Lögberg - 20.12.1928, Side 1

Lögberg - 20.12.1928, Side 1
41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1928 NUMER 51 GLEDILEG JÓL! - /II \\ Dýrð sé guði í upphœðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum. JÓL RINGT! Hringt í liásalnum víða til heilagra tíða! Hringt! Hringt! Á bláhvolfi kirkjunnar gullstjörnur glitra u'g geistar i krystöllum brotna ug titra — í gljáfægðum Ijóskrónum glitbrigðin Ijóma, og gleðiblær leikur um orgánsins hljóma og hreimfagran óminn af hátíðasöng ber hátt yfir mannfjöldans þröng. Með róðukross gullinn á rauðu skrúði við rósflosi dýrmætu altarið glæst hann stendur í kórstúku, klerkurinn prúði, þar Krists-myndin Ijómar á stafninum hæst. Og tónhylgjan hefur há og löng til himinjS jólanna dýrðarsöng. Dýrð! dýrð á samróma tungum í samhljómi þumgum er sungin og skýrð. Alt er skraut og skart, alt er skínandi bjart, — alt hljómar af guðsfrið og heilagri dýrð! Eg er fremst við dyr í forkirkju. seztur. ------Eg er gestur, gestur! Og hugann ósjálfrátt læt eg líða til löngu horfinna tiða: Með langþráðu kertin var koniið inn, - hann kveikti á þeim, hann pabbi minn, um súðina birti’ og' bólin. Hann klappaði blítt á kollinn minn og kysti brosandi drenginn sinn, — þá byrjuðu blessivð jólin! Þá tók hún úr kistli, hún mamma mín, * og mjúklega strauk það, drifhvitt lín og breiddi’ á borðið við gluggann. Á rúminu sátum við, systkinin, þar saman við jólakveldverðinn, — en kisa skauzt fram í skuggann. i 'o steig eg með kertið mitt stokkinn við ‘"'-og starði’ í Ijósið, við mömmu lúið, hún var að segja’ okkur sögur af fæðingu góða frelsarans, um fögru stjöruna.’ og æsku hans, og frásögnin var svo fögur! Svo lás hann faðir minn lesturinn, og langþreytti raunasvipurinn á honum varð hýrri’ ög fegri. Mér fanst sem birti’ yfir brúnum lians við boðskagnnn mikla kærleikans, af hugblíðu hjartanlegri. Og streyma eg fann um mig friðaryl, sem fundið hafði eg aldrei til og sjaldan hef fundið siðan. Og bjaHari’ og fegri varð baðstofan, og betur eg aldrei til þess fann, hve börn eiga gleðidag bliðan. Já, jólin heima, — látlaus, hjá æskunnar arni er endurminning Ijúfust frá horfinni tið! Að verða’ um jólin aftur í anda’ að litlu barni er eina jólagleðin, er léttir dagsins stríð. Þá hvílir jólafriður vorn hug, sem lœkjarniður er hægt ym blíðkvöld va-ggar i drauma blómi’ í hlíð. Hringt! Hringt! um hvelfingu hljómöldur streyma. Hringt! Hringt! Eg hrekk við, — mig er að dreyma. Eg var á jólunum heima! Þangað er Ijúft miwni þrá að sveima: Þ a r á eg heima! Guðm. Guðmundsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.