Lögberg - 20.12.1928, Side 3

Lögberg - 20.12.1928, Side 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928. Bls. 3. Fréttabréf. TANTALLON, Sask. 11. des 1928. Herra ritstjóri: Það er ekki oft, sem þessir fáu landa, er hér búa í grend við Tan- tallon, hafa miklar fréttir að birta, en nú langar okkur að biðja um ofurlítið pláss í þínu heiðraða blaði Þann 3. þ.m. skeði það, sem oss finst vert um að geta. Það kvöld ^öfnuðust allir landar vorir hér úr bygðinni, sem komið gátu, — því miður voru nokkrir, sem ekki gátu komið sökum veikinda—, á eitt heimilið hér í bygð, þar sem Jón Júlíus Jónsson og kona hans Anna Jónsdóttir, búa. Þá er all- ir voru þangað komnir, var þeim hjónum skýrt frá því, að þessi heimsókn væri gerð í tilefni af tuttugu og fimm ára giftingaraf- mæli þeirra, sem var þann dag, og að drekka ætti með þeim kaffi- sopa. Meðan nokkrar af konunum til- reiddu kaffið, voru sungin nokk- ur íslenzk lög. Svo var sezt að borðum -og brúðhjónunum þá af- hent að gjöf silfur “Tea Service” og stór 0g mikil brúðarkaka, sem vott vinarhugs og þakklætis, er bygðarbúar bæru í brjósti gagn- vart þeim fyrir langa og góða við- kynning. Mr. Jónsson þakkaði fyrir vin- arþelið og gjafirnar, með nokkr- um velvöldum orðum. Yar svo drukkið kaffi og borðaðar pönnu- kökur og margt annað 'gott. Þegar veitingar voru afstaðn- ar, skemtu sumir sér við spil, en aðrir ræddu saman, «og var farið að líða á nóttina, er allir fóru heimleiðis, hver í sínum bíl. Einn af þeim viðstöddu. Fréttabréf frá Islandi. S.-Þingeyjarsýslu 5. nóv. Forsjónin gerði búkonubragð núna: að gera sumarauka ofan á dæmalaust gott missiri. Veður- gæði vors og hausts og sumars verða hér lengi í minnum höfð. Ein úrkomugusa á haustinu, eng- in á vori né sumri. Þess vegna varð jörðin fyrst svo þurbrjósta, að lækir þornuðu og lindir urðu að seitlum. Eini anmmarki tíðar- farsins, svo teljandi sé, var júní- kuldinn, sem var ótrúlegur. Næt- urfrost stigu í afdölum svo hátt, að þau komust í 12 stig eða 15. En ekki veit eg hvaða mælir sagði til, líklega Celcius. í þeim svala dóu jarðeplaplöntur og grösin veiktust. Þó varð grasspretta að lokum vonum meiri, svo að nálg- aðist meðallag. En nýtingin var afbragð. Fiskafli hefir verið góður úr Skjálfanda, og er enn. Útfluttar vörur frá Húsavík í okt. námu miljón kr. — fremur en úr sýsl unni allri. Það köllum við gott hérna og björgulegt. — Mannalát: Mætir menn ýmsir 0g dugandi hafa látist á þessu s. 1. sumri: Guðni bóndi að Grænavatni, há aldraður búhöldur, bjóí í Vogum framan af æfi sinni. Kristín hét kona hans, systir Benedikts lækn- is Einarssonar í Chicago, og áttu þau mörg börn og mannvænleg. Jóhannes Þorkelsson hrepps stjóri að Syðrafjalli varð bráð- kvaddur, búhöldur og maður vel viti borinn, skáld á yngri árum, sem sjá má í gamalli Eimreið. — Hans son er Þorkell meistari í Reykjavík. Jóhannes var bróðir Indriða á Fjalli, skálds, 0g voru þeir Sands-bræður systkina synir. Guðmundur á iSandi mælti yfir moldum frænda síns langt erindi og rakti ætttina upp til Jóns Mar- íuskálds, er stórmenni var á sinni tíð og skáld mikið. Jóhannes var hálf-sjötugur 0g mentaðist ungur að Möðruvöllum. Benedikt Grön- dal mintist á hann lofsamlega í Dægradvöl, var þar kennari hans. Um 200 manna fylgdu Jóhannesi til grafar og þykir þá líkfylgd í sveit fjölmenn, er svo gengur. Snorri hreppstjóri Jónsson að Þverá andaðist viku síðar en Jó- hannes. Aldurhniginn úrvals- bóndi, bróðir Bened. frá Auðnum. Snorri var minna nafnkunnur en Benedikt En þó var hann merki- legur maður, vitur og hugsandi, gefinn fyrir stjörnufræði og grasafræði, fróður um fugla og í sögunni vegvís. Þeim var hann minnisstæður, er kyntust honum. Sigurður Guðmundson í Skörð- um andaðist í sumar, á tíræðis- aldri; blindur og karlægur síðast, mikill þrekmaður, ramur að afli. Hann tók fjögur 100 punda lóð þannig, að hann hvoldi saman höldunum og bar umhverfis búð, lágur maður og þrekinn. Konráð Vilhjálmsson að Hafralæk mælti yfir honum langt erindi og snjalt og heimfærði til hans að hálfu leyti ummæli E. B. um Egil Skalla- grímsson í gvæði skáldsins; jafn- framt skýrði hann kvæðið, er var hátíðamatur áheyrendum. Meðal barna iSigurðar er Páll símastjóri á Húsavík og Þuríður húsfreyja í Skörðum. Síðastl. vetur andaðist Guðni Jónsson í Grímshúsum, á tíræðis- aldri; Indriði á Fjalli mælti yfir honm snildarlegt erindi, langt og valið að orðfæri. Rósa Árnadóttir, er andaðist í haust, á níræðisaldri, var lengi ráðskona, af mikilli snild, hjá Benedikt sýslum. 'Sveinsyni, at- gerfiskona í sjón og raun. Loks má nefna Kristbjörgu móður Helgu í Múla og Kristjáns pósts að Jódísartöðum í Eyjafirði og Ingibjargar húsfr. í Keldunesi. Kristbjörg var á tíræðisaldri, mikil dugnaðarkona og ábyggileg. Nú fyrir fáum dögum var gull- brúðkaup að Finnsstöðum í Kinn — Árna Kristjánssonar og Bót- hildar Einarsdóttur. Foreldrar Árna áttu og héldu gullbrúðkaup fyrir 30—40 árum og er þetta samanlagt allmerkilegt. Árni of Bóthildur hafa búið annan búskap sinn 50 ára langan að Finnsstöð- um og bætt jörðina að túni og hús- um. Þetta hóf var fjölment, eftir því sem getur verið á sveitabæ: 100 manna eða fleira. Þar töl- uðu þessir: Guðmundur á Sandi fyrst, þá Grímur að Rauðá—hálf- br. J. J. ráðherra — Jón í Yzta- felli og Konráð kennari við Lauga- skóla. Árni er enn teinréttur á fæti og gengur á engi. Bóthild- ur er ern og sér um búið á sinn hátt Það er á við meðal skóla- göingu að skygnast í barm slíkra hjóna, sem þessi eru og læra af þéim lífspeki falslausa. Því að þessi hjón hafa þjónað góðum hí- býlaguði alla æfi og engan eyri tekið frá öðrum, en jörðinni. En marga krónu hafa þau goldið “til allar stétta.” Óvenjulega mikil viðleitni er nú hér í sýslu að rífa sundur móa og tún hrjónur með plógum og dráttarvél. vStórar spildur blasa við augum út við sjó og inn til dala. Þetta haust hefir lejrft áhuganum að neyta áhalda meira en venja er til. En þu er nú frost- ið búið að taka þar fyrir vinnu. Engir spádómar iheyrast um vetrarfar. En mikil músamergð í högum og húsum bendir í þá átt að eigi muni blíutíð haldast. í allan vetur. Man eg að þær voru forðum góða sumarið undan frostavetrinum mikla, viðlíka ó- teljandi og álíka umsýslumiklar að grafa sér holur djúpt í jörð, sem nú hafa þær verið í sumar og haust. En undanfarnir mildir vetrar kunna að hafa fóstrað þær og framfleytt þeim venju fremur. Eg, sem fþessar línur rita, þori naumast að minnast á þjóð- málin, eða þá menn, sem fara nú með þau. En það þori eg þó að segja, að kjósendur — háttvirtir hérna í “mentaðasta kjördæmi landsins” — eru vel ánægðir með stjórnina. Henni er þakkað ár- gæzka til sjávarins, aflasældin og þær allsnægtir, sem allir hrafnar landsins hafa nú í fjörunum, og er þess vænst, að stjórnin verði langlíf í landinu. Hvort hún ger- ir alt góðréttilega — það skiftir nú minna máli, því enn er tóm til að iðrast — þá á banasænginni. Reyndar segir meistari Jón, að sú iðrun sé til þess eins, að vakna upp með enn meiri andfælni “í helvíti og kvölunum”. En öll sú landafræði er nú orðin gjörbreytt 0g orð meistara Jóns höfð í flimt- an, ef á þau er minst. En þorri manna veit nú ekki meira um þenna emistara, en kötturinn um sjöstjörnuna.—Vörður. dætur kunningja sinna, þannig, j ingja frá skrifborði sínu og ekki að eg fékk unnustu útnefnda þeg-|hefir komið fyrir almenningssjón- ar eg var þriggja ára, Gunnar j ir> en sem var þó margt þess vert. Eg vil ekki fara að Óprentuð rit og kvœði séra Matth. Jochumssonar. Eins og mörgum er kunnugt, hefi eg síðustu þrjú ár verið að hóa saman bréfum og öðru óprent- uðu eftir föður minn sáluga. — Fyrsta árið barst mér ýmislegt, einkum bréf, næsta árið minna og nú orðið kemur varla fyrir, að nokkuð sendist. Ræður þar auð- vitað mestu, að margt hefir glat- ast með árunum, en þar næst veldur gleymska. Eg er sannfærð- ur um, að margir eiga í fórum sínum sitthvað óprentað í bundnu og óbundnu máli eftir föður minn og þeir hinir sömu mundu finna það, ef þeir vildu gera svo vel og rumska og fara að leita. Það er máske til mikils mælst af mér, að vera að ónáða menn, en þakklát- ur verð eg hverjum, sem vill gera sér ómak og forða frá glötun og gleymsku þó ekki sé nema lítilli stöku eða stuttu þréfi. Mér er á- hugamál að geta farið að láta eitthvað birtast af því, sem þegar er komið, og þá líka að geta nokk- urn veginn áttað mig á, hve rit- safnið í heild á að vera stórt. Hér um daginn gladdi það mig mjög, að kona í Fnjóskadal var svo væn að senda mér vísur, sem hún hafði lært af móður sinni og eg lærði sem barn í Odda og allir á heimilinu lærðu og rauluðu um stund, en sem eg var búinn að gleyma að mestu leyti. Faðir minn hafði það til, að orða okkur bræðurna saman við bróðir minn aftur aðra, þegar hann var á svipðu reki o. s. frv. Og svo orti faðir minn undir okk- ar nafni ljóðabréf eða ástavísur til litlu stúlknanna. Þessar vísur, sem eg gat um, voru stílaðar til Viggu á Selalæk frá Gunnari, en Vigdís þessi er nú valinkunn hús- freyja í Hafnarfirði. Skal eg leyfa mér að setja hér vísurnar til gamans og vona eg, að hvorki Vigdís þykkist við mig, né Gunnar. Gunnar var í þá daga ætíð kall- aður Gaui, en hann er nú lyfsali vestur við Kyrrahaf. Vænsta, bezta Vigga mín, vandi er nú að lifa. Mætti ég vera að vitja þín, væri ég ekki að skrifa. * Eg á að geyma bæ og bú, bæði slá og róa. Hirða lambið, kálf og kú, kríu, hrafn og spóa. Svo er hún litla systir mín, sem er kölluð Ela. Hún er mesta hljóðaskrín, hafi hún ei fullan pela. Efnið var það, Vigga mín: —vantar þig ekki kodda?— að biðja nú um blíðu þín og bjóða þér heim að Odda. ■Sykurmola sendi eg þér — svona rétt í spaugi, — innan í honum Kástin er, unnusti þinn, Gaui. Eg get ekki neitað því, að mér hafa orðið vonbrigði að því. hve dræmt hefir gengið að innheimta það litla, sem komið er af því mikla, sem eg veit að faðir minn sendi sitt í hverja áttina til kunn- 0111 Henrp ^erbert |3tanoö MADE BY MASON & RISCH A Piano built with skill and care, the tradition of the MASON & RISCH which has made them the favorite of music lovers for over half a century. Priced $485, with Bench THE NEW Ortlioplionic Victrola Priced from $115 THE NEW VICTOR ELECTRIC RADIO EASY TERMS ARHANGFI) Victor Records Sheet Music Musical Instruments nHMr 111 JNt Gleðileg Jól og nýtt ár! Þökk fyrir viðskiftin. njsæsa* Tlie West EndFootl Market JAK0BSS0N og ÓLAFSS0N, eigendur. lýsa mínu vaxandi svartsýni á ódauðleika mannanna, jafnvel skáldanna af guðs náð — og á eg þar að vísu aðeins við ódauðleikann í minni manna og þjóða (því um ódauð- leikann bak við tjaldið er eg — viti menn — talsvert bjartsýnni). Eg vil aðeins með línum þessum ýta við einum og öðrum, sem ætti vald á því að forða frá tímanlegri glötun einhverjum andans neista föður míns i línu eða ljóði. Akureyri, 28. okt. 1928. Steingrímur Matthíasson. —Morgbl. Rannsóknir á lífinu. Sagan segir, að í vísindafélagi einu með mörgum félagsmönnum frá ýmsum þjóðum, hafi menn tek- ið sig samah um að rannsaka líf- erni fílanna, og hafi verið gefinn frestur í eitt ár til rannsóknanna. Að ári liðnu lögðu menn fram verk sín. Englendingurinn kom með litla bók í vönduðu bandi er hét: ‘‘Fíl- ar þeir, sem eg hefi lagt að velli.” Rússinn kom með bók, sem hét: “Eru fílar til?” Bók franska mannsins var í há- rauðu bandi og hét: “Ástaræfin- týri fílanna.” En þegar íjóðverjinn átti að leggja fram vinnu sína, kallaði hann fram tvo þjóna, og komu þeir með 16 þykk bindi. er hétu: “Stuttur inngangur hð rannsókn um á líferni fíla.” Pólverjinn var hreykinn af bók sinni er hét: “Fílar og stjórnmál Póllands.” En loks kom Ameríkumaðurinn með stóra myndabók um kynbæt- ur fíla. — Lesb Mbl. Elzta Eimskipa-samband Canada. 1840—19X8 Skrifið til: THE CUNARD EINE 270 MAIN STREET, WINNIPEG, MAN. Cunard eimskipafélagið hýður fyrirtaks fðlks- flutninga sambönd við Noreg, Danmörk, Finnland og Island bæði til og frá canadlsk- um höfnum, (Quebec í sumar). Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný- lendu- og innflutningsmála skrifstofu I Win- nipeg og getur n<l útvegað bændum skandi- navískt vinnufólk, bæði konur og karla. Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs félags, er veita mun allar upplýsingar ð- keypis. pað er sérstaklega hentugt fyrir fðlk, sem heimsækja vill skandinavísku löndin, að ferð- ast með Cunard skipunum. Eitt meðal hínna mörgu hlunninda, er Cun- ard félagið býður, er það að veita gestum tækifæri á að svipast um I London, heimsins stærstu borg. eOa til 10,053 Jasper Ave. EDMONTON eöa 209 Eight Ave. CALGART eSa 100 Pinder Block Gleðileg jól og fjarsœlt nýár Talandi myndir, er skýra frá öllum atburðum heims, nú sýndar á jRetropolítan Wbtaivt i 1 i l i i r £ ihihöiiits Lhttj (Lumpitnn. I NCORPORATE D 2NOMAY 1670. GEFID SKRAUTMUNI þessum jólum ✓ a —Silfraðir Vases ................ $1.75 til $4.50 —Silfraðir kökudiskar, E.P.N.S. teg. $3.50 til $7.00 —Silfraðir bakkar, grafnir, frá .. $10.00 og upp. —Ljómandi eftirlíking af Topaz, amber litur, í rúss- neskri gullumgerð, (sem myndin) .......... $15.00 —Aðrir..........i................. $2.50 til $10.00 —Fyrirtaks fagrir hringar. Klasi af demöntum. Hvítt gull ............................. $50.00 —Hringar með einum demant....... $25.00 til $500.00 —Falleg og sjaldséð armbönd, með fallega litum steinum ............................. ■■ $2.50 •—Karlmanna úr, 15 steinar, ábyrgst $20.00 —Kvenfólks úlnliðaúr, hvít eða græn .... $15.00 —Smeklegar Boudoir klukkur, Viennese Enamel. Seldar með ábyrgð .................... $10.00 —Karlmanna úlnliða úr ......... $10.00 til $50.00 —Petit Point Aftern. or Evening Bags $40.00 og upp —Kvenfólks leður Handbags, sjáið úrval vort, fyrir ........................... —•— $5.00 Jewelry Shop, neðsta gólfi, H B C

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.