Lögberg


Lögberg - 23.08.1928, Qupperneq 2

Lögberg - 23.08.1928, Qupperneq 2
BU. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGtfST 1928. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN l * UNDRA VERÐIR VITSMUNIR hjá dýri. Nýlega las eg grein í ensku blaði, sem mér þótti svo merkileg, að eg snara henni á íslenzku —í aðaiatriðum—og býð “ Dýraverndaranum. ’ ’ Upphaflega birtist hún í amerísku blaði, síðast- liðið ár, og er um yfirvenjulega vitsmuni eða hæfileika hryssu nokkurrar, er heima átti á smá- búgarði í ríkinu Virginía. Eigandi hennar er kona, Mrs. Fonda að nafni, en hryssan er köll- uð ‘Lady”. | Svo virðist, sem Lady sé gædd hæfileika til að lesa hugsanir manna. Vísindamenn eru raunar lít-t tníaðir á að svo sé, en kannast hins vegar við, að hafa enga aðra skýringu á því. Eitt hið síðasta, sem Lady hefir tekist — þegar þessi grein er skrifuð, sem hér er útdrátt- ur úr — og undravert þykir, er að leysa rétt úr spurningum, sem fyrir hana voru lagðar á kín- versku, og að segja fyrir fram rétt um úrslit hnefleika milli Jack Dempsey’s og annars álíka barsmíðaberserks. Margir vísindamenn og rannsakendur sál- rænna lefna, hafa sótt eftir “viðtali” (“inter- view”) við Lady. Dr. Franklin Johnson, pró- fessor í sálarfræði, Dr. R. Finley Gayle tauga- fræðingur og Dr. H. D. C. Machlaehlan, velmet- inn prestur, hafa allir “heimsótt” Lady. “Tit þess svnast öll merki benda,” sagði Dr. Johnson, “að hér sé um hrein sálræn áhrif að fæða. Eg er sannfærður um fullkominn heiðar* leik eigandans.” Dr. Maohlachlan beldur og fram, að dýrið sé gætt yfirvenjulegum vitsmun- um. “Það er augljóst samband undirvitundar- innar milli mannssálar og dýrs,” segir hann. Taugafræðingurinn vildi trauðlega fallast á fjarskynjunarkenninguna, en játaði þó, að engri annari skýringu væri til að dreifa. Eitt það, sem Lady gerir, er að þekkja á klukku. Margir kubbar (líkir 'barnaleikföng- um) leru látnir á pall undir snoppuna á henni. Hver kubbur hefir sína tölu og Ibókstaf. Ein- hver viðstaddur tekur þá litla klukku og setur t. d. 10 mín. yfir 6, en lætur enga aðra sjá. — “Hvað er þessi klukka?” spyr hann svo. Og Lady svarar með því að ýta við 3 kubbum með tölunum 6, 1 og 0. Sé bókstöfunum raðað fyrir framan hana, stafar hún þannig nöfn óþelitra, viðstaddra manna. A þann hátt sagði hún til rétts s>kírnarnafns eiginkonu Dr. Machlachlan’s, þó að engum viðstöddum væri um það kunnugt, nema þeim hjónum. Þó er Lady ef til vill betur að sér í reikn- ingi en lestri. Hún leysir greiðlega úr reikn- ingsdæmum í brotum, og í eitt skifti, er dokt- orimi spurði hana hver væri kvaðratrót vissrar tölu, svaraði hún því óðara. Nokkrum blaðamönnum, er frétt höfðu af hæfiieikum Lady, en voru ærið tortrygnir um sannindi þeirra, datt í hug að fá þá sannpróf- aða. Þeir báðu nú Lady að benda á upphafs- sta.fina í nafni ritdómarans Hunter Stagg, er sjálfur var viðstaddur Lady rak snoppuna í H (það var réttur stafur), því næst ýtti hún við T — og blaðamennimir hlógu hæðnislega. En það sljákkaði niður í þeim hláturinn, þegar Stagg skýrði frá því, að hann héti fullu nafni Hunter Taylor Stagg, en um það höfðu þeir enga hugmynd haft. En Lady vissi betur. b jöimargir sérfræðingar í ýmsum greinum vísindanna hafa — eins og áður er á drepið — athugað þetta skynuga dýr. Einu sinni báðu þeir hana að stafa orðið “sclerosis” og gerði liún það nákvæmlega rétt. Þegar gerðar eru þessar tilraunir með Lady, virðist sem hun sofni. Hún lygmr aftur aug- unum Ojg opnar þau að eins við og við þegar hún þart að hrista af sér flugur, sem ónáða hana. P ljótlega eftir að Mrs. Fonda hafði kevpt Lad\ siem folald, fór að bera á hinum óvenju- legu hæfileikum hennar, sem, eins og fyr er fram tekið, gátu m. a. skýrt ýmislegt það, sem eng- mn viðstaddur vissi. Það er athugavert — bætir'blaðið að síðustu við, — að eigandi hennar hefir aldrei reynt að nota sér vitsmuni dýrsins til fjár, t. d. með því að hafa a henni sýningar, né gefa hana fala til kaups. Þetta er þá sagan af ‘ *Lady ’ ’, eins og ee Jesið hana. Vænti eg þess, að mörgum ] sem a annað borð trúa henni — og undai verður naumast, komist — þyki hún all-m jeg og telji tæplega viðeigandi að kalla skynJausa skepnu. ’ ’ lIMgr. j/>nass i'ýraverndarinn. SNEPILL. hnu smm atti pabbi stóran, svartar sem kaJlaður var Snepill. Það var ágætu hundur; svo að pabbi tók oft af með S8*, 8ým tveir eða þrír menn smala Strakapor framdi hann í æsku, svo nærri það kostaði hann lífið. Pabbi var að smala dal einn, mikinn r degi og siendi Snepil, sem þá var ó hvolpur, aitt á hvort. Hvutti litli stóð s og smalaði eins og maður, fram gr skrií Af þvi þær voru ekki mjúkar undir f TlL rl s,írf"'tt”r 0* la-walegur, Svo arð að ,ata ser að gjamma á efti unnum, sem stn-kku kunnuglega um skri? egar Jcomið var af dalnum og út í lai Snep‘1 ekla ems lassalegur, því þá voru H, m1^ffninhUni;ar að stan*ast í þófam ov íéf Tx furðuvel að «kilja ekk og Jet feð ganga undan sér. — Alt í ei pabbi eftir því, að Snepill var hættur að Kallaði hann þá á hann, en hvutti gegndi ekki. Það þótti pabba einkennilegt, og gekk því upp á liæð, og sá þá hvað hann hafðist að. Hann lá á gemlingi, sem pabbi átti, og var búinn að drepa hann. Eki ibeið hann eftir hirtingu, held- ur hljóp sem fætur toguðu heim, og þóttist sjálfsagt vel hafa sloppið. En hann sannfærð- ist um það, að hann var ekki búinn að fá fyrir- gefningu, fyrir ódáðaverkið, þegar eigandi hans kom heim. — Hann gerði slíkt aldrei aftur. Nokkrum árum seinna tók hundur upp á því, að drepa fé. Aður en menn vissu, hver söku- dólgurinn var, var Snepil kent um það, því ‘ ‘ eng- inn trúir illa kyntum. ’ ’ Pabbi tók málstað hans, sem líka var óhætt, því að það komst upp, að hann átti engan þátt í því morðmáli. Arið eftir að Snepill framdi áðurnefnt stráka- par, rak pabbi og kvenmaður 70 lambær í rétt, með honum. Æ'mar voru búnar að ganga sjálfala um vorið, og voru því sprettharðar, því það var gott ár í þeim. Öllum ánum komu þau samt inn, en 9 lömb sluppu. Snepill tók þau öll, og sáus hvergi tannaför á þeim. Einn vetur gerði snjó mikjnn með jólaföstu- komu. Fé var inn um öll fjöll, svo að gengið var dag eftir dag, til að ná því saman. Dag einn gekk pabbi á dal einn, og fylgdi Snepill honum að vanda. Hann smalaði fénu saman í ófærðinni, fann það hingað og þangað og gerði pabba aðvart. Þeir fundu um 40 kind- ur á dalnum. Þegar þeir voru búnir að fara um hann allan, héldu þeir áfram með féð. Ófærð- in var mikil og var ilt að reka féð í hóp; og þeg- ar komið var fremst á dalinn, kom pabbi því ekki lengur þannig. Tók hann þá það ráð að fara með frískustu kindurnar (á undan, { brautina sína, frá því að hann kom að heiman um morg- uninn. Snepill vildi fara með pabba á undan, en pabbi sagði honum að vera á eftir. Eftir nokkra stund virtist svo vera, að Snepill skildi hvað hann ætti að gera, því hann fór að koma fénu í brautina, kind eftir kind, í “Vísnatölu”, og labbaði svo sjálfur á eftir. Þannig rakst féð lengi fram. Eftir langan tíma hvíldi pabbi féð nokkra stund. A meðan kom Snepill til hans, og var hjá honum. Þegar pabbi fór aftur af stað, sagði hann Snepli að fara aftur fyrir féð aftur, og gerði hann það strax, eins og manni hefði verið sagt það. Þegar fram á flatneskjuna kom, var minni snjór, og var þá hægt að reka féð í hóp.—Snep- ill rak oft fé eftir þetta svona, þegar verið var að reka fé frá liúsum í snjó. Þegar pabbi hvatti Snepil í fjárhóp á vorin, tók hann alt af ullarkindurnar úr þeim, en lét rúninga eiga sig. Einn vordag, þegar búið var að rýja aðalinn af fénu, tók pabbi sjö lambær á Snepli, hingað og þangað inn um fjöU; rúði æmar og markaði lömbin, þar sem þær voru, til þess að þurfa ekki að vera að eltast við þær fram í rétt. Mörg fleiri dæmi mætti telja upp, sem sýndu berlega viturleik Snepils, en hér verður látið staðar numið. Þetta er ekki ritað til þess að halda frægð Snepils á lofti, þó að hann ætti það skilið, held- ur til þess að sýna mönnum fram á, að það leyn- ist oft mikið vit í hundshöfði. — Benda mörg dæmi til þess, að skepnurnar séu ekki skynlaus- ar, heldur þvert á móti. Þær greina gott frá illu, og breyta oft þannig, að menn verða að kannast við það, að þeim er gefið talsvert vit. Góður fjárhundur er fjármanninum nauð- synlegur, og er það mikið í manns valdi, að eiga góða hunda. Það sem bendir á það, er, að sum- ir menn eiga alt af heldur góða hunda, en aðrir þvert á móti. Það verður aldrei talið, hvað mörg spor góður fjárhundur tekur af eiganda sínum. —Dýravernd. Sigurj. Jónsson. BROT úr óprentaðri sögu. Skamt var liðið af óttu. Loppa fékk ekki sofið. Ferðahugur hafði gripið hana svo, að hún mátti ekki halda kyrru fyrir. Hún fór að rjátla um, skaust út um veggjaglennu ú bæjar- dyrunum og gáði til veðurs.. Sól var nær austri en landnorðri og varpaði geislaskrúði morgunsins á Öxarhamar, hrika- legan og grettinn. Og hamarinn varð allur annar, þegar ársólin vafði hann broshýrum geislunum, setti glóandi mítur á höfuð honum, feldi um háls honum perlband úr gliti nætur- daggarinnar, lét perlumenin breiðast um brjóst honum, hvelft og mikið, og varpaði síðan skikkju á lierðum hans, ofinni úr ljósbliki morg- unsins, þar sem nótt og dagur vörpuðu hvort á annað árdegiiskveðjunni. Loppu varð starsýnt á austrið. Hún mint- ist þess ekki, að hafa séð slíkan árljóma. Um hana las sig seiðþrunginn og ylmjúkur straum- ur. Alt varð henni svo sem nýtt. Þráin til fé- lagislífs, til frelsis, ástar og unaðar greip hana fastari tökum en nokkru sinni fyr. Og í fvrstu varð hún sem steini lostin. En það varaði ör- skamma stund. Fram í vitund hennar barst aft- ur óstöðvandi ferðahugur. Hún varð að fara vestur yfir Háls. En margs var að gæta, áður en lagt væri í þá ferð. Svo gæti farið, að henni dveldist þar nokkuð, ef hún annars næði fundi Vasks. Og óvíst væri, hver beinleiki henni yrði sýndur á Hóli. Myndi bezt að vera við öllu bú- in. Hún smaug inn í eldhús. Þar fann hún býsna mikið af soðnum silungsslöpum. Enginn hafði vísað henni á þennan mat, en hún lét hann verða undir traustataki og neytti slíks er hún þoldi. Sama máli gegndi um skófirnar, sem hún fann þar. Hún snæddi þær af skyndi og gat ekki látið á sig bíta, þó að hún vissi, að þær hefðu aldrei verið ætlaðar henni. Loppu fanst, sem nokkurn veginn myndi séð fyrir matþörfum hennar næsta sólarhringinn. En þá var annað. Hún átti eftir að snyrta sig svo sem kostur væri á. Hún rendi sér út, fór niður að vatni og fram á Mjóusnös. Þar gat hún speglað sig eftir þörfum í sólgljáu vatninu. Snyrtingin tók hana eigi lítinn tíma. Margt við- vikið varð liún að gera upp aftur og aftur, þvi að nú liæfði ekki nein hroðvirkni. Hún varð áð ganga svo frá sér, sem forkunnar fríðri hefðar- tík sæmdi. Enginn drusluháttur mátti eiga sér istað. Hún þekti gerla, hvers virði það var, þegar einum helzta hundi héraðsins var að mæta. Komið var fast að rismálum. . Loppa var að labba upp Brattaháls að austan. Hún fór sér ofur Jiægt, vildi forða sér frá að mæðast og svitna, og sízt af öllu vildi hún ýfa hárafar- ið, eins og hún nú var strokin og gljáandi, og að sjálfsögðu varð hún að varast alt, sem gæ^i ó- hreinkað hana. Og þesis var að gæta, að hún var nokkuð þung á sér. Hún var í saddara lagi. Hún var komin vestur á hálsbrúnina og fór ofan Draugaskor. Þegar kom ofan fyrir kletta- beltið, nam hún staðar. \ Hún færði sig ofurlítið sunnar í lilíðina, beint upp af Hóli. Þar beið hún stundarkorn á þúfu- nabba og teygði úr sér í sessi, ef vera kynni, að Vaskur kæmi auga á hana. Hún kunni ekki við að gana heim að bæ. En hana langaði til að gera með einhverjum hætti vart við sig. Svo reyndi hún að bopsa, tvisvar eða þrisvar, mjúkt og þýtt. Hún þóttist vita, að Vaskur myndi þekkja rödd sína. Svo leið nokur stund. En hún varð einskis vör. Þá bopsaði hún nokkuru oftar og svolítið hærra.. Síðan hlustaði hún vandlega. Nokkur andartök liðu .......... Hvað lieyrðist lienni? ..... Hún var í engum vafa. Þetta v a r röddin h a n s. Enn bopsaði hún nokkurum sinnum. Og aftur heyrði hún til h a n s. Um hana fór sæll og yljandi straumur feginleika og fagnaðar. Að vörmu spori var Vaskur kominn til hennar. Og með þeim varð fagnaðarfundur. Það samdist þegar með þeim, að leita upp á hálsinn. Þar væri næðið öruggara og frelsið meira en í hlíðinni. Þau fóru upp á Stutthala og héklu sig á hálsinum til kvelds. Alt brosti ]»ar við þeim, sólskinsblíða, víðibreiður, kjarr- runnar og laðandi töðugresisbrekkur. Þau héldu sér borgið þar fyrir öllu ónæði. Þó fór svo, þegar leið að nóni, að þau urðu vör nokk- urrar ókyrðar. Þau sáu mann á gangi þar uppi, mjónalegan, léttklæddan og lærhöfðaðan — með byssu. Þó að þau létu sig þetta litlu skifta, ]>á hefðu þau fremur kosið, að hann væri ekki í návist þeirra. Þeim duldist ekki, að þetta mvndi vera einhver iðjulaus kaupstaðarsláni, er leit- aði hvíldar landeyðuhætti sínum með því, að flangsa upp til sveita um hábjargræðistímann og vefðist þar fyrir þeim, sem leituðust við að strita fyrir sérisjálfir, og nytu brauðsins í sveita síns andlitis. En um ]>að þóttust þau' fullviss, að sláni þessi myndi ekki leyfa sér að raska friðhelgi þeirra, þó þau annars vegar gætu sér til að hann virti vettugi friðun fugla og land- rétt manna. Skotin dundu hvert af öðru. Og þau sáu ves- fdings heiðlóurnar veltast og byltast, væng- brotnar, flakandi í sárum og blæðandi til ólífis, eftir margjháttaðar þjáningar. Báðum þótti ]>eim leikurinn óþarfur og illur. Og Vaskur fékk tæplega varist því, að verða gripinn nokk- urum vígaliug. Hann fýsti ekki að ráðast á sak- Jausa og friðelska fuglana og stytta þeim aldur. Hitt flögraði um huga hans, að leggja vígtenn- urnar svo að hásinum þessa mannslána, að hann yrði ekjd til langferðanna fyrst í stað, og að kenna honum þann veg, að virða háttu góðra manna. Og Vaskur var því sem næst rokinn af stað til að leita hans. En Loppa 'beiddi hann blíðlega að stilla sig í þetta sinn, fyrir sín orð. og Vaskur lét sefast. Hann virti orð hennar, og á hitt leit hann einnig, að ekki væri víst, hve lengi hann fengi ótruflað að njóta yndisstund- anna með henni. I m náttmálaleytið vildi Vaskur fara heim °g vitja kvöldverðar. Loppu þótti þetta að líkindum, en hún lézt vilja bíða í hlíðinni á með- an. Þessu tók hann fjarri, og kvaðst ekki mundu neyta kvöldverðar, nema hún mataðist með honum. Fyrir því þyrfti varla rað að gera, að hún yrði þúuð á Jians heimili eða blökuð liendi. En ætlaði sér einhver slíka dirfð, skyldi enýim að mæta öðrum en honum. Hann myndi jafna það mal, svo að eftir yrði munað. Vaskuf gekk rakleitt inn í eldliús,.og Loppa laxldist þangað á eftir honum. Þar var ekki manna annað en Guðrún vinnukona. Hún var hálf])rítug, kvenna vænst um alt, bláeyg, glóhærð og svo vel á fót komin, að það vakti þokka allra er sau. Og um skapgerð var henni svo farið, að hun var talin hvers manns hugljúfi. Hún hafði matseld alla með höndum á Hóli, og gekk Geir- laugu húsfreyju næst um stjórn og forsjá heim- ilisms, livort sem húsfreyja var af bæ eða á. Guðrún bar fvrir Vask mikinn mat og góð- <m, avarpaði Loppu með nafni, fór um hana hlýju mhöndum og lét lienni alla kosti til iafns. við Vask. Að máltíð lokinni fóru þau upp fyrir túnið. Þeim kom saman um, að halda sig úti um nótt- ina. Það yrði liollara þeim og frjálslegra. — Framh. Dýrav. Einar Þork. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta mas. CVxr. Graham og Konnedy Sta. PHONE: 21 SS4 Offlce tbnar: 2—3 Phone: 27 122 Winnlpegr, Manitob*. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN <sl. lögfræðlng&r. Skiiifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phone®: 26 S49 og 26 846 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N tJwiildr iögfneSlnru. 366 Main St. Tala.: 24 963 peir hafa einnig ekrifatofur *8 Lundar, Riverton, Gimli og Pln«y og eru þar a8 hitta 4 eíUrfylgJ- andl timum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyreta flmtudac, Gimli: Fyrsta míCvikudae, Pin«y: priöja föatuda* 1 hverjum mAnuBi DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Blder. Cor. GnaSiam og Kennedy 9tm. FHONB: 21 8S4 Office tlmar: 2—3. Helmlll: 764 Vlctor 8t. Phone: 27 686 Winnipeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON 116-220 Medlcal Artfl Bld|. Cor. Graham og Kennedy Bta. Pbone: 21 8S4 Offlce Houre: S—i Helmlli: 921 Sherbume St. Wlnnlpeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Artt Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 884 Stundar augna, eyma nef o* kverka ejúkdöma.—Er aB hW)t* kl. 10-12 f.h. og 2-5 eJi. HeimUi: 373 River Ave. Tlailfi. 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & ThorBon. Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR. A. BLONDAL Medlcal Artfi Bldg. Btundar sérstaklegra Kvenn* og Barna sjúkdðma. Br aB hltta frá kl. 10-12 t. h. og 3—6 e. h. Offloe Phone: 22 208 Heimili: 80'd Vlctor St. Slml: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. Residence Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. DR. J. OLSON Tajmlæknir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Stfi. Phone: 21 884 Helmllis Tals.: 88 616 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Llíe BMg. WINNIPEG Annast um fasteigrnir manna. Tek- ur aS sér aS ávaxta aparifé fúlka. Selur eldsábyrgS og bifrelSa ábyTgS- ir. Skriflegum fyrlrspurnum svaraB samstundis. Skrifstoíusimi: 24 263 Hoimaslml: 83 383 DR. G. J. SNÆDAL Tannheknir •14 Somerset Blook Oor. Portage Avt og Donald 8t. Talslmi: 28 889 J. J. SWANSON & CO. llmited Kentali Insurance RealEstate Mortgage* 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Phones: 26 349—2« 346 Dr. S. J. Jóhannesson stuodar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 % Emil Johnson SERVIOE ELKGTRIO Jtafvruj.gn8 Contracting — AllakwnM rdfrrvagnsáhöld seld og vUf þau gert Eg sel Moffat og CcClarv elda- vélar oa hefi þvrr til sýnls á verk- 8tœSi mínu. 524 8ARGKNT AVK. (gamla Johnaon’s byggingin vlð Young Street, Wlnnipeg) Verkat.: 31 507 Heima:27 286 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarjf.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL 848 shorbrooke 8t. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur fiú befitfl. Ennfreimur selur hann ollakonar minnisvarBla og legstelna. Skrlfatofu talis. 86 607 HelmlUs Tals.: 58 869 Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WXNNIPEG. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block • Yorkton, - Sask. SIMPSON TRANSFER Verzla meO egg-á-dag hœnanafóöur. Annast einnig um allar tegundir flutninga. 647 Sargent Ave. Sími 27 240 4 FbWLER QPHCAL Sd ^FcfwL^ERj^BETTER^ 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 Giftinga- og JarSarfara- Blóm meS litlum fyrirvar* BIRCH Blómsali 588 Portage Ave. T&ls.: SO 790 St. John: 2, Rlng 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.