Lögberg - 23.08.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.08.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1928. Jögbcrg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TaUimnri N-6327 oé N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskríft til blaðsins: Tl(t SOLUIHBIH PRESS, Ltd., Box 317Í, Winnlpeg. Utanáskrift ritstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "Lögberg" «a prtnted and puhUnhed by The Oolumbla Preaa, Tjímltei, In the Columbla Uuiidlng, 685 Saj-gent Ave-. Wlnnipeg, M&uitoba. Rt. Hon. Ramsay MacDonald. Hingað kom til borgarinnar fyrri part vik- unnar, er leið, einn víðfrægasti maður brezku þjóðarinnar, þeirra, er nú eru uppi, Rt. Hon. Ramsay MaeDonald, sá er við völdum tók á Brotlandi hinu mikla 1922, sem fyrsti formaður verkamanna ráðuneytis þar í landi, djúpsækinn rithöfundur um samfélagsmál, og mælskur, sem þá er allra bezt getur. Voru í för með honum dætur hans þrjár, ungar og glæsilegar stúlkur. Á sú elzta, Miss Ishbel MacDonald, sæti í hæj- arstjóm Lundúnaborgar, en hefir nú fyrir skemstu hlotið útnefningu til þings, af hálfu verkamannaflokksins, í einu Lundúna kjördæm- inu. X Mr. Ramsay MacDonald, er skozkur að ætt og upprunu, fæddur af bláfátæku foreldri í smáþorpi einu, og alinn upp á sveit. Tólf ára gamall, tók hann að vinna fyrir sér sjálfur, og fór á mis allrar skólagöngu, að undanteknu því, sem hann naut dálítillar tilsagnar hjá umferða- kennara ram hríð. Hann er því, að heita má, gersamlega sjálfmentaður maður, þótt þekking, hans só nú orðin það víðtæk, að eigi að eins brezka þjóðin, heldur allur hinn mentaði heim- ur, hlusti á hann og dái, jafnt í ræðu sem riti. Mr. Ramsay MacDonald, hefir ávalt fylt flokk hinna hægfara, jafnaðarmanna. í hjarta sínu elur hann brennandi umbótaþrá, en hefir á því litla trú, að varanlegar umbætur á sviði samfélagsmálanna, fái.st með byltingum. Hitt er hann sannfærður um, að núverandi lýð- stjórnar, eða þingræðis fyrirkomulag, sé það rúmgott, að koma megi fram innan vébanda þess, nauðsynlegum breytingum í umhótaátt- ina, án þess að ofurkappi sé beitt. Á fimtudagskveldið, þann 16. þessa mánað- ar, stofnaði flokkur óháðra verkamanna hér í borginni, til samsætis í heiðurs skyni við Mr. MacDonald og dætur hans. Fór mannfagnað- ur sá fram í Hudsons Bay búðinni, og sátu hann eitthvað á tólfta hundrað manns. Þótt svo hag- aði til, að það væri verkamanna flokkurinn, er fyrir samsætinu gekst, þá sátu það þó engu síður menn og konur úr öllum flokkum. Vér átt.um því láni að fagna, að sitja sam- kvæmi þetta, og skulum hreinskilnislega við það kannast., að hafa sjaldan, ef nokkru sinni fyr, orðið jafn ógleymanlegrar ánægju að- njótandi. Kftir að fyrrum borgarstjóri, Mr. S. J. Farmer, hafði boðið heiðursgestina velkomna og sungin höfðu verið jiokkur lög, tók til máls Miss Ishbel MacDonald. Snerist erindi henn- ar, sem var stutt og kjamgott, aðallega um kosningarrétt og kjörgengi kvenna á Bretlandi hinu mikla. Með lögum frá síðasta þingi, öðluðust brezk- ar konur fullkomið jafnrétti við karla, þannig, að við næstu kosningar, hefir alt andlega heil- brigt fólk, sem uáð hefir tuttugu og eins árs aldri, almennan kosningarrétt. Mikið kapp, sagði Miss MacDonald, að Bald- win-stjórnin legði á það um þessar mundir, að auka á dýrð sína út af þessari síðustu rýmkun kosningarréttarins. Enginn gæti bannað henni það. Samt væri nú heiðurinn ekki eins mikill og látið væri í veðri vaka, því almennings álit- ið hefði komið verið í slíkan farveg, að á sama hefði staðið hvaða stjórn var við völd, — frest- un málsins hefði ekki lengur verið hugsanleg. Eftir að Miss MacDonald hafði lokið máli sínn, bað veizlustjóri hljóðs aðal heiðursgest- inum, Mr. Ramsay MacDonald. Var erindi hnns tekið með dynjandi fagnaðarlátum, því svo var innihald þess magnþmngið og af mik- illi andagift flutt, að engu var líkara en um- hverfið gneisfaði af rafmagni. Um stjórnmál- in brezku, það er að segja frá flokkslegu sjón- aamiði, var Mr. MacDonald tiltölulega fáorður. Kvrað lmnn annað óhugsandi, en að afstöðnum n,æsta árs kosningum, fengi verkamannaflokk- urinn völdin í sínar hendur, íhaldsstjórnin hefði gersamlega bmgðist trausti þjóðarinnar, at- vinnumálunum hefði hnignað til stórra muna, og atvinnuleysið farið 1 vöxt. Þjóðin væri orð- in dauðþreytt á hlekkingum afturhaldsliðsins, frjálslvndi flokkurinn lægi í lamasessi, og oom- múnista hreyfingin væri ýmist dauð, eða dauð- vona. f sambandi við verkamannaflokkinn og stefnu lians, komst Mr. MacDonald þannig að orði; “Eg hefi, ásamt félögum mínum, verið kall- aður fyrirhyggjulaus draumóramaður. Það er síður en svo, að eg þykkist við það, þótt mér séu hornir draumar á brýn. Eg er draum-maður, og vil undir engum kringumstæðum fara. dult með það. Enginn maður, og engin kona, hefir nokkru sinni afkastað frumskapandi þrekvirki, nema því að eins, að myndin hafi fyrst birzt í draumi. Draumur er fyrirboði athafnanna. En hitt verðum vér að láta oss skiljast, að sá, er að eins dreymir, lifir ekki nema hálfu lífi- Það, sem verkamannaflokknum brezka ríður mest af öllu á, og skoðanabræðrum hans bæði hér og annars staðar, er að dreyma mikið, dreyma volduga drauma, og láta sérhverjum draumi fylgja lifandi athöfn.” Ekki var Mr. MacDonald sérlega mjúkyrt- ur í garð Commúnista hreyfingarinnar. Kvað hann öommúnista halda því fram, að allar framfarir væru óhugsanlegar nema í gegn um hyltingar. Slíkum kenningum kvaðst hann verða að mótmæla. Commúnista stefnan væri í raun réttri alræðisstefna. Á Rússlandi hefði bún risið upp til mótmæla gegn keisaravaldinu. Hún væri, ef til vill, óumflýjanleg þar, vegna þess að margir óumflýjanlegir hlutir væri ekki ávalt heilbrigðir, eða skynsamlegir. Hitt yrði aldrei með sanni sagt, að Commúnistastefnan væri óhjáJkvæmileg innan vébanda lýðræðis- þjóðanna. “ Verkamannahreyfingin, er jákvæð e!d- móðslirevfing,” sagði Mr. MacDonald, “er fyrst og síðast ber þjóðarheildina fyrir hrjósti. Stefna vor er ómenguð af flokkshatri; hiín er upphyggingar, en ekki niðurrifs stefna. ” “Verkamanna hreyfingin er ekkert smá- ræðis atriði; hún er djúpþætt^ voldug og víð. Hún er hvorki bylting gegn einu eða öðru ásig- komulagi, heldur straumfall aukins ásmegins og lifandi trausts á vaxtarmátt gróandi þjóð- félags, sem stöðugt er að þroskast upp á við, og verða skal að lokum ljómi hans dýrðar og ímynd hans veru.” Vér vorum að hugsa um það á leiðinni heim, frá þessum ógleymanlega mannfagnaði, hve ó- endanlega hamingjusöm brezka þjóðin væri, og hver sú önnur þjóð, er ætti að syni slíkan and- legan forustumann, sem Mr. MacDonald. Á hinni tiltölulega skömmu dvöl vorri í landi hér, höfum vér átt því láni að fagna, að hlusta á allmarga menn, sem mjög koma við sögu yfir- standandi tíðar, og vafalaust verða langlífir í mannkymssögumii. En við það skal hrein- skilnislega kannast, að ekki einn einasti þeirra hefir snortið oss jafn-djúpt og þessi vfirlætis- lausi spámaður verkamannaflokksins hrezka, Mr. Ramsay MacDonald. Sannleikurinn er sagna beztur. Drengilega hafa Vestur-íslendingar barist fyrir efnalegu sjálfstæði sínu hér í landi. Menn og kon- ur hafa neitað sér um mörg þægindi lífsins, til að geta staðið á eigin merg. Forðast ihafa menn, sem heitan eldinn, að lenda í skuldum og óreiðu. Ekki þykir það neinn manndómsbragur, hér vestra, að fljóta á lánuðum uggum. “Hvítt brjóst”, stafprik í hendi (kannske ekki að fullu borgað), hatta veifingar og handa-pat, v kja ilitla aðdáun hér. Að eins gæti slikt dregið fáein bros við tækifæri. Hispurslaust og blátt á- fram umgengstí hver annan, án nokkurs tillits til fjárihagslegra kringumstæða eða atvinnugreina. Dugnaður og ósérplægni eldri kynslóðarinnar, ihefir gert það að verkum, að yngri kynslóðin hefir verið kostuð til margvíslegra rhenta, sér til gagns og foreldrunum til sæmdar. 'Hefðum við byrjað á að “slá plötúr” og beiðast styrks fyrir hvað eina, þegar hingað kom, í stað þess að fyrirlíta slíkt, eins óg við gerðum, þá hefði öðru- vísi farið. Stefna vor hefir verið, að biðja engan um hjálp að óþörfu, að reyna af alefli að bjargast af eigin ramleik. Eigum við nú að ihætta við þessa fyrri stefnu vora, og taka aðra verri í staðinn? Spá- menn eru nú risnir upp á meðal vor, sem valhoppa út um allar bygðir og bæi, og æpa: styrk! styrk! Illa er það farið, að þessir voldugu víkingar, skyldu finna (köllun hjá sér að innleiða þetta styrktarvæl á meðal fólks vors. Meira gott hefðu 'þessir fórnfúsu ræðuskörungar gert, hefðu þeir prédikað kjark og dug í Iþjóð sína. Prédikað, að halda áfram eins og að undanförnu, að bjargast á eigin spítur. Halda áfram að neita sér um sérhvað það, er f járhagsleg- ar kringumstæður ekki leyfðu, nema brýnustu nauð- syn bæri til. Með öðrum orðum, halda áfram eins og að undanförnu að vera menn. Hafi Þjóðræknisfélag Vestur-íslendinga, engar hollari kenningar að flytja á meðal vor, en að bera lotningu fyrir ölmusum og óþarfa fjárkvabbi, þá hefðum vér, ef til vill, komist af án slíkrar stofnun- ar í framtíðinni, eins og að undanförnu. Einu sinni heyrði eg annan prestinn, sem heim- ferðarnefndina skipar, hafa yfir með mikilli rögg- semi og áherzlum gömlu og heilbrigðu setninguna: “Hjálpið yður sjálfir, þá mun guð hjálpa yður.” Auðvitað horfði þá málum ofurlítið öðru vísi við. Miklar þakkir á íslenzkur almenningur skilið, fyrir hina afar drengilegu hjálp og liðveizlu, sem hann hefir veitt þeim, er beitt hafa sér fyrir að kveða niður hinn ógeðslega draug Iheimferðarnefndarinn- ar: betlistefnuna. Ekki skortir þó á, að dýrið hafi verið látið líta vél út. Gylt og uppdubbað á allar lundir. Reynt að láta það sýnast, sem væri það sak- léysið sjálft. í hugann fljúga dansmeyjarnar hjá Stephani sál. G.: “voru svo sem engu í, öðru en sak- leysinu.” Einnig ber ökkur að þakka mörgum þeim, sem heimferðarn. telur fylgjendur sína. Matgir af þessum mönnum hafa lýst trausti sínu á heimfarar- nefndinni, en á sama tíma verið mótfallnir styrk- beiðslunni. Þessir menn eru alveg á sama máli og sjálfboðarnir. Við höfum aldrei með einu orði deilt á mennina í heimfararnefndinni, ekki einu sinni “bent á nöfnin.” Við höfum að eins mótmælt gjörðum nefndar- innar í sambandi við styrkinn. Þó erfitt sé að skilja afstöðu þeirra manna, sem eru mótfallnir að þiggja styrk, en greiða samt nefndinni þakklætisatkvæði fyrir að út\bga styrk, þá hafa þeir máske hugsað sem svo: Þó við sýum mótfallnir styrknum, treystum við samt nefndinni fyrir skildingunum. Einnig gæti persónulegur kunningskapur við nefndarmenn, ráðið svo miklu hér um, að ekki vildu þeir leggja nefnd- inni þann þunga kross á herðar, að endursenda “hinn þétta leir.” Varnir heimfararnefndarinnar eru nú að falla hver um aðra, sem spilaborgir. Flestar hafa þær bil- að á heilsunni, núna um hundadagana, enda verið óvenjulega heitt. í Lögbergi 26. júlí s. 1. birtust 8 spurningar frá sjálfboðanefndinni, settar í form eftir ritstjóra þessa bláðs. Og í næstu viku, eða 2. ágúst, birtust svör við spurningunum, eftir formanii heimfarar- nefndarinnar, Mr. J. J. Bildfell. Þar eð fyrstu 5 spurningarnar, innifela öll atriði deilunnar, sem nokkru máli skifta, þá verð eg að biðja alla þá menn og konur, sem löngun hafa að finna út hið rétta í máli þessu, að athuga vandlega og gaumgæfilega spurningarnar og svörin, því á þessu litla svæði verður barist, hér eftir, hvort sem heimfararnenfnd- inni líkar það betur eða ver. Spurningarnar og svörin eru hér«orðrétt fram sett, til að fyrirbyggja allan misskilning — slept verður samt úr svörunum því, sem er að eins persónulegt á ritstj. Lögbergs; bæði kemur það spurningunum ekkert við, enda alla- reiðu verið rækilega svarað. 1. sp. Frá hvaða félagi eða einstaklingum fékk nefndin leyfi til að biðja um styrk frá því opin'bera, eða tók bún það upp hjá sjálfri sér? — Sv. “Nofnd- in tók upp hjá sjálfri sér að biðja um styrk, Þjóð- ræknisþingið samþykti.” — Svo mörg eru þessi orð. Þetta kalla eg í mesta máta drengilegt af Mr. Bild- fell, að kannast svona blátt áfram við sannleikann. Þessa mikilvægu skýring bið eg alla að festa vel 'í minni, nfl., að heimfararnefndin leitaði styrksins í algjörðu leyfisleysi allra, og Þjóðræknisþingið sam- þykti að svo hefði verið. Einhverjir kunna'að telja þetta utúrsnúning á orðum Mr. Bildfells, en svo er þó alls ekki, af tvennum ástæðum: 1. Hefði nefndin haft umboð frá einhverjum, iþá hefði hún ekki tekið upp hjá sjálfri sér að biðja um styrk. 2. Þegar Þjóð- ræknisþingið gerði samþyktina, var nefndin búin að biðja um styrk, og fá loforð fyrir honum. — Ösli nú vígabarðar h.f. nefndarinnar einu sinni enn fram á völlinn, og borginmannlega berji það fram, að styrk- urinn hafi verið fenginn í umboði Þjóðræknisfélags- ins, þá lesið þið spurningu nr. 1, og svarið við henni frá formanni heimfararnefndarinar, og mun- uð þér huggun hljóta. 2. sp. Til hvers áttu peningarnir að notast, þar sem öll flutningsfélögin bjóðast til að greiða allan undirbúnings kostnað sjálf? — iSv. “Peningarnir áttu að notast til undirbúnings heimförinni.” — Mjög er Mr. Bildfell fáorðpr um aðra spurnipguna. Almenningur á þó fulla heimting á að gerð sé grein fyrir peningunum. Ekki einungis hvað átti að gera við þá, heldur einnig hvað á að gera við þá. Ekki reynir Mr. Bildfell að hrekja þá staðhæfing sjálf- boðanna, að flutningafélögin séu viljug að standast allan undirbúningskostnað heimferðafinar. Hefði þetta reynst ósatt, hefði nefndin frekar getað rétt- lætt styrkumleitanina. Vonandi sjá nú allir sann- gjarnir lesendur, að styrkurinn var óþarfur til und- irbúnings heimförinni, þar eð peningarnir stóðu nefndinni til boða frá hverju því félagi, sem nefndin hefði samið við. ' 3. sp. Hvaða félag er það, sem Saskatchewan- iþingtíðindin geta um, að styrkurinn hafi verið veitt- ur til? — Sv. “Veit ©kki meira um hvaða félag þing- tíðindin tála um, én sjálfboðanefndin”.— Ef nokkuð er hægt áð draga út úr þessu kafloðna svari Mr. Bildfells, þá er það ósjálfráð bending um, að sjálf- boðarnir hafi haft góðar ástæður fyrir 5. spurni^ng- unni, sem eg kem að síðar. Sterklega gefur svarið til kynna, að tsyrksins hafi ekki verið leitað í nafni Þjóðræknisfélagsins. Hefði svo verið, þá hefði Mr. Bildfell vitað, hvaða félag það er, sem Þingtíðindin geta um að styrkurinn hafi verið veittur til. Eg vil minna nefndina á það, í allri alvöru, að slík óheil- indi sem þessv gera að eins vont verra, og lengja sífelt bilið milli nefndanna, sem alla reiðu er nógu stórt. í einhvers nafni hefir styrkurinn verið feng- inn. Úr því hann var ekki fenginn í nafni Þjóðrækn- isfélagsins, hlýtur hann að hafa verið fenginn í nafni Vestur-íslendinga, eða í nafni sjálfrar nefnd- arinnar, eins og Taylor se^ir, 4. sp. Hvers vegna taka ekki Saskatchewan þingtíðindin það fram, að styrkurinn hafi verið veittur í heiðurs skyni? — Sv. “Veit ekki hvers vegna að ræður manna eru ekki prentaðar í Sask. Þingtíðindunum, en í þeim var tekið fram, að styrk- urinn væri veittur í heiðursskyni, en eg veit að þær voru fluttar og veit líka, að þingmaðurinn íslenzki í Regina, W. H. Paulson, sendi ritstjóra Lögbergs útdrátt úr þeim í bréfi, og að síðan hefir ekkert heyrst meira um það atriði frá ritstjóranum.” — Af öllum kórtgulóarvefnaði heimfararnefndarinnar, hefir “heiðurs”-vefurinn skarað langt fram úr, enda verið langsamlega veiðisælastur þeirra allra. Frá iþví fyrsta að skriffinnar nefndarinnar fóru að hampa þessum “heiðurs”-vaðli, vissi eg að þeir mundu verja það á þeim grundvelli, að þingmenn- irnir hefðu mælt hlý orð í garð íslenzka þjóðarbrots- ins hér. Tekið er fram, að þingmennirnir hafi “kepst hver um annan” að lofa íslendinga. Því ekki það? Eg fyrir mitt Ieyti trúi vel, að þetta sé alt- saman satt og rétt. Eg tel meira að segja sjálfsagt, að bæði stjórnarflokkurinn og minni hlutinn hafi verið algjörlega sammála í þessu. Tvær ástæður liggja til þess: 1. Allir skynbærir menn og konur vita,# að íslendingar eru eins góðir borgarar og nokkrir aðrir, sem þetta land byggja, og líklega óhætt að segja, flestum betri. Það var því að eins hag- sýni og góð ráðsmenska þingmannanna, að borga fá- ein þúsund úr fjárhyrzlu fylkisins, til að fá fleiri af þessum æskilegu innflytjendum að byggja upp land- ið. Enda vissu þingmennirnir, af reynslu liðinna ára, að íslendingar mundu aldrei verða handbendni stjórnarinnar. 2. Einnig vita állir, að þingmennirnir eru kjós- endunum háðir, hvað atvinnu þeirra sjálfra snertir. Það er því engmn smávægis búhnykkur, fyrir þing- mennina, er til kosninga dregur og á stjórnmálafundi er komið, að geta sýnt og sannað, að þeir hafi haldið glymjandi lofræður um kjósendurna, og það í sjálf- um þingsalnum. Það stendur öðru vísi á fyrir þing- mönnunum, heldur en Stephani G. sál., þá hann kvað: “Eg er bóndi og alt mitt á, undir sól og regni.” iStaðhæfing Mr. Bildfells um, að heiðursveiting stjórnarinnar sé að finna í ræðum þingmannanna, er hreinasta barnahjal, sem ekki er boðlegt fullorðnu fólki. Þegar eg var að alast upp á ís- landi, kom flökkumaður einn á toverju sumri í sveitina, sem eg átti heima í; hann hét Ólafur og var kallaður gossari. Mjúkmáll var hann með afbrigðum, og góð- ur aá koma ár sinni fyrir borð. Engir húsráðendur hðfðu stund- legan frið, þó um há-bjargræðis- tíma væri, fyr en hann var leyst- ur úr garði með gjöfum. Kveðjur fóru svo eftir því, hve vel honum iþóttu gjafirnar mældar. Setjum nú svo, að einhvejrir menn sæju sér hagnað í því, að ferðast um Borgarfjörðinn og prédika fólki að gjafirnar til Ól- afs gossara hafi verið veittar í heiðursskyni, þá er eg hræddur um að Borgfirðingar mundu brosa, annars hafa þeir breyzt mikið síð- asta aldarfjórðunginn. Mr. Bild- fell getur þess í svari sínu við 4. spurning, að ritstjóri Lög- bergs hafi stungið undir stól ein- hverjum þingmanna hólræðum.— Um þetta atriði er mér ókuðnugt, og skal því ekkert um það deilt, frá minni hálfu. En hitt veit eg, að hve mikið hól', sem þetta kann að vera, um okkur Vestur-íslend- inga, þá kemur það ekkert við styrkveitingu stjórnarinnar, sem til umræðu liggur.-" Því í ósköpun- um birti Mr. Bildfell ekki þessa hólroku í Heimskringlu, sem um marga undangengna mánuði hefir breitt út faðminn mót öllu því, er að einhverju leyti mælir með að neyða okkur Vestur-íslendinga að þiggja styrk? Eða með óðrum orðum, að fá okur til að taka upp gossara-stefnuna. \ ^ Slæmt er, að heimferðarnefnd- in þekti ekki Ólaf gossara per- sónulega, því hann hafði fleirl sérkennj, en að tframan eru talin, sem nefndarmönnum sjálfum hefði mátt að gagni koma, á meðan þeir finna sig knúða til að rása um bygðir llanda sinna. Eg vona, að öllum sé nú full- ljóst, að ‘1heiðurinn”, sem heimf.- nefndin vill festa við hjálpina, sem hún bað stjórnirnar um í sam- bandi við “listitúrinn” 1930, sé nú afmáður með öllu, og heyrist aldrei nefndur framar. Bláber sannleikur málsins er sá, að heimf.nefndin, bað s.tjórnirnar um hjálpina alveg á sama hátt, og Ólafur gossari bað húsmæðurnar í Borgarfirðinum um hjálpina til sín. 5. Sp. Hvaða nefnd manna er það, sem aðstoðar fjármálaráð- gjafi stjórnarinnar í Saskatche- wan, segir að hafi beðið um styrk til þess að gera sér (nefndinni) kleift að ferðast til Islands 1930? —iSv. “Fimtu spurningu svaraði eg á borgaratfundinum í Winnipeg 1. maí s.l. Sjálfboðanefndin og ritstjórinn vissu iþá og vita nú, að bréf aðstoðar féhirðis Saskatche- wan fylkis, Mr. Taylors, var á mis- skilningi og þekkingarleysi bygt, sem átti sér stað sökum þess, að Mr. Paulson hafði ekki minst á málið við hann, er hann fór af þingi. Nei, ritstjóri góður, þér er alveg óhætt að trúa því, að heim- fararnefndin ætlaði aldrei og ætl- • ar ekki að stela þessu fé, eða nota það í eigin hagsmunaskyni.” Ekki man eg hverjar skýringar Mr. Bildfell gaf á fundinum 1. maí, en mjög trúlegt, að svo hafi verið sem hann segir. Það versta er, að skýringarnar hafa áldrei verið neinar, viðvíkjandi bréfi Mr. Taylors. Það er áreiðanlegt, hvað mig áhrærir, þá veit eg ekkert um, að bréfið sé bygt á misskilningi, og mér dettur ekki í hug að trúa, að svo sé, fyr en eg sé það leiðrétt frá Mr. Taylor sjálfum, en engum öðrum. Nefndinni hefði verið innan handar, að fá þetta leiðrétt fyrir löngu síðan, ef um misskiln- ing hefði verið að ræða. Næstum því ófyrirgefanleg van- ræksla nefndarinnar má það vera, að hafa ekki haft þetta leiðrétt, þar sem 5 mánuðir eru liðnir síð- an bréfið var skrifað. Helzt irtætti skilja á orðum Mr. Bildfells, að \y. H. Paulson sé fjár- málaráðgjafi í Saskatchewan, því ihverjum öðrurrf, en sjálfum fjár- málaráðgjafanum kom það við, að leggja Mr. Taylor orð í munn? Yonandi tfáum við bráðum þenn- an misskilning leiðréttan frá Mr. Taylor sjálfum. “Við bíðum og sjáum hvað setur.” Seinustu þremur svörunum ætla eg ekki að svara, þau koma deilu- málinu að eins óbeinlínis við. Að endingu langar mig til að segja fáein orð, um samkomulags til- raunir nefndanna. Því hefir verið haldið fram, af miklum móði, að sjálfboðarnir hafi verið ósátt- fúsir og ósanngjarnir. “Því, sem var lofað í dag, var svikið á morg- un” m. ö. o. gengið á loforð. “Fjandmenn íslenzks málstaðar”, “Rænt æru og mannorði af nefnd- tnni”. “Falsað og svikið undir- skriftir” o. s. frv. Séra Ragnar E. Kvaran fræddl Gimlibúa um það, á fundi heimf.- nefndarinnar, að ekki einu sinni hefði h.f. nefndin boðið sjálfboða- unum hundrað prócent, héldur tvö ihundruð prócent. En þrátt fyrir ðll þessi firn, sem iá okkur sjálf- boðana er borið, erum við enn, eins og að undanförnu, viljugir að semja frið við heimfararnefndina, og fá henni alt í hendur eins og málin standa nú, að eins ef nefnd- in hættir með öllu við styrkhug- myndina. Viljugir eins og að und- anförnu að taka í hendur nefndar- manna, og einnig þeirra með- ihjálpara, sem 'hæzt hafa reitt ax- ir.. Viljugir eins og að undan- förnu, að standa nefndarmönnum hlið við hlið, og gera alt, sem í okkar valdi stedur að hjálpa til að heimförin 1930 mætti verðá sem veglegust og fólki voru til sæmdarT^ Viljugir að gera alt, sem við getum, að allir Vestur-íslend- ingar sem heim geta farið, ferðist sem einn maður á einu skipi, til að heimsækja ættjörðina og æsku- vini sína, á þessum mikla hátíðis- degi. Styrkurinn og ekkert annað byrj- aði deiluna. Styrkurinn, og ekk- ert annað ihefir baldið deilunni á- fram, og styrkurinn, og ekkert annað, getur haldið deilunni áfram í framtíðinni. Samstundis og sjálfboðanefnd- inni verður tilkynt opinberlega af heimf.nefndinni, _að> styrkurinn hafi verið strikaður út af þeirra stefnuskrá og peningunum skilað aftur, er deilan búin og alt fallið í ljúfa löð. Ekkert annað höfum við farið fram á, og ekkert annað verður farið fram á, af hálfu sjálfboðanna. Vonandi metur heimf.nefndin sæmd Vestur-ls- lendinga meir en þessa smávægi- legu fjáruppihæð, sem sundrung- inni hefir valdið, og fórni hinu síðar fyrir hið fyrra. í fullu trausti þess, að til saman- inga leiði milli nefndanna, og að mér hafi tekist að varpa ofurlitlu Ijósi yfir stefnu okkar sjálfboð- anna, læt eg hér staðar numið að sinni. Jónas Pálsson. Ferð um Saskatchewan. Nokkur ávarpsorð sendi eg Is- lendingum í Saskatdhewan áður en eg lagði á stað þangað, fimtu- daginn 20. júlí. Mæltist eg til, að menn stjddu að því, að þessi för yrð: mér sumarskemtun. Hver varð þá reyndin? Sumardagarnir flestir voru ynd- iélegir, fáeinir svalir, en miklu fleiri voru sólskinsdagarnir dá- samlegu, svo heyið fékk þurk og komið hélt áfram að þroskast. Akrarnir stóðu í blóma, bygðin öll með ánægjusvip, vegirnir upp á sitt hið bezta. Útlit með upp- skeru af akri og engi var gott. Það má skrifa það í söguna, að sumarið 1928 ihafi útlitið verið fagurt í Saskatchewan. Þá kemur annar, og þýðingar- meiri þáttur þessa máls, en það er fólkið. Nærri alstaðar mætti eg 'hlýju viðmóti, hvort heldur það var þar sem menn komu saman til guðsþjónustu eða að eg hitti ein- staklingana heima eða úti á engj- um. Hið sama er að segja um þá, sem eg hitti við íslendinga- dags skemtun og sumarfögnuð séra Carls. Þar sem eg gisti, var alt í té látið mér til þæginda, sem unt var að veita. Einlægnin og alúðin þar svo sönn og hrein, að ekki varð betra ákosið. Víðast- hvar voru blessuð börnin, fögur og mannvænleg, til að auka unað- inn. Undantekningar voru á þessu hlýja viðmóti, en þær voru svo fá- ar, að þeirra gætir alls ekki. Hver var þá hugur fólksins gagnvart skólanum? Þegar leitast er við að svara þeirri spurningu, býst eg við að fólkið skiftist eðlilega í flokka. Nokkrir vilja ekkert með skólann hafa, telja hann gagnslausa byrði eða skaðlega. Skiljanlegt er það með þá, sem telja trúmálastefnu skólans og kirkjuféjagsins skað- vænlega, en óskiljanlegt með þá, sem henni eru samþykkir. Sumir þessara manna eru svo ákveðnir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.