Lögberg - 12.01.1928, Blaðsíða 6
Bls. ft.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1928.
trygging fyrir því. Hlutabréfin seldust fyrir
hátt verð og flugu út, Hver sem náði í eitt-
bvað af þeim taldi sig hepnismann. Hitt grun-
aði engan mann þá, að þessi spilaborg mundi
hrynja til grunna eftir lítimi tíma og verða
þess valdandi að margir menn urðu öreigar og
að á Wall street voru mörg sjálfsmorð framin út
af þessu. AVall street er hvert sem er þannig
lýst að við annan enda þess sé grafreitur, en
við hinn endann nokkurs konar drekkingarhyl-
Olli þetta Ryder nokkurs óróleika! Ekki
ur
að því er séð varð, en á þessu hafði hann grætt
tuttugu miljónir dala.
Þessi heimsins mesti stórgróðamaður, var
engan vegin að öllu leyti slæmur maður. Hann
hafði ýmsa ágæta kosti, eins og flestir slæmir
menn hafa reyndar. Hans mesti veikleihi var
í því innifalinn, hve óvandur hann var að sín-
um meðulum til að koma fram sínúm ráðum til
að græða fé. Enginn maður hefði getað grætt
slíkan auð á fyllilega heiðarlegan hátt. John
Ryder hefir vafalaust verið fyrir ofan garð
eða neðan, þegar samvizkuseminni var úthlut-
að. Það var eins og liann hefði enga hæfileika
til að gera greinarmun á réttu og röngu, þegar
hans eigin hagsmunir voru annars vegar.
Kirkju sótti liann regluloga, en ekki hafði þess
hevrst getið, að hann gæfi fátækum mikið. Þó
var sagt að hann hvetti fjölskyldu sína til að
gera það; en fjölskvldan var bara kona hans,
sem lítið hevrðist talað um og ekkert lét á sér
bera og sonur þeirra Jefferson, sem var einka
erfingi að allri hans auðlegð.
Þetta var maðurinn, sem var ráðandi aflið í
Southern og Transcontinental járnbrautarfé-
laginu. Líklega hafði hann tekið sér það nær,
heldur en nokkur annar maður, að félagið hafði
tapað máli, sem það hafði átt í þá nýlega. Ekki
svo mjög vegna peninganna, sem félagið hafði
tapað. Það var fljótlegt að vinna þá upp aft-
ur. Hitt sárnaði honum verulega, að það var
að minsta kosti einn maður, sem þorði að ganga
á móti vilja hans. Þannig var mál með vexti,
að þegar land var mjög ódýrt, hafði félagið
keypt einar þúsund ekrur á vissum stað með-
fram brautinni. Stjórnin hafði látið þetta land
af hendi við félagið fyrir mjög lítið verð, en
með þeim skilningi að félagið gerði þessar þús-
und ekrur að skemtigarði til afnota fvrir al-
menning. En landið liækkaði í verði, ótrúlega
fljótt og mikið, og nú var tækifæri til að gera
úr því bæjarlóðir og selja það með afarmiklum
ágóða. Þegar þetta fréttist, varð fólkið, sem
bjó þarna í nágrenninu ótt og uppvægt og
heimtaði að félagið héldi við þá samninga, sem
upphaflega voru gerðir. tJt af þessu varð
heilmikið þras og loks kom þetta mál fvrir
dómstólana og Rossmore dómari gaf þann lír-
skurð, að félagið yrði að lialda við sína uppbaf-
legu samninga og hefði engan rétt til að selja.
land þetta í bæjarlóðum. ,
Skrlfararnir í ytra herberginu sögðu hver
öðrum frá þessu og höfðingjarnir í innra her-
berginu töluðu alt af hærra og hærra og alt af
voru þeir að koma fleiri og fleiri. Fundurinn
átti að bvrja kl. 3 og nú voru aðeins fimm mín-
útur angað til hann yrði settur. Hár, sterk-
lega bygður maður, með livítt vfirskegg og
glaðlegur í viðmóti kom út í dyrnar og spurði
einn af skrifurunum hvert Mr. Ryder væri
kominn.
Það mátti ráða það á svip og svari manns-
ins, sem spurður var, að hér var ekki um neinn
hversdagsmann að ræða.
“Hann er ekki kominn ennþá, senator. Við
búumst við honum á hverri mínútu. Hr. Ryder
kemur vanalega nákvæmlega á réttum tíma. ”
Senatorinn brosti góðlátlega og snéri sér
svo við 'og lieilsaði með handabandi tveimur
mönnum, sem þá voru rétt að koma.
Senator Roberts var álíka mikill fyrir sér á
sviði stjórnmálanna, eins og vinuir lians, John
Burkett- Ryder var á fjármálasviðinu. Báðir
voru þeir atkvæðamenn. 1 Wisconsin hafði
hann byrjað að vinna ífyrir sér eins og vika-
drengur, og hafði aðeins alþýðuskóla mentun.
Síðar varð hann búðarmaður í fatasölubúð og
e'ftir að hafa unnið þar í nokkur ár, fór hann
að verzla fvrir sjálfan sig og hafði fljótt mikið
um sig. Hann var kosinn þingmaður til ríkis-
þingsins og kom það þá brátt í ljós, að hann
hafði góða hæfileika til að hafa áhrif á aðra
menn og halda þeim vel saman innan takmarka
þess stjórnmálaíflokks, sem hann tilheyrði, og
vann hann sér því mikið álit leiðtcganna. Síð-
ar var hann kosinn sambandsþingrhaður og fór
þá fljótlega að bera á því að hann lét ekki alt
fvrir brjósti brenna, þegar um það var að ræða,
að nota þingmenskuna til eigin hagsmuna. Ár-
ið 1885 var hann kosinn isenator. Það leið ekki
á löngu þangað til hann varð viðurkendur leið-
togi meirihluta republican senatoranna, og þeg-
ar svo var komið könnuðust allir við að hér
væri maður, sem mikið tillit yrði að taka til, og
sem miklu betra væri að hafa með sér en móti.
Hann var maður mjög framgjarn og ráðríkur,
en hins vegar ékki neitt sérstaklega samvizku-
samur, svo það var ekkora undarlegt, þó hann
skipaði #ér í flokk þeirra stjórnmálamanna,
sem með töluverðum sanni er sagt um, að noti
stöður sínar þannig, að það sé nokkurnvegin
ljóst, að þeir hafi enn gleggra auga fyrir sin-
um eigin hagsmunum, heldur en heill almenn-
ings, þrátt fyrir alla sína föðurlandsást. Hann
lagði sig eftir stjórnmálum vegna þess sem
upp úr þeím var að hafa, völdum og peningum,
en hvernig hann náði þessum hnossum, gerði
minna til.
Ljónið og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
kom fyrst út árið 1906 í Ngw York).
I.
Það leyndi sér ekki, að það var eitthvað ó-
vanalegt um að vera í hinni stóru og myndar-
legu skrifstofu Southem og Transcontinental
járnbrautarfélagsins í New York. Hinir þótta-
fullu og yfirlætislegu starfsmenn félagsins létu
vanalega sem þeir sæu hvorki né heyrðu, annað
en það, sem beinlínis kom þeim sjálfum við,
hópuðu sig nú saman og töluðust við í hálfum
hljóðum, um eitthvað, sem sjáanlega var þeim
eitthvert áhyggjuefni, eða ráðgátá. Stúlkurn-
ar sátu flestar í sætum sínum, en töluðu þó
saman sem bezt þær gátu, jafnframt og þær
létu ritvélarnar gera allan þann hávaða, sem
ritvélar geta gert og reyndu að grynna ofur-
lítið á brófahrúgunnni, sem pælt var upp fyrir
framan þær, og sem þær áttu að vélrita. Hurð-
in, sem v.issi út að lyftivélinni var altaf að opn-
ast og inh og út strejmidu heilir hópar af sendi-
sveinum, hávaðasömum og ruddalegum, með
, allskonar skilaboð og símskeyti.
Úti á götunni var hávaðasamt eins og vana-
legt er í stórborgunum. Hestavagnar, spor-
vagnar og jafnvel járnbrautarvagnar voru
stöðugt á ferðinni og hávaðinn barst stöðugt,
jafnvel til eyrna þeim, sem voru uppi á efsta
loftinu á Iiinum risavöxnu stórbyggingum í
New York Veðrið var heitt, eins og títt er í
maí-mánuði og það var þungt í lofti, og það
þurfti engan veðurspámann til að sjá, að ekki
myndi lengi þurfa að bíða eftir þrumuveðri og
steypiregni.
Lyftivélin var altaf á ferðinni upp og ofan
og við og við komu inn í skrifstofuna, vel búnir
sællegir menn, tveir og þrír í einu, sem allir
voru að tala samán og mátti af svip þeirra ráða
að umtalsefnið var eitthvað alvarlegt. Þeir
stóðu ekki við í ytri skrifstofunni, en fóru rak-
leiðis inn í skrifstofu, sem þar var innar af, og
sem ætluð var eigendum og ráðsmönnum félags-
ins. Flestir þessara manna heilsuðu upp á ein-
hverja af skrifurunum, um leið og þeir gengu
itram hjá þeim, en gáfu þeim ekki frekari gaum.
Sumir höfðu komið nokkru fyr, og eftir því sem
þeim fjölgaði bar meira á samtalinu. Mátti
þar heyra allskonar málróm. Sumir höfðu
sterkan og dimman málróm; sumir voru skræk-
róma og enn aðrir óvanalega hátalaðir. En
þegar hávaði-nn fór að verða mjög mikill, þá
varð einhver til að þagga hann niður og stilla
til friðar. í hvert sinn, sem gengið var um
dyrnar, mátti sjú bóp manna inn í herberginu,
sem sumir sátu þar á stólum, en aðrir gengu
um gólf og flestir reyktu og allir töluðu.
Það, sem hér var um að vera, var regluleg-
ur ársfjórðungsfundur Southern og Transcon-
tinental járnbrautarfélagsins. En hér var eitt-
hvað óvanalegt um að vera. Það var auðséð
bæði á þessum ráðsmönnum, sem þarna voru í
þann vegmn að byrja sinn ársfjórðungsfund og
einnig á skrifstofunum í ytra herberginu, sem
tóku hvert tækifæri til að tala saman og spyrja
hver annan spjörunum úr.
“Setjum svo að þessum dómi verði fram-
fylgt,” sagði einn af s'krifurunum í hálfum
hljóðum, “er ekki félagið nógu ríkt til að þola
skaðann, sem af því flýtur?”
Sá, sem spurður var, snéri sér að þeim, sem
spurði og.sagði óþölinmóðlega:
“Þetta er alt, sem þú veist um jámbrautar-
mál. Skilurðu það ekki, að af þessu eina máli,
sem við nú 'höfum tapað geta leitt hundruð
önnur samskonar. Það gæti orðið nóg til að
koma félaginu á höfuðið. Og'okkar á milli,”
sagði hann í lægri róm, “höfum við aldrei átt
upp á pallborðið hjá Rossmore dómara. Það
er hann, sem gerir þá hrædda og órólega, en
ekki það að tapa þessu eina máli. Þeim hefir
altaf tekist að hafa dómarana á sínu bandi,
þangað td þessi Rossmore kom til sögunnar.
En það er jafn ómögulegt að múta honum, eins
og það var að múta Abraham Lincoln.”
“En blöðin segja að hann hafi nú líka tekið
við $50.000 í hlutabrófum, fyrir dóm, sem hann
dæmdi í Great Northwestem málinu. ”
“Þetta er ósatt, alt tómur ósanníndavefur,”
sagði hinn í ókveðnum róm.“ Iíann leit alt í
kring um sig til að gæta að hvort nokkur hevrði
til og hélt svo áfram: “Auðmennirnir hafa
búið til þessa lygasögu til þess að vinna honum
tjón vegna þass að þcir eru hræddir við hann.
En þeir mættu nú eins vel reyna að færa fjöll-
in. Sannleikurinn er sá, að nú er almenningur
íarinn að sjá og skilja aðfarir félagsins og það
er alvarlega í vanda statt. ”
Þetta var í raun og veru rétt. Járnbrautar-
félagið mikla, sem alt til þessa hafði verið
svona nokkurnveginn utan við, eða öllu heldur
ofan við, landslög og rétt hafði nú áþreifanlega
orðið þess vart, að lögin náðu líka tií 'þess, ef
þeim var beitt. Þessum risa, sem tevgði
lirammana þvert yfir landið hafði nú í fyrsta
sinn verulega verið sýnt í tvo heimana.
Þegar landið var að byggjast höfðu menn,
svo að^ segja eingöngu litið á járnbrautirnar
frá því sjónarmiði, hve afar nauðsynlegar þær
væru almenningi. Sú járnbraut, sem hér var
um að ræða, hafði flutt vörur bænda til mark-
aðar að sunnan og vestan. Hún hafði gert stór
landflæmi byggileg, sem annars hefðu ekki ver-
ið það vegna samgönguleysis. Járnbrautin
flutti borgunum kol, við matvæli og aðrar helstu
lífsnauðsynjar, en bændum og skógarhöggs-
mönnum aftur klæðnað og aðrar tilbúnar vör-
ur. Þetta varð þess valdandi að Ifólkinu þótti
vænt um járnbrautina og fann og skildi, að það
gat ekki án hennar verið. Yæri járnbrautin
eyðilögð, þá gæti fólkið ekki haldist við.
En þegar eigendur járnbrautarinnar voru
orðnir sannfærir um að fólkið gat ekki án henn-
ar verið, þá fóru þeir að færa sig upp á skaftið,
og heima meiri og meiri ágóða. Félagið varð
smátt og smátt að reglulegum harðstjóra, sem
lét vinalega við þá sem það óttaðist, en kúgaði
liina, sem það þorði til við. Það hækkaði flutn-
ingsgjaldið, ]>ar sem því bauð svo við að horfa
og gerði ’ sér óheyrilegan mannamun, alt eftir
því livað það áleit sjálfu sér arðvænlegt. Það
fékk óhlutvanda stjórnmálamenn í lið með sér
til að komast yfir heil landflæmi og allskonar
sérréttindi. Fleiri járnbrautir voru bygðar og
menn héldu um tíma, að heilbrigð samkopni
mundi koma því sem aflaga fór í betra horf. En
félögin sáu sinn eigin liag og 'komu sér fljótlega
saman um að græða sjálf, sem mest þau gátu,
og afleiðingin varð sú ein, að nú urðu margir
hennar, þar sem aðeins einn hafði áður verið.
En áður en langt leið kom þó að því, að fé-
lögin lentu í ofbeldisfullri samkepni hvert við
annað, þó það yrði ekki almenningi til neinna
hagsmuna. Þau gei’ðu allskonar levnilega og
ólöglega samninga við þá, sem mikinn flutning
höfðu og gáfu þeim miklu betri kjör heldur en
öðrum og þéir, sem lítinn flutning höfðu urðu
að borga enn hærra flutningsgjald en áður, því
félögunum stóð á litlu hvorum megin hryggjar
þeir lágu. Þessi svo kallaða samkepni stóð
ekki lengi. Flutningsgjöldin hækkuðu enn og
járnbrautaeigendurnir urðu enn ríkari en áð-
ur, en almenningur að því skapi fátækari. Út
af þes.su myndaðist svo nokkurs konar auð-
manna samband, sem hdfir reynst Bandaríkja
þjóðinni meira skaðræði heldur en nokkuð ann-
að, sem fyrir hana hefir komið fyr eða síðar.
Þó hér væri um all-mannmargt auðmanna
samband að ræða, þá var þó einn maður, sem
skaraði langt fram úr öllum öðrum og varð
auðugri heldur en dærni eru til, að nokkur mað-
ur hafi áður orðið. Svo telst til að einn af
höfðingjum fornaldarinnar hafi átt átta miljón
dali, eftir voru peningatali, og þótti það þá eins
dæma auður. En hann hefir bara verið fátæk-
lingur í samanburði við John Burkett Rvder,
sem ekki vissi aura sinna tal; en þeir, ^em fróð-
astir þóttust vera um efnahag hans, fullyrtu að
hann ætti að minsta kosti hundrað milónir dala.
Ryder hafði myndað hina voldugustu auð-
mannaklíku, sem sögur fara af og var þar
sjálfur aðal maðurinn og eigur hans uxu stór-
kostlega ár frá ári.
John Burkett Ryder, ríkasti maðurinn í ver-
öldinni, maðurinn, sem þektur var um allan
heim, vegna auðlegðar sinnar, sem þó voru
hvorki honum né öðrum til ánægju eða bless-
unar. Hann var fæddur á járnbrautaröldinni
miklu, og hann kunni allra manna bezt að færa
sér í nyt þau tækifæri, sem þessir sérstöku tím-
ar í sögu Bandaríkja þjóðarinnar höfðu að
bjóða. Á engri annari öld hefði hann getað
orðið slíkur sem hann varð, því hæfileikar hans
voru eins og sniðnir eftir þeim tímum, sem
hann var uppi á, eða tímarnir sniðnir eftir hans
hæfileikum. Hann var ungur maður þegar olíu-
brunnarnir fundust í, Pennsylvania. Hann fór
að verzla með olíu og hann kom upp hreinsun-
ar verksmiðju, fyrst einni og svo hverri af ann-
ari. Það var um það leyti að járnbrauttirnar
voru að keppa hver við aðra og þar sé Rvder
sér leik á borði. Hann gerði leynilegan samn-
ing við brautafélögin um lægra flutningsgjald
heldur en aðrir fengu, gegn því að ábyrgjast
þeim svo mikinn flutning. Keppinautar hans,
sem urðu að sæta verri kjörum, gátu ekki við
hann kept og hver eftir annan urðu þeir að gef-
ast upp, en Ryder var ávalt tilbúinn að kaupa
eignir þeirra, fyrir það verð, sem hann sjálfur
setti. Ryder kallaði þetta viðs'kifti, en aðrir
kölluðu það rán. En hvað sem aðferðir hans
voru kallaðar, þá lagði þessi maður smátt og
smátt grundvöll að svo miklu auðsafni, að
heimurinn starir á það undrandi. Þegar
Ryder hafði ná undir sig olíu-verzluninni,
hepnaðist honum að stofna hið svo nefnda
“Sameinaða verzlunarfélag,” sem er hið
sta:rsta, voldugas.ta og auðugasta verzlunarfé-
lag, sem nökkursstaðar er til í lieimi viðskift-
anna.
En þrátt fvrir alla þessa velgengni var John
Burkett Ryder ekki ánægður. Hann var nú
þegar auðugur maður, langt' um auðugri held-
ur en honum hafði sjálfum nokkurn tíma dott-
ið í liug að hann mundi verða, en samt var
hann óánægðury Hann varð enn ákaifari í að
græða fé. Hann vildi verða ríkastur allra
manna og meira að segja, hann vildi verða rík-
ari heldur en nokkur maður hefði nokkurn tíma
áður verið, og því meira, sem hann græddi, því
sterkari varð þessi ógna ástríða í huga hans.
Hann hugsaði um peninga á daginn og hann
dreymdi um peninga á nóttunni. Það gerði
minst til um aðferðirnar, sem notaðar voru;
meira gull og enn meira gull varð alt af að
strevma inn í hans stóru og vel fyltu fjárhyrzL
ur. Og í stað þess að njóta ávaxta iðju sinnar
og láta gott af auðlegð sinni leiða, þá fór hann
á hverjum morgni ofan í bæ, eins víst eins og
fátækur maður, sem vinnur fyrir tuttugu döl-
um um vikuna, og sat allan daginn á skrifstöfu
sinni, önnum kafinn við að græða meiri pen-
inga.
Hann náði yfirráðum yfir stórkostlegum
koparnámum, og hann var aðal eigandi South-
ern 02: Transcontinental brautarinnar og for-
seti félagsins. Samt var hann ekki ánægður,
og heldur ekki félagar hans. Þeir vildu græða
hundrað miljónir I einu. Þeir stofnuðu því
námafélag og seldu almenningi hlutabréf. Eng-
inn efaði að hér væri um verulega gott gróða-
Ifyrirtæki að ræða. Nafn Ryders var nægileg
Honum þótti ekki mikið fvrir að vera hjálp-
legur gróðabrallsmönnum, sem voru að reyna
að ná í einhver hlunnindi í Washington, éf það
var honum sjálfum jafnframt til hagsmuna.
Var þetta einmitt orsökin til þess að hann
komst í kynni við John Burkett Ryder og tókst
með þeim mikil vinátta. Þeir voru hvor öðr-
um ómissandi. Hvorugur vílaði fyrir sér smá-
munina 0g samkomulagið var hið allra bezta.
Þar Ryder þurfti á einhverjum hlunnindum að
halda sem senatorarnir áttu ráð á, þá sá Ro-
berts og félagar hans um að hann fengi það.
Hann var einmitt rétt um þetta leyti, að koma
í veg fyrir að lagafrumvarp nokkurt næði fram
að ganga, sem Ryder áleit að væri sér óhagfelt
og það var æði oft, sem senatorarnir þurftu.
hins vegar einlivers við. og það var líka nokk-
uð oíft, þá sá Ryder um að þeir fengju það sem
þeir vildu, svo sem lægra flutningsgjald fyrir
einn og góða atvinnu fyrir annan, án þess að
gleyma sjálfum sér. Senator Roberts var nú
þegar auðugur maður, og vissi þó enginn á
liverju hann hafði grætt og enginn var neitt að
grafast eftir því.
En þessi stjórnmálaleiðtogi hafði fleiri á-
hugamál, en að lialda völdum sínum og áhrif-
um í efri málstofuni. Hann átti eina dóttur,
sem nú var orðin gjafvaxta, og hvað sem öðr-
um sýndist ,þá liélt ífaðir hennar áreiðanlega,
að enginn væri sá liöfðingi, að ekki væri hann
fullsæmdur af að eiga hana, fyrir konu. A7inur
hans Ryder átti einn son og hann var einka
erfingi að öllum hans auð. Senator Roberts
liugsaði um hinn afskaplega auð vinar síns, sem
óx stórkostlega með hverju ári sem leið, og hon-
um taldist svo til, að vel gæti verið, að vini sín-
um entist aldur til að græða alt að sex biljón-
um dala. Maður gat naumast gert sér í hugar-
lund hvað óskapa auður þetta var í raun og
veru. Það var ofvaxið mannlegum skilningi.
En það gat maður skilið, að sá maður, sem yfir
slíkum auð ætti að ráða, hlyti að vera sannur
höfðingi þessa heims. Það var áreiðanlega ó-
maksins vert að leggja eitthvað í sölurnar til
að ná í allan þennan auð handa sér eða sínum.
Það var einmitt þetta, sem hann var að hugsa
um, þar sem liann nú stóð meðal félaga sinna
og meðeigenda í járnbrautarfélaginu.. Ef þetta
hjónaband mætti nú hafa framgang, þá fanst
honum hann vera ánægður og að hann hefði
ekki yfir neinu að kvarta. Hvað John Rvder
snerti, þá var þessu1 ekkert til fyrirstöðu.
Hann var þessu hlyntur og hafði oft um það
talað. Honum var það meira að segja áhuga-
mál að sonur sinn giftist þessari stúlku, því af
því væri hagsmuna von. Roberts vissi fullvel,
að Kate dóttur sinni féll hinn ungi og fríði
maður vel í geð 0g það var ekki því líkt að hún
lværi þessum ráðahag fráhverf. Þar að auki ■
haifði hún erft eitthvað af hyggindum föður
síns og kunni að meta það, að vera kona auð-
ugasta mannsins í heimi. Nei, það voru engin
vandræði með Kate, en það var hinn ungi mað-
ur, sem þurfti að vinna og það gat vel orðið
þrautin þvngri Senator Roberts skildi vel, að
úr þessu gat ekkert orðið nema því aðeins að
Jefferson Ryder væri því samþykkur, eða liægt
væri að fá hann til að fallast á þessa ráðagerð.
Jefferson Ryder var algerlega ólíkur föður
sínum. Maður hefði naumast getað hugsað að
hér væri um föður og son að ræða Hann hafði
lilotið ágæta mentun og notið allra þæginda,
sem peningar föður hans gátu veitt lionum. Þó
hafði hann erft hina beztu kosti föður síns,
dugnað, þrautseigju, einbeittan vilja og góðar
gáfur. En hann hafði líka þá kosti, sem föður
hans skorti svo tilfinnanlega. Ilann var strang-
heiðarlegur og hafði næma tilfinningu fyrir
. réttu og röngu. Hann var algerlega ráðvand-
ur í öllum viðskiftum og hafði mesta ógeð á
öllu óráðvöndu og óheiðarlegu gróðabralli.
Hann gat ekki séð að öreiginn, sem stelur mat
til að seðia hungur sitt, sé óheiðarlegrf heldur
pn stórgróðamaðurinn, sem miskunarlaust ræn-
ir verkafólk sitt og almenning. Ef hann hefði
j verið dómari, þá er ekkert líklegra, en að hann
' hefði stundum slept mönnum, sem sekir hefðu
gerst um smáþjófnað, til að halda í sér lífinu,
en kannske sent einlivern kola-jarlinn í tukt-
'húsið.
“Breyttu við aðra, eins og þú vilt að aðrir
breyti' við þig.” Þessari /gullnu reglu liafði
Jefferson Ryder reynt að fylgja frá því hann
var unglingur. Þetta voru trúarbrögð hans,
einu trúarbrögðin, sem hann hafði. Hann var
ekki kirkjurækinn, eins og ifaðir hans og hafði
móðir hans af því miklar áhyggjut. Hún vissi
að vísu að hann var góður drengur, henni skild-
ist að bað væri eitthvað meir on minna athuga-
vert við framferði þess manns, sem hafnaði
ytri guðsdýrkun. Hún dæmdi trú manna eftir
kirkjurækni þeirra og hún taldi sálarheill þess
manns í veði, sem í orðsins vanalega skilningi
ekki væri kirkjumaður. Að þessu undanteknu
var Jofferson fyrirmyndar sonur, að því er
móður hans fanst. Þegar Jefferson útskrifað-
ist úr skóla, tók faðir hans hann inn í verzL
unarfélagið með það fyrir augum, að liann yrði
forsefi þess þegar fram liðu stundir. En það
yarð lítið úr þessu, því þegar um viðskiftamál-
in var að ræða, þá var það, fátt eða ekkert, sem
þeir feðgar gátu komið sér saman um og áttu
þeir þar enga samleið, og hélt Jefferson því
þessari stöðu sinni aðeins skamma hríð. Alt.
þetta vissi senatór Roberts og honum var vel
kunnugt að Jefefrson liafði þann slæma galla,
að vilja fara sinna ferða, og þótt honum væri
áhugamál að hann giftist dóttur sinni, þá skildi
hann fullvel að hér var ekki við lamb að leika
sér. •
“Halló, senator, þér látið aldrei standa á
yður.”
Þetta ávarp truflaði hugsanir Roberts, þar
sem hann stóð og var að hugsa um framtíð
dóttur sinnar. Hann leit upp og fyrir framan
hann stóð lágur maður feitlaginn mjög og rauð-
ur í andliti, sem rétti honum hendina. Þeir
voru engir vinir, en hann var einn af félögun-
um og hann mátti sín of mikið til þess að hyggi-
legt væri að móðga hann að ástæðulausu. Hann
rétti honum því hendina, eða tvo fingur að
minsta kosti og sagði: “Komið þér sælir Mr.