Lögberg - 28.03.1929, Side 5

Lögberg - 28.03.1929, Side 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. MARZ 1929. Bls. 5. 'DODD’S 'V KIDNEY' 'ODÍi, TRO'- 1 melr en príðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd Toronto, ef borgun fylgir. Enn um fiskisamlagið 15. marz 1929. Motto: Reynslan æ 11 i að gera mann hygginn og ríkan. • Þá er nú vertíðin á enda, sem allir vita, og geta ménn nú litið til baka og athugað, hvernig alt hefir tekið sig út: hvernig fisk- ast héfir, hvernig fiskurinn hefir selzt, hvernig framkvæmdar- nefndin hefir reynst, og svo fram- vegis; og skygnst inn í framtíð- ina svolítið Eg vona, að með- limirnir geri þetta alt með gætni og fyrirhyggju, því víða liggja steinar á veginum, og þarf ef til vill að velta sumum frá. Fiskiríið hefir verið lélegt yf- irleitt, og segja vitrir menn, að það hafi stafað af því, hvað seint lagði ísa ogað þá braut upp aftur og aftur. Gruggaðist vatnið, net urðu óhrein og vildi fiskur ekki nærri koma, og gat ekki heldur, því ókyrð var á ísum og gruggi. Svo mistu sumir net sín, og urðu af vandræði mikil fjárhagslega. í*að er dálítið einkennilegt, að minsta kosti frá mínu sjónarmiði, samt, að sumir í þessu umhverfi hafa fiskað ágætlega, frá byrjun til enúa, hafa ekki mist nein net, og löngum haft net sín hrein, þrátt fyrir alt og alt. Þessir fáu menn hafa stundað veiðina með afar miklum dugnaði og með fyr- irhyggju, svo að með afbrigðum hefir verið. Eg get ekki annað en dáðst að slíkum mönnum. ■— Einhver hershöfðingi sagði fyrir löngu síðan: “Með slíkum mönn- um gæti eg yfirunnnið allan heim- inn.” Eg gæti sagt: Með slik- um fiskimönnum við stjórnvöl, gætum við sett upp afar stóra og farsæla fiskiverzlun að Lundar. Þessir fáu menn hafa sannað það, að “veldur sá er á heldur”. Ef einhver vill reyha að sýna og sanna, að það geri engan mismun, hvernig menn stundi þetta — fiskiríið — og að það sé ekkert í því, sem eg gef í skyn, þá geri hann, eða þeir, svo vel. Fiskurinn hefir selst allvel, auðvitað fyrir dugnað fram- kvæmdarnefndarinnar, eða þá fyrir dugnað aðal mannsins, sem hefir að nokkru leyti alla sölu á hendi í þessu sambandi aðallega. Honum má víst þakka, að alt ætl- ar að fara vel í þessu efni. — Heyri eg því fleygt, að félagið muni geta að lokum, í lok vertíð- ar skulum við segja, skift mjög álitlegri upphæð á milli meðlim- anna, og þykir mér mjög vænt um að heyra slíkt, því það hlýtur að gefa mönnum nýjar vonir, nýtt þrek til þess að halda áfram með þann félagsskap, sem myndaður var til heilla allra fiskimanna. Vonandi er, að meðlimir byrji næstu vertíð með sterkari vonum en áður um farsæla framtíð, og víðsýnni í öllum fiskimálum. Framkvæmdarnefndin hefir, að eg held, meiri hluti hennar að minsta kosti, reynst fremur vel; en ef það er reynsla manna að einhverjir séu í henni, sem ekki ættu þar að vera, þá er fyrir með- limi að laga slíkt með hægð og lipurð en ekki með þjösnaskap og hávaða; og fasrælli munu reynast slíkar framkvæmdir í því máli, en hávaði og sífeldar urgur. Það væri vel að kjósa í fram- kvæmdarnefndina menn, sem þektir eru að ráðvendni, að minsta kosti menn, sem eru þektir að því, að hugsa um annara hag eins mikið eða meira en sinn eigin. — Eg vil leyfa mér að benda mönn- um — meðlimum auðvitað — á það, að hafa einhverjar fram- kvæmdir í því, sem laga þarf, en ekki aðeins mas og stóryrði og engar framkvæmdir. Eg hefi nú mína reyslu í því efni, að eiga við fiskimenn, og jafnvel dálítið við einn í fram- kvæmdarnefndinni, sém og við að- alstöð félagsins í Winnipeg. Yfir- leiþt hafa fiskimennirnir komið fram prúðmanlega við mig, en undantekningar eru þó í því efni. Um það, sem okkur fór á milli, þessum stóra manni og mér, er það að segja, að eg fékk þá hug- mynd um hann, að hann væri töluverður durgur, og svaraði honum fullum hálsi. Hefir ekk- ert nema hógværðin hógværðin sjálf farið okkar á milli síðan. Um þessa fáu fiskimenn, sem hafa gengið með þessum sífeldu urgum við mig, og um alt og alla, sem gefa í skyn að alt sé á trefót- um allstaðar og að þeir séu sífeld- lega “traðkaðir”, vil eg segja pað, 394 PORTAGE AVE., (næst við Boyd Bldg.) Vér erum tilbúnir fyrir mikla verzlun fyrir páskana LJÓMANDI FALLEGAR YFIRHAFNIR— Pegurstu gerðir og' allir litir, sem fallegastir þykja einmitt nö $15.95 til $55 ALFATNAÐIR— Einkar fallega geröir og gera kven- fólkið unglegt. Fara dæmalaust vel. $22.50 og yfir Hálstreflar úr tóuskinnum $39.50 og yfir ENSEMBLES og KJOLAR— til að noia í vor ent hérl Framúrskarandi- fallegir! Enn ný leiS til að láta fötin fara sem bezt. petta úrval er þess virði aS þér kom- ið og skoðið það og kaupið það, sem yður þykir henta.. s12- - »35 Notið vora sérstaklega |ÆGIR BORGUNARSKILMÁLAR um páskana. Opið á firrmdag og laugardag U1 kl. 10 e. h I að þeir sækja hart fram, og væri vel, að þeir ættu erindi. Þeir, sem eru mjög uppástöndugir við aðra um fé sitt, ættu ekki að skulda öðrum svo svo mikið, svo mánuðum skiftir eða árum, ef þei/þykjast eiga rétt á að verða húðvondir við framkvæmdar- nefndina og þá, sem fyrir hana vinna að einhverju leyti ein- hvers staðar, fyrir undandrátt á borgun vöru sinnar um vikutíma eða tveggja, annars er hætt við, að einhverjir ófyrirleitnar ná- ungar myndu kalla þá bölvaða durga, fyrir hina sífeldu and- skotans urgur. Eins og fyrri, óska eg fiskisam- laginu allra heilla og vona, að meðlimir þess haldi áfram í fé- lagskapnum, lagi það, sem aflaga er og kjósi í framkvæmdarnefnd- ina menn, sem reynst hafa ætíð reiðubúnir að leggja alt í söl- urnar fyrir velferð félagsmanna í heild, en ekki sýnt neina til- hneigingu til þess að auðga sjálfa sig á kostnað allra hinna. Sjálf- sagt er það ósannað, að slíkt hafi komið fyrir ál þessu tímabili. sem nú er að enda; en “eg segi nú bara svona.” Allar mínar beztu óskir fylgja félagsskapnum á komandi tíð. Lifið heilir! J. E. Æfiminning Jón Bergson. Á miðvikudagsmorgun, hinn 24. október 1928, andaðist á sjúkra- húsi í bænum New Westminster, British Columbia, Jón Bergsson, rúmra 74 ára að aldri. Hann var fæddur 8. marz 1854 að Galtar- holti; í Borgarhreppi í Mýrasýslu, sonur þeirra merkishjóna, Bergs Sveinssonar og Sigríðar Jóns- dóttur Föður sinn misti Jón, er hann var aðeins sextán ára að aldri; var hann upp frá því fyr- irvinna hjá móður sinni, var það stórt heimili að sjá um, lá það í þjóðbraut og því mikil gestakoma og allir nutu hinnar mestu gest- risni. Annaðist Jón heimilið með dugnaði og ráðdeild; hann hafði fyrir fjórum systkinum sínum að sjá, þrjú af þeim yngri en hann sjálfur; komust þau öll til full- orðinsára; Jórunn giftist Ólafi Jónssyni; bjuggu þau hjón lengst af á Kvígstöðum í Andakíl í Borg- arfirði; Guðrún giftist Guðjóni Guðmundssyni að Leiruvík á Mýr- um; Bergmann giftist Lilju Jón- asdóttir, ættaðri úr Dölum í Dala- sýslu, fluttust þau hjón til Can- ada árið 1897 og settust að í Minto, Manitoba. Jón, yngstur þeirra systkina, giftist Hildi Daviðsdóttur, ætt- aðri úr Reykholtsdal í Borgar- firði; bjugg þau hjón í Borgar- nesi. Eru öll systkini Jóns nú dá- in fyrir nokkrum árum, nema Guðrún ein eftir á lífi. Árið 1886 giftist Jón þóru Þor- steinsdóttur frá Reykjum í Lund- areykjadal í Borgarfjarðarsýslu. Byrjuðu þau búskap sinn að Stórafjalli í Borgarhreppi, bjuggu þar í 14 ár g farnaðist vel. um aldamótin 1960 fluttu þau sig til Canada og settust að í Nýja Is- landi, keyptu þar land, er nefnt var Ekra, og bjuggu þar rúm 20 ár. Þau hjón eignuðust 4 börn, einn son og 3 dætur; Kristjana, gift manni af enskum ættum, býr í New Westminster, B.C., og var Jón sál. til heimilis hjá henni síðasta árið, er hann lifði; Þor- steinn er í Prince Rupert, B. C.,; dóttur sína, Sigríði v að nafni, mistu þau hjón fyrir 5 árum síð- an; var hún mesti harmdauði öll- um ættmennum sínum. Kristin á heima í Vancouver, B.C. Jón var hinn mesti dugnaðar- og fyrirhyggjumaður, sístarfandi, átti ætíð góða nágranna og vini, var gestrisinn og hjálpfús og mikill reglumaður alla æfi, má segja myndarmaður bæði í sjón o g reynd. Hann var sérlega barngóður og hreinlyndur, sagði meiningu sína við hvern sem í hlut átti. Mörg síðari ár æfi sinnar kendi Jón til brjóstveiki; hann leitaði sér hjálpar hjá mörgum læknum, en alt kom fyr- ir ekkert; gáfu læknar honum meðöl við hjartveiki, sem virtust stundum bæta honum í bili, en gátu ekki læknað, sem ekki var við að búast, þar sem kraftarnir voru orðnir svo slitnir, eftir marga og stranga erfiðisdaga; og ber þess glöggan vott, hvaða starfsmaður Jón var, land það er hann bjó á í Nýja íslandi; hann hreinsaði þar þrjátíu ekrur af skógi, er hann hafði fyrir slægju- land og til beitar; bygði íveruhús, er kostaði tvö þúsund dollara; líka keypti hann hús í Winnipeg og var búinn að borga fimtán hundr- uð dali niður í því, er hann seldi það aftur. Jón var áreiðanlegur í öllum viðskiftum, og skuldaði engum manni neitt. Getum við því, sem þektum hann bezt, glaðst mitt í sorginni, að hafa góða endurminningu að geyma um hann, sem nú er oss horfinn sjón- um; líkaminn er lagður til hinstu hvíldar. En hinu, sem trú vor fullvissar okkur um að sé. ódauð- legt, hefir verið lyft upp í ljósið og eiLífðina, þar sem við vonum að mæta öllum okkar ástvinum og saman að fá að dvelja. Vér þökk- um og blessum minninguna. Jón sál. var jarðsunginn 26. október, af lúterskum presti í N.- Westminster, að viðstöddum öllum hans nánustu og mörgu fleira fólki, er vottaði hluttekningu með nærveru sinni og lagði blóm á leiðið. K. B. Frá Islandi. Reykjavík, 2. marz 1928. Eftir tveggja mánaða baráttu, er kaupdeilunni nú loksins lokið, segir Vörður frá 2. marz, og bæt- ir við eftirfarandi ummælum: Sáttasemjari ríkisins hafði fjall- að um málið og tvisvar borið fram tilögur til sátta, en í bæði skiftin feldu aðliljar þær tillög- ur. — Þegar hér var komið, mun forsætisráðherra hafa talið sig tilknúðan að freista, hvort takast mætti að sætta málið, og eftir nokkurra daga þóf tókust samn- ingar. Málalok urðu þau, að lágmarks- kaup háseta er 214 kr. á salt- fi«kveiðum, en 232 kr. á ísfisk- veiðum. Lifrarhlutur miðast við 28.40 kr. Kauphækkunin nemur 15—16 prct. Það ræður að líkum, að alþjóð manna fagnar því, að farganinu er af létt, og þessa dagana láta menn eftir sér að njóta gleðinn- ar yfir þessu. En þó er eigi því að leyna, að nokkur skuggi hvílir yfir lausn málsins. Kaupið er of hátt. Það er of hátt, miðað við gjaldþol sjávarútvegsins, og það er alt of hátt, miðað við gjaldþol landbúnaðarins, en óhjákvæmi- legt er að kauphækkanir þær, sem sósíalistar hafa borið fram hér í Reykjavík, lendi með sama þunga á landbúnaðinum. Lægst launuðu hásetar á togur- um báru mánaðarlega út býtum 1927 um 377 kr., en um 360 árið 1928. Atvinnan var það árið að heita má óslitin alt árið. Sam- kvæmt hinum nýju samningum, verður afrakstur þessara manna um 420 kr. á mánuði auk fæðis og margvíslegra hlunninda. — Þetta er hátt kaupgjald, það er miklu hærra en nágrannaþjóðir okkar greiða. Aðstaða íslendinga til samkepni við þær, er ekki væn- leg. Mikið hærra kaup, helmingi hærri vextir, margfaldur tekju- skattur, margfaldir tollar á öllu, sem til framleiðslunnar þarf, og loks hár útflutningstollur. Slíkt spáir ekki góðu. íslendingar verða að fara að gá að sér. Það er ægilegt auðnu- leysi er æsingar 'fárra öfgamanna fá brotið þennan máttarvið ísl. atvinuulífs. Og ekki verða horf- urnar glæsilegri, ef kauphæðin samtímis sligar landbúnaðinn. Sjómenn á togurunum eru vík- ingar að dugnaði og alls góðs maklegir. En það er þeim bjarn- argreiði að spenna kaupið svo hátt, að gjaldþol bresti. Það eru ekki sjómenn sjálfir, sem eiga að þessu frumkvæðið, heldur eru það foringjar sósíalista í Reykjavík. Þeir fara þess á leit vitandi vits, að takist þeim að koma öllu á kné, er opin leið að þjóðnýting. Afstaða útgerðarmanna var eúfið. Þeir skilja hvert stefnir og vita, að kaupið er umfram gjald- getu. En á hinn bóginn blasir við stöðvun flotans yfir hávertíð- ina. Af því mundi leiða tjón, er n mur tugum miljóna króna. Og í Reykjavik yrði blátt áfram hungursneyð. Það er von að menn kveinki sér við að horfa framan í slíkt ástand. Það er eðlilegt og mannlegt af útgerðarmönnum, að láta undan — að ganga inn á að hækka kaupið umfram getu, svo deilan leysist. En hvort það er viturlegt veltur á því, hvort sósí- alistar geta áfram beitt slíku ger- ræði sem í þetta skiftið. Togaraútgerðarmenn eru fáir og fá um þetta litlu ráðið. En bænd- ur eru margir og geta miklu ráð- ið. Á þeim veltur mest i þessu máli. Ef þeir telja sér voða að framferði sósíalistaforingjanna, er rétt að þeir séu á það mintir, að aldrei hefir vegur þeirra verið meiri en nú, og frekja þeirra og offors blómgast hvergi betur en í ylnum frá valdastól dómsmálaráð- herrans frá Hriflu. — Vörður. Lækkun skatta. — Þegar frétt- in um málalok í kaupdeilunni barst um bæinn, fylgdi það með, að afnuminn mundi kola- og salt- tollur og tekjuskattur lækkaður. Hið rétta er, að forsætisráðherra hefir fyrirskipað, að eigi skuli inn- heimta 25 prct. hækkunin á tekju- og eignaskatti er samþ. var á síð- asta þingi sem heimildarlög. Reykjavík, 2. marz. Mokafli hefir verið á Vestfjörð- um undanfarið. Um fyrri helgi sáu menn bæði af Norður- og Suðurlandi eldi bregða fyrir inn til landsins. Og gizkuðu Sunnlendingar á að eld- gos vær í Dyngjufjöllum, en Norð- lendingar töldu að upptök eldsins mundu vera í Vatnajökli norð- austarlega. Sveinn Árnason fiskimatsmað- ur á Seyðisfirði var staddur hér fyrir skömmu, en fór utan á fimtudaginn 21. þ.m. Var för hans heitið til Spánar til móts við fiskifulltrúa Helga Guðmundsson. Ætla þeir Sveinn að ferðast um Spán og Portúgal og athuga ým- islegt, er lýtur að verkun og verzl- un fiskjar. Að því loknu fer Sveinn til ítalíu og býst hann við að verða um ’ mánuði í ferð sinni. Jónas Sigurðsson andaðist að Helgafelli í Helgafellsssveit 15. f. m. í hárri elli. Hafði lengi búið þar sæmdar búi. Sigurður Þórólfsson, fyrrum skólastjóri á Hvítárbakka, and- aðist aðfaranótt 1. þ.m. eftir lang- vinn veikindi. Árni Jónsson, verkstjóri í Kveld- úlfi varð bráðgvaddur í fyrrinótt. Þá hafa þau hjónin, ólafur Kvaran símastjóri og frú hans„ orðið fyrir þeirri sorg, að missa dreng fjögra ára, Gunnar Bene- dikt að nafni. — Vörður. “Árangur reynslu minnar” heit- ir bók,' sem Theodóra Þórðardótt- ir á Kambsmýrum nyrðra hefir gefið út. Eru í bók þessari ræð- ur, ljóð o. f 1., sem hún hefir ritað ósjálfrátt á tveimur árum, (1926 og 1927), og eru nafngreindir höfundar við hvað eina, sem eiga að hafa stjórnað hönd hennar. Má þar á meðal nefna skáldin Þor- stein rlingsson, Steph. G. Steph- ansson, Kristján Jónsson, Hall- grím Pétursson, Jónas Hallgríms- son, Matthías Jochumsson, Egil Skallagrímsson og Stgr. Thor- steinsson. í formála segir Theo- dóra, að hún hafi aldrei getað gert vísu sjálf. 1 bókinni eru líka ræður og fyrirlestrar, sem eiga að vera eftir séra Pál Sigurðsson í Gaulverjabæ og Jón Sigurðsson forseta. — Mgbl. Letigarðurinn á Eyrarbakka var vígður 26. febr.. Framkvæmdi dómsmálaráðherra þá athöfn og var boðið nokkrum gestum að vera við. Láta þeir mjög pf því, hvað húsið sé að öllu fullkomið, rafl^ýst, með baðherbergi, mið- stöðvarhitun, dúkum á öllum gólf- um og klefar vel málaðir. Minn- ir þar ekkert á fangavist, nema járnrimlar þar fyrir gluggum. — Fangarnir, sem þangað eru send- ir, eiga að byrja á því að vinna að netagerð, en með vorinu eiga þeir að stunda jarðrækt á Liltla- Hrauni. — Hefir landstjórnin keypt þá jörð og lagt hana undir letigarðinn.—Mgbl. Úr Berufirði eystra. Heyfengur var síðastliðið sum- ar mikið minni en í'fyrra, einkum af útheyi, en bót í máli að nýting- in var ágæt, og það, að sumir áttu fyrningar, svo þeir þurfa minna að kvíða vetrinum. En heyfyrn- ingar þurfa allir að eiga. \v & CUNARD LINE 1820—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada- Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferð- ast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í Lon- don, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofu- stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. LINE I I 1 l 10053 Jtwper Are. EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON 401 I^aneaster Rldg:., CALGARY 270 Main St. VVINNIPEG, Man. Cor. Bay & Welllnaton Sta. TORONTO, Ont. 230 Hospital St. MONTREAL, 0“®- Sumaraflinn var rýr og svo ey um alla Austfirði, enda óstilling- ar miklar, einkum á smástraum- ana, en það gegnir verst. Iðnsýning var haldin 19. júní í sumar í Berufirði, sem er mynd- arheimili við fjarðarbotninn. Þar voru 260 munir sýndir, þar á með- al spunavél ný, eftir hagleiks- manninn Guðmund hreppstjóra í Berufirði. En mest bar þarna á kvenhannyrðum og var þar fag- urt inn að líta, og sýndi það, að enn eru konur iðjusamar margar og að þær geta margt og mikið fagurt gert. Þar voru saman komnir 109 menn, og hefir svo aldrei verið fyr, síðan þetta land var bygt. Á sýningunni mætti frú Sigrún Blöndal í Mjóanesi á Völlum og tvær blómarósir Héraðsins með henni. Frúin mætti þar sem að- aldómari á sýningunni, og flutti hún lapgan fyrirlestur, og kom víða við, og fann mjög að því, hvað lítið væri nú unnið af vað- málum heima o. fl. í samanburði við það, sem áður var. Átaldi hún mjög og hversu menn sækt- ust eftir útlendum hégóma og tildri, og hvað menn eltu um of tízkuna. Það væri ekki alt menn- ing, sem nú væri kölluð menning, heldur hrein og bein — já skað- leg ómenning. Ungu stúlkurnar eltu útlendu tízkuna og tildrið með því að klippa af sér fallega hárið, sem drottinn hefði gefið þeim, gengju í stuttpilsum, að maður nú ekki talaði um fótabún- aðinn, eins og hann væri nú orð- inn. __ Þótti frúnni mælast mjög vel. Þá höfum við nú mist frá okkur Ólaf lækni Thorlacíus og frú hans og verður þeirra alment mikið saknað úr þessu héraði. Læknir- inn hefir stundað embœtti sitt samvizkusamlega, og eftir beztu getu, vilja og mætti, og aldrei a honum staðið, þegar til hans hef- ir verið leitað, svo betra getur ekki verið. Þau hjónin hafa alt af verið á- gætir samborgarar, boðin og bú- in ætíð til styrktar og hjálpar alls hins góða og mestu sóma- og velgerðarhjón, skemtin og alúð- leg og mikið er það, sem ó. Th. hefir gert til umbóta á jörðinni Búlandsnesi, jarðabóta, girðinga og húsabóta. Þeim hjónum, ásamt fjölskyldu þeirra, hefir nú verið haldið kveðjusamsæti, fyrst í Breiðdal, svo á Djúpavogi og voru þar 150 mann , þá í Papey hjá Gísla bónda var og síðast á Berunesi. — Héð- an fylgir þeim heill samúðarhug- ur allra héraðsbúa. G. S. —Tíminn, 16. fébr. I I Scarfi er nokkuð sem kvenfólkið þarf á vorin Tízkan hefir hagað því þannig, að hálstreflar, tilbúnir úr tóuskinn- um, þykja nú aftur ó- missandi, enda er ekk- ert fallegra og þægi- legra til varnar gegn ónotalegum kuilda, áð- ur en sumarið kemur. Holt Renfrew hafa á boðstólum sérstaklega’fallegt úrval af hálstreflum úr ýmiskonar loðskinnum, þar á meðal Silver Fox. Komið og sjáið þá. GEYMSLA Á FURKÁPUM Ef þér komið yðar dýru Fur Yfirhöfnum í geymslu hjá áreiðanlegu félagi, eins og Holt Renfrew, þá þurfið þér ekki að óttast um þær. Kostnaðurinn er hverfandi, aðeins 2%. af verðinu. — Spyrjið um geymslu á Furfatnaði yfir sumarið og áhyrgð alt árið. Portage og Carlton A Fox

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.