Lögberg - 20.12.1928, Síða 4

Lögberg - 20.12.1928, Síða 4
Bb. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928. Xösíjerg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86S27 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winniipeg, Man. Utanás'krift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” la prlnted and published by The Columbia Press, Lirnited, in the Columbia Euilding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Hátíð hátíðanna. Hvert fátœkt hreysi höll nú er,— því guð er sjálfur gestur hér. Þeim fer nú óðum fækkandi dögunum, þar til hringd verður inn jólahátíðin, sólríkasta sigurhátíðin í sögu mannsandans. Gegn um skugga skammdegis-þagnarinnar, slær leiftri frá fæðingarstað meistarans allra alda, svo lýsandi og ljómandi, að dagbjart verð- ur um alla jörð. ^ Það er auðséð á öllu, að jólin eru í nánd. Höfundur fjallræðunnar er sjálfur á leiðinni til þín og mín, með eilífðarvissuna í jólagjöf. Það- an stafa öldurnar á ljósliafi því hinu megin- mikla, er brotna við rætur sérhvers þess hjarta. er í samræmi slær við líf og fordæmi meistar- ans frá Nazaret. Sérhvert það hjarta, sem eigi er með öllu steinrunnið, fvllist óumræðilegum fögnuði um jólin. Kyrð jólahelginnar, er ólík allri annari kvrð, og friður hennar ólíkur öllum öðrum friði. Þá kyrð, og þann frið, fá engin ærsl að eilífu truflað, þ’tú hvorttveggja er gróðursett í jarðvegi hreinræktaðs hjartalags. Tæpast verður því neitað, að stundum sé ó- þarlega miklum tíma, og óþarlega miklu fé eytt, til hins. vtra búnings í sambandi við jóla- haldið. Flestir gefa jólagjafir, og það sumir langt um efni fram. Fátt virðist þó fjarstæð- ara tilgangi jólahátíðarinnar, en það. Hversu ríkmannleg að gjöfin er, getur engan veginn skoðast aðal-atriðið. Hitt skiftir að sjálfögðu mestu máli, í hvaða hugarfari hún er af hendi látin. Sé hún gefin með sama hugarfarinu og Jesús frá Nazaret gaf sínar gjafir, hlýtur hún að hafa í för með sér ósegjanlega blessun, en annars ekki. 1 sérhvert sinn, er vér hugsum um jólin, eða minnumst þeirra á einhvern hátt, bregður upp í huga vorum mynd af jólunum heima. Mvndin er af íslenzkum heiðarbæ, lengst inni á öræfum. Heimilið var mannmargt, en þó ávalt fremur veitandi en þiggjandi, þótt barnaliópurinn væri etór. Vetrarríki var þar að jafnaði mikið, og í þetta skiftið heilsaði aðfangadagurinn með lítt færum hríðarbyl. Engan veginn er það ólíklegt, að einhverjum hinna eldri kunni að hafa fundist sem svo, að sennilega mundu þetta nú verða daufleg jól, þar sem um slíkt aftaka veður var að ræða, þó okk- ur börnunum kæmi vafalaust ekkert slíkt til hugar. Heimsóknir af nærliggjandi bæjum, áttu venjulega sinn drjúga þátt í því, að auka jóla- fögnuðinn. En í þvílíku veðri, sem hér er um að r&ða, gat ekki slíkt komið til nokkurra mála. Þrátt fyrir það, fékk þó heiðarbærinn afskekti að þessu sinni, óendanlega dýrmæta og ógjeym- anlega heimsókn. Ekkert hafði til þess verið ógert látið, er efni og ástæður leyfðu, að sópa og prýða heim- ilið í tilefni af jólahelginni. Við börnin vorum færð í okkar beztu flíkur, og hið sama var um fullorðna fólkið að segja, eftir að það hafði lokið dagsönnum. Öllum var gefið kerti, og á öllum kertunum var kveikt. Baðstofukvtran var alt í einu orðin að leiftrandi ljóshöll. Hús- lestUr var lesinn að vanda, og jólasálmar sungn- ir. t á.sjónu allra, jafnt ungra sem aldinna, speglaðist dulrænn fögnuður. Þrátt fyrir ó- veðrið, hafði heimilið fengið heimsókn. Jesús frá Nazaret var staddur á heiðarbýlinu þetta jólakveld, og lagði yfir það blessun sína. Þess vegna varð alt umhverfið svo óendanlega bjart. Til eru þeir menn, er svo líta á, að jólin séu» að einhverju leyti að tapa gildi sínu. Til eru þeir líka, er efast um haldgæði kristn- innar, og kenna henni um flest það, er aflaga fer í heiminum, svo sem styrjaldir og stríð. Sterk munu þó eigi rökin að slíkum staðhæfingum rejmast, er þau verða krufin til mergjar. Mun hitt ekki eðlilegra og sönnu nær, að það gagn- stæða eigi sér stað, — að víxlsporin í þjóðlífinu stafi beinlínis frá þvi, hve enn eru margir illa kristnir og ósamræmir hjartalagi meistarans frá Nazaret? Allstaðar, þar sem sorg og söknuður ráða ríkjum, kemur Jesús frá Nazaret með huggun og frið. Ömæiis allsleysi örvæntingar og ör- birgðar, breytir hann í unað og auð. Hvar, sem umkomuleysingi er á ferð, er Jesús frá Nazaret einnig á ferð, því kærleiksfaðmur hans lykst um alt og alla. Að svo mæltu óskar Lögberg lesendum sín- um, og íslendingum í heild, góðra og fagnaðar- ríkra jóla. Jólasöngur. Nú hljómar dýrð frá himni og jörð með hósíanna og þakkargjörð, því bindum strax vort bræðralag og bjóðum Jesú heim í dag. Vér hyllum þig, ó, blessað barn, þú brosir yfir dauðans hjarn, svo kuldinn ber oss kærleiks arð og klakinn snýst í aldingarð. Þú brosir, — jörð og himinn hlær, og hjarta hvert af gleði slær;. þú talar, — böl og beiskja þver; þú bendir, — allir iúta þér. Þú blessar, — heift og hatur flýr; þú horfir, — syndin burtu snýr; þú kallar, — dauðir kasta hjúp; þú kennir, — lífsins skína djúp! Þú biður: “elskið aðra heitt,” en ætlar sjálfum þér ei neitt; þú býður: “ef þú elskar mig, þá elska þann, sem hatar þig!” 1 þér vér sjáum þýðing lífs, í þér vér fáum bætur kífs og skipan hneigjum skaparans, er skilja vegir Guðs og manns. En því eru ótal augu blind og enn þá nóg af böli og synd ? Ó, Jesú, enginn enn þig fann, sem ekki þekti kærleikann. Þú, herrans barn, sem boðar jól og birtir hvreju strái sól: ó, gefðu mér þann gæfuhag, að geta fæðst með þér í dag! Matth. Jochumsson. Brotin krús Erindi flutt lí Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg á þakklætisdaginn 1928. af séra Rúnólfi Marteinssyni. Vér höfum komið saman í kvöld, með þakklæti í huga. Vér finnum, að vér höfum ástæðu til að vera þakklátir menn, en finnum til (þesái um leið, að vér erum langt frá því að vera eins þakklátir og vér ætt- um að vera. Bezt færi á því, að hver einn segði: “Eg þakka, Drottinn, en hjálpa þú vanþakklæti mínu.” Óteljandi eru dæmi fegu.rðar hins þakkláta líf- ernis, en aldrei hefi eg heyrt getið um fegurra dæmi þess, en Iþað, sem gjörðist í húsi Símonar hins lík- þráa í Betaníu, skömmu fyrir krossdauða Jesú Krists. í þakklætisskyni við Jesúm, fyrir hin mörgu dásemdarverk hans, slógu vinir hans upp veizlu. Líklegast hefir hús Símonar verið valið af því, að hann átti mest húsráð af þeim þorpsbúum, sem vildu sýna Jesú sóma. í hópi þeirra, sem mestan þátt áttu í samsætinu, var kona ein, sem allir biblíulesendur kannast við, María, systir þeirra Mörtu 0g Lazarus- ar, sem Jesús hafði vakið upp frá dauðum, skömmu áður. Flestir þeirra, sem þarna voru viðstaddir, voru óefað Jesú þakklátir, en í einni sál ljómar þakklátssemin með þeirri fegurð, sem ber af öllu öðru í hópnum, sem bauð Jesú til þessa fagnaðar. Það var María, sem áður hafði valið það eina nauðsynlega. Hénni fanst þá, að meira væri um það vert, að fræðast af meistaranum, en þó hún hefði átt kost á öllum heimsins gæðum. Síðan hafði Jesús kallað fram, af gröf sinni, bróður hennar Lazarus. Hann var aftur lifandi með þeim systrunum á heim- ilinu. Hann sat nú veizluna með þeim. Hvað gat verið of gott fyrir þann, sem hafði aftur gefið Maríu bróður sinn? Sérhver taug í sálu hennar ómaði af þakklæti. Henni hugkvæmdist, að sýna þakklæti sitt á þann hátt, sem þá, í þeim lödum, var mjög mikils metið: smurning með dýrum smyrslum. Hún vissi ekki um neitt, sem gat eins gefið til kynna þann heiður, sem hún vilöi sýna honum. Rík var hún vÍ3t ekki. Má vera, að gripið hafi verið til þeirrar pen- ingaeignar , sem hún átti. Að minsta kosti dró hún hún ekki undan neinn möguleika, sem fyrir hendi var, til að kaupa það allra dýrasta og bezta. Þegar veizlan stóð sem hæst, gengur hún að Jesú með alabasturs buðk (krús), “með ómenguðum dýr- ur nardussmyrslum, og hún braut alabastursbuðkinn og helti yfir höfuð honum“, og “smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu fætur hans, en húsið fylt- ist af ilm smyrslanna.” Júdasi ískaríot og einhverjum fleiri mönnum, gramdist það og sögðu þeir hver við annan: ‘Til hvers var verið að eyða smyrslunum þannig? Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en 3íK) denara og gefa fátækum.” “Og þeir atyrtu hana.” Óþarfi er fyrir oss að láta illkvittni þessara manna skyggja á fegurð þess, sem María gjörði, enda höfum vér um það vitnisburð Jesú sjálfs: “Gott verk gjörði hún, látið hana í friði. Sannlega segi eg yður: hvar sem fagnaðarerindið verður boðað, um allan heim, mun og þessa getið sem hún gjörði, til minning^r um hana.” Jafnvel iþó vér hefðum ekki þetta orð frá Jesú, hlytum vér að komast að þeirri niðurstöðu, að þetta verk, sem ávöxtur af því hugarfari, sem María geymdi, hafi verið fagurt verk. Líklega hefir Maríu-flokkurinn og Júdasar- flokkurinn ávalt verið til innan kirkjunnar. En þegar eg nefni Maríu-flokkinn, á eg ekki við neitt það, sem menn gjöra af tómri eigingirni, eða af hégómaskap, til að auka skart eða þægindi kirkn- anna, heldur alt það, sem er ávöxtur af hugarþeli Maríu, að ekkert sé of gott handa meistaranum, honum verði aldrei of vel þjónað, hvorki í kirkju né utan, að hinu sérstaka starfi hans tilheyrir alt það bezta, sem vér getum af hendi látið, líka fegurstu Ijóðin og dásamlegasti ávöxtur listfengs anda. Víst er um það, að margt af því, sem unnið hefir verið, af dýrustu ljóðameisturunum, listfengustu tónsnilling- unum, byggingarmönnum, málurum, hefir verið á- vöxtur þess anda, sem helgaði Guði alt sitt bezta. Vér gleymum því ekki heldur, bræður, að ekkert annað listaverk á jörðu er eins mikils um vert að vanda, eins og dagsverk æfinnar. Má vera, að vér vönduðum betur það málverk, ef vér mintumst þess ávalt, að sérhver líðandi stund leggur því til einn eða fleiri drætti. Þá yrði líferni vort eins og það á að vera: þakkarfórn. Nú langar mig til að nefna eitt atriði í frásög- unni um þessa smurning Jesú, sem virðist algjört auka-atriði. María braut buðkinn, krúsina, áður en hún smurði Jesúm. Mér skilst, að hjá því hafi ekki verið komist; að þessi dýru smyrsl hafi þurft að vernda með svo mrkilli yarkárni, að krúsin hafi ekki orðið opnúð með öðru móti en því, að hún væri brotin. Þessi dráttur í sögunni, sem sýnist vera svo lít- ilmótlegur, er samt dæmisaga, sem sígild er í mann- lífinu. Hann er nátengdur því, sem dýpst er og dýrmætast allra hluta í mannlegu lífi. Gamanleikir stórskáldanna veita unað, en sorgarleikirnir róta upp tilfinningalífinu til botns. Það virðist jafnvel liggja nærri, að maður sjái nytsemi syndarinnar, því hún verður til þess að brjóta öryggisskurnið af sjálfbyrgingsegginu, svo maðurinn eignist vit til að leita á náðir hins helgasta í tilverunni. Sá, sem bezt talaði allra þeirra, er lífsanda hafa dregið á jörðunni, sagði: “Sælir eru sorgbitnir, því þeir munu huggun hljóta.” Skyldi hann ekki hafa vitað, hvað hann var að segja? íslendingar segja: “Eng- inn verður óbarinn biskup.” Eg vil segja: Eitthvað verður að brotna í sérhverjum manni, til þess hon- um verði unt að uppgötva æðstu gæði lífsins. “Aldrei skilur önd mín betur, ^ að ertu Guð og faðir minn, en þegar eftir villuvetur mig vermir aftur faðmur þinn, og kærleiksljósið litla mitt fær ljós og yl við hjartað þitt.” Það er mulið og þakklátt hjarta, sem þannig talar — þakklátt fyrir sigur og stríð, þakklátt fyrir himneska geisla, sem aldrei sáust fyr en myrkrið skall á. Til er flokkur þjóðsagna, sem sýnir sama skiln- ing á mannlífinu. Sögurnar hafa heimilisfestu í ýmsum löndum og birtast í fleiri en einni mynd, en mergurinn málsins mun þó ávalt vera hinn sami. Ein saga úr þessum flokki hefir náð til vor ís- lendinga, undir nafninu ‘‘Þyrnirósa”, og önnur miklu eldri hefir átt heima meðal vor frá fyrstu tíð íslandsbygðar. Hana er að finna í hetjuljóðum Eddu vorrar á þessa leið: “Sigurðr (Fáfnisbani) reið upp á Hindarfjall ok sttist hon upp ok sá Sigurð ok mælti: ljós mikit, svá sem eldr brjmni, ok ljómaði af til him- ins; en er hann kom at, þá stóð þar skjaldborg ok upp or merki. Sigurðr gekk í skjaldborgina, ok sá at þar lá maðr ók svaf, með öllum hervápnum. Hann tók fyrst hjálminn af höfði hánum; þá sá hann at þar var kona. Brynjan var föst sem væri hon hold- gróin; þá’reist hann með Gram frá höfuðsmátt brynjuna í gögnum niðr ok svá út í gögnum báðar ermar. Þá tók hann brynju af henni, en hon vaknaði, ok setist hon upp ok sá Sigurð ok mælti: Sjá brostin dauðans bönd. Hið unga fræ, er fjötrað lá í frosti og hvítum snjá, það leysir lífsins hönd. Svo bresta hugarbönd. Hvert sannleiksfræ, hver frelsis þrá, er fjötruð lá í mæddri mannins önd. Það eru brostin bönd, sem greiða lífinu útstreymi. Flaumar lífsins ryðja burt stíflunum. Nú vil eg leyfa mér að segja undur litla sögu, sem gerðist hér í Canada síðastliðið sumar. Lít- ið frækorn lá á jörðinni. Engin hreyfing var á því, ekkert lífs- mark með því. Einhver undra- kraftur hafði stungið það svefn- þorni. Meðvitundarlaust lá það þar eins og því væri ætlað að sofa til eilífðar. Þá sendi himnafað- irinn engil lífsins- í gerfi sólar- geislans. Hann bræddi snjóinn kring um frækornið, svo þar varð nægur vökvi, og vökvinn barði að dyrum hjá litla frækorninu; en inni í því svaf mær með himneskri fegurð, en mærin svaf töfrasvefni. Vökvinn drap á allar dyr og guð- aði á alla glugga, og sólargeislinn umvafði litla frækornið ástarörm- um sínum; en mærin svaf undur fast. Þó kom að því, að hún rumskaðist, en þegar hún ætlaði að hreyfa sig, fann hún að hún var fjötruð. Smátt og smátt fór að vakna hjá henni frelsisþrá, og um síðir fann hún unaðsríkan skyldleika við eitthvað, sem var fyrir utan kastalaveggi hanna. Það var vökvinn og sólargeislinn. Þeir fundu líka til þess að þeir voru að vinna á. “Vaknaðu, unga mær,” sögðu þeir, “við skulum hjálpa þér alt hvað orkan leyfir, en til þess verður varnarvirki þitt, sem þú hefir dvalið í svo lengi, að rifna og molna sundur. Við skulum ekki fara óðslega að neinu. Við vitum, að þú ert orðin þeim svo vön, að þig má ekki svifta þeim öllum á einu vetfangi, en að því verður að koma, að hver ögn vananna Vorar beztu Hátíðaróskir til allra Islendinga 'VfflB.»* MOIORS LIMITED 696 PORTAGE AVENUE FISHERMENS SUPPLIES LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. TANGLEFIN NETTING “Veiða meiri fisk” Efnisgæðin fyrst, nafnið' á eftir. Tilbúin af National Net and Twine Co. Vér höfum vajialegar stærðir fyrirliggjandi og sendum pant- anir yðar með næsta pósti. Verðlista, sem gefur allar upplýsingar um- þær vörur, sem vér höfum fyrirliggjandi, verður sendur yður ókeypis, ef þér óskið þess. 1 FISHERMEN’S 3UPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. Sími 28 071 KhKhkhKhkhKhkhkhkhKhkhkh><hKhkhKhKhkhkhKhKhKhKhKhKhkh> Hvat beit brynju hví brá ek svefni, hver feldi af mér fölvar nauðir? Hann svarar: iSigmundar burr; sleit fyr skömmu hrafns hrælundir hjörr Sigurðar. 4 Sigdrífa: Lengi ek svaf lengi ek sofnuð var, löng er lýða læ; Óðinn því veldr er ek eigi máttak bregða blundstöfum. Sigurðr settist niðr og spurði hana nafns; hon tók þá horn fult mjaðar ok gáf hánum minnis-veig: Heill dagr. heilir dags synir, heil nótt ok nift! reiðum augum lítit okkr þinnig ok gefið sitjöndum sigr! Heilir æsir, heilar ásynjur, heil sjá in fjölnýta fold! mál ok mannvit gefit okkr mærum tveim ok læknishendr meðan lifum.” / , Menn veita því eftirtekt, að ekki fyr en riðið hefir verið gegn um vafurlogann og rist hefir verið brynjan af valkyrjunni, vaknar hún til lífs af sin- um langa dvala. — Það er nákvæmlega eins og mað- ur sq að hlusta á söng Einars Hjörleifssonar Kvar- ans: “Sjá brostin klakabönd svo frelsis styrkur streymir nýr um storð, og andi hlýr fer yfir Ijósbleik lönd. Sjá brostin vetrarbönd, svo klakahúðin þykk og þung hún þykist orðin ung og arkar út um lönd. Sjá brostin dauðans bönd svo lífið drekkur langan teyg af lífsins guðaveig, er fyllir loft og lönd. FARSÆLT NÝAR! Tíl allra vorra mörgu viðskiftavina. Til allra vorra mörgu viSskiftavina. Royal Brand Shield of Goods Hefir eitt ár enn reynst viðskiftavinum vorum áreiðanlegt og ðyggjandi Vörur vorar KAl'PMENN! pér getið ekki átt á hættu að gera tilraunir með vörutegundir. Hví ekki að höndla vöru, sem reynsla er fengin fyrir og alþekt er? pér purfið ckki að tapa Viðskiftamönnum, Ef þér seljið Vörur með ROYAL SHIELD VÖRUMERKINU Skrifið eftir verðskrá Vér kaupum fyrir hæsta verð: Egg, Smjör, Furs, Húðir og aila aðra framlelðslu böndans. SENDIÐ PANTANIR YÐAR I DAG l Vér höfum allar matvörutegundir, sem vér getum tafarlaust sent yður. Vér höfum átta vöruhús, sendið pantanir í það, sem næst yður er. Campbell Bros. & Wilson Limited WINNIPEG Campbell, Wilson & Strathdee, Ltd.—Regina Camphell, Wilson & Strathdee, Ltd.—Stoift Current Camphell, Wilson & Miller, Ltd.—Saskatoon Campbell, Wilson & Horne, Ltd.—Red Deer Campbell, Wilson & Home, Ltd.—Calgary, Lethbridge, Edmonton.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.