Lögberg - 24.01.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.01.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1929. Bls. 5. OGILVIE’S ROYAL HOUSEHQLD FLOUR ■ \,Mér gengur öll bökun vel. "pér hælið brauðinu mínu, pie-inu og kökunum, Eg hefi sagt yður alt leyndar- málið. Og eg er viss um að kaupmaðurinn hefir mjölið, sem eg nota Ogilvie’s Royal Household." Nokkur orð um Ingólísmálið Elzta Eimskipa-samband Canada. 1840—1928 Cunard eimskipafélagið býður fyrirtaks fðlks- flutninga sambönd við Noreg, Danmörk, Finnland og ísland bæði til og frá canadfsk- um höfnum, (Quebec f sumar). Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný- lendu- og innflutningsmála skrifstofu í Win- nipeg og getur nú útvegað bændum skandi- navískt vinnufólk, bæði konur og karla. Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs félags, er veita mun allar upplýsingar 6- keypis. paðSer sérstaklega hentugt fyrir fðlk, sem heimsækja vill skandinavísku löndln, að ferð- ast með Cunard skipunum. Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun- ard félagið býður, er bað að veita gestuin tækifæri á að svipast um f London, heimsins stærstu borg. Skrifiö til: > THE CUNARD LINE 270 MAIN STREET, WINNIPEQ, MAN. Óviðeigandi mun þaS mega telj- aat, að eg gangi alveg þegjandi fram hjá þeim ágreiningi, sem verið hefir um Ingóilfsmálið. Á sama tíma langar mig til að fara fljótt yfir sögu, en þó svo skil- merkilega, að hverjum gefist kostur á að gera sér grein fyrir, hvar fisk- ur liggur undir steini, sem á- minstum ágreiningi veldur. Hjálparstarfsemi okkar, til handa Ingólfi þessum Iðgólfssyni, hefst hjá íslenzkri konu, í Edmonton; sem skrifar séra J. A. Sigurðssyni um, að Ingólfur hafi verið sakaður um morð, og á hann sé fallinn dauðadómur, sem fullnægja eigi 4. febr. 1925. Áminnst bréf fog blaðaúrklippur) frá konunni, send- ir séra Jónas til Árna lögmanns Eggertssonar, til ihugunar. Mjög bráðlega þar eftir fáum við, sem í aðal-stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins vorum, bréf frá Árna lög- manni, og áskorun frá þjórðæknis- deildinni í Wynyard, um það, að við gjörum alt sem í okkar valdi standi, sem miðað gæti að því, að gengið yrði úr skugga um hvort maðurinn væri sekur eða ekki. Þessi tilmæli bárust okkur um miðj- an des. 1924. Án undandráttar kölluðum við nefndarfund og kom- um okkur saman um að kalla til almenns borgarafundar, sem svo var haldinn hér í Winnipeg, 19. des. 1924. Á sama tima sem við ráð- stöfuðum fundarhaldinu, kom okk- ur einnig saman um, að við yrðum að halda frá okkur öllum fjármála- legum þunga, sem síðar gæti fallið á Þjóðræknisfélagið. í sambandi við það, fólum við skrifara okkar, hr. Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, að flytja fundarmönnum þá ákvörð- un okkar, og að það væri skylda fundarins í heild, að gera allar þær ráðstafanir, sem orðið gætu til að veita mæðumanninum Ingólfi hina fyllstu hjálþ — hugsanlega. Við þessum áminnstu tilmælum okkar varð hr. Sigfús Halldórs, og var sú krafa okkar þar (á fundinumj að fullu tekin til greina. Fundur- inn kaus nefndina (hm&> ásamt 8 öðrum), er falið var að standa fyr- ir öllum framkvæmdum málsins. Fór sú kosning fram án tillits til þess hvort við værum meðlimir í Þ/óðræknisfélaginu, eða nokkru öðru félagi. Einnig kaus fundur- inn hinn snjalla lögmann, hr. Hjálmar A. Bergmann, er fágætu afreksverki afkastaði, fyrir okkur, sem varna vild'um því að óverö- skuldaður vanvirðublettur hvíldi á hinu umrædda, umkomulausa oln- bogabarni—Ingólfi. Alt verk okkar nefndarmanna, gekk svo vel sem frekast mátti vænta. Áhugi lands-systkina okk- ar, og samvinnu-þýðleikur, gat naumast verið meiri eður ánægju- legri—allan tímann, sem lögmanns- starfið og samskotin vöruðu. Fjáruppliæðín, sem safnaðist, varð $4,111.50 og þegar allur rétt- mætur kostnaður var að fullu greiddur, voru $1,082.67 í sjóði. Um 19. febr. 1925 barst nefnd- inni skýrsla lögmannsins ("H. A. Bergmanns), yfir störf hans til þess tíma, ásamt bendingum frá honum um, hvað frekar bæri að gera í þessu máli, þegar í stað. Fárra daga hvíldar nutum við svo, frá því að sú skýrsa barst okkur í hendur, og þar til ag þing Þjóð- tæknisfélagsins var sett, sem var 25- föbr. 1925. I ársskýrslu forsetans, er hann flutti í þingbyrjun, varð eg þess í fyrsta sinn áheyrandi, að Ingólfs- malit5 væri á nol^kurn hátt Þjóð- r®knisfélaginu viðkomandi, en það hauð forsetinn, séra A. E. Krist- jansson, sér að gera, þar sem hann taldi það eitt af málum félagsins, °g sem heföi verið eitt af þess mál- Um> sem mesta áhyggju hefði vak- ið. Hver, eða hverjir, hafi verið valdir að því, að hann hagaði svo orðum, er mér enn hulið, en vand- aðri þykist eg þekkja hann en svo, að óþvingaður hefði hann aldrei boðið sér að halla þannig réttu máli. Næst ársskýslunni, las forsetinn upp starfsskrá þingsins, sem innifól í sér tíu til ellefu mál, og þar á meðal var Ingólfsmálið, og varð það til að vekja méi* |enn meiri undrun; því, eins og okkur bar að gera, og við gjörðum, bárum við okkur saman um hvað leggja skyldi fyrir þingið, og að nokkru leyti hvernig þeim málum var raðað. En þá, eða á nokkru öðru okkar móti, var ekki á Ingólfsmálið minst i slíku sambandi. Samt skaut því þar upp. Svo mikið má telja víst, eftir öðrum fyrirburðum sem gerst hafa í okkar einkennilega Þjóð- ræknisfélagi, að þeir skuggavaldar sem verið hafa þar að verki, að fá ]>að mál slætt inn, sem tilheyrandi félaginu, mundu alls ekki hafa gert vart við sig, ef því máli hefði fylgt eins mikil skuld, eins og nú fylg- ir því sjóður. I mál þetta var sett þriggja manna nefnd, og voru i henni, Árni lögmaður Eggertsson, ívar Hjartarson og Guðm. Féldsted. Siðar komu þeir menn fram með sitt nefndarálit, sem var í fjórum liðum, og sem minnst verður á síð- ar. í samræmi við það, sem hér er áður sagt, kom strax fram svo mikill ágreiningur í þessu máli, að tvisvar sinnum varð að slíta um- ræðum, og fresta til síðari tíma. Áður en það málið kom til um- ræðu í þriðja sinn. var ýtt undir forsetann, að gjöra þinginu full reikningsskil. Og á sama tíma var samþykt uppástunga um að það mlál—Ingólfsmálið — skyldi ekki frekar rætt, fyr en búið væri að af- henda þinginu sjóðinn. Hann (TorsetinnJ, kallaði okkur sam- nefndarmenn sína—í miðjum þing- fundi—að stíga með sér ofan í kjallara, til “skrafs og ráðagerða.” Þegar þangað kom, varð lítið um samþyktir, því eg taldi okkur, sem Ingólfsmáls-nefnd, að hafa engin reikningsskil að gera þessu þingi, og því síður ættum við að láta það koma fyrir, að við færum að af- henda því, það sem aðrir hefðu trú- að okkur fyrir, og við hefðum yfir að ráða. Fátt var þar um aðrar umræðum, nema hvað Hjálmar Gíslason hótaði þvi, að ef hann ekki fengi af sjónum tvö hundruð dali, þá yrði þinginu engu skilað. Að því “tilboði” hans mun hafa verið gengið. Að þessu loknu, gengum viö allir af fundi. Sagt er að for- setinn og Hljálmar Gíslason hafi strax komið inn á fundinn, gefið skýrslur, og lagt fram “offrið.” Að því þúnu var nefndarálitið rætt, og um það svo mikil orra- hríð, að ekki urðu nema tveir lið- ir þess ræddir—af fjórum. Varnað var strandi þessa máls, með rökstuddri dagskrá, er þeir komu fram með, séra R. E. Kvaran og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, þess efnis, að leitaS sé upplýsinga um, hvort ekki megi frekar létta raunir Ingólfs Ingólfssonar, og í þvi trausti, að ekki verði varið fé úr sjóði þeim, sem við nafn hans er tengdur, í öðru skyni, til næsta þings, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá. Það, sem mestu varðar er, að það -sem framsögumaður áminnstrar þingnefndar hafði þar um mál þetta aS segja, er ekki birt í riti félags- ins, og sem var á þá leið, að fyllsta óhæfa væri það, að félagið skyldi reyna að ná haldi á sjóðnum, og ó- líklegt væri að forráðamönnum þess liðist það. Eftir að þingi var lokið, og við, sem kosnir vorum í framkvæmdar- stjórn þess nýbyrjaSa árs, fórum að sinna þeim störfum, er þá láu fyrir, var það eitt með því fyrsta, er við fundum þörf á að hrinda á- leiðis, að fá því til vegar komið, að sérfræðingur væri fenginn, til að skoða og gefa dóm um það, hvort Ingólfur mundi ekki vera að einhverju leyti vitsmunalega veikl- aSur, og það svo, að honum væri ekki haldið ábyrgðarfullum fyrir gjörðum sínum, og hann á þann hátt losaður við morðsökina. Eftir- grenslanir um það kvað séra J. A. Sigurðsson (forseti nefndarinnar) sér mjög ljúft að gera, svo váð komum okkur saman um að hann kæmi því í framkvæmd, og það hið fyrsta. Á flestum fundum okk- ar þaS ár, þóttist hann hafa miklar bréfaskriftir, og annað erfiði, í sambandi við það mál, þótt drátt- ur vildi verða á miklum undirtekt- um. í stuttu máli varð árangurinn af starfi hans sá, við endir ársins, að hann gat ekkert sýnt okkur, ekki einu sinni svo mikið sem eitt bréf er hann hefði sjálfur skrifað. Næsta þing fsjöunda ársþing) Þjóðrækmsfélagsins, var sett í Goodtemplarahúsinu i Winnipeg, 24. febr. 1926. Að því búnu las forsetinn (séra J. A. Sigurðsson) sína ársskýrslu. í henni var margt röggsamlegt, þar á meöal það, að nú væri brýn nauðsyn á, fyrir fé- lagið, að byrja að leggja grunninn að veglegri fræðslu- og skemtihöll, og til að mæta kostnaðinum, skyldi fyrst byrja á að — slá eign sinni á Ingólfssjóðinn. I það mál var kos- in nefnd, og í hana voru skipaðir, séra Rögnvaldur Pétursson, Árni Eggertsson og Hjálmar Gislason. í nefndaráliti þeirra er, að “bending” sem gefin sé í ársskýrslu forseta, um að taka því haldi á Ingólfssjóðn- um, aö hann sé sem byrjunarsjóður til áminstrar húsbyggingar, sé þeim mjög svo þóknanleg. Var það síð- an samþykt í þinginu, þótt það mætti harðri mótstöðu. Með þessu er fullnaðarráðstöfun gjörð, af félágsins hálfu, um það, hvernig verja skuli Ingólfssjóðn- um. En eru þá miklar líkur til, að ís- lenzkur almenningur geri sig í framtíðinni ánægðan með slík málalok, og telji þau samboðin heiðri sínum? Arnljótur B. Olson. Dauðsföll í Dakota bygðunum um áramótin. Guðmundur Guðmundsson, and- aðist 7. desember á heimili dóttu" sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Hyerman í Linton, N. D. Var lík hans flutt hingað til bygðar, og var hann jarðsunginn frá kirkju Vídalínssafnaðar 10. des. Guð- mundur sál. var 83 ára að aldri, er hann dó. Hafði verið mjög bilað- ur á heilsu síðustu árin, en hafði þó fótavist fram að andlátinu. Hann var hinn vandaðasti maður og vel látinn af þeim er hann þektu. Valgerður Jónsson, andaðist að Gardar, N. D., 10. desember. Var hún fullra 96 ára að aldri, er hún lézt. Hún hafði verið blind um 25 ár eða lengur, annars var hún mjög heilsuhraust, og hafði fóta- ferð fram undir það síðasta. Var hún hetja mikil, dugleg og ötul, einnig vel gefin og bókhneigð. Mjög var hún einnig brjóstgóð og hjálpsöm, og kom það fram jafnt við málleysingja sem manneskjur, er hún vissi eiga bágt. Hún var ættuð af Suðurlandi, en hafði fluzt ung norður í Þingeyjarsýslu og gifst þar Sigvalda Jónssyni, sem dáinn er fyrir mörgum. árum, og dvaldi þar all-Ianga tíð. Hún var jarðsungin frá Gardarkirkju 12. desember. Metta Elizabet Nissdóttir Jó- hannson, eiginkona Gísla Jóhann- sonar að Hallson, N.D., andaðist á heimili sínu 8. desember s.l„ af hjartabilun. Var bún fædd 1. jan. 1854 á Njálsstöðum í Húnavatns- sýslu, þar sem foreldrar hennar, Niss Peterson, af dönskum ættum, og kona hans, Soffía, voru búsett. Metta sál. kom frá íslandi 1876 með Sigtryggi Jónassyni og konu hans. Hún giftist Gísla Jóhanns- syni vorið 1880. Fluttu þau þeg- ar til Hallson-bygðar og- hafa bú- ið þar ávalt síðan. Hafði Gísli komið hér suður og tekið land 1878. Voru þau hjón því meðal frumherjanna, sem sátu fimtíu ára afmælishátíðina hér á síðastl. sumri. Mrs. Jóhannson var á ferli til síðustu stundar, þó heils- an væri tekin að bila mjög. Var hún að hlú að yngsta syni sínum, sem var lasinn, þegar hún hné ör- end. Sex börn hennar lifa hana og syrgja ásamt eiginmanninum. Hún var hin mætasta kona, elskuð af ástvinum og virt af öllum, er hana þektu. Hafði hún verið mjög fé- lagslynd, og starfað í kvenfélög- um þar í bygð stöðugt, enda var hún mjög góðgjörn og hjálpsöm. Hún var jarðsungin frá kirkjunni í Hallson 13. desember og fylgdi henni fjölmenni mikið til grafar. Þau Mr. og Mrs. W. Vivatson við Hensel, N. D„ urðu fyrir þeirri sáru sorg, að missa nýfætt barn sitt 13. desember. Var það jarð- ungið frá Vídalínskirkju 5. dag desembermánaðr. Á jóladaginn andaðist Engilbert Eiríksson í Walhalla, N. D„ son- ur þeirra Mr. og Mrs. E. P. Eirik- son. Hann vár fæddur 8. október 1915 og var því rúmra 13 ára að aldri. Þessi litli drengur hafði notið mikilla vinsælda hjá kenn- urum sínum og skólasystkinum, auk annara. Líka var hann heitt elskaður af foreldrum og syst- kinum. Hann var hinn ljúfasti sveinn í alla staði. Fljótur og vilj- ugur að læra, en líka hvers manns hugljúfi, góðgjarn, glaðvær og kærleiksríkur. 1 sumar leið fékk hann hina skæðu barnaveiki, sem þá kom svo víða við. Eftir það náði hann ekki heilsu, var líkam- inn að mestu máttlaus. Bar hann þann kross með hugprýði og still- ingu. Fyrir jólin veiktist hann af inflúensu og varð það banamein hans. Hans er sárt saknað af for- eldrum, ystkinum og mörgum vin- um. (Hann var jarðsunginn 28. des. frá kirkju Péturssafnaðar við Svold, N. Dak. Rétt eftir áramótin dóu tvær barnungar stúlkur af afleiðingum inflúenzu. Voru það þær Joy Helgason, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ben. Helgason, við Gardar, N.D., og Doris Svanfríður Krist- jánsson, dóttir Mr. og Mrs. Krist- ján Kristjánsson við Eyford, N.D. Báðar voru meyjar þessar 5 ára að aldri, fagrar, ljúflyndar og skemtilegar. Eru með fráfalli þeirra bæði þessi heimili lostin hinum sárasta harmi. Finnur bygðarfólkið sárt til með foreldr. um þeirra og öðrum ástvinum í þessari þungu reynslu. Hin fyr- nefnda andaðist 1. janúar og var jarðsungin frá heimilinu í Gardar- grafreit 2. janúar. — Hin síðar- nefnda andaðist 4. janúar og var jarðsungin frá heimilinu og Ey- ford kirkju 6. janúar. íSigríður Dagson, eiginkona Bjarna Dagsonar við Eyford, N.D,. andaðist að heimili sínu laugar- daginn 12. janúar. Hún var fædd í Húnavatnssýslu á íslandi 20. sept. 1845, var því rúmlega 83 ára að aldri. Árið 1872 giftist hún Bjarna Dagson, og til Ameríku fluttust þau 1883 og voru því búin að dvelja hér í bygðinni um 45 ár. Auk eiginmannsins lifa hana tvær dætur, Mrs. Steinvör Sigfús- son í Wynyard, Sask., og Mrs. Guð- ný Sigfússon í Nippiwin, Sask., og tveir fóstursynir, Bjarni Thor- steinson Sigússon og Bjarni Sig- urlaugson Sigfússon. — Sigríður var vönduð og góð kona og vinsæl. Hafði heilsa hennar framan af verið góð, en síðan árið 1918 hefir hún verið mjög biluð á heilsu. — Hún var jarðsungin frá heimilinu og Þingvallakirkju föstudaginn 18. janúar, og fylgdi henni æði- stór hópur bygðarbúa til grafar, þó veður væri kalt 0g brautir erf- iðar. Um lát önnu Sigurdson við Gardar, N. D„ 20. des„ hefir þeg- ar verið skrifað í Lögbergi, og einnig um lát Magnúsar Bjarna- sonar bóksala, sem einnig lézt. 20. dés. á heimili Mr. og Mrs. T. Hall- dorson við Mountain. H. S. Fjársvikin miklu á Frakklandi í síðustu erlendum blöðum, sem hingað hafa komið, er um fátt tíð- ræddara en fjársvikamyllu Hanau í Frakklandi. Fjárglæfrakonan er 1 nú vitanlega í fangelsi. Lætur hún það ekki á sig fá, og er þegar farin að kunna vel við sig í þvi umhverfi Mest allan daginn er hún að grúska í skjölnm sínum og bókum, til þess að gefa lögreglunn: skýrslur um framferði sitt. Við yfirheyrslur allar er hún hin borginmannlegasta, og krefst þess að lögreglumenn sýni henni fulla virðingu. Ef henni finst að á hana sé yrt ókurteislega, neitar hún að svara. Fyrstu dágana eftir að Marthe Planau var tekin föst, var uppi fót- ur og fit í franska þinginu; Einn af fulltrúum jafnaðarmanna Cas- tenach, hélt því, fram, að allmargir þingmenn, og jafnvel ráðherrar væri riðnir við fjársvikin. Poincaré krafðist þess að þing- maðurinn segði við hvaða menn hann ætti, og gerði hann það, eftir nokkra vafninga. Eru eigi komn- ar nánar fréttir um það hingað, hve margir þingmenn eru flæktir inn í Hánau-málið. En sumir þeirra sem Castenach nefndi, munu hafa verið lausir úr flækjunni og sam- bandi við félög Hanau, áður en svikin komust upp. Hanau reynir að grípa fram fyrir hendur blaðarnanna með mútum. Það er fjármálaritstjóri við “Action Francaise,” Hervé le Grand, sem hóf árásirnar á Hanau, er leiddi til þess að hún var tekin föst. Þegar fyrsta grein hans kom út, varö alt í uppnámi i svikahreiðri við ritstjórn blaðsins “Gazette de France.” Var maður einn strax gerður út af örkinni til þess að hitta Harvé le Grand og fá hann til að hætta árásunum. Bauð hann 300,000 franka, ef Harvé vildi þegja um fjársvikin. En því til- boði var neitað. En þegar “Action de France” hafði byrjað árásirnar, komu fljótt fleiri blöð á eftir. Aumir aðstoðarmenn. Fyrverandi eiginmaður Mörtu Hanau og félagi hennar, Bloch, tek - ur fangelsisvistinni ekki eins rólega eins og hún. Hann lætur sem hann muni eigi geta afborið það, er hann verður að sætta sig við venjulegt matvæli fanganna. Meðan hann hafði fé á milli handa, gerðist hann óhófslegur sællífismaður. Mælt er að hann hafi stundum eytt 50,000 frönkum yfir sólarhringinn. Annar aðalaðstoðarmaður Mörtu j Hanau, var ritstjóri “Gazette de France,” Pierre Andibert. En það blað' var aðalmálgagn svikafélags- anna. Áður en lögreglunni tókst að ná í ritstjóra þennan, var hann Iagst- ur fárveikur í rúmið af hræðslu, og ætla læknar honum ekki líf. Er búist við að hann sálist áður en lögreglan getur náð tali af honum. Þykir lögreglunni súrt í broti að geta ekki yfirheyrt hann. Því hann mun allra manna best geta leyst úr svikaflækjunni. Komist hefir upp, að annað blað nafnkent, er riðið við svikin, Par- ísarblaðið “Quotidien.” Aðaleig- andi blaðsins er landbúnaðarráð- herrann Hennissey. — Mælt er, að hann hafi ekkert vitað um samband blaðsins við Hanau.' En ritstjóri “Quotidien” hafði selt Hanau fjár- málabók blaðsins fyrir stórfé, svo hún hafði frjálsar hendur þar með að koma út blekkingum sínum. Ennfremur hafði hann selt henni afnot af kaupendaskrá blaðsins, svo umboðsmenn hennar gæti heimsótt og prangað út í þá hinum verðlausu pappirum. Hvaðan kom stofnféð Óvíst er enn hvaðan Hanau fékk fé til þess að koma svikamyllu sinni á fót. En grunur leikur á að hún hafi sótt féð til Sviss, og þang- að hafi það komið frá Þýskalandi. Hún mun hafa narrað um 170 miljónir franka út úr fólki, og eigur hennar, sem nú er hægt að handsama munu nema um 20 milj- ónum. Miklu hefir hún og félagar hennar eytt. En sennilega hefir hún falið stórfé erlendis, er hún hefir lokið fangelsisvistinni. Talið er að hún muni sleppa með 5 ára fangelsi. Eftir þvi að dæma eru allar líkur til að hún hafi frá öndverðu búist við að hún yrði að þola þá hegningu , en að hegningu lokinni, hugsi hún sér að njóta f jár- muna þeirra, er hún hafi aflað sér með svikunum. Sennilega flækist fjöldi manna í mál hennar, áður en öll kurl eru komin til grafar. —M orgunblaðið. Canada. Ferðamanna straumurinn til Manitoba er alt af að aukast ár frá ári, en þýkir þó enn ekki nærri eins mikill eins og vera ætti, eða Manitoba þykist ekki fá sinn hlut af ferðamanna straumnum frá Bandaríkjunúm sérstaklega. Talið er, að ferðafólkið, sem til Manitoba kom árið sem leið, hafi verið 80,900, og að það hafi eytt peningum, meðan það stóð við í fylkinu, sem nemi $3,430,072. N— Fráleitt eru tölur þessar þó ná- kvæmar. * * * Sir William Mulock varð fullra 85 ára gamall á laugardaginn, hinn 19. þ. m. Þrátt fyrir þenn- an háa aldur, er hann enn yfir- dómari í Ontariofylki, og forseti háskólaráðsins í Toronto, og ber ekki á öðru, en hann sé enn vel fær um að leysa þau vandasömu störf vel af hendi. * * * Hon. John Bracken, forsætisráð- herra í Manitoba, kom heim til Winnipeg á mánudaginn frá Battle Creek, Mich., þar sem hann hefir verið á heilsuhæli. síðastliðnar sjo vikur. Hann lítur allvel út og seg- ist hafa fengið mikla bót á heils- unni. Þó segja læknarnir honum, að hann muni aftur þurfa að taka sér hvíld þegar þinginu er lokið, sem nú hefst bráðlega. Hefir verið talað um, að það verði sett 7. febrúar, en ekki mun það vera fast á kveðið enn þá. Agnes Jónatansdóttir Finnbogason F. 6, júní 1855. — D. 18, des. 1928. Foldina hylur fölið mjúkt. Frosið er vatn við sand. Und íölinu hvílast flestir þ>eir, sem fyrstir hér námu land. En' uppi í mannheimum eru jól. Enn þá hækkar sól. En ofar og fjær eru englar þeir, sem oss buðu fyrstu jól. Hvar er vort íslenzka æfintýr, sem ólifað dreymt var hér? Móðir jörð breiðir sitt bjarta íín á barnið í faðmi sér. Ármorgni Mfs er í aftan breytt, aftni í næturgrið, gullbrúðkaupssálmi í andláts orð og andláti’ í jólafrið. pótt gengin séu gleðileg jól og gamlárið horfið sýn, bygðin og vinimir ár eftir ár í ást sinni minnast þín. Sigurinn okkar og æfilaun', er alt það, sem dreymt var bezt, hvort var það í ástum, í verki, í trú, það verndaði hjartað mest. Og draumurinn þinn og dýrðin lífs til daganna enda var að hjálpa og græða — að gleðja hvern, sem grátimi í hjarta bar. Við bjóðum þér dýrðlegt annars lífs ár, Agnes, og kveðjum þig hljótt, og þökkum öll gömlu’ árin gengin á jörð. í guðsfriði :— sofðu rótt. p. p. p. INOOJLATION 0F LEGUME CR0PS Háskóli Saskatchewan fylkis tekur nú aftur, á þessu ári, ^að sér að leggja bændum til þau efni, sem til þess þarf að hreinsa Sweet Clover fræ, Alfalfa fræ og fræ annara slíkra tegunda. Sum þessi efni haldast ekki óskemd nema svo sem tíu daga, eftir að þau eru send, og það þarf töluverðan tíma til að undirbúa þau, og ættu þau því að vera pöntuð nokkru áður en á þeim þarf að halda. Hver sem biður um þessi efni, taki sjálfur til,hvenær skuli senda þau. í hverri flösku er nægilegt ;fni til að hreinsa einn mælir af útsæði, og kostar hún 49 cents. Verður að borgast fyrir fram. Pöntunar eyðublöð og allar upplýsingar þessu viðvíkj- andi geta bændur fengið hjá: Business Manager, University of Saskatchewan, Saskatoon F. H. AULD, Deputy Minister of Agriculture. 1' > V> | Eiirskipafélag Islands | sv Hinn árlegi útnefningarfundur í Eimskipafélagi íslands, £ meðal Vestur-íslendinga, verður haldinn að heimili herra ^ Árna Eggertssonar, að 766 Victor St„ hér í borg, fimtudaginn & 21. febrúar 1929, kl. 8 að kveldi, til þess að útnefna tvo menn £ til að vera í vali fyrir hönd Vestur-íslendinga, á aðal ársfundi Eimskipafélagsins, sem haldinn verður í Reykjavík á íslandi í júnímánuði næstkomandi, til að skipa sæti í stjórnarnefnd fé- lagsins, með því að kjörtímabil herra Árna Eggertssonar er þá útrunnið. Winnipeg, 19. janúar 1929. B. L. Baldwinson, ritari.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.