Lögberg - 23.08.1928, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGIN'N 23. ÁGÚST 1928.
BU. ».
Vestur á bóginn.
Eftir Davíð Guðbrandsson.
Eins og mannlífið alt, hafa flest
ferðalög sínar björtu og dökku
hliðar, en þetta stutta ferðalag,
sem eg nú ætla að minnast dálítið
á, hefir lítið frá dökku hliðinni að
segja. Fór eg frá Winnipeg 2.
apr. síðastl., með stjórnarbraut-
inni í vesturátt, og ætlaði eg mér
alla leið að Kyrrahafi, þó að eg
þyrfti víða að koma við á leiðinni.
Hann gjörði góða skúr um leið
og lestin brunaði út úr borginni,
Og rigndi annað slagið þangað til
að við komum vestur til Gregg; þá
birti 'hann til og fór að kólna. Það
voru ekki sérlega. margir fanþeg-
ar og voru þeir mér allir ókunnug-
ir, en allir voru þeir prúðir og kyr-
látir. Sátu flestir við lestur, hver
í sínu sæti, svo' eg notaði tímami
líka til að lesa, því að undanförnu
dagana hafði eg átt svo annríkt á
skrifstofunni, að eg hafði ekki haft
næði til að lesa meira en fáeina
kafla í bók bókanna.
Lestin stóð við í Rivers í tíu
mínútur, til þess að farþegarnir
gaetu fengið sér hressingu. Þegar
við lögðum af stað þaðan, breiddi
nóttin sinn svarta 'hjúp yfir Mani-
tobafylkið, fór norðvestanvindur-
inn að hvessa og var næturloftið
mjög svo napurt, en inni í vagn-
inum var 'hlýtt og Ijóst. Eg fór
að lesa aftur, þangað til farið var
að hugsa um svefn og vaknaði eg
ekki fyr en næsta morgun, þegar
lestin rann inn í Saskatoon. Var
eg ekki seinn um að komast á
fætur og raka mig og að því búnu
fór eg út á pallinn, til að fá dá-
litla hreyfingu og draga að mér
ferska loftið áður en lestin legði
af stað aftur; því þó að eg hafi
marga góða kunningja í Saska-
toon, mátti eg ekki vera að því að
staldra við í þetta sinn. Saska-
toon er lítill snotur verzlunar- og
háskólabær, sem stendur á ár-
bakka. Þar er á vissum tímum
ársins Jíf og' fjör í öllu. Þó að
snemma væri morguns, var kom-
inn múgur og margmenni á stöð-
ina ©g roeðan, eg var að ganga
fram og til baka eftir endilöngum
pallinum, virti eg fyrir mér alt
þetta margbreytta ferðafólk, sem
var að leggja af stað í allar áttir,
ýmist til að vinna, verzla eða
skemta sér.
Þegar lestin fór að hreyfa sig aft-
ur, settist eg og las nokkra kafla
í orði hans, sem hefir varðveitt
mig á öllum mínum ferðalögum
víðsvegar um þenna 'heim. Það
orð er mér andi og líf og get eg
þess vegna ekki lifað án þess. —
Því næst lyfti eg huga mínum til
skapara míns og bað 'hann fyrir
vinum og óvinum, vandamönnum
og kunningjum, veikum og sorg-
bitnum, þeim, sem ekki hafa kynt
sér hinn frelsandi kraft hans, og
að lokum um, að 'hann vildi láta
mig verða einhverjum til blessun-
ar á þessu ferðalagi. Fylti hinn
himneski friður hjarta mitt, og
fögnuður hanis hjálpræðis lék sér
í sál minni.
Eg fór því næst að lesa fræði-
bók eftir nafnfrægan iSkota og leið
tíminn mjög fljótt, meðan eg var
sokkinn í djúpum hugleiðingum.
Loksins leit eg upp, og sá í fjarska
Ihinar fornu stjórnarbyggingar
Saskatchewan fylkis, þar sem sjö-
unda dags Adventistar í því fylki
hafa nú skóla (academy), til þess
að menta unga fólkið sitt á þann
hátt, sem Guð í sínu orði hefir
fyrir skipað, til þess að ungling-
arnir leiðist ekki í burtu með
spillingar- og vantrúarstraumi
nútímans, heldur verði vottar
Krists til yztu endimarka jarðar-
innar. Þann skóla ætlaði eg mér
að heimsækja.
Þegar eg steig af lestinni í North
Battleford, stóð jbifreið frá skól-
anum utan við stöðina, og beið
'eftir mér. Ungur námssveinn,
sem eg þekti mjög vel, heilsaði
mér og eftir augnablik vorum við
báðir komnir inn í bilinn og tók
það okkur ekki mjög lengi, að
fara yfir brýrnar, sem liggja yf-
ir hið breiða fljót, þar sem hvít-
ir menn og Indíánar einu sinni
hófu blóðuga orustu um herra-
dæmið yfir Norðvesturlandinu. En
eins og menn vita, voru vopn hins
hvíta manns sigursæl og því
drotnar hann þar um slóðir í dag.
Á skólanum var mér tekið með
tveim höndum af kennurum og
nemendum. Stóð eg við þar hálf-
an anna ndag og hélt eg þrjá fyr-
irlestra, einn þeirra um Island.—
Næsta dag heimsótti viscount og
Lady Willingdon, landstjóri Can-
ada, Battleford. Allir kennarar
og nemendur frá hærri skólunum
í bænum og umhverfinu, komujkomnir undir græna torfu; meðal
saman í bæjarráðshúsinu til að | þeirra voru: St. G. Stephansson,
fagna þessum háttvitru og nafn-
frægu gestum með ræðuhaldi,
ættjarðarsöngvum og blómavönd-
um. Eftir að alt var um garð
gengið, komu greifahjónin ofan af
pallinum og réttu öllum kennur-
unum vináhendur, og af því að
eg var gestur skóla vors í Battle
ford þann dag, þá varð eg að vera
með líka, til að heilsa þessum
skemtilegu fulltrúum brezku
stjórnarinnar með handabandi.
Þetta var í fyrsta sinni á æfi
minni, sem eg rétti hönd mína
mönnm er höfðu fáeina dropa af
konunglegu blóði í æðum sínum,
en satt að segja fann eg engan
mismun á því, og sannfærðist eg
enn betur um, að Guð iskapaði
alla menn af einu blóði.
Um leið og við fórum inn í bæj-
arráðshúsið, tók eg eftir latneskri
setningu, sem menn höfðu höggv-
ið inn í steininn uppi yfir dyrun-
um, og hljóðar hún þannig:
“Omnis opulentia oritur exhumo”
Á íslenzku: “Allur auður sprett-
ur upp af jörðinni”. Eg er hrædd-
ur um, að sjósóknarar og vatna-
menn mundu ekki að öllu , leyti
vera sammála þeim vitringi, sem
hafði látið þessi orð sér um munn
fjúka í fyrstunni. Mörg lönd
sækja auð sinn á sjóinn, og er
England hið helzta þeirra.
iSeint um kvöldið yfirgaf eg
(Battleford. Skólastjórinn tók mig
í bifreið sinni yfir fljótið til North
Battleford. Eftir að hafa beðið
V
fáeinar mínútur kom lestin, sem
iþá nótt tók mig til Edmonton í
Alberta. Fór eg undir eins á fund
kunningja míns, séra G. W. White,
og var eg hjá honum nokkra
klukkutíma, meðan eg beið eftir
lestinni, sem mundi taka mig til
■Lacombe. Tvær ög hálfa mílu
fyrir utan þann bæ hafa sjöunda
dags Adventistar háskóla (col-
lege) og einnig salfnaðarskóla.
Hafði eg verið beðinn um að hsílda
fyrirlestra fyrir nemendum þess
skóla. Talaði eg á hverjum morgni
og hverju kveldi í samkomusal
skólans í níu daga, og þar að auki
á 'hverjum degi fyrir nemendum
safnaðarskólans kl. 2 e.h. Á kveld-
in kom einnig margt fólk úr ná-
grenninu til að hlusta á boðskap-
inn, sem þar var kunngjörður. Um
miðja vikuna fór þetta fólk að
vakna af svefni andvaraleysisins.
Menn, sem í viðskiftum höfðu með
röngu móti haft peninga af ná-
grönnum sínum, skiluðu fénu aft-
ur. Menn, sem höfðu verið ósátt-
ir, gjörðu upp alla reikninga sín
á milli og sættuist. Meðal nem-
endanna vaknaði einnig innileg
löngun til að komast í sátt við
Guð, Öðlast fullvissu um fyrir-
gefningu syndanna og eignast frið-
inn, sem er öllum skilningi æðri.
Kom að lokum svo margt af þess-
um unglings piltum og stúlkum
til mín á herbergi mitt, til að leita
sér andlegrar hjálpar, að mér var
ómögulegt að veita þ«im öllum
viðtöku. Hafði eg mikla ánægju
af að leiðbeina þessu unga náms-
fólki og biðja með því og« var
fögnuður minn fullkominn, þegar
sigur yfir synd og fréistingum var
unninn.
Ungdómurinn á þessum tíma
lifir ekki í þeim heimi, sem við
lifðum i á æskuárum okkar. Létt-
úðin, gjálifið og kæruleysið er
meira nú en það nokkurn tíma hef-
ir verið í sögu heimsins, og ung-
lingar, sem hafa gefið Guði
hjarta sitt, verða fyrir allskonar
freistingum; en eg dáðist að þeim
hetjulegu tilraunum, sem margt
af þessu unga námsfólki gjörði,
til þess að varðveita sjálft sig ó-
flekkað af spillingu heimsins og
halda sér að öllu leyti á þeirri
braut, sem liggur til lifsins eilífa.
Var það mér sönn ánægja, að
mæta og kynnast öllu þessu unga
og myndarlega fólk'i og tala við
það bæði um tímanleg og eilíf
velferðarmál. Eg þekti flesta
kennarana. Þó að tími minn væri
allur upptekinn, fann eg samt
tómstundir snemma á hverjum
morgni og seint á kveldi til að
ganga út í skóginn á hæðinni
skamt frá skólanum, og í einrúmi
leita samfélags við hann, sem
‘stýrir stjarna her og stjórnar
veröldinni”, hann, sem gjörþekk-
ir hjörtu mannanna.
Frá skólanum í Lacombe skrapp
eg suður í íslenzku bygðina kring
um Markerville. Voru fjögur ár
liðin síðan eg hafði komið
þangað og hafði eg mikla ánægju
af að sjá bæði bygðina og bygð-
arbúa aftur. Sumir þeirra, sem
eg þá hafði heimsótt, höfðu
militíðinni fallið í valinn og voru | ada.
Gunnar Jóhannsson, Sig. Bene-
diktsson og einnig Jón Benedikts-
son, kaupmaður á Markerville.
Snjóaði nokkuð mikið fyrstu dag-
ana, sem eg var þar, svo að braut-
ir voru viða ófærar á hjólum. Eg
útvegaði mér þess vegna góðan
reiðskjóta og ferðaðist upp á ís-
lenzka vísu, og á þann hátt komst
eg það, sem eg hafði ætlað mér,
meðan bifreiðar festust hingað og
þangað eftir brautunum. Hjá
Ófeigi Sigurðssyni, Jóh. Björná-
syni og Jóni Sveinssyni, sem
flestir lesendur Lögbergs þekkja,
las eg fyrstu blaðadeilurnar um
heimferðarmálíð. Þótti mér nú
sumt í þeim heldur hjákátelgt.
Vér höfum árlega ráðstefnur, þar
sem eins margt og fimm þúsund
manns koma saman, og fjórða
hvert ár ráðstefnu, þar sem tíu
þúsund manns koma saman úr öli-
um löndum heimsins, og að eins
tveir eða þrír menn geta gjört all-
ar ráðstafanir fyrir öllu þessu
ferðafólki á örstuttum tíma og
gengur alt hljóðalaust. En hér
var heil nefnd að ráðstafa fyrir
hóp, sem aldrei mun fylla þúsund
töluna, og þurfti að hafa til þess
þrjú ár; en einn einasti ferðavan-
ur maður, hefði hæglega getað
gert það í hjáverkum á þremur
mánuðum. Þekkingin er mikils
virði í svona löguðum málum og
kemur það fljótt í ljós, hvort hún
sé þar eða ekki.
Naut eg allstaðar gestrisni og
greiðvikni í bygðinni, og þegar
veður batnaði og vegir þornuðu,
hafði eg mikla ánægju af að ferð-
ast um. Alt lifnaði í ríki náttúr-
unnar á einum eða tveimur dög-
um. Froskarnir fóru að syngja,
andirnar að leika sér á Medicine
ánni, og rjúpurnar á skógarbraut-
unum. Fiðrildin, mýflugurnar og
húsflugurnar fóru á flakk til að
kunngjöra manni, að sumarið
væri fyrir dyrum. Menn fóru að
vinna á ökrum sínum og allir
gjörðu sér góða von um rikulega
uppskeru.
Fór eg því næst til Red Deer og
stóð eg við þa rhálfan dag. Not-
aði eg tímann til að finna fáeina
íslendinga, sem þar eiga heima.
Um kveldið fór eg með eimlest-
inni til Edmonton, og notaði eg
næsta dag til að heimsækja nokkra
kunningja. Það virtist vera líf og
fjör í öllu í þeirri borg. Var þeg-
ar farið að reisa fleiri byggingar
og á stjórnarbrautinni voru gjörð-
ar miklar umbætur. • Sumir ís-
lendingar, sem búa í Edmonton,
hafa jhaft sig ve láfram. Var mér
boðið að vera hjá John Johnson,
sem er byggingameistari og fast-
eignasali þar í borginni. Naut eg
gestrisni þeirra hjóna, meðan eg
dvaldi 1 Edmonton. Hafði eg
einnig tækifæri til að iheimsækja
fleiri Íslendinga, og var mér alls-
staðar vel tekið. Var veður fag-
urt meðan eg dvaldi þar, þar til
seinatsa kveldið, þá gerði hann rok
á suðaustan, sem sumstaðar or-
sakaði skemdir.
Næsta morgun var eg kominn
vestur til Jasper, en þar var snjó-
koma svo mikil, að varla var far-
andi út fyrir dyr, og þó sýndu
mánaðardagarnir, að þetta var
28. apríl; en Jaspe rer 3,470 fet
yf'r sjávarmál, svo við slíku mátti
búast þar uppi á fjöllunum. Á
öllum vötnum með fram brautinni
lá ísinn óhreyfður, og fólkið á
stöðvunum var enn í vetrarfötum
sínum.
Morguninn eftir fór lestin yfir
landamærin milli Alberta og Brit-
isih Columbia og eftir það var
snjórinn ekki svo mikill í dölun-
um, en upp'i í hlíðunum og á fjalla
tindunum glitraði snjórinn í sól-
skininu.
Með fram þeirri línu eru marg-
ar sögunarmyllur, og á þeim
vinna Norðurlandabúar svo hundr-
uðum skiftir. Alstaðar heyrir
maður norskuna og við og við
sænsku og dönsku. Skógurinn er
svo að segja ótakmarkaður, og sá
eg sumstaðar þar fleiri og stærri
sedrustré, en eg hefi nokkurn
tíma séð á mínum ferðalögum. —
Fjöllin eru einnig víða mjög há
og tignarleg. Tala þau til hinn-
ar hugsandi manssálar um al-
mætti hans, sem talaði og það
varð, og sem bauð og þá stóð það
þar. Meðfram íhinum vatnsríku
og breiðu fljótum, hafa menn i
skógunum rutt sér bletti, sem
líkjast túnunum á Islandi, en húsa-
kynnin eru ólík bæjunum þar.
Náttúra er um þær slóðir stór-
gerðari og tilkomumeiri en nokk-
urs staðar annars staðar í Can-
Gaman var að sjá, hvernig vatn-
ið í þessum miklu fljótum breytt-
ist frá því að það byrjaði sem
ofurlítil spræna uppi á háfjöllum,
þangað til að það streymdi sem
risavaxið fljót út í Kyrrahafið.
Fyrst var það silfurtært jökul-
vatn, en eftir því sem fleiri og
fleiri þverár runnu út í það, ó-
hreinkaðist það til muna og þeg-
ar út í fljótsmynnið kom, var það
mjög leðjukent og öskugrátt á lit.
Þetta minti mig á sumar sögur,
sem fara manna á milli um tíma.
Þegar maður fer að uppsprett-
unni, þá er alt tært; en 'hver og
einn, sem söguna flytur, bætir dá-
litlum óþverra við, þangað til að
hún er orðin svo saurug, að manni
býður við að hlusta á hana. Varð
eg var við nokkrar þess konar sög-
ur á ströndinni, sem höfðu fluzt
að austan, en á leiðinni tekið upp
í sig svo mikil óhreinindi , að þær
voru naumast þekkjanlegar. Af
gnægð hjartans mælir munnurinn,
svo vér sjáum, að alt af því tægi
í þessum heimi á upptök sín í
mannshjörtum, sem láta sig leiða
af hinum vonda.
Um kl. 3 e.h. steig eg af lestinni
í Cassiar á bakka Skeena fljótsins.
Þar er stórt niðursuðuhús, þar
sem þeir láta fáeina laxa í könn-
ur yfir sumarið, til þess að við,
sem á sléttunum lifum, getum
fengið bragð af þessum góða fiski,
sem gengur svo að segja fyrir
framan húsdyrnar hjá þeim. Þar
hitti eg Guðm. Snædal, sem stend-
ur fyrir búð niðursuðuhússins og
hefir pósthúsið. Hann bauðst til
að taka mig á vélbát sínum út í
Smit'heyjuna, þar sem er dálítið
íslendingaþorp. Þar var mér alls-
staðar tekið tveim höndum og hitti
eg þar sumar fjölskyldur, sem eg
hafði kynst fyrir austan, og var
eg um nóttina hjá Gísla Jónssyni,
sem einu sinni átti heima í Sel-
kirk. íslendingar hafa þar reist
sér snotur hús, því að stórgerði
skógurinn er allsstaðar við Ihönd-
ina og þar af leiðandi efniviður-
inn; smíða þeir einnig mjög svo
laglega vélbáta í eyjunni. En erf-
itt er að ryðja blettina, því trjá-
stofnarnir eru bæði digrir og
þráir að fúna, sér í lagi þar sem
sedrusviður er.. Samt sem áður
höfðu sumir þar fengið sér góða
garða, en ekki var grasið nógu
mikið ti'l að hafa skepnur, svo að
engin kýr var til í allri eyjunni.
Stjórnin hefir lagt gangstíg eftir
endilangri bygðinni, smlíðað góð-
ar bryggjur í lendingunni og borg-
ar skólakennaraum. Hafa allir
vélbáta og veiða laxinn yfir sum-
artímann í reknet.
Næsta dag fóru þeir Gísli
Jónsson og -Fredrik Kristmannson
ti'l Prince Rupert, og fékk eg mér
far með þeim. , Var það gaman
að sjá sjóinn aftur, sjá síldina
leika sér í sjávarborði og bæði
hnísuna og selinn stinga hausun-
um upp við og við. — Þegar við
komum inn á hina góðu Prince
Rupert höfn, sáum við hina litlu,
snotru Nýfundnalands skonnortu,
“Effie M. Morissey”, sem var í
þann veginn að leggja af stað
með hóp af vísindamönnum frá
New York til Aleutian eyjanna og
Síberíu, til þess að leita í hellum
að múmíum (smurðum líkum) af
mönnum, sem fyrstir skyldu hafa
farið frá Austurálfuani til Vest-
urheims yfir Behrings sundið.
Þeir, sem framþróunarkenning-
unni fylgja, fara hnöttinn í kring
til að leita að fáeinum skemdum
tönnum, skinum kjálkabeinum og
rifjum, en vilja ekki ganga þvert
yfir strætið til að frelsa manns-
sál.
Prince Rupert er lítill bær (um
7000 íbúar), sem stendur uppi á
hæðum og hólum og er hann að
mörgu leyti svipaður litlu sjávar-
bæjunum í Norvegi. Á bryggjum,
strætum, íhótelum og matsöluhús-
um heyrir maður norskuna alls-
staðar talaða; því að margir Norð-
menn eiga þar ih^ma, svo að í
fljótu bragði gæti maður haldið,
að þetta væri einhvers staðar á
strönd Norvegs, en ekki á Kyrra-
hafsströndinni, að eins þrjátiu
mílur frá Alaska. Mörg fiskiskip
frá Alaska koma daglega inn til
P. R. til að selja lúðuafla sinn.
Það hefir kostað nokkuð mikið að
leggja strætin í þeim bæ, svo að
skattar eru óvanalega háir. Menn
verða að borga fimtíu dollara af
hverju þúsundi yfir árið.
Hitti eg einnig þar nokkra ís-
lendinga, nefnilega þá bræður
Ragnar og Árna Eyjólfsson, sem
einu, sinni voru á Lundar, og Jó-
hannes Lárusson og konu hans.
Þaðan fór eg með gufuskipinu
‘Prince George’ suður með strönd-
inni, innan skerja, eftir hinum
löngu, mjóu sundum. Að eins á
tveimur stöðum siglir skipið fyrir
opnu hafi, og verða þá vanalega
fatþegarnir sjóveikir. Notaði eg
tímann til að rita nokkuð mikið
meðan eg var á 'skipinu.
Við komum við í Ocean FaHs,
til að taka papir. Þar hitti eg
Mrs. Helgu Guðmundsson og dótt-
ur hennar, Mrs. Nebb, en því mið-
ur hitti eg enga karlmenn, því að
þeir voru annað hvort í vinnu eða
sofandi, því að unnið er dag og
nótt á hinni miklu pappírsmyllu,
sem þar er. Fé'lagið, sem á hana,
á einnig allan bæinn. Þar eru
menn umkringdir af Ihiminháum
fjöllum, og geta hvergi farið nema
á sjónum. Kona stjórnmálamanns
auistan frá Ottawa var á skipinu
og vildi hún fræðast dálítið um
þenna einkennilega bæ, og fór hún
að spyrja spjörunum úr ungan
mann, sem kom út á skipið. Að
lokum beindi hún að honum þess-
ari spurningu : “Þegar þú nú ætl-
ar að ganga út með stúlku þinni,
hvert getuur þú þá farið?” Piltur
komst í vandræði og gat ekki gef-
ið henni neitt greinilegt svar, því
að ihvergi er hægt að fara landveg
út fyrir bæinn.
Næst komum við í Powell River,
þar sem eg fann T. S. Thorodds
og Jón Sigurðsson og fjölskyldur
þeirra, er eg þel^ti frá Winnipeg.
Hafa þeir keypt sér fjórar eða
fimm ekrur af landi fyrir utan
bæjanlínu og herinsað það, svo
að iþeir geta 'haft kú, geitur og
hænsni. Stóð eg við yfir helgina
hjá þeim og undi mér vel. Fór eg
svo með skipi næstu nótt til Van-
couver, og hafði eg þann dag fang-
ið fult á skriftsofu vorri að svara
öllum þeim bréfum, sem biðu mín
þar.
Vancouver er orðin nokkuð stór
borg, og hefir hún, eins og flestar
sjóborgir, orð á sér fyrir að vera
glaummikil og léttúðarfull. Mað-
ur, esm víða ibefir feðast, 'þarf
ekki að dvelja marga klukutíma í
þeirri borg, til að sjá syndina
ganga óhindraða á silfurskóm og
í dýrindisfötum um hana. En
heimurinn í iheild' sinni er orðinn
svo s'ljór fyrir öllu þess háttar, að
han skoðar það 'hvorki sem synd
né skömm lengur, að láta annað
eins viðgangast í mannfélaginu.
Lögreglu- og borgarstjórinn voru
einnig hættir að gefa siðferðisá-
standi borgarinnar gaum, svo að
meðan eg var þar, stóð yfir eitt-
hvert hið óþvegnasta réttarhald,
sem nokurn tím^ hefir heyrst um
í canadis'kri borg.
Eg var beðinn um að ihalda fyr-
irlestur í stórri enskri kirkju, og
hafði eg aftur þá ánægju, að tala
fyrir fullskipuðu húsi. Hefi eg
marga góða enska og ameríska
kunningja í þeirri borg. Eg hafði
einnig tíma til að iheimsækja
nokkra íslendinga, og var mér al-
staðar vel tekið, en eg hélt engan
fyrirlestur hjá þeim, 'því að þelr
eru á víð og dreif um alla borgina
og eiga ekkert samkomuhús. Stóð
eg að,eins við í þrjá daga og fór
svo suður til Blaine. Um það leyti
stóðu aldintrén í blóma, menn voru
að vinna afikappi í görðum sínum
og varð eg var við marga fagra
bletti fram með brautini.
Blaine er lítill bær á sjávar-
bakkanum Bandaríkjamegin við
landamærin. Hinir mörgu íslend-
ingar, sem þar eiga heima, vinna
sögunarmyLlunum, niðursuðu-
búsunum, hafa mjólkurbú, hænsna
og garðrækt og fáeinir verzla.
Þjóðbrautin liggur í gegnum bæ-
inn, svo umferðin er mikil alt ár-
ið í kring. Talaði eg einu sinni
íslenzku kirkjunni þar, en í W'hite
Rock, sem er Canada megin við
landamærin, talaði eg fjórum
sinum í enskri kirkju. Er að eins
ein ensk míla á milli bæjanna.
Var mér sagt, að bæði karlar og
konur reyni að fara yfir landa-
mærin með hressandi sopa við og
við, en; það mega þó Banda-
ríkjamenn eiga, að þeir hafa fram-
fylgt vínbannslögunum miklu bet-
ur, en þeim nokkurn tíma var fram
fylgt í Canada, þó að kákað sé við
lögin á flestum öðrum sviðum hjá
þeim.
Dag nokkurn, meðan eg var á
gangi fyrir utan bæinn, komu
tvær byssukúlur hvínandi fram
hjá höfði mínu, önnur svo sem
þrjú fet frá mér, hin dálítið fjær.
Eg skildi, að þetta voru strákar,
sem voru að skjóta tii marks innl
í skóginum, en ekki að ihugsa um,
hvar kúlurnar mundu lenda, svð
eg kallaði til þeirra og 'hættu þeir
undir eins. Gleymdi eg þessu jafn-
skjótt, og mundi ekki eftir því fyr
en þremur dögum seinna, þegar eg
r
WJÍÍÍÍÍKÍÍÍÍÍÍÍWíííí*5^;
& CO.!
Hafa nú á boðstólum
FALLEGAR FATAGERDIR
Fyrir Haustið, 1928
Komið og veljið úr
Veljið það fallegasta og bezta.
Engin þörf að borga út í hönd.
Vorir
hægu borgunarskilmálar
koma í veg fyrir það. Með því að
borga smátt og smátt á mörgum
vikum eða mánuðum, eignast mað-
ur hina ágætustu hluti með und-
arlega hægu móti. Vér bjóðum
yður með ánægju öll þægindi
Vorra hœgu skilmála
Komið inn í búðina og spyrjið
um þá.
Vér byrjum árstíðina
með stórkostlegri sölu á
KAPUM
Vér .höfum mikið úrval af nýjum kápum með nýjasta
sniði. Vandlega valdar og óvanalega fallegar. Stórir krag-
ar og uppslög úr fur. '
Vér byrjum haustsöluna snemma og því er verðið lægra.
Því ekki að fá kápuna nú með hagnaðarverði,
þurfið ekki að borga fyrir hana alt í emu.
KLÆÐIS KÁPUR
þar sem þér
$19.75 til $97.50
FUR KÁPUR
$119.00 til $395.00
Ef þér getið ekki tekið kápuna nú strax, þá
hafið þetta tilboð í huga.
NÝJUSTU KJÓLAR
$3.95 til $39.50
SUMAR KÁPUR OG ALKLÆpNAÐUR
Alt að $55.00 virði
NÚ SELT FYRIR
Portage
and
Hargrave.
MARTIN&Co.
EASY PAYMENTS, LTD
.. .. $25.00
2nd Floor
Winnipeg
Piano Bldi
var staddur á heimili, þar sem ein-| og góðir heim að sækja. Stunda
hver fór að tala um skot. Eg hafði; sumir þar mikla ihænsnarækt, aðr-
sem sé annað að hugsa um en smá-
muni sem byssukúlur, því að eg
veit að verndari minn sefur ekki,
en ekki hafa þess konar skeyti far-
ið svo nærri höfði mínu síðan á
æfintýraárum mínum, þegar eg var
með mönnum, sem drógu fram
hnífa og skammbyssur er þeir ætl-
uðu að gjöra upp reikningana sín
á milli.
Frá Blaine fór eg með manni
í bifreið til Bellingham, og fann
eg þar fyrst Lárus Grímsson á
Victor House, og eftir að 'hafa
talað við hann og hina gáfuðu
dóttur hans, Mrs. Sempley, um
tíma, fór hann með mig út í South
Etellingham, ög jheimsóttum við
íslendinga, sem þar eiga heima.
Að því búnu fór Ihann með mig til
Mr. V. J. Vopna, sem einnig tók
mig í bíl sínum til nokkurra ís-
lendinga í norður og austurhluta
borgarinnar.
Bellingham er mjög snotur og
hreinleg borg. Sér maður þar
mikið af fallegum aldin- og blóma-
görðum. Bellingham er nefnd
“tulip” borgin. Eru þar fleiri sög
unarmyllur og kolanáma fyrir
norðan bæinn. Höfnin er góð, og
koma þar skip frá mörgum löndum
til að sækja varning.
Næsta morgun fór eg með bátn
um út til Point Roberts. Var veð
ur fagurt og ferðin mjög skemti-
leg. Allir farþegarnir fóru af
eyju, svo eg var sá, eini, sem fór
alla leið til Point Roberts, og not
aði eg þá tímann til að skrifa.
Þó að þessi litli fagri tangi tilheyri
Bandaríkjunum, er hann að öllu
leyti áfastur við Canada og geta
tangabúar hvergi farið landveg
nema með því móti, að fara inn
Canada fyrst. Allur inn- og út-
flutningur af vörum, verður þess
vegna á skipum.
Heimsótti eg þar flesta íslend
inga, og eru tangabúar gestrisnir
ir hafa mjólkurbú og aftur eru
enn aðrir, er vinna fyrir fiskifé-
lögin, sem stunda laxveiði þar.
Var nokkuð mikið af veikindum
meðal eldra fólksins, en annars
virtist líðan manna að vera frem-
ur góð. Var eg tvær nætur á tang-
anum. Gisti eg aðra nóttina hjá
Jóhanni Jóhannssyni, sem lengi
hefir dvalið á tanganum, og hina
hjá Árna Mýrdal, sem stendur fyr-
ir hinu mikla niðursuðuhúsi Al-
aska félagsins og allri útgerð þess
á tanganum. Er bæði Árni og
kona hans mjög skemtileg heim að
sækja, og tel eg hann meðal hinna
víðlesnustu íslendinga, sem eg
hitti í þeirri ferð.
Eftir að hafa farið um tangann
allan, fór eg með bátnum inn til
Bellingham, og aftur sýndi Lárus
Grímsson mér þá greiðvikni, að
fara með mig út til Marietta. Fann
eg íslendingana, sem þar eiga
heima, og var eg um nóttina hjá
Gunnari Hólm. Næsta morgun
fór eg inn til Bellingham aftur.
Var eg næsta dag beðinn að tala
á norsku í kirkjunni í Ferndale og
(Framh. á bls. 7) ,
BÚA TIL
BJÓR seni er allra beztur.
Hop Flavor eða Plain..
Hjá viðskiftavini yðar
eða skrifið oss.
$1.75