Lögberg - 06.09.1928, Síða 2

Lögberg - 06.09.1928, Síða 2
t Lamautc, tmtudagth* «. sbptember 1928. ooooooooo* SOLSKIN POKAHONTAS. Þjóðsaga frá Vesturheimi. ; (Framh.) Þegar Indverjar heyrðu þetta, hlupu þeir upp af mikilli reiði og æptu heróp, svo að undir tók í öllum skóginum. Þegar Pokahontas heyrði ópið, varð hún dauðhrædd og gekk burt frá þeim, því hana grunaði til hvers Júkka hefði spunnið upp sögu sína, og hún heyrði, að þeir sóru þess dýran eið, að hefna friðarrofsins, og bjuggust til bar- daga. Hún gekk inn í búð sína og fór að hugsa um, hvernig nú mundi fara fyrir John og ný- lendumönnum. Grunaði hana, að landar sínir mundu þegar fara að þeim og aldrei hætta, fyr en þeir dræpu þá alla, og er það illa farið, sagði hún við sjálfa sig, ef höfuðsmaður þeirra er af lífi tekinn, því að hann er ógætur maður og elsk- ar frið og vináttu. Skal það aldrei verða, að landar mínir komist að honum óvörum, því að eg skal gera hann varan við. Síðan spratt hiin á fætur og út úr búðinni, og hvarf til skógar, en þá var farið að rökkva. Um sömu mundir hóldu Indíánar ráðstefnu; kom öllum ásamt um, að fara niður með fljót- inu um nóttina og felast í skóginum móts við Jameston, 'þangað til undir daginn. I>á skyldu allir synda yfir fljótið, ná skipum nýlendu- manna, og fara síðan að þeim og drepa þó alla. Bjuggust nú allir hermenn ættarinnar til þess- arar ferðar, og héldu sem hljóðlegast niður með fljótinu. Nú víkur sögunni til Pókahontas. Hún hljóp eins og hjörtur niður eftir skóginum, og var komin niður ó mótis við borgina, áður en Indar stóðu upp frá ráðstefnunni. Þetta var snemma nætur og alt var kyrt í borginni og flestir í svefni. Samt var höfuðsmaður var um sig, og lét trúa varðmenn gæta borgarinnar nótt og dag. Hann hafði látið flytja mestallar vist- ir úr bænum út í skipið, sem lá í ánni fyrir akk- erum, svo að nýlendumenn gætu forðað sér þangað, ef her kæmi að þeim óvörum. Thorn- ton gamli réð fyrir varðsveitinni, sem gætti skipsins. Þetta kvöld hafði hann látið hlaða falíbyssurnar, þó að höfuðsmaður skipaði það ekki. Það var eins og hann grunaði, að háskinn vofði yfir, og bjó sig við öllu sem bezt, með því að hann vissi, að Indar mundu fyr eða síðar ráðast að þeim. Þegar tunglið kom upp um kvöldið leit höf- uðsmaður yfir verðina og gekk síðan í húsið, og Jack skósveinn hans lokaði hurðinni. Um þessar mundir stóð varðmaður einn á klettsnefi fram við fljótið og blés fagurt lag á hljóðpapu, en horfði ávalt yfir um fljótiíþ hvort þar væri nokkur hréyfing. Þegar minst varði, sýndist honum þar bregða fyrir einhverju dökku, er fleygði sér skymdilega í fljótið og synti yfir um. Varðmaður þreif byssu sína og horfði á skepnuna, þ\n að hann ætlaði það mundi vera dýr nokkurt, er kæmi þangað að leita sér bráðar. Hann hvesti augun, en gat þó ekki séð, hvaða skepna þetta var. Þá dró ský fyrir tunglið og varð dimt á vatninu og ekkert heyrðist, nema straumniðurinn. Varðmaður varð þó ökki í rónni, heldur tók byssu sína, gekk ofan af klettinum og þangað sem hann vænti skepnunnar ó land. Hér lagð- ist hann milli víðirunna, sem þar stóðu milli trjánna. En þó dró frá tunglinu. Sá þá varð- maður það, sem hann varði sízt, að indversk stúlka stóð gegnt honum alvot og hélt uppi friðargrein. Þetta var Pókahontas. Þegar hún sá manninn, sagði hún: “Þey!” og lagði fingurinn á munn sér, og benti yfir um fljótið. “Hvar er höfuðsmaður yðar? Póka- hontas flytur honum ill tíðindi. Varðmaður fylgdi henni að húsi höfuðs- mannsins. Síðan veiðimaðurinn var myrtur, hafði höf- uðsmaður aldrei farið af klæðum nokkra nótt. Hann bjóst við að Indíánar mundu koma, þegar mints varði, og helzt um næturtíma; vildi hann því ætíð vera viðbúinn að spretta á fætur, ef ófrið bœri að höndum. Hann spratt nú á fæt- ur, er hann heyrði, að sendiboði væri kominn frá Indum. Stúlkan var leidd inn til hans, og brá honum mjög, er hann þekti hana. Hún var ókyrlát af ótta, en sagði honum, eins og henni var lagið, á hverju þeir ættu von, en átti þó bógt með að tala. “En hvemig fer nú fyrir þér, Pókahontas?” sagði John, “ef Powhatan fær að vita, hvað þú hefir gert. ” “Hann fær aldrei að vita það,” sagði hún, “ef eg fer hér megin upp með fljótinu, og svo til búðar minnar. Og þótt hann viti, hvað eg hefi gert, — hvað mun það saka? Pókahontas vildi gjarnan leggja sig í meiri hættu, til að frelsa þig.” Síðan spratt hún á fætur og brást út úr hús- inu, læddist síðan milli húsanna í bprginni 0g varðmannanna, svo hægt, að enginn varð þess var, og komst inn í skóginn. Höfuðsmaður gaf sér ekkert tóm til að hugsa um göfuglyndi stúlku þessarar, því að hann skildi, að ófriðurinn mundi vera mjög nærri. Þó sat hann um stund í stofunni sinni og hug- leiddi, hvernig hann skyldi haga vörninni, en hraðaði sér síðan út, til að vekja borgarmenn. Allir klæddu.st í skyndi, og komu saman undir húsum hins mikla Písingatrés, hjá húsi höfuðsmannsins. Þar sagði Játvarður þeim frá ófriðnum, lét síðan flytja konur og börn taf- arlaust út í skipið og búast hvarvetna til varn- ar. Borgarmenn lögðut í launsátur undir skóg- arrunnana með fram fljótinu, og var brótt svo kyrt í borginni, eins og allir svæfi. Þeir lágu og biðu langa stund, áður en þeir yrðu nokkurs varir, en horfðu ávalt yfir fljótið og voru mjög kvíðafullir. Nú fór að ljóma af degi, og sást engin hreyf- ing. Þá 'brá fyrir nokkrum dökkum skuggum, og í sama bili gekk þar fram fjöldi Inda, æptu heróp, fleygðu sér í fljótið og syntu yfir um. Þegar þeir nálguðust fljótsbakkann borgar- meginn, var skotið á þá af skipinu af öllum fallbyssum. Þetta skelfdi þá og varð þeim mörgum að bana. En þeir, sem lifðu, áýfðu sér eins og endur, og komu upp á öðrum stað, syntu svo áfram og upp á bakkann á móti nýlendu- mönnum, eins fyrir því, þó að þeir létu skotin drífa móti þeim sem tíðast og þeir féllu unn- vörpum. Hinir gevstust ófram engu að síður með ópi og eggjan; varð J)á borgarmönnum eigi annað fyrir, en ganga á móti þeim í höggorustu. Hófst }>á hin grimmasti'bardagi, og féllu marg- ir af hvorumtveggja. En nú kom borgarmönn- um liðstyrkur af skipinu, svo að bardaganum hallaði á Inda. 1 þessum svifum kom u]>p eld- ur í húsum borgarmanna, því að nokkrir af Ind- um höfðu kveikt í þeim. Hvarvetna gall við óp þeirra og eggjan, og börðust 'þeir sem óðir væru. Þá hrópaði höfuðsmaður: “Látið húsin brenna, en verjið líf vðar og frelsi!” Borgarmenn þurftu eigi þessarar eggjunar við, því enginn leit undan, en allir börðust í grimdaræði. Svo lauk þessum viðskiftum, að þeim Pow- hatan og höfuðsmanni lenti saman. Reiddi Powhatan að Játvarði kylfu sína alblóðuga, og mundi hafa molað hvert bein í honum, en hann brást undan og Powhatan misti hans. Powhat- an laut við, þegar kylfan kom niður; brá John sér þá að 'honum og hratt honum, svo að hann féll við, því að bæði var hann vígmóður og réð sér ekki fyrír reiði. Jaok hafði gengið fram við hlið höfðingja sínum í bardaganum, og var nú viðstaddur. Hann æpti siguróp, en; John hélt Powhatan niðri. Þá varð hlé á bardaganum, því að Indar leituðu höfðingja síns. En þegar þeir sáu hann hvergi og borgarmenn sóttu að þeim, flýðu þeir og vörpuðu sér veinandi í fljótið. Fórust marg- ir þeirra, er yfirkomnir voru af sárum, en hinir syntu yfir um. Borgarmenn höfðu handtekið marga, og voru þeir nú í varðhaldi með höfðingja sínum. Höfuðsmaður lét fara sem bezt með þá alla og græða sár þeirra. (Framh.) ÍSLAND. Island, Island, eg \úl svngja um þín gömlu, traustu fjöll, þína hýru heiðardali, hamraskjól og vatnaföll; þína fögru fjarðarboga, frjálsa blæ og álftasöng, vorljós þitt og vetrarloga, vallarilm 0g birkigöng. ísland, Island, öllu skærri okkur hljómar tunga þín; hún skal nafn þótt, móðir, mært meðan vornótt björt þér skín. Þegar hætta þér er búin, þá skal glymja strengur hver, harpa málsins hugmóð knúin hrópa’ á lið til varnar þér. lsland, Island, eg vil búa alla stund í faðmi þér; huga minn og hjarta áttu, hvert sem vængi lífs míns ber. Vættatrygðin vaki yfir vogum þínum, hlíð og strönd, meðan ást og óður lifir og í norðri blómgast lönd. —!Smári. Hulda. LITLA TRÉÐ, S'EM DÓ. T ti í garðinum stóð ofurlítið tré, sem hann Hans litli ótti. Foreldrar hans höfðu gróður- sett það, þegar hann fæddist, og eignuðu hon- um það. Það átti að vaxa þama og dafna eins og sonurinn þeirra ástkæri, og minna þau altaf á hann, þótt þau yrðu einhvern tíma að sjá af honum. — Eftir áð Hans fór að stækka, ’þótti honum svo undur vænt um þetta litla tré. Það sma-teygði ur ser, eins og hann, þótt honum fyndist hvorttveggja ganga seint. Hann skoð- aði það á hverjum degi og mældi sig við það, eins 0g hann vildii fá fullsannað, hvort hann eða það væri duglegra að vaxa. “Þegar eg verð fullorðinn get eg setið undir trjóliminu, þegar heitt er á daginn,” sagði Hans drýgindalega. En svo tók hann alt í einu eftir því, að tréð hætti alveg að vaxa, blöðin visnuðu og litlu greinarnar fóru einnig smátt og smátt að visna. Hann vökvaði það, og bar að því áburð, en alt kom fyrir ekkert. Og loks kom að því, að litla tréð, sem honum þótti svo vænt um, visnaði alveg — og dó. Einhver garðyrkju- maður var spurður hvernig á þessu stæði. Jú, — það væri einhver efni í jörðinni, sem litla tréð þjddi ekki. Þess vegna dó það.------ Ungu vinir mínir. Alt í kring um ykkur er ýmislegt, sem er ljótt og óholt, sem skaðar ykk- ur og skemmir, ef þið látið það hafa áhrif á ykkur. Við getum tekið sem dæmi, tóbakið og áfengið. Hver æskumaður, er neytir þess, spill- ir æskutsakleysi sínu, styttir lífið og gjörir það Ijótara og ógöfugra, og með mikilli eiturnautn áfengis og tóbaks getur jafnvel farið fyrir ung- lingunum eins og litla trénu: Þeir geta visnað og dáið. Nautna- og gleðiþrá býr í ykkur öllum. Reynið ekki til að kefja hana, því hún er dýr- mæt vöggugjöf. En venjið ykkur aldrei á nein- ar þær nautnir, sem spilla lífi ykkar. Það eru til óteljandi gleðiefni og nautnir, sem göfga og þroska og gjöra, ykkur betri og meiri. Ef þið viljið, að allar æskuvonir ykkar rætist, þá skul- uð þið biðja guð að hjálpa ykkur til að velja saklausar nautnir — og engar aðrar. — —'Smári. Hannes J. Magnússon. LEYNDARDÓMUR ÍIAMINGJU- DISINNAR. Það var einu sinni konungur. Hann átti son, sem hann elskaði mjög og þráði ákaft að geta gert hann að reglulega hamingjusömum manni. — Hann sparaði því ekkert það, er hann hélt að gæti orðið syni sínum til ánægju. Hann • lét hann hafa hina fegurstu sali hallarinnar til íbúðar, keypti handa honum hin dýrustu leik- föng, sem til voru í ríkinu, gaf honum ofursmá- an hest, svo hann gæti riðið út sér til skemtun- ar, þegar hann vildi, og skrautlegan bát, sem hann gat róið á út ó vatni einu fögru, sem var rétt hjá höllinni. Og þegar hann var orðinn svo stálpaður að hann gat farið að læra, lét konungur fá handa honum hina beztu kennara ríkisins, til þess að hann yrði irppfræddur þann- ig, að hann yrði bæði góður maður og vitur. En jafnvel þótt ekki yrði annað sagt, en að konungssonur ibaðaði í rósum, var hann jafnan hnugginn. Hvar sem hann var og hvað sem gert var fyrir hann, var hann dapur í bragði og þráði alt af eitthvað, sem hann hafði ekki þá í svipinn, en þótti svo ekkert til þess koma, er hann hafði fengið það. — Það var svo einhverju sinni, að gamall maður kom til hirðarinnar og sá konungsson. Hann var þó dapur í bragði sem endranær. Gamli maðurinn vék sér þá að föður hans og mælti: “ Eg treysti mér til þess að gera son yðar hamingjusaman og fá hann til að vera jafnan glaðan í bragði og brosandi. Eg hefi sjálfur fundið hamingjudísina og hún hefir trúað mér fyrir leyndardómi sínum. Hver sá maður, se mþekkir þann leyndardóm og færir sér hann í nyt, verður hamingjusamur alla æfi.” — Konungur hét að launa honum ríkulega éf hann vildi trúa syni sínum fyrir leyndardómi þéssum, og sagðist skyldi skoða hann sem hinn mesta velgerðamann sinn upp frá þessum degi, ef hann fengi unnið bug á þessu dapurlyndi son- ar síns. Gamli maðurinn kallaði því næst á kon- ungsson inn í herbergi sitt og hvíslaði í eyru honum: “Lát þú engan dag líða svo, að þú gleðjir ekki að minsta kosti eina manneskju.” — Konungisonurinn færðí sér svo þennan leyndardóm hamingjudísinnar í nyt og varð hinn hamingjusamasti maður í ríkinu og ríkið hamingjusamasta ríkið í veröldinn. — —Smári. Lausl. ])ýtt af S. Kr. P. SMÆLKI. Tveir Svertingjar hittust, annar víðförull oflátungur, hinn fáfróður heimaalningur, er lít- ið lét yfir sér. Margt bar á góma, og meðal annars það, hvernig ritsímanum væri varið. _ Heimaalningurinn játaði, að ekki skildi hann nokkurn skapaðan hlut í símanum. Hinn víð- förli sagðist hins vegar skilja símann út í æs- ar og bauðst til að útskýra hann. “Hugsaðu þér svo stóran hund, að hann hefði skottið í ^íew York, en hausinn í Chicago.” — Heimaalning- ur átti bágt með að hugsa sér svo stóran hund, en lét þó svo vera. “ Jæja,” hélt hinn áfram. “Ef svo væri /stigið ofan á skottið á hundinum í New York, þá myndi hann ýla í Chicago — og svona er nú ritsíminn. ” — Heimalningurinn dáðist að þekkingunni, fanst hann vera nokkru nær, og þakkaði fræðsluna. — Kalli gaf alsköllóttum föður sínum væna hárgreiðu í sumargjöf, móður sinni snoðkliptri nokkur bréf af hárnálum, tvítugri systur sinni smábrúðu og fullorðnum bróður sínum slöngvi- boga. Sjálfum sér óskaði hann þessara sumar- gjafa: Víðboðstækja frá pabba, sleða frá mömmu, sögubókar frá systur sinni og skíða 0g skauta frá bróður sínum. — En hvað fékk hann ? Reikningsbók og málfræði. Ojæja, Kalli litli. “Eins og maðurinn sóir, mun hann uppskera.” — Einu sinni kom Norðurálfumaður til New York með skipi. Niður við höfnina þar víkur hann sér að manni, sem hann hugði vera sveita- bónda og biður hann að bera farangur sinn til gistihúss eins þar í borginni. í’’arangurinn var ekki meiri en svo, að hann hefði vel getað haid- ið á honum sjálfur. Sveitamaðurinn brosti góðlátlega, greip farangurinn og svo héldu þeir sem leið lá til gistihússins. Þar vildi ferðamað- urinn borga fyrirhöfnina. — “Nei, þökk fyrir” mælti sá, er farangurinn bar; “geymið pening- ana. Eg þarfnast þeirra eigi.” — “ Jæja, hvað 'heitið þér?” spyr ferðamaðurinn. — “ Abraham Lincoln — forseti Bandaríkjanna. llér í álfu þykir engin skömm að vinna.” Svo hneigði for- setinn sig og fór leiðar sinnar.— —Smári. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta B14«. Oor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 614 Office tímar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnlpeg, Manltob*. DR O. BJORNSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Gna2iam og Kennedy Bta. PHONE: 21 834 Offlce tlmar: I—3. Helmill: 764 Victor Bt. Phone: 27 686 Winnipeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON 110-220 Medloal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Pbone: 2) 8S4 Office Hours: 8—6 Heimill: 921 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ejúkdóma.—Er að hWta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e.h. Heimili: 373 Rirver Ave. 'Tala. 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal Arta Bldg. •tundar sérstaklega Kvenna og Barna sjókdðma. Br aB hltta frfc kl. 10-12 t. h. og 8—6 e. h. Offloe Phone: I2 2H Helmlll: 80'4 Victor St. 31 mi: 38 18» Dr. Kr. J. Austmaim, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknlr 916-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: 21 834 HeimlUs Tais.: 38 636 DR. G. J. SNÆDAL Tannhí-knlr 614 Somerset Bloek Cor. Portage A ve og Donald Bt. Talslmi: 28 889 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street QÞriCja húa norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 26 268 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, • Sask. FÖWLERQPHCAL ltd 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 645. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ial. lögfræClngar. Stalfstofa: Room 811 McArtbur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 846 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON lslenzklr lögfrædngar. 366 Maln St. TaU.: 24 963 peir hafa etnnig skrifatiofur a* Lundar, Riverton, Gimli og Plne* og eru þar aö hitta 1 eftirfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrata miðvikudag, Piney: Priðja föstudag I hverjum mánuði J. Ragnar Jotinson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: . Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & ThorBon, Skrifstofa: 308 Great Weat Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Tálaími: 87 371 Resldence phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. C. JOHNSON 907 Confederation Láie Bld*. WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta eparifé fóltai. Selur eldsábyrgð og bifriedða ábyrgo- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraö samstundis. Skrifstofueimi: 24 263 Hoimasimi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. IjIMITED R e n t a 1 b Insurance RealEstate Mortgages 600 PARIS BLDG.. WINNPKG. Phones: 26 349—26 340 Emil Johnson SKRVIOE ELEOTRIO Rafmagns ContracUno — AlUtcvnM rafrrtagnsdhöld seld og viS þau gert Eg sel Moffat og CcClarg elda- vélar og hefi þwr til sýnis i verk- stœSi minu. 524 8ARGENT AVB. (gamla Johnson’s bygglngin vl8 Young Street, Wlnnipeg) Verknt.: 31 507 Heima:27 281 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um (U- farlr. Allur útbúnaður afc baML Ennfreimur selur hann ailikonar minnisvarSa og legateina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmllla Tals.: 58 808 Dr. C. H. VROMAN Tannlæknlr 505 Boyd Building Phona 24 171 WINNIPEG. SIMPSON TRANSFER Verzla með egg-á-dag heensnafóOur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Slmi 27 240 CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.60 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlom fyrirvara BIRCH Blómsali 693 Portage Ave. Tals.: 80 780 St. John: 2, Rlng 1

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.