Lögberg - 27.09.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1928.
Bls. &
DODDS 0
KIDNEY|
KlDNEI
1 meir en þriðjung aldar hafa
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgure
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, ef borgun fylgir.
aftur milli Montreal og Reykja-
vikur; og þótt þetta fargjald sé í
gildi að því er einstaklinga snert-
ir, þá var það yfirsjón, að vitnað
var í þá upphæð í þessu bréfi, því
hið rétta fargjald á þriðja far-
rými, ákveðið fyrir Islandsförina
1930, var miðuð við Kaupmanna-
hafnar fargjaldið, sem er $172.00
beina leið. Oss þykir það sérlega
leitt, að vér skyldum tiltaka hærra
fargjaldið, því það var blátt á-
fram yfirsjón, og hefði verið Ieið-
rétt þegar afritið kom aftur frá
deild þeirri, sem það tilheyrði, í
því skyni að fylgja málinu eftir.
Oss skilst, að Mr. Pétursson
þakki sér það, að Kaupmannahafn-
ar fargjaldið var veitt, en þar
skjátlast honum algerlega, því fé-
lag vort hafði heimilað það far-
gjald með símskevti 25. febr. í vet-
ur. Vér látum hér með fýlgja af-
rit af því skeyti yður til athugun-
ar:
COPY
Canadian National Telegraphs
121EXRH 26 BLUE
KB New York, NY. Feb. 25th
Cunard Line
Winnipeg, Man. >
Your wire Icelandic Excursion
under instructions from Liverpool,
Can quote Copenhagen Rate to
Reykjavik direct but cannot use
British Rates. Advise immediately
what quotation used competitors
CUNARD
1047A
Vér getum fullvissað yður um
það, að Cunardfélaginu er alveg
eins ant um að útvega íslenzku
nefndinni eins sanngjart fargjald,
eins góða skilmála og eins þarfleg-
ar ráðstafanir, og nokkurri nefnd
íslendinga gæti verið; og með vor-
um víðtæku samtökum, bæði í
Vesturheimi og Evrópu, erum vér
sérlega vel til þess settir, að
veita hvers konar aðstoð sem er
hinni íslenzku nefnd til þess að
undirbúa forina til íslands 1930,
þannig, að hún hepnist fullkom-
lega í ðllum skilningi.”
Það sjá því allir, að þessi lækk-
un á fargjaldi frá $196.00 og ofan
í $172.00, er ekki að neinu leyti
heimfararnefnd Þjóðræknisfélags-
ins að þakka, og þeir sjá einnig,
hvað Iþungt nefndin er haldin, að
þurfa að beita slíkum vopum og
slíkum rökum.
f þessu sam'bandi er gott að
minnast á það, sem gefið er í skyn
í gerin Mr. Bildfells, að það hafi
verið Cunard-félagið, sem aftraði
því að enn lægra fargjald fengist
frá Swedish-American félaginu.
Það er tómur tilbúningur, sem
ekki hefir við neitt að styðjast.
Mótmælin komu alls ekki frá
Cunard-félaginu, heldur frá White
Star félaginu, sem sjálfboðanefnd-
in hefir ekkert haft saman við að
sælda, beinlínis eða óbeinlínis.
Einnig hefði verið herinelgra af
Mr. Bildfell að segja frá því, að
lægsta fargjaldið, sem Swedish-
American félagið nú býður, er
$178.00, eða $6.00 hærra en verð
það, sem Cunard-félagið býður,
og þar við bætist, að Swedish-
American félagið miðar þetta verð
við siglingar frá New York eða
Halifax, en ekki frá Montreal.
Það mætti einnig spyrja, því
“samdi” nefndin ekki tafarlaust
við Swedish-American félagið um
$150.00 fargjöld? Eftir því, sem
hún sjálf segir frá, stóð henni það
til boða í heilar tvær vikur, eða
frá 11. til 25. ágúst. Hér heíir
draugaskapur og driftarleysi henn-
ar, samkvæmt hennar eigin játn-
ingu, orðið til þess, að hafa af
hverjum farþega að minsta kosti
$22.00. Stóð á því, að nefndin
væri að reyna semja um einhver
hlunnindi fyrir sjálfa sig, eða
hvað? Það væri fróðlegt að fá
að vita, á hverju stóð og hvers
vegna var ekki gengið að þessu
tilboði tafarlaust, áður en að tilL
boðið var dregið til baka. Það
hefir naumast verið af eintómri
umhyggju fyrir farþegunum, því
nefndin var fyrir löngu búin að
ganga úr skugga um það, að lægra
verð en þetta gat ekki komið ti.1
neinna mála að hún fengi. Hún
segir sjálf, að henni hafi ekki bor-
ist þetta tilboð fyr en 11. ágúst,
og var því áður sama sem búin
að aug'lýsa, að hún væri búin að
semja um hærra fargjald, því í
Heimskringlu 27. júní birtist þessi
frétt: “Heimfararnefndin er þessa
daga að semja við eitt aflmesta
flutningsfélagið hér í landi, um
förina til íslands 1930. Skýrt
verður frá samningsatriðum í
næstu blöðum.” Hún gekk því
ekki gruflandi að því, hvaða vild-
arkjör þetta voru, og hefði ekki
átt að þurfa mikinn umhugsunar-
tíma, eftir að vera þegar búin að
glíma við þetta mál hátt á þriðja
ár, og skilmálarnir fara fram á
að nefndin fái endilegt svar fyrir
26. júní frá öllum gufuskipafélög-
unum, og því ekki órýmilegt að
hugsa sér, að þau svör hafi verið
komin í hendur nefndarinnar, þeg-
ar hún lét birta þessa frétt í
Heimskringlu. En meðlimir nefnd-
arinnar létu þetta tækifæri ganga
sér úr greipum, og standa nú eins
og starndaglópar frammi fyrir al-
menningi og kenna sjálfboða-
nefndinni um að svona er komið,
þó allir hljóti að sjá, að þeirra
eigin ónytjungsskap er þar einum
um að kenna. Þessi ódugnaður
kostar hvern farþega, sem á veg-
im nefndarinnar ferðast, að minsta
kosti $22.00. Ætlar nefndin ekki
að skýra það neitt frekar fyrir al-
menningi, á hverju það strandaði
að samningar tæikjust ið Swed-
ish-American félagið?
Það er annars einkennilegt við
grein séra Rögnvaldar, að þar er
ekki minst einu orði á, hvað far-
gjaldið verði frá Fort Churchill
til ’íslands. Þó er nefndin búin
fyrir löngu a$ auglýsa, að hún
ætli að mæla með því, “að farið
verði um Hudsonsyóann/’ Er ekki
annars mál til komið, að almenn-
ingur fái að vita, hvað fargjaldið
verður þaðan? Hvað segir nefnd-
in um það? Er hún hætt við þá
ferð, og er nú afráðið að fara
frá Montreal?
Eftir því, sem séra Rögnvaldur
skýrir frá, er nefndin nú búin að
búa svo um hnútana, að gufu-
skipafélag það, sem hún semur
við, borgar allan nauðsynlegan
kostnað, eins og t. d. auglýsingar
og undirbúning, borgar nefndinni
venjulega umboðsþóknun í pen-
ingum, eitt ó(keypis farbréf af
hverjum 25, og ræður einn nefnd-
armanninn í sína þjónustu fyrir
“full laun”. Til hvers þurfti þá
stjórnarstyrk, og því var nefnd-
inni kærara að halda dauðahaldi
í stjórnarstyrk þann, sem hún
var búin að betla, en að sameina
alla Vestur-íslendinga um heim-
fararmálið? Á fundi nefndarinn-
ar 21. og 22. maí sxðastliðinn,
bauðst Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
til þess að taka að sér að safna
$1,000.00 og Emile Walters bauðst
til þess að gefa frá sjálfum sér
$100.00, ef fallið væri frá stjórn-
arstyrkshugmyndinni, ,svo nefnd-
in gat sér alveg að kostnaðarlausu
skilað þessum $1,000.00 frá Sas-
katchewan, sem þá var um að
ræða. Þar stóð henni einnig til
boða friður og samv,inna og frek-
ari peningaleg hjálp, ef þess gerð-
ist þörf. Allir, sem lesið hafa
frásögn Dr. Sig. Júl. Jóhannes-
sonar um það, sem á þeiift fundi
gerðist, vita, að á séra Rögnvaldi
hvílir ábyrgðin fyrir, að 'sam-
komulag tókst ekki þá, og um leið
fyrir allar deilurnar, sem það hef-
ir haft í för með sér. Og það er
því ekki út úr vegi að reka heim
enn einu sinni þá staðhæfing
hans og meðbræðra hans í nefnd-
inni, að nefndi hafi ekki getað af-
þakkað aðra eins heiðursgjöf. Eg
vil því minna hann á samtal, sem
hann átti um páskaleytið árið 1927
við mann, sem allir mundu kann-
ast við, ef eg nefndi hann á nafn,
en það er nóg að sinni, að séra
Rögnvaldur veit, hvern eg á við.
Þá var deilan ekki byrjuð, og séra
Rögnvaldur gat staðist við að vera
hreinskilinn. Stjórnarstyrks betl
nefndarinnar barst í tal, og þessi
maður sagði mér, að séra Rögn-
valdur hefði skýrt frá því, að
Horace Leaf í Wynyard
ÖHu hugsandi fólki í Wynyard og nærliggjandi bygðum,
hlýtur að vera gleðiefni að heyra, að þangað er bráðlega von
á Mr. Horace Leaf, F.R.G.S., þeim manninum, sem einna nafn-
kunnastur er á sviði sálarrannsóknanna. Mr. Leaf hefir verið
á fyrirlestra ferð um Badaríkin í sumar, og er nú á ferð um
Canada áður en hann fer til baka aftur til Englands. Hefir
hann flutt fyrirlestra í helstu borgum landsins og alstaðar haft
haft afar-mikla aðsókn. Tæpast munu þeir, er lesið hafa bækur
hans eða annað það, sem hann hefir skrifað, láta tækifærið
ónotað að heyra hann flytja mál sitt í Wynyard. Flytur hann
tvo fyrirlestra; þann fyrri laugardaginn 6. okt. og þann síðari
mánudagmn þann 8.. Fyrra kveldið gefur hann fólki kost á að
kynnast dulskygni (clairvoyance) og du'lheyrn (clairaudience),
og s'íðara kveldið skýrir hann mál sitt með myndum (slides)
af ýmsum þeim fyrirbrigðum, sem frægust eru talin, og gjörst
hafa þar sem hið strangasta rannsóknar eftirlit hefir verið
viðhaft.
byrjar kl. 8.30
Inngangur 50c
víða lesinn og fróður, fylgdist vel
með öllu, sem var að gerast í sam-
tíðinni, prýðilega skáldmæltur, lá
allmikið eftir hann af ljóðmælum
og ýmsum kveðlingum, sem ekki
stóð að baki mörgu því, sem aðn'r
birtu á prenti.
Margrét kona Stúrlu, en móðir
Elínar, var dóttir Sigurðar bónda
á Saurum í Helgafellssveit, Gísla-
sonar, Tómassonar, sem allir
bjuggu á Saurum. Móðir Mar-
grétar, en kona Sigurðar, var Elín
Þórðardóttir bónda; á Hjarðar-
felli, ættföður hinnar merku og
fríðu Hjarðarfellsættar, sem nú
er orðin fjölmenn mjög í þessu
landi.
Margrét Sigurðardóttir, kona
Sturlu Freeman, var valinkunn
sæmdarkona, vel viti borin, góð-
hjörtuð og hjálpfús, vildi til allra
gott leggjaý glaðlynd og skemti-
leg í viðræðum, fróð mjög á sam-
tíðina; var oft gaman að tala við
gömlu konuna, sem vel mundi aft-
ur í tímann og kunni frá mörgu
að segja.
Af þessum merku og myndar-
legu Eíttum var Elín Freeman
komin, enda bar hún greinileg
merki þess, að hún var vel í kyn
komin og ekki aukvisi ættar sinn-
ar. Æfiferill Elínar var ekki
margbrotinn. Hún batt aldrei
ráð sitt. Hún ólst upp með for-
eldrum sínum á ýmsum stöðum
við Breiðafjörð; Úlfarsfelli, Vík
í Eyrarsveit, Fögruhlíð í Fróðár-
hreppi, Kötluholti í sömu sveit..
Þaðan fluttist Elín vestur um haf
qrið 1892, ásamt Sigurði bróður
sínum 16 vetra gömlum. Settust
þau systkini að í Winnipeg. Þá
er vestur kom, tók El{n vist með
enskum hjónum; vann hún með
þeim hin fyrstu sex árin, lærði hjá
þeim að tala og rita málið, stund-
aði síðan saumaskap í fjölda mörg
ár, lengi fyrir Hudson Bay félag-
ið og viðar. — Árið 1893 komu
foreldrar Elínar vestur og sett-
us að í Winnipeg ásamt börnum
sínum þremur. Skömmu síðar
reistu þau systkinin hús fyrir
foreldra sína. Þar lifði Elín með
Elízabet sáluga var dóttir Guðí
mundar Guðmundssonar, bónda á
Brattagerði, og konu hans Þor-
bjargar Jónsdóttur Andréssonar
á Vaðbrekku. Hún fæddist 5.
ágúst 1844, • að Hákonarsöðum á
Jökuldal. Hún fluttist með for-
eldrum sínum, þegar hún var 16
ára gömul að Brattagerði, og ólst
þar upp. 10. nóv. 1867 giftist hún
Páli Vigfússyni Dalmann, og
bjuggu þau hjón á Brattagerði og
á Vesthúsum fram að öskufallinu
alkunna, og upp úr því fluttu þau
að Áslaugarstöðum í Vopnafirði.
Þar voru þau að eins um hríð,
því að Ameríkuhugurinn var þá
orðinn all-serkur og lítið um
tækifæri á gamla landinu á þeim
tíma og undir þeim ömurlegu
kringumstæðum, seml stöfuðu af
öskufallinu. — Þau fluttu vestur
um haf í stóra hópnum árið 1876,
og settust að í grend við það, sem
nú er Gimli-bær í Nýja íslandi.
Þau lentu þar í allar hörmungarn-
ar — reyndu allsleysi, veikindi
(bóluna voðalegu), óyndi og heim-
þrá. Eðlilega grípa þau fegins-
hendi fyrsta tækifærið áð komast
burt úr þessu volæði, og það
gjörðu þau árið 1881. Nýja ís-
land hefir síðan orðið einkar far-
sæl og góð bygð, en útlitið var
mjög dapurt þá. — Um þessar
mundir hófst bygðin í Pembina
Co., í Norður Dakota, og varð þá
mikill útflutningur frá Nýja ís-
landi þangað. Happasælt hefir
það landnám ávalt verið. I þess-
um stóra hóp fóru þau suður og
námu land tvær mílur fyrir sunn-
an Gardar. Þangað komu þau 1.
júnf 1881, og var það hvítasunnu-
nefndin væri að sækja um slíkan-þeim, þar til þau önduðust, faðir
styrk til stjórnanna í Manitoba og
Saskatchewan og einnig til sam-
bandsstjórnarinnar, og réttlætti
það með því að segja, að þessi
heimför Vestur-íslendinga væri
sú ódýrasta innflutninga auglýs-
ing, sem að stjórnin hefði fengið,
því hver maður væri óbeinlínis
útflutninga agent, þegar heim
kæmi.
Ekki er að spyrja um föður-
landsástina, og ekki er heldur að
spyrja um einlægnina við Vestur-
íslendinga, þegar þeim er sagt,
að þessari heiðursgjöf hafi verið
þrýst upp á nefndina. Á líkan hátt
hefir umboðsþóknuninni verið
þrýst upp á nefndina. Hún er svo
feimin og óframgjörn, þar sem
peningar eru annars vegar.
Hjálmar A. Bergman.
Elín Freeman
hennar 16. febr. 1912, en móðir
hennar 26. febr. 1917. Foreldrum
sínum var hún einkar góð, hjálp-
aði þeim eftir megni, stundaði þau
af hinni mestu alúð á efstu stund-
um þeirra. Mörgum mun enn í
minni hið vinveitta og góða hús
Freemans fjölskyldunnar á 'Sher-
brooke St., þar sem alúðin og góð-
vildin mætti gestunum i ríku-
legum mæli, og allir goru vel-
velkomnir, sem að garði bar.
Elín Freeman var væn kona yf-
irlitum og einkar vel gefin and-
lega og prýðisvel greind, sem hún
átti kyn til. Glaðlynd mjög og
skemtileg og hagorð, sem lá í báð-
um ættum hennar. Sterkustu
eiginleikar hennar, var hin forna
og nýja íslenzka trygð, og órjúf-
andi vinátta við frændur sína og
vini; mannúð hennar var við-
brugðið við þá, sem hún batt
trygð við. Langvarandi þjáning-
a-r bar hún með frábæru þreki og
stillingu og undirgefni undir guðs
vilja; trúin á guð og frelsarann
var hénni leiðarljós. — Hún var
jarðsungin frá lútersku kirkj-
unni; séra Björn B. Jónsson veitti
henni hina síðustu prestsþjón-
ustu; og var hún lögð til hvíldar
í Brookside grafreitnum við hlið
foreldra sinna. — Síðasta ráð-
stöfun Elínar sálugu var sú, að
kjósa líkmenn að sjálfri sér; valdi
hún til þess frændur sína fimm,
syni Jóns frá Hjarðarfelli, og
Gunnlög Jósefsson. Ættmenn og
vinir Elínar sálugu biðja guð að
blessa minningu hinnar góðu og
göfugu systur. S. J.
t
Þann 4. maí árið sem leið, and-
aðist á almenna spítalanum í Win-
nipeg, Elín Sturludóttir Freeman,
59 ára gömul, af krabbameini, sem
þjáði hana síðustu tvö árin. Elín
Freeman var fædd á Úlfarsfelli í
Helgafellssveit þ. 15. apríl 1868.
Á þeirri tíð bjuggu þar foreldrar
hennar, Sturla Björnsson og Mar-
grét Sigurðardóttir; var Elín elzt
fjögra barna þeirra hjóna, annað
Ásgerður, kona Lárusar bónda
Freeman í Piney, og Sigurður
Freeman, vestur á Kyrrahafs-
strönd. Sextán ára gamlan son
mistu þau hjón í sjóinn við ísland
1890, er Snorri hét, og heitinn var
eftir sagnfræðingnum fræga \
Reykholti, efnismann mikinn og
vel að sér gjörvan.
Sturla Björnsson, sem tekið
hafði sér auknefnið Freeman, var
fæddur á hinu þjóðkunna höfuð-
bóli, Sauðafelli i Dölum. Voru
foreldrar hans Björn bóndi Gunn-
laugsson, norðlenzkur að ætt, og
kona hans Ásgerður Guðmunds-
dóttir, nafnfræg yfirsetukona í
Breiðafjarðardölum og orðlögð
'mannakostakona á þeim tímum;
hún var systir Sigurðar á Heiði,
þess er orti Varabálk.
Sturla ólst upp með foreldrum
sínum á Sauðafelli til fermingar
aldurs, var svo með frændum sín-
um sínum þar til hann kvæntist og
reisti bú á Úlfsfelli í Helgafells-
sveit. • ,
Sturla var sæmdarmaður og vel
viti borinn og bókgefinn, mjðg
vann Elízabet hvað sem var, og
eftir það vinnu tímabil, fóru þau,
ásamt öðrum, fótgangandi frá
Winnipeg til Gimli á tveimur dög-
um, og ekki voru brautirnar
steinsteyptar eða mölbornar þá,
heldur þurfti að komast einhvern
veginn yfir fen og foræði og í
gegn um þéttvaxna skóga. í einu
orði var leiðin öll eintóm brautar-
leysa og landið alls staðar mjög
erfitt umferðar. Það væri gam-
an að bjóða yngri kónunum upp á
þetta nú, — já, og yngri mönnun-
um líka. Nú má vel fara þessa
sömu leið á hálfum öðrum klukku-
tíma á bifreið, og hvert fet af
henni er mölborið.
Trúkona var Elizabet alla sína
æfi. Hún hélt uppi húslestrum á
heimili sín,u fram að því síðasta
og einnig las hún eða lét lesa
hugvekjur og syngja Passíusálma
á föstunni. Hún dó í trúnni á
Jesúm Krist og fól honum sig á
hendur fyrir alla eilífð.
Frumhetjunum er óðum að
fækka. Flestir þeirra hvíla nú
undir grænni torfu í guðs þögulu
borgum víðsvegar um álfuna. Að
eins fáir af þeim eru enn xá hjá
oss. ó! að oss tækist að heiðra
minningu hinna látnu, sem vera
ber, en um fram alt skulum vér
hlynna að þeim, sem enn þá eru á
lífi, svo að æfikvöldið þeirra
megi verða sem allra friðsælast og
bjartast. Þeir ruddu brautina,
Þeir lögðu grundvöllinn. Hvernig
gengur oss nú með yfirbygging-
una Erum vér þeim jafnsnjallir,
jafn-duglegir, jafn- “þéttir á velli
og þéttir í lund, þolgóðir á rauna-
Elízabet Guðmunds-
dottir Dalmann
Það er mér sannarlega bæði
ljúft og skylt, að skrifa fáein orð
um þessa góðu og merku konu, —
ljúft vegna þess, að viðkynningin
var ætíð svo undur ástúðleg, sól-
rík og indæl, — skylt fyrir þá sök,
að eg átti því láni að fagna, að
vera í ættingjahópnum, og vissu-
lega fékk eg ávalt að njóta
frændrækni hennar fyllilega. Af
þessari háíslenzku dygð var hún
afar-rík, sem af fleirum. Heim-
sóknir mínar allar voru sem bjart-
ir sólskinsblettir á æfibrautinni,
og endurminningarnar dýrmætu
fjársjóður í sálu minni. Þessar
hugljúfu og björtu endurminning-
ar heilla mig nú sem fagrar og
ilmsætar rósir án þyrna.
Eg heilsaði og kvaddi þessa
konu aldrei án þess að mér dytti
móðir mín í hug. Ættarmótin
voru skír og bersýnileg. Auðvit-
að eykur þetta hjá mér hlýleika.
Þykir ekki öllum vænt um, að láta
minna sig á móður sína?
Það er að eins eitt á móti því, að
eg skrifi þessa æfiminningu, og
það er skyldleikinn. Einhvern-
veginn kynokar maður sér við að
segja alt, sem manni býr í brjósti,
þegar frændsemin er annars veg-
ar. En það er ávalt sjálfsagt að
segja hiklaust, alt það, sem mað-
dagur. Mun sá dagur hafa ver-jstund”? Höfum vér erft ‘hetju-
ið þeim ekki að eins minnisstæð- j móðinn og karlmenzkuna íslenzku ?
ur, heldur sérlega skær og fagur,
ekki eingöngu vegna sinnar and-
legu sérkenningar, heldur líka
fyrir þá sök, að þá var lífið hjá
þeim byrjað upp á nýtt, með hin
um björtustu vonum, sem að aldr-
ei brugðust. — í þessum nýju
heimkynnum undu þau’ hag sín-
um ágætlega þaðt sem eftir var æf-
innar, og þar skein hamingjusólin
ávalt.
Eg heimsótti hana haustið 1926
og var þá auðséð, að sólin var
heldur að lækka, og ári síðar, —
21. sept. 1927 — kom sólsetrið
fyrir fult og alt. En, Guði sé lof,
fyrir hana var þetta sólsetur ekk-
ert nema dýrðleg sólaruppkoma á
landi eilífa lífsins. Þá byrjaði
hinn nýi og óendanlegi dagur —
bjartur, skær og sæluríkur.
Að kvöldi sunnudagsins 18.
sept., fékk hún slag og dó kl. 2 að
morgni þess 21.. Hún tók út eng-
ar þjáningar, en var svift máli og
síðan rænu. Hún var jarðsungin
25. sept. af séra Haraldi Sigmar,
að miklu fjölmenni viðstöddu.
Þessi athöfn fór fram í indælli
haustveðurs blíð®, sem var í fullu
samræmi við hina friðsælu burt-
för hennar.
Börn hinnar látnu voru þessi:
(1) Jón, giftur Ólöfu Guðmunds-
dóttur Mýrdal, búsettur nálægt
Gardar. (2) Oddur, giftur Bríet
Þorleifsdóttur Gunnarsson, bú-
setur í Grend við Lake Bay, Wash.
(3) Þorbjörg, heimilisföst að
Gardar. (4) Lilja, dáin að Gimli
á ungum aldri. (5) Lilja Sigr'ð-
ur, heima. (6) Rósa, heima sömu-
leiðis.
Maður Elízabetar, Páll Dal-
mann, dó 10. nóvember 1906. Síð-
ustu árin öll voru þær systur, Lilja
og Rósa, heima hjá móður sinni,
og var auðséð á öllu, að hún naut
hjá þeim hins mesta ástríkis og
sannrar un|hyggju. Alt var gjört,
af þeirra hálfu, til þess að æfi-
kvöldið hennar gæti< orðið sem
allra bjartast og ánægjulegast. |
Þær reyndust henni í ellinni sann-
ar og trygglyndar dætur. Umönn-
un þeirra og nærgætni verður
þeim til ævarandi heiðurs og
sóma.
Elízabet sáluga var góðum gáf-
um gædd. Hún hafði mikið yndi
af íslenzkum bókmentum, og stál-
minnug var hún á alt sem hún las
Hún var ættfróð með afbrigðum
— átti líka til þeirra að telja, þar
sem hún var náskyld séra Einari
Jónssyni, sem var prestur bæði á
Kirkjubæ og á Hofi, og lengi Al-
þingismaður. Séra Einar var á-
valt talinn einhver mesti ættfræð-
ingur íslands.
Hún var vinföst, frændrækin og
gestrisin. “Hún reisti sér skála
um þjóðbraut þvera”. Þessi orð
notaði sóknarpresturinn við jarð-
arförina til að lýsa gestrisni
hennar, og mun það vera sönn
lýsing. Hún var brjóstgóð við
alla bágstadda, og mun hafa miðl-
að hinum þurfandi miklu meira,
en fólk grunaði, því hún blés
alderi í lúður yfir góðverkum
sinum. Hún vildi öllu heldur, að
vinstri höndin vissi ekki hvpð sú
hægri gjörði.
Hún var hreinlynd og ákveðin í
skoðunum. Starfsöm var hún líka
alla sína daga. Hún átti mikið af
íslenzkum hetjuskap í fari sínu.
Fyrstu árin í Ameríku reyndu líka
á þenna kost hjá henni. Hörm-
ungarnar i Nýja íslandi eru öll-
um ílendingar einkar vel kunnar.
um íslendingum einkar vel kunn-
ar. Hún fór í gegn um þessa
miklu eldraun sigrihrósandi og
lét ekkert buga sig. Fátækt knúði
Erum vér ættarprýði eða ættler-
ar? Fetum vér í fótspor kynslóð-
anna, sem á undan eru gengnar?
— Þessum spurningum læt eg ó-
svarað.
Blessuð
sé
hinnar
látnu! Hafðu þökk fyrir alt og
alt! Þú ert nú sæl í háum him-
insölum, í sóllöndum eilífa lífsins!
Far vel, þangað til við sjáumst
aftur!
Carl J. Olson.
Wynyard, Sask., 12. sept. 1928.
‘Geysir”, íslenzka bakaríið, 724
Sargent Ave., talsími 37 476. —
Tvíbökur seldar nú á 20c. pundið
þegar tekin eru 20 pund eða meira.
Kringlur á 16 cent. Pantanir frá
löndum mínum úti á landi fá
fljóta og góða afgreiðslu.
G. P Thordarson.
minmng
CAM PBELL’S
Karlmanna Buxur
500 buxur, sem allar þurfa að seljast hið allra
fyrsta..............................................
$2.95
Karlmanna Peysur
úr allull. Seljast nú $5.00
Þykkar prjónapeysur
fyrir .............
Karlmanna Alfatnaðir
$22.50
Alfatnaðir úr bláu Serge, einhneptir og tví-
hneptir. Síðasta gerð. Söluverð.............
CAMPBELL’S
WINNIPEG’S BIG MEN’S SHOP
534 Main Street Cor . James.
ur Veit að er satt og rétt, hver sem ! bæði hjónin til að fara upp til
í hlu á, og það ætla e rað gjöra Uwinnipeg frá heimili og börnum,
þetta sinn, og eg vona æfinlega. ^il ag vinna sér inn peninga. Þar
HOLT, RENFREW & CO.
LIMITED
Stærsta Fursölu Húsið í Canada. Stofnsett 1837.
Quebec Montreal Toronto Winnipeg
Bjóða
nú alveg framúrskarandi lágt
Verð á Loðkápum
Svo annað eins hefir aldrei þekst í Vestur-Canada
Sérstakur verðlisti nó tilbúinn
í þetta sinn höfum vér lagt oss sérstaklega fram um að sýna
almenningi í Vestur-Canada, hvað hinn ágæti Holt, Renfrew
Fur fatanaður hefir fram yfir annan fur fatað. hvað gæði og
verð snertir. í 90 ár hefir Holt, Renfrew furfatnaðaur verið
viðurkendur í Austur-Canada og í Vesturlandinu eru þeir alt
af að verða fleiri og feliri, sem viðurkenna, að hann sé bezti
og ódýrasti furfatnaðurinn, sem nokkurs staðar er fáanlegur.
Til að auka viðskifti vor og til að láta alt fólk í Sléttufylkjun-
um vita um vort lága verð, þá hðfum vér gefið út verðlista,
sem sýnir meiri kjörkaup á furkápum, heldur en vér höfum
nokkru sinni fyr boðið.
Étfi
Holt, Rcnfrcn^
e■ COMRANY V ^TUMITIO |||
'—TsJför
Calafog of
SFECIAI. VAl.UES
IN
FINE I LIRS
Skerið af Þennan Miða.
Það er nákvæmlega skýrt frá
þessum kjörkaupum í vorum
nýja sérstaka verðlista. Eintak
af honum sent með pósti hverj-
um sem óskar. f
Skrifið eftir honum
I DAG
Þér finnið í honum verð á alls-
konar úrvals Holt, Renfrew Fur
kápum og Treflum, sem
reiðanlega eftirtektavrt.
er á-
HOLT RENFREW & CO., LTD.,
Furriers, Winnipeg, Man.
Please send me, free of charge or obligation, a copy of your "Catalog
of Special Value in Fine Furs.”
NAME
ADDRESS
.L.
I