóra, Kristjáns Jónssonar dómstjóra, Jóns Magnús- sonar forsætisráðherra, Barna Jóns- sonar frá Vogi, og ^síra Eggerts Pálsonár, og rakti æfiferil þeirra. Stóðu þingmenn upp til virðingar við minningu þessara manna. Með því að allmargir þingmenn voru enn eigi komnir til bæjarins (voru á Gullfossi), var rannsókn kjörbréfa og öðrum störfum frest- að til kl. 5. Kl. 5 hélt fundurinn áfram, og skiftu þingmenn sér fyrst í 3 deild- ir, til þess að athuga kjörbréf. Varð niðurstaðan sú, að þeir voru allir taldir rétt kjörnir þingmenn, er kosnir voru í landkjöri og kjör- dæmum síðasta sumar og haust. Síðan var.kosinn forseti sameinaðs Alþingis. og urðu að fara fram 3 atkvæðagreiðslur áður en gilt væri. Fyrst hlaut Jóhannes Jóhannesson 21 atkv., Magnús Torfason 20 og Jónas Jónasson frá Hriflu 1. Með . því að enginn hlaut meiri hluta greiddra atkvæða, varð kosning að fara fram aftur. Hlutu ]ieir Magn ús og Jóhannes 21 atkv. hvor. Varð atkvæðagreiðsla enn fram að fara, og fór á sömu leið. Var þá varpað hlutkesti. Var forsjónin andvíg íhaldsmönnum og kom upp hlutur Magnúsar Torfasonar, og er hann því forseti sameinaðs Alþingis. — Varaforseti var kosinn Tryggvi Þórhallsson, með 21 atkv. Þórarinn Jónsson hlaut 20 atkv. 1 seðill auð- ur. Skrifarar voru'kosnir: Jón A. Jónsson og Ingólfur Bjarnarson. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Björn Lindal, Jón Sigurðsson, Sigurjón Jónsson, Sveinn Ólafsson og Einar Árnason. Loks var kosinn 1 maður til Efri deildar (\ stað síra Eggerts Pálssonar) og hlaut Einar Jónsson kosningu, með 22 atkv., Pétur Þórðarson fékk 18 atkv. Jón Ólafs- son 1 atkv. 1 seðill auður. Var þá s’litið fundi sameinaðs þings. og skipuðu þingmenn sér í deildir. t Efri deild var kosinn forseti Halldór Steinsson með 8 atkv. Guð mundur Ólafsson hlaut 6 atkv. 1. vara-forseti var kosinn Jónas Krist jánsson, 2. vara-forseti Ingibjörg H. Bjarnason, skrifarar Jóhann Jósefsson og Einar Árnason. Síð- an var fundi slitið. í Neðri deild var kosinn forseti Benedikt .Sveinsson, með 14 atkv. Þórarinn Jónsson hlaut 13-1 seðill auður. 1. vara-forseti var kosinn Þorleifur Jónsson, og 2. vara-for- seti Sigurjón'Jónsson, eftir marg- ítrekaðar kosningar og harða 'bar- áttu milli hans og Péturs Þórðar- sonar. — Skrifarar voru kosnir Tryggvi Þórhallsson og Magnús Jónsson. — Var fundi síðan slitið. I dag fara fram kosningar á fastanefndum í báðum deildum. —Vísir. Reykjavík 5. febrúar. Fimtugur varð Sigfús Einarsson tónskáld siðastliðinn sunnudag. Hér í Ibæ hefir hann starfað að söng- kenslu og hljómlist, i 20 ár, með frá bærri elju. Vinir hans héldu honum samsæti i minningu afmæl- isins. • ^ Prófastur i Rangárþingi hefir Ófeigur Vigfússon í Fellsmúla ver- ið skipaður. t ofviðrinu í byrjun vikunnar sem leið urðu enn töluverðir skað- ar á nokkrum bæjum undir Eyja- fjöllum. Prófi í verkfræði hafa nýlega lokið í Kaupmannahöfn: Sigurður Skúlason Thóroddsen, Sigurður Ól- afsson og Axel Sveinsson.' Misjafnar sÖgur ganga af starf- semi snjóbílsins á Hellisheiði. Veg- urinn er svo frámunalega* klaufa- lega lagður að á stórum svæðum setjast á hann djúpir skaflar. Snjó- billinn grefur djúp göng í gegnum skaflinn, sem verða enn dýpri vegna uppmokstursins. Svo skefur í gryfjuna og alt verður bráðófært. Er það a. m. k. sumra þeirra mál sem um heiðina hafa farið nýlega, að það sé sama og að fleygja pen- ingum í sjóinn að láta sjóbílinn halda áfram að starfa. • • , , Lagarfoss var á suðurleið frá Þingeyri rétt fyrir mánaðamótin; togara, sem sigldi á hann framan BEZTI I Græðarí 1 * sem peningar % geta keypt! 50c askjan hjá öllum lyftölum. Bjarni Pétursson. Er fellur eik að foldu, sú fagran skrúða bar. Er blómið ’byrgist moldu, sem blítt og inndælt var. Oss ægir skarðið auða; vor augu fella tár; hve válegt valdið dauða mörg veitir hjartasár. En einatt oss hann mætir, sem engill friðar kær, sem þjáðum þrautir bætir °g þreyttum hvíldar fær; að leysa likamsböndin og leiða andann heim. Þá kyr og köld er höndin, 'vér kveðjum þennan heim. Nú þrautin er unnin og þjáningin hjá, sem þjakaði holdinu veika, en sigurinn fenginn og fögnuður sá og friður sem aldrei mun skeika. Og viðkvæmir kveðja þig vinirnir nú, með virðing og þakklátum huga, fyrir alt þrekið og þolgæði’ og trú, sem þrautimar kunna’ ekki að buga. Hve margir með söknuði sjá eftir þér, að samferðatíminn nú linni. Hve margt er það starfið, sem merki þess ber, þú miðlaðir atorku þinni. Já, hversu eiginlegt var þér^valt, þeim vinarhönd einlæga’ að bjóða, með hreinskilni. trúmensku og táp vij það alt, sem tendrar hið fagra og góða. En starfinu’ er lokið og stirðnuð sú hönd, sem studdi hið göfga og'rétta, og andi þinn floginn burt, yfr á þau lönd þar ódáins rósirnar spretta. Hér falið er öðrum að verja’ um þau vé, sem voru þér helgust svo lengi. F.n minningin lifir þótt maðurinn sé, til moldar að siðustu gengin. B. Thorbcrgson. varð þá fyrir árekstri af enskum við stómpallinn. Köm gat á Lag- arfoss fyir ofan sjó. Var gert við á Þingeyri. Bæjarstjórn Akureyrar hefir sam- þykt að kaupa Oddeyrina af Ragn- ari ólafssyni, en Tanginn er undan- skilinn kaupunum. Ef verðið er greitt á tveim árum, á það að vera 100 þús. kr., en 120 þús. kr. og 6% vexti ef greitt er á 40 árum. Rétt fyrir síðustu helgi varð stór- bruni á jörðinni Straumi, skamt fyrir sunnan Hafnarfjörð. Hefir Bjarni skólastjóri Bjarnason í Hafnarfirði rekið stórt og myndar- legt bú á jörðinni undanfarin ár og bætt stórlega. Eldurinn kom upp í íbúðarhúsinu og kviknaði út frá reykháf. Brann íbúðarhús og hlaða sem var áföst við það, en fjósi varð bjargað. Litlu varð bjargað úr húsinu, en nokru af heyi. Býður Bjarni skólastjóri mikið tjón við brunann. Sextiu ár voru liðin 3. þ. m. frá því að stofnað var hér í bænum “Handiðnamannafélagið.” sem síð- ar fékk nafrfið: “Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík.” Þess tilefnis byrjar félagið útgáfu á Tímariti Iðnaðarmanna. Fer það mjög myndarlega af stað. Fyrst ritar for- maður félagsins, Gísli Guðmunds- sson gerlafræðingur, nokkur ávarps orð; þá ritar Hallgrímur Mallgríms son sagnfræðingur yfirlit yfir sögu og störf félagsins og myndir fylgja af helstu starfsmönnum. þá ritar Plelgi H. Eiríksson ágrip af sögu Iðnskólans og myndir fylgja af skólahi^sinu og skólastjórum, enn ritar Jón Ófeigsson kennari um samskóla Reykjavíkur og mynd er síðast af hinum nýja og myndar- lega fundarsal félagsins. Er það öll- um gleðiefni að meira líf færist í Iðnaðarmannafélagið og að það starfi vel fyrir málum iðnaðar manna, því að það má öllum liggja i augum uppi, að vel ment iðnaðar- mannastétt mætti vera ein af traust- um súlum þjóðfélagsins. Slys vildi til í Hafnarfirði um miðja vikuna. Sex ára gömul stúlka var að renna sér á sleða nálægt læknum, féll í lækinn og var örend er hún náðist aftur. Kíghóstinn breiðist út hér í bæn- um og er nú einnig kominn á nokkra bæi fyrir austan fjall. Skjaldarglíma Ármanns fór fram 2. þ. m. Voru 13 þátttakendur. Sig- urvegarinn varð Jörgen Þórðarson ög voru honum einnig dæmd verð- laun fyrir fegurðarglímu. Samningar um dagkaup dag- launamanna hafa staðið yfir undan farið milli Dagsbrúnar-félagsins og Félags íslenkra togaraeigenda. Samningar hafa ekki náðst, en engu að síður hefir stjórn Dagsbrúnar auglýst kauptaxta fyrir félagsmenn sína’ 1.25 kr. um timann í venju- legri dagvinnu. Áður var kauptaxt- inn 1.40 kr. Hins vegar hefir verka- mannafélagið ‘Hlif’ í Hafnarfirði gert kaupsamninig við atvinnurek- endur þar. Er kaupið ákveðið 1.08 kr. fýrir tímann í venjulegri dag- vinnp fyrir fullverkfæra karlmenn. Stórskemdum hefir Þjórsá valdið í Flóanum og veldur enn. Liggur mikið vatn úr ánni í aðal áveitu- skurð Miklavatnsmýraráveitunnar og veldur skemdum. Á nýafstöðnum sýslufundi Ár- nesinga voru þeir kosnir: Ágúst bóndi Helgason í Birtingaholti og Guðmundur bóndi Þorvarðarson í Sandvík til að taka sæti í nefnd sem Rangæingar nefndu tvo menn í og landsstjómin oddamann. Er nefndinni ætlað að athuga 0g bera fram tillögur um hvar Suður- landsskólinn eiga að standa. —Tíminn. Oddur Hermannsson skrifstofu- stjóri í atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu andaðist á sjúkrahæli Páll ísólfsson hélt á föstudags- kvöldið i fyrri viku sjöunda orgel- hljómleika sína i Frikirkjunni. Þór. Guðmundsson lék og nokkur lög á fiðlu. Eins og endranær var þar eitt öðru betra. Ólafur Runólfsson, sem lengi var við bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, andaðist 20. febr. hjá Karli konsúl Nikulássyni á Akureyri, en kona hans er stjúpdóttir Ó. R. Hann var mörgum kunnur. og að góðu, ljúfmannlegur og prúðmann- legur í framgöngu, skemtinn i við- ræðum, bókelskur og fróður um marga hluti. —Lögr. Frá Piney. Heiðraði ritstjóri Lögbergs: um aðnjótandi, en er þessi umtal- aða hjálp veittist okkur, lifðu þessi hjón eða höfðu póst sinn á Ross i Minnesota og lifðum við þar í 11 mánuði þar til við fluttum hér til Piney, þar sem við höfum. að heita má, lifað á sama bletti, í þessu gæfurika landi, er eg svo áður nefndi og hefir mér lika svo reynst, og enginn má skilja orð mín svo, að mér í nokkru mislíkaði þessi 11 mánaða vera mín sunnan lönu, en oft dettur mér i bug að mönnum nú á dögum mundi lágtkaup þykja um slátt aðeins 18 dalir um mánuðinn og 6 að vetrarlagi eins og minn maður varð þá glaður að verða að njótandi. En þó svona lágt byrjuðu vinnulaun hans, fórum við samt V. Christiansens prófessors i Hellerup, laugardaginn 5. ^TskulZusrþað er að ^ja fyrir utan þessa hundrað dali, er var þá farið að krefja mig um, en eftir 2 ára veru okkar hér i Canada var hún borguð og þá sannarlega var eg búin að finna hvað mikils virði hún var orðin til mín, að hafa komist til þessa lands. Þar þessi okkar stærsta skuld var al-borguð, og sú eina stór-skuld, er við á æfi okkar höfum í komist, þá sannar- lega allslaus komum við hingað til Piney, og þeim, sem hjálp veitti okkur að komast frá Winnipeg, verður aldrei fullþakkað sú eðal- lynda og mannkærleiksríka hjálp,— en eg hefi vonað og oft beðið að sá er fyrir hrafninn launar, hafi einhvern tíma heyrt og séð heita hjartatilfinningu og þakklæt- isanda minn til þeirra, er Guð af náð sinni hefir mörgum gefið, þá veraldar blessun að fá að vera mannlegt verkfæri í Guðs hendi, bágstöddum þurfamönnum aðstoð veita og eiga vist að fá að heyra þann gleðiríka, himneska hljóm af þeim er við alla gleðjendur segir: hvað þú gjörðir mínum minsta var gjört til min og sannarlega er S. Anderson í þeirra tölu er mörgum fátækup á ýmsan veg hefir hjálpað, fleirum en okkur, en eg býst við að til okkar sé hans stærsta hjálp.— Hann átti lika góða konu er aldrei hann til baka dró öðrum gott að gjöra. en sá er okkur veitti þá hjálp semi að taka okkur á akdýrum að Bunnan úr'' fyrnefndu plássi var S. S, Anderson, er gæti með mér Viltu gjöra svo vel að ljá þessum eftirfylgjandi linum rúm í þínu góða blaði. Það er gamalt orð að oft sé gleymt þá gleypt sé, eða ýmsra orsaka vegna sýnist oft svo vera — en margt getur fleira en beinlinis gleymska dregið margan frá því að opinberlega sé alla tíð hægt að láta þakklætis tilfinningar sínar fyrir almennings augu koma, að vina hönd hafi í stórri þörf oft öðrum hjálp veitt, alt endurgjalds- laust. Er eg ein í þeirra tölu er það hafa of lengi dregið og hefir það verið mitt getuleysi. en ekki viljaleysi, eða af gleymsku að eg satt sagh að aleiga okkar þá var öll hafi verið hjálparþurfandi eins og | 1 einu vagnboxi með börnum og endir þessarar ritgjörðar mun sýnt i öllu meðtöldu, því hann lifir nú geta, og oft er í gamni sagt; jæja. i her 1 P'ney- £itt«r eignabóndi og betra er seint en aldrei, og er nú ! góður búmaður, sem faðir hans, aðal efnið um komu okkar, er var 1 f>’r nefndur frændi manns rníns, og aldamótaárið, er við komum til hann a lika a?æta °S verkmikla þessa lands, komum ekki einungis 1 konu °S ollum- ÞaS er eg til veit, al-eignalaus, heldur með 100 dala ! yel kynta, sem þau bæði í sínu ná- skuld, er Mrs. J. Oliver, systir mín ^£renni- Já srannarlega get eg nú sagt fékk að Iáni ’fyrir mína hönd á að mismunur eigna minna sé orð- meðal kunningja sinna hér í landi, | inn mikill á móti því er var; hefi til að senda mér fargjalds-hjálp að orðis alt ÞaS er eS Þarf °S maður komast í þetta mér gæfuríka land. minn, sem er orðinn gamall keypti En er til Winnipeg kom fundum 1 ser hil 1 haust °S er 1 honum nu við, er með 5 smábörn komum, | al-skuldlausum og mér finst ekki að hart mundi verða að lifa hér, ! rettaf mér að leyna vinum minum þar sem engin vinna sýndist fáan- ! hve mikil blessun mannanna hjálp leg. og fanst mér þá með sjálfri ; hefir orðið drjúg til mín. Fyrst mér að við mundum hafa gjört I hvöt og hjálp systur minnar að eg mjög rangt að flýja fátækt okkar til þessa lands kæmi og svo hjálp- Fær Heilsubót Eftjir Tólf Ára Þjáningar. Mr. A. A. Biederman, Golden Lake, Ont., þjáðist í 12 ár af höf- uðverk, óhreinni 'tungu, melting- arleysi og hægðaleysi. Eftir að hafa tekið inn úr þremur öskjum af Nuga-Toæ, skrifar hann að heilsan sé orðin góð og sér líði á- gætlega. Segir, enn fremur, að þetta meðal hafi r/ynst sér betur en noukkrt annað. iNuga-Tone er ágætt fyrir slitn- ar og þreyttar taugar, svefnleysi og þessa þreytutilfinning á morgn- ana, nýrnakvilla og blöðrusjúk- dóma, lystarleysi og blóðþynnu. Reyndu það í nokkra daga og þú munt finna ótrúlega mikinn mun á heilsu þinni og kröftum. Það er trygt að þér batni eða pening- unum er skilað aftur. Fá§u flösku hjá hvaða lyfsala sem er, en vertu viss um að fá Nuga-Tone, Eftir- líking er ekki neins virði. heima en samt opinberaði eg eng- um hugsun mina, það er að segja nema Guði. Systir mín, er lítið var betur stödd en eg, i efnálegu tilliti gat, sem ekki var heldur vonast eft- ir hjálpað mér, en hún gjörði alt sitt bezta, mér til að- stoðar og tók okkur heim í hús það, er hún lifði í, og vorum við þar i viku. en er manni mínum fer að leið- ast vinnuleysið, segir hann við mig, eg vildi eg vissi hvar Sigurður Anderson frændi minn lifði. Það er eini maðurinn er eg ber traust til að mér og minum mundi hjálpa, ef hann vissi að\eg væri kominn til þessa lands. Systir mín var sú eina er þetta semi Andersons hjóna. En engum getur til hugar komið að á rúmum aldarfórðungi, er eg hefi hér á sama bletti lifað, að ekki hafi oft fyrir sól dregið — já, og það mörgum sinnum, er eg ekki nú nefni nema er drengir mínir tveir er aldrei eg get úr tilfinningum minum útrýmt, er þeir fóru i þennan eitr- aða eldgig, þar hvorugur bar þá Guðs gefandi gæfu, óskemdir til baka að koma, en samt má eg lofa góðan Guð fyrir það að Sigurður sonur minn var sá fyrsti Islending- ur, er Canada var til baka sendur, eftir 5 mánaða stranga legu á Eng- landi. en allir hinir, er héðan úr bygð fóru fengu þá gæfuriku guðs- samtal okkar heyrði og svarar hún [ Wessun ag fá til baka að koma með alla sina líkamslimi ósundurtætta af óvinanna ógeðslegu sprengikúlum Mrs. H! H. Goodman. þá til manns mins eftir dálitla um hugsun. Eg být við að Mr. W. H. Paulsón geti gefið þér þær upplýs- ingar — sá er mætti ykkur er þið stiguð á land í Quebec. Um þennan fögnuð okkar fjölyrði eg ekki. Ef svo vrði sem fljótt er gjörð tilraun hann að finna er hepnaðist alt ljóm- andi vel og reyndist og svo að hann upplýsingu um þennan fyrnefnda gat og lika fljótt gjörði að gefa Sigurð Anderson er fljótt var þá skrifað og er hafði þau áhrif til hans er bréf okkar fékk, að enginn læknir er í lifsnauð er til sóttur, getur orðið fljótari að snúa sér að skylduverki sinu en Sigurður varð að snúa sér til hjálpar fyrnefndum frænda sinum. Hann var ekki að skrifa manni minum neinar atorku ráðleggingar að komast áfram í landi þessu, heldur kemur hann svo fljótt sem ástrikur faðir að ansa sjúku eða þurfandi barni sinu, að sækja þennan.stóra hóp og flytja hann heim í hús sitt og vorum við þar i nokkra daga, þar til við flutt- um í annað hús, ekki mjög langt þaðan frá heimili Sigurðar, og með burtför okkar úr húsi þeirra góðu pjQfld N&&ran,nd yCar aPlaiCin^ hjona er tekin ein bezta kyrin ur 1 arnar og kaupir hina öskjuna, svo þér fá,i6 y6a.r ókeypis. Vér á.byrgjumst aö þér veröið ánægður, eða vertidnu er skilaö aftur. SkrifiS því strax og fá,ið fieiir4 egig en áður á þenna emíalda ihátt. — SkrifiS: VITA-GLAND DABORATORID VTita-Glan<l iÆboratories Bohan g. Toronto, Ont. Ilirnnmar Vcrpa AreiSanlega Innan priggja daga. Kf Vita-Gland Töflur Eru Notaðar. Hæman hefí.r kirtlu eins og mann- eskjan, er eiigi sfður þurfa á jámefni a« halda. Af Þeirri. elnföldu ástæöu áö þær styrkja Þau ilffæri, sem fram- leiða eggin, eru Vita-Gfland töflur or- sök þess, séu þær látnar f drykkjar- vatn hænanna, að þö þær hafi aidrei verpt á vetrum, fara Þær að ver.pa innan Þriggja daga. Vfsinldiin hafa fumdið efni. sem ef rétt er notað, læt- ur hænur verpa meria en Þær annars gerðu. í tilraunabúi stjörnarinnar, er efnið nota'ð, verpir hænan 300 eggj- um á möltii 'hverjum 60 áður. Reynlð þetta kostaboð. Egg og meiri egg og fallegan höp a.f hænsnum. sem þurfa iítið eftirlit, engin iyf eða dí'rt föður, geita alliir haft, sé Vita-Gland tafia látin i vatn hænsnanna. Einfalt ráð en tvöfaldar ágóðann. Jöfn verplng sumar og vet- ur. þeir sem 'bfla. itdl Vita-GIojnd töflur þek'kja verkanir Þess vel og vita að yður stórfurðar er þér reynið, og þeir senda öskju tffl reynslu, þannig: Send- ið enga peningu, aðeins nafn yðar, verða Þá sendar tvær stórar öskjur, er hvor kostar $1.215. þér borgiið póst- inum Þá >$1.25 og örfá oent i póst- kúabúi þeirra, og gefin okkur, fyrir utan margt fleira ætt og óætt, og ekki nóg með þaS. heldur að hausti í nóvember gefa þau okkur full- vaxinn sláturgrip — já, það var margt er við urðum hjá þeim hjón- i vmnu TIL þess að geta unnið vel, þarf manni að líða vel. Að fæturnir séu þurrir og notalegir, er fyrsta skilyrði þess að, að manni líði vel. Vér höfum allar tegundir af NORTHERN skófatnaði, rubbers, verkaskó, yfirskó •— og vér mælum sterklega með þeim við alla, kon- ur jafnt sem karla, er þurfa aðg vera úti við öllum tímum árs. Komið inn og skoðið vörurnar. Arborg Farmers’ Co-op Ass’n T. J. Gíslason, Brown. Jonas Anderson, Cypress River Lakeside Trading Co., Gimli. T. J. Clemens, ^Ashern. S M. Sigurdson, Arborg S. Einarson, Lundar F. E. Snidal, iSteep Rock S. D. B. Stephenson .Eriksdale. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiinniiiiiii ^iiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiimmiimiiimiiiiiiiiiiimimmimi£ | D.D.Wood&Sons | selja allar beztu tegundir KOLA = tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til = almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voruYard 1 Horni Ross Avenue og Arlington Strœtis | = PantiðLfrá oss til reynslu nú þegar. = f . Phone 87 308 f = 3 símalínur Tiimmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmimmmimif? ^miimiimmmmimmmimmimmimmiimmmimmimmimmimmimmm'i: (KOLIKOLI KOLIj I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOUS I | DRUMHELLER COKE HARD LUM I Thos. Jackson & Sons I I COAL—COKE—WOOD J 1 370 Colony Street 1 | Eigið Talsímakerfi: 37 021 | I PQCA STEAM SOUNDERS ALLSKONAR 1 | LilMP COAL CREEK VIOUR | ^mmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinl svÁnuiunn' (Niðuii. frá bls. 2.) ílaut dauður á blóðlituðu vatninu, með stórt sár á bringunni, þá gekk svo fram af þeim að þeir flugu þegjandi burt. En þegar liinir fuglarnir, sem höfðu yndi af fögrum söng, fengu þessa sorgarfregn, þá komu þeir óðara fljúgandi, hver með sína rós í nef- inu, og létu svo rósaregnið falla yfir svaninn, sem vildi heldur deyja en þegja. Ein lóa, sem var mcð í förinni, barði sig alla utan með vængjunum og kvakaði í sífelln. Það var lóan, sem hafði glaðst og huggast við svana- sönginn daginn áður, þegar hún kom að tómu kreiðrinu sínu. “Er það ekki alveg dásamlegt?” sagði hún, “að svanurinn sá arna skyldi geta sungið slíka lífsgleði inn í hjörtu okkar heiðarfuglanna, meðan honum sjálfum var að blæða til ólífLs!” # —Ur “Þrjú æfintýri” eftir Sigurbjöm Sveinsson. Bæn vatnsrottu! Kæri vin! Eg byggi minn bústað í mýrum og fenum, svo eg sé ekki á vegum eða til meins mönnum eða skepnum. Fæðu mína tek eg af rótum, sem eru undir vatni, svo að eg taki aldrei neitt frá neinum. Eg held frið við alla. Aldrei skerði eg hár á höfði neins lifandi, og líf engra tek eg, ekki hins minsta maðks eða flugu jarðarinnar. Eg trúi, að gnð hafi skapað manninn og að hann eigi að drotna yfir jörðinni, en engin vill láta taka frá sér ástarmaka sinn, .börn eða vini. Trúir þú eftki einnig, að guð hafi skapað mig, og gefið mér mýrar og flæði til forráða? Vilt þú þess vegna ekki þyrma lífi mínu og minna, og þóknast þannig gjafara alls lífs? Ef þú gerir tvö eftirrit af bréfi þessu og sendir til vina þinna (innan tveggja daga), þá raun’ársæld, friður og fögnuður umvefja þig og þína, og varnarlaus lítil vatnsrotta blessa þig fyrir drenglyndi og miskunn. “Þú gerir það, vinur minn góður!” /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.