Lögberg - 16.08.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.08.1928, Blaðsíða 6
BU. *. r,OGifliRG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1928. RAUÐKOLLUR EFTIR GENE STRATTON-PORTER. “Heyrðu, Rauðkollur,” sagði Duncan og ' tók saman verkfærin, sem hann hafði með sér, “eg held það aötti ekki að gera þér neinn skaða, þó eg segi þér, að þú ert alla daga að gera það, sem liúsbóndanum þytkir eins vænt um, eins og nolkkuð, sem þú getur gert fyrir hann. Þú ert framúrskarandi trúr og hann veit að það er óhætt að reiða sig á þig. Húsbóndinn treystir þér alveg eins og þú værir sonur hans. ’ ’ “Dætnalaust þykir mér vænt um þetta, ” sagði Rauðkollur og hoppaði upp af gleði. “En ertu nú alveg viss um þetta, Duncan?” “Eg veit þetta,” svaraði hann, “annars segði eg það ekki. Hann hefði ekki viljað láta mig segja þér þetta fyrst lengi, eftir að þú komst hér, en nú er honum sama þó eg geri það. Veiztu það Rauðkollur, að sum þessi tré, sem þú ert að passa, eru þúsund dala virði hvert um sig?” Rauðkollur stóð á öndinni iaf undrun og vissj ekki hvað hann átti að hugsa eða segja. “Þess vegna þarf að gæta þeirra svo vand- lega,” hélt Duncan áfram. “Tökum til dæmis þennan við, sem þeir kalla fuglsauga, af því hann er fullur af smákvistum, isem líkjast fugls- augum. Þeir saga hann í svo næfurþunn borð, að þau eru lítið þykkri en skrifpappír. Svo búa þeir til allskonar húsmuni úr ódýrari við og !klæða þetta svo með þessum þunnu skífum, og þegar þeir eru búnir að ganga frá þessu, þá er það svo fallegt sem engu tali tekur. Þegar þú ferð til bæjarins, þá skaltu fara inp í búð- ina og sjá þessa hluti. Þeir saga þetta svo þunt, að úr einu tré geta þeir fengið nóg efni til að klæða mörg þúsund dala virði af húsmun- um. Ef þú gætir ékki skógarins frúlega og Svarti Jack fær tækifæri til að ná trjánum, sem hann hefir markað, þá er það svo mikið pen- ingatap, að þú getur ekki gjört þér nokkra hug- mynd um það. Hérna um kveldið var einhver að hafa orð á því við húsbóndann, að það gæti nú komið fyrir að þú lofaðir Jack að taka nokkur tré á alun og enginn vissi um það fyr en mennirnir kæmu til að vinna hér.” Blóðið hljóp fram í kinnamar á Rauðkoll og hann krepti hnefana. Duncan lét sem hann sæi það ékki, en hélt áfram: “En voiztu hvað húsbóndinn sagði? Hann sagðist skyldi gefa hverjum þeim þúsund dali, sem gæti sýnt sér að nokkurt tré væri ný- tekið úr skóginum, þegar þeir kæmu þangað. Sumir af piltunum sögðust vera vissir um, að þeir gætu sýnt honum það, svo þetta er nokkurs konar veðmál. En á þessu getur þú séð, hvað McLean treystir þér vel. ’ ’ “Dæmalaust þykir mér vænt um þetta,” sagði Rauðkollur. “Nú ékal eg.fara helmingi oftar um skóginn heldur en áður til að vera viss um að enginn geti stolið tré þaðan, og feng- ið svo þúsund dali þar að auki.” “Hvaða ólukkans vitleysa er þetta annars?” sagði Duncan. “Það er eins og vant er hjá okkur Skotunum, við segjum alt klaufalega og öðru vísi en á að segja það. McLean meinti bara, að hann treysti þér fullkomlega, en ætl- aði alls ekiki að koma neinum óþokkum til að gera þér nokkuð ilt. Bg ætlaði bara að sýna þér, hve vel hann treysti þér, en hefði aldrei átt að segja þetta. Svona eru Skotarnir heimskir og klaufalegir. Húslióndinn hefði ekki átt að segja Jætta og eg hefði enn síður átt að segja þér það, sem hann sagði. Hvorugur okkar meinti þó nema það bezta með þessu. Rétt eins og eg er alt af segja konunni minni.” “Mér þýkir fjarska vænt um, að þú hefir sagt mér þetta,” sagði Rauðkollur. “Eg þarf þess með, að vera mintur á, íérstaklega nú, þeg- ar bækurnar koma, því þá gæti vel verið að eg glevnndi stundum að hafa nógu sterkar gætur á því, sem eg á að pasisa, og nú ríður svo fjarska mikið á því, að hafðar séu sterkar gætur á öllu. Eg þakka þér innilega fyrir það, sem þú hefir sagt, það getur vel orðið til þess að gera mér mikið gott Eg ætla ekkert að fara heim að borða núna, heldur fara sitrax á stað aftur og þegar eg kem heim, svo sem klukkan þrjú, þá gefur mamma Ihmcan mér kannske mjólkur- glas og einhvern bita að borða.” “Þarna sést nú, hvernig þú ætlar að hafa það, rjúka á stað matarlaus,” sagði Duncan og var auðheyrt, að hann var töluvert ergilegur. “Manstu hvað eg sagði þér?” “Já, þú sagðir, að Skotinn væri ekki mjög gáfaður, en hann væri einstaklega góðhjartað- ur,” svaraði Rauðkollur. Duncan sagði ekkert, en honum datt ekki í hug að samþykkja það, sem Rauðkollur sagði. Rauðkollur greip spítuna isína, og hélt sína leið, glaður og ánægður, og honum fanst hann aldrei hafa haft eins mikla ástæðu til að vera glaður. Duncan fór beina leið þangað, sem mennirn- ir voru að vinnu og hitti McLean að máli og sagði honum nákvæmlega alt sem hann hafði sagt við Rauðkoll. “Og hvað sem fyrir kann að koma hér eftir, þá látið þér eilgan mann kóma yður til að trúa því, að Rauðkollur hafi ekki unnið sitt verk eins trúlega, eins og nokk- ur maður igetur gert það.” “Eg held e»kki að nokkur maður geti komið mér til að efaust um trúmensku hans,” svaraði McLean. Rauðkollur söng og blístraði mjög glaðlega. Hann hafði nákvæmar gætur á girðingunni með öðru auganu, en með hinu gætti hann að vinum sínum, fuglunum og því sérstaklega, hvort ekki kæmui enn einhverjir nýir fuglar. Hann hafði séð þá hópum saman á hverjum degi, ýmist fljúgandi í loftinu, eða þá sitjandi á trjágrein- unum, eða í grasinu. Hami slepti aldrei tæki- færinu að gera gælur við þá og reyna að hæna þá að sér. Fuglarnir voru alt í kring um hann og það var eins og þeir óttuðust hann alls ekki, enda forðaðist hann ávalt að styggja þá. Stóru fuglana tvo hafði hann séð á flugi hátt uppi í loftinu á hverjum degi í einar tvær vik- ur. En éinn morguninn var minni fuglinn horfinn, )en sá stærri var á sveimi, en flaug ekki mjög hátt og hélt sig á sömu stöðvum. Næsta dag sá hann heldur ekki nema annan fuglinn, og hann fór að hafa áhyggjur af því hvað orðið væri um hinn. Hann talaði um þetta við Mrs. Duncan, og hún útrýmdi óttan- um úr huga hans og gróðursetti góðar vonir í hans stað. “Ef það er kvenfuglinn, sem þú sérð ekki, þá eru allar líkur til, að hann sé á vísum stað. Skilur þú það ekki, flónið þitt, að hann á hreið- ur einhversstaðar o;g situr á eggjunum sínum. Hafðu gætur á hinum fuglinum, og sjáðu hvar hann heldur sig, og þá býst eg við, að þú getir fundið hreiðrið. Svo getum við öll farið ein- hvern sunnudaginn og skoðað það okkur til gamans. Rauðkollur félst á þetta og fór að leita. að hreiðrinu. Honum gat ekki dottið annað í hug, en það væri uppi í einhverjum trjátoppnum og hann reigði sig aftur á bak þangað til hann var búinn að fá ríg í hálsinn. Hann leitaði bara að hreiðrinu út í bláinn, án þess að gera sér nokkra skynsamlega grein fyrir, hvar líklegast væri, að Jrað mundi vera að finna. Einn morguninn kom hann auga á báða fuglana, þar sem þeir sátu á sama elmtrénu, isem þeir settust á, þegar hann sá þá fyrst. Stærri fuglinn var þar að gefa hinum minni eitthvað að éta og styrkti það Rauðkoll í þeirrf trú, að þetta væm hjón og að þau ættu sér einhvers staðar hreiður, og fór nú að leita að J>ví enn vandlegar; en það hepn- aðist ekki að finna það, enda hafði hann enga hugmynd um hvar þess væri að leita, og ekki gat Duncan gefið honum neinar leiðbeiningar í því efni. Eitt kveldið, þegar Rauðkollur kom venju fremur seint af göngu sinni, komu börn Dunc- ans á móti honum, eins og þau voru oft vön að gera, en þau komu miklu lengra í þetta sinn heldur en vanalega, og Rauðkollur sá þegar á Jæim, að það var eitthvað óvanalegt um að vera. Hann hljóp eins og hann gat í áttina til þeirra og þau kölluðu eins hátt og þau gátu: “Bækurnar eru komnar. ” Þau flýttu sér öll lieim, sem mest þau máttu. Rauðkollur bar yngra barnið, en það eldra gekk sjálft, og þegar J>au komu heim, þá sat Mrs. Duncan við ibókalcassann og var búin að opna hann, og var nú að athuga, hvað hann hefði að geyma, og var mjög glaðleg á svipinn. “Þú færð ekki að líta á þetta,” sagði liún, fyr en þú ert búinn að þvo þér og borða. Mat- urinn er tilbúinn á borðinu. Ef þú einu sinni byrjar að skoða bækurnar, þá er eg viss um, að þú hættir ekki fyr en um háttatíma, og þá get eg aldrei lokið við verkin í kveld. Við erum fyrir löngu búin að borða. ” Rauðkollur tók þetta töluvert nærri sér, en gerði þó eins og honum var sagt. Hann þvoði sér og greiddi og borðaði fáeina munnbita, sem hann hafði þó ekki lyst á vegna áhugans að komast í bækurnar, og hann var svo góðlátleg- ur, að Mrs. Duncan gat ekki stilt s,ig um að lofa honum að komast að bókunum, en sagði samt, að J>að hefði sig alt af grunað, að þessi máltíð yrði honum ekki að miklu gagni. Þegar hann var búinn að taka upp úr kass- anum, þá fann hann þarna bækur um fugla, blóm, maura og fiðr.ildi og þar var líka net til að veiða í fiðrildi og margir fleiri hlutir og bréf, sem sagði aiákvæmelga fyrir, til hvers hvað eina væri. Alt, sem Rauðkollur fann « þarna, sýndi hann Mrs. Duncan, sem dáðist mikið að öllum þessum furðuverkum. Börnun- um þótti alt J)etta afar merkilegt og hoppuðu af kátínu kring um þessa sjaldgæfu muni, Jrangað til yngra barnið skar sig í fótinn á öxi, sem Mrs. Duncan hafði notað til að ná lokinu af kassanum. Það gerði snöggvan enda á alt Jretta gaman, og nú var bókunum komið fyrir í efstu ibúrhyllunni, þar sem Mrs. Duncan hafði rýmt til fyrir þeim. Þar gátu börnin ekki náð í þær. Þegar Rauðkollur fór á stað morguninn eft- ir, bar hann á bakinu dálítinn kassa, sem til Jiess var ætlaður að geyma í honum það, sem Rauðkollur kvnni að vilja safna. Hann var málaður svartur og það gljáði á hann í sólskin- inu. Svörtu fuglarnir stóru komu auga á þenn- an kassa, en fráleitt hafa þeir vitað, hvað þetta mundi vera. Jiokkra fleiri hluti tók hann með sér, og þar á meðal netið, sem ætlað var til að veiða fiðrildi. Hann gætti vandlega að girð- ingunni, því honum var það fast í huga, að stunda verk sitt eins vel og bezt mátti vera. En J>að var áreiganlegt, að Rauðkollur flýtti sér alt sem hann gat þennan morgun án þess að vanrækja það, sem gera þurfti. Þegar hann hafði lokið umferðinni og kom þangað sem skápurinn var, Jrá fyltist hjarta hans fögnuði, af því að vita sjálfan sig enganda að öllum þess- um merkilegu lilutum, því alt til þess hafði hann sjálfur aldrei verið eigandi að neinu. Þessi staður, J>ar sem hann geymdi skápinn, var eins og dálítið hús, þó þakið væri reyndar ekkert nema laufin á trjánum. Hann liafði hreinsað þarna dálítinn blett, svo þar voru eng- in tré eða trjástofnar, en trén risu hátt alt um kring, eins og veggir, og þarna var líka mikið blómskrúð, svo }>essi staður var einkar ánægju- legur. Til hægri voru nokkur afar.há tré, sem gnæfðu yfir öll hin trén eins og turnar, og það hefir líklega verið helst þeirra vegna, sem Rauð- koll datt í hug að kalla þenna stað dómkirkju, enda var hann óneitanlega mjög fagur og frið- sæll. Inn að þessum stað var þröng og krókótt braut, sem þeir Duncan höfðu búið til, en hún var þannig gerð, að sem allra minst bæri á henni, þrátt fyrir það, að Rauðkollur kallaði þetta dómkirkju. Það leit út fyrir, að hann vildi láta sem allra minst á henni bera. Þarna var. einstaklega vel um gengið og Rauðbollur plantaði þarna nýjum blómum á hverjum degi og vatnaði þeim líka daglega, og tók vatnið rír dálítilli tjöm, sem þar var skamt frá. Hann lagði mestu alúð við, að gera þenna stað sem allra aðgengilegastan og fallegastan. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Of¥)ce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambert Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Þegar Rauðkollur kom í “dómldrkjuna” þennan morguninn, opnaði hann strax skápirm og lét inn í hann það sem hann hafði meðferðis og plantaði svo nokkur sjaldgæf blóm, sem hann hafði fundið um morguninn. Svo tók hann fuglabókina, sem hann hafði með sér og fór að fletta henni og vita, hvað hann fyndi þar merki- legast. Jú, þama kom það: “Stórir, svartir gammar; algengir í Suðurríkjunum, þar kall- aðir Jim Crow, svipaður Cathartes Atraha ” “Hvemig í skollanum ætti eg að geta lært svona löng og erfið orð, án þes’s að hafa nokkra tilsögn?” tautaði Rauðkollur og leizt nú ékki á blikuna, en las þó áfram: “Nefndir Pharaós hænsni í Evrópu. Koma stundum til Norður Virginia og Kentucky—” “Og stundum lengra norður,” sagði Rauð- kollur. “Eg er viss um, að þetta eru fuglarn- ir, sem eg hefi hér, þeir eru auðþektir af mynd- unum.” “Eggin eru ljósblá—” “ Já, einmitt það.” — “Stór eins og kalkúna ögg með stórum móleitum flekkjum og hreiðr- in er vanalega að finna í lágum, liolum trjá- bolum.” “Nú sé eg hvernig í öllu liggur; eg hefi alt af verið að gæta að eggjunum uppi í trjátopp- um, en eg hefði átt að leita nær jörðinni. Nú verð eg að byrja aftur, og því fyr sem eg byrja, því styttra verður líklega þangað til eg finn þau.” Rauðkollur lét bækurnar inn í skápinn, tók nestið sitt og fór út úr rjóðrinu, en áður en hann fór, slökti hann eld, sem hann hafði orðið að kveikja, til þess að liafa nokkurn fríð fyrir flug- unum, sem ekkert fældust nema reykinn. Hann settist þarna á staur og át matinn sinn og drakk alt, sem hann hafði með sér af vatni. Hitinn var orðin æði mikill, jafnvel þarna utan við skóg- inn, þar sem vindurinn náði sér sem bezt, var hitinn töluvert óþægilegur um miðjan daginn. Hann sópaði molana af hnjánum á sér og sat svo þarna ,dálitla stund og horfði upp i loftið eftir fuglunum. En hann hafði ekki lengi tíma til þess, því hann heyrði fótatak ekki langt frá sér á skógargötunni og það var að fær- ast nær honum, og þekti hann strax að það var ekki McLean eða Duncan, sem var að koma, en það voru einu mennimir, sem hann vissi til að nokkurn tíma komu Jressa leið. Rauðkollur stökk á fætur, og það sem honum varð fyrst fyrir, var að þreifa á belti sínu og aðgæta, hvort skammbyssan væri við hendina. Svo greip hann kylfuna og hélt á henni í hendinni og reyndi svo að bíða rólegur eftir þeim, sem var að koma.. Var nú þetta kannske svarti Jack, eða þá ein- hver enn J>á verri náungi? Hann var engan veginn rólegur og hann fór að reyna að syngja lag, sem hann hafði lært Jægar hann var lítill og alt af var sungið á bamaheimilinu á jólun- um. En hann fann fljótt hve Jætta var skrítið, og hann skelli-hló að sjálfum sér og við það ■komst hann í rólegra og betra skap. Það leið ekki á löngu þangað til hann sá manninn koma, og það var eins og steini væri af honum létt, þegar hann sá hver það var, því hann þekti þegar að þetta var einn af mönnun- um, sem voru að vinna hjá McLean. Þessi mað- ur hét Wissner og Rauðkollur 'hafði sofið hjá honum fyrstu nóttina, sem hann var á þessum stöðvum, og hann þekti hann eins vel og hann þekti nökkurn þessara manna. Þetta var eng- inn þjófur eða ræningi — McLean hafði sjálf- sagt sent hann með einhver skilaboð. Hann stökk á fætur og| heilsaði honum svo glaðlega, að Wesner gat víst ekki efast um, að hann væri kærkominn gestur. “Það þykir mér vænt um,” saígði Wessner, “að þú tekur svona vel á móti mér. Við höfum heyrt þarna suður frá, að þú sért svo ráðríkur, að þú líðir ekki nokkmm manui að koma nokk- urs staðar nærri girðingunni, hvað })á inn fyrir hana. ” “Eg geri það heldur ekki, ef hann er ókunn- ugur,” svaraði Rauðkollur, “en þú ert einn af McLeans mönnum, eða er það ekki?” “Mclæan getur farið norður og niður,” sagði Wessner. Rauðkoll rann heldur en ekki í skap við að heyra þetta, og hann greip svo fast um kylfu- skaftið, að hnúarnir hvítnuðu. “Ertu virkilega að segja þetta í alvöru?” sagði hann og stilti sig eins vel og hann gat. “Já, eg sagði það,” svaraði Wessner, “og }>að mundu allir hinir segja líka, ef þeir væru ekki ragge.itur, sem ekkert þora að segja, nema kannske þessi viðbjóðslegi Sooti, Duncan. Hann kvelur úr manni lífið, lætur okkur vinna eins og þræla og borgar sultarlaun, en sjálfur pælir hann upp penirrgunum og lifir eins og höfð- VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. rj 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111n1111111111111111111i111111111iii■1111■11 Samlagssölu aðferðin. 1 Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- 5 = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin ^ E hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E E vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. = | Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 8IS Sherbrooke St. • ; Winaipejf,Manitoba = ffl 11111111111111111111111111111H1111111111111111111MI • 111111111111111 i Ml 11111111111111111 Cl 111111111 Hafið þér eldsábyrgÖ? Þótt bér hefðuð enga árið sem leið, þá þýðir það ekki, að þér þurfið ekki eldsábyrgð framvegis. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Penlngar til láng gegn fasteignaveði I borginni eða útjaðra borgum með lægstu fáanlegtim rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREET :: WINNIPEG. Phone: 23 377 LEO. JOHNSON, Secretary. MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjórnarleyfi og ábyrgð. Aðalskrifstofa: Grain Exchange, Winnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vðr höfum skrifstofur I öllum helztu borgum I Vestur-Canada, og einka slmasamband við alla hveiti- og stockmarkaði og bjóðum þvl viB- sklftavinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aðra eru höndluð með somu varfæmi og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leítið upplýsinga hjá hvaða banka sem er. KOMIST í SAMBAND VIÐ RÁDSMANN VORN A PEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assíniboia Herbert Weyburn Biggar Indlan Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera viss, skriílð á yðar Bills of ladlng: "Adviae Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg.” því, sem hann ætlaði sér. “Hvernig mundi þér líka, að fá stóra summu af peiíingum alt í einu, án þess að þurfa nokk- urn hlut fyrir því að hafa?” spurði Wessner. “Hvað gengur eiginlega að þér?” sagði Rauðkollur, “hefir þú verið í Chieago að spila í hveitimarkaðinum, eða viltu að þg leggi mína peninga í fjárglæfra fyrirtæki?” in!gi.” Rauðkoll rann nú meir en lítið í skap við að heyra þetta, en stilti sig þó sem bezt bann gat. “Heyrðu, Wessner,” sagði hann. Þú sver þig óþarflega í ætt við “höfund lýginnar”. Þú veizt sjálfur, að McLean borgar hverjum ein- asta manni reiðilega alt sem hann á skilið að fá og fer með alla sína menn eins og hezt má vera. Hvað því viðvíkur, að hann lifi eins og einhver stórhöfðingi, þá veizt þú fnllvel, að hann lifir bara eins og þið, sem vinnið hjá honum.” Wessner var að vísu enginn spekingur að viti, en hann gá samt að hann var á rangri leið og með þessu móti myndi hann ekki koma fram Wessner gekk nær honum. “Heyrðu, Rauðkollur minn,” sagði liann, “ef þú bara vilt fylgja mínum ráðum, þá get eg sagt þér, hvernig þú getur alt í einu grætt fimm hundruð dali og það án ’þess að leggj'a nokkuð í hættu eða hafa nokkuð fyrir því. ’ ’ Rauðkollur færði sig f jær honum. “Þú þarft ekki að vera hræddur við, að segja blátt áfram livað þú átt við,” sagði hann. “Hér er enginn, sem heyrir til þín, nema eg og svo fuglarnir og dýrin í skóginum, nema ef einhver af þínum líku mskyldi vera hér einhvers stað- ar.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.