Lögberg - 21.06.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAjGINN 21. JÚNÍ 1928.
Bte. 1.
Það er nauðsynlegt
að hafa það á
hverju heimili
• CUTS «<
nnuisis
• SORES •SURNS •
• PHES * PIMPttS • CCZEMA'j
DMfUHATISM • SCIATICA • BAD UCS'j
• SORt MtADS A BACKS • CMAPPID MAMDS^
IDtfOVALteOfO', IACQOSSC. BASCBAU.
HOCKCrA COOTBALl PLAYCRS Á
* ArmCClS CCKCBALLY
GRÆÐIR
LŒKNAR OG
VER SKEMDUM
Canada framtíðarlandið
Samgöngur til Peace River eru
nú orðnar hinar greiðustu. Ligg-
ur þangað járnbraut frá Edmon-
ton, hðfuðborg fylkisins. Not
þeirrar sömu brautar hafa einn-
ig bæði Spirit River og Grand
Prairie. Auk þess er verið að
leggja hliðarálmur hér og þar.
Edmonton, Dunvegan og British
Columbia brautin, liggur norður
á bóginn til Smith, þar sem farið
er yfir Athabaskaána. Beygist
hún svo lítið eitt vestur á við,
meðfram Lesser Slave ánni og með
suðurströnd Lesser Slave vatns-
ins. í vatni því er afarmikil hvít-
fiskjarveiði.
High Prairie liggur við vest-
urenda vatnsins. Eftir það beyg-
ist brautin norður á bóginn til
McLennan. Frá McLennan ligg-
ur Central Canada járnbrautin
norður til Peace River og mætir
dalbrúninni milli Peace og Smoky
ánna. Er útsýni þaðan eitt hið
fegursta, er hugsast getur.
Frá McLennan liggur aðallína
Edmonton, Dunvegan og British
Columbia brautarinnar, vestur á
bóginn yfir Smoky ána og alla
leið inn í Spirit River bygðarlög-
in. Lönd eru tekin að byggjast
alla leið vestur til Pouce Coupe,
og má þess fyllilega vænta, að
brautin verði senn framlengd
vestur á Kyrrahafsströnd.
Frá Spirit River, liggur auka-
lína suður til Grand Prairie,
bæjar ungs og fallegs, er um-
kringdur er blómlegum bygðar-
lögum á alla vegu.
Gripakvíár (istock yards) eru
bæði í Smith og McLennan. Geta
þær í hinum síðarnefnda bæ, tek-
ið á móti og geymt sem svarar
þrjátíu vagnhlössum af gripum.
Allar tegundir af fóðri eru þar
stöðugt til taks, svo og öll beztu
tækifæri til hleðslu og afhleðslu.
.Þjóðvegir eru stöðugt að batna
á svæðum þessum. Flestar ár
eru brúaðar og liggur brúin á
Peace ánni rétt við Peace bæinn.
Ferjur eru á Peace, Dunvegan og
mörgum fleiri ám. Bifreiðar
ganga milli Peace River, Dunveg-
an og Spirit River, einnig milli
Grand Prairie og Saskatoon-
vatns.
Eftir að símalínan frá Edmon-
ton til Peace River var lögð,
komst Peace River héraðið í sam-
band við aðra hluta fylkisins og
var einangrunin, sem mörgum
hraus hugur við, þar með úh sög-
unni. p
Viðskiftalífið í heild sinni,
þarfnast góðra samgangna, og
það má með sanni segja, að Al-
berta fylki hafi bæði vegi, járn-
brautir og símasambönd í bezta
lagi.
Eim'lestir flytja þóst frá Ed-
monton til McLennan, Peace Riv-
er, Spirit River og Grand Prairie
tvisvar í viku. Um sextíu póst-
hús eru þegar á svæði þessu og
mun þeim stöðugt fara fjölgandi.
iSímalína samandsstjórnarinn-
ar frá Edmonton til Peace River,
hefir verið framlengd vestur á
bóginn til Dunvegan, Grand
Prairie, Fort St. John, Hudson
Hope og ýmsra annara staða.
Alls er lína sú 710 mílur á lengd.
Skólafyrirkomulagið í Alberta,
er komið á hátt fullkomnunarstig.
Mentamáladeild fyjlkisstjórnar-
innar, lætur ekkert ógert, er verða
má barnafræðslunni að liði.
Stofna má skóla í héraði, þar sem
eigi eru færri en átta börn á
sólaskyldualdri. í mörgum hinna
stærri bæja eru miðskólar, er taka
við af barnaskólunum. Slíkir
skólar eru í Peace River og Grand
Prairie. Á svæði þessu eru nú
yfir hundrað skólar. Arið 1919
sóttu skólann í Grand Prairie, að
meðaltali eitt hundrað og fimtán
nemendur á dag.
Ýmiskonar líknar eða velgjörða
félög er að finna í flestum bæjum
og borgum. Mörg slík félög eru
í Grand Prairie, Spirit River og
Pleace River. ÍLandbúnaðarfélög
eru þar einnig, er stof/ia til ár-
legra sýninga.
Tvö vikublöð eru gefin út í
Peace River, eitt í Grand Prairie,
Spirit River, Clairmont og Lake
Saskatoon, í hverjum bæ um sig.
Kvikmyndahús, íþróttasambönd
og margt fleira er að því lýtur, að
halda fólkinu hraustu og ánægðu,
er að finna í hverjum bæ, að heita
má. Góð og velútbúin sjúkrahús
eru í Peace River og Grand
Prairie.
Nýbyggjar, er til Alberta flytj-
ast hér eftir, þurfa ekki að óttast
einangrun, samgöngurnar eru þar
komnar á það hátt stig. Sá hluti
Peace River héraðsins, er liggur
innan vébanda British Columbia
fylkis, er í höndum fylkisstjórn-
arinnar, það er að segja að undan-
skildum þeim löndum, er þegar
hafa verið tekin til ábúðar. Meg-
inflæmið er samt óbygt enn. Víða
er landið þar um slóðir hæðótt,
svo sem í kring um Fort George.
Á öðrum stöðum getur að líta
fagra og frjósama dali. Er víða
þar að finna auðugar námur. —
Þegar fram líða stundir, má búast
yið að héruð þessi verði ein þau
beztu í Vesturlandinu.
allan farangurinn, menn búnir að
vinda föt sín eða fara í þurt og fá
sér mat og hressingu, var lagt
upp í síðasta áfangann af þeim,
er heima áttu í Rangárvallasýslu.
En Skaftfellingar áttu eftir öll
stórvötnin eystra, sem naumast
var annara færi að ríða yfir með
lestir. Þar að auki voru þeir ekki
hálfnaðir með vegalengd sunnan
úr garði austur í Landbrot, fyr en
í Þverárbringum (þ. e. Dufþekju-
bökkum), Að því er alment var
talið.
Ferðalög þessi voru ærið þreyt-
andi. Menn urðu að rölta hægan
klyfjagang með þunga lest í taumi
eftir vondum og krókóttum veg-
slitrum, stundum heila sólar-
hringa í einu, ef svo stóð á áföng-
um, verða sífelt að vera að snúa
sér við til að gæta að, hvernig
f æ r i á, fara til baka og 1 a g a á,
er þess þurfti, oft mjög syfjaðir,
og það sem verst var, holdvotir, ef
væta var, því hlífðarföt voru lé-
leg eða engin. Stígvél og olíubor-
in föt þektust ekki í þess háttar
tferðalög^m. i Helsta dægrastytt-
ingin var að kveða rímnaerindi
eða smáglettast, svo sem að kalla
til þeirra, er framar — eða fram
hjá fóru: Afturúr! yfirum! fram-
Islendingabygðin í
Grænlandi.
Hvernig stóð á því, að tslending-
ar urðu þar aldauða.
('trr fyrirlestri
mussen.)—
Dr. Knud Ras-
í seinasta háskólafyrirlestri
sínum rakti dr. Knud Rasmussen
ýms drög að því, hve lengi íslend-
ingabygðin hefði staðfð í Græn-
landi og ástæðurnar fyrir því,
hvers vegna íslendingar urðu þar
aldauða á tiltölulega skömmum
tíma. Studdist hann þar við frá-
sagnir íslendinga, munnmælasög-
ur Skrælingja og rannsóknir í
Grænlandi.
Gat hann þess fyrst, að ýmsir
ætluðu að veðrátta hafi verið öll
önnur á Grænlandi á landnáms-
tímum heldur en nú, en ekkert
væri þó fullvíst um það, þrátt
fyrir langar rannsóknir.
Rannsóknir próf. P. Nörlund á
Herjólfsnesi og Görðum hafa leitt
það í Ijós, að Eystribygð íslend-
inga hefir verið við lýði enn í lok
15. aldar. Það sannar tízkan í
klæðaburði. Hafa þar fundht
einkennilegar húfur, með langri
aðir hálfdottandi, tóku venjulega
hart viðbragð, að þeir voru
Ql'ALITY
Makes U
WORTH MORE
Buy Cream ofMalt
To-Day
IPLALN Ofí HOP FLAVORED
Z’/zlh.
TIN
AT YOUR
DEALEPS
4
$1.75
CREAM o/’MALT /JmittJ
44-46- PEARL SX, TORONTO, CANADA
85
Skreið.
Eftir Odd Oddson í Eimreiðinni.
Niðurl.
Þá þurfti mikið þrek og karl-
mensku til þess að vera ferjumað-
ur á Sandhólaferju, enda voru það
oft valdir menn. Einn þeirra
nafnkendustu í seinni tíð var ól-
afur Guðmundsson. Var hann
orðlagður fyrir dugnað, röggsemi
og hjálpfýsi, enda tók hann svo
nærri sér við ferjustörfin, að
hann misti heilsuna langt skeið.
Hvíldartími ferjumanna var ekki
langur á vorin, því að þá réði sól,
en á vetrum dagur, hversu lengi
ferjað var á hverjum sólarhring.
Vinnan var erfið, ferjumenn urðu
að taka á móti hverjum bagga og
reiðingum upp í bátana og af-
henda alt aftur með skilum, róa
oft báðar leiðir, stundum undir
einum eða fleiri hestum, á móti
straum og vindi. Auk þses urðu
þeir oft að hjálpa mönnum, sem
illa voru á sig komnir, annað hvort
af sjálfráðu eða ósjálfráðu, og
standa í stöðugu rifrildi út af
hleðslunni og fleiru. Þeir fengu
sjaldan næði til að sofa eða éta,
en áttu ávalt kost á nægu áfengi
hjá ferðamönnum. í rauninni
voru það því ekki nema afburða-
menn, sem þoldu þetta starf til
lengdar. j
Til er lýsing af ferjunni á Sand-
hólaferju, rúmlega þúsund ára
gömul. Hún stendur í Landnámu
og er þannig:
“Þeir Steinn hinn snjalli ok
Sigmundr, son Sighvats rauða,
áttu för utan af Eyrum, ok kvámu
til Sandhólaferju allir senn, Sig-
mundr ok förunautar Steins, ok
vildu hvárir fyrr fara yfir ána;
þeir Sigmundr stðkuðu húskörl-
um Steins, ok ráku þá frá skip-
inu; þá kom Steinn at ok hjó þeg
ar Sigmund banahögg.”
Væri nú aðeins síðasta orðinu
í þessari ágætu lýsingu breytt í
svipu- hnefa- eða kjafts-högg, þá
hefði hún átt nákvæmlega við, öll
þau þúsund ár, sem ferjað var á
Sandahólaferju. (jFerjan á Sand-
hólaferju var lögð niður eftir að
brúin yfir Þjórsá var bygð 1895.)
Þá er komið var yfir um ána með
svo
komnir af baki áður en þeir höfðu
áttað sig á, að ekkert var að, og
urðu glaðvakandi, og var þá til-
ganginum náð. Ánægja mikil
þótti að mæta kunningja sínum.
Var þá sjálfsagt að sá, er á heim-
leið var, tók upp pytluna og há-
karlsbita, ef hann var til, til þess
að gæða hinum á, á meðan hvor
sagði öðrum fréttirnar, ýmist að
heiman eða af skreiðarkaupunum.
Annars var mjög lítið um óhófs-
drykkju á ferðalögum þessum,
enda voru ofdrykkjumenn ger-
samlega óhæfir tií þessara ferða,
og enginn hefði viljað hafa þá að
samferðamönnum. Hitt var ann-
að, að flestir höfðu einhverja lögg
af brennivíni í mal sínum til að
hressa sig á, taka úr sér hroll og
skjálfta, er þess þurfti, og til að
hýíga kunningja sína. Þá var
ekki að tala um heitt kaffi eða
aðrar heitar hressingar.
Þegar í tjaldstað var komið, var
nóg að gera og margs að gæta:
Laga skeifur undir hestum, flytja
þá á haga og hefta,tjalda og búa
um sig, bera saman klyfjar og
fansa, eftir að hafa hert upp
bagga eftir þörfum, því í þurki
slaknaði á kaðalreipunum, en í
vætu á ólarreipunum, og var það
þeirra versti galli.,
Þá er það fréttist heim, að menn
væru komnir það nærri heimilum
sínum, að þeirra væri von heim
innan sólarhrings, vakti það fögn-
uð heimilisfólksins. Var víðast
hvar hafður viðbúnaður nokkur
til að taka á móti þeim, sem bezt
að föng voru á; meðal annars var
víða settur upp pottur með ný-
mjólk, sem svo var yst og rauð-
seydd við hægan eld; hét það að
‘vella’ á móti ferðamanninum.
Vellan var í rauninni það bezta,
sem unt var að gefa manni, er
lengi hafði lifað á þurrum mat.
Hún tók vel af þorsta, var mjög
nærandi, og flestum þótti hún
sælgæti,—eins og séra Hallgrím-
ur sál. Pétursson minnist á í einu
af kvæðum sínum. —
Svo var það einn góðviðrismorg-
un, að ferðamennirnir sáu heim til
sín. Nýuppkomin sól skein í heiði,
en þétt Ijósgrá þoka lá yfir mýr-
um og flóum, ám og vötnum, eins
og dúnbingur, en léttar slæður
beltuðust með fjallahliðum. «
Reykirnir heima, sem gömlu og
góðu konurnar framleiddu með
góðum huga og af því bezta, er
þær áttu til í búrum sínum — ný-
mjólkinni — stóðu beint í loft upp
fyrst, en lögðust svo út af og
samlöguðust jarðþokunni, “Kerl-
ingavellunni” eins og slík þoka er
kölluð á Suðurlandi.
Kyrð var yfir öllu, og frá heim-
ilinu var sem legði undur-þægi-
legan yl og eitthvað, sem byði
ferðamanninn svo ástúðlega vel-
kominn til hvíldar eftir ferðalag-
ið. Það gat aumast hjá því farið
þá, að hugur mannsins fyltist
þakklæti fyrir handleiðsluna á
ferðinni og lofgjörð fyrir að fá
að vera kominn heim heill heilsu,
og með bjargræði handa sér og
sínum.
húsi, er enn í dag má sjá hve
vegelgt hefir verið.
Björn á Skarðsá segir frá manni,
er hann nefnir Jón íslending. —
Hafði hann verið á þýzku skipi,;
sem fór til Grænalnds 1540. Þeir j
fundu enga bygð og þorðu ekki að j
rannsaka landið. En úti á eyju
nokkurri fundu þeir lík af manni, j
sem var í fötum úr skinni og vað-
máli. Hjá líkinu lá slitinn hníf-
ur, er þeir höfðu með sér til
minja. Var þetta lík hins seinasta
íslendings á Grænlandi? Hver
veit?
Að minsta kosti hefir ekkert
frézt af þeim síðan. Þeir hurfu j
út í norðþokuna, eins og Frið-1
þjófur Nansen komst að orði. — j
Það voru samboðnari sögulok J
Grænlandsbygðar, heldur en þur
lýsing á því, sem réði niðurlögum
Grænlendinga: úrkynjun. vesal-]
dómi, veikindum og stríði við
Skrælingja.------
af! Þeir, sem þannig voru ávarp-jtotu og dúsk. Voru þær í tízku á
Frakklandi um miðja 15. öld, en
ef dæmt skal eftir því, hve lengi
tízkan var að berast þaðan norð-
ur álfuna og alla leið vestur til
Grænlands, má ætla, að hún hafi
ekki komið þangað fyr en undir
lok aldarinnar og að þá hafa ver
ið samgðngur milli Grænlands og
Evrópu. Kollhúfur, sem voru í
tízku við hirðina 1 Búrgund
miðri 1. öld, voru ekki komnar til
Grænlands fyr en 70 árum seinna.
Beinagrindur þær, sem fundist
hafa í kirkjugörðum vestra og
fatnaðurinn sannar að sé frá lok-
um 15. aídar, hafa verið rannsak-
aðar vísindalega í Kaupm.höfn,
og þær sýna það og sanna, að kyn-
stofninn hefir verið orðinn ógur-
lega úrkynjaður. Það fólk, sem
náði fullorðinsaldri — og það hef-
ir verið tiltölulega fátt, því að
barnadauði hefir verið afskapleg-
ur — hefir ekki náð neinum veru-
legum þroska, og beinkröm hefir
verið mjög tíð.
Rannsóknir á sögu hinnar fornu
Grænlandsbygðar er að sjálfsögðu
hjartfólgnara mál okkur íslend-
ingum en nokkurri annari þjóð.
Á Grænlandi gerðist einn kaflinn
úr sögu okkar sjálfra, og er hann
stórmerkilegur. í rústum bygð-
anna má enn grafa ,upp mikinn
fióðleik um þá kvísl hins íslenzka
kynstofns, er brauzt þangað vest-
ur, nam landið og bygði það um
fimm alda skeið og — hvarf svo
“norður í þokuna”. Saga þeirrar
kynkvíslar á ekki áinn líka í allri
veraldarsögunni, eins og dr. Knud
Rasmussen komst að orði. Væri
langeðlilegast og æksilegast, að
vér tækjum þátt í þeim rannsókn-
um á fornminjum - á Grænlandi,
sem þegar eru byrjaðar.—Mbl.
Elzta Eimskipa-samband til Canada
1840—1928
Cunard eimskipafélagið býður fyrirtaks fólks-
flutninga sambönd við Noreg, vDanmörk,
Finnland og ísland, bæði tii og frá canadisk-
um höfnum, (Quebec f sumar).
Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu I Win-
nipeg, og getur nú útvegað bændum skandi-
navískt vinnufólk, bæði konur og karla.
Skrifið á yðar eigin tnngumáU til undir-
ritaðs félags, er veita mun allar upplýsingar
ókeypis.
pað er sérstaklega hentugt fyrir íðlk, sem
heimsækja vill skandinavisku löndin, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um í London, heimsins
stærstu borg.
Skrifið til:
THE CVNARD LINE
270 MAIN STREET,
WINNIPEG, MAN.
eða til
10,053
Jasper
Ave.
EDMONTON
eða
209 Eight Ave.
CALGARY
eða
100 Pinder
Block
SASKATOON
Með Jónatan á Brú er greina-) allar horfur á að bókasafn ís-
góður íslendingur genginn til
grafar.
Sig. ólafsson.
ÞÝZK TIMARIT
um norræn efni.
“Mitteilungen der Islandsfre-
unde.’ — Eins og kunnugt er, hafa
þýzkir íslandsvinir nú um 15 ára
skeið gefið út rit þetta, er skýrir
frá íslenzkum málum og menn-
ingu og hefir ritstjóri þess, próf.
W. Heydenreich, í Eisenbach, sem
er gagnkunnugur íslenzkum nú-
tíðarbókmentum, gert sér far um
að jskýra frá nútíðarmenningu ís-
lendinga. Ýmsir merkir Þjóð-
I verjar rita í tímarit þetta. Síð-
j asta hefti er nýkomið hingað og er
i í því meðal annars eftirtektarverð
Að kvöldi þess 4. júní dó að j grein eftir H. Erkes bókavörð í
heimili sonar síns, Jónatans á j Köln um breytingu á lundarfari
Brú, Jónatan Jónsson, fyrrum j íslendinga siðan um aldamótin
bóndi þar. Hafði hann þjáðst ■ 1900. Kemst hann að þeirri nið-
í nærfelt tvær vikur. Jónatan var j urstöðu að íslendingar, sem hafi
fæddur á Marðarnúpi í Vatnsdal Verið draumlyndir og athafna-
í Húnavafnssýslu, 25. jan. 1842. Ktlir, séu nú vaknaðir til starfs
DÁN ARFREGNIR.
Það er sannað, að vagga Skræl-
ingja hefir verið í Norður-Ame-
ríku og þaðan hafa þeir komið til
Grænlands á undan Eiríki rauða.
En aðalstraumurinn kemur þó eft-
ir landnámstíð og tekur land i
Giænlandi norður hjá Melville-
flóa (hjá Greipum?). Þaðan hei*
ir svo straumurinn haldið áfram
suður eftir, með strödum fram,
alla leið suður fyrir Grænlands-
odda 0g norður að austurströnd-
inni. Hafa í fyrstu ekki orðið
deilur út af bygð með Grænlend-
ingum og Skrælingjum, því að
bygðir Grænlendinga voru aðal-
Iega inn í dölum, en Skrælingjar
héldu til á yztu annesjum og eyj-
um. Það hefir og dregið úr við-
kynningu, að Grænlendingar munu
fyrirlitið Skræligja, en
Skrælingjar á hinn bóginn haft
beyg af hinum stórvöxnu og svað-
ilfengnu Grænlendingum.
Munnmæli Skrælingja segja svo
frá fyrstu viðkynningu þessara
þjóðflokka, í Vesturbygð, að einu
sinni hafi Skrælingjabátur farið
langt inn í einn fjörðinn. Þar sáu
þeir stórt hús austan fjarðarins
og er þeir komu þar, hittu þeir
hvíta menn, sem tóku þeim vin-
gjarnlega. En Skrælingjar voru
hræddir við þá í byrjun. Er þeir
komu aftur til sinna manna sögðu
þeir frá þessum atburði, 0g upp
frá því tókust vingjarnleg við-
skifti á milli þeirra. Hvítir menn
lærðu tungu Skrælingja og sagan
s gir frá því, að Grænlendingar
og Skrælingjar hafi svarist í fóst-
bræðralag.
En svo hafa smám saman risið
upp deilur og lent í smáskærum
milli kynflokkanna, eins og getið
er um í Flóamannasögu. Þessar
skærur, ásamt úrkynjun Græn-
lendinga, samgðnguleysi við um-
heiminn og skorti á nýju blóði,
hafa svo leitt til eyðingar bygð-
anna. Er þó ekki víst, að hvítir
menw hafi orðið aldauða, held
ur runnið inn í þjóðflokk Skræl
ingja, sem hafði meir,a lífsafl.
Rejmslan sýnir og í Norður-Ame-
ríku, að hvítir menn samlagast
Skrælingjum fljótt.
Um miðja 1. ðld er Vestribygð
komin í auðn. Sannar það rann-
sóknarför ívars Bárðarsonar. En
Skrælingjar segja sjálfir, að
Eystribygð hafi verið eytt í stríði
og hafi seinustu Grænlendingarn-
ir verið drepnir að Hvalseyjar-
gjarðarkirkju, hinu mikla guðs-
Foreldrar hans voru Jón Ketils-
son bóndi á Marðarnúpi, en ætt-
aður úr Gullbringusýslu, og kona
hans Katrín Oddsdóttir Björns-
sonar, er bjó á Marðarnúpi í 60
ár. Ungur fór Jónatan í fóstur
að Hofi í Vatnsdal, til Jónatans
Oddssonar, móðurbróður síns, og
Sigríðar Jónsdóttur, konu hans.
Ólst hann þar upp. — Hann
kvæntist 1876 Marsibil Jónsdótt-
ur, frá Syðra-Hvammi. Til Ame-
riku fluttu þau hjón frá Kirkju-
hvammi í Kirkjúhvammshreppi ár-
ið 1887. Dvöldu þau fyrstu fimm
árin á Dagverðarnesi í Árnes-
bygð; síðar nam Jónatan land i
nefndri bygð og kallaði á Brú;
bjó hann þar æ síðan, unz Jónat-
an yngri 0g Hólmfríður Eiríks-
dóttir kona hans tóku við búinu.
Marsíbil konu sína misti Jónat-
an árið 1916.
Þeim hjónum, Jónatan og Mar-
síbil, varð tveggja barna auðið,
Jónatans á Brú, þess sem þegar
hefir verið á minst, og Marslibil
Stefaniu, sem er ekkja eftir Þor-
finn Helgason, og býr á Blómstur-
völlum í Árnsbygð með börnum
sínum.
Jónatann var greindarmaður og
vel viti borinn, þrekmaður til sál-
ar 0g líkama, fróðleiksgjarn og
fylgdist ágætlega vel með öllu
sem gerðist; sönghneigður, sér-
stæður í skoðunum, fastur fyrir,
hispurslaus og hreinn, skapgerð-
in heilsteypt og styrk. Hann var
jarðsunginn frá heimilinu 0g lagð-
ur til hvíldar í grafreit Árnes-
bygðar, að viðstöddum vanda-
mönnum og vinum, og moldum
auusinn af þeim, er þetta ritar.
Auk barna hans syrgja hann 13
barnabörn, og 6 barnaarnaörn.
og dáða og beri atvinnulíf og
framfarir síðustu ára þess, óræk-
an vott.
Reinh. Prinz, er hér hefir dval-
ið, ritar hlýlega grein um háskól-
ann, próf. Hennig skýrir frá á-
liti vísindamanna um nafnið
Thule, og ber þeim saman um, að
Thule eigi við eyjarnar vestavert
í Noregi. En eru ýmsar smá-
greinir um íslenzk og færeysk
málefni.
íslandsvinafélagið hyggur nú á
samvinnu við norrænudeild há-
skólans í Greiswald og skýrir
tímaritið frá fundi, er þeir hafi
átt með sér Heydenreich ritstjóri
og prófessor P. Merker og W.
Stammler frá Greifswald. Eru
landsvinafélagsins verði bráðum
flutt til háskólans í Greifswald og
innlimað þar norrænu deildinni.
í sambandi við þetta má geta
þess, að norænudeild háskólans í
Greifswald hefir nú tekist á hend-
ur útgáfu á sérstöku tímariti.
“Nordische Rundschau” er fjall-
ar um norræn efni og skýrir frá
menningu Norðuiiiandaþjóðanna
allra. Tímarit þetta kemur út f jór-
um sinnum á ári og kostar átta
j mörk. Hefur það göngu sína með
ritgerð eftir dr. Alexander Jó-
hannesson, “Vom jungsten Kön-
igsreiches Nordens”, er skýrir frá
íslenzkri nútíðarmenningu og
stjórnmálabaráttu íslendinga á
síðustu árum.
í sama hefti er grein um nú-
tíðar-list Finna, skrá um nýút-
komin skandinavisk rit og fleira.
Þá hefir enn eitþ tímarit um
norræn efni hafið göngu sína í
Þýzkalandi:
“Dleutsdh-Niordische Zeitschrift
í Kiel og er ritstjóri þess próf.
Otto Scheel. Tímarit þetta fjall-
ar um svipuð efni og hið fyr-
nefnda og eru í fyrstu heftunum
ýmsar skemtilegar og gagnlegar
greinir um danska menningu, t. d.
gildi Grundtvigs fyrir danska
menningu, um sænska málaralist,
ásamt myndum o. fl.
Síðasta heftið fljrtur grein með
myndum um íslenzku listasýning-
una í Þýzkalandi.—Mbl.
Siðan í janúar hafa 14 mann-
eskjur mist lífið af bílslysum í
Winnipeg og grendinni, en 212
meiðst svo mikið að á læknishjálp
þurftu að halda.
McDDNILD-OURE LUMBER CD.
Limited
Sash, Door, Mouldings
Interior Finish
Sérfrœðingar í öllu sem að harðvið-
argólfum lýtur, og aðeins um bezta
efni að raeða.
Balsam Wool, Insulation
Tals. 37 056 812 Wall Street
EIN FJÖL EÐA VAGNHLASS
HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU
SEM VILJA K0MA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL og FRÁ
TIL
ALLRA STAÐA
I HEIMI
Ef svo er, og þér viljið hjálpa þeim til
r.
jf 1 . _ . .
essa lands, þá finnið oss. Vér
egar ráðstafanir.
gerum
að komast til
allar nauðsyn-
ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents
UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN OG LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
CANAOIAN NATIDNAL RAILWAYS