Lögberg - 27.09.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.09.1928, Blaðsíða 2
fils. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1928. HUGGANDI VON. SOLSKIN (Þýtt úr ensku.) Blítt eins og engilrödd andar Ið óþekta kenningar hljóð. Vonin, með fortölur fagrar, Flytur oss liuggunar óð: Bíð þú unz myrkrinu bregður, Bíð, þar til veðrið sér snýr. Sól skín þér máske á morgun, Myrkrið og skúrin burt flýr. Huggandi von! Ó, hve þín himneska raustin Hjarta mitt gleður á sorganna stund! Og, þegar hálfrökkurs-húmið Hylur alt landið og sjá, 1 dimmunni leiðina lýsir Leiftrið frá stjömunum smá. Hví skyldi hjartað mitt itra, Hónótt! í faðmlögum þín? Óveðurs-skuggatnir eyðast, íir eygló að deginum skín! Þorst. M. Borgfjörð. HVERNIG ÆTLI ÞAÐ FARI? Viggó var einkasonur jústizráðsins. Hann átti að verða hermaður. Én svo veiktist hann snögglega, og allir héldu, að hann mundi deyja. “Hvernig ætli það fari?” mælti faðir hans, er hann stóð við sóttarsæng drengsins síns. Drengurinn hristi höfuðið og svaraði engu. En — veiztu hverníg fór? Móðirin bað af hjarta fyrir litla drengnum sínum; henni fanst hún hefði aldrei beðið fyr. Og löngu eftir það, er Viggó litla var batnað, þá hélt móðirin áfram að biðja og þakka Drotni. — — Þannig fór í það skiftið. “Hvernig ætli það fari?” æpti jústizráðið í bræði sinni. “Tvisvar hefir þú ekki kunnað það, sem þú áttir að reikna, Viggó! Mundu það þó, að þú fer bráðum að verða stór. Þú mátt ekki halda, að það fari vel með þessu lagi.” Viggó átti að verða sveitarforingi í herlið- inu, og ]»á þarf maður auðvitað að vera vel að sér í reikningi. En það, sem menn vissu ekki þá, var það^ að Viggó var alls ekki hæfur til að verða sveitarforingi; það var gersamlega andstætt hinni lingerðu og viðkvæmu lund hans. Aldrei hefði hann orðið ánægður í þeirri stöðu. En það sóu menn ekki þá; sveitarfor- ingí átti hann að verða, það var nú einu sinni afráðið, og því var það, að faðir hans sagði þetta í gremju: “Hvernig ætli það fari?” þeg- ar hann sá, hve lakan vitnisburð sonur lians féikk í stærðfræðinni. En veiztu hvernig fór? Viggó fékk aldrei numið reikning, og þá var afráðið að láta hann ganga aðra götu. Það var nú reyndar þungt, þótti foreldrun- um, að þau skvldu þurfa að hætta við hið fyrra áform sitt með hann. Þau sáu það fvrst eftir á, að Viggó hafði enga hæfileika til að vera her- maður. — Þannig fór það í það skiftið. Nú liðu nokkur ár. Viggó var orðinn stú- dent. Nú fanst honum fyrst heimurinn opnast fvrir sér í allri hans dýrð. En sá ógna auður, sem nú blasti við lionum; aldrei hafði hann séð annað eins. En það sukk og svall, gleði og gaman, sem honum kom nú fyrir sjónir, smám saman! En hann lenti þá líka inn á milli hættu- legra skerja, fa>gurra freistinga, laðandi, töfr- andi ginninga. Og Viggó stóð ekki á móti þeim. Hann lifði lífi sínu frjáls og flögrandi. Hann glevmdi störfum sínum og var á leiðinni með að gleyma meiru —gleyma ba-num móður sinnar og æsku- dygðum sínum. En þá hljómaði í eyrum honum: “Hann faðir þin er dáinn!”. Og móðir hans grét, grét yfir honum, sem eftir lifði, og grét yfir kom- andi dögum. “Hvernig ætli það fari!” kveinaði hún og andvarpaði sáran. “Hvemig ætli það fari með hann Viggó, þegar faðir hans er ekki lengur á lífi, til að aðvara hann og áminna, — livernig ætli það fari?” , En veiztu, hvernig. fór? Viggó komst inni- lega við; hann breyttist algerlega við hið svip- lega fráfall föður síns og hinn sorglega ein- stæðingsskap móður sinnar. Hann gekik í sjálf- an sig, eins og týndi sonurinn, og tók aftur til starfa sinna, — og það sem meira var, sneri aftur til bemsku-sakleysis síns og bæna móður sinnar. Og að fám árum liðnum varð hann læknir og reyndist duglegur , og allir virtu hann vel. — Þannig fór það í það skiftið. Nú liðu aftur mörg ár. Viggó var á góðum vegi, — hann var orðinn héraðslæknir. Hepp- inn var hann með lækningar sínar, og hvarvetna báru bára menn traust til hins unga, atorku- sama læknis. Hann var og orðinn heimilis- læiknir á herrabúgarði einum, er lá þrjár míl- ur vegar frá borginni. Hann hafði verið að lækna frúna þar, og þar sá hann Elísabet, hina fríðu og ástúðlegu yngismey, sem hjúkraði móð- ur sinni svo ástúðlega. Fyrst vitjaði hann frú- arinnar þriðja hvem dag. En er hann var bú- inn að koma þangað nokkrum sinnum, fór hann að koma þangað annan hvern dag, já, daglega, jafnvel þó að sjúklingnum væri alt af að batna. Heima undi hann ekki, því að sarnvistin við Elísabetu var honum svo kær. En hvað honum fanst stutt leiðin út á herragarðinn, og löng hver stundin, sem hann var þar ekki. Haxm unni Elísabetu hugástum; honum fanst hverri þeiri stund eytt til ónýtis, er hann var ekki á herragarðinum. Honum sárleiddis að vitja hans Lárusar fjósamanns. En samt var gleðin hans sorgblandin. El- ísabet var að sönnu vingjarnleg við hann; en það var auðséð, að hún unni honum ekki, eins 1 og hann henni. Og í hyert skifti, sem hann vildi minnast á ást sína við hana, þá sneiddi hún hjá lionum. Já, það var jafnvel eins og hún forðaðist að tala við hann. Þetta kvaldi Viggó; hann fann, að hann þurfti að gera enda á þessu, og skrifa það, sem hann gat ekki fengið að tala. 1 bréfinu gerði hann Elísabetu það innilega ljóst, sem honum lá á hjarta. — En þá var líka ]x*ssi ljúfi draum- ur loks á enda. Elísabet skrifaði honum fáein- ar línur og sló allar vonir hans til jarðar. “Hvernig ætli það fari?” kveinaði hann í dýpstu örvinglan. Hann barði sér á brjóst, gekk um gólf í sífellu og fórnaði höndum. “Hvernig ætli það fari? Eg dey í sorg minni. Allar mínar hugsanir myrkvast af þessu mót- læti lífsins!” — “Hvernig ætli það fari?” Hann gat ekki hugsað sér það. Hann stóð þarna í fullkominni óvissu um, hvemig fara mundi. Hann fékk ■ekkert svar við sinni örvæntingarfullu spurn- ingu. Og veiztu svo, hvemig fór? Hann vándist smám saman við að umbera það, sem ekki varð hjá komist, og varð rólegri í skapi. Honum leiddist nú ekki lengur að vitja Lárusar fjósa- manns. Hann sá það, sem hann þurfti að sjá, að sé elskað á réttan hátt, þá útilykur elskan til hins eina ekki elskuna til annars, heldur eykur hana og gerir hana hreina, lausari við sjálfs- elskuna. Fáum árum síðar gekk hann að eiga aðra konu í öðra héraði. Og sú kona sýndi honum það fvrst og síðast, hvað það er, að elska ein- læglega. — Þannig fór það í það skiftið. En svo varð Viggó gamall maður. Kona hans var dáin fyrir löngu. Sjálfur var hann sjúkur *og hmmur; varð þá að aka honum í litlum vagni, hvert sem hann þurfti að fara. Þá vay elzta dóttir hans 34 ára. “Hvemig ætli það fari?” sagði drengurinn einu sinni, svo að afi hans heyrði. “Spurðu ekki svona, Lúðvík litli,” greip afi hans fram í, “eg hefi sjálfur spurt svo marg- sinnis svona óviturlega. Svarið kom ekki fyr en löngu seinna, og nú veit eg það því betur. Það fer vel alt saman. Ef vilji, tilfinningar og hugsanir manna eru einar um hituna, þá mætti maður oft spyrja, og það ekki að ástæðulausu: “Hvernig ætli það fari?” En þegar alvís for- sjón, ástríkur Guð og ' faðir stjórnar öllu, þá gæti maður miklu 'heldur sagt, jafnvel mitt í mótlætinu og sorginni: “Það fer vel, alt sam- an.” Viggó gamli talaði ekki margt eftir þetta um dagana. Fám dögum síðar lmignaði hon- um skjótlega. En er hann lá banaleguna og gat ekki mælt orð frá munni, |)á var það ekki ör- væntingarspurningin: “Hvernig ætli það fari?” sem lá á vöram hans, heldur lék um þær blítt og rólegt bros, alveg eins og hann vildi segja: “Það fer alt saman vel.” —Hbl. STÚLKAN í BJALKAKOFANUM. Við létum hestaná lötra. Steykjandi sólar- hitinn pressaði svitann út úr þeim og út úr okk- ur, sem strituðum við að sitja. Til beggja handa voru akrar og skógarrann- ar. — Víst er um það, að bifreiðar og flugvél- ar eru mikil menningaráhöld og merkisberar þess, er starfandi mannsandinn hefir orkað á vegum tilverunnar; en flest á sína galla, og gallar þessara véla eru það, að þær sveifla blá- móðu fjarlægðar og flughraða, eða kviklausri þokunni, eða bara flughraðanum einum, yfir alt, svo maður nýtur ekki myndanna í full- komnum virkileika mæli, hedur sem í draum- sýn. Hestar og akneyti hafa hjálpað manninum mikið á framfarabrautinni, og hjálpa enn, og eitt í hjálparinnar mar.gvíslegu röð er það, að hann hefir tækifæri til að grandskoða veröldu þessa, þegar hann ferðast um hana með þá að farskjótum. Samsvarandi ferð okkar eftirtektar mögu- leikum, greiddi myndirnar í sundur að réttlátu sýningarsviði, færði þær fram eins og þær voru. 'Skógarrannamir voru alþaktir skrúðgrænu laufinu, er.vart bærðist í logninu. Blómin meðfram veginum fögnuðu frelsinu, einkum því að hafa ekki lent í kýrnar, s(*m hér og þar sveimuðu á strjálingi eftir lífsviðurværi, á mjóu ræmunum grasivöxnu utan með brautinni og milli gaddavírsgirðinganna. Akrarnir breiddu úr sér, sumstaðar þaktir reglulegum röðum af hveiti, sumstaðar gægð- ust upp fölleitir skúfar villihafranna, sem sann- aði þá aldafornu kenningu, gullvægu: “þú skalt ekki sá tvennu sæði í akur þinn. ” Aunars staðar glóði á gullna toppa must- arðsins, og það í svo stórum stíl sumstaðar, að það hafði bvgt út hveitinu, en tekið sér bólfestu í megin-parti þeirrar jarðar, og sannaði líka þá kenningu, þó nú séu runnar aldir yfir hana, að mustarðskornið getur orðið að mikilli stærð. Enn liéldum við áfram góðan spöl. “Hér bjó Þorleifur Jaekson einu sinni.” Eg leit snögt við. Þessi yfirlýsing kom frá samferðamanni mínum og vagnstjóra. “ó—ó—ója—á, — hér.” Húsið, sem við vorum að fara fram hjá, var gamall bjálkakofi, mikið síginn og tekinn að hallast á aðra hlið. Framhliðin var meira síg- in en hin, og minti mann því á bogið gamal- menni. Eina lífsmerkið í kring um hann, var eitt einasta blátt blóm, auðsjáanlega eftirstöðv- ar þess, er einhvern tíma hafði verið ræktað þarna með fram kofahliðinni. Það horfði beint móti sólu og sumri, þó óðum krepti nú samgró- in, óræktupð jörðin að rótum þess. Sjálfsagt hefði Guðmundur Hjaltason, eða dr. Helgi Pét- urss, vitað hvað þetta blóm skvldi kallað á ís- lenzka tungu, því svn segist þeim frá, er þá þektu eða þekkja vel, að aldrei skorti þá rök fyrir nöfnum og ættum jurta, og liefi eg per- sónulegar ástæður til að ætla það rétt. Mér hefir verið sagt hér, og eg hefi líka séð það í blómmyndabókum, að þetta blóm sé nefnt “larkspur” á enska tungu, eða lævirkjasporinn, ef þýtt skal eftir orðinu. Segi eg ekki, að það sé rétt samkvæmt upprunaheiti blómsins, en svo getur það líka verið. — En þarna var það, lífsmerkið við landnema-kofann, og hirti lítt um tungumál, lifandi eða dauð, nema það eitt, er sól, loft og raki jarðar töluðu við það. ‘ ‘ Svo hér bjó Þorleifur Jackson!” — Mév flaug í hug aldraður maður, vart meðalmaður á hæð og tekinn að bogna, er kom gangandi heim til mín fyrir mörgum árum, í svipuðu veðri og nú, og bar töskur í báðu höndum. í þeim var saga sú, eða sögubrot það, sem hann fyrst ritaði og gafl út; saga landa hans, sem hann, líklega óskólagenginn, fátækur erfiðis- maður, hafði tínt saman og ritað niður í stund- um, sem áttu að vera lionum hvíþdartími, og líka erfiðis, honum og hans til lífsuppeldis. Það var að koma kreppa að þeim meiðun- um, sem hann var grein af, og hann fann dán- artökin, og varði þeim kröftum, sem hann ýtr- ast átti ráð á, til þess að halda lífi í þeim meið, ef vera mætti örlítið lengur, en á horfðist. — Svo lagði hann á stað í bónarför um bygðirnar, með bækurnar berandi, til þess að fá menn til þess að kaupa þær, mennina, sem hann var að ala ræktartaugina'hjá. Slíkur er gangur lífsins. — Og hér var nú hrýgandi húsið hans, með þessu eina, litla lífs- merki í umhverfi, blá-blóminu því arna. Það var mynd hér um daginn, í einu stór- blaðinu vestanlands, myndir, réttara sagt, af bjálkakofa hér norðvestur í landi, á takmörk- um bygða og óbygða. Hjá kofanum var gam- all bóndi, sem átt hafði kofann, og stjórnarfor- maður Oanada, sem þá rétt hafði þegið kofann að gjöf. —• Ekki geri eg mér í hugarlund, að stjórnarformaðurinn flytji í kofann, hreint ekki til langframa, en sóma sýndi hann hverf- andi kynslóðinni og baráttu hennar með því. að ])iggja kofann og láta auglýsa atvikið á þenna háft. Fyrir utan kofa Þorleifs Jacksonar er' ein jurt, sem minnir á líf á þeim slóðum, en lengra úti í heiminum er önnur stærri og meira virði, er ber stærsta lífsvottinn þaðan. Það er Þór- stína Sigríður dóttir hans, hið eina barn þeirra hjóna, Þorleifs og konu hans, að því er eg hefi heyrt. Fyrst manni vattf svo starsýnt á gras það, er á jörðu sprettur, þá skyldi manni ekki óljúft að athuga, hvað þeirri “jurtinni”, dótturinni, hefir orðið ágengt, hvort hún er vaxandi eða hnignandi jurt í því kyninu, sem hún er komin af. Framh. Uxinn og músin. Uxi lá á hálmbing sínum jórtrandi og var að hugsa um það ánægður með sjálfum sér, hví- lík kraftaskepna hann væri. 1 sama bili kom mús út úr holu sinni og' tók að narta í klaufir hans. “ótætis píslin þín!” sagði uxinn, “ef eg vildi, þá þyrfti eg ekki annað en stíga ofan á þig til að merja í þér hvert bein.” — “Ef eg vildi láta ná mér,” svaraði músin hlæjandi. Tók þá uxinn upp fótinn til að merja hana sundur, en hún var óðara horfin. Hún kemur samt jafnskjótt aftur, og fer að bíta uxann, þar sem honum var viðkvæmast. Stökk hann þá upp í bræði sinni og hanjaðist, stappaði með klauf- unum og 'stangaði í kringum sig með hornun- um. En mýsla var þá aftur komin í fylgsni sitt. — “Eg sé það núna,” sagði uxinn við sjálfan sig, “að alt hvað eg er stór og sterkur, músargreyi.”—Stgr. Th. þýddi. þá verð eg þó að vara mig á þessu pínulitk-i Gönugumaðurinn og mýrarljósið. Göngumaður nokkur sá mýrarljós á náttar- þeli spölkom frá veginum, gekk beint á það, viltist út af réttri leið og sökk niður í djúpt fen. “Ó, farðu til fjandans, bannsett villuljósið!” kallaði hann upp; “því þurftirðu endilega að lei8a mig hingað?” — “Hefi eg leitt þig?” svaraði mýrarljósið, “blessaður vertu, eg á ekki1 þessar ákúrar skilið. Þú stefndir á mig sjálfviljuglega. Enginn réði þér að fylgja mér eftir, nema þú sjálfur.” — Professional 1 Card i s DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta BlAg. Oor. Graham og Kennedy Bta. PHONE: 21 8S4 Office tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnlpeg, Manltoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN W. lögfræðtngar. Skiifstofa: Room 811 McArthmr Building, Pontage Ave. P.O. Box 1666 PlDone®: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N fslenzkir íögfræðingnr. 366 Main St. Tals.: 24 963 peir hafa etnnig skriíabofur a8 IjU ndar, Riverton, Ghnli og Piney og eru þar aö hltta á efUrfylgj- andi tlmum: Lundar: Pyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Gimli: Fyreta miðvikudag, Piney: priðja föstudag I hverjum mð.nuði DR 0. BJORNSON 216-220 Mcdlcal Arts Bldg. Cor. Gnaítam og Kennedy Bta. FHONE: 21 884 Offlce tlmar: 2—3. Heimlll: 764 Vlctor St. Fhone: 27 686 Winnipeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON 910-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy 8ta. Pbone: 21 8S4 Office Hours: 8—i Heimlii: 921 Sherbunn 8t. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LLi.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögrnaCur. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 DR. J. STEFANSSON 916-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka fcjúkdðma.—Er aB hhota kl. 10-12 f.h. og 2-6 eJi. Heimili: 373 Rórver Ave, Tteuls. 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdðma. Bír aB hltta frð. kl. 10-12 t. h. og 3—6 e. h. Otflce Phone: 22 208 Heimlll: 80'« Victor St. Sfmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. DR. J. OLSON Tarmlækuir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Heimllis Tais.: 38 626 A. C. JOHNSON 607 Oonfederatlon Ule lUdg. WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta spariíé fólks. Selur eldsábyrgð og bifrertða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofueími: 24 263 Höimasími: 33 328 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæk n Ir 614 Somerset Blook Oor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889 J. J. SWANSON & CO. LIMITi'.I) R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgagee 600 PARIS BLDG., WINNPKG. Phiones: 26 349—23 340 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar Iœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 Emil Johnson servioe EatiBamio Rafmaons GontracUng — Allskyna rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Eg sel Moffat og GcGlary elda- vélar og hefi þwr til sýnis á ver/c- stœOi minu. 524 SARGENT AVBL (gamla Johnson’s bygglrtgin vlð Younig Street, Winnipeg) Vertost.: 31 607 Helma:27 286 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street QÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður eá beBtfl- Ennfremur selur bann aliakonar minnlsvarðia og legatelna. Storiflstofu tala. 86 607 Helmilis Tals.: 68 309 Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 605 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnaföður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Síml 27 240 FOWLER Q PTICAL fT°D; CORONA HOTEL ^FtfwL^ERj^BKTTER^ 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hæikkandi. Símar: 22 935 — 25 237 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS Giítinga- og Jarðarfara- Blóm meB litlum fyrtrvarm BIRCH Blómsali 693 Portage Ave. Tals.: 80 790 St. John: 2, Rlng 8 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545s. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.