Lögberg - 25.10.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.10.1928, Blaðsíða 1
 41. ARGANGUR | Helztu heims-fréttir Canada. Ku Klus Klan félagið virðist nú vera eitthvað í þann veginn að láta til sín taka í Winnipeg. Hinn 16. þ.m. var fundur haldinn í Nor- man Hall, nokkurs konar leyni- fundur, þar sem maður nokkur, Daniel C. Grant að nafni, talaði um tilgang félagsins og sérstak- lega um fyrirætlanir þess hvað Winnipeg snertir. Eftir því sem haft er eftir Grant þessum, ætlar K. K. K. nú að taka það alvarlega fyrir sig, að “hreinsa til” í Win- nipeg, og það kvað nú ekki veita af, eftir því sem hann sagði, því hér héldust i hendur allskonar ó- dygðir og ilt framferði, sem gengi ljósum logum, en lögreglan léti af- skiftalaust, og væri þess því sér- staklega þörf, að ‘‘hreinsa til”, þar sem yfirmenn lögreglunnar væru. —i Þegar fréttir af þessum fundi komu í blöðunum næsta dag, þótti Grant þessum mjög undarlegt, að þau skyldu hafa komist að því sem þar fór fram, því þetta átti að vera leynifund- ur. Vildi hann þá ekki heldur kannast við ýmislegt af því, sem eftir honum var haft. Hvort heldur hefir verið, að fréttirnar af fundinum hafi verið eitthvað ýktar, eða hann hefir ekki viljað Mta þær berast út, er ekki gott að segja. Hitt er nokkurn veginn víst, að K . K. K. hefir það í huga, að hefja starfsemi sína i Winni- peg. Munu flestir kannast við starfsaðferðina, og hefir áður verið að henni vikið hér í blaðinu. Virðast margir 'þeirrar skoðunar, að Winnipeg borg sé á flestu fremur þörf, en þessum K. K. K. félagsskap, og er það sízt að undra. * * * Aukakosningar til sambands- þingsins fara fram í Victoria, B. C. , hinn 6. desember næstkomandi. Er það þingsæti autt síðan í sum- ar, að Dr. S. F. Tolmie, sem nú er stjórnarformaður í British Col- umbia, sagði af sér sem sam- bandsþingmaður til að gerast leið- togi íhaldsmanna þar í fylkinu. Hverjir þar verði í kjöri, er enn óvíst, en það er haldið, að Hon. J. D. McLeanj, fyrrum stjórnar- formaður í British Columbia, muni verða þingmannsefni frjálslynda flokksins. * * * Manitoba símakerfið hefir end- urbætt víðvarpstæki sín í Winni- peg svo, að þau eru nú hin full- komnustu, sem nokkurs staðar^ er að finna í Canada. Er þar alt af allra nýjustu og fullkomnustu gerð. Víðvarpið heyrist um alla Norður-Ameríku, þvera og endi- langa. * * * Tveir útnefningarfundir voru á laugardaginn haldnir í Lansdown kjördæminu til að útnefna þing- xnannsefni til að sækja þar um þingmensku við aukakosningar til fylkisþingsins, sem þar fara fr^m nú bráðlega. Annan fundinn hélt stjórnarflokkurinn í Alexander og var D. G. McKenzie útnefndur þar í einu 'hljóði. Hinn fundinn héldu liberalar í Griswold og náði D. G. McKenzie líka þar útnefn- ingu, en ekki með öllum atkvæð- um. Á þeim fundi voru einir 50 fulltrúar, og voru sex þeirra því mótfallnir að útnefna McKenzie. Líklega verður þó ekkert af því, að þeir útnefni annað þingmanns- efni. Kosningar fara fram á laugardaginn, hinn 10. nóvember. Mr. McKenzie var á mánudaginn tekinn inn í Bracken ráðuneytið og er nú fylkisritari og ráðherra náma- og náttúruauðæfa, og sér ejnnig um rafleiðslu fylkisins, svo hann sýnist hafa nóg að gera. * * * Á miðvikudaginn í vikunni sem leið Iagði maður nokkur, H. C. MacDonald að nafni, af stað í lít- illi flugvél, frá Nýfundnalandi og ætlaði að fljúga til Englands. Til hans hefir ekkert spurst síð- an og er nú talið nokkurn veginn vafalaust, að hann hafi farist. Eldsneytið, sem hann hafði með sér, var að eins nægilegt til 35 klukkustunda flugs. Mun hann vera sá nítjándi, sem farist hefir við tilraunir að fljúga yfir At- lantshafið.. * * * í síðustu viku brann stór korn- hlaða í Calgary, tilheyrandi Al- berta Pacific Grain Co., og eyði- lögðust þar sjötíu þúsund mælar af korni. Er skaðinn allur metinn -100,000. * * * Viðskiftaráðið í Winnipeg, bæði eldri og yngri deildin, gerir ráð fyrir, að vinna öfluglegar að við- gangi og framförum borgarinnar, heldur en nokkru sinni fyr. Tel- ur ráðið þess mikla þörf, ef Win- nipeg eigi ekki að dragast aftur úr öðrum borgum í VesturnCan- ada, og ef hún eigi að halda virð- ingu sinni og áliti. Það sem við- skiftaráðið hugsar sér að hrinda í framkvæmd, er meðal annars að stuðla að því, að iðnaður aukist, sem mest í borginni, árlegri iðn- sýningu verði komið á og haldið uppi; staður verði valinn fyrir nýjar háskólabyggingar og þeim komið upp; borgin prýdd með ýmsu móti; hlynt að námaiðnað- inum og búskapnum, loftferðum, vegabótum og ýmsu fleiru. Vill viðskiftaráðið hvetja borgarbúa til að taka höndum saman um að vinna að framförum og heiðri borgarinnar af fremsta megni. Bandaríkin. í ríkinu South Carolina er smá- bær einn, sem Hodges heitir. Eru - íbúarnir þar að eins um 350 tals- ins. Þar er enginn talsími, eng- inn lögreglumaður og ekkert fang- elsi, og svo lítill drykkjuskapur, að þar er bara efrm maður, sem fær sér dálítið í staupinu, en ekki nema þrisvar sinnum á ári. Þetta hefir gengið svona í síðastliðin tólf ár. Áður hafði bærinn tal- síma, en það gekk eitthvað illa, svo það var Ihætt við þá. Bærinn hafði líka einu sinni lögreglu og fangelsi og mikinn drykkjuskap, en þetta hefir alt lagst niður, og nú er bærinn svo friðsamur, að það er ekkert, sem raskar ró íbú- anna, ekki einu sinni síminn. Bæj- arbúar komast vel af án símans, og stendur hann að öðru leyti ekkert að baki öðrum bæjum af sömu stærð. * * «■ Fundist hafa nokkrir partar úr loftfari, sem álitið er að séu úr loftfari því, sem Amundsen og fé- lagar hans fimm notuðu, þegar þeir í júní í sumar lögðu af stað norður í höf til að leita að þeim, sem voru i loftfarinu Italia. Nú rétt nýlega hefir fundist gasolín- geymir, einar 200 mílur fyrir norðan Christiansand í Noregi, og er haldið að hann sé úr loftfari Amundsens. Er það miklu sunn- ar heldur en aðrir hlutar, seni fundist hafa og álitið er að séu úr sama loftfari. Talið er víst, að málmhylki þetta hafi dottið of- an í sjóinn, en ekki ofan á ís, því það var hvorki dalað eða brotið og meira að segja töluvert af gasolíu í því. * * # Frétt frá Detroit segir, að Ford félagið sé að flytja verksmiðjur sínar, þar sem dráttarvélar (trac- tors) eru tilbúnar, frá Detroit til Cork á írlandi, og á verksmiðjan að verða tilbúin að taka til starfa um áramótin. Ástæðan fyrir þessu er sögð að vera sú, að eftirspurn- in, eftir þessum vélum hafi vaxið stórkostlega á Englandi, írlandi, Þýzkalandi og Rússlandi. * * * Lærðir menn í hinum miklu mentaskólum, Cambridge og New Haven, þar sem háskólarnir miklu, Harvard og Yale eru, hafa komist að því, eftir því sem sagan segir, WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1928 NÚMER 43 að jörðin snúist nú hraðara held- ur en hún hefir gert. Heitir sá Ernest W. Brown iSterling, og er prófessor í stærðfræði við Yale háskólann, sem sýnt hefir fram á þetta. Haldið er, að þetta komi á einhvern hátt af jarðskjálftum, en ekki hitti, að dagurinn sé í raun og veru að styttast. * * * Blaðið Literary Digest, hinn 20. iþ.m., skýrir frá því, hversu mikið safnaðarfólkinu í 23 kirkjudeild- um í Bandaríkjunum hefir fjölg- að, eða fækkað í einstöku tilfell- um, á árunum 1916—1926. Sam- kvæmt þeirri skýrslu er síður en svo, að kirkjufólkinu sé að fækka, því á þessum árum fjölgaði fólk- inu í landinu um 17—18 per cent, en kirkjufólkinu fjölgaði um meir en 30 per cent. Alls hefir safnaðarfólkinu í Bandaríkjunum, á þessum 10 árum, fjölgað um 12,698,122. Árið 1916 voru út- gjöld kirknanna $328,809,999, en 1926 voru þau orðin $814,371,529. Af öllum kirkjudeildum er róm- versk-kaþólska kirkjan lang fjöl- mennust, þá Baptistar, þá Method- istah og þar næst lúterskir. Lút- erskt safnaðarfólk í Bandaríkjun- um 1926 telst að vera 5,258,623, og hefir fjölgað á þeim árum, sem hér er um að ræða, um 2,798,085, eða meira en 100 per cent.— Fækk- að hefir fólkinu í einstaka kirkju- deildum og er það eftirtetarvert, i að það eru hinar svo nefndu j “frjálslyndu” kirkjudeildir, svo sem Unitarar og Universalistar. Á umræddum 10 árum hefir Unit- örum fækkað um 22,363, og eru 1926 ekki nema 60,162. * * * Á fyrra helmingi ársins 1928 urðu 390 loftför, þau er einstökum mönnum eða félögum tilheyra, fyrir slysum. Af þessum slysum mistu 153 manneskjur lífið, 276 meiddust meira og minna, en 399 sluppu ómeiddar. » * * Peningar í fjárhirzlum Banda- ríkjástjórnarinnar voru 30. sept- ember síðastl. $8,213,615,127, eða $40.82 á hvert mannsbarn þar i landi sé fólksfjöldinn talinn 118,720,000. Iivaðanœfa. Mikið hefir nú að undanförnu verið talað um samninga, sem sagt er að stjórnir Bretlands og Frakklands hafi gert sín á milli viðvíkjandi hervörnum á sjó. Er samningur þessi að einhverju leyti leynilegur og að eins milli þessara tveggja stjórna, eða tveggja þjóða, því í raun og veru bera þjóðirnar ábyrgð á því, sem stjórnirnar gera. Þykir hér mjög stefnt í sama horf eins og átti sér stað fyrir stríðið mikla og óttast margir, að afleiðingar verði svip- aðar, þegar stundir líða. Hafa veir stjórnmálaleiðtoganna á Bret- landi, þeir Lloyd, George og Mac- Donald, farið um þessa samninga afar hörðum orðum, einkum Lloyd George. Þá er þessu einnig mjög illa tekið af ýmsum öðrum þjóð- um, sérstaklega ítölum og einnig Bandarík j amönnum. * * * Chiang Kai iShek, sem var yfir- hershöfðingi Nationalista í borg- arastríðinu mikla í Kína, hefir nú verið kosinn forseti kínverska lýð- veldisins * * * Richard E. Byrd lagði af stað hinn 10. þ.m. frá San Pedor, Cali- fornia á hvalaveiðaskipinu “C. A. Larsen”, áleiðis til suður heim- skautsins. Fara þeir félagar fyrst til Nýja Sjálands og búast við að verða þar um 5. nóvember. Þar eiga þeir að mæta hinum tveimur skipunum, sem þátt taka í leið- angri þessum, “iCity of New York” og “Eleanor Bolling”. Þaðan ætl- ar svo Byrd að sigla einar þús- und mílur suður í hðf og hefja þaðan rannsóknir sínar. Það sem þeir ætla þar sérstaklega að gera, er að athuga lofslag og vinda og þeir ætla að búa til kort af þess- um “hala veraldar”, sem enn er að mestu leyti órannsakaður. Bú- ast þeir félagar við að verða þar suður í heimi í tvö ár eða lengur. Er leiðangur þessi stærri og bet- ur útbúinn heldur en nokkur ann- ar heimskauta leiðangur, sem gerður hefir verið. Hafa meðal annars þrjú loftför. * * * Eitt af því, sem Mussolini hef- ir gert til að efla framfarir föð- urlandsins, er að leggja skatt á alla ógifta menn í landinu, sem komnir eru yfir vissan aldur. Ekki var það aðal tilgangurinn, að iauka tekjur ríkisins með þessum skatti, heldur að reyna að fá þessa menn til að hætta einlíf- inu og gifta sig, því það taldi hann heppilegra fyrir vðxt og viðgang þjóðfélagsins. En þessi skattur kom ekki að tilætluðum notum. Ógiftu mennirnirf, “basl- ararnir”, sem vér Vestur-íslend- ingar nefnum svo, giftu sig ekki að heldur. Þeir vildu ekki láta, jafnvel Mussolini, ráða fyrir sér í þeim efnum. En Mussolini vill ekki gefast upp fyr en i fulla hnefana, og nú hefir hann tekið það ráð, að tvöfalda skattinn, og ef hann heldur þessu áfram, þá hefir hann máske sitt mál fram og kemur því til leiðar, að “bösl- urunum” fækki, að minsta kosti töluvert. Breytingin Sumarið leið sem sæll draumur. Eitt hið yndislegasta sumar um langan tíma. Hugglaður horfði búandinn á þéttskipað akurlendi. Sællegur búpeningur rambaði drembilega um og valdi sér hið kostulegasta af því, em á borð var borið, því margir voru réttirnir og nóg skamtað. Hautið gekk í garð — hver dag- urinn öðrum betri. Stöðuvötn björt og hrein spegluðust af geisl- um haustsólarinnar. Góðviðris- blærinn lék um lönd og strendur. á brjóstum vauianna vögguðu sér þúsundlitar myndir af greinum trjánna. — Vegurinn lá inn í þéttan skóg- inn. Nú þarf að vaka, — margt er að athuga. Brautin er í fang- ið, en grýtt — það mun flestra leið. Draumþrungin værð fyllir loftið og heiðríkjan hyllir alla hluti. Mófuglinn hrekkur frá göt- unni, en þó hávaðalítið. Hann skirrist við að raska rósemi þessa sólríka landslags. Trén standa bein og hreyfingarlaus. Þau eru að drekka með nautn hinn verm- andi yl sólarinnar. Þau virðast þess áskynjai, að nú sé komið að síðasta tækifæri að njóta hinna ylblíðu geisla áður en þau verða gagntekin af heljargrimd vetrar- ins. Fast við veginn standa þrjú espitré. Ekki eru tré þessi jafn- há. Hæsta tréð hefir mist mest af skrauti sínu, og lægsta tréð minst. Þannig er jöfnuður.inn meðal trjánna. Þessir æskuvinir njóta unaðar og samfagnaðar lífsins — framtíðin er þeim hulin. Visin laufblöð þekja jörðina. Móðirin mikla er nýtin á fatnað barna sinna. Laufblöðin notar hún til klæðnaðar fyrir yngri börnin. Smári og smágert græn- gresi gægist undan laufblöðun- um. iSeinna verður breitt ofan á þau mjúkri og mjallhvítri “yfir- sæng” og þau gjörð óhult til sum- ardags næsta. Landslagið breytist; Nú sést lágur og kræklóttur pílviður. Viða eru feyskjur. En á milli býr mikið skraut. Hvergi er meiri fegurð, ef að er gætt. iSmákvistir og nýgræðingur standa þar með fullu laufi. Þeir bera marga og greinilega liti. Mest ber á rauða litnum og þeim bMa, og nokkuð á þeim gula. Það er eins og náttúr- an hafi viljað gjöra pílviðnum jafnt undir höfði með þessum lit- fríðu fyrirbrigðum.— Meðal þessa litarskrauts er gott að láta sig dreyma. Á láglendinu sést tákn þess líð- andi og ókomna. Starkynjað há- gresið er gult í toppinn. Því fer hnignandi með degi hverjum, en nær rótinni felst nýgræðingurinn, sem á að taka við, þegar það eldra er fallið frá. Friður Guðs hvílir yfir landinu eftir erf-iði sumarsins. Sig. S. Christopherson. “ Dauðahald,> Svo er það kallað, þegar fast er haldið í eitthvað, og af öllum kröftum. Heimfararmálið hefir haldið vakandi hugsun Vestur-lslendinga um nokkra mánuði undanfarna. Það hefir skift þeim í tvær and- stæðar fylkingar, eins og öll önn- ur mál gera. Nú eru þáttaskifti í þeim leik. Báðar nefndirnar hafa nú á- kveðið viss flutningafélög og byrjað á auglýsingum. Héðan af er því ekki um neitt fullkomið samkomulag að ræða; héðan af hlýtur hvor nefndin um sig að sigla sinn eiginn sjó; væri því ekki úr vegi, að fara stuttlega yf- ir fáein atriði málsins. Deiluefnið í byrjun var einung- is eitt; heimfararnefndin hafði beðið um opinberan styrk til und- irbúnings fararinnar; fjöldi ís- lendinga var því mótfallinn; nefndarmönnum var gert aðvart um þetta í kyrþey, til þess að það þyrfti ekki að verða að deilumáli. í stað þess að taka hógværum leiðbeiningum og ráðfæra sig við íólkið, skeltu nefndarmenn skoll- eyrum við og voru of hrokafullir til þess að taka nokkrum bend- ingum; þeir biðja um það og fá því framgengt, að þeir séu sjálfir endurkosnir og þeim fengin völd fram yfir 1930. Þeir berjast á móti því, að jafnvel Þjóðræknis- félagið sjálft, hvað þá heldur ís- lendingar alment, ráði nokkru um það, hverjum bætt sé í nefndina; þeir berjast gegn því, með hnúum og hnefum, að ritstjórum blaðanna sé bætt í nefndina. — Alt bendir til þess, að þeir ætli að halda á- fram með styrkbeiðnina þvert of- an í vilja almennings — þeir halda í styrkinn dauðahaldi. Sjálfboðanefndin myndast; hún heldur því fram, að allur fjöldi íslendinga sé styrknum and- stæður. Hin nefndin heimtar sönnun fyrir 'þeirri staðhæfingu. Sönnun var að eins möguleg með tvennu móti: annað hvort varð að ferðast um bygðir íslend- inga, halda þar fundi og láta greiða atkvæði um málið, eða prenta skjöl til undirskrifta. Fyrri leiðin var bæði kostnaðar- söm og likleg til þess að valda ó- þarfa biturleik eða jafnvel fjand- skap; síðari leiðin kostaði mjög lítið og var friðsamleg að öllu leyti; þar sem hver skrifaði nafn sitt sem vildi, án nokkurra æs- inga, sem oft eru samfara fundar- höldum. Þúsundir manna skrifuðu undir mótmæli gegn styrknum. Samt heldur heimferðarnefndin dauða- haldi í styrkinn, þvert ofan í mót- mælin frá almenningi og þvert of- an í sannanirnar, sem hún þóttist æskja eftir — nú var henni orðið það ljóst, að hún vann í óþökk Vestur-íslendinga í þessu atriði; eða mikils meiri hluta þeirra. Nú tekur nefndin sig til og ferð- ast um flestar bygðir íslendinga, heldur þar fundi og biður um traustsyfirlýsingar. Svo lélegar eru undirtektir fólksins undir þá beiðnis að ekkert mál hefir nokkru sinni fengið hlutfallslega verri út- reið hér vestan hafs, en styrk- beiðni. Hér skal ekki taMð út í bláinn; tökum t. d. Selkirk, þar sem málið hefir fengið meiri stuðning en víðast annars staðar. Þar eru mörg hundruð íslending- ar; þar er einn nefndarmaðurinn, vinsæll og vel metinn prestur og áhrifamikill, þar sem hann beitir sér. 'Samt gat nefndin ekki feng- ið fleiri af heimamönnum til þess að koma á fund sinn. en 53, og að- eins 26 atkvæði til þess að lýsa trausti á nefndinni — jafnvel nokkrir af þessum 26 eru þó á móti styrknum. Tuttugu og sex af mörgum hundruðum. Hvernig getur nokkurt mál fengið lakari útreið? — í Churchbridge er sama máli að gegna, í Langruth, í Glen- boro, í Baldur, á Brú, á Lundar er það ekki betra, að eg ekki minnist á allar Dakotabygðirnar, sem svo að segja eru einhuga gegn styrknum. Samanlögð tala allra þeirra, sem með nefndinni hafa greitt at- kvæði, er ekki hærri en svo, að hundrað mæti þúsundi þeirra, sem á móti styrknum hafa mælt með sjálfkrafa undirskriftum. — Skulu hér færð til nokkur dæmi, og sýnd tala undirs'krifenda og mótmælenda á nokkrum stöðum; Churchbridge 108, Riverton 83, Langruth 83, Seattle 109, Elfros og Mozart 64, Árborg 73, Cypress River 43, Árnes 60, Hnausa 47, Hecla 41, Gardar 74, Hensel 50 Þetta eru aðeins nokkur dæmi, valin sérstaklega með tilliti til þess, að suma þessara staða hef- ir styrkliðið talið sér’ Annars getur hver sem er séð allar undir- skriftirnar hjá skrifara nefndar- innar, E. P. Jónssyni, ritstjóra 'Lögbergs, eða hjá Gunnlaugi kaupmanni Jóhannssyni. Þegar deilurnar hófust, var að eins um eitt atriði að ræða — styrkinn. En inn í það var bland- að öðrum málumi, áður en langt leið. Þegar Dr. Brandson skrif- aði sína fyrstu, hógværu grein, hefði matt ætla, að nefndarmenn svöruðu blátt áfram og mannlega. En því fór fjarri, að svo yrði. Sumir þeirra hvísluðu því á br.k við tjöldin, að D?. Brandson skrif- aði ekki af sínu eigin, heldur léti hann stjórnast af áhrifum annara manna, sem það markmið hefðu, að drepa Þjóðræknisfélagið og lama Únítarakirkjuna. Þannig var trúmálum laumað inn í deilurnar og var það auðvitað sama sem að hella olíu í eldinn. Þá var einnig öðru máli bland- að í deilurnar, sem þar átti alls ekki heima; manna á meðal og í Heimskringlu var reynt að rýra gildi þeirra áhrifa, sem H. A. Bergman hafði á styrkmálið, með því að rægja hann í sambandi við hið svo kallaða Ingólfsmál; af því kviknaði annar eldur, sem erfitt er að segja hvenær slöktur verð- ur. Yfir höfuð hefir heimfarar- nefndin reynt að forðast umræð- ur um styrkinn — forðast að ræða málið sjálft — en slegið út í alla aðra sálma. Mér dettur í hug í þessu sam- bandi, saga sem E. H. Kvaran sagði einu sinni á bindindisfundi í R.vík; hún var svona: “Maður var á gangi á götum í Kaupmanna- höfn; hann var dálítið slompaður og steig öðrum fætinum ofan í rennu. Hann varð allur útataður og svo var óþefurinn megn, sem af honum lagði, að allir sem ná- lægt honum gengu, tóku höndinni fyrir vitin. Aumingja manninum þótti þetta leiðinlegt; hann tók því það ráð, til þess að draga at- hygli fólks frá óhreina fætinum, að hann batt rauðum klút um höf- uðið, til þess að allir skyldu gleyma fætinum. En þótt augu fólksins staðnæmdust á rauða klútnum, þá var lyktin sú sama, og menn héldu fyrir vitin eftir sem áður.” iHeimfararnefndinni og fylgj- endum hennar ferst eins og mann- inum í þessari sögu; reyndi á all- ar lundir að leiða athygli frá aðal- málinu, til þess að geta haldið dauðahaldi í stjrrkinn. Fyrst er á bak við tjöldin komið með trú- málin, og síðan með Ingólfsmálið, en þrátt fyrir þetta alt eru þau styrkbeiðni nefndarinnar og ó- lyktin af fæti mannsins í sögunni hans 'Einars, skilgetin systkini. lEkki get eg gengið fram hjá einu atriði, sem fyrir kom nýlega hér í Winnipeg í sambandi við ■þetta mál: W. H. Paulson þingmaður gerði það að þungamiðju ræðu sinnar á fundi, að Th. H. Johnson hefði vérið eindreginn með styrkbeiðn- inni; taldi hann það sönnun þess, að ekkert gæti verið athugavert við hana. En allir Winnipeg- nefndarmennirnir vissu, að hér var vísvitandi farið með rangt mál. Má vera, að Johnson hafi í upphafi ekki athugað, hvað styrk- beiðnin þýddi eða hvað af henni kynni að leiða og því verið henni samþykur þá; en að athuguðu máli hefir hann skift um skoðun, og það vissi nefndin. Hér skal ekki einungis bygt á vitnisburði Dr. Brandsons, H. A. Bergmans og E. P. Jónssonar, þótt engum detti í hug að efast um orð þeirra, held- ur skulu notaðar játningar fjög- urra manna úr heimfararnefnd- inni sjálfri. ISéra R. Pétursson skrifaði grein fyrir hönd nefndar- innar, þar sem hann lýsti þvi yfir, að Th. H. Johnson hefði átt tal heima hjá sér við einn nefndar- manninn og tjáð honum, að hann væri andstæður styrkþágunni. J. J. Bildfell sagði þetta rétt vera, þegar greinin var lesin á fundi nokkurra nefndarmanna. Th. H. Johnson átti langt tal á heimili sínu við A. P. Jóhanns- son um heimferðarmálið og and- mælti eindregið styrkþágunni. Þetta hefir Jóihannsson sjálfur viðurkent og mun alls ekki bera á móti. Th. H. Johnson átti einnig símatal við Árna Eggertsson um þetta efni og skýrði honum frá því, að hann væri styrknum mót- fallinn. Margt hefi eg heyrt og séð einkennilegt í þessu styrkmáli, en fátt eins ógeðslegt og það, að hlusta á W. H. Paulson tala um Th. H. Johnson í þessu sambandi og horfa á hina nefnd- armennina fjóra sitja þegjandi, án þess að leiðrétta ranghermið, sem þeim öllum var svo kunnugt um — líklega í því trausti og með þeirri vissu, að dánir menn geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Sig. Júl. Jóhannesson. Eru Bretar að verða bindindisþjóð? Ekki liggur nú eiginlega nærri, að svo sé enn þá, en eftir því sem blaðið “London Sunday Express” skýrir frá, hefir áfengisnautnin stórkostlega minkað þar í landi síðari árin. Um aldamótin drukku Englend- ingar 32,239,525 gallónur af sterk- um, áfengum drykkjum, en nú ekki nema 10,412,921 gall. Á Skotlandi, heimalandi brennivínsins, er mun- urinn ekki minni, Árið 1900 drukku Skotar 8,623,092 gallónur af brennivíni og öðrum slíkum drykkjum, en árið sem leið að eins 2,456,283 gall. Nokkurn veginn sama er að segja um bjórinn. Árið 1902 drukku Englendingar bjór úr 31,810,877 tunnum, en 1927 var bjórdrykkjan komin ofan í 23,148,- 640 tunnur. Skotar drukku 1962 úr 2,260,759 tunnum, en 1927 ekki nema úr 1,673,576 tn. ölgerðarmönnunum lizt ekki á þetta, sem ekki er von, og þeir gera sér sameiginlega far um að auglýsa bjórinn og koma almenn- ingi í skilning um, að bjórinn sé hollasti drykkur, sem til sé, en það sýnist koma fyrir heldur lítið. Blaðið reynir að gera grein fyr- ir, hvernig á þessu muni standa, * og verður niðurstaðan ’helzt sú, að nú hafi menn svo margt annað sér til skemtunar, en að fá sér í staupinu, að þeir þurfi þess síður með. Annað hitt, að nú gangi alt með svo miklum hraða, að mönn- um veiti áreiðanlega ekki af að vera ófullir, ef þeir eigi ekki að dragast aftur úr eða troðast und- ir. Líka sé það, að þegar menn keyrðu hesta, hafi hesturinn oft- ast ratað heim, þó eigandinn rat- aði ekki, en bíllinn sé viss með að fara afvega, ef keyrarinn sé ekki algáður. í síðasta blaði er stutt grein með fyrirsögninni “Þakkarorð”. Nafn konunnar, sem er undirskrifuð, hefir því miður misprentast. Á að vera Jónasina Jóhannesson, en ekki Jónína, eins og þar stendur. Fjögur herbergi til leigu fyrir $25 um mánuðinn, eða tvö fyrir $15 frá 1. nóvember að telja. — Upplýsingar að 676 Sargent Ave., Sími 34 298. Messur 28. okt. — Mozart kl. 11 (ferming og altarisganga); Wyn- yard kl. 3 (altarisganga); Kada- har kl. 7.30 (altarisganga). — Samskot fyrir heimatrúboð kirkju- félagsins á öllum stöðunum. — Allir hjartanlega velkomnir. — “Allir æfinlega.” C. J. O.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.