Lögberg - 21.06.1928, Blaðsíða 1
Helztu heims-fréttir
41. ARGANGUR |
Canada.
Sambandsþinginu var slitið kl.
5.30 á mánudaginn í síðustu viku.
l.andstjórinn ávarpaði þingmenn
með all-langri ræðu og þakkaði
þeim fyrir mikið og trúlega unnið
starf. Mintist hann þar á ýms
þingmál og lét sérstaklega í ljós
ánægju sína yfir því, hve fjár-
■málin væru að komast í gott horf,
þar sem við enda síðasta fjár-
hagsárs hefði verið mikill af-
gangur og skuldir hefðu á árinu
verið lækkaðar til stórra muna, og
jafnframt hefðu skattarnir verið
lækkaðir svo um munaði.
* # *
Hon. Charles Stewart, innanrík-
isráðherra, hefir lýst yfir þvi, að
fyrst um sinn verði ekkert gert
viðvíkjandi Sjö-systra fossun-
um. Eða með öðrum orðum, að
hann veiti ‘Winnipeg Electric fé-
laginu ekki leyfi til að virkja
fossana, meðan skoðanir Manito-
bamanna séu eins afar skiftar í
þessu máli, eins og nú á sér stað.
Það líða því að minsta kosti
nokkrir mánuðir þangað til útgert
verður um þetta mál, og á meðan
gefst fólkinu í Manitoba kostur
á að átta sig á málinu Og vita
sinn eigin vilja í þvi. Mr. Stew-
art segir, að ekki sé sjáanlegt, að
skortur verði á raforku í Winni-
peg, eða annars staðar í Manito-
ba, fyrst um sinn, þó ekki sé geng-
ið að því nú þegar, að virkja þessa
fossa, og nokkur dráttur geti ekki
staðið framförum borgarinnar
fyrir þrifum.
* * *
ÍNefndin, sem stendur fyrir
Norðmanna hátíðinni í Winnipeb,
5.—10. júlí, hefir boðið Coolidge
forseta að sækja hátiðina. Óvíst
að hann þiggi boðið. Hins vegar
er búist við heilum hóp af ríkis-
stjórum og, Senatorum að sunnan.
Noregs konungur ætlar að senda
fulltrúa til að mæta á hátíðinni
fyrir sína hönd og sömuleiðis rík-
isstjórnirnar í Noregi og Dan-
mörku.
* * #
Danafélag ((Dansk Brodersam-
fund) hefir verið stofnað í Winni-
peg og hefir það stöðvar sínar að
504 í iScott byggingunni. Mun að-
al tilgangur félagsins sá, að taka
á móti og leiðbeina dönskum inn-
flytjendum, sem koma nú miklu
fleiri en áðuy hefir verið.
Bandaríkin.
Coolidge forseti ætlar að dvelja
að Ceder Island Lodge, í grend við
Bruce, Wisconsin, meðan hann
tekur sér hvíld í sumar.
* * 4
Kellogg ráðherra hefir lagt til-
lögur sínar um óhelgun stríða fyr-
ir Ástralíu, Canada, írland, Nýja
Sjáland, Suður Afríku og Indland.
Búist er við, að öll þessi samveldi
Bretlands muni fallast á tillög-
urnar og undirskrifa hvert í
sínu lagi.
# * *
Hinn 21. maí druknaði Frank
T. Johns, frá Portlarid, Oregon,
við tilraun til að bjarga tólf ára
gömlum pilti, sem var að drukna.
Þessi maður var forseta-efni sósí-
alista og verkamanna flokkanna.
* # *
Neðri málstofan hefir samþykt
tvenn lög, sem hækka laun póst-
þjóna í Bandaríkjunum, þrátt
fyrir það, að forsetinn hefir neit-
að þeim staðfestingar.
* * *
Öildungadeildin ihefir samþykt
að gefa upplýsingar öllum þeim,
sem vilja vita hvað mikinn tekju-
skatt hver maður eða félag í
Bandaríkjunum borgi.
* # •
Kellogg ráðherra hefir lýst yf-
ir því, að stjórn Bandaríkjanna
láti með öllu afskiftalaust hvað
Japanar hafast að í Manchuriu,
og það hafi ekki verið farið fram
á það við stjórnina, að hún skifti
sér af því máli.
Baptistar samþyktu nýlega á
kirkjuþingi í Chattanooga, Ten-
nessee, að heldur skyldu þeir
brjóta pólitisku flokksböndin, en
að styðja að því að “ónefndur
vinur vínsölunnar” yrði forseti
Bandaríkjanna.
* * *
Republicanaflokkurinn hélt sitt
þing í vikunni sem leið, í Kansas
City, til að útnefna forsetaefni
fyrir kosningarnar, sem fram fara
í nóvembermánuði. Var Herbert
Clark Hoover útnefndur, með stór-
kostlegum meiri hluta aðtkvæða.
Þykir það all-merkilegt, að fylgi
hans skyldi reynast svo afarmik-
ið, þegar á þing kom, eins og raun
varð á, því það var vel kunnugt,
að auðmennirnir í Wall Street
voru á móti honum, og það voru
bændurnir í Vesturríkjunum líka,
en þrátt fyrir það hafði Hoover
litla mótspyrnu þegar á útnefn-
ingarþingið kom. — Sem varafor-
setaefni var útnefndur Charles
Curtis, Senator frá Kansas.
Herbert Hoover er 58 ára að
aldri og er hann ættaður frá Ohio.
Faðir hans var fátækur járnsmið-
ur og bæði faðir hans og móðir
dóu áður en hann varð átta ára
að aldri og var hann uppalinn hjá
frændfólki sínu. Hann hefir unn-
ið eins og hver annar vikadreng-
ur hjá bændum og ‘hann hefir
unnið sem hver annar verkamað-
ur í námum. Verkfræði lærði hann
við Leland Stamford háskólann í
Californíu. Áður en hann fór að
gefa sig við opinberum málum,
vann hann lengi fyrir námafélög,
sem áttu víða ítök, meðal annars í
Kína og Ástralíu. Átti hann þí
'heima í London á Englandi árum
saman, enda er það eitt af því, sem
sumir landar hans hafa á móti
honum, að hann sé ofy brezksinn-
aður. Síðan á stríðsárunum hef-
ir Hoover verið alþektur maður.
Var hánn þá, af Wilson forseta,
gerður að matvælastjóra (Food
Administrator), og þótti honum
farast það verk úr hendi með af-
brigðum vel.
Bretland.
Brezka þingið hefir nú í annað
sinn- neitað að samþykkja helgi-
siðabókina nýju, sem biskuparnir
hafa samið og vilja fá viðtekna.
Eru þar nokkrar breytingar gerð-
ar við hina æfagömlu helgisiðabók
ensku kirkjupnar. Eins og menn
muna var þetta mál lagt fyrir
þingið í desember í vetur og náði
þá ekki fram að ganga. Var það
Sir William Joynson-Hicks' innan-
ríkisráðherra, sem mest barðist
gegn því, að hin nýja bók yrði
samþykt. Hið sama gerði hann
nú. Atkvæðin féllu þannig, að
með bókinni urðu 220, en 262 á
móti. Af því að hér er um ríkis-
kirkju að ræða, þarf í raun og
veru samþykki þingsins til þess
að ibókin verði fyllilega lagalega
viðtekin. Samt er álitið, að bisk-
uparnir og pi-estarnir geti farið
að nota* bókina, án samþykkis
þingsins, en ekki þykir líklegt að
þeir taki það ráð.
Iívaðanœfa.
Síðustu almennar kosningar á
Þýzkalandi fóru þannig, að jafn-
aðarmannaflokkurinn varð hlut-
skarpastur. Hefir nú Wilhelm
Marx kanslari sagt af sér fyrir sig
og ráðuneyti sitt, og hefir Hind-
enburg forseti tekið uppsögnina
til greina og falið Hermann Mull-
er jafnaðarmanna leiðtoga, að
mynda nýtt ráðuneyti. Er sagt,
að keisarasinnar hafi, alt til hins
síðasta, gert sér vonir um, að
Hindenburg forseti mundi aldrei
ganga inn á að fela jafnaðar-
mönnum forystuna, en þeim hafa
brugðist þær vonir. Að vísu eru
jafnaðarmenn ekki í algerðum
meiri hluta, svo nýja stjórnin
verður eitthvað blönduð, væntan-
lega.
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ 1928
NÚMER 25
-
Fyrverandi ríkisstjóri í Norður-Dakota
R. A. NESTOS.
R. A. Nestos.
Fyrverandi ríkisstjóri í North
Dak., Ragnvald Anderson Nestos,
hefir verið nefndur til embættis í
öldungadeild congress Bandaríkj-
anna, af flokki óháðra kjósenda 1
N. Dak. ('lndependent Voters As-
sociation of N. Dak.), og sækir um
þá stöðu við “primariy”-kosning-
arnar þ. 27. þ.M. — Mr. Nestos er
fæddur í Voss í Noregi, og af
bændaætt. Kom 16 ára að aldri
frá Noregi til N. Dak. Gekk á al-
menna skólann, þá á kennaraskól-
ann í Mayv'lle og útskrifaðist af
honum árið 1900. Tveim árum
seinna útskrifaðist hann af há-
skólanum í Wisconsin og 1904 úr
lögfræðadeild Grand Forks há-
skólans. Settist Mr. Nestos þá að
sem lögmaður í Minot og hefir
talið heimili sitt þar síðan. Sýndi
hann þegar áhuga við öll félags-
mál og komu óðar í ljós hans
miklu hæfileikar málum þeim til
eflingar, og einlægni hans og ó-
síngirni við hvað sem hann gaf
sig að, — kostir, sem hafa áunnið
honum álit og traust hjá öllum,
sem hafa kynst honum og ekki
hafa verið blindir af flokksandúð.
Hann var kosinn þingmaður 1911.
County-lögmaður í Ward County
1913—16. Á flokksþingi 1^0 var
stungið upp á honum sem ríkís-
stjóra-efni, en rinnar varð honum
’hlutskarpari. Samt sem áður
beitti hann sér öllum við kosning-
arnar þeim manni til stuðnings.
Haustið 1921 var hann kosinn rík-
isstjóri, jþegar þáverandi ríkis-
stjóri, Lynn J. Frazier, var “re-
called”. Því embætti gegndi hann
þangað til í janúar 1925 og reynd-
ist hinn ötulasti og nýtasti ríkis-
stjóri. Þegar hann tók við stjórn-
artaumunum, var ástandið mjög
ömurlegt og stjórnin í óreiðu,
ekki vegna neinnar óreiðu Frazi-
ers ríkisstjóra, heldur vegna
skorts á stjórnarhæfileikum hjá
honum og fyrir of mikið nýja-
brask 1 flokknum, sem komist
hafði til valda, og ósvinnu iviln-
unar við flokksmenn. Ríkið hafði
mist alt lánstraust og óorð var
komið ,á það fyrir ráðleysi.
Þessu kipti Nestos í lag. Með
ræðum á þingum víðsvegar sem
birtust í stórblöðum landsins,
vakti hann mikla eftirtekt og varð
víðfrægur og til þess var fundið,
að stjórn ríkisins var í höndum
ráðsvinns manns, seirt mátti
treystri og sannarlegs víkings, er
sækti fram og æðraðist ei þótt á
gæfi, og þjóð'holls manns, er þar
fyrir brjósti heill almennings. En
þrátt fyrir það, þótfc hann kæmi
ríkissnekkjuni vel á kjöl og sýndi,
að 'hann kunni vel að stýra og
stýrði vel, þá rnæfti hann and-
róðri og mætir enn af hálfu blaða
í andstöðu flokknum, er reynt
hafa að sverta hann. Það er
nærri ótrúlegt, en þó satt, að sum
blöðin hafa gért svo lítið úr sér,
að finna honnum það til foráttu,
að hann væri ekki fæddur í land-
inu. í augum ísledinga, er annað
eins fyrirlitlegt.
Mr. Nestos er eklci að eins mik-
ill hæfileikamaður, en hann er
líka góður maður. Hvorttveggja
þarf að fylgjast að hjá manni, er
skipar ábyrgðarstöður. Miklir
hæfileikar eru ekki nægir, ef skort-
ir góðan vilja til þess að beita
ihæfileikunum öllum til heilla. Og
ekki er nóg að hafa góðan vilja,
ef skortir hæfileikana til að fram-
kvæma. Kjósendur verða að hafa
þetta hugfast. Mr. Frazier, er
sækir um ráðsöldungsstöðuna
gegn Mr. Nestos, er enginn hæfi-
leikamaður á við hann. Sýnir það
sig á þingi, þegar þingsalur tæm-
ist, .er Mr. Frazier flytur mál.
Sá kemur ekki sínu fram, hvað
gott sem það kann að vera, ef hann
fær ekki menn til að hlusta á sig.
En Mr. Nestos fær menn til að
hlusta á sig. Þeir verða að taka
eftir, þegar hann talar. Hann hef-
ir sýnfc það. Og til þess ’hefir á-
valt verið fundið, að það stendur
maður á bak við mælskuna, og að
sannfæringarafl einlægninar fylg-
ir orðum hans. Og þó hann verði
kosinn sem flokksmaður óháðra
kjósenda, þá verður hann ekki
ráðsöldungur í Congressinum að-
eins fyrir flokk sinn, heldur fyrir
ríkisheildina og henni til gagns
og alþjóð, því hann er engin smá-
sál. Þetta ættu íslenzkir kjósend-
ur í Dakota að kunna að meta, og
að sýna það við kosningarnar
27. þ. m. ^
Gamall Dakotabúi.
\ '
Guðmundar Grímsson
dómari.
Eg vona, að það verði ekki skoð-
uð afskiftasemi af mér, þó eg leyfi
mér að minna íslendinga í Norð-
ur Dakota á það, að landi vor,
Guðmundur Grímson, er í kosn-
ingunum, sem fram fara þann 27.
þessa mánaðar, að sækja um út-
nefningu sem héraðsdómari ((Dis-
trict Court Judge). Það embætti
hefir hann skipað síðan 1. desem-
ber 1926. Hann var skipaður í
það embætti af ríkisstjóranum í
stað Burr dómara, sem sagði af
sér til þess að gerast hæstaréttar-
dómari. í kosningunum, sem nú
eru að fara í hönd, er hann því i
fyrsta sinn að sækja um það em-
bætti, og það er því algjörlega|
undir því komið, hvernig atkvæði
falla, hvort hann heldur embætti
sínu lengur en til næstu áramóta.
Mér er það sérlega ljúft, að
mæla með því við samlanda mína
í Norður Dakota, að þeir veiti
honum eindregið fylgi við þessar
kosningar. Það eru nógu mörg
íslenzk atkvæði í kjördæmi hans
til þess að það sé honum veruleg
hjálp, ef þau eru öll greidd með
honum. ,Það getur vel farið svo,
að íslenzku atkvæðin ráði hér úr-
slituih og því ábyrgðarhluti fyrir
nokkurn íslenzkan kjósanda, að
láta það bregðast, að greiða at-
kvæði í þessum kosningum.
Eg hefi þekt Guðmund Grímson
í ein 30 ár og er .honum nákunn-
ugur. Við erum skólabræður og
stéttarbræður og eg stend því bet-
ur að vígi en flestir aðrir til þess
að dæma um mannkosti hans og
hæfileika fyrir dómarastöðu. Hann
er maður vel mentaður og hefir
víðtæka lífsreynslu og víðan sjón-
deildarhring. Hann útskrifaðist
af ríkisháskólanum í Grand Forks,
Norður Dakota, fyrst sem Artium
baccalaureus og siðar sem Legum
baccalaureus, og hefir síðan gegnt
lögmannsstörfum í bænum Lang-
don, þar til hann gerðist dómari
og flutti til Rugby, þar sem hann
er búsettur nú.
Hann var ríkislögmaður (iState
Attorney) í Cavalier County í
fjórtán ár samfleytt og óx í áliti
með hverju líðanda ári. Mér er
vel kunnnugt um það, hve erfið
sú staða var sérstaklega fyrri ár-
in, sem hann gegndi því starfi.
Vínbannslögin voru ekki í miklu
afhaldi á starfsvæði hans um það
leyti, sem hann tók við embætti,
og eg tel það með þrekvirkjum, að
honum tókst á tiltölulega stuttum
tíma, að útrýma næstum alveg ó-
leyfilegri vínsölu í Cavalier Co.
En Jirekvirkið mesta, og þar sem
lögmannshæfileikar hans komu að
mínu áliti bezt fram, var í sam-
bandi við sakamál það, er hann
þá flufcti á móti Dr. Reilly — og
vann. Maður þessi var alræmd-
ur lögbrjótur, sem engum af fyr-
irrennurum Mr. Grimsons hafði
tekist að sanna að sök. Hann
hafði verið kærður um lögbrot
hvað eftir annað og einlægt slopp-
ið í meir en tuttugu ár, og það
virtist, sem hann væri of kænn
til þess að okkurn tíma tækist að
sanna á hann sök. Það þrekvirki
tókst Mr. Grimson að vinna. Mað-
ur þessi var sekur fundinn og
dæmduri í fleiri ára fagelsisvist,
og í fangelsinu dó hann.
Þó mál það, er Mr. Grimson
flutti á móti Dr. Reilly, væri þess
eðlis, að það vekti tiltölulega litla
eftirtekt út í frá, þá er það sann-
færing mín, að hann fiafi þar sýnt
þá lögmanns hæfileika og þá fram-
úrskarandi' vandVirkni, að hann
vqrðski^ldi almenna viðurkenn-
ingu fyrir það, engu síður en fyr-
ir Tabert málið í Florida, sem
’hann nokkru síðar varð þjóðfræg-
ur fyrir og sem öllum íslendingum
er fyrir löngu svo vel kunnugt um,
að það er óþarfi að gera meira en
að eins nefna það hér.
Það er Óhætt að fullyrða, að
áður en Guðmundur Grimson varð
dómari, var hann búin að ávinna
sér alment álit og almenna viður-
kenningu sem lögmaður. Þann
stutta tíma, sem hann hefir gegnt
dómarastörfum, hefir hann sýnt
það í öllu, að hann er stöðunni
vaxinn. Hann hefir verið íslend-
ingum verulega t;l sóma. Hann er
gæddur öllum þeim skilyrðum, sem
dómarastaðan útheimtir. Laga-
þekking og lundarfar hans gera
hann sérlega vel til þess fallinn,
að vera dómari. Hann er sam-
vizkusamur og réttsýnn og er
gæddur þeim rólegu skapsmunum
og þvi jafnaðargeði, sem gera
hann jafnvel enn hæfari fyrir
dómarastöðuna en til málaflutn-
Islenzkar hjúkrunarkonur ?inna gullmedalíur
Margrét O. Backman.
Hún er fædd í Winnipeg, þann
26. dag október-mánaðar, 1906.
Foreldrar hennar, þau velmetnu
hjón, Friðjón Backman, ættaður
úr Dalasýslu, látinn fyrir all-mörg-
um árum, og frú hans, Salome
Bj^rnadóttir, ættuð úr Borgar-
firði syðra.
Barnaskólamentun sina hlaut
Miss Backman að Mozart, Sask.,
og hóf þar miðskólanám. Er til
WHnnipeg kom, stundaði hún um
hríð nám við Daniel Maclntyre
skólann, en gekk þvi næst á Jóns
Bjarnasonar skóla og lauk þar
fúllnaðarprófi. Lagði hún alla
jafna hina mestu rækt við nám sitt.
Miss Backman útskrifaðist í
hjúkrunarfræði af Almenna sjúkra-
húsinu hér í Ikj. og ’nlut að lok-
nu prófi gullmedaliu, ásamt tuttugu
dölum í gulli.
Anna Margaret Bjarnason.
Hún er fædd í Glenboro, Man.,
þann 7. dag júni-mánaðar, árið
1904. Foreldrar hennar eru þau
merkishjóriin, Halldór Bjarnason,
kaupmaður hér í borg, frá Geld-
ingaholti í Skagafirði, og frú hans
IMargrét Arnadóttir, ættuð af
Sauðárkróki.
Alþýðuskólamentun sína, hlaut
Miss Bjarnason í Winnipeg, og
stundaði framhaldsnám við Kelvin
skólann. Lauk hún öllum sínum
prófum með lofsarrilegum vjitnis-
burði, og rækti nám sitt alt frá-
bærlega vel.
Af Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni, útskrifaðist Miss Bjarna-
son í hjúkrunarfræði þann 30. mai
síðastliðinn, og hlaut að loknu
fullnaðarprófi, gullmedalíu, ásamt
tuttugu dölum í gulli.
Báðum þessum efnilegu 'stúlk-
um hafa boðist álitlegar trúnaðar-
stöður við hið Almenna sjúkrahús
Winnipeg-borgar.
ings. Mér finst, að hann hafi í
mjög ríkum mæli það, sem á
ensku máli er nefnt “the judicial
temperament”.
Hann hefir í dómarastöðu sinni
þurft að dæma í mörgum málum,
sem erfið hafa verið viðfangs og
þar sem mikið hefir verið í húfi,
og hann hefir leyst það vandasama
verk svo vel og samvizkusamlega
af hendi, að hann hefir hlotið al-
ment lof fyrir.
íslendingar í kjördæmi hans hafa
nú tækifæri til að gera tvent í
senn, að greiða atkvæði þeim sem
«
hæfastur er fyrir stöðuna af öll-
um þeim, sem eru í vali, og um
Ieið leggja lið góðum og einlæg-
um íslending, sem þjóðflokki vor-
um er og verður til sóma. Eg
skora því á alla íslendinga í kjör-
dæmi hans að veita honum ein-
dregið fylgi sifct, því hann þarf á
atkvæðum þeirra að halda. Fyrst
og fremst vonast eg til þess, að
þeir hver og einn leggi það á sig
að fara sjálfir á kjörstaðinn til að
greiða honum atkvæði, en eg von-
ast einnig til þess að þeir beiti
öllum sínum áhrifum honum til
hjálpar. Það ætti að vera þeim
öllum ljúft, því Guðmundur Gríms-
son er einn af vorum allra mæt-
ustu mönnum.
Hjálmar A. Bergman.
Rögnvaldur Pétursson,
D.D.
Guð f ræðaskólinn í Meadville,
Penn., sem nú kvað í raun og veru
vera orðin deild af háskólanum í
Chicago, hefir nýverið sæmt séra
Rögnvald Pétursson, doktorsnafn-
bót, eða gert hann að heiðursdoktor
í guðfræði. Stundaði séra Rögn-
valdur guðfræðinám sitt'við áður-
nefndan skóla. Séra Rögnvaldur
er góður hæfileikum gæddur og
fróður um margt. Er hann eink-
um og sér i lagi kunnustumaður í
fornbókmentum þjóðar vorrar, og
sterkur íslendingur í hugsunar-
hætti, þótt flyttist hann hingað til
lands, sem barn að aldri. Óskum
vér honum til hamingju með vegs-
auka þann, er honum hefir fallið í
skaut.
Fátítt en ekki ‘einstakt’.
í blaðinu “19. júní”, janúar-
eintakinu þ. á., er sagt frá ungri
stúlku, sem heitir Svafa Hallvarð-
ardóttir. Hún á að fermast í vor,
og er 14 ára; hún er nú organisti
í Leirárkirkju í Borgarfirði.
Þetta er fátítt, en ekki “ejn-
stakt.”
Árið 1895 var drengur á heim-
ili mfnu í Arnarbæli, sem á fjórt-
ánda árinu, árið sem hann var
fermdur, var organisti í öllum
kirkjunum í ölfusinu, í Arnarbæli,
á Hjalla og Reykjum.
öll árin, sem eg var prestur í
sveit, hafði eg þann sið, að spyrja
í messunni öll börn á aldrinum
10—14 ára frá veturnóttum og
fram undir Páska, að eg skildi
fa/rmingarbörnin frá; í þeim
spurningum tók litli organistinn
þátt vjð hverja messu í sinni
sóknarkirkju.
Drengurinn, sem hér ræðir um,
var Guðmundur sonur minn. —
Svona tilfelli kunna að vera fleiri
þó eg þekki þau ekki. En eg hafði
gaman af að lesa um litlu stúlk-
una, sem spilar í Leirárkirkju; og
það væri gaman að heyra, ef víð-
ar væru eða hefðu verið svona
smávaxnir organistar J kirkjunum
hér á landi. — Það er fróðleikur
líka “upp á sína vísu.” — Rvík, 6.
maí. ’28. Ólafur ólafsson,
—Mbl.
Or bœnum.
Dr. Thorbjörn Thorlaksson sótti
læknaþing, sem í þessum mánuði
haldið í Prince Edward Island bg
flutti þar erindi um læknisfræði.
Miss Guðrún Melsted, dóttir
þeirra Mr. og Mrs. S. W. Melsted,
lagði af stað í vikunni sem leið á-
leiðis til Evrópu. Ætlar hún að
ferðast þar víða og gerir ráð fyr-
ir að verða að heiman í þrjá mán-
uði.
Nýkominn er til borgarinnar að
afloknu samlxindsþingi, Mr. J. T.
Thorson sambandsþingmaður fyrir
Mið-Winnipeg kjördæmið hið
syðra.
I